Heimskringla


Heimskringla - 09.12.1915, Qupperneq 2

Heimskringla - 09.12.1915, Qupperneq 2
BLS. 2. H E I M S K R I N G L A. WINNIPEG, 9. DESEMBER 1915. : ef? Landbúnaður og sveitalíf I Ritað af S. A. Bjarnasyni, B.A., B.S.A.; H. F. Daniels- J syni, B. S. A. og S. J. Sigfússyni, B. S. A. 1 Mjólkurbúskapur. Mjólkurbúskapur er eitt af þeim mikilsvarðandi málefnum, sem of lítill gaumur er gefinn. Alt of fáir, sérstaklega íslenzkir bændur, leggja það fyrir sig sem sérstaka iðnaðar- grein. Þar sem akuryrkja gefst dá- vel, er ails engin rækt lögð við þenn- an arðsama atvinnuveg. En þar sem landslaginu hagar svo til, að akur- yrkja er kostnaðarsöm og erfið, hafa bændur oft dálítinn bústofn. Eitt- hvað verða menn að framleiða til þess að lifa, og úr þvi kringumstæð- urnar gjöra mönnum ill-mögulegt, að framleiða korntegundir, þá neyð- ast þeir til að leggja sig að mjólkur- búskap. Mönnum finst fljótara og arðsamara að koma korni í peninga, en aftur of mikil vinna við að fram- leiða mjólkina. — Bezt væri, að hver bóndi legði stund á hvort- tveggja, því mjólkurbúskapurinn er æfinlega vissari og fult svo arðsam- ur, ef rétt er að farið. En hvers vegna bændur leggja ekki eins mikla rækt við mjólkurbú- skap, er ekki gott að svara. Ef til vill af þvi, að það tekur meiri þekk- ingu að framleiða mjólk, heldur en korntegundir. Sú þekking er víða a’ skornum skamti og þar af leið- andi sú atvinnugrein ekki eins arð- söm og vera ma'tti. Manitoba i heild sinni er vel fall- f fyrir mjólkurbúskap, bæði hvað veðráttu og markað snertir; en svo ei u partar, sérstaklega norðari hlut- inn og eins á milli vatnanna, sem ekki er hægt annað að gjöra. Mikið af þessu svæði er óbygt; en í þein: partinum, sem er bygður, er mjólk- urbúskapur stundaður að nokkru leyti. En alment er óhætt að full- ýrða, að sá búskapur er ekki farinn sð borga sig, eða þá gefur minni á- góða en vera mætti. Þetta er ýmsra Estæða vegna, og sumar er hægt að lagfæra sér að kostnaðarlausu, ef vnljinn er til þess. Fyrst og fremst þá rækta menn ekki nógan fóðurbæti handa kún- um. Þetta geta menn þó gjört og verður innan skamms tíma. í öðru lagi, þá kaupa þeir ekki réttan fóð- urbætir, þegar hann er keyptur. 1 þriðja lagi er hirðingin ekki sú rétta og eins aðferðin við að koma afurðunum i peninga. Og í fjórða lagi hafa þeir ekki nógu góðar kýr. Hið siðastnefnda er ef til vill örðug- ast að lagfæra á skömmum tíma, en má gjöra smám saman að kost i- aðarlitlu. Hin þrjú fyrnefndu atriði er hægt að lagfæra, ef viljinn er til þess. Það eru tvenskonar fóðurtegund- ir, sem skepnur þarfnast. Fyrst fóð urtegundir, sem erti ríkar af nijiil- efni og sykurefni, svo sem n.aís, róf- ur, hafrar, bygg o. s. frv., og eru þess vegna holdgefandi og framleiðandi hita. Annað: fóðurtegundir, sem eru rikar af köfnunarefnum (nitrogen), súrefni (phosphorus) og brenni- steini (sulphur), svo sem alfalfa. smári, baunir flax (hör) o. s. frv., og þar af leiðandi byggja upp vöðva og bein. Hvort heldur skepnan á að framleiða ntjólk, ull, egg, vinnu eða vöxt,' eða safna á sig holdum, þá þarf hún öll þessi efni, en i mis-j ntunandi hlutföllum. Fullvaxinn, iðjulaus uxi eða hest- ur þarf að eins að viðhalda skrokkn- um og framleiða hita og þarf þess vegna mikið af fitubyggjandi efnum <carbohydrates), en tiltölulega lítið af vöðvabyggjandi efnuin (protein). Útheimtist vinna, þá þyrfti tiltölu- lega mikið meira af “protein”. Til að framleiða mjólk, egg, kjöt o. s. frv. útheimtist mikið af “protein”, því það er einmitt sú fæða, sem vér neytum til að byggja upp vöðva. Ekki eru sömu efnin notuð í öllum verksmiðjum. því þau framleiða mismunandi efni, svo sem verkfæri, fatnað, leikspil o. s. frv. Við getum hugsað okkur kúna sem iiokkurskonar vél eða verksiniðju, .iem tekur hey og fóðurbæti og snýr þvi upp í arðsama vöru: smjör, mjólk eða ost. En til þess að fram- Jeiða þetta billega, þarf að kynda j.essa vél rétt. Ekki borgar sig að spara eldsneytið. Því skiljanlsgt er, að því meira af heyi, rófum og korn- rnnt, sem þessi vél gelur snúið upp í dýra vöru, því arðsamari verður fessi vél. Líka verðum vér að hafa ;étt eldsneyti, annars verður fram- leiðslukostnaðnrinn meiri. Tilraun- ir hafa sýnt, að það kostar frá 10 til 16 cents að framleiða pund af smjör- filu. Ef hægt er að gjöra það fyrir 10 cents, þá er það þess virði, að reyna að gjöra tilraun til þess, að lækka kostnaðinn. — Bændur taka sjaldan til greina framleiðslukostn- aiiinn, heldur að eins söluverð. Oss íinst 6 cents mikill mismun?r á söluverði, en hugsum aldrei um framleiðslukostnaðinn; hann hiýtur æfinlega að vera hár, ef bóndinn þarf að kaupa allan fóðurbæti. Það ætti að mega lækka þennan kostn- að um helming, ef bóndinr. ræktar sjálfur sínar eigiri fóðurtegundir Alfalfa og smára ættu allir bænd- ur að rækta, hvort sein þeir stunda mjólkurhúskap eða ekki. En sér- staklega er það gott kýrfóður, því það inniheldur öll þau efni, se n eru í mjólkinni, og er mjög ríkt af köfn- unarefni (nitrogen). Má þvi bland.i því saman við fæðutegundir, sem hefa mikið af fitubyggjandi efnum, til þess að fá rétt hlutföll. Tilraunir hafa sýnt, að pund af alfalfa lauf- um er eins mikils virði eins og pund af “brani”. Aftur er leggurinn trén- aður og lítils virði, og má ekki ætl- ast til að kýr lifi á cintómu alfalfa; því bæði er það of fyrirferðarmikið, og hefir ekki nóg mjölefni. Enda er ekkert eitt fóður sem dygði að gefa kúm einsamalt, því að gefa fleiri t-.“gundir eykur lyst; kýrnar éta meira og þar af leiðandi gefa af sér meiri mjólk. , Rófur og súrhey auka lyst og er því engu siður nauðsynlegt að rækta svoleiðis fóður. Með þessu móti má spara mikið af fóðurbæti, sem ann- ars þyrfti að kaupa og kýrnar mjólka mikið betur. Kýr þyrftu 10 til 12 pund á dag af fóðurbæti; með því að gefa alfalfa og rófur, mætti spara sér S til 10 pund á dag af þess- um 12 og þannig minka framleiðslu- kostnaðinn. Með þvi móti eru menn lika að fá ntarkað fyrir sína eigin vöru, sem ætið verður minna úr, þegar selt er hins vegar; þvi ágóð- inn skiftist milli margra. Rófur eru sérstaklega góðar fvrir kýr, sem lifa á einföldu, þurru fóðri; ekki vegna nærngarefnanna, sem i Jieim éru, heldur af Jtví þær gjöra tilbreytingu og auka lyst. Rófur eru vanalega 90 prósent vatn. Af því má sjá, að kýrin >rrði að éta hátt á annað hundrað pund til að fá nóg næringarefni, sem ekki nær neinni átt. En 20—30 pund á dag mætti gefa, og verður því meiri parturinn uf næringairefnunum að koma úr korntegundunum. Pund af næringarefni í rófum er eins gott og pund af næringarefni í nokkurri korntegund. En, af því að svo mikið vatn er í rófunum, þá kostar meira að framleiða pund af næringarefnum svoleiðis, heldur en pund af því sama í korni. En, þrátt fyrir Jtað, þykir jtað borga sig, — vegna Jteirra áhrifa sem þær hafa á liffæri skepnunnar. Eitt af fyrirmyndarbúunum gjörði eftirfylgjandi tilraun: 100 pund af næringarefnum í inais kosta 65 cents; 100 pund af næringarefnum í róf- um kosta $1.20. 100 pund af næringarefnum í höfrum kosta $1.00. Þá sjáum vér að næringarefni i rófum kostar næstum /helmingi meira en í maís og fimta purt meira en i höfrum. “Shorts” og “bran” er vanalega sá fóðurbætir, sem er keyptur, — lík- lega af því það er billegast. “Bran- ið” er ágætt til mjólkur. en “shorts” er ekki heppilegt; Jiað hefir of mik- ið af mjöli og fituefnum, og er gott fyrir allar skepnur, sein á að fita til inarkaðar, en hefir þau áhrif, að Jiurka upp mjólkina í kúnuin. í Þvi er fita og stívelsi (starch), en alls ekki Jiau efni, sem rnest er af í mjólkinni. Malaðir hafrar og bygg, blandað með brani, hefir reynst lang-bezt af þeim korntegundum, sem vér get- um ræktað hér i Manitoba. En sá galli er á, að hafrar eru oftast dýrir, og ef þeir seljast fyrir 50 cents hvert bushel, getur verið spursmál, hvort Jsað borgar sig. En bygg (bar- ley) er alveg eins gott, sé það mal- að, og ætíð billegra, að tiltölu við það næringargildi sem það hefir. Alfalfa, inaís, hafra, bygg og róf- ur er hægt að rækta hvar sem er í Manitoba, og ef gefið er í réttum hlutföllum, þá er Jiað það bezta sambland af fóðurtegundum fyrir rnjólkurkýr, sem hægt er að hugsa sér. Kýr þurfa næringu til þess að við- halda skrokknum, hvort sem þær mjólka eða ekki. Fyrst brúka þær næringuna til að byggja upp vöðva, bein o. s. frv.; afgangurinn fer í injólkina. Það er því enginn veru- legur sparnaður, að draga við þær fóðurbæti; sú kýr borgar sig bezt, sem getur étið mest, þvi þá gefur hún meiri mjólk, sem er meira virði en efnið sem fór í hana. Tilraunir voru gjörðar með 7 kýr á fyrir- myndarbúi í Bandaríkjunum. Sjö kýr voru teknar frá bónda, þar sem þær höfðu haft lélegt viðurværi, og fluttar á fyrirmyndarbú fyrir tvö ár, og svo aftui* til baka til bóndans fyrir önnur tvö ár. Hjá bóndanum var meðaltal eftir vikuna eftir liverja kú 109 pund af mjólk með 4.45 prósent fitu, en 4.7 pund af smjörfitu. Á fyrirmyndarbúinu var meðaltal eftir vikuna 155 pund af mjólk með 4.7 prósent fitu, en 7.1 pund af smjörfitu. Fitan hafði hækkað um 25 prósent mjólkin hafði hækkað um 46 pund (á viku) eða 42 prósent; en smjörfit- an hafði hækkað um 2.4 (á viku), eða 51 prósent. Á fyrirmyndarbúinu voru kýrnar hirtar eins og gjörist hjá flestum bænduin; en mjög illa var farið n,eð þær hjá bóndanutn fyrnefnda. í þriðja lagi, þá er hirðingin ekki sú rétta, og aðferðin við að koma af- urðunum í peninga. Fyrst og fremst, Jjá eru kýrnar látnar bera að vor- inu, til þess að geta notað sem mest græna grasið og sparað fóðurbæti. Þetta er algjörlega röng aðferð. Sú kýr, sem ber að vorinu, mjólkar auðvitað vel >rfir sumarmánuðina; en strax og grös fara að fölna, læt- ur hún sig og vill geldast upp, og mjólkar að eins 6—7 mánuði. Þetta verður svo brátt að reglu, og kýrin mjólkar aldrei lengur. En það vit- um við, að engin kýr getur borgað sig, sem að eins mjólkar 6—7 mán- uði, hversu góð sem hún er. Hún J>arf að framleiða mjólk að minsta kosti 10 mánuði á hverju ári. Þó kýrin bæri að vorinu, þá er hægt að láta hana mjólka í 10 mánuði; en þar sem hún er nærri geld, þeg- ar hún er tekin inn í fjós að haust- inu, þá er spursmál, hvort það borg- ar sig, að gefa henni fóðurbæti og reyna að græða hana upp aftur fyr- ir ekki meira en hún gæfi af sér yf- ir veturinn. Svo i öðru lagi, þá er smjörfitan minna virði að sumrinu og það er inesti annatíminn fyrir hveitibændur. Aftur á móti, ef kýrnar bera að haustinu, mjólka þær allan veturinn, græða þær sig svo þegar grænkar og mjólka eins vel og vanalegar vor- bærur. Við skulum gjöra samanburð á sumar og vetrar mjólkurbúskap: Yfir 6 vetrarmánuðina gefur meðal- kýr af sér til jafnaðar 30 pund á dag af nijólk eða 5400 pund alls, með 4 prósent fitu eða 216 pund, sem gjörir hér um bil 260 pund af smjöri. Að vetrinum selst það fyrir 30 cents pundið, eða $78.00. Svo mjólkar hún alt sumarið nærri Jivi eins vel og vorbæra: Ef sú hin sama kýr bæri að vorinu, mundu þessi 260 pund syljast á 20 cents pundið eða $52.00. Svo' verður auðvitað að draga kostnað frá hvorutveggja. En þar sem haustbæran mjólkar len^ri tima og söluverðið er æfinlega hærra að vetrinum, þá er auðséð, hvort borgar sig betur. Væri mjólkin seld til stórbæjanna á vetrin yrði gróðinn miklu meiri; smjörgjörðarhúsin borga vanalega $2.00 fyrir 100 pundin. Að frádregn- um kostnaði, ef bóndinn væri 70— 100 mílur frá bænum, yrði það $1.80 fyrir 100 pundin, eða $97.20 fyrir 5400 pund og svo sumarmjólkin fyr- ir ekki neitt. Þetta eru að eins með- alkýr. Góð kýr gæti mjólkað helm- ingi eða jafnvel þrisvar sinnum meira. Það borgar sig ekki að selja haustbærurnar, hversu gráðugir sem kaupmennirnir eru að fá þær. Ef þeir geta staðið sig við að borga hátt verð, þá er hún samt meira virði til bóndans; þvi þótt kaupmaðurinn græði ekki mikið, þá þarf hún samt að fara i gegnum margar hendur. Svo verða haustkálfarnir ætíð nraustari og betri skepnur. Sumar- kálfarnir þola ekki útigönguna, og verða vambmiklir, ljótir og horaðir. En ef kýr einhverra ástæðna vegna eru látnar bera að vorinu, þá þurfa þær samt betri hirðingu. Það eru eiginlega ekki nema 4 mánuðir í,f árinu, sem grasið er gott, og þegar Jjað fer að fölna að haustinu, þá láta kýrnar sig æfinlega. Það er ein- mitt þá sem er nquðsynlegt að hafa eitthvað grænt fóður eins og maís og rófur, sem eykur lyst, — eitthvað í staðinn fyrir hið safamikla, græna gras. Fengju þær eitthvað safakent fóður, þó ekki sé næringarmikið, eins og rófur, þegar grös fara að fölna á haustin, mætti halda í þeim mjólkinni fram yfir miðjan vetur. Hvernig bæta má akurinn Eftir sjö ára tilraunir á fyrir- ínyndarbúum i Manitoba, Saskatche- wan og Alberta, hafa menn komist að þeirri niðurstöðu, að bezti veg- urinn til að undirbúa jarðveginn undir kornsáningu sé með því að nota hann áður undir jarðáverti — “root crop”. ú J. H. Grisdale, forstöðumaður til- raunabúa landsstjórnarinnar, er sannfærður um, að þessi aðferð er happasælust, og hvetur bændur til að hafa hana, — bæta kornuppsker- una með því að rækta fóðurrófur og þesskyns jarðávexti áður. Sú upp- skera gefur bændum gripafóður og ryður þannig jafnframt braut fyrir fjölbreytibúskap (mixed farming). Mr. Grisdale var nýlega staddur hér í borginni, og gat þá þess, að áform stjórnarinnar væri, að koma á stofn innan skamms tveimur nýj- um tilraunabúum hér í Vestur-Can- ada. Yrði annað i norðurhluta Mani- toba, en hitt í suðvesturhluta Sas- katchewan fylkis. “Mixed Farming” Bændur þessa lands eru að vakna til meðvitundar um nytsemi þess- kyns búskapar, eftir því sem Mr. Grisdale segir. En hann kvað það undra sig stórum, hversu bændur vanhirða stráið úr þreskingunni; kvað hann það nægja til fóðurs 150 þúsund nautgripa á ári. Einnig brýn- ir Mr. Grisdale það fyrir bændum, að nota áburð á akra sína eftir því sem bezt þeir geti. Mr. Grisdale farast þannig orð i samtali við blaðamann: l “Sumarið sem leið hefir verið eitt hið bezta, sem komið hefir fyrir til- raunabúin, bæði hvað uppskeru og skepnuhöld snertir. IJppskeran hefir verið í allrabezta lagi á sumum til- raunabúunum, og griparæktin hefir borið mjög góðan árangur undan- tekningarlaust. Vér höfum nú sjö stóra tilraunabúgarða og þrjá eða fjóra smáa, og á þessum öllum höf- um vér húsdýr fleiri eða færri. Vér höfum þar með höndum kynbætur liesta, sauða og nautgripa, svína og alifugla, og hefir hepnast prýðisvel. Skepnuhald vort hefir meira en borgað sig og gjörir það vafalaust betur á komandi árum. Mr. Grisdale kvað það hafa sann- ast ótvíræðilega, að þó það sé gott iið plægja akra á haustin og undir- búa þá undir sáningu og uppskeru næsta sumar, —. Jjá sé langbezt, að sá í akrana jarðávöxtum, eins og fyr er getið. Eftir þá uppskeru er jarð- vegurinn rikari og betur móttæki- legur fyrir kornsáningu en áður og trygging þar með gefin fyrir betri uppskeru. ‘Bændur verða líka að hafa það liugfast, hversu kvikfénaðarrækt Jjeirra getur aukist með því að fara þannig að. Fóðrið fíest þanníg í rik- um mæli. í fyrra sumar ferðaðist eg, segir Mr. Grisdale, um suðvesturhluta Saskatchewan fylkis, þar sem upp- skerubrestur hafði orðið. Eg komst Jjá að þvi, að þar sem bændur höfðu stundað fjölbreytibúskap, jafnvel þó í smáum stýl væri, að uppskeran hafði lánast furðu vel. Aftur á móti Jjar, sem bændur höfðu einvörðungu reitt sig á kornuppskeruna, þá var hjá þeim því nær algjörður upp- skerubrestur. Jarðávaxta uppskeran (root crops) bregst þvimjög sjaldan og aukavinnan,’sem af henni leiðir, er naumast teljandi. Sjón er sannfæring Annað er það, sem bændum mun þykja allmikið til koma, og það eru hinir svo nefndu “sýnis-staðir”. Vér höfum þá í Alberta og Saskatche- wan og vonum bráðum að hafa þá i Manitoba. Vér vinnum hér í sam- einingu með bóndanum. Á jörð hans gjörum vér tilraunir með hinni nýju gróður-aðferð og vér höfum jafn- framt gömlu aðferðina; — segjum t. d. 5 ekra spildu með gömlu aðferð- inni og 5 ekra spildu með nýju að- ferðinni. Eru merki sett, sem sýna og segja, að þessi spilda sé ræktuð með gömlu aðferðinni, og hin með þeirri nýju. Mismunurjnn á milli þessara spilda verður svo auðsær, að allir, sem um veginn fara — þvi þessir sýnis-staðir eru valdir þar sem fjölfarið er — hljóta að sjá það, og verða svo hrifnir af nýju aðferð- inni, að þeir fylgja henni eftir það i búskap sinum. % “Og vér höfum sannfærst um það, að hvar sem er í Manitoba má hafa tvær uppskerur á ári, — jarðávaxta fyrst og svo hveiti eða kornuppsker- una. Og ekki einasta er þetta hægt, lieldur er það beinlínis nauðsynlegt fyrir frjófgun jarðvegsins. , Áburður er og nauðsyiilegur. Það ættu allir að skilja og hafa hugfast. Þá mintist Mr. Grisdale með nokk- urum orðum á uppskeruna á fyrir- myndarbúunum núna síðastliðið sumar. “Bændur kringum Lethbridge fengu að meðaltali 53 bushel hveitis af ekru hverri, en á tilraunabúi voru þar fengum vér 70 bushel og 10 pd. af ekrunni. En á tilraunabúinu í La- combe, Alberta, fengum vér 73 bush. og 33 pd. af ekru, af þriggja ekra svæði, er mælt var sérstaklega. ÖIl hin tilraunabúin, nema að Rosthern, gáfu yfir 50 bushel af ekru. Á Rost- hern búinu skemdu of miklir þurkar uppskeruna að nokkru leyti. En í heild sinni hefi eg aldrei séð aðra eins uppskeru og Befi eg þó víða farið”. Vestur-Canada er í sannleika Góz- enlandið, þegar vel árarl Heimskringla samgleðst bænd- unum yfir góðri uppskeru, því “bú er landstolpi.” Og svo veit hún aS þeir gleyma henni ekki, þegar peningarnir fara aS koma inn fyrir uppskeruna. BLUE R/BBON KAFFI OG BAK/NG POWDER Hvenær svo sem þú kaupir Blue Ribbon vörur, þá sparar þú peninga. Þær end- ast lengur og kosta Jjví minna en nokkr- ar aðrar vörur. Fáðu þér könnu af Blue Ribbon kaffi og Baking Powder næst er þú kemur í búðina. Þér líkar það áreið- anlega. með peningatryggingu —.... \ Æskulýðurinn. Laufblaðió. “Þetta er auma lífið”, sagði laufið litla, þar sem það titraði og sveifl- aðist í morgungolunni. “Hér er eg bundið við þessa grein og hlýt að fylgja henni eftir í öllum hennar sveiflum. Munur væri að vera frí og frjáls eins og blessaðir litlu fuglarn- ir og geta flogið á vængjum golunn- ar út í hinn fjölbreytilega víðáttu- mikla geim”. • “Vertu ekki að þessu óráðs-bulli”, sagði kanarífugl, sem sat á greininni og velti vöngum ofboð spekings- lega. “Öll höfum við okkar hlutverk að vinna og ættum að vera ánægð með Jjau hlutskifti, sem okkur liefir hiotnast. Ef vér kunnum ekki vængj- um okkar forráð, getur farið ver en illa. Þú hefir mikið verkefni að leysa af hendi, þar sem Jjú ert. Ef Jjið laufin væruð ekki á trénu, þá gæti það ekki vaxið, þvi þið andið og meltið fæðuna fyrir það”.— Þeg- ar fuglinn hafði lokið þessari löngu ræðu, velti hann vöngum ótt og titt og lygndi augunum borgin fugls- lega. “Það er auðvett fyrir Jjig, sem getur flogið hvert á land sem þig lystir, að telja mér trú um, að kjör mín séu góð og viðunanleg. Hvað sem tautar, skal eg nú samt fljúga út í heiminn, ef eg sé þess nokkurn kost”. “Eg skal hjálpa þér”, hvíslaði vor- golan, um leið og hún þaut framhjá, og einn óveðursdag herti hún sig og sleit laufið af trénu. Nú var laufið litla frítt og frjálst og barst með öldum stormsins út í geiminn. En nú hafði það ekki kraft viðhalds og Jjroskunar, sem það naut í heima- högum, eða styrk þann til að stand- ast misvindi lifsins, sem það hafði fyrrum notið í sambandi við tréð. Það barst því hjálparlaust með loft- straumunum og slengdist að síðustu til jarðar, Jjar sem það var fótum- troðið og magnþrota.--- “Tí, ti”, sagði litli kanarífuglinn, Jjar sem hann hoppaði einn blíð- viðrismorgun til að tína efnið í hreiðrið sitt. Hann kom auga á lauf- blaðið litla, sem var svo fölt og hul- ið ryki, að það var naumast þekkj- anlegt. “Tí, tí”, sagði fuglinn, “góð- an morgun, laufríjan. Hvernig liður þér nú?” “Ekki get eg látið mikið af líðan minni” sagði laúfblaðið. “Og er nú sannast, að eg hefði betur aldrei far- ið að heiman. Vertu nú svo góður og flyttu mig heim að trénu minu, svo að eg geti þó dvalið nálægt æskustöðvunum”. “Það skal eg feginn gjöra”, svar- aði fuglinn, $em kendi i brjósti um laufblaðið. Að svo mæltu flaug hann með laufblaðið i nefinu og festi það í brúnina á hreiðrinu sinu á grein trésins, sem það var partur af. Þrátt fyrir þetta leið laufblaðinu ekki vel, því það var svo volað og óhreint, að öll hin laufin litu niður á það. Og það iðraðist eftir að hafa farið í óráðsæði út í heiminn. VIII. — Fréttagreinar og smávegis. - Rósir. — Allir, sem nokkurn feg- urðarsmekk hafa, dást að rósum. í gömlu álfasögunum \r mikið talað um þessi blóm, og skáldin eiga ekki fegurri líkingu til i eigu sinni, held- ur en — rós: “Blómrós”, “rósum stráðir vegir”, “ilmur rósanna” o. s. frv., eru orð, sem oft má heyra. — Auðvitað er oft átt við önnur blóm, þegar talað er um rósir; en það er að eins af því, að rósin er það full- komnasta og fegursta blómstur, og lögun, lit og ilm blómanan hinna er jafnað saman við rósirnar, þegar um injög æskilega jurt er að ræða. Marga langar til að rækta þessi undurfögru blóm, en kunna ekki að- ferðirnar. Aðrir hafa reynt það og mislukkast, sökum kunnáttuleysis.— En þeir, sem kunna að velja sér rétt- ar tegundir og meðhöndla svo plönt- urnar rétt, geta fengið í laun blóma- skrúða, sem tekur öllum blómum fram. Nýkominn bæklingur um þetta efni fæst gefins með því að senda í óstspjald til Experimental Farms, annaðhvort i Ottawa eða hér á vest- urstöðvunum. Nafn og númer á þess- nm bæklingi er: “Hardy Roses, fíul- letin No. 8.5” (by W. T. Macaun o£. 1 . E. Buck). — Sendið póstspjald í dag áður en það gleymist! -—fí.— — Sá bóndi, sem ekki hefir á- nægju af Jjví, að sinna bústörfum sínum, ætti ekki að reyna að vera bóndi. Ef hann finnur ekki til þess, að það er skemtileg og uppbyggileg iðja, sem hann hefir um hönd á degi jhverjum, þá ætti hann að kasta lienni frá sér. Ef hann ekki getur lit- ;ð yfir hibýli sín, kvikfénað og akra með ánægjubrosi, Jjá ætti hann að snúa ásjónu sinni frá þeim .Ef að vinnan er að eins ánægjulaust strit, j;á verður arðurinn skammvinnur cg léttur í vasa. Ef að hann tekur út kvalir af þvi að þurfa að sinna dag- legum störfum á búgarðinum, þá' eru störfin betur óunnin, því ágóð- inn verður enginn. Bóndinn, sem býr að eins til að draga fram tilver- una á landinu, af því annað liefir brugðist, og sem sinir ineð óglöðu geði og möglandi hugarfari síniim daglegu störfum, — mætti alt eins vel vera “galeiðu”-þræll. Árangur- inn verður sá sami og ábyrgðin miklu minni.—Þýtt — B.—). “Margt smátt gjörir eitt stórt” segir gamalt orStak, sem vel á vi<S þegar um útistandandi skuldir blaSa er aS ræSa. Ef allar smá- skuldir, sem Heimskringla á úti- standandi væru borgaSar á þessu hausti, yrSi þaS stór upphæS og góSur búbætir fyrir blaSiS. ----- MuniS þaS, kæru skiftavinir, aS borga skuldir ySar viS blaSiS nú í haust. BrúkatSar saumavélar meS hnfl- legu verSl; nýjar Slnger vélar, fyrlr penlnga út f hönd eöa tll Ielgu. Partar 1 allar tegundlr af vélum; atSgjörtS á iSllum tegundum af Phon- ographs á mjög lágu veröt. J. E. BRYANS 531 SARGENT AVE. Okkur vantar duglega "agenta" og verksmala. ™E DOMINION BANK Hornl Notre Dome og Sherbrooke Street. HöfutSstöll uppb........... $6,000,000 VarasjötSur ............... $7,000,000 Allar elgnir...............$78,000,000 Vér ðskum eftlr vlösklftum verz- lunarmanna og úbyrgjumst atS gef* þelm fullnœgju. SparisjétSsdelld vor er sú stœrsta sem nokkur bankl hef- Ir I borginnl. Ibúendur þessa bluta borgartnnar óska atS skifta vltS stofnum sem þelr vita atS er algerlega trygg. Nafn vort er fulltrygglng óblutlelka. ByrjltS sparl innlegg fyrir sjálfa yöur, konu og börn. W. M. HAMILTON, Ráðsmaður PHONE GARRY 3450 /

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.