Heimskringla - 09.12.1915, Síða 4

Heimskringla - 09.12.1915, Síða 4
BLS. 4 H E I M S K R I N G L A. WINNIPEG, 9. DESEMBER 1915. HEIMSKRINGLA. (StofnuS 18S6) Krmur Ot á hverjum fimtudefl. Útgefendur og eigendur: THE VIKIJiG PRESS, LTl). Ver® blaBsins i Canada og Bandaríkjunum $2.00 um áriti (fyrirfram borgad). Sent til fslands $2.00 (fyrirfram borga®). Allar borganir sendist rábsmanni blabsins. Pöst eba banka ávís- anlr stýlist til The Viking Press, Ltd. M. J. SKAPTASON, Ritstjóri H. B. SKAPTASON, RátSsmatSur. Skrlfstofa: 720 SHEHBROOKE STREET, WISiXIPEG. P. O. Box 3171 Talsfmi Garry 4110 Hermenn særðir koma heim. Þeir komu á sunnudaginn rúmir C0 eða réttara 61 hermaður af víg- völlunum, — allir særðir, lamaðir, fatlaðir; en allir frjálslegir, einarðir, óbeygðir, djarfmannlegir. Augun voru hörð og snörp. Þeir voru ekki að vila yfir því, að vera lamaðir orðnir. Þeir voru ánægðir. þeir vissu, að þeir höfðu gjört skyldu sina, að berjast fyrir frelsinu, menn- ingunni, fyrir mannfclaginu, fyrir sinum eigin heimilum, fyrir afkom- endum sinum og framtíð þeirra. Og þeir voru ánægðir yfir viðtökunum. Hérna komu 10 þúsundir að mæta þeim á járnbrautarstöðvunum, og siðan þeir komu á land höfðu mót- •tökurnar verið hinar sömu austur- frá. Á vögnunum komu lestir fólks að sýna þeim hluttekningu sína og þakklæti, að færa þeim ávexti eða smágjafir. Þetta sýnir að Canada er vaknað, því a'ð fyrst þegar særðir menn voru að koma heim, þá var sem enginn vissi af þeim. Kaup- mannsandinn var svo ríkur hjá mönnum, að menn sáu þá ekki, — hirtu ekkert um, hvort þeim leið vel eða illa, hvort þeir voru allslausir eða rikir; hvort þeir voru fatlaðir cða heilir heilsu. Það var rétt eins og menn hugsuðu, að þe.tta væri þeim mátulegt; þeir mættu sjálfum sér um kenna, að vera að gjöra þessa vitleysu, að fara að berjast með Bretum, — já, og berjast á móti hin- um miklu mönnum Þjóðverjunum. Þetta kom þeim tkki við, og engum hér i Canada var nokkur þægð í því. — En nú er hugsunin alt önnur. Menn hafa verið seinir að átta sig, eins og oft kemur fyrir; og þegar menn fóru að hugsa betur um þetta, þá skýrðist svo margt fyrir mönn- um, og tilfinningarnar vöknuðu fyr- ir því, að menn þessir hefðu verið að vinna göfugt verk, að leggja líf og limu í sölurnar fyrir sannfæringu sína, fyrir þjóð sina og fósturjörðu; fyrir réttlætið og mannúðina; fyrir núverandi og komandi kynslóðir og velferð þeirra. Þegar þetta varð mönnum Ijóst, þá losnaði um stýfl- una, sem eigingirni og sjálfselska höfðu lokað með straumi tilfinn- ingannn. Þær brutust út — hinar djúpu tilfinningar i hjörtum fólks- ins, og nú voru hendur allra útrétt- ar móti þeim, sem menn höfðu varla virt viðlits áður. I hópi þessara 60 voru menn úr ýmsum stöðum og embættum: — verkamenn, bændur, ver/lunarmenn og skrifstofumenn. Allir höfðu þeir liorft dauðanum í augu. Allir höfðu þeir heyrt hvininn þjóta í lofti, þeg- ar sprengikúlurnar kölluðu einn eða fleiri félaga þeirra. Þeir höfðu verið við Ypres og Gívenchy, við St. Julien og Langemarck, við Loos og á hæðunum No. 160. Sumir eða margir þeirra höfðu verið í hárri stöðu í Vesturfylkjum Canada; þeir voru margir vel mentaðir menn. Og þeir lögðu alt sitt fram, sleptu öllu, sem þeim var ant um heima; skildu við ástvini og nákomin skyldmenni til að fara út í þetta. Er nú nokkur svo gjörður, að ætla að þetta hafi verið flónska af þeim eða mannvon/ka, að fara út í þetta? Ef að nokkur ætlar það, þá ætti hann sannarlega að byrgja andlit sitt og forðast að vera á mannaveg- um; þvi að svivirðingin hvilir yfir höfði hans og myrkur ríkir i sálu hans, og þjóð sinni og fósturlandi er hann til niðurdreps og óheilla. En þvi er betur, að þeir munu nú mjög fáir hér, sem þannig er varið. — Og það sýndi sig svo Ijóslega á andliti og yfirbragði þessara þús- unda, sem mættu hermönnunum á járnbrautarstöðinni, að mönnum var ant um þá, — var heitt um hjarta- rætur af hugsuninni um það, hvað þeir höfðu lagt í sölurnar og vildu þeim alt til virðingar og ánægju gjöra. Voru þar þó á járnbrautarstöðv- unum margir, sem engum syni eða bróður áttu heiin að fagna, — þeir- höfðu fallið á Frakklandi eða i Flandern. Og nú komu þeir til að fá hinar seinustu fregnir af þeim með- an þeir nfðu. Hún er heilög, sorgin, þegar svo á stendur. Þeir eru nú i fylkingum herskaranna handan við hafið og biða þar frænda sinna og vina. Það er þungt að sjá þeim á bak; en það er hugfró að vita, að þeir hafa fórnað lífi sínu á þessari þrautastundu, þegar mál þau út- kljást, sem vonandi er að umsteypi heiminum og gjöri breytingar meiri en nokkrum manni hefir til hugar komið. Þá hafa þeir til mikils bar- ist, ef að breytingin verður til batn- aðar, sem vér einnig vonum. j Blaðaskammir 1 Jiessu blaði látum vér koma grein eina úr íslen/ku blöðunum að heim- an — ,‘Suðurlandi”. Ritstjóri blaðs- ins mælir með réttu á móti blaða- skömmum og vill ekki hafa þær. En það er eins og sumum mönnum finn- ist litið hragð að blöðunum, ef ekki eru skammir i þeim; því að nóg er til að skamma, bæði menn og mál- cfni. Grein þessi átti að koma í sein- asta blaði, en komst ekki i blaðið, þó að búið væri að setja hana. 1 þessu blaði er grein eftir Jón Einarsson, frá Foam Lake, og þekkja allir kaupendur Heimskringlu hann, því að hann hefir oft ritað í blöðin áður, og er vel ritfær maður og kunningi vor. Hann minnist í grein sinni á rithátt blaðanna og skamma- grein eina, sem fyrir stuttu kom i L'eimskringlu, þó aðsend. Vér segjum það hiklaust, að Jón er réttur þar. Greinin átti ekki að koina. Vér vorum búnir að taka hana frá, en einhvernveginn flæktist hún með öðru smárusli og kom svo i blaðið. Höfum vér oft nagað neglur siðan. Vér sáum eftir því, því að vér vissum ekkert um þetta, sem greinin sagði. En vér getum ekki öðru um kent en eigin trassaskap. Vér ætluðum að leggja hana með bunka miklum af greinum af sama tagi. Því að all-mikið hefir komið af þessu. Og ef því væri öllu komið á ról, þá væri það líkast maxim- byssunum, sem skjóta 5—600 skot- um á mínútunni: Það fylgdi hvellur hvelli uppihaldslaust í langa hríð. Vér höfum einlægt haldið á inóti persónulegum skömmum. Þær eiga ekki að eiga sér Stað í blöðum. Eng- in vönduð blöð hafa þær. Og þær eru vottur um, að sá er undir í mál- unum, sem þarf að grípa til þeirra. Og vér höfum aldrei vitað neinu málefni þokað áfram með þeim. Og fari blöðin að flytja þær, þá verða þau eins konar háskóli skammanna og svívirðinganna, og stórspilla sið- gæði fólksins. Vér höfðum Dagsbrún i fjögur ár, og þurftum aldrei að skammast og voru þó andstæðingar á tvær hend- ur. Vér höfðum Fróða í 3 ár, og ald- rei komu skammir. Og margt höfum vér ritað annað. Einstöku sinnum höfum vér verið skammaðir; en oss minnir, að vér höfum all-oftast látið það, sem vind um eyrun þjóta, og engu svarað, og stöndum þó á tveim fótum ennþá. En það er ekki fyrir það, að skammirnar séu ekki til. Vér erum sem aðrir menn, og oft sjóða þær á vörum vorum, skerandi og bítandi, og vilja út. En vér vitum, að það er, hvernig sem á er litið, svo miklu betra, að kæfa þær niður, og það reynum vér sem vér getum. Hitt er alt annað, að dýfa árinni slyndrulaust i sjóinn, þegar um mál- efni er að gjöra. Vér erum alveg samdóma Jóni Einarssyni einnig þar, og því betur, sem árinni er dýft og þvi fastara, sem á er tekið, af viti náttúrlega, því betur skríður kænan. Það eru vitanlega til margir menn, sem hafa gaman af þvi, að sjá aðra rifa húðina hvor af öðrum, og þykir það því betra, sem hvor getur leik- ið annan ver og skemt meira mann- orð og æru helzt beggja. En hver skynberandi maður sér það fljótt, ef hcnn hugsar út í það, að Jjetta bætir ekki mennina eða mannfélagið. — Þetta er að nokkru líkt nautaötunum spönsku og hanaötunum á Kyrra- hafseyjunum og viðar. Það er aftur- för. Menn eru þá að vekja upp siðu, sem menn höfðu fyrir miirg hundr- uð árum. Og menn verða ekki meiri, lieldur minni menn með því. Ekki siðbetri, heldur siðverri. Ekki vitr- ari, heldur heimskari. — Skammir milli tveggja manna eru svo einka- mál, sem þeim tveimur eða fleirum kemur við og ekki öðrum. Eina og bezta ráðið fyrir þá, er að fara hvor heim til annars og leysa þar frá buddunni. Eru sumir menn svo gjörðir, að þeim er ekki rótt, fyrri en þetta er búið. En í blöð ætti eng- inn að fara með þær. “Gríman af Vilhjálmi.” Það hafa nokkrir spurt um það, hvaðan vér höfum haft söguna snemma i vetur sem leið: “Gríman af Vilhjálmi”. Hafa sumir ætlað, að vér höfum búið hana til sjálfir. Því tr nú miður, að vér erum ekki það skáld, að geta búið til slika sögu. Til Jiess þyrfti fyrirtaks listamann. Ef að nokkur maður hefði verið fær Uin að búa hana til, sem vér efumst um. En sagan er tekin úr einu af merkari og líklega einu hinu út- breiddasta mánaðarblaði (Maga- zine) á Englandi. Það heitir Cassels Magazine. Cassels Magazine er gefið út af Gassel & Co., Limited, Ludgate Hill, London, England. Fæst í ftest- um bókabúðum hér og kostar 15c. Einnig fæst það með þvi að skrifa til: Cassels Magazine PubUshers. La Belle Sauvage, Ludgate Hill. Lon- don, E. C. og kostar 9 shillings um árið, eða 4 s. 6 d. um missirið. Sagan var tekin úr heftunum jafn- óðum og þau komu út. Voru eitt- hvað tvö hefti komin með söguuni, Jiegar vér byrjuðum að þýða hana. Narfi G. Narfason. Á mánudaginn var, Jiann 6. Ji. m., var, haldinn útnefningarfundur í samkomuhúsi E'oam Lake sveitar, til Jiess að velja inenn i sveitarráðið fyrir næstkomandi ár. Fundurinn var fjölsóttur. Voru þar menn sam- ankomnir úr öllurn héruðum sveit- arinnar og af ýmsum þjóðum. Er sveitin mest bygð íslendingum, Norð mönnum, Svíum og Englendingum. Eftir all-langar umræður voru út- nefndir menn í sveitarráðið frá hálfu íslendinga, Norðmanna og Englendinga. Lengstum málum sætti oddvita út- nefningin. Vildu Englendingar og aðrir koma Jiar að sinum manni; en íslendingar sinurn, því embætti því hafa Jieir ráðið síðan sveitarfélagið var myndað, nú fyrir nokkrum ár- um. Tilnefndu Englendingar aldr- aðan mann frá sinni hálfu, er Miller heitir, en Norðmenn og íslendingar herra Narfa G. Narfason, og má telja vist, að hann verði kosinn. Því það er nú fyrst og fremst, ef fslendingar fylgjast allir að, þá geta þeir ráðið kosninga-úrslitum þar i sveitinni, og er annað óhugsandi c-n J)eir gjöri það; og svo skemmir það ekki, að eiga Norðmenn og Svía að bakhjarli, er báðir eru all-fjölmennir. Heppilegri útnefningu og öllum þorra manna geðfeldari, en þessa útnefning Narfa Narfasonar er, var naumast hægt að gjöra, þvi það munu fáir þar í sveit vinsælli né bet- ur kyntir en Narfi. Hann hefir alist Jiar upp, á einu bezta heimili sveit- arinnar, og þekkja hann ellir yngri sem eldri. Þó hann sé ungur maður enn og innan við þrítugt, er hann einn hinna fyrstu landnema þar, því foreldrar hans fluttu þang- að snemma, ásamt fáeinum íslenzk- um fjölskyldum öðrum. Var þá öll hin hagsæla Foam Lake sveit óunnin og i óbygð. Voru þessar fyrstu ís- lenzku fjölskyldur lengi framan af einu búendur Jiar i bygð. Narfi mun vera fæddur i Þing- vallabygð nálægt Churchbridge í Sask., þar sem foreldrar hans áttu fyrst heima. Hann er sonur þeirra heiðurshjóna Guðbrandar heitins Narfasonar og önnu heitinnar Ei- ríksdóttur (b'æði dáin 1913). er bjuggu lengst við Foam Lake. Hafa velflestir fslendingar þar nyrðra beyrt Jieirra getið. Voru foreldrar hans bæði ættuð úr Árnessýslu, af góðum ættum. F'yrir ráðdeild og dugnað vor’u þau komin í góð efni og bjuggu stórbúi, þrátt fyrir stóra - megð, er Jieirra misti svo snemma við. Tók J)á Narfi við búinu og hefir stundað það með frábærum dugnaði síðan. Meðan sveitin var að byggjast, mun það sanni nær, að vikulega hafi einhver aðkomumaður leitað að- stoðar og ráða til þeirra feðga og aldrei farið bónleiður til búðar. — Hefir J)ví Narfi ekki eingöngu vaxið Jiar upp með bygðinni, heldur séð í leð eigin augum alt sem þar hefir verið gjört til framfara, og er því öllu kunnugur. Kunnugri mann, um öll mál sveitarinnar en hann, er ékki liægt að finna. Auk þe^is, sem Narfi er einn helzti hóndi bygðarinnar og öllum sveitar- inönnum gagnkunnugur, er hann og líka nákunnugur öllu viðskiftalifi J>ar um sveit. Hann var um nokkur ár gjaldkeri við Northern Crown bankann i Foam Lake bæ, og er liann lét af Jiví embætti, veitti hann forstöðu timburverzlan bæjarins, er liann var meðeigandi í. Að öllu samanlögðu fá sveitarbúar ekki betri, ráðhollari, hagsýnni og framtakssamari oddvita en Narfa. Hann er bezti drengur i avivetna, orðheldinn, vinfastur og gætinn. — Þarf Hkr. ekki að telja upp kosti hans fyrir sveitungum hans, Jivi þeir cru öllu þvi kunnugir. Um andstæðing hans ])ýðir ekki að fara mörgum orðum. Hann er sæmdarmaður, en við aldur; hefir aldrei kunnað með fé að fara, enda verið lítt við opinber trúnaðarstörf riðinn. íslendingar ættu ekki að gleyma J)ví, að það er J)eim engu síður sæmd en hagur, að styðja þenna unga og velgefua sveitunga sinn lil sigurs við úrslita kosningar sveitar- innar. R. P. Fjársöfnun til kyrkju- félags skólans. Nú um all-langan tíma hefir kyrkjufélagið lúterska haft mann í fórum um helztu b.vgðir Islendinga, til þess að safna þar fé fyrir skóla- slofnun kyrkjufélagsins (Jóns Bjarnasonar skóla). Hefir hr. Jón Bildfell haft þann starfa á hendi, þetta yfirstandandi ár. Á fjársöfnun þessa og aðferð þá, sem viðhöfð er við gjafaleitanina, hefir lítið sem ekkert verið minst í blöðunum. Menn hafa naumast tek- ið eftir því, að verið væri á gangi um bygðir til þess að tína saman fé til þessa fyrirtækis. Hefir því fjár- bónin komið flestum bændum frem- ur á óvart og þeir naumast vitað, livernig þeir ættu undir hana að taka. Hefir þeim og stundum verið skýrt miður greinilega frá, hversu stofnun Jiessari va-ri hagað, hvernig kenslu hagaði og hver tilgangurinn væri með skólanum. En sökuin þess að rúm leyfir ekki, að farið sé út í þær sakir rækilega, að þessu sinni, verður aðeins laus- lega á þetta minst. Fjársöfnunarmaður hefir látið þess getið, við ekki all-fáa, er hann hefir leitað til með fjárbænir, að skóli þessi væri engin séreign kyrkjufélagsins, né eingöngu undir J)ess stjórn, heldur alment fgrirtæki allra íslendinga. Á þessu að hafa verið breytt í þetta horf, nú ein- hverntíma í seinni tíð. Hér er farið með villandi staðhæf- ingu, þvi, einsog allir vita, er skóli þessi eign kgrkjufélagsins, og hún svo vel vernduð og varðveitt fyrir hugsanlegri þátt-töku utan kyrkju- félags fólks, að með tillögum ótelj- andi, itrekuðum árlega á hverju kyrkjuþingi, cru engir kjörgengir í forstöðunefnd þessa skóla, er ekki eru meðlimir kyrkjufélagsins. Hafi raddir komið fram í aðrar áttir, hafa þær óðara verið kæfðar, vegna Jiess, að hugsanlegt Jiótti, ef ein- hverjir utanfélagsmenn skipuðu sæti í skólaráðinu, væri ekki ómögulegt að með J)ví væri rýrð yfirumsjón og eign kyrkjufélagsins á skólanum. Hið annað, sem fólki er sagt í sambandi við þessa fjársöfnun, er það, að með því að styrkja þessa svokölluðu mentastofnun, sé á þann bezta og varanlegasta hátt verið að efla og hakla við islenzkri tungu og J)jóðerni hér í álfu. Þetta má mörgum segja, er ekki hafa haft tækifæri til að kynna sér Jietta mál. En við nákvæma ihugun Members of the Commercial Edueators’ Assoeiation E. J. O’Sullivan, M. A. Pres. Stærsti verzlunarskóli f Canada. Býr fólk undir’einkaskrifara stöðu, kennir bókhald, hrað- ritun, vélritun og að selja vörur Fékk hæstu verðlaun á heimssýningunni. Einstaklingskensla. Gestir velkomnir, eink- um kennarar. öllum nemendum sem það eiga skilið, hjálpað til að fá atvinnu. Skrifið, komið eða fónið Main 45 eftir ókeypis verðlista með myndum. THE WINNIPEG BUSINESS COLLEGE 222 Portage Ave...Cor. Fort Street. Enginn kandídat atvinnulaus. munu færri trúa J>ví, að íslenzkri tungu og bókmentum sé ekki búinn varanlegri sess með föstum kenn- ara-embættum við háskóla landsins, en með viðhaldi þessa sérskóla. Þær stofnanir eru varanlegar menta- stofnanir, ekki reistar til einnar næt- ur, heldur til þess að kenna og leið- beina ungmennum þessa víðlenda rikis þær fræðigreinar, sem tahlar eru nauðsynlegar til náms þeim, sem verða vilja mentaðir menn. En ennþá augljósara verður þetta þó, þegar á reglugjörð skólans er lit- ið, þar sem íslenzkunni er ekki veittur sá hefðarsesss, að vera skgldunámsgrein, heldur sétt sam- hliða J)ýzku, frönsku og grisku. En fyrir J)að, sem með J)ví tapast, að íslenzkan er þar ekki skyldunáms- grein, J>á bætir það drjúgum upp, að “Opinber guðræknisathöfn” er skgldustarf, allra meðlima skólans, Jjví bænirnar auðvitað fara fram á islenzku. Erf léttvægt mun það þó verða, er fram líða timar, til þess að viðhalda Jijóðerni voru og tungu, inest auðvitað vegna ]>ess, hvc fáir eru tilheyrendur slíkra bæna. Hið Jiriðja, sem mönnuin er ekki skýrt frá sem skyldi, er það, að lík- ur eru minni en meiri til þess, að kennari sá, sem talað var um að fenginn yrði að skólanum heiman frá fslandi, l)r. Guðm. F'innboga- son, fáist. Hefir honum nú verið veitt staða við háskóla fslands, og er öllu sennilegra, að hann taki Jieirri veitingu, heldur en hinni, sem héðan er boðin. Hefir alþingi íslands veitt til |)ess álitlega launa- e.pphæð um næstkoniandi tvö ár. í stað þess er mönnum sagt, að þessi fyrirhugaði kennari komi, og taki við kenslustörfum við skólann, og liefir það gjört fyrirtækið i auguin margra ábyggilegra, er annars hefð’i haft litla trú á, að skóli þessi gadi átt nokkra framtíð. Vegna þess, hve mörgum hefir gramist, að gefendur skuli hafa ver- ið duldir þessara atriða, er til Jieirra var leitað með fjárstyrk,. birtast línur þessar; en alls ekki til þess, að aftra neinum frá að gefa,— gefa eins mikið og þeir vilja til þess að koma á fót kyrkjufélagsskóla, er gjörir latínu, reikning, ensku, skrift og bænagjörð að skyldunámsgrein- um, en leggur móðurmálið ofan á milli bagga og lofar þeim að hirða sem vill. En meira um Jietta síðar. R. P. Bréf frá J. PéturssynL Elsku móðir min! Eg fékk bréf frá þér nýlega, skrifað 20 sept., og Jiað gladdi mig að frétta að þér liði vel. Eg fékk lika bréf frá Siggu Ander- son og þótti mér vænt um að heyra frá henni. Það er lítið að segja þér i fréttum, nema að okkur Pétri líður vel báðum. Eg fékk böggul frá Mrs. Stone í gærdag. Þær eru ósköp vænar við okkur, að senda okkur þetta. Svo fengum við meiri fatnað frá Rauða- kross-félaginu. Og það sendir okkur höggul af mat einhverjum einu sinni á hverjum hálfum mánuði. Jæja, nú verð eg að hætta. Vertu a finlega sæl, elsku mamma mín. Þinn Jóel. Utanáskrifta British Prisoner of War, Pte. Joel Peteron, 1653, Gefangenenlager 2, Block 3, Room 8, Munster, Germany. Borgið Heimskringlu bændur— MuniS eftir Heimskringlu þegar þér seljiS uppskeru ySar þetta haust. — Þetta er líka uppskeru- tími hennar. Greiðií atkvæði fyrir Ama Eggertson til C. Sætis í Board of Control. “Eg er reiðubúinn að berjast fyrir niðurfærslu á öllum gjöld- um bæjarins, sem mögulegt er að lækka — og eins .fyrir því að endurskoða skattalöggjöfina Árni Eggertson barðist ótrauð- ast allra til sigurs fyrir hinni miklu aflstöð (Municipal Power Plant) Winnipeg borgar þegar tvísýnt var hvernig fara myndi. Committe Room Phone 696 Sargent Ave. Sher. 4736 1 ♦+♦♦♦♦+♦+♦♦ KJÓSENDUR I 3 KJÖRDEILD Atkvæði yðar og aðstoð óskast virðingafylst af W. T. Edgecombe: sem bæjarfulltrúa. Eg vil stuðla að því að það sé t réttilega breytt við landeigendur ^ ------ : Committee Room að 605 P0RTAGE AVENUE Talsími Sher. 4459 og að 653 SARGENT AVENUE Kosningar fara fram Desember -----17da. Munið það!-------- í ♦♦♦♦♦♦♦4♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦+

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.