Heimskringla - 09.12.1915, Page 5
WINNIPEG, 9. DESEMBER 1915.
11 E IMSKRING L A.
BLS. 5
Stefnuskrá J. W. Astley
J. W. ASTLEY,
Ex-Engineer of Construction
Stefnuskráin öll er í fáum orðum
eagt sparnaður, og það að hafa vel
hæfa menn til að starfa að öllum
verkum fyrir hæjinn.
Mr. Astley vill hafa óháða verk-
etjóra og sti-anga yfirskoðun.
Færa niður alt kaup þeirra er
vinna fyrir bæjinn um 10 ti!40 per
eent; niðurfærslan mest á þeim sem
hæðst fá kaupið.
Bæjarstjóra launin færist niður í
HQ00
Autó, sem bærinn á, notist aðeins
í þarfir bæjarins. Engir stöðugir
keyrslumenn.
Engar bifreiðar handa framkvæmd-
arstjórum sérstaklega.
Skuldir bæjarins séu minkaðar
smátt og smátt.
Engin endurvakning langs gjald-
daga.
Verzlunarskattur bæjarins breyt-
ist, svo að verð á lífsnauðsynjum
iækki.
Sanngirni sé höfð við alla skatta
álögu.
Markaður fyrir bæjarmenn settur
þar sem stutt er fyrir bæjarbúa að
fara til kaupanna.
Engin frekari fjárveiting lil In-
dustrial Bureau, en láta það borga
sig með hærri leigu.
Óviðkomandi maður skoði reikn-
inga bæjarins einu sinni á ári.
Lækka gjöld bæjarins til stræta
heilbrigðisráðs, lögregluliðs o.s.frv.
Engin staðfesting laga nema þau
áður séu borin undir álit almenn-
ingis áður.
Kjörskrá bæjarins breytt þannig
að menn verði að koma fram sjálfir.
Allur fjárhagur bæjarins í ólagi.
barf að breytast. — Eftirlauna'lög
þurfa að semjast nú. Vatnsveitan
frá Grunnavatni þarf að fullkomast
Vinna en ekki gjöf á að vera megin-
reglan. Alt þetta ræðist á opinber-
um fundi.
J. W. ASTLEY,
Ex Engineer of Construction
fyrir Board of Control Seat “D”
THE CANADA
STANDARD LOAN CO.
A$al Skrlfntofa, Wlnnlpcff*
$100 SKULDABRÉF SELD
Til þæglnda þeim sem hafa smá upp
hæðir til þess ati kaupa, sér I haff.
Upplýsingar og vaxtahlutfall fst á
skrifstofunni.
J. C. KYLE, rfiVnmaVur
428 Maln Street. WINNIPKO
NY VERKSTOFA
Vér erum nú færir um að taka &
móti öllum fatnaöi frá. ySur til
aö hreinsa fötin þín án þess aB
væta þau fyrir lágt verö:
Suits Cleaned and Pressed.....50c
Pants Steamed and Pressed....25e
Suits Dry Cleaned...........$2.00
Pants Dry Cleaned.............50c
Fáiö yöur verölista vorn á ölium
aögjöröum skófatnaöar.
Empress Laundry Co
-------- IjIMITED -------
Phone St. John 300
Cor. AIKENS AND DCFFEKIN
Hospital Pharmacy
Lyfjabúðin
sem ber af öllum öðrum. —
Komið og skoðið okkar um-
ferðar bókasafn; mjög ódýrt.
— Einnig seljum við peninga-
ávísanir, seljum fríinerki og
gegnum öðrum pósthússtörf-
um.
818 NOTRE DAME AVENUE
Phone O. 6670-4474
CANADIAN CANADIAN
EXCURSIONS
Eastern Canada
Pacific Coast
Reduced first-class round trip
fares. Effective Dec. lst to
31st. from
Winnipeg
TO
Toronto............. $40.00
M«»ntrenl.... .... .... 43.00
St. John 30.30
llallfax .............. «3.45
Corresponding reduced fares from
other points to all stations in
ONTARIO, QUEBEC and MARI-
TIME PROVINCES, Stopovers,
east of Fort William, within
transit limits. Return limit three
months. Extension of limit on
extra payment.
STAN I>.\ H D SLEEPERS AN l>
DININC CARS ON
TICKBTS 0\ SALE
Jnn. 11, 12, 13, 14; Feh. 8, 0,
10, 11.
First-Class Round Trip Fares
From
Ft. WUllnm $32.00
Pt. Arthur ........ 52.00
WlnnipoK ..............— 50.00
PortaKe In Prnlrle ...... 30.00
ItrHiidon ............... 50.00
To
V ANCOC VER, V ÍCTORIA
WESTMINSTKR
Corresponding Fares from Other
Points
Going Transit Limit 15 days
Return Limit April 30, 1916
Stopovers within Transit Limits
TOURIST SLEEPERS AM>
ALL TRAINS.
Two Express Trains Daily
For further information, tickets and sleeping car reservatiun, apply
to any Canadian Pacific Ticket Agent, or to
WINNIPEG
TICKET
OFFICES
City ticket Offlce. cor. Maín and Portage
Phone Main 370-1.
Depot ticket office, Phone Main 5500.
663 Main Street, Phone Main 3260.
A. C. SHAW, General Passenger Agent, Winnipeg.
Heiðurslisti Islendinga.
Gestur Ernest Hjálmarsson er
tinn af þeim, sem fór í herinn. Er
hann sonur hjónanna Hjálmars
Hjálmarssonar og Friðriku Jónsdótt-
ur, sem bæði komu til Ameriku úr
bingcyjarsýslu, en eru nú til heim-
iiis í Pembina County, Norður Dak-
ota, U.S.A. Gestur er 23. ára gamall
og fæddur hér. Fór hann frá Banda-
ríkjunum til Manitoba og vann við
verzlun og bókhald í 3 ár. Þaðan
fór hann svo til Star City, Sask., og
vann þar við verzlun og bænda-
vinnu og tók land þar í fvlkinu. —
Hann fór með (iöth Battalion.
Gunnlaugur Hávarðsson, frá Siglu-
iies P.O., Man,. gekk í 100. herdeild-
inni í Winnipeg 24. ágúst 1914. Fór
ineð l>eim fyrslu héðan til vigvallor-
ins i Belgiu. Liggur mi i sárum á
spitala þar; hefir mist hægri hend-
ina og fengið mörg önnui sár; varð
fyrir sprengikúlu. En eftir síðustu
fréttum er hann á góðum batavegi.
— Gunnlaugur er son-.ir þeirra hjón-
anna Guðmundar Hávarðssonar og
Maríu Jónsdóttur, er búa við Siglu-
nes P.O. Guðmundur er sonur Há-
varðar bónda Magnússonar, er lengi
hjó á Gauksstöðum á Jökuldal. En
inóðir Guðmundar var Hailfriður
Pétursdóttir frá Hákonarstöðum,
systir Péturs Jökuls, föður Péturs
Jökuls í Minncsota. Móðir Gunnlaugs
en kona Guðmundar Hávarðssonar,
er Maria Jónsdóttir, dóttir Jóns
Methúsalemssonar, frá Möðrudal, er
lengi bjó að Siglunesbygð, dáinn
næstl. vor.— Gunnlaugur fluttist hér
vestur með foreldrum sínum 1905,
og ólst upp á heimili þeirra á Siglu-
nesi, þar til hann var 15 ára; þá
fór hann til Winnipeg, og gjörðist
keyrslumaður hjá Birni kaupm. Pét-
urssyni, og hélt þeim starfa lengst-
um þar til hann fór í herinn. Gunn-
laugur er tvitugur að aidri, vel
greindur, glaðlyndur og gervilegur
á velli og á til hraustmcnna að telja
i báðar æltir. Hann á tvo bræður.
Alexander Þárarinsson innritaðist
i 79. Battalion i Brandon, Man., 2.
október sl. Hann ersonur Þórarins
Guðmundssonar (en ekki Jónssonar,
eins og áður stóð i Hkr.) og Karítas-
ar Jónsdóttur. Þau hjón bjuggu i
Beykjavik. Alexander er fæddur í
Reykjavik 13. október 1892 og flutt-
ist til þessa lands 1910. Faðir hans
druknaði af þilskipinu George i
í aprílmánuði 1907.
* * *
Vancouver, B. C., 30. nóv. 1915
Ileiðraði vinur Eg gleymdi alveg
i gærkveldi að spyrja þig, hvort þú
liefðir ekki enn fengið upplýsingar
um, hver Björn Hjörleifsson er, sem
þú fyrir nokkru nafngreindir mcðal
þeirra, er gengnir væru í herþjón-
ustu. Ef þú ekki vissir það, þá ætlaði
tg að gefa þær upplýsingar og gjöri
það hér með: —
Björn er sonur Hjörleifs sáluga
Björnssonar á Laufhóli i Árnesbygð
i Nýja íslandi. Nánasti ættingi hans
á lífi er móðir hans, Ragnhildur
Árnadóttir, nú til heimilis hjá
lengdasyni sinum J. Magnúsi Bjarna-
syni, að 2075 3rd Ave. East í Van-
couver, B.C. Eg man ekki í hvaða
herdeild hann er, en þú finnur það.
Eggert Jóhannsson.
• * *
Kristján Wilhelm Kemested, son-
ur Friðfinns Jónssonar Kernested,
snikkara, ættuðum af Eyjafirði,
Skriðu i Hörgárdal, og konu hans !
Rannveigar Magnúsdóttur Árnason-1
ar, óðalsbónda í Þjóðólfstungu í Bol-;
ungarvík við Isafjarðardjúp; fædd-
ur 19. júlí 1864 að Gili þar i sveit, og
ólst þar upp hjá foreldrum sínum;
bróðir lögregludómarans Jóns Kerne
sted á Winnipeg Beach og þeirra
systkina. Giftur Jóhönnu Jóhannes-
dóttur frá Efrihlíð í Helgafells-
sveit í Snæfellsnessýslu; en hafa
tngin börn auðnast. Kom vestur um
haf 1892. Bjó síðast á landi sinu ná-
iægt Winnipeg Beach, unz hann fyr-
ir þremur árum flutti til Winnipeg,
þar sem kona hans er enn.
Þó Kristján væri um fimtugt, þeg-
ar hann gekk í herinn (sagður i her-
skýrslum 39 og þar nefndur W'illiam
seinna nafni, því Wilhelms nafnið
vildu Bretar ekki hafa), — þá hefir
hann staðist prýðisvel þrautir hern-
aðarins og búinn að vera á vígvelli
síðan seinni part sumars og ekkert
orðið meint. Kristján er ekki stór
maður, en bráð skarpur af sér og
fylginn sér; af hraustu fólki kominn
i báðar ættir. Tilheyrir 27th Batta-
lion, 2nd Ganadian Contingent, 6th
Brigade.
Bréf Kristjáns úr hernum eru
greinileg og fróðleg. f bréfi af vig-
velli til Jóns bróður síns á Winnipeg
Beach, dagscttu 23. október, segist
Iiann vera búinn að sjá marga bar-
daga, en um stríðið sjálft sé þeim
ekki leyft að skrifa. Getur þess, að
þeim líði þolanlega i viggröfunum,
sem nú séu eins og neðanjarðar
þorp. Segir það hafi verið spaugi-
legt, hvernig þeir fyrst hafi dýft
liöfði eins og andir i vatn við hvert
skot óvinanna yfir grafirnar. En
nú séu þeir orðnir þcssu svo vanir,
að þeir hlæji að því og kalli til
Þýzkaranna, að láta betur fjúka.
Komi þá stundum stórar sprengi-
kúlur. Gangstéttir mjóar séu i botn-
inum á gröfunum. og svo holur inn
i bakkana til að sofa i, og það sé nóg
af músum og rottum, sem skríði yfir
þá þegar þeir sofi. Svefn sé þar ó-
vær, og þegar þeir séu i þann veg-
inn að fesla blund sé kallað á þá, að
nú sé mál að standa á verði. Það sé
því mikið til þeirra, að fá væra
I svefnnótt, ]>egar þeir séu ekki í gröf-
unum. f gröfunum verði þeir að
sjóða sinn eigin mat, sem sé nægi-
lcgur, en alt af það sama. — Veður
á Frakklandi hafi verið gott, en sé
þá farið að kólna.
Red Deer. 28. nóv. 1915.
Þessir Islendingar hafa gengið i
herþjónustu frá Red Deer bæ i sum-
ar:—
Indriði Reinholt innritaðist 24.
okt. siðastliðinn í C Company, 82nd
Battalion, í Calgary. Hann er Ey-
firðingur að ætt og uppruna. For-
eldrar hans eru þau: Friðrik járn-
smiður Reinholt, dáinn fyrir nokkr-
um árum hjá dóttur sinni, Mrs. A. K.
Einmitt þaí sem þig vantar fyrir
jólin
Alveg eins þarflegt og kalkúninn
1 merkur eCa pott flöskum. Tii
kaups hjá verzlunarmanni þinum
eöa rakleitt frá
E. L. DREWRY, Ltd., Wpe.
CANADIAN NORTHERN RAILWAY
THROUGH PASSENGER SERVICE
----TO---
VANCOUVER
Commencing November 21st
Standard Electric Lighted Trains
Fer frá WINNIPEG, Sunnudaga, Miðvikudaga og Föstudaga,
kl. 10.30 e.h.
Fer frá PORTAGE LA PRAIRIE, Mánudaga, Fimtudaga og
Laugardaga, kl. 12.23 f.h.
Fer frá DAUPHIN, Mánudaga, MiÖvikudaga og Laugardaga,
kl. 4.45 f.h.
Fer frá SASKATOON, Mánudaga, Miívikudaga og Laugar-
daga, kl. 3.28 e.h.
Fer frá EDMONTON, ÞriÓjudaga, Föstudaga og Sunnudaga,
kl. 8.00 f.h.
Sami ágæti aöbúnaöurinn veröur á lestunum sem áöur hefur
veriö til Toronto og Austur fylkjanna.
Farseölar og rúm pantanir og ailar upplýsingar má fá hjá
öllum Canadian Northern Agentum.
Tice i Larimore, N. D.; og Solveig
Rebekka, nú til heimilis hjá syni
sínum i Red Deer. — Kona Indriða i
er Björg Jasonardóttir, ættuð úr
Húnavatnssýshi. Þau eiga 8 börn, 4
syni, og er einn þeirra, Friðrik Lew-
is, í 12th M. R. á Englandi. Eins og
áður hefir verið um getið. — Ind-
riði Reinholt hefir átt heima í Red
Deer siðastliðin 12-—15 ár; hefir
lengst af haft á hendi samnings-
vinnu (contracts), og hefir bygt að
mestu eða öllu leyti flest stórhýsi
hæjarins, og við járnbrautabyggingu
hefir hann fengist viðsvegar um
fylkið. Indriði er stór vexti og karl-
menni- að burðum; höfðinglegur
sýnum og höfðingi i lund.
Sigurður Bjarnason gekk i 66th
herdeild (Battalion i Edmonton
snemma í sumar. Hann er Skagfirð-
ingur að ætt, bróðir sira Þorkels
sáluga Bjarnasonar á Reynivöllum
i Kjós. Hann kom ungur til Vestur-
heims; var fyrst i Nýja íslandi, svo
1 Norður Dakota og nú síðast mörg
ár viðsvegar i Alberta. Hann stund-
aði fyrst rakara iðn, en hætti því,
og gjörðist verkstjóri a járnbraut-
um Ganada Kyrrahafs félagsins. —
Sigurður er yfir 6 fet á hæð og bein-
voxinn; hagleiksmaður á trésmíði
og vel viti borinn. Hann er kvæntur
Sigríði Andrésdóttur, ættaðri af
Vesturlandi, og eiga þau 4 börn, 2
dætur hjá móður sinni í Calgary og
2 syni. Hinn eldri, Halldór Bjarni,
gekk i 13th Mounted Rifles í Hanna,
Alta., og er nú kominn til Englands.
Sá yngri, J .William, er “bugler” i
sömu herdeild og faðir hans. Þeir
feðgar hafa tekið sér nafnið Bern-
stein fyrir ættarnáfn.
Ed. Andcrson gekk i 82nd lier-
deild i Calgary. Hann stundaði rak-
í-.raiðn Jiar í bænum. Hann er mágur
Sigurðar Bernstein og kvæntur
sænskri konu.
G. S. Grimsson.
Bréf frá J. V. Austmann
Alten-Grabou), Germang,
13. október 1915.
Kæri faðir! ,
Nýlega hefi eg fengið póstspjald
frá þér, ásamt böggla-sendingum,
sem eg fæ nú reglulega. Eg fæ þetta
2—3 böggla á hverri viku úr ýmsum
áttum: Frá þér og Rauðakrossinum
canadiska; en fyrir hvern þann
böggul verð eg að borga einn dollar.
Tvo brauðhleifa fæ eg frá Sviss-
landi einu sinni i viku, og hér um
bii aðra hverja viku fæ eg böggul
frá kyrkjufélagi og sömuleiðis frá
ranadiskri frú á Frakklandi. Frá
henni hefi eg fengið 9 bögglasend-
ingar. Þegar mér er sendur matar-
í.irði svona ríflega lifi eg góðu lifi.
f þessum herbúðum, sem við erum
hafðir i, eru að eins fjórir Bretar
fyrir utan mig, og höldum við hóp-
inn.
Eg vinn sem “inspector” hér á
pósthúsinu. Vinnutiminn er stuttur
og við höfum það hægt. Allir mínir
stallbræður eru i heldri manna röð,
ða voru það áður en þeir urðu fang-
ar. og tel eg mig heppinn að vera í
samneyti við slika menn.
Hér eru hinir frægustu leikarar
I'rakklands, og fer vel á með mér og
þeim. Minn bezti vinur hér er einn
af allra frægustu kýmnisleikurunum
á Frakklandi; og honum næstur
skilmingakappi, vel leikinn i sinni í-
þrótt. Svona gæti eg talið upp
marga fleiri af félögum mínum. —
Þessir frönsku iistamenn leika hér á
leikhúsi á hverjum sunnudegi, og
fara þangað allir, sem hér eru.
Stundum leikum við hér knattleik
(Base Ball)» og hefi eg á mina hlið I
fyrir “batsinan” stóran og fallegan
Hússa. Þessi Rússi gjörir aJLan þvott
fyrir okkur félaga; sér uni að við
fáum heitt vatn, og í einu orði sagt:
þjónar mér og mínum félögum.
Eg er ekki ánægður með frönsk-
una mína. Mér finst að eg ætti að
tala hana betur, eftir þann tima, sem
eg hefi varið til að læra hana. En
eg held áfram og legg ekki árar i
bát.
Einn af vinum minum hér hefir
að undanförnu safnað póstfrímerkj-
um, og væri mér kært að þú sendir
mér handa honum allar útgáfur af
canadiskum frímerkjum, sem þú
gætir fengið; eg ineina þeim, sem
áður hafa verið notuð.
Ef að þú heldur að styrjöldinni
haldi áfram, og að eg hafi þvi tíma
tii að lesa hér meira enn, þá sendu
mér “The Contractors and Builders
Ifandbook”, eftir William Arthur.
Hún kostar $2.00.
Mér liður nú — sem alla aðra
tima — vel, svo þið þurfið ekki að
vera hugsjúk út af mér.
Berðu öllum frá mér kæra kveðju,
því eg er þinn elskandi sonur,
J. V. A.uslmann.
Heimskringla samgleSst baend-
unum yfir góSri uppskeru, því
“bú er landstolpi.” Og svo veit
hún aS þeir gleyma henni ekki,
þegar peningarnir fara aS koma
inn fyrir uppskeruna.
Fréttabréf.
Spanish Fork, Utah, 29. nóv.
Herra ritstjóri!
Tíðarfarið hefir vcrið hér hið
yndælasta i alt haust; að eins tvis-
var komið svolitlir smáskúrir, fyrst
þann 10. og svo aftur i kringum 20.
Nú er kalt en bjart veður ineð degi
hverjum; jörð alauð til sveita, en
dálítið snjóföl til fþdla. Vegir allir
skráþurrir, og yfirferð hin be/.ta.
Heilsufar er bærilegt, að undan-
teknu svolitlu af kvefi og hósta, sein
er vanaleg afleiðing tiðarfars breyt-
ingar, frá hita til kulda.
Nýlega, eða nákvæmlega hinn 22.
þ. m., lézt hér í bænum, að heimili
dóttur sinnar, gömul kona, sem hét
Anna. Var hún dóttir Guðlaugs
bónda, sem fyrir eina tíð bjó á Ket-
ilsstöðum i Mýrdal, Eyjólfssonar i
Mörtungu, Þórarinssonar á Selja-
landi á Síðunni i Skaftafellssýslu;
lædd 20. sept. 1835. Hún var ekkja
iftir Jón bónda Jónsson frá Þor-
laugargerði í Vestmannaeyjum; dá-
inn fvrir nokkrum árum. Þau komu
til Ameríku árið 1857, en til Span-
ísh Fork 1859, og hafa búið hér á-
valt síðan.
Anna var átta barna móðir, og lifa
fjögur af börnum hennar; tvær dæt-
ur og tveir synir; öll lil heimilis og
húscít hér í Spanish Fork. Auk sona
sinna átti hún og 19 barnabörn og
2 barna-barnabörn, en engin önn-
ur skyldmenni svo vér vitum. Hún
hafði legið rúmföst fram að tuttugu
árum, i einhverskonar ólæknandi
máttleysisveiki, og dvaldi mest af
þeim tíma hjá dóttur sinni, Mrs.
Banks, sem annaðist hana og ól önn
fyrir með hciðri og sóma.
Pólitiskar kosningar, mest til bæj-
arstjórna, voru haldnar hér i haust
annan nóvember, næstum um alt
rikið, sem gengu af friðsamlega. Og
unnu Repúblikar við þær næstum
allstaðar. — Hér i vorum bæ, sem
einnig hafði kosningar, komust 2
íslendingar að í bæjarstjórn: ólaf-
ur Helgason (Olson) og Árni ólafs-
son (Green), báðir ungir og ötulir
menn. Þriðji íslendingurinn, hr.
E. C. Christianson, sem einnig sótti
uni stöðu í bæjarstjórninni, komst
ekki að; aðallega fyrir þá sök, að
hgnn fylgdi þeim flokkrtum, sem
i.ndir varð — Demókrötum. Var
nefnilega ekki á réttu hliðinni i
pólitíkinni.
Á meðal almennra framfara hér í
umdæminu mætti sjálfsagt telja það,
að nú hefir verið byrjað fyrir alvöru
á byggingu hinnar miklu sykur-
gjörðarmylnu. Á hún að verða full-
gjör á miðju næsta sumri, 1916, og
mun kosta $1,500,000.00.
Rafbrautin milli Salt Lake City og
Spanish Fork er nú fullgjörð; renna
nú fólks- og vöruflutningsvagnar
eftir henni á milli téðra staða, tiu
ferðir fram og til baka á hverjuni
degi. sem talinn er mikill þægða og
liæginda-auki, bæði fyrir ferðafólk
og verzlunarmenn. Vegalengdin er
næstum 60 mílur, og tekur það tvo
klukkutíma að fara hvora leið.
Fleira hefði nú mátt masa, en eg
tek mér kenningu “gamla Nóa” til
fyrirmyndar, og sleppi öllu óþarfa
rugli og útúrdúrum.
Friður sé svo með yður, og gieði-
hg Jól, þegar þau koma.
, E. H. Johnson.
Bæjatal á Islandi og
póstkort.
Með þakklæti viðurkennum vér
sendingu frá herra S. Briem, póst-
meistara i Reykjavík á íslandi. Er
það bók um bæjatal á íslandi og ís-
li'.ndskort með markaðri póstleið
um alt landið, pósthúsum öllum og
bréfhirðingastöðum.
Bæjatalið er 244 blaðsiður og fyr-
irtaks frágangur á öllu. Bæjir allir
taldir eftir stafrofsröð, og allir
lireppar landsins, og þess getið við
hvern bæ, i hvaða hreppi og sýslu
hærinu er og hvaða pósthúsi hann
tilheyri.
Kortið er stórt nokkuð og mjög
skýrt. Er þar dregin á kortið rauð
lína yfir alt landið og er það póst-
leiðin; þar er og markað hvert póst-
hús og bréfhirðaingastaður og öll
prestssetur og helztu bæjir aðrir. Ár
og vötn virðast öll vel dregin þar,
sem vér þekkjum til. Þar eru og
dregnar símaleiðir, fjallvegir, sýslu-
mót og simastöðvar inarkaðar.
Fyrir hvern þann, sem nokkuð
vill vita um gamla fsland, er kortið
nauðsynlegt, og fyrir hvern þann,
sem heím vill skrifa eða senda, er
kortið og bæjatalið alveg ómissandi.
Þeim, sem vilja vera Islendingar
meira en í munninum, ætti þetta
hvorutveggja að vera kærkomið. Og
hvað verðið snertir, þá er það svo
litið, að engan mann getur munað
um það; skemtunin að hafa kortið
og bæjatalið á heimili sínu, er marg-
falt meira virði. Það kostar að
eins $1.00.
Setjuin vér hér bréf póstmeistar-
ans, svo að menn geti sjálfir séð,
hvernig þeir geta fengið þetta:
“Póslstofan i Reykjavik,
29. okt. 1915.
. . “Eg leyfi mér hér með að senda
l luði yðar, háttvirti herra, eitt ein-
iak uf Bæjatali á fslandi 1915 og
póstkorl Islands 1915, og vildi jafn-
framt biðja gfíiir að láta þess getifí
i blaðinu, að þeir Vestur-íslending-
ar, scin vilja, geta fengið sent burð-
urgjaldsfritt eitt eintak af hvoru-
tveggja gegu þvi að senda póstmeist-
eranum í Reykjavik einn dollar.
Annars er Bæjatalið sell hér á
landi á 2 kr. 50 au. og póstkortiö á t
kránii. — Viróingurfylst,
S. Briem.
Sextfu manns geta fengið aðgang
að ltera rakaraiðn undir eins. '»'tl
þess að verða fullnuma þarf aðeina
8 vikur. Áhöld ókeypis og kaup
borgað meðan verið er að læra.
Nemendur fA staði að enduðu nAnil
fyrir $15 til $20 á viku. Yér höfum
hundruð af stöðum þar sem þér
getið byrjað A eigin reiknlng. Eftir-
spurn eftir rökurum tr æfinlega
mikil. Til þess að verðn góður rak-
ari verðið þér að skrifast út frá
Alþjóða rakarafélaginu.
INTERNATIONAL BARBER
COLLEGE.
Alexander Ave. Fyrstu ,dyr vestan
við Main St., Winnieg.
íslenzkur ráðsmaðt j hér.