Heimskringla - 09.12.1915, Síða 7

Heimskringla - 09.12.1915, Síða 7
WINNIPEG, 9. DESEMBER 1915. H E I M S K R 1 N G L A. BLS. 7 J. J. BILDFELL PASTBIGNASAII. Union Bank 5th. Floor \o. 520 Selur hús og: lótíir, og annatí fcar a5 lútanði. Útvegrar peningalán o.fl. Phone Maln 2085. PAUL BJARNASON PASTEIGÍÍASALl. Selur elds, lífs, og slysaábyrgU og útvegar peningalán. WYNYARD, SASK. J. J. Swanson H. G. Hinriksson J. J. SWANSON & CO. FASTEIGNASALAR OG prninga ml51ar. Talsími Main 2597 Cor. Portage and Garry, Winnlpeg Graham, Hannesson & McTavish LÖGFRÆÐINGAR. 90T—908 Confederatlon Life Bldg. Fbone Maln 3142 wijísiiPBia Arnl Anderson E. P. Garland GARLAND& ANDERSON ISGFRÆÐIXGAR. Fbone Main 1S61 801 Electric Railway Chambera. Dr. G. J. GISLASON Phyalclan and Sorgeon Athygli veitt Augna, Eyrna og Kverka Sjúkdómum. Áeamt innvortis sjúkdómum og upp- Bkurttl. 18 Sonth 3rd St.» Grand Forki, N.D. D r. J. STEFÁNSSON 401 BOl'D BCIL.DINO Hornl Portage Ave. og Edmonton 81. Stundar elngöngu augna, eyrna, nef og kverka-sjúkdöma. Er at> bltta fr& kl. 10 tll 12 f.h. og kl. 2 tll B e.h. Tnlsfml Malo 4742 Helmlll: 106 Oilvla St. Tals. Q. 2<1B Tnlsimi Alaln 5302 Dr. J. G. SNÆDAL TANNLÆKNIR Sulte 313 Enderton Block Cor. Portage Ave. og Hargrave St. Vér höfum fnllar birgölr hreinustu lyfja og meöala, Komið meö lyfseöla yöar hing- aö vér gerum meöuliu nákvæmlega eftir ávfsau lækuisÍDS. Vér siuuum utausveita pöuuuum og selium giftingaleyfi, C0LCLEUGH & C0. ITotre Dame Ave. A Sherbrooke St. Phone Garry 2690—2691 LÍNASTA SKÓVIÐGERÐ. Mjög fín skó viögerö á meían þú bíöur. Karlmanna skór bálf botn- aöir (saumaö) 15 mínútur, gútta- bergs hælar (don’t slip) eöa leöur, 2 mínútur. STEWART, 11)3 Paelflc Ave. Fyrsta búö fyrir austan aöal- stræti. SH AW’S Stœrsta og elsta brúkaóra fata- sölubúóin í Vestur Canada. 479 Notre Dame Avenue l GISLI G00DMAN TIMSMIDUR VerkstæÖi:—Hornl Toronto St. Notre Dame Ave. og Phone Garry 2988 Helmllle Garry 899 A. S. BARDAL selur likklstur og annast nm útfarlr. állur útbúnaöur sá bestt. Ennfrem- ur selur hann allskonar mlnnlsvartia og legsteina. 813 Sberbrooke Street. Phone Garry 2152 WINMPEG. MARKET H0TEL 146 Frincess iát. & mðtl markaölnum Bestu vinföng vlndlar og aöhlyn- lng góö. Islenzkur velUngamab- ur N. Halldorsson, leittbelnlr ls- lendlngum. P. O’CONNEL, elgandl WDiNIPEG Með hverjum eru Finn- lendingar? Eftirfylgjandi grein er tekin úr stúr- blaðinu Neiv York Times og er rituð af Ivan Narodng, Manag- ing Director Russian Chamber of Commerce. . Hátt hefir það hljómað úr barka hverjum ár eftir ár að Finnar hötuðu Rússa meira en nokkra aðra þjóð í heimi. Þetta hefir einlægt verið viðkvæðið seinustu öld og það sem af er þessari. Og nú íelja allir, að þeir vilji umfram alt losast und- an Rús'sum og myndu taka Svium tveim höndum, og að þeir elskuðu Þjóðverja næst Svíum. Þessu hafði Finnlendingur einn lialdið fram í grein nokkurri, er hann skrifaði í blaðið New York Times í Bandaríkjunum. Nafn þessa manns er Allan V. Thornudd. En nú svarar honum annar maður af Finna ættum eða frændi þeirra, Ivan Nar- odny, og kemur þá nokkuð annað hljóð i strokkinn og er stórum senni legra. Svar hans er á þessa leið: Fyrst af öllu verðum vér að geta þess, að Allan V. Thornudd er finsk- ur Svíi, innblásinn af Kultur Þjóð- verja, og annað er það, að hann tal- ar fyrir hina finsku Svía, en þeir eru ekki meira en 7 prósent, eða sjö hundruðustu, af öllum Finnlending- um. Og til að skýra þetta betur vil eg geta nokkurra sögulegra atriða, bæði hvað uppruna og sögu Finna snertir. Er eg nokkuð fær uin það að bera, þar sem móðir mín var Eist- lendingur (Esthonian), sem er í rauninni alveg sami þjóðfiokkurinn og Finnar; en kona mín er Finn- lendingur í báðar ættir, og sjálfur þekki eg nákvæmlega alla siðu og háttu og sögu Finnlendinga, þvi um tima æfi minnar hefi eglifað á Finn- landi. Eg hefi oft lesið sögur eftir þýzka prófessora og blaðamenn um Eystrasaltslönd Rússa, og halda þeir þar fram og fullyrða, að lönd þessi öll séu að mestu bygð af Þjóðverj- um, sem allir séu einhuga með Þýzk- um, bæði i hugsunarhætti i llum og nú seinast í striði þessu. Það er skamt síðan, að fyrverandi prófessor í Dorpat hélt því fram í þýzka blað- inu Staats Zeitung, að borgirnar Riga, Mitau, Revel, Pernau og Dor- pat-Juriew væru alþýzkar borgir undir stjórn Rússakeisara. Þessar og þvílíkar sögur eru helber ósann- indi. Því að allar þessar borgir eru hygðar af Lettum og Eistlending- ingum (fornt: Eistum). Það kann að vera 5 prósent af í- búum Eystrasaltslanda Rússa, sem ættaðir eru af mönnum, sem fæddir voru á Þýzkalandi og það vanalega í nokkra liðu fram. Hinir allir eru Eistlendingar norðantil (í Inger- mannslandi og Eistlandi) og Lett- ar þar fyrir "sunnan (í Líflandi og Kúrlandi). Hvað uppruna þjóða þessara við- víkur, þá eru Lettar komnir af hin- um forna indverska þjóðstofni, — Indo-európeiska eða hvítra manna fiokki. En Eistlendingar eru eins og Finnar komnir af inongólskum þjóð- stofni. Fornfræðingarnir halda því fram, að Finnar og Eistlendingar séu komnir af hinum turönsku þjóð- flokkum, sem nokkur hundruð ár- um fyrir Krist fóru um Persalönd vestur og voru fyrstu mennirnir að austan, sem fóru yfir Ural-fjöllin. Þeir hafa verið kallaðir Ugro-Finn- ar og voru fjölmennir mjög. Eru af- komendur þeirra nú dreifðir hér og hvar um Síberiu á stórum svæðum. Og ná þeir aila leið frá fljótinu Ob og ánum, sem renna úr Ural-fjöllum, að austan, vestur yfir Rússland og jarnvel suðveslur á Dónár bakka. Finnar og Eistlendingar eru ná- skyldir Magyörum, og frændur Jap- ana Manchura og Tyrkja, þó að lengra sé þar til frændseminnar. — Um miðja 4. öld eftir Krist settust þeir að við Eystrasaltið, og fóru þegar að rækta landið og bjarga sér með fiskiveiðum, verzlun og dýra- veiðum. Frá þeim tíma eru hin iniklu söguljóð þeirra Kalevala og Kalewipoeg. Eiríkur 9. Svíakonungur lagði undir sig Finnland á 12. öld e. Kr. á sama hátt og um sömu mundir og hinir þýzku riddarar og biskupar lögðu undir sig Eistlendinga, og hvorutveggju gjörðu hina friðsömu borgara landa þessara að þrælum sinum. 1 sex atdir voru svo Finnar allir þrælar Svía, en Eistlendingar þrælar Þjóðverja. Á Finnlandi innleiddu Svíar svo sænska tungu og háttu alla og stjórn- uðu landinu eftir sænskum lögum. Og hið sama gjörðu þýzkir barúnar á Eistlandi og Líflandi,— innleiddu sina eigin tungu og lög. Það var fyrst Pétur mikli, sem náði parti af Finnlandi frá Svíþjóð og Eistlandi og Líflandi frá Þjóðverjum. Þegar Rússar tóku lönd þessi, urðu þau einn hluti Rússaveldis. En alt fyrir það réðu Svíar og Þjóðverj- ar lögum og lofum. Finnland fór þó betur, því að Alexander keisari fyrsti veitti Finnum meira frelsi en nokkrum öðrum hluta rikis síns. Hann veitti Finnum stjórnarskrá ár- ið 1809 og í ræðu sinni þá fór hann rnjög hlýjum orðum til Finna. Keis- arinn gaf þá einnig frelsi þrælun- um á Eistlandi. Ein sjálfsforræði fengu þeir ekki; hann lét þá vera undir höndum klíku einnar og voru það hinir fyrri húsbændur þeirra, Þjóðverjarnir. Svíar og Þjóðverjar réðu þvi énn sem áður öllum lögum og lofum bæði á Finnlandi og Eist- landi. Og þess vegna er það enn í dag, að Eistlendingurinn hatar Þjóð- verjann og Finninn Sviann. Ilins vegar er mjög eðlilegt, að Finnum og Eistlendingum falli illa skrifstofustjórn Rússa; en samt elska þeir rússnesku þjóðina. Og ef vér leitumst fyrir hjá einum eða öðrum rússneskum prófessor, rithöfundi, hlaðamanni, listamanni, eða hvaða mentuðum Rússa sem er, þá munu þeir fyrirdæma aðferð Rússastjórn- ar, hvernig hún er að neyða þjóðir þessar til að kasta þjóðerni sínu og verða Rússar. Vér getum tekið til dæmis Mansyreff á þingi Rússa núna. Hann er að berjast fyrir því, að bæði Finnar og Eistlendingar fái að halda þjóðarréttindum sínum. Tökum til dæmis menn eins og þá Milukoff, Roditcheff, Gutchoff og prins Lwoff, — þá sjá menn undir eins, hve mannúðlegar og þjóðlegar eru skoðanir þeirra, hvað Finna snertir og Eistlendinga. En snúi menn sér að einum eða öðrum þýzk- um prófessor, þá verða menn þess óðara varir, að hann tignar og til- biður keisarann og telur það sjálf- sagt, að kúga hina smáu þjóðflokka, eins og til dæmis Eistlendingana. Alveg eins er þeim varið hinum finsku Svium. Og ef það kemur fyr- ir, að Finnlendingur segist vera með Þjóðverjum, þá f.vlgir hann þeim, sem verst hafa kúgað ættmenn hans og frændur og vinnur á móti Eist- lendingum og öllu þvi, sem þeim er fyrir beztu. Enginn sannur Finni mundi segja það eða gjöra. En hinir finsku Svíar eru allir með Þjóðverj- um. — Það er frændsemi og skyld- ar hugsanir og þjöðlif, sem dregur Finna að Russum og Bandamönn- um, og það er þannig ástandið, að allir finsku talandi Finnar, allir þeir, er Eistlendingamál tala i j Eystrasaltslöndunum, eru hiklaust með Rússum í striði þessu. — En j hitt er öðru máli að gegna, að það I er sitt hvað og fer ekki saman og ætti aldrei að blandast saman, en það er þetta: að það er annað — Rússastórn og Rússaþjóð. Finnland á mikið að þakka Bret- uin og Frökkuin, alt eins þó að margir listamenn og fræðimenn hafi fengið lærdóm sinn á Þýzka- landi. En Eugland hefir haft meiri samhuga og'hluttekningu .i baráttu l'inna fyrir sjálfsforræði sínu, en nqkkur önnur þjóð. Og finskur al- múgamaður ber miklu meiri virð- ingu fyrir Bretanum en Þjóðverjan- um, semt hann hefir skömm á. En ir.entaðir Finnar hafa meiri mætur á mentuðum Rússa. heldur en mönn- um af nokkurri annari þjóð. 90 prósent að minsta kosti af öll- um finskutalandi Finnum eru því með Bandamönnuní. Það er nokk- uð, sem ómögulegt er að hrekja. — Allur þorri þeirra er með Banda- mönnum, með hinum hraustu drengj um þjóða þeirra, sem láta lífið í skotgröfunum, sem eru að berjast móti hinu trylta æði hermannavalds- ins þýzka, — berjast f.vrir frelsinu og menningunni, fyrir öllu þvi, sem háleitt er og fagurt, berjast einnig fyrir frelsi og tilveru hinna smærri þjóða. síðan 1913, 9. desember. Hann dó úr lungnabólgu. Þau lifðu saman í farsælu hjónabandi í rúm tuttugu og fimm ár. Þau eignuðust fimm börn saman, tvö af þeim dóu ung, stúlka eins órs gömul Helga að nafni, og drengur 6 vikna er hét Ey- steinn. Þrjár dætur eiga þau á lífi, sú elzta Jósefína Bósa gift skozkum manni Hugh Pete McMillan; þau húa þrjár mílur útfrá Hamilton, í Pembina County. Önnur Margrét Helga er gift Andrési Guðjónssyni í Hallson. — Sú þriðja Eygerður Theodóra ógift hefur altaf verið heima hjá foreldrum sínum. Systkini Halldóru lieitinnar voru ellefu og Halldóra vgr elzt af þeim, annað Magnús gem býr i Blaine, vestur við haf; þriðja Engibjörg lif- ir heima á íslandi er hún.ekkja; fjórða Margrét, dáin heima á Islandi fimta Hallur Rósman dó 13 ára gamatl, hin sex dóu öll ung. Einn dreng tók Halldóra að sér til fóst- urs heima á íslandi og ól hann upp þar til hann var 14 ára gamall. Hún fór með hann með sér til Ameríku og þá tóku foreldrar hans við honum, þau voru komin hér á undan og lifðu vestur af Hallson. Drengurinn var Jósef sonur Odds Magnússonar og Margrétar konu hans. Jósef er kaupmaður í Blaine Washington. Halldóra heitin í’ar mesta vinnu- manneskja og ósérhlífin í öllu, heima á ísiandi stóð hún við slátt jafnt karlmönnum, hún var orðlögð fyrir hvað góður vefari húu væri enda fékk hún að kenna á því ekki ein- ungis fyrir heimilið heldur um sveitina hingað og þangað. Hún var hraust og lieilsugóð og varð misdægurt, aldrei þar til fyrir fimm árum síðan að hún misti heilsuna og var sjúkdómur hennar mestur tauga veiklun og hjartahilun, sem altaf ágerðist meir og meir, og inátti hún ekkert gera eða á verki snerta, enda þurfti hún þess ekki því Ey- gerður dóttir hennar sá um heimilið og hana sjálfa tvö seinustu árin sem hún lifði, slík umönnun og að- hjúkrun er fágæt af unglingi. Halldóra heitin var góð inóðir hörnum sfnum og elskuleg eigin- kona. HeimiJið annaðist liún með sóina og dygð. I’ar var hennar verkahrfngur eingöngu, enda vissi hún það og lagði fram alla sína krafta á meðan þeir entust. 19. september fékk hún slag og steig aldrei á fæturnar eftir það, hún lá í 18 daga mjög þungt haldin oftast með óráði, þar til 6 október kl. 3 eftir hádegi að hún fékk hvíldina. - Jarðarförin fór fram frá heimili hennar 10. október. Athöfnina fram- kvæmdi séra K. K. ólafsson. Þegar hún lézt var hún 59 ára og háifs anmars mánaðar. Blessuð sé minn- ing hennai'. Vinur liinnar látnu. Nóv. 16., 1915, Hallson N.D. Æfiminning. Ekkjan Halldóra .lósefsdóttir Miðdal, dó á heimili sínu 6. Október 1915, tvær mílur fyrir vestan Hall- son. Mann sinn ýar hún húin að missa tveimur árum áður. Halldóra sáluga var fædd 12 ágúst 1856, í Villingadal í Haukadal í Dalasýslu á íslandi. Eoreldrar hennar voru þau Jósef Hallson og Rósa Magnús- dóttir er þar bjuggu, tæplega eins árs gömul fluttist hún með foreld- rum sínum að Skarði í sömu sveit, og þar var hún hjá foreldrum sín- um, þar til vorið 1884 að þau fluttu að Vatni í Haukadal, þá var hún 28 ára, og um haustið misti hún bróðir sinn Hall Rósman 13 ára, og föður sinn misti hún vorið eftir. Eftir tveggja ára dvöl á Vatni flutti Halldóra heitin að Skinnþúfu í Miðdölum í Dalasýslu, og þar var hún tvö síðustu árin sem hún var á íslandi. Árið 1888 flutti hún til Ameríku til Norður Dakóta, og það sama ár giftist hún Jóni Gíslasyni sem með henni kom að heiman; 12 ágúst, þau voru gift af séra Eriðrik Bergmann i Hallson. Jón Glslason maður hennar var frá Fremri Hundadal 1 Miðdölum en ættaður úr Borgar- fyrði í Mýrasýslu. Þetta sama ár er þau giftust tóku þau land tvær mílur vestur af Hallson í Pemhina Oounty, og settust á það oð þar bjuggu þau til dauðadags. Mann sinn misti hún fyrir tveimur árum Með innstæði í banka geturðu kepyt með vildarverði. Þú veist að hvað eina er dýrara verðurðu að kaupa í lán—Hversveg- na ekki að temja sér sjálfsafneitun um tíma ef nauðsyn ber til, má opna spari- sjóðsreikning við Union Banka Canada, og með peninga í höndum má kaupa með peningaverði. 8á afsláttur hjálpar til að auka bankainnstæðu þína, og þú hefir gert góða byrjun f áttina til frjálslegs sjálfstæðis. L0GAN AVE. 0G SARGENT AVE., OTIBÚ A. A. Walcot, bankastjóri Fugladrápið og byssurnar. (Úr íslands-blaði). Isabel Cleaning and Pressing Establishment J. W. QUINN, elgandl Kunna manna bezt að fara með LOÐSKINNA FATNAÐ Viðgerðir og hreytingar á fatnaði. Phone Garry 1098 83 Isabel St. horni McDermot Það sýnist svo, að sumir hafi byssurnar fyrir leikfang, en áhaldið það hefir oft sýnt það, að það er ekkert barnaleikfang. — Nokkrir Reykvíkingar hafa gert sér það til gamans, seinni hluta súmars, að ríða upp í sveitir með byssurnar sínar, og leggja svo mannskap sinn á saklausa vesalings smáfuglana. Margir sveitámenn hafa það að atvinnu nokkurn hluta vetrarins, að drepa rjúpuna, en eflaust eru miklu fleiri limlestar og særðar, sem krókna svo á eftir úr kulda og hungri og verða hvorki veiðimanni né öðrum að neinu gagni á eftir. Eflaust er þessi atvinna talsverð tekjugrein fyrir nokkra menn, en hversu mörg slys hafa hlotist af henni? Ekki er iangt liðið á þenna vetur ennþá, en þó hafa tvö slys hlotist af rjúpnaveiðum, sem maður veit um. Próðlegt væri það annars að vita, ívað miklar tekjur það væru í krón. um, er fugladrápið hefur gefið af sér ennfremur væri ekkí síður fróðlegt að vita, hversu mörg inannslíf fugla- drápið hefir kostað á síðustu ára- tugum. Mig minnir að Guðm. Björnsson, landlæknir áætlaði hvert manns- líf 10 þúsund króna virði, sem er auðvitað oi' lágt. Hver vill nú taka sig til og reikna dæmið til enda? Jóh. Ögm. Oddson. Kraftaverkið (Bulletin des Francais, 1. okt. 1915). — Það mun og satt vera. Jæja, hvað finst ykkur þá um á- standið, — Ekkert annað en það, að við munum sigra ,segir Frakkinn og bætir svo við: Þér skuluð sanna það, kæri herra, að þið verðið undir. Svo spyr eg þá, á hverju þftir byggi von sína, en þá verður þögn, — þeir svara engu. Það væri annars ekki úr vegi, að landarvorir tækju sér til fyrirmynd- ar þetta blinda traust, þessa trú á kraftaverk; þvi að svona hugsun sýnir berlega kjark og þolgæði and- stæðinga vorra. Það er með öllu óþarft af hr. Os- born að tala hér um “kraflaverk"; því að taust Frakka er sem sc alls ekki út í bláinn. Það er hvort- tveggia, að Bandamenn eru fleiri að tölu og eiga lika að mun b^tri úr- kosti, ])vi að þótt Þjóðverjar stæðu i öndverðu betur að vigi, sakir hins mikla vigbúnaðar, þá höfum vér nú dregi-ð mjög fram á þá, jafnframt því sem liðsafli þeirra þverrar, og sá dagur hlýtur — fyrirsjáanlega — að koma, er þeir verða jafnaðir við [jörðu. Eina skilyrðið, sem sigurinn | er bundinn, er liið siðferðislega þol- í gæði eða mótstöðuþrek. I’etta jirek | hafa Bandamenn, — það tiafa þeir I sýnt. (Yisir). Sérstök kostaboD & lnn&nhúsa munum. Koml® til okk&r fyrst, þiB munlö ekki þurf& aö fara lengra. Starlight New and Second Hand Furniture Co. 503—505 XOTHE D.4ME AVEMJB. TalNÍml Garry 3884. ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ. um heimilisréttaríönd í Canada NorSvesturlandinu. Þjóðverjar eru agndofa út af sig- urtrausti Frakka. Og þeim verður jafnvel svo bumbult af þessu trausti andstæðinga sinna, að þeir eru farn- ir að gjörast órólegir. Max Osborn, þýzkur tiðindamað- ur í Elsass, hefir átt tal við frakk- l'ncska fanga og hefir alveg gengið ! fram af honum, að heyra andsvör | þessara manna. I Honum farast svo orð : I “Það er svo að sjá, að engin J skynsamleg hugsun komist að hjá J þessum mönnum. Eg spyr þá, hvort þéir viti um ástandið á Rússlandi; enn þeir tjá sig þekkja það út í æs- ar. Eg held svo áfram fyrirspurn- um minum: Og við Hellusund Þár hefir Bandamönnum ekkert orðið ágengl. — Við vitum jiað. Vér höfum á voru valdi alla Belg- iu og norðurhluta Erakkiands. , — Rétt er það. Atlögur Bandamanna við Arras urðu að engu. -— Það er alveg rétt. Kafbátar vorir elta brezka flotann á röndum. Eln persðna (fyrlr dagtnn), 91.50 Herbergi, kveld og morgunverBur, $1.25. MáltíSir, 35e. Herbergl, eln persðna, 60c. Fyrirtak i allk staBl, ágæt vínsölustofa i sambandl. Tnlsfml Garry 2252 R0YAL 0AK H0TEL Cbas. Gu«tafHN«>n, elgandl Sérslakur sunnudags mlttd&gavert)- ur. Vín og vindlar á borTVum frá klukkan eltt til þrjú e.h. og frá «ex til átta at) kveldinu. 283 MARKET STIIEKT, WINNIPKG CARBON PAPER for TYPEWRITER—PENCIL—PEN Typewriter Ribbon for every make of Typewriter. G. R. Bradley & Co. 304 CANADA BLDG. Phone Garry 2899. Winnipeg Hver, sem hefir fyrir fjölskyldu aB sjá eöa karlmaöur eldri en 18 ára, get- ur tektö helmilisrétt á fjórtiung úr section af ðteknu stjórnarlandl i Mant- toba, Saskatchewan og Alberta. Um- sækjandl veröur sjálfur aö koma & landskrifstofu stjórnarinnar, eöa und- irskrifstofu hennar i þvi héraöi. 1 um- boöi annars má taka land á öllum landskrifstofum stjórnarinnar (en ekkl á undir skrifstofum) meö vissum skll- yröum. SISYLDl'R. —Sex mánaöa ábúti og ræktun landsins á hverju af þremur árum. Landnemi má búa meö vissum skilyrtium innan 9 mílna frá helmilis- réttarlandi sínu, á landi sem ekkl er minna en 80 ekrur. Sæmilegt ivöru- hús veröur aö byggja, aö undanteknu þegar ábúöarskyldurnar eru fullnægö- ar innan 9 mílna fjarlægö á ööru landl, eins og fyr er frá greint. 1 vissum héruöum getur góöur og efnilegur landnemi fengiö forkaups- rétt á fjóröungi sectionar meöfram landi sínu. Verö $3.00 fyrir ekru hverja SKYLDUR—Sex mánaöa ábúö & hverju binna næstu þriggja ára eftlr aö hann hefir unniö sér inn eignar- bréf fyrir heimilisréttarlandi sinu, og auk þess ræktaö 50 ekrur á hlnu seinna landi. Forkaupsréttarbréf getur land- nemi fengiö um leiö og hann tekur heimilisréttarbréflö, en þð meö vissum skliyröum. Landneml sem eytt hefur helmilla- rétti sinum, getur fengiö helmlllsrétt- arland keypt í vissum héruöum. V.rö $3.00 fyrir ekru hverja. SKYLDUR— Veröur aö sltja á landlnu 6 mánuöi af hverju af þremur næstu árum, rækta 50 ekrur og relsa hús á landlnu, sem er $300.00 viröi. Bera má nlöur ekrutal, er ræktast skal, sé landlö óslétt, skógl vaxlö eöa grýtt. Búpening má hafa á landlnu i staö ræktunar undir vlssum skilyröum. W. W. CORY, Deputy Mlnister of the Interior. Blöö, sem flytja þessa auglýslngu leyflslaust fá enga borgun fyrlr. Þegar þú þarfnast bygginga efni eía eldivií D. D. Wood & Sons. Limited----------- Verzla með sand, möl, mulin stein, kalk, stein, lime, “Hardwall and Wood Fibre” plastur, brendir tígulsteinar, eldaðar pípur, sand steypu steinar, “Gips” rennustokkar, “Drain tile,” harð og lin kol, eldiviS og fl. Talsími; Garry 2620 eða 3842 Skrifstofa: Horni Ross og Arlington St.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.