Heimskringla - 20.01.1916, Blaðsíða 3

Heimskringla - 20.01.1916, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 20. JANÚAR 1916. “EIMSKKINGLA. BLS. 3 Lýsing af vígvöllum Frakklands. Eftir Richard Harding Davis. Fyrir rúmu ári siðan fylgdi hinn aafnkunni fréttaritari Richard Har- ding Davis slóðinni heranna á Frakk tandi, þegar Frakkar hrundu Þjóð- verjum frá Paris norður eða frá Marne fljótinu, norður fyrir Aisne. Honum segist þannig frá: Vér vitum, að Þjóðverjar hröktu Frakka og Breta frá Belgíu og suður Frakkland á leið til Parisar, þangað til þeir komu í skógana við Mont- morency og Claye, og voru þá að eins 15 eða 16 milur frá Parisar- borg. En nú mundi inönnum erfitt að sanna það, með ummerkjum þeim, sem fyrst auðkendu slóðina. Voru þó Þjóðverjar nokkuð óhlifnir, er þeir héldu suður á eftir Banda- mönnum alla þessa leið. Þeir voru ekki að víkja úr vegi, til þess að troða ekki niður blómin eða akrana, heldur sendu þeir á undan sér þús- undir tonna af stálkólfum kanón- anna og rigningar af sprengikúlum, af öllum stærðum. Og þessar send- ingar þeirra brutu alt og brömluðu, sem fyrir varð. Kúlurnar skeltu sundur trén við rætur, eða sprengdu þau og klufu; þær sviftu þökunum af húsunum, fóru í gegnum miúrvegg- ina eða brutu niður húsin til grunna. Steinbogarnir á ánum og og fljótunum og lækjunum, sem stað ið höfðu um margar aldir, voru sprengdir og brotnir, og voru marg- ir þeirra frá dögum Rómverja. Fyrir ári síðan fylgdi eg slóðinni þeirra frá Clayc, um borgirnar Me- aux, Chateau Thierry og til Soiss- ons, og þaðan sá eg franska fall- byssuliðið, á suðurbakka Aisne fljótsins, skjóta sprenglkúlum á skot- garða Þjóðverja uppi á hæðunum norðan við' fijótið. Frakkar fýlgdu þá fast á eftir þeim, og viða höfðu Þjóðverjar ekki fengið tiina til að koma undan föllnum mönnum af liði þeirra. Likin lágu sem hráviði hér og hvar um veginn, og urðum við einlægt að krækja fyrir einstök lik eða bunka af þeim, sem lágu á veg- unum. En nú cr alt annað. En i gærdag fór eg af vígvöllun- um við Rheims suður til Parisar, eft- ir sömu vegunum. En nú var útlitið ;dt annað. Eg hélt að við værum að villast. Járnmerkin eða staurarnir á krossgötunum sannfærðu mig þó um það að svo var ekki, og scinna kortið, sem eg hafði farið eftir árið áður, og inerkt alt með blýantsstrik- um, þar scm eg hafði farið. Það sýndi mér, að eg fylgdi sömu slóð- inni mílu eftir milu, svo að ekki brá út af. Fyrir ári síðan hefði mátt rekja slóðina eftir Þjóðverja á veg- unum, — af eyðiliigðum ökrum og runnum, brotnum húsum og gjör- samlega eyðilögðum aldingörðum, svp likunum. En menn máttu þá vita að þetta mundi hreinsað verða, að nokkru leyti, þvi að inargt af menj- um þessum eitraði loftið og gjörði það banvænt. En ekkert var þá hægt að gjöra fyrri en bamdur og ibúar tiorganna og þorpanna kæniu heiin aftur til að vitja um það, sein uppi stæði af húsnm þeirra, sem víða var litið, eða það, sem eftir væri af eig- um þeirra, sem var ennþá ininna.— Þangað til lágu likin mannanna og hestanna uppblásin og uppbólgin, svo að hrylling var að sjá. Þetta yissu menn að mundi verða hreinsað til; en margt annað gátu inenn ekki búast við að bætt yrði á skömmum tima, svo sem steinbogr arnir og brúastólparnir, sein sprengdir voru upp með dýnamiti og lágu niðri í fljótunum Marne og Ourcq; eða hallirnar og lystigarð- arnir, sem þökin voru rifin af, eins og men.n svifta loki af vindlakassa; eða þar sem veggirnir voru sprengd- ir út eða inn, en þökin héngu tiálf uppi eða partar af þeim. Og í sum- um þorpunum voru húsin brotin upp og öllu rænt úr búðunum, og akrarnir voru rifnir sundur af sprengikúlunum, sem höfðu grafið stór-kjallara i akrana og rifið upp hauga á milli, og heyjinu dreift um akrana, þar sem riddaraliðið hafði farið um og haft náttból, eða her- mennirnir rifið það niður til að sofa á. Þetta var myndin, sem vakti fyrir augum mínum og eg bjóst við að sjá aftur. Fyrirtaks dugnaður og l>ol<jæði Frakka. En eg hafði ekki gjört ráð ryrir hinu óbilandi þolgæði, kappsemi og dugnaði Frakka, sem aldrei geta þoiað, að nokkuð fari i ólagi, eða iiggi ónotað, svo þeir reyni ekki að ráða bót á þvi, svo fljótt sem þeim er mögulegt. Nú. eftir tæpt ár, er land- ið alt orðið ræktað aftur, alveg upp að viggröfum og skotgörðum Frakka Akrarnir eru nú plægðir og sán- ir undir veturinn, til þess að bera ávöxt með vorinu og komandi sumri og viða er plógfarið inílum saman og akrarnir þajetir áburði (fertiliz- ers) eða strái og mykju í haugum og görðum. Yið skotgrafirnar hefir verið sáð næpum. Og þar sem veg- irnir voru rifnir upp af sprengikúl- um eða sundurgrafnir af liinum þungu fallbyssuhjólum, og hræin uxanna, hrossanna og mannanna lágu i röstum, — þar sést nú ekkert af þessu, þar er aftur komið hið brosandi, sólrika F'rakkland, og míl- um saman vex þar kornið og hveit- ið og grasið græna eða garðávextir. Það er náttúran og þessi þrifni og óþreytandi ástundan Frakka og eljusemi, sem þarna er nú þegar bú- in að uppræta öll merki þess, að Þjóðverjar hafi þar nokkurntíma farið um. Og eg fór að hugsa, að þetta hefði aldrei skeð, —- mig hefði verið að dreyma vondan draum, og þó fór eg einlægt yfir og var að reyna að átta mig, hvort eg sæji ,iú ekkert af þessum merkjum, sem eg tók svo vel eftir seinast. Nálægt Feret Milton var höll ein með grasbrekku fram undan, sem lág niður að Parísar veginum. Þjóð- verjar höfðu notað höllina fyrir bráðabyrgðar spítala seinast, en áð- ur voru það stöðvar útvarða þeirra. Hinir háu gluggar út að grashrekk- unni voru áður allir brotnir og sprengdir og i brekkunni voru hrúg- ur og haugar af blóði stokknum ein- kennisfötum hermannanna, og i hundraðatali hafði skóm og stígvél- uni verið fleygt út um gluggana efri, af fótum særðra manna, — og stund- um voru fæturnir lika innan í þeim. Þeir höfðu haft þar likskurðarstofu uppi. Og innanum þetta rusl vo.u hrúgurnar af brotnum og tómum kampavinsflöskuim. Þetta var mynd- in, sem vakti fyrir mér. — En núna er grasbreiðan hrein ofan að vegin- um, og i hina háu glugga voru aftur komnar silkiblæjur, gular og rós- rauðar, og uppi i brekkunni, þar sem eg hafði séð blóðstokknu fötin og flöskurnar, var lítill, vel búinn drengur, með flaxandi hári og ber- uni fótum, að lcika sér á þríhjóli og sýndist vera kátur vel. Liklega son- ur ciganda hallarinnar. Neufchclles ný}a. Bænum Neufchelles mundi eg eft- ir sem þorpi einu, sem alt var aió- urbrotið, svo að ekkert hús stuð heilt uppi, og ekkert sá eg lifandi þar, netna fjörgamJan ntann og einn kött, sem fylgdi honum. Eg m ,.idi vel cftir bæ þessum, því að Þýzkir höfðu ekki látið sér nægja, að brjota þar búðir allar og eyðileggja i'-.a ræna öllu, sem í þeim var, heldur höfðu þeir að gainni sínu verið að reka byssustingina i gegnum þökin á húsunum, sem uppi héngu, eins og börn væru að spilla öllu í reiði sinni. — Fin nú var Neufchelles aft- ur orðið að snotrum og reglusömum smá-bæ. Það sáust reyndar víða hér og hvar nýjir seinents-blettir á hús- unum, sem voru ekki eins veður- barðir og hinir partar húsanna. Múrsmiðirnir og plastrararnir höfðu fylt up holurnar eftir kúlurnar og smábúðirnar voru orðnar fullar af varningi aftur, og á strætunum voru hópar berhiifðaðra kvenna að spjalla sainan, með stóru, svörtu sjölin á herðunum; niargar prjónandi í á- kafa og aðrar kölluðu ,til þeirra úr dyrum húsanna. Lífið var aftur far- ið að renna sinn vanagang. Dg þarna var stóra he>sthúsið, við höll eina, þar sem eg áður hafði séð firmn ljómandi fallega liesta liggja á steinhcHunum utan við húsið með kúluskot í höfðinu. Þegar Þýzkir urðu undan að halda, |>á liöfðu þeir skotið hestana, svo að Frakkar ekki gætu liaft þá til að livila hina lúnu hesta sína. En núna sá eg á höfuðin á nýjum hestum, sem horfðu á okk- ur, og ioftið yfir hesthúsinu var fult af heyji, og í horni einu var hlaðið mörgum korðum af eldivið, og kálk- únhanar voru þar að spásséra utan við hlöðuna með frúin síniun. Þarna var alt svo notalegt og rólegt, sem. aldrei hefði þar nokkurt strið verið, og svona var það á allri leiðinni, sem eg fór um. Og tröllvöxnu poplartrén beggja megin vegarins, fjórar mílur utan við borgina Meaux, höfðu áður vcr- ið brotin og klofin og limarnar tætt- ar af þeim. Fin nú voru haustlaufin að því kotnin að falla af þeim og náttúran var búin að græða yfir sár- in og lækna þau. Og áður, þegar eg fór um, lágu steinborgirnar við Me- aux og Chateau Thierry brotnir í ánum; en nú var búið að reisa þá aftur. Og menn voru farnir að gleyma þvi, að fyrir ári siðan urðu þeir að fara á sig 50 inilna krók til þess að koniast frá Meaux lil Sois- sons, svo höfðu þá brýrnar verið brotnar niður. Það, sem læra má af þessu, er það, að F'rakkar eyða engum tima i það, að lcggja hendur i skaut og viía yfir tjóni sínu. Hér hjá oss, i Banda- ríkjunum, eru menn, eftir 50 ár, enn að harma og tala um lierferð Sher- mans yfir Columbiu, og hafa enn á vörum hatursljóð yfir því mikla tjóni, sem herménn hans gjörðu. En íbúarnir i Neufchelies eru svo miklu vitrari. Það eru ekki 50 heldur að eins eitt ár siðan Þýzkir eyddu 'Neufchelles, og nú er þegar búið að hreinsa þar til og nema burtu alt, sem minti á komu þeirra: Byggja upp húsin; plægja upp akrana; fólk- Hershöfðingi Sir James Hamiiton. Fyrverancii foringi Bréta á Skaganum vií> Heliusund. Tryggt meí orÖstír sem er aflaður í Eldahúsum Canada. 13 PURITVFUOUR ‘ ,‘More Bread and Better Bread ” I>AÐ VANTAR MENN TIL Að læra Automobile, Gas Tractor ITJn f bezta Gas-véla skóla f Canada. Þab tekur ekkt nema fáar vikur ab laera. Okkar nemendum er fullkcmlega kent ab höndla og gjöra vib, Automobile, — Auto Trucks, Gas Tractors, Stationary og Marine vélar. Okkar ókeypis verk veitandi skrifstofa hjálpar þér a?5 fá atvinnu fyrir frá $50 til $125 á mánuöi sem Chauffeur Jitney Driver, Tractor Engineer eba mechanic. Komiö eöa skrif- ib eftir ókeypis Catalogue. Hemphills Motor School «43 Maln St. Winnlpejc Að læra rakara iðn Gott kaup borgaö yfir allan ken- slu tímann. Ahöld ókeypis, aö- eins fáar vikur naubsynlegar til aö læra. Atvinna útvegub þegar nemandi útskrifast á $15 upp í $30 á viku eöa vib hjálpum þér ab byrja rakara stofu sjálfum og gefum þér tækifæri til aö borga fyrir áhöld og þess háttar fyrir lítib eitt á mánubi. Þaö eru svo hundruíum skiftlr af plássum þar sem þörf er fyrir rakara. Komdu og sjábu elsta og stæösta rakara skóla í Can- ada. VaratJu þig fölsurum.-- Rkrifabu eftir ljómandl fallegri ókeypis skrá. Hemphills Barber College C«»r. KingSt. nntl l'aelflc Avenue WIANIPEG. | trtlbú í Regina Saskatchewan. ið komið þangað aftur. Og þó er stríðið og stöðugir bardagar að eins 20 inílur í burtu frá þeim. Hvað get- ur betur en þetta sýnt andann í frönsku þjóðinni? Hvað i heimi getur verið sterkari vottur um það, að þeir muni frægan sigur vinna, og það áður en langt liður? Sögubrot. Hnausa P.O., 8. jan. 1916. Síra M. J. Skaptason. Góði kuiiningi! Það er langt síðan mér datt í hug, að skrifa þér fáeinar línur og segja þér dálitla sögu af sjálfuni mér til að setja i Kringluna, ef þér þykir hún þess verð; en eg liefi verið hræddur um, að það yrði svo vitlaust stílað og skrifað, að þú myndir ekki geta iit- ið við því. lin það jók mér kjark, þegar eg las hvatningargreinina írá ritstjóra Lögbergs, að .menn iþyrftu ekki að vera hræddir við að scnda blaðinu fréttabréf, þvi það yrði lagað, þó eitthvað væri að; og datt mér i hug, að þú myndir gjöra slíkt hið sama, þó eg muni ekki eftir, að þú hafir sagt það. Sagan byrjar þá svona, að þann 10. desember 1913 fórseg norður til sveitarskrifarans og datt á leiðinni og stakk mig lítilsháttar i annað hnéð, en nóg til þess, að eg rétt komst heim og i rúinið. Svo var kall- aður læknir og 5 sinnuni kom hann til min; en eftir þvi sem hann kom j oftar, eftir því liríðversnaði niér, og I seinast neitaði hann að koma; satt að segja þótti mér vænt um. Svona lá eg i 2 inánuði og 10 daga, og |>á fanst mér að það væri nú ekki nema um tvo vegi að gjöra, ann- aðhvort líf eða dauða, og flestir kjósa firðar !if. Þar af leiðandi var snúist að því j að flytja mig upp á hospítal. Fg býst við, að margur hafi hugsað, að eg hafi kviðið fyrir því ferðalangi, þar sem eg var svo veikur, að það mátti varla hreyfa mig í rúminu. En það var öfugt, þvi eg bara hlakkaði til; þvi mér fanst að það hlyti að lagast fljótiega, þegar eg var kominn inn- an uin alt það hjúkrunanfólk og lækna, sem þar væri. En þar varð eg fyrir vonbrigðum, því þar lá eg í 9 mánuði og 7 daga. Og eg var eins viss um það, að eg kæmi lifandi aft- ur, eins og eg var viss um, að það kæmi nótt á eftir degi, — og þar varð eg ekki fyrir vonbrigðum. Svo var lagt af stað ineð mig að kveldi 17. febrúar vestur að Árborg; komum þangað kl. 12 um nóttina. Ekki svaf eg þar dúr og smakkaði ekkert netna vatn. Svo gekk alt bæri- lega til Winnipeg. En þegar þar kom, mættu mér tveir ganimar, út- sendir af hospitalinu, að taka á möti hræinu. Eg býst við, að þeir hafi á- litið mig það, það er að segja sendi- mennirnir. Þeir óðu að mér og sviftu fötunum ofan af mér, en sáu þá, að eg var eitthvað fáklæddur, svo jieir skildu sumt eftir, og annar þreif í herðarnar á mér og hinn i fæturna og ælluðu að sveifla mér upp úr rúminu, eða réttara sagt upp úr börunum, en loftuðu mér ekki; þeir reyndu aftur og það fór á sömu leið; og auðvitað öskraði eg eins mikið eins og hljóðin leyfðu. Eg man óljóst, hvað næst var, nema eg fór i þriðja sinnið og að þeim var hjálpað, en hvort þeir báðu um hjálp eða hún var óboðin, veit eg ekki, en eg sá þar fjöhla af fólki i kring. Svo settu þeir mig i eitthvert trog eða kassa með hjólum; ekki veit eg, hvort kassinn var svo þröng- ur, ellegar j»að var af klaufaskap eða Xikeytingarleysi, að þeir settu mig á röð eða hliðina og veiki fót- urinn var undir. Svona var eg í þessari pressu alla leið upp á hosi>i- tal; í staðinn fyrir það, sem þeir liefðu átt að bera mig í börunum, sem var hægt, hvort heldur þeir vildu tveir eða fjórir; það þurfti ekki nema tvo hér níður frá, og það engir garpar. líg hefi oft hugsað tim það, að eg skil ekkert í hospí- tafinu, að hafa svona samvizkuiaus kvikindi í þjónustu sinni. Svo komst eg inn fvrir dyrnar á þeirri miklu byggingu. Þar mættu mér tveir menn; annar var fullur af spurningum. Mér tlatt i hug, að liann væri að komast eftir, hvort eg væri þess verður, að ljá mér liúsaskjól. Ein spurningin var, livaða læknir eg kysi niér. Svarið var: Brandson, þó eg hefði aldrei séð hann; en ofl hafði eg heyrt hann nefndan, og það var þó eitt sem eg vissi, að hann var íslenzkur og það var mér fyrir Þegar þú þarfnast bygginga efni eía eldiviÖ D. D. Wood & Sons. Limited Verzla með sand, möl, mulin stein, kalk, stein, lime, “Hardwall and Wood Fibre plastur, brendir tígulsteinar, eidaðar pípur, sand steypu steinar, “Gips” rennustokkar, “Drain tile,” harð og lin kol, eldivið og fl. Talsími: Garry 2620 eða 3842 Skrifstofa: Horni Ross og Arlington St. miklu, að eg ga-ti talað við hann, þvi það er það eina, sem eg get, þó það sé samt ekki nema að nafninu til, þvi aldrei hefi eg gengið á skoia. Svo þegar allar spurningarnar voru húnar, þá tóku þessir tveir menn mig. Þá sagði eg hátt á islenzku, að þeir skyldu nú ekki drepa mig al- veg. Þar var islenzk hjúkrunarkona með þeim og María dóttir mín, sem fylgdi mér alt i gegn. Þær hjálpuðu þeim til að taka mig og láta mig í vagn; þar fór vel nm mig. Svo var eg fluttur í honum að mér fanst langan veg um hosp.italið, þangað til loksins að eg kom að rúmi, sem eg átti að fara i, og það gekk bæri- lega. Svo var eg víst i viku eitthvað I sinnulitill, vissi ekkert hvað timan- j um leið, nema eg vissi um dag og nótt. Úr því fór mér að skána; þó j enginn verulegur bati. Og svona var eg stundum betri og stundum verri, I þangað til 4. júlí, að Dr. Brandson liðaði sundur á mér hnéð og tók1 skemd úr beininu, svo fóturinn styttist í kringum 3 þumlunga. En! skemdin náðist ekki öU. svo hún ^ hélt áfrain sinu striki. Og i þessu á-! standi var eg til 8. september, og það var minn versti timi á hospi-! talinu. Þann dag var nú gengið beint að verki, og fóturinn var tek-; inn af um mitt læri, og þá varð eg hissa, þegar eg vaknaði, og það var, að i sólarhring fann eg ekkcrt til í stúfnum eða fætinum, ef ekkert var hreýft við mér. En eftir það fór eg að fá kvalir i fótinn, sem farinn var, og þær verstar í blátánfim, rétt eins og það væri verið að pikka mig með nál, og það svo, að eg ætl- aði ekki að geta varist hljóðum. eina nótt vaknaði eg við það, að eg öskraði upp tvisvar, svo allir vökn- uðu: þá var eins og það væri verið að rifa nöglina af stórutánni á mér. Hjúkrunarkonan kom á barða stökki til að vita, hvað gengi á; en eg gat litið sagt henni, nema það væri dauði fóturinn. Hún skildi það vist og varð róleg, þvi alt eldra fólkið kannaðist við þetta. Svo fór þetta að breytast, dreifast um allan fótinn og það alveg upp í hné, og það sárpín- andi stingir, sviði og kláði, dálitið verri heldur en þegar eg hafði fót- inn. Svo þegar eg var látinn fara að sitja i stól, þá sat eg aftan við minn gafl og rétti stundum heilbrigða fótinn upp á gaflinn, þá tók eg út kvalir af því, að geta ekki rétt úr hinum lika. Svo logsveið mig í hann af kulda, svo það lagði um mig all- an stundum ónota hroll. Mcnn verða að skilja það ré.tt, að eg er einlægt að skrafa um fótinn, scm eg misti, en ekki þann. sem eg hefi. F>g tek það fram af því, að eg hefi orðið var við misskilning á þessu, sem er ekkert undarlegt. Svo, þegar eg var búinn að vera svo sem klukkutíma i rúminu, þá hljóp svo rnikill hiti i fótinn, að það var eins og hann væri að brenna; var það litið betra en kuldinn, þó ekki alveg eins ónota- legt. Stundum fanst mér eg standa i istaði, sem væri undir hælnum á mér og fram fyrir miðja iljina, og fóturinn kreptur og eg spyrna svo fast i, að eg varð stein-uppgefinn i fætinum, og liðu ónot um mig allan. Þá fór eg að liorfa til stúfsins, og það var eins og það drægi ögn úr verknum, — Svo þcgar eg fór út af hospitalinu, þá var þetta fjarska mikið að minka; en siðan hefi eg Htinn mun fundið, og eru nú nærri 14 niánuðir síðan. Það eru engar kvalir, bara leiðinda kukla-dofa verkur einlægt i fa-tinum og stingir i kálfanum og hnénu, og kippir stundum. svo eg kippist allur til stundum. Það er enginn vafi á þvi, að það er mikið að missa lim. En samt segi eg það, að það sé ekkert, ef maður losaðist þá alveg við hann til fulls og alls; en eftirköstin finnast mér svo lúalega þreytandi, að eg á ekkert orð yfir það, og eg býst við það loði við mann meðan inaður lifir. Eg var svo heimskur, að eg hélt að þetta mundi hverfa með tímanum. Eg lét Mariu mina spyrja manninn, sem smiðaði fótinn fyrir mig, hvað hann hefði lengi fundið til fótsins, þvi hann hafði tréfót. Svarið var, að hann findi til hans enn, og það eru 20 ár siðan hann misti fótinn. Þá þóttist eg vita, á hvefju eg mætti eiga von. Margar hefi eg heyrt sögur um, af hverju þetta stafi, og alt á að vera læknunum að kenna. Fyrsta sagan er, að þeir eigi að láta grafa liminn i vígða jörð; önnur, að þeir eigi að brenna hann á pönnu eða fati, svo að eigandinn sjái, þriðja, að þeir eigi að geyma þá volga, j»angað til sárið sé gróið, — haldið þið, pilt- ar, að það yrði skemtilegt, — og margar fleiri, sem eg trúi engri; en svo er eg kanske eins og Tómas trú- arlausi. Hér finst mér vera verkefni fyrir vísindamennina. Það álít eg þarft og gott verk, ef þeir gætu fundið or- sökina. Því alt hefir sinar orsakir. Yfirleitt líkaði mér vel á hospital- inu. Hjúkrunarfótkið svöna upp og ofan; sumt kalt sem is og hart sem stái, en margt mjög nákvæmt, og undantekningarlítið yngra fólkið mikið nákvæmara og betra. Hreint út sagt voru það nákvæmustu hend- nrnar, sem á mér snertu, á Magnúsi Magnússyni, nágranna niínum, og Maríu dóttur minni, þó ólærðar væru. Um Dr. Brandson fjölyrði eg ekiki mikið, það þekkja flestir hann. Eg gæti ekki kosið mér viðfeldnari læknir, hreinan, beinan og blátt á- fram. Sérstaklega líkaði mér vel, að það var aldrei neitt við mig gjört, svo að hann segði mér það ekki deg- inuin áður, hvort heldur það var uppskurður, ellegar það var tekin mynd af fætinuin á mér. Þær voru orðnar 4 eða 5, en 6 sinnuni var eg svæfður. F'yrir alt sem hann gjörði fyrir mig, er eg honum hjartanlega þakklátur, sem hann tók sama sem ekkert fyrir, bara 25 dali. Þessar linur skrifa eg til þess, að fólk, sem eg þekki, fái svolitla hug- mynd um það, hvernig mér hefir liðið og líður, ef þú gjörir svo vel að gefa þeim rúm í Kringlunni. Ein- hver kann að hugsa svo, að cg hefði átt að geta um, hvað þetta alt hefði kostað. Þá er þetta svarið: Það kost- aði 8429.75. Ef svo skyldi fara, að þér liki ekki að Ijá þessu húsaskjól, þá stingur þú því i stóna. Eg hcld eg segi ekki upp blaðinu fyrir það. Skeð getur, að einhver rísi upp á aft- urfótunum og komi íneð einhverja skamma-dellu til þin fyrir að taka þenna lyga-þvætting. Enda eg svo þessar línur mcð ósknm bcztu til þin og Kringlu. Kr. H. Snæfeld.' BrúkaTSar naumivilar mel hnfl- legu verBl; nýjar Slnger vélar, fyrlr penlnga út ( hönd eða ttl letgu. Partar i allar tegundlr af vélum; aögjörö á öllum tegundum af Phon- ographs á mjög lágu veröl. J. E. BRYANS 531 SARGENT AVE. Okkur vantar duglega "ag.nta’* og verksmala. /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.