Heimskringla - 06.04.1916, Blaðsíða 1
XXX. ÁR.
WINNIPÉG, MANITOBA, FIMTUDAGINN, 6. APRIL, 1916.
NR. 28.
Stríðs =f réttir
Þegar Þýzkir gátu ekki brotið
garðinn I'-rakka að austan o-g norð-
«n við Verdun, fóru þeir að reyna
að vestan við Meuse-ána. Eins og áð-
ur hefir verið getið, reyndu þeir við
Bethincourt og Mort le Homme
(Dauðs manns haugq, og höfðu svo
sem ekkert upp úr því annað, en að
tapa þúsundum manna. Er “Dauðs
manns haugur” eitthvað tvær milur
vestur af ánni Meuse. Svo fóru þeir
að reyna við Malancourt, tveimur
mílum vestar, og í skógunum á 2.
mílna svæði suðvestur frá Malan-
court til Avocourt. Þarna reyndu
þeir hinn 29. marz, og voru búnir að
gjöra þriggja daga dynjandi skot-
hríð á Avocourt áður en þeir runnu
á. En áhlaupið fór sem áður. Þeir
töpuðu fjölda manna, en urðu frá að
hverfa. Frakkar reistu eldhaf (cur-
tain of fire) bak við herdeildina,
sem áhlaupið gjörði, svo að enginn
gæti komið þeim til hjálpar; en með
Maxim-byssum og handbyssum sóp-
uðu þeir niður fylkingunum, sem
komu, og voru þeir fáir, sem uppi
stóðu; hinir hrundu allir niður áð-
ur en þeir komust að gröfum Frakk-
anna. Er sagt, að Þýzkir hafi sent
heila “division” eða 20 þúsundir
manna til þess að ráðast á 2,000 j
yards af skotgröfum Frakka við
Avocourt.
Tilgangurinn með áhlaupum þess-
um var sá, að komast að járnbraut-
inni, sem liggur frá Verdun vestur
til Parísar. Hún liggur þarna 6 míl-
um sunnan við hergarð Þjóðverja;
en þær eru örðugar yfirferðar þess-
ar 6 mílur, og hafa kostað Þjóðverja
margan manninn.
— Enn eru Þýzkir að glíina við
Verdun. Vér gátum þess, að þeir
hefðu sótt Malancourt, 4 mílum vest-
an við Meuse-ána, frá þremur hlið-
um. Þar börðust Frakkar af fyrir-
taks hreysti alla nóttina, og vo.ru þá
20 Þýzkir um hvern Frakka; en
undir morguninn, þegar allur bær-
inn var írústum/þá var um tvent að
gjöra, þcgar Þýzkir voru á þrjár
hliðar, að gefast upp eða hörfa und-
an. Þeir hörfuðu því úr rústunum
og námu staðar í útjaðri bæjarins.
Bærinn er smábær og var hann seld-
ur Þýzkum fullu verði.
Næst reyndu Þýzkir austan við
Verdun einu sinni enn, við Vaux,
norðaustur af Verdun, eitthvað 5
mílur. Kastalinn er nú eyddur og
brotinn; en þar er þorp litið með
sama nafni. Þangað beindu Þýzkir
einni stórskotahríðinni sinni og
heltu yfir Frakka steypiregni af
sprengikúlum, nóttina og daginn
hinn 30. marz, frá Haudremont og
suður til Vaux. Svo komu þeir alt i
einu i þé'ttum fylkingum og gjörðu
tvö hroða-áhlaup á þorpið litla
Vaux. En Frakkar börðu af sér á-
hlaupið með öllum þeiin skothylkj-
um, smáum og stóruin, sem til voru,
og hrundu Þýzkir niður áður en
þeir komust að gaddavírsgirðingum
Frakka. Svo kom hitt áhlaupið rétt
á eftir; þá komust Þýzkir lengra og
náðu nokkrum parti af þorpinu
Vaux; en Fraikkar héldu helming
þorpsins og öllum gröfum utan við
það til beggja handa.
Skamt þar frá reyndu Þýzkir að
raðast á Frakka við Douaumont og
spýttu á þá straumum logandi elds.
Það var víst heitt nokkuð, en Frakk-
ar tóku svo á móti, að hinir urðu
frá að hrökkva.
Þarna voru flotar flugdreka i
lofti og mættu þar hvorir öðrum
Frakkar og Þýzkir. Steyptu Frakk-
ar 5 þýzkurn flugdrekum niður við
Verdun þann dag og hinum 6. vestar
miklu, í Campagne. En enginn dreki
týndist af Frökkum.
— Á ftalíu berjast þeir við Gorit-
zia dag og nótt, og stóð einn slagur-
inn yfir i 40 klukkutima og veitti ít-
ölum heldur betur; en þungt er að
hrinda Austurríkismönnum úr skurð
utium og af tindunum þar.
— Fjórar stöðvar neðansjávar-
háta Þjóðverja hafa Bretar fundið á
grísku eyjunum nýlega og sýnir það,
að Grikkir geta engum verið trúir.
1 Salonichi situr við það sama. Og
ekkert varð úr áhlaupi Þjóðverja og
Búlgara þar. Þeir höfðu ekki nægi-
irgt lið til þess.
— Á Rússlandi hafa lítil tiðindi
gjörst, nema að Rússar hafa náð
hæðum flestum á allri línunni og
sitja nú á þurru meðan flóðin eru.
Eru engin likindi til að Hindenburg
komist þar áfram um langa tíma, og
getur hann ekki rótað Rússum nú
sem stendur; en þegar jörðin þorn-
ar, þá koma þeir.
— Kapteinn Hans Tauscher, for-
ingi i herflota Þjóðverja og fulltrúi
eða erindsreki Krúpp-smiðjanna,
hefir nú verið tekinn fastur d New
York, fyrir samsæri til að sprengja
upp Welland-skurðinn í Canada og
gjöra innrás í Canada. Maður nokk-
ur, sem kallaði sig Herinann von der
Goltz, en heitir Bridgemann Taylor,
náðist á Englandi og kom öllu upp.
Sex menn aðra átti að taka fasta
þessa dagana. Þessi Tauscher er
kvæntur hinni frægu söngkonu Jó-
hanna Gadski, sem margir hafa
heyrt syngja lög á fónógrafa. Spæj-
arar höfðu rakið islóðir manna þess-
ara með dýnamitið. Tauscher var
hjálparmaður von Papens hins
þýzka i Washington og keypti fyrrir
þá félaga meira en inilíón dollara
virði af vopnum, sem átti að nota á
inóti Canada.
— Það cr eins og þeir séu að nota
sér það Þjóðverjarnir, að nú er far-
ið að þorna á Frakklandi, til að
gjöra áhlaup, þvi þeir geta það ekki
annarstaðar fyrir bleytu. Og enn eru
þeir að gjöra áhlaup við Verdun;
en það fer einlægt á sömu leið. —
Frakkar þumbast á móti; lofa þeim
að koma í skotfæri og skjóta þá svo
niður; þeir hörfa hægt og bítandi
undan Frakkar, og lofa Þýzkum að
taka eyðilagðar grafir eða horn af
þorpum. En þeir stöðva þá, hvenær
sem þeim sýnist.
— Á Englandi eru Þýzkir einlægt
að gjöra Zeppelin árásir og drepa
þetta 10—20 og upp i 70 konur og
börn og menn. Þeir vinna ekkert
við það, en eru að reyna að hræða
Breta. Um daginn datt einn Zeppe-
lininn niður í Thames-ósa og voru
Bretar við og tóku mennina fanga.
— En neðansjávarbátar Þjóðverja
eru nú að nýju farnir á stað og
sökkva nú hvaða skipi sem er og
spyrja ekkert um þjóðerni, og vopn-
laus eru þau flest. Iiitthvað 96 kaup-
skipum og fiskiskipum eru Jieir
búnir að sökkva fyrir Norðmönnum
og er ekki að furða, þó að Norð-
mönnum falli það illa. En bætur
verða Þýzkir að borga, þó að síðar
verði.
Smáskærur í Winnipeg.
Á aðalstrætinu og næstu strætum
urðu nokkrar skærur á laugardags-
kveldið, og þurfti að kalla út her-
mennina til að koma á frið og spekt.
Allar sögur um þetta eru mjög svo
ógreinilegar og ilt að henda reiður
á. Jafnvel dagblöðin fara hægt í sak-
irnar, því að oft kemur ein sagan á
móti annari um sömu viðburðina.
Vér vissum ekkert um þetta fyrri en
undir kveld á sunnudaginn, og get-
um ekki ábyrgst, að það (sé rétt, sem
vór förum með.
En eftir því, sem vér komumst
næst, byrjaði ballið á laugardags
kveldið kl. 7.10. Var það ítalskur
maður í hermannabúningi, drukk-
inn, er stóð í dyrunum á Imperial
Ilotel, og var tekinn fastur af ein-
um eða tveimur hermönnum, sem
settir voru til löggæzlu. En þá kom
lögregl'innaður og tók imanninn og
fór með hann til að setja hann i
fangelsið á Rupert St. Þessi fregn
flaug sem eldur í sinu um öll nær-
liggjandi stræti. Og undir eins varð
uppþot um alt Aðalstræti, og var
öllu, sem laust var, hent að lögreglu-
mönnunum, alla leið niður að Rup-
ert St., þar sem fangelsið (Police
Station) er.
Þessar fregnir flugu um allan bæj-
inn og á örskömmum tima þyrptust
þarna á Aðalstrætið þúsundir af
fólki, og voru það bæði hormenn og
aðrir. Segja sumir, að hermennirnir
hafi ekki verið nema þriðjungur af
ihópnum. En alt var í bendu. Það var
þarna saman kominn “mob” eða
samsa'fn karla og kvenna á öllum
aldri og af öllum stéttum. Og nú fara
að heyrast köllin: “Brjótið upp lög-
reglustöðvarnarl” Þau gengu um all-
an hópinn, og vissi enginn, hver
byrjaði eða hver kallaði. En þúst-
urnar færðust nær lögreglustöðvun-
um.
Alt í einu opnast keyrsluportið á
lögreglustöðinni og út koma 75 lög-
reglumenn með bareflin í höndum,
og láta þau ganga á hópunum, en
þeir leggja á flótta. Úr þessu fór nú
fyrst gamanið að grána. Lögreglu-
mennirnir sneru við og héldu sigri
hrósandi heim á stöðvar sínar. En
nú voru komnir hálfu flciri i hóp-
inn á Rupert St. Nokkrir æðri her-
foringjar komu þá og reyndu að
hasta á hópana; en þetta var alt
sambland af hermönnuin og borgur-
um og öllum tcgundum af fólki, en
hávaði mikill og heyrðust illa orð
þeirra. Var nú farið að kasta öllu,
sem handbært var: ísmolum, múr-
steinum og hinu og þessu. Þctta
igekk i hálfan annan kl.tíma og fengu
ýmsir skeinur. Fóru þá lögreglu-
mennirnir að búa sig undir annað
áhlaupið til að tvistra hópunum, er
fyltu bæði Rupert St. og Main St., og
voru þar í þeim sjálfsagt 3 þúsund
manns.
Eögreglumennirnir fylktu sér 20
saman, hver út frá öðrum, og voru 4
raðirnar, liver aftur af annari. Þar
var formaður lögrcglunnar Mac-
pherson og fulltrúi hans New'ton. —
“Bregðið kylfunum!” hrópaði New-
ton, og svo: “Áfram, á þá!” Þeir
runnu þá á hópana, en þeir flýðu og
lögregluliðið á eftir upp Rupert St.,
út á Main St. og þar bæði suður og
norður. Voru þá bareflin notuð, og
þegar búið var, lágu liermenn og
borgarar hér og hvar um strætin eða
voru að standa upp og reyna að
haltra burtu. Konur voru þar og, og
studdust tvær við telefón-staura og
voru allar rifnar og tættar. Svo
snöri lögregluliðið aftur til stöðv-
anna, og hafði með sér eitthvað af
föngum. Þá var kl. 9 um kveldið,
þegar áhlaup þetta reið aif.
Geta má þess, að cftir á sögðu lög-
reglumenn, að þessi drukni ítalski
hermaður, sem þeir sáu i dyrunum
ká Imþerial Hotel, hefi ekki verið í
haldi hermannanna, og hafi þeir því
tekið hann. En um það getur nú sem
stendur engin vissa fengist, fyrri en
seinna; en reglan mun vera sú, að
hermennirnir séu undir herlögum
og þeirra eigin pólití taki þá fasta.
K)l. 9.30 gjörðu lögreglumennirnir
þriðju kviðuna, og kl. 10.30 hina
fjórðu, og var bún kanske hörðust
af þeim öllum; voru þá hóparnir
farnir að fækka og ckki orðið eftir
nema um þúsund manns. —-
Alt til þessa höfðu hermennirnir,
eftir frásögnum blaðanna, aldrei
komið fram öðruvísi en innan um
hina hópana; aldrei fylkt sér til að
taka á móti lögreglunni, livað svo
sem tilfinningum þeirra leið. En
einhvernveginn hefir þessi kviðan
verð harðari en hinar fynri, eða
þeim hefir verið farið að sárna, sem
orðið h-afa fyrir bareflum aftur og
aftur.
Og nú fréttu lögreglumennirnir,
að 500 hermenn hafi safnast saman
á horninu á King og James strætum,
og væru að fá sér stauta og prik til
vopna.
Þá taka lögreglumennirnir það
ráð, að reyna að ginna hópinn her-
manna og borgara, sem með þeim
voru, inn milli James og Rupert St.
og ætluðu þeir að koma að þeim frá
þreim hliðum. Var það þjóðráð, ef
við óvinaflokka hefði verið að eiga.
En einhvernveginn urðu hermenn-
irnir þeirra varir, og sáu fljott gildr-
una, sem átti að teyma þá inn í. Þeir
voru því kyrrir, kölluðu til hinna
og iköstuðu nokkrum sendingum til
þeirra.
En lögreglumennirnir voru heitir
orðnir, og vildu fá enda á þessu. —
Þeir tóku því það ráð, að ganga of-
an i Aðalstrætið, og var þá fylkinB
þeirra svo breið, að hún fylti upp alt
strætið. er þeir áttu fáein skref
til hermannanna, þá námu þeir stað-
ar. Og horfðust þar hvorirtveggja í
augu. Eftir nokkra stund hörfuðu
lögreglumennirnir undan til James
St. Þcir siáu, að fylkingin var þunn,
og ef að hermennirnir brytu sér hlið
í gegn, mundi illa fara. Enda voru
nú hermennirnir loksins farnir að
búa sig til áhlaups. En p„ kom kall
til þeirra og litu þeir við og sáu
blika á riflaraðir við skin strætis-
lampanna. Þetta var 100. hersveitin.
Hún kom þarna með alvæpni frá
hermannabúðunum og nam staðar
þarna á orustuvellinum. Rétt á eftir
kom 184. hersveitin og nokkuð af
liinni 90. og 107. Þessar sveitir (Bat-
talions) fylktu svo allar á Main og
King strætum.
Nú gall herlúðurinn (bugle) við
hátt og skært til merkis um að fylkja
liðinu. Áður í slagnum höfðu for-
ingjarnir verið að kalla til hermann-
anna, meðan þeir voru innan um
borgarana og urðu með þeim að þola
barsmíð af bareflum lögreglumanna.
Þeir heyrðu þá ekki köll þeirra, —
enda var annað til að dreifa liuga
þeirra og þeir höfðu að eins hlegið
við. En nú gall henlúðurinn og var
sem titringur hljóðsins hrifi þá; og
hann gall í annað sinn. Það var bú-
ið — hóparnir fóru að tvístrast; her-
mennirnir fóru að ganga hver til
sveitar sinnar; hermenn þeir, sem
fylkt höfðu á strætinu, rufu fylk-
inguna og gengu þegjandi til félaga
sinna. Nokkrir stóðu eftir, sem væri
þeim erfitt að víkja. Þá gengur Col.
Glen Campbell fram í miðjan hóp-
inn þeirra, sem enn voru hikandi,
og segir um leið og hann snöri sér
til inanna sinna: “Ef að hér þarf
nokkuð að berjast, þá er það mitt að
gjöra það”. Siðan kallaði hann:
“Gangið í fylking.” (fall in).' Hver
cinasti maður gjörði sem hann bauð.
—INú var miðnætti komið.
En 20 minútum seinna komu I
Sírathcona riddararnir, ríðandi með
fylktu liði og höfðu sverð brugðin.
Tók fylking þeirra þvert yfir stræt-
ið. Ilrökk þá fólk alt af strætinu upp
á gangstéttirnar. — Uppþotið var
búið.
Á sunnudagsmorguninn voru allir
hermennirnir, sem lögreglan hafði
náð kveldinu áður -— eitthvað 40 —
seddir í hendur hermannavaldinu,
neina 8, og átti hermanmasveit (es-
cort) að fara með þá seinna.
En skömmu eftir hádegi söfnuð-
ust um 25 ungir menn í hermanna-
búningi saman á horni einu and-
spænis lögrcglustöðvunum, og voru
menn þessir frá ýmsum sveitum.
Var formaður lögreglunnar spurður,
hvað þeir væru að gjöra þarna. “ó,
það er bara af forvitni”, sagði hann.
En svo sáu foringjar tveir hóp
þenna, er þeir gengu um Aðalstræti,
og gengu til þeirra, til þess að vita,
hvað um væri að vera. Hermennirn-
ir sögðu þeim undir eins, að þeir
vildu fá þcssa fclaga sína, s\in eftir
væru, lausa tir höndum lögreglunn-
ar. En Aðalstrætið var fult af her-
mönnum, og tiilýii þeir óðara eftir
þessum litla hóp, sem þarna var og
því, að foringjarnir gengu til þeirra.
Varð þar óðara mannssöfnuður og
fóru einhverjir að kalla: “Látið þá
lausa!” Þá var það, að einhver tók
upp steinmola og fleygði ti! liig-
> p*)ustöðvanna. En nóg var þar af
múrsteinum á auðri lnislóð rétt bjá
og flöskur brotnar og heilar, og ís-
molar. Efnið var við hendina, og að-
ur en nokkurn varði dundi hríðin á
lögregliistöðvarnar, og stóðu þá
gluggarúður lítið fyrir, því að stein-
köstin fóru lengst inn í herbcrgin.
Kl. 3 e. m. kom sveit manna vopn-
uð og var fyrir henni Capt. Parker.
Stefndu þeir beint til lögreglustöðv-
anna til að sækja fangana, sem eftir
voru. Stöðvaðist þá steinkastið. En
brátt byrjaði það aftur, og koin iþá
steinn i eina ljóskúluna ofan við
innganginn að stöðvunum, og bráð-
lega voru hinar þrjár ljóskúlurnar
farnar sömu leið, og lirundu gler-
brotin yfir hermennina, sem voru
að sækja fangana. Hrökk þá stein-
moli í einn hermanninn, er molinn
kastaðist aftur frá steinvegg stöðv-
arinnar. Hann laut niður, greip mol-
ann upp, eins og hann ætlaði að
kasta honum aftur, en hugsaði sig
um og lét hann falla til jarðar; vildi
ekki kasta honum á félaga sina.
Greip þá einn hermannanna i liópn-
um, sem fyrir var, steininn, rétt fyr-
ir framan byssustingi hermannanna,
og lét hann fara í gegnum glugga
einn.
Litlu seinna komu þar Col. Gray,
Major llarris og Capt. Goddard, og
tóku tali foringja lögreglumanna.
Vildi Newton lögregluforingi eiga
við hermannahóp þann, sem þar var
úti og brotið liafði gluggana, og
sagði lögreglumenn sina óraga vera.
En Major Harris hélt taum manna
sinna og vildi kenna lögreglumönn-
um um rósturnar kveldið áður. En
Newton rann i skap.
Sneru þá foringjarnir sér að her-
mönnunum og vildu fá þá til að
hætta kastinu; en þeir báðu um
lausn félaga sinna. Þá segir Col.
Gray, að iþeir skuli fá inennina inn-
an fárra mínútna, ef að þeir fari nú
þegar þaðan og inn á Main St. En þá
var hörð hríð á lögreglustöðvarnar,
og fóru i henni seinustu gluggarnir.
Þá kom lögregluvagninn og tveir
lögreglumenn í honum, en Mr. Moore
keyrði. Lögreglumennirnir gátu rétt
skotist inn, en hurðin var ekki strax
opnuð fyrir Moore, og fékk hann
töluverða hríð, áður en hann komst
inn.
Loks voru fangarnir aflientir her-
mönnunum, sem komu að sækja þá.
Þeir voru 8 fangarnir, og tók sveitin
vopnaða við þeim, nema þremur,
sem hinn hópurinn náði til sín.
Reyndu þeir svo að ná þessum 5, en
varðsveitin snöri að þeim köldu stál
inu, og hættu þeir við.
Heimboð
Borgaranefnd 223. herdeildarinnar býður alla
Skandinava velkomna á
Scott Memorial Hall
MIDVIKUDAGINN 5. APRIL, Kl. 8 e. h.
til þess að mæta hermönnum 223. herdeildarinnar,
og skemta sér þar við söng og hljóðfæraslátt og
skemtilegar ræður.
Inngangur ókeypis og ókeypis veitingar.
GOD SAVE THE KING.
Enn þá einu sinni gjöra lögreglu-
mennirnir áhlaap.
Þegar vopnaða sveitin með fang-
ana var komin inn á Aðalstræti opn-
uðust dyrnar á lögreglustöðvunum,
og hlupu lögreglumennirnir þar út i
tveimur röðum með kylfur sínar i
höndum. önnur röðin sópaði öllum
af stræti þessu inn á Aðalstræti, en
hin alla leið niður að á. Voru þá
margir illa barðir, bæði borgarar og
stöku hermenn. Nokkrum hermönn-
um náðu þeir og tóku og hneptu i
fangelsi.
Safnaðist þá enn á ný allmikill
hópur af fólki, og vildi brjótast inn
á Rupert St. En þá kom flokkur
einn frá 179. herdeildinni, og voru
þeir vopnaðir. Þeir tóku sér stöðvar
á bak við hóp lögreglumannanna,
sem voru fylktir milli þeirra og Að-
alstrætis, og því nær hópunum, sem
þar voru að safnast. Gekk þá New-
ton fram fyrir lögreglumennina og
kallaði: “Bregðið kylfum, — hlaup-
ið á þá!” — Voru þá að eins fáeinir
hermenn, sem tóku á móti, og voru
þeir barðir niður. “Telegram” segir
þeir hafi barið einn mann fallinn.
Vildu þá sumir hermennirnir i 197.
hersveitinni, sem vopnaðir voru,
stökkva á lögreglumennina og koma
félögum sinum til hjálpar, en Capt.
Goddard skipaði þeim að vera kyrr-
um, og hlýddu þeir.
Á meðan á þessu stóð voru nokk- j
urir smábardagar á Rupert St. vest-
an við Aðalstræti.
En einnig meðan á þessu stóð
héldu hermannaforingjar og yfir-1
menn lögreglunnar fund með sér, og
gjörðist þá með þeim, að lögreglu- j
mennirnir skyldu bætta erfiði jiessu,!
en hermennirnir taka við, og skyldu 1
halda burtu af orustuvellinum. En |
undir eins og þeir voru búnir, sló í
dúna logn og var fullkominn friður
á kominn.
Á mánudaginn var réttur haldinn
yfir þeini, sem fangnir voru, og
voru ellefu borgarmenn sakaðir um
ór.óa á strætum borgarinnar og einn
þeirra um, að hafa komið hópunum
til að gjöra árás á lögreglustöðvarn-
ar.-----
— Mörg aukaatriði gjörðust, sem
vér ekki höfum getað greint frá, og
eru sum styrkjandi málstað her-
mannanna. Svo sem það, er ítalski
hermaðurinn var fyrst tekinn við
dyrnar á Imperial Hotel. Maður
nokkur stóð þar í næstu dyrmn, eða
svo, og sá hann liggja þar utan við
dyrnar, og komu þá hermenn tveir
gangandi, tóku sinn í hvorn hand-
legg honum og reistu hann upp, og
voru komnir af stað með hann. En
einhver hafði fónað lögreglunni af
hótelinu, og kom lögreglumaður
einn i þessum svifum, tók i lierðar
manninum, sem hermennirnir
leiddu, og sagði honum að korna
með sér. Eftir það Kom þar að kyn-
blendingur nokkur, og er hann sá
lögreglumanninn með hcrmanninn,
hrópaði hann heróp (war-whoop)
sitt, og þa var skriðan komin á stað,
— meira þurfti ekki. Allir, sem á
strætinu voru, fóru á stað, livort
sem það voru hermenn eða borgar-
ar, konur eða karlar.
------Þegar menn vilja nú reyna
að líta hlutlaust á þetta, þá sjá menn
fyrst, að lögreglan hefir gjört sem
henni var áður skipað af yfirstjórn
borgarinnar. Nema það sannist, að
hermennirnir hafi verið á leiðinni
með manninn í varðhald hermann-
anna. Hermennirnir vildu taka fé-
laga sinn, sem eðlilegt var. En hins
vcgar má dást að stillingu liermann-
anna framan af. Fjórum sinnum var
ráðist á þá með bareflum, og þó að
þeim hafi sinnast, sem flestum
myndi hafa orðið, þá taka þeir sig
ekki saman i hnapp til þess að mæta
þessum árásuni, og þegar þeir loks-
ins gjöra það, þá kemur I.ieut-Col.
Glen Campbell með sveit sína. Þeir
eru orðnir reiðir, svo að blóðið sýð-
ur í æðum þeirra. En þegar hcrlúð-
urinn er blásinn, þá vaknar skyldu-
lilfinningin og þeir ganga í sveitir
sínar; en hinir, sem enn þá hika
við, — þeir láta af reiðinni, þegar
I.t.-Col. Glen Gampbell kemur frain
drengilega og gegna honum tafar-
laust.
En svo eru sumir félagar þeirra
hneptir inni. En þeir vilja ekki yfir-
gefa þá. Væruð þér á vigvöllunum,
drengir, í óvinahöndum, hversu
munduð þér ekki vikna, ef að þér
sæjuð vini yðar koma hlaupandi
gegnum reyk og svælu skothylkj-
anna til að bjarga yður? Það er hin
fegursta tilfinning, sem þarna ríkir
í brjóstum þeirra, að bjarga félög-
um sínum, hvað sem það kostar.
Það er tilfinningin og hugmyndin,
sem veldur sigrinum. Ef að þessi
tilfinning væri ekki til í brjóstum
þeirra, þá mættu þeir eins vel fara
úr 'hermannafötunum og labba heini
og fara að plægja akrana eða moka
fjósin.
Og vér verðum að gtvta jiess, að
þetta eru mennirnir, sem fara i aðra
álfu og leggja í sölurnar líf sitt fyrir
okkur, sem heinia siíjum, til þess að
vér getum heinia setið við kjötkatl-
ana og dúnsængurnar. Leiðinda-
inenn ætlum vér alla þá, sem ekki
sjá þetta, hvort heldur það eru karl-
ar eða konur.
En liitt er ætlun vor, að æskileg-
ast hefði verið, að loka öllum veit-
ingahúsum í borginni og vinsölu-
búðum undir eins, og halda vörð
um, að enginn dropi yrði framar
seldur.
-----En svo er sjálft uppþotið.
Mörgum hefir þótt það voðalegt, ó-
heyrilegt, é>hafandi. En hugsun
inargra manna nær ekki út fyrir nef
þeirra. Það má ákaflega margt um
það segja á fleiri vegu. En lítum nú
á: Það eru brotnar rúður i einu
húsi; það eru högg tekin og gefin;
en eftir þvi, sein blöðin segja, hefir
enginn li.fi týnt. Ef að vér berum
þetta saman við óspektir kvenna á
Englandi, sem verið hafa að berjast
fyrir atkvæðisrétti, þá verður þetta
lítið hjá suinum slöguin þeirra. —
Þetta er nii alt. Og borgin er undir
hermannagæzlu og ætti líklega að
vera það fyrst um sinn. Það eru all-
margir, bæði konur og karlar, sem
heldur mundu treysta ungu drengj-
unum til að halda friði og spekt en
nokkrum öðrum.
Bréf til Pte. G. Howard.
Private G. Howard, Siglunes P.O.,
Man., á bréf frá Dom. stjórninni hjá
Stefáni Péturssyni, 696 Banning St.
!