Heimskringla - 06.04.1916, Síða 2

Heimskringla - 06.04.1916, Síða 2
BLS. 2 HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 6. APRÍL 1916. Undirstaða samvinnu- félaganna. Hluti af ræðu eftir Dr. T. N. Carver, prófessor í þjóðmegunarfræði við Harvard háskóla. (Jón Jónsson frá Sleðbrjót þijddi úr Nor West Farmer). Reglubundinn félagsskapur ætti að vera það sigur-orð, er réði stefnu komandi kynslóða. Sívaxandi svæði heimsmarkaðarins beinir þeirri kröfu til framleiðandans, að þörf se fyrir hann að stækka viðskiftasvæði sitt. Járnbrautir, símar og talþræðir hafa brotið niður þann múr, sem lokaði inni viðskifti smámarkað- anna. Nærri að segja hver maður getur nú átt viðskifti á alheims- markaðinum, eða að minsta kosti á mjög víðtæku markaðssvæði, og á þess kost, að taka þar þátt í sam- kepninni, ekki einungis* við ná- granna sína næstu, eins og áður, heldur einnig við önnur fylki, aðrar þjóðir, og við menn i öðrum heims- álfum. En til þess að beita áhnfum sínum á þessum víðtæka markaði, er lifsskilyrðið að reka stóra verzlun. En það er ofvaxið kröftum einstakl- ingsins. Hann verður því annað- hvort að vera háður “millimönn- uin”, sem geta verzlað í stórum stýl, eða hann verður að sameina krafta sína við aðra smáa framleiðendur, til þess að geta tekið þátt í verzlun í stórum stýl. Þetta félags fyrirkomu- lag, er samvinna í kaupskap, í sölu á afurðum, sem bóndinn framleiðir, og í lántökum og lánveitingum. Gömul og ný samvinnu-aðferð. Elzta og einfaldiasta samvinnu- aðferðin var sú, að vinna saman að heimaverkum. En þessi aðferð náði að eins til sérstakra verka, sem kröfðust meira vinnuafls en ein- staklingarnir voru færir um að afla sér, til dæmis við hveitislátt og þresking; þar skiftust nábúarnir á vinnu, lögðu saman í félag þann vinnukraft, er hver hafði yfir að ráða, og fylgdu til dæmis þreskivél- inni frá einum bónda til annars. — Þessi aðferð hefir tiðkast, síðan fyrst var byrjuð notkun þreskivéla. Pyrir þann tíma unnu menn í fé- lagsskap að því að færa heim bjálka- við, byggja hús, afhýða korn og fleira, sem samtök þyrfti við. Það var félagsskapur til að sameina vinnuafl smælingjanna, til að koma fram verki, sem einstaklingunum var ofvaxið . Ein af gjörbreytingum þeim, er orðið hafa í landbúnaði síðasta mannsaldur, er það, hve mikið meira fjármagn nú er notað við búnaðarstörfin til að reka þau. Samskyns breyting varð á verk- smiðju-iðnaði næsta mannsaldur- inn á undan. Það er nú svo margt, sem kröfur timans heimta af sveita- bóndanum, sem ofvaxið er fjár- magni einstaklingsins. Það er því sama nauðsynin nú, að bændurnir sameini fjármagn sitt sér til hags- muna, eins og það var fyrir manns- aldri síðan, að sameina vinnu- aflið. Sá, sem kynnir sér vel sögu sam- vinnufélaganna, og hin sterku og víðtæku áhrif þeirra, á þjóðmegan Norðurálfuþjóðanna, hann verður þess fljótt vis, að það er tiltölulega lítið um samvinnuna, eftir eldra sniðinu, þá aðferð að sameina vinnuaflið, frá hverjum einstökum. Aðalatriðið i samvinnufélagsskapn- um er nú, að láta vinna saman fjár- magn einstaklinganna, þannig, að nær ótölulegur fjöldi einstaklinga leggur saman fjármagn sitt, rmargir smáar upphæðir, til að koma í fram- kvæmd fyrirtækjum, sem leiða til stórra þjóðarhagsmuna, og jafnari velsæld einstaklinganna í þjóðfélag- inu. Hin stórvöxnu samvinnu-kaup- félög Englendinga ráða menn til verzlunarstarfa og borga þeim á sama hátt og önnur verzlunarfélög, í stað þess að hafa sameinaðan vinnu- kraft frá félagsmönnum. Samvinnu-verzlunarfélögin og al- menn htutafélög. Eg býst við, að margur spyrji: Hver er munur á þessum samvinnu- verzlunarfélögum og almennum hlutafélögum? Hin síðarnefndu eru líka samvinnufélög, mynduð af mönnum, sem sameina fjármagn sitt til ýmsra sérstakra fyrirtækja. Þetta er að sumu leyti rétt athugað. Það er sumt sameiginlegt í fyrir- komulagi beggja þessara tegunda af félagsskap. En það er líka að ,msu verulegu þýðingarmikill munur á þeim. Þau eru eins að því leyti, að þau sameina smátt fjármagn margra manna, til að afla sér starfsfjár, ráða menn til vinnu og borga þeim *aup, án þess að veita þeim nokkurn þátt í gróða félagsins, nema ef þeir eru hluthafar jafnframt þvi að vera starfsmenn félagsins. 1 stuttu máli: Þau hafa sömu aðferð til að afla sér stofnfjár, og sömu aðferð i ábyrgð- arfullum rekstri verzlunarinnar. En það eru sérstaklega þrjú þýðingar- mikil atriði, þar sem þau fylgja gagnstæðum reglum. Almenn hluta' félög veita hverjum hluthafa jafn mörg atkvæði á aðalfundum, eins og þeir eiga marga hluti í félaginu. En í samvinnu-verzlunarfélögum er árs- arðinum skift eftir hlutatölu félags- manna, svo arðurinn verður því meiri fyrir hvern, því fleiri sem hann á hlutina. 1 samvinnu-verzlun- arfélögunum, er arðinum í árslok skift á milli allra þeirra, er verzlað hafa á árinu við félagið. Hluteig- andinn, sem ekkert hefir verzlað við félagið, fær því engan hlut í árs- arðinum að eins fyrirfram ákveðna rentu af hlutafé sínu. S.á, sem á einn hlut í félaginu, en hefir verzlað við það um 1000 dollara virði, — hann fær hlut í ágóðanum, sem nemur því er kemur á hverja 1000 dollara. Sá hluthafi, sem verzlar aðeins upp á 100 dollara, hann fær að eins einn tiunda hluta af ágóðanum móts við þann, er verzlar upp á 1000 dollara, hvað marga hluti, sem hann á í fé- laginu. Hið þriðja, sem munar i verzlunar aðferð þessara félaga er það, ad samvinnu-verzlunarfélögin eru að- allega stofnuð til að hafa viðskifti við sína eigin félagsmenn; en al- menn hlutafélög aðallega til þess stofnuð, að skifta við þá, sem ekki eru þeirra félagsmenn. Það er oft vitnað í það, að almenn hlutaféiög séu arðvænleg gróða- stofnun fyrir þá, er leggja fé í þau, en í samvinnuifélögum hafi hluthaf- ar enga gróðavon. Þetta er nú að eins hálfur sannleikur. Það er í ströngum skilningi rétt. Samvinnu- félög eru ekki stofnuð til að veita félagsmönnum, sem hluthöfum, stór- gróða. En það er ætlunarverk sam- vinnuféJaga, að verzla sem mest við sína eigin hluthafa, og tilgangurinn er sá, að þeir, er verzla við félögin, hafi sem tneslan arð að verða má, af verzlun sinni. Til dæmis: sam- vinnufélags-verzlun í einhverri bygð er ekki ætluð til að koma hlutunum í verzluninni i hátt verð, að eins safnað hægt og hægt og skynsam- lega dálitluin varasjóði. En henni er ætlað það starfssvið, að auka eignir bændanna í bygðinni, með því að útvega þeim sem ódýrastar þær vör- ur, er þeir þur.fa að kaupa, og út vega þeim svo hátt verð, sem kostur er á fyrir búsafurðir þeirra. Almenn hlutafélög hafa þann til- gang, að margfalda hlutaféð, með því að verzla sem mest við utan- félagsmenn, og láta félagið græða á þeirra kostnað. Samvinnufélögin, að láta sína eigin meðlimi sitja fyrir allri verzlun, láta renna i þeirra vasa allan gróða félagsins. Eitt atkvæði hefir hver hluthafi. Það er fyrst og fremst tilfinninga- mál. Sú tilfinning vaknar við þá að- ferð, að það sé lýðveldis-hugsun i henni fólgin. Þetta er ef til vill ekki rétt skoðun, en ef það vekur meira traust fjöldans á sú skoðun rétt á sér. Það eru lang-oftast margir efna- litlir inenn, sem leggja í þessi félög, og það hefir góð áhrif, ef sú tilfinn- ing verður rótföst í huga þeirra, að þessi aðferð varni auðinönnum að kaupa svo og svo marga hluti í fé- laginu, og ráða í því lögum og lof- um, sem verða mundi, ef þeir ættu atkvæðisrétt fyrir hvern hlut. En aðal-kosturinn við þessa aðferð, að hver hluthafi eigi að eins eitt at- kvæði er sá, að með þvi er gjört fyr- ir, að sá, sem á marga hluti geti beitt áhrifum sínum til að beina starfi félagsins í þá átt, að borga sem hæstar rentur af hlutunum, en skeyta minna um, að viðskifta arð- urinn lendi hjá viðskiftamönnum. T. d. í sameignar smjörgjörðarhúsi geta efnamenn, sem hafa mjög fáar kýr, en eiga marga hluti í félaginu, beitt áhrifum sínum, ef þeir hefðu atkvæði fyrir hvern hlut, til þess að borga sem lægst fyrir smjörfitunj, en borga hluthöfum háar rentur. Við stofnun smjörgjörðarfélaga er þessi trygging afar nauðsynleg. þvi tilgangur slíkra félaga er að koma rjómanum í sem hæst verð fyrir viðskiftamenn. En ekki sá, að út- vega hluthöfum afarháar rentur af hlutafé sínu. Því eins og áður er tekið fram eiga samvinnufélög að vera stofnuð til að auðga bændurna, efla búnaðinn, en ekki til að hauga saman fé á fáar hendur. Nákvæm athugun gjörir það ljóst, að samvinnufélögin eru betur löguð en almennu hlutafélögin til að fram- kvæma ýmislegt. En almenn hluta- félög aftur betur löguð til ýmsra frainkvæmda (til dæmis til þess að skapa kraftmikla auðmenn). 1 öllum félögum er það heilbrigð félagsregla, að það fari saman, að sá ráði mestu um félagsmál, sem aflmestan stuðning veitir félaginu. Ef það er aðal-augnamið félagsins, að græða sein mest á viðskiftum við utanfélagsmenn, þá veitir sá félag- inu mest lið, er mest eykur höfuð- stólinn. Hann á því eftir réttum reglum þess félags, að ráða mestu um stefnu þess. En í samvinnufélög- ununi, þar sem fclagið skiftir mest við sína eigin félagsmenn, þar þarf íninni höfuðstól, þó til slíkrar verzl- unar þurfi meira fjárafl, en hver einstaklingur liefir yfir að ráða. -- Þar ríður aðallega á þvi, að fá scm mest viðskifti hjá félagsmönnum. Sá, sem mest skiftir við félagið, er þess mestur stuðningsmaður. Hann á því að hafa inestan haginn af fé- laginu og ráða mestu um fram- kvæmdir þess. Þetta giklir um öll samvinnufélög, hvort sem þau eru verzlunarfélög, kornsölufélög, smjör- gjörðarfélög cða félög til að selja búsafurðir. 1 öllum slíkum félögum er það viðskiftamaðurinn, sem eflir mest félagið, og á þvi rétt til að njóta arðsins af rekstri þess, og ráða sem mestu um störf þess og stefnu. Samvinnufélög eru eins mikið b.vgð á félagsleguin áhuga, og i*étt- um skilningi á þýðingu þeirra, eins og á fjárframlögum til þeirra. Þar, sem engin samvinnu-tilfinning er li-fandL þar þrifst engin samvinna. 1 samvinnufélögum er það aðal- atriðið, að félagsmenn hafi næma tilfinningu fyrir annara hag, ekki síður en eigin hag; að þeir séu viljugir til að sleppa stundarhagn- aði, til þess að tryggja framtiðar- hagnað sinn og annara, og leggja í sölurnar sinn eigin stundar-hagnað, ef með þarf, til að styðja að heill og hagnaði sveitar sinnar. Þeir, sem ekki hafa þessar tilfinningar, eru einskisverðir meðlimir til að byggja upp samvinnufélagsskap. — Samvinnufélagsmenn eiga ekkert að sælda saman við þá; því fyrri, sem þeir verða fjárþrota og þvælast burtu úr sveit sinni, því betra fyrir sveitina, því það getur verið von um, að fá betri menn í sæti þeirra aftur. Vöntun samtilfinningar um hag nábúa sinna er versti þröskuld- ur í vegi þroskunar og menningar landslýðsins. Á það er aldrei of mikil áherzla lögð. Sameiginteg tiltrú er mikilverð- asta atriðið í fjársparnaði í fram- kvæmdum, sem með öðrum orðum sagt, er að komast af með minni vinnukraft. Sameiginleg tiltrú er ekki allra nauðsynlegust í þeirri tiltrú, sem hún veitir í fjárhagsmál- um þjóðanna, og er hún þar þó afar nauðsynleg. En hún er ennþá nauð- synlegri í því, að byggja þann grund völl, sem fjárhagsbygging þjóðanna er bygð á, þar sem peningamarkað- urinn er hæsti turninn. Sameigin- leg tilfinning gjörir heldur ekki allra mesta gagnið, þegar tiltrú til stjórnarinnar hrindir áfram inik- ilsverðum málum, með góðri sam- vinnu stjórnar og þjóðar, og er hún þar þó til ómetanlegra hagsmuna, og það svo mikilla hagsmuna, að þeir, er bezt liafa rannsakað ]iað efni, telja léleg lög, sem framfylgt er með nákvæmni, reglusemi og ein- beittni, betri en góð lög, sem hik- andi er framfylgt, og stundum með ónákvæmni og rangindum. I fyrra atriðinu veit sá, er undir lögunum býr, ætíð á hverju hann á von, og getur hagað sér eftir því. I síðara atriðirlu veit hann aldrei hvers hann má vænta, né við hverju hann má búast. — Góð lög, sem illa og ó- réttvislega er framfylgt, eru því miklu verri en hin, sem framfylgt er með reglusemi og hlutdrægnis- laust; af því að réttlát framkvæmd laga, hvernig sem þau eru, vekur og viðheldur sameiginlogri tiltrú milli stjórnarinnar og þegnanna. En hver einstakur meðlimur þjóð- félagsins þarf miklu oftar að skifta við félaga sina og nábúa i þjóðfé- laginu, heldur en við stjórnina og peningamarkaðinn. Það er ekki ein- ungis að tölunni til, að viðskifti ein- staklingsins við samfélaga sína i þjóðfélagnu, eru miklu meiri en við stjórn og fjárvald, heldur eru þau einnig miklu þýðingarmeiri fyrir hvern einstakling. Það er því í þess- um ótölulegu skildu tilfinningum milli einstaklinganna, sem sameig- inleg tiltrú er allra nauðsynlegust; þar sem hana vantar, er öll fram- kvæmd í molum; þar sem hún er næg, verður öll framkvæmd léttari og kostar minna. Vöntun á tiltrú eykur erfiðleika. 1 bók nokkurri, er prófessor E. H. Ross hefir ritað um Kínverja, minn- ist hann á það, að i einhverjum hluta Kínaveldis verði eigendur hrísgrjóna akranna, að hafa varð- mann hverja nótt, til að verja akur- inn fyrir þjófum. Þetta er tilfinnan- legur kostnaður. Ef vér höfum aldrei haft af sliku að segja, getum vér naumast gjört okkur í hugarlund, hve mikinn kostnað og áhyggjur það sparaði, að geta sofið áhyggju- laus um, að arðurinn af vinnu vorri lenti ekki í þjófahöndum yfir nótt- ina. En áður en við vorkennum Kín- verjanum of mikið, hvað hann sé verr settur en vér, þá skulum vér athuga aðstöðu þess, er ræktar ald- ini og garðávexti umhverfis stór- borgirnar. Ef hann hefir eigi efni á, að halda varðmann, eða ef hann er svo óheppinn, að lögregUiþjónar séu ekki á því svæði, þá geta stórborga-ræningjarnir sópað greip- um um arðinn af vinnu hans. — Þetta er skaði ekki einungis fyrir þann, er framleiðir, heldur einnig fyrir þann, er kaupir það, er fram- leitt er. Það hækkar lífsnauðsynjar í verði. Eins er um þann, er elur sauðfé. Hann ]>arf að kosta til að vernda það fyrir hundum og úlfum, það hnekkir sauðfjárræktinni og hækkar lifskostnaðinn. Vér náum aldrei þeim þjóðarþroska, sem vér annars gætum, fyrr en vér höfum komið öllu í það horf, að sameigin- leg tiltrú verði svo mikil, að hver einstaklingur geti sofnað með þeirri tiltrú, að eignuin hans sé engin hætta búin. Sameiginleg tiltrú nábúa. En þó það sé áríðandi, að vita það og trúa því, að eignir manna séu óhultar fyrir þjófnaði og eyði- legging, þá er þó sameiginlegt traust og tiltrú milli nábúa mikhi nauðsynlegri, þvi tiltrúin hjálpar þeim til að vinna í félagi að sam- eiginlegum hagsmunum þeirra. Ein hin allra mesta hindrun samvinr.u er það, ef nábúa og sveitunga skort- ir tiltrú hver til annars. Sá, er þetta ritar„ hefir átt tal við mörg hundruð bænda um samvinnu framkvæmdir. Þeir hafa fáir verið, sem ekki hafa játað, að samvinna væri góð og nauðsynleg; en þegar eg hefi reynt að grafast eftir, hver væri orsök þess, að þeir tækju ekki þátt í sam- vinnu-félagsskap, þá hefir það oftast komið í Ijós, að það hefir verið fyr- ir skort á tiltrú á einhvern hátt. — Stundum hefir þessi skortur á til- trú komið af því, að þeir hafa ekki verið vissir um, á livern hátt bezt væri að byrja samvinnuna. Við er- um ætíð hræddir við, að kasta okk- ur í vatn, þangað til við kunnum sundtökin. Stundum er þessi vönt- un á tiltrú sprottin af varúð, og hún getur verið réttmæt, ef hún gengur ekki of langt. Oftast er þessi tor- trygni samt sprottin af óhagsýni og hreinu og beinu vantrausti á áreið- anleik og einlægni nábúa sinna og sveitunga. — Og þar sem svo er á- statt, að það vantraust er á rökum bygt, þar er starfsvið fyrir siðbóta- menn og trúboða, er bætt geti hugs- unarhátt lýðsins. Sá siðbótamaður, sem getur vakið tiltrú og samhug i hjörtum fjöldans, honum má líkja við vélfræðing, sem uppgötvar og framkvæmir þær endurbætur verk- véla, er spara bæði vinnu og tíma, og gjöra framkvæmd verksins á byggilegri. Ekkert er meiri vinnu- sparnaður en það, ef hægt er að vekja samhug nábúa til að vinna i félagi að sameiginleguin hagsmun- um þcirra, í stað þess að kasta steinum hver á annars götu. Það má líkja félagslífinu við verksmiðju- vél: ef einhverjir hlutar vélarinnar eru úr lagi gengnir, og vinna ekk- ert annað en berjast hver i annan, þá er vélin ónýt og mikið afl eyðist til einskis. Ekki er hægt að segja, að þessi bilun á vélinni leiði af sér siðspillandi áhrif; en i mannfélag- inu leiðir það til göfugri lífsstefnu, ef allir einstaklingarnir vinna í sam- ræmi hver við annan. Það er degin- um Ijósara, að samvinnufélög i sveitum, sem eru lifsskilyrði fyrir blómgun bændastéttarinnar, lifna ekki og þroskast, þó að við segjum hver við annan: “Við ætlum að hafa samvinnufélög”, ef það verða ekki nema orðin tóm. Samvinna getur aldrci blessast, nema með sameigin- lcgri liltrú, og sameiginleg tiltrú þrífst hvergi, nema hún sé bygð á áreiðanleik, og einlægum samhug þeirra, er saman ætla að vinna. Ef einhver sveit er þannig skip- uð, að hvers manns loforð er eins trygt og þó áreiðanlegt veð væri; ef treysta má hverjum einstakling til að inna trúlega af hendi þau félags- störf, sem miða til að lyfta sveit- inni á hærra stig, ef hver og einn sveitarmaður finnur til stolts af því, að sjá sveitina sína blómgast, og vinnur af þeim einlæga hug, að vera góður þegn ríkis þess, er hann býr í, og ef sanihugur og samtilfinning er milli allra sveitarmanna, — þar eru samvinnu-skilyrði. 1 hverri sveit, sem ástæðurnar væru svona, þar væri ekki torvelt að koma í framkvæmd félagslegri samvinnu, því þesar framantöldu dygðir eru sá lífsvökvi, er viðheldur lífsafli samvinnufélaganna. Búnaðarrit Islands. — Eftir JónEinarsson. Þrátt fyrir alt orða-bjástrið og þjóðræknis-fálm okkar Vestur-lslend inga, allan kærleiks-áhugann og þátt-tökuna í nútíðar, en sérstaklega framtíðarheillum ættþjóðar okkar austan hafsins, eru þeir furðanlega fáir Landarnir hér, sem láta rækt sína ná svo langt, að þeir gjörist fé- ngar þess fyrirtækis í landi þar, sem óefað hefir tekið að sér eitt hið, eða hið allra þarfasta og heillarík- asta málefni landsins til yfirvegun- ar og ráðdeililegrar meðferðar. Eg á hér við Rúnaðarfélag íslands. Þvi er svo vel farið þessu tækifæri Vestur-lslendinga, að vera með í þörfustu félagsráðdeildunum á ætt- jörðunni, að það krefur eiginlcga engra útláta, sem teljandi eru: Lifs- tiðartillagið, eitt skifti fyrir alt, er innan við $3.00, eða var það þegar eg greiddi aðgangseyrir minn. Væri þetta stórræði nú að eins helbert út- gjald oig ekkert i aðra hönd, mætti segja, að það borgaði sig ekki, að kasta fé sínu út í veður og vind, þar sem ekki sé svo mikið sem rentu von í aðra röðina fyrir greiðanda. Lát- um nú svo vera, að ekkert væri unn- ið við þessa félagsveru fyrir greið- anda, og að hann minkaði um þcssa þrjá dali starfs- eða velti-sjóð sinn fyrir eigin gróðamál, — ÞÁ kynni þetta “geypi” gjald, að vera til ær- innar styrktar fyrir okkar ‘heitt- elskuðu ættbræður og systur á ‘gamla landinuV Og mætti búast við, að flestir, að minsta kosti þeir, er mest blása um þjóðrækt, væru með í félagsgjöldunum lægstu og þör'f- ustu fyrir sérhag þeirra, er þeir unna svo heitt. I þessu landi er auð- vitað margt hugðnæmt unt að fá fyrir þessa þriggja dala upphæð; en hér, frá félagi þessu, er meira í aðra liönd, ineiri ágóði en af flest- um öðrum kaupum af líkri upphæð. Undanfarin ár hafa rit félagsins flutt ótal ritgjörðir um helztu málin, er islenzkan búnað snerta; fjölda- margar af þeim ágætlcga ritaðar; og margar bendingar og leiðbeining- ar hafa verið þannig vaxnar, að þær kæmu jafnt að notum hér í landi sem þar. Á margt er þar drepið, sem bændur yfirleitt þurfa endilega að vita, en Jiekkja ekki vegna skorts á löngun eða framtakssemi til að lesa rit þau, er að gagni mega koma í hinum ýmsu greinum landbúnaðar- ins. , Búnaðarritið kemur út í heftum, og er árgangur hver all-stórt bindi í mjög þægilegu broti. I’rágangur all ur er góður, málið íslenzka, stíllinn alþýðlegur. Ritari félagsins er síra Guðmundur Ilelgason í Reykjavík, og geta menn sent honum gjöld sín, er í félagið vildu ganga. Því miður komst það fyrir vissar ástæður eða af flokkaríg eða ein- hverju öðru óákveðnu inn í trúmál íslendinga fyrir all-l'jngu síðan, að allur búfræðis-lærdómur íslendinga væri vist meðal til þess, að slíkir lærdómsmenn yrðu lélegri bændur en flestir aðrir, yrðu svo sem að sjálfsögðu mislukkaðir inenn í all- flestu. Eg skal láta ódeilt um það, hvort mikil eða nokkur ástæða var til, fyrrum, að sú skoðun yrði til og jafn almenn og hún varð á íslandi og hefir verið hér í landi til þessa á meðal Islendinga. Hitt er mér vel kunnugt um, að í Búnaðarrit íslands rita býsna margir, sem sjáanlega eru þaul-“lærðir” í fræðum sinum, og, það sem æfinlega varðar mestu, — eru praktiskir og varkárir í bend- ingum sínum og tillögum. Á hinn bóginn get eg ekki borið á móti því, að eg hefi lesið í þessu tímariti einstöku ritgjörðir eftir menn, sem hafa “lært” önnur efni, og hafa því meiri átrúnaðar að vænta, þrátt fyrir það, þótt sumar þær ritgjörðir hafi virzt bera með sér talsverða vanþekkingu á umrit- uðu efni, t. a. m. í byggingalistinni. Þvi miður bendir flest á, að tillög- urnar þær hinar betri frá búfræö- ingunum þjóti sem vindur um eyru almennings, og þótt allir viti, hvað- an sá vindblær kemur, sé erfitt að sanna hvert hann fer. Þó hafa ráð þessara manna verið tekin alvarlega til greina í stöku stöðum, og óefað eru bændur þar í landi, nokkuð víða, farnir að íhuga málsástæður sínar betur en áður var. Til stuðningslegrar bendingar við víkjandi þvi, er hér segir, skal g drepa lauslega á efni það, sem 2. hefti áf 30. árgangi tímaritsins hefir meðferðis. Það er rétt nýkomið, og hefi eg ekki enn haft tíma til ,að lesa það til hlýtar sem skyldi. Fyrsta ritgjörðin er: Vm kgnbætur hesta eftir Sigurð Sigurðsson. Hér í landi eru margir gamlir og góðir hestamenn, að forn- um hætti, sem landnemar vestan hafsins, og trúi eg naumast, að þeir gætu lesið þessa ritgjörð, án þess að finnast þeir græða á henni, bæði skemtun, fróðleik og praktiska þekk- ingu á umræðuefninu. Ritgjörðin er 46 bl. Sérlega skilmerkilega, remb- ingslaust og skýrlega rituð. 1. kaflinn er Vm uppruna hests- ins. Og segir þar fróðlega frá ýms- um atriðum og rannsóknum, er flest- um bændum munu ókunnar að öðr- um hætti. 2. kaflinn: Hvaðan eru hestarnir okkar kgnjaðir? Má fyllilega segja hið sama um þenna kafla sem hinn fyrsta, að hann sé einkar hugðnæm- ur til aflesturs og á hinn bóginn næsta fræðandi. Og má enn færa sama dóm y.fir 3 kaflann: Ilcstaræktin á Sögu- .Hestaræktin i Dan- Norsku hestarnir.- öldinni; 4. kaflann: mörku; og 5. kaflann: Þá kemur enn 6. kaflinn: Ifestaræktin á síðari hluta nitjándu aldar. Því miður er mönnum, sem alist hafa upp á fslandi, kunnugt um, að höf. segir þar rétt frá um meðferð hesta á íslendi, þótt hann fari skamt út í efnið það. Meðferð hesta á ís- landi, “þarfasta þjónsins” í landinu, liefir of alment verið landsmönnum til stórrar vanvirðu yfirleitt, og ó- efað synd, — ef synd er til. En lítið eitt mun sú meðferð vera á batavegi á ýmsum stöðum, og er það vel farið 7. kaflinn er uin kgnbóta sam- þgktirnar. Er hann að vísu frá rit- arans hendi einnig skýr og fróðleg- ur. En margt er þar drepið á sem tiðkast þar nú og talið er kynbóta- kent, sem ekki mundi þykja eiga heima við þá merkingu hér i bú- fræðiskröfunum, og sein óefað stendur eða er nauðsynlegt að standi til bóta. ýkki er hér rúm til að ræða um þenna kafla sem skyldi, en drepa mætti að eins á örfá atriði með sem fæstum orðum. Sein stendur eru átta kgnbótafé- lög á íslandi. Og eru þau deild-skift í Reiðhestadeild og Akhestadeild. Að öðru leyti eru ekki ætt-flokkar sjáanlega aðgreindir, og ekki sjáan- legt, að enn sé nema nokkurs konar handahófs-val á kynbóta ætUforeldr- um, og lítið eða ekkert tillit tekið til aðalatriðisins: kostafestunnar í ættinni að ofan frá (pedigree). Eng- ar ættartölur enn til í landinu, sem nefna má. Þetta atriði er svo þýð- ingarmikið, að hér i landi og víðar eru graðhestar án ættfræðisskýrslu ekki viðteknir (registeraðir), sem leyfanlegir til undaneldis fyrir borg- un; og það er fult útlit fyrir, að bráðlega verði engum eiganda leyft að brúka slíka fola, hversu marga kosti, sem þeir hafa til að bera að öðru leyti, fyrir stóðhryssur, er þeir sjálfir eiga. Ef til vill hefir verið farið full-langt í þvi á Islandi, að leggja næstum aðaláherzlu á lit hest- anna, sem vitanlega er ekki þýð- ingar mesta aðalatriðið; en það get- ur verið hagfræðis-atriði vegna sölugildis og smekkatriði, þegar um notagildi er að ræða. 8. kaflinn: Umbóta viðleilnin. — Það er sjáanlegt af þessum kafla, að öll þessi átta hestaræktarfélög lands- ins eru sérstæð sýslu- eða héraðs- félög. “Árið 1907 var að tilhlutun sýslunefndarinnar í Skagafjarðar- sýslu stofnað hestakgnbótabú í Skagafirði”, með styrk frá sýslunni, og hefir það bú óefað að ýmsu leyti verið fyrirmynd eftir ritgjörðinni að dæma; en því miður var svo lít- il rækt lögð við það af bændum, að “það lagðist niður árið 1912” og var það illa farið. Mjög einkennileg aðferð myndi það þykja hér í landi til hrossa- umbóta, að geyma graðhesta á af- girtu svæði og láta hryssur ganga þar sjálfala með þeim; fjöldinn ó- (Framhald á 3. bls.)

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.