Heimskringla - 06.04.1916, Page 3
WINNIPEG, 6. APRIL 1916.
HEIMSKRINGLA
BLS. 3
Auka þægindi fyrir heimilið
Bezta tegund af tei eyðilegst, ef loft eða vökvi kemst að þvi.
Gömlu blý-umbúðirnar voru góðar. En það er með þetta
eins og annað, — það kemur annað betra i stað þess, sem á
undan hefir gengið. Þykkur pappi, ugglaus gegn vætu og
ryki, og loftheldur, fterir þér nú heim
BLUE RIBBON
TEA
alveg í bezta lagi. Ytri umbúðir úr bezta “Cartridge” papp-
ír gjöra umbúðirnar ennþá ugglausari. Með þessum unibúð-
um getur ekki teið tapað krafti eða skemst.
Þú þekkir BLUE RIBBON TE. Það bezta á markaðnum.
Athugaðuu nýju umbúðirnar; -— fyrirtaks Te í fyrirtaks um-
búðum.
Búnaðarrit Islands.
(Framhald frá 2. bls.).
ákveðinn, að mér skilst. Eg skal
engan dóm leggja á þetta atriði, en
benda vil eg síðar á aðferð líkari
því, er hér tíðkast og í Bandaríkj-
unum, og væri ef til vill að minsta
kosti óhætt að gjöra tilraun með þá
aðferð í huganum í einu eða fleiri
héruðum.
aðaleignin, og þykir hagsmál fyrir
ráðdeilinn eiganda.
9. kaflinn: Ilvað þarf að gjöra?
Þessi kafli er ýmsar góðar bending-
ar frá höfundi, og væri nú vert fyr-
ir íslenzka bændur, að taka þær
verklega til greina. Vill höf., sem
eðlilegt er, aðskilja hestakynin sér,
— rækta reiðhesta, en ekki i graut
við áburðar- eða akhryssi. Þetta
atriði ættu allir bændur að skilja og
ekki láta sér koma til hugar að
brúka þessa óliku flokka á vixl til
hinnar sömu notkunar.
Búnaðarfélag íslands ætti að sjálf-
sögðu að fá með ljúfu eins mikinn
fjárstyrk til búnaðar umbóta á ýms-
an hátt, úr landssjóði, og sanngjarnt
er að búast við, að landið geti hag-
fræðislega lagt til. Mér þykir fyrir
að verða að drepa á, að fé, af lands-
ins eign, hefir verið óráðdeilt til
bifreiða innleiðslu í landið. Ekki
af því, að eg hafi orð að segja gegn
bifreiðunum sjálfum né igætilegri
notkun þeirra (sem sjaldgæf er, að
minsta kosti hér í landi). En enn
sem komið er er bifreiða-eignin ein-
göngu bundin við efnaðri flokks-
parta þjóðarinnar, og þá af fátækari
flokknum, sem vilja alt leggja í söl-
urnar til þess að “sýnast” partur af
"æðri” flokknum. Einstöku menn
kaupa þessi flutningsáhöld til þess
að selja öðrum flutningstök á vissu
svæði landsins. Þetta fólk ætti því
að borga livern einasta eyri sjálft
fyrir vélar sínar. En landssjóður að
greiða bifreiðastyrkinn — eða sem
honum nemur — i búnaðarsjóðinn
til kynbóta á hrossum eða öðruni
búpeningi í landinu. Og alj)ingi ætti
að gjöra mikið meira í þessa átt fyr-
ir búnaðarfélagið, þó ekki væri
nema til að “afplána” fyrir þessa
stóru yfirsjón sína og aðrar fleiri,
ef nokkrar eru, í fjárlögum seinni
tíðar.
Búnaðarfélag íslands gæti, ef fé
væri fyrir hendi, keypt útlenda
kynbótafola og hryssur, eða fola að
eins, og leigt þá sýslum eða hrepp-
um, eða selt þá (eða leigt í byrjun)
hlutafélögum, sem innkaupanlega
þeim félögum eða sýslum eftir samn-
ingum, en gegn tryggu veði, á ineðan
hrossið eða hrossin eru búnaðarfél.
eign. Þeir, sem ábyrgðarlegir eru
fyrir verðgildi kynbótahrossa, hefðu
þá leyfi til að selja notkun þessara
fola, hverjum sem óska kynni, þó
svo, að gætt sé þess, að ofbjóða eigi
folanum. Hér í landi er það talið
arðsamt fyrirtæki, að kaupa kyn-
bótáfola (sem oft eru í geypi-háu
verði), og fara um bygðir með þá
og lána þá þannig fyrir borgun, sem
nú er býsna almenn hér $15.00 fyr-
ir hverja hryssu. Oft mynda nokkr-
ir menn félag sín á milli (syndi-
cate) til að kaupa og eiga verðmæta
fola, láta ferðast með þá um bygðir
yfir sumarið og selja notkun þeirra,
sem óður er sagt. Ekki eru silíkir
eigendur fremur menn af Iþeim
flokki, er sjálfir eiga margar hryss-
ur, heldur eru það og æði-oft menn
eða maður, sem þessi eini hestur er
Um stærð hestanna gjörir og höf.
ýmsar bendingar til umbóta, og
þótt eg yfirleitt felli mig vel við til-
lögur hans, ]>á samt get eg ekki al-
gjörlega verið á hans máli með það,
að heppilegast sé að stækka hest-
ana með úrvali að eins. Auðvitað
er inögulegt og gæti að sumu leyti
verið .bezt, að stækka hestakynið
þannig, — ef ekkert liggur á, og
engir sem nú lifa eru bráðlátir i að
geta átt kost á að nota stærri hesta
en nú tíðkast, en vinna að eins fyrir
eftirkomendur. — Hættan við inn-
flutning ýmsra nýrra sjúkdóma með
aðkeyptum kynbóta-hrossum vex
mér litt í augum. Þótt íslonzka smá-
hesta-kynið sé ef til vill flestum
kynjum þoilnara og heilsubetra, ef
til vill nokkuð vegna þolvenju við
langvarandi vonda meðferð um
margg ættliði, — ]>á sýnist naumast
nú á tíma isjárvert að fá hross úr
öðrum löndum, þaðan sem betur er
með þau farið, og mér vitanlega
verður það ekki oft að tjóni hér í
landi, ef laga og kringumstæða er
gætt og varkárni er brúkuð. En ekki
þarf að ætla sér, að bjóða hestakynj-
um, sem í marga ættliði hafa notið
állra-beztu meðferðar, söinu viðbúð
og innlendu hestunum. Enda ætti
sem allra fyrst að komast á stór-
gjörð breyting á þessari illnotkun í
landinu. Loftslags- og sérstarfs-þol
græðist og nýjum kynjum að nokk-
uru með ættlið hverjum í landi
sínu.
Eg hefi fyrir mér margfalda
reynslu annara liér i landi, og eigin
reynd í smáum stil að því, hve fljót-
legt er að stækka hrossakyn með
því einu, að nota stærri fola, og veit
eleki til að það mislukkist, þegar
gætni er viðhöfð, og stærðarniu-
inn á foreldrunum ekki of geypileg-
ur.
“Þegar velja á hest til undaneldis
eða kynbóta, skal þess gætt, að
hann sé hraustur, gallaiaus og af
góðu kyni”, segir höf. Sé þessa gætt
í vali útlendra kynbóta-hrossa, —
mundi áhættan býsna litil, og um
leið væri hægt að velja hross ná-
kvæmlega rétt vaxin til þeirra starfa
er afkomendurnir væru ætlaðir til.
Væri þá bæði stierðin og vaxtarlag
— hvorttveggja í senn — áunnið ó
skammri tíð. Ekki er mér kunnugt
um, að ráð sé gjört fyrir því meðal
hestaræktarmanna, að óvíst sé það,
hvort folinn eða hryssan hafi meiri
áhrif á afkvæmið. Hér í landi mun
það eindreigið álit, að stærð og önn-
ur gæði sé meira háð föðurnum, —
séu báðar ættir jafn kyngamlar, ætt-
festar.
121DOMINION BANK
Hornl Notre Dome og Sherbrooke
Street.
HSfnllatAn nppb_______ ...„ $6.000,000
VaraajOOur ............... $7,000.000 • |
Allar elKnlr..............$78,000,000
Vér óskum eftlr vltisklftum ver*-
lunarmanna og ábyrgjumst ab gefa
þelm fullnœgju. Sparisjóbsdelld vor
er sú stærsta sem nokkur bankl haf-
ir i borglnnl.
lbúendur þessa hluta borgarlnnar
óska ab sklfta vlð stofnum sem þelr
vita ab er algerlega trygs. Nafn
vort er fulltrygglng óhlutlelka.
ByrjiS sparl Innlegg fyrlr sjálfa
ytiur, konu og börn.
W. M. HAMILTON, RáðsmaSur
PHONB GARRY 3450
10. kaflinn: Vegurinn að tak■
markinu. Flest i þessari grein er
heppilegt og sumt bráðnauðsynlegt
til eftirbreytni. Ekki get eg þó séð
á ritgjörðinni neitt, er bendir á,
hvernig eða eftir hverjum reglum
dæmt er gildi fyrir verðlaun á sýn-
ingum. Ht-r í landi og annarsstaðar
eru dómar þeir feldir samkvæmt
viðteknum reglum, og eftir ákveðn-
um giidismerkjum, eða “points”,
sem það er kallað hér, og að við-
Iögðu hcildargildi (general confor-
mity). Tel eg vist, að þetta “system”
sé aðalreglan á lslandi lika. Hitt vit-
anlega væri ekki nóg, að dómari
væri alment álitinn “góður hesta-
inaður”, hafa vit á hestum eins og
kallað er hversdagslega. Hann verð-
I ur að hafa viðurkenningu frá ein-
hverjum búnaðarskóla, sem útlærð-
ur í þessari vissu grein, — æfður i
henni.
Sem sagt: Öll þessi ritgjörð er
einkar ljóst og vel rituð, og gæti
verið stórkostlega mikils virði fyrir
landið, ef eftir henni væri breytt.
Enp eru í hefti þessu ritgjörðir
“Um liagrými fyrir kýr og hversu
þær rækta fóður sitt”, “Hrútasýn-
ingar”, “Frá rannsóknastofunni”,
“Athugascmdir um fóðureiningar",
og “Frumvarp til laga fyrir hrossa-
ræktarfclag”. — Allar þessur rit-
gjörðir eru þarfar mjög, vel ritaðar
og skýrar, og sumar ágætar.
Hcfti þetta, eins og undanfarnir
árgangar, er þörf eign, ekki ein-
ungis fyrir bændur á íslandi, held-
ur og fyrir bændur í Kanada; því
í sumum greinum eru skilyrðin fyr-
ir arðvænum búnaði nákvæmlega
hin sömu i þessum fjarlægu lönd-
um, í öðrum svipuð og í fáeinum at-
riðum með öllu ólík. íslenzkir bænd-
ur og búhneigðir menn og konur i
þessu landi, ættu að kaupa ritið. —
Þeir, sem álíta alla íslenzka búfræð-
inga sem hálfvita, ættu líka að fá
ritið að láni (ef Jieir vilja ekki verja
fé í að kaupa það), og reka ofan í
sjálfa sig þetta skakka álit með
lestri ritgjörðanna.
Ferð um Miðríkin.
(Niðurlag).
Á leiðinni varð mér oft litið fram-
an i sáru mennina úti á ganginum.
Mér og konu minn i þótti ókaflega
leitt, að þeir skyldu þurfa að standa
þar, liklega í fimm klukkutima. Loks
spurði eg tæknirinn: “Eru þetta
sárir menn?” Læknirinn svaraði,
stuttur í spuna og án þess að lita
upp úr blaðinu: “Það veit eg ekki”.
Eg reiddist af þcssum hrottaskap
mannsins og sagði, að eg og kon-
an mín vildum gjarnan lofa þeim
að sitja í ökkar sæti, ef þeir væru
sárir, og það þó við væruin ekki
þýzk, heldur hollenzk. Læknirinn
virtist skilja sneiðina; en hann lét
ekki standa á sér og sagði: “Ef
þeir eru sárir, J>á verður séð um
þá”. Við buðum svo mönnunum
inn til okkar og gáfum þeim vindla
og ávexti, og áttum við þá langa
viðræðu. Komumst við J>á að raun
um, að mikill fjöldi hermann hefir
nú fengið nóg af ófriðnum. Þessir
rnenn formæltu líka stórmennunum.
Dýrt og vonl.
Næsta dag héldum við til Mun-
chen. Þegar einn af samferðamönn-
um okkar heyrði, að við værum frá
Hollandi, sagði liann: “Svo þið er-
uð fró Hollandi, þaðan sem við fá-
um alt feitmetið og kjötið”.
í Munchen voru allir hlutir dýrir
og vondir; maturinn var sviðinn, í
honuin eru önnur efni en venja er
til. 1 brauðinu er auðsjáanlega mik-
ið af kartöflumjöli. Eg gaf þar 2
mörk fyrir máltíð, sem ekki kostaði
nema 1 mark. ölið hefir stigið í
verði um 40 prósent, og er þó miklu
verra en áður. Eggin kosta 18—20
aura stykkið. í Munchen sáum við
fyrst brauðkortin; við fengum
brauðkort hjá veitingaþjónum, 175
grömm af brauði hvort okkar. Út
á þetta kort gátum við fengið 5 smá
brauð. Menn þekkja smábrauðin
þýzku. En þessi brauð voru sérstak-
lega lítil; Jiau voru varla stærri en
5 marka peningur. Við áttum tal við
veitingastúlku á gistihúsinu. Hún
kvartaði um, hvað alt væri dýrt og
lítið til af öllu. Henni fórust orð á
þessa leið:
“Ferðafólk cins og J>ið skeytið
ekkert um J>að, hvort J>ið þurfið að
borga meira eða minna á gistiliús-
unum; ef þið fáið ekki nóg, þá fáið
þið ykkur annan skamt og einn til,
þangað til þið eruð södd. En um
okkur er öðru máli að gegna. Það
er slæmt, að verðið er svona hátt,
en verra er þó, að J>að er ekki hægt
að fá það, sem við þurfum. Nú fæ
eg mjög sjaldan brauð. Eg á að fá
dálítið stærri skamt af brauði af
því eg vinn, en gestirnir taka það
frá okkur. Það er oft, að geslir
koma inn, ián þess að hafa brauð-
kort. Ef þeir panta eitthvað, sen:
eta á með brauði, þá getum við
neitað að koma með það. Svona
eru reglurnar. En i reyndinni er
þessu hagað öðruvisi. Ef að ge.-.t-
gjafinn kemst að J>ví, að við veit-
ingastúlkurnar eigum eitthvað ótek-
ið út á brauðkortin okkar og höfum
ekki látið gestina fá það, þá er okk-
ur sagt upp vistinni. Gestgjafinn
tekur stundum jafnvel af okkur
brauðkortin á morgnana og lætur(
okkur fá J>að, sem honum sýnist.
í Munchen og grend heyrði eg
menn oft spyrja: “Um hvað er bar-
ist?” og þar heyrði eg Englandi for-
mælt meira en annarsstaðar.
/ Vínarborg.
Frá Munchen héldum við til Vin-
arborgar. Engir sporbrautarvagnar
eða önnur flutningstæki voru hjá
járnbrautarstöðinni. Eitthvað fimm
eða sex vagnar liöfðu verið hjá
stöðinni, þegar lestin kom, en far-
þegar, sem urðu á undan okkur náðu
i þá. Loks komumst við upp i eld-
gamlan fólksflutningsvagn, en urð-
um J>ó að ganga nokkurn hluta af
leiðinni til gistihússins. Þar var
okkur sagt, að skortur hefði verið á
vögnum í borginni frá [>ví ófriður-
inn hófst. Á friðartimum eru 4000
sjálfmælivagnar (taxicabs) í borg-
inni, en nú voru ekki eftir nema
100. Fargjabl með þeim er geysi-
hátt. Götuljósin eru mjög bágborin.
Við komum til Vínarborgar, J>eg-
ar herferðin til Serbíu stóð sem
hæst. Þvi ber ekki að neita, að
menn gjörðu sér góðar vonir um
hana. Blöðin gjörðu sér far um ,að
lýsa, hve mikill hagur væri að því,
að siglingar byrjuðu aftur eftir
Dóná og að samband næðist við
Tyrkland. Ilver maður þvi nær
sagði. að nú mundi koma gnægð af
kornvörum og hermönnum (mili-
ónir Tyrkja) og ennfremur, að leit-
að mundi á Englendinga við Suez-
skurðinn. Það virtist svo, sem ver-
ið væri að telja almenningi trú um,
að ófriðurinn stæði ekki nema tvo
til þrjá rnánuði úr J>essu. England
væri nú lífið og sálin í styrjöldinni,
og ef hægt væri, að hitta það i
hjartastað (Suez-skurðinn), J>á yrðu
Bretar fúsir til friðar.
í Vínarborg sá eg kvenfólk vinna
allskonar erfiðisvinnu, og J>ær
stýrðu sporvögnum og sópuðu göt-
urnar. Yfirleitt virtist þó lifið í borg-
inni ganga sinn vanagang. Leikhús-
in voru troðfull, en auðvitað bar
l>ar mest á kvenfólkinu. Fremur fá-
ir bera sorgarbúning. Þegar maður
er í leikhúsi, verður það ekki séð á
áhorfendunum að ófriður standi
yfir.
Matur er dýr og lítill. Smjör kost-
ar kr. 3.75 pundið, svínafeiti kr.
6.75, gæsafeiti 5.20. Miðdegisverð-
ur handa tvemur með einni flösku
af Rínarvíni kostaði 13 kr., og þó
fengum við svo ldtið að við urðum
að tveim klukkutimum liðnum að fá
okkur fáein stykki af snvurðu brauði
með laxi og svinakjöti í ofanálag
fyrir kr. 3.75 og tvo bolla af kaffi.
/ Budapest.
Frá Vínarborg fórum við eina
dagleið i bil út í sveit. Það kostaði
250 kr. Á þeirri leið sáum við inarg-
ar lestir fullar af nýliðum. Hingað
og þangað sáum við hertekna menn
rússneska. Voru þeir látnir gjöra
við járnbrautirnar. 1 Budapest
leigðum við okkur einn vagn. öku-
maðurinn var ungverskur, en talaði
þýzku. Eg sagði við hann, að mér
þætti hesturinn hans ákaflega mag-
ur — hann var ekki annað en skin-
in beinin — og spurði, hvort hann
mundi lifa til næsta dags. ökumað-
urinn tók þá að barma sér yfir dýr-
tiðinni. “Hesturinn minn”, mælti
hann, “er nvesti kostagripur, en það
er ekki við góðu að búast, þegar
klárinn fær ekkert að éta”.
Eg sá, að á vagnhjólunum höfðu
verið togleðurhringir, en þeir voru
slitnir upp til agna. ökumaðurinn
kvað ekki hægt að fá nýja hringi,
neina fyrir geypiverð, eða jafnvel
að þeir væru ófáanlegir. Hann taldi
sig heppinn að hafa fengið að halda
hestinum, þvi flestallir hestar i
borginni hefðu verið teknir handa
hernum.
Þenna dag voru flögg dregin á
stöng í borginni, og spurði eg öku-
manninn, hverju það sætti. “Það
iuá hamingjan vita, við kváðum
hafa unnið sigur, en guð má vita,
hvor.t J>að er satt”.
Á Ieiðinni frá Budapest til Vínar
urðum við samferða manni, sem
vann á hermálaskrifstofunni í Aust-
urríki. Talið barst að Belgiu. Hann
kvað það beimskulegt og glæpsam-
legt athæfi af Albert konungi, að
verða ekki við sanngjörnum kröfum
Þjóðverja um að fara með her yfir
landið.
A’t þaS sem búið er til úr hveiti,
er bezt úr
‘.V’í3
ÞAÐ VANTAR MENN TIL
Að læra
Automobile, Gas Tractor I5n 1
bezta Gas-véla skóla í Canada.
í>aÓ tekur ekki nema fáar vikur
aó læra. Okkar nemendum er
fullkcmlega kent aíS höndla og
gjöra við, Automobile, — Auto
Trucks, Gas Tractors, Stationary
og Marine vélar. Okkar ókeypis
verk veitandi skrlfstofa hjálpar
þér að fá atvinnu fyrir frá $50
til $125 á mánufti sem Chauffeur
Jitney Driver, Tractor Engineer
etSa mechanic. Komit5 et5a skrif-
iö eftir ókeypis Catalogue.
tlinn nýji Gas Engine Skóli vor
er nú tekinn til starfa í Regina.
Hemphills Motor School
<(43 Mnin St. Wlnnipeg
Að læra rakara iðn
Gott kaup borga5 yfir allan ken-
slu tímann. Áhöld ókeypis, aS-
eins fáar vikur nau5synlegar til
aó læra. Atvinna útvegu5 þegar
nemandi útskrifast á $15 upp í
$30 á viku eöa vió hjálpum þér
a5 byrja rakara stofu sjálfum
og gefum þér tækifæri til atJ
borga fyrir áhöld og þess háttar
fyrir lítió eitt á mánuöi. I>a5
eru svo hundrut5um skiftir af
plássum þar sem þörf er fyrir
rakara. Komdu og sjá?5u elsta
og stæósta rakara skóla í Can-
i ada. Vara?5u þig fölsurum.---
SkrifaÓu eftir ljómandi fallegri
ókeypis skrá.
Hemphills Barber College
Cor. KiiigSt. nnd Paclfic Avenue
WINNIPEG.
I útibú í Regina Saskatchewan.
Á leiðinni heim kom eg við i
Dresden og þar varð eg i fyrsta
og eina skiftið saddur af miðdegis-
verðinum á allri ferðinni. En auð-
vitað varð eg að greiða hátt verð
fyrir þann málsverð. Þar hitti eg
hollenzkan tóbakssaia og spurði
hann, hvcrj.im augum hann lit: á
hafnbann I'reta.
“Þó að það nái ekki fullkomlega
tilgangi 'ínitm, þá gttur ástandið
ekki verið verra en það er”, svaraði
hann.
í Leipzig var ástandið eins og í
öðrum bongum, sem við koinum til.
Þar varð eg fyrst var við, að Þjóð-
verjar notuðu slæma vélaoliu. Það
virtist ekki hægt, að koma vögnun-
um af stað með henni, og þess
vegna hefir ökumaðurinn jafnan
með sér benzín á flösku, til þess að
koma vagninum af stað. Eg varð
var við þetta enn betur í Benlin og
Hamborg. 1 Leipzig voru notaðir
viðarhringir á vagnhjólum 1 stað
togleðurhringja.
Við stóðuin við í Berlin i fjóra
daga. í stórri búð sá eg auglýsingu
um, að ekki væri hægt að binda uin
böggla, því að seglgarn væri ekki
til, og ennfremur, að ekki væri hægt,
að senda böggla heim til manna,
vegna þess, að sendisveina vantaði.
Konur stýra þar sporvögnum,
bæði ofan- og neðanjarðar, og eg sá
20—30 konur vera að grafa járn-!
brautargöng undir Friedrichstrasse.
Kunningjakona konunnar minnar
sagði henni, að hrísgrjón hefðu kost-1
að 90 au. pd. og nú væru þau ófáan-j
leg, og sömuleiðis baunir.
1 Hamborg mátti sjá einna greini-
legast, að landið átti i ófriði. Engin
umferð var um höfnina, né við hana.
Vöruflutningar um borgina voru!
alveg hættir. Yfirleitt var þar lítið
til af öllu og dýrt það sem til var. j
Landar minir i borginni sögðu mér,
að borgarbúar væru vondaufir. í
Bremen og Hannover var ástandið
engu betra. Menn óskuðu, að styrj'-;
öldin yrði á enda kljáð sein fyrst og|
kvörtuðu almént yfir dýrtíðinni. í
kvikmyndaleikhúsi voru sýndar!
myndir af keisaranum og krón-
prinsinum og Austurríkiskeisara, en
áhorfendur létu sér fátt um finnast.
Eg koin til Munster. Þar var eg
gagnkunnugur. Mikil breyting var
orðin á borgarbúnm frá þvi í fyrra.!
Einn af kunningjum mínum skrif-
aði mér i fyrra meðal annars: “1
næstu viku tökum við Calais”. Nú
spurði hann mig áhyggjufullur:
“Hvenær verður styrjöldinni lokið?”
Ályktunarorð.
Eg dreg þá ályktun af þvi sem eg
hefi séð i þessari ferð, að mikill
hluti verkalýðsins í Miðrikjunum
svelti og að fjárhagurinn sé slæmur
og fari versnandi með degi hverjum.
Þjóðin er að missa kjarkinn. Menn
eru farnir að spyrja: “Hvað græð-
um við á þessum sigurvinningum?
Við vinnum sigur á hverjum degi,
en ekkert batnar hagur ökkar neitt
við það, heldur þveröfugt”. Eg er
sannfærður um, að Þýzkaland og
Austurríki verða undir í þessari
styrjöld, hvort heldur á málið er lit-
ið frá hernaðarlegu eða fjárhagslegu
sjónarmiði, ef bandamenn berjast
eins og þeir eru menn til.
— (Vísir).
Hugarflug.
Eftir Þorstein M. Borgfjörð.
Ferðist jni um hulda heima
Hröðum andans vængjum á,
Þar sem sótir gullnar geyma
Geislabrotin stór og smá,
Ótal milión milíón augu
Mæta þinni a n d a n s sjón,
I ómælandi bjarma baugum
Blika kringum alvalds trón.
Þar andans kröfur eru stærri,
Ástand betra og meira Ijós;
Sálar augun sjá þvi skjærri
Sólarblóm á ungri rós.
/ einum stað á e i n u m hnetti
Andinn má ei haldast við,
Lifinu því lögmál setti
Lifsins faðir: hærra mið.
Að verða andi i alhcims straumi,
Alveg laus við hlekki’ og bönd,
Og í vökii’ en ekki draumi
Lygja marga gullna rönd
Þar við bláu sólna setur,
Sjá um höf og m e g i n lönd,
Og ráða eilif rúna letur,
Er rituð stunda af drottins hönd.
* * # *
Aths.—Lagið: “Last Rose of Sum-
mer. Þarf að tvitaka eitt orð í visu
hverri, sem er sett með gisnu letri.
223rd Canadian
Scandinavian
Overseas Battalion
Lieut.-Col. Albrechtsen O.C.
HEADQUARTERS: 1004 Union Trust 8ldg., Winnipeg
Æðri og lægri foringjar og hermenn verða Scandinavar.
Skrifið yður í hana.
Sveitina vantar hermenn.