Heimskringla - 06.04.1916, Síða 4

Heimskringla - 06.04.1916, Síða 4
BLS. 4. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 6. APRIL 1916. HELMSKHINGLA (Stofnuff 1SS6) Keraur út á hverjum Fimtudegl. Útgefendur og eigendur: TIIK VIKING l'HKSS, LTD. Ver? biatSsins í Canada og Bandaríkjun- um $2.00 um árið (fyrirfram borgab). Sent til íslands $2.00 (fyrirfram borgab). Allar borganír sendist rábsmanní blab- sins. Póst eba banka ávísanir stýlist til. The Viking Press, Ltd. M. J. SKAPTASON, Ritstjóri H. B. SKAPTASON, Rábsmabur Skrifstofa: 729 SHRRBROOKK STREET., WIXSIPEG, I’.O. Boi 3171 Taisíml Garry 4110 Bending til lesendanna. —o— Út af deilumálum Lögbergs og Heimskringlu viljum vér benda mönnum á greinina eftir Mr. Árna Sveinsson i Argyle, sem prentuð var i seinasta blaði. Hann skrifar um þetta mál með skynsemd og stillingu; og það er því meira var- ið í orð hans, sem hann er öllum lslendingum kunnur að því, að hann er ekki bundinn á klafa nokkurs flokks eða nokkurs manns. Hann hefir æfinlega verið öllum óháður og æfinlega fylgt fram sannfæfingu sinni frjálst og einarð- lega. Hann óttast engan mann og engan flokk. Hann er eindreginn vínbannsmaður. Óbeðið, óumtalað sedi hann grein þessa, og oss er eng- inn efi á því, að orð hans nú muni mikilsmet- in, sem oft áður. Vér segjum þetta ekki af því, að vér séum að flýja undir skjöld hans, heldur af því að vér erum honum þakklátir fyrir grein- ina og glaðir yfir því, að hann lítur á má'lið líkum augum og vér. -----o------ Heimsóknin. --O-- Seinni part laugardagsins var bar það til, að sendinefnd frá Goodtemplarastúkunum Heklu og Skuld kom að finna ritstjóra Heimskringlu. Það var búið að spyrja oss, hvenær hentugur tími væri að koma og vér búnir að ákveða það. Svo komu þeir, sem sendir voru, fjórir saman, þeir: Guðmundur Sigurjónsson glímukappi, ólafur S. Thorgeirsson konsúll Dana, Árni Sig- urðsson leikari og Guðmundur Johnson prent- ari. Mr. Guðmundur Sigurjónsson hafði orð fyrir þeim. Vér höfum ekkert að setja út á framkomu manna þessara. Þeir voru allir kur- teisir og stiltir. En það var erindið, sem oss var furða mikil. Erindi þeirra var, að fá að vita nafn manns- ins, sem skrifaði greinina í Heimskringlu 16. inarz: “Til Stórtemplars”, með nafninu “Good- templari” undir. Þetta sýnist nú í fyrstu vera ofboð saklaust; en þegar litið er til þess, að hér er um trúnaðarmál að tala, að maðurinn, sem skrifaði greinina, treysti ])ví, að vér myndum þegja yfir nafninu þangað til hann gæfi leyfi til að opinbera það, — þá snýr má'I- ið nokkuð öðruvísi við. Hann treystir dreng- skap vorum, og, ef að vér hefðum brugðist hon- um, þá hefðum vér verið ódrengur og óheiðar- legur maður. En heilar stúkur bindindismanna, sjálfir musteris-riddararnir, samþyktu þarna að senda nefnd manna til þess, að fá oss til þess að svíkja kunningja vorn, eða mann þann, sem hafði trúað oss fyrir þessu — (“to make us squeal”, sem Enskir segja). — Vér ætluðum f ekki að trúa vorum eigin eyrum. Vér horfð- | um frá einum til annars; en þeim var öllum alvara. Þeir tóku það vist sem sjálfsagt, að vér myndum undireins gefa upp nafnið. Og það var því verra, að öll stúkan (eða stúkurnar) hafði enga hugmynd um, hvað ærlegheit voru. Ærlegheitin voru stúkunum sem kínverska eða arabiska. Þeir þektu ekki þetta. — Eru þetta virkilega afkomendur manna, sem heldur vildu lifið láta, en reynast ódrengir? Er þetta hinn íslenzki arfur, sem þeir flytja með sér hingað til lands? Lítil furða, þó að þeir vilji tung- unni halda og ekki við Enska blandast-Eru þetta kennngar hins nýja postula þeirra, post- ula friðarins og kærleikans, sem á að umskapa heiminn? Þeir töluðu um, að greinarhöfundurinn hefði brotið lög Goodtemplara og þyrfti að fá liegningu fyrir. Það kom oss ekki vitundar-ögn við. En vér ætlum mann þenna vera betri Goodtemplara en nokkurn þeirra, og langt yfir J)á hafinn, og svo langt frá að hann leggi þung- an dóm á þá, að það vantar stórmikið til. Og það, að ala hina ungu, uppvaxandi ls- lendinga hér, konur sem karia, upp með þess- um hugmyndum um það, að standa ekki við loforð sín og telja þau einskisvirði, — að venja þau við, að bregðast og svíkja vini sina, það er svo einkennilega þýzk hugmynd, að það er eins og hún sé komin frá mönnum, sem hafa tekið það eftir Þjóðverjum, að svíkja orð og eiða, og níðast á vinum sínum, ef að svo horfir við, — ef að “nokkuð er í því”. Það er sorg- legt að vita þetta, sorglegt, að þeir menn skuli ráða í stúkunum, sem þessu halda fram. — Á sliku og þvílíku má ekki liggja, því að þetta verður stórum hóp manna til bölvunar. Það er nóg til af þessu og alt of mikið; það veit hver einasti maður, sem nokkuð er mannlifinu kunnugur; hann sér og reynir þetta dags dag- lega í kringum sig. Vér vildum óska, að stúk- urnar og allir íslendingar hyrfu frá stefnu þess- ari. Og ef að línur þessar yrðu til þess, þá tök- um vér fúslega á herðar vorar alla J)á óþökk, sem vér vitum að af J)ví leiðir, að benda mönn- um á J)etta. Ærlegheitin eiga að vera fijrst cn ekki síð- ast í lestinni! ------o------ Jakobína Klúbbarnir. —o—- Þeir voru á Frakklandi á dögum stjórnar- byltingarinnar miklu fyrir meira en 100 ár- um. Það voru leynifélög i fyrstu og börðust fyrir frelsinu á móti óstjórn og yfirgangi hinna æðri stétta. Enginn maður, sem nokkuð þekk- ir til mannkynssögunnar, er ófróður um J)á. — Þeir voru í París, og kölluðu félagsmenn sig “Jakobins”, eða seinna “Sauscoulottes” eða “Rauðkolla”, því þeir einkendu sig með rauð- um skotthúfum. En brátt varð félag þetta æs- ingafélag og þaðan komu mennirnir, sem byltu um stjórninni á Frakklandi og slátruðu mönn- um þéim, er voru á móti þeim. Voru þá skelf- ingar á Frakklandi, og var enginn maður ó- hultur um sig. öxin var alblóðug frá morgni til kvelds; konum og börnum var slátrað eins og karlmönnum. Þeir Robispierre, Marat, Just, Collot de Herbois og Santerre komu þaðan, og fjöldi þeirra og annara morðvarga fóru um alt Frakkland, og drógu þeir menn úr sængum sin- um til að höggva þá, skjóta eða drekkja. En í Jakobína klúbbunum í París var lægsti skríll- inn i borginni og óþokkamenn, sem komið höfðu utan úr sVeitum. Það var því ekki við að búast, að þaðan kæmi gott, þegar fram í sótti; og þó að málefnið væri göfugt í fyrstu, J)á fór svo að störf J)eirra hafa verið til hryll- ingar og skelfingar og viðvörunar öllum heimi í meira en hundrað ár. Vér erum ekki að segja það, að slíkir klúbb- ar séu hér meðal vor Islendinga, eða Robes- pierrar eða Marats. En eitt og annað er það nú að koma fyrir, sem veldur óhug manan á Goodtemplara-stúkunum, og er leitt, því að þær hafa barist fyrir góðu má'lefni, og vér vitum að fjöldi manna í þeim eru beztu menn og konur. En nú er sem óöld sé þar upp komin, og er ljósasti votturinn um það, að einhver elzti og bezti Goodtemplarinn í stúkunni Heklu neydd- ist til að segja af sér öllum störfum eða em- bættum í stúkunni af óánægju yfir framferði stúkunnar. Þetta er maðurinn, sem borið hefir stúkuna á herðum sinum í 25 ár, hinn heiðar- legasti maður af öllum Goodtemplurum, — maðurinn, sem æfinlega kemur fram sem hinn hreinasti snyrtimaður og er virtur og elskaður /af öllum, eins þó að það séu menn andstæðir honum í fleirum eða færri skoðunum. Það er Mr. Bergsveinn Long, sem vér hér eigum við. Þetta er bautasteinn, sem stúkan hefði ekki átt að reisa sér, og of seint munu Goodtempl- arar sjá, að þeir hafa fengið kött í bólið bjarn- ar, þar sem Bergsveinn er farinn. En vanþakk- lætið við manninn, sem stúkan og bindindis- félögin ciga alt gott upp að unna, er svo yfir- gnæfandi, að oss skyldi eigi furða, þó að ilt færi á eftir. — Og annað: leynifélögin hafa sjaldan reynst blessunarrík til lengdar. ------o------ Strtfskostnaður Bretaveldis. —o— Hvernig eða hvenær geta Bretar borgað allan stríðskostnaðinn? Geta þeir það nokkurn- tíma? Þannig spyr margur maðurinn. Geta þeir nokkurntíma borgað allar þessar voðalegu skuldir, sem eru svo voðalegar, að mannsheil- inn er ekki fær um að grípa það, eða gjöra sér hugmynd um það. Því að ætlað er á, að þegar stríðinu er lokið, verði skuldin komin upp í $10,000,000,000, eða tíu bilíónir, sem er sama og tíu þúsund milíónir. Af því yrðu rentur og afborgun 600 milíónir dollara á ári. Með því að kalla inn auðinn, segja nú fjölda margir hagfræðingar, geta þeir bórgað þetta; og þeir fara einlægt fjölgandi, sem segja þetta. Skuldirnar geta menn borgað, þó að miklar séu, á tveimur eða þremur árum, með því að taka peningana þar sem þeir eru til, með því að láta hvern J)ann, sem nokkuð á, borga sinn hluta, þá má sópa J)eim öllum burtu, eða að svo miklu leyti, sem menn vilja. Þetta þarf svo að borgast hvort sem er, og öllu því, sem óum- flýjanlegt er, því er bezt að afljúka sem a-Ilra Tyrst. Það yrðu náttúrlega og óumflýjanlega mikl- ar umkvartanir og margir J)eir, sem nú lifa í auði og a'llsnægtum og neita sér ekki um nokk- urn hlut, sem hugur þerra hégómagirni og flónska heimta, — þeir yrðu að fara að spara, yrðu að fara að vinna; þeir, sem í leti hafa legið, yrðu að breyta öllum venjum, skemtun- um og lifnaðarháttum sinum. En mikill fjöldi þeirra, eða menn og konur með viti, myndu komast að því að þetta væri þeim margfalt holl- ara og betra, þó að það kunni að verða hart á þeim fyrstu mánuðina. En þetta yrði að ganga jafnt yfir alla, æðri sem lægri. Peningarnir eru eyddir og tapaðir, og þjóðm öll, Bretaþjóð, er Orðin fátækari sem því svar- ar, sem eytt hefir verið í stríðinu. Eina, aðal- spurningin er um það, hvað hver skuli bera, og hvort hepplegra sé, að borga þessa voðalegu rentu á hverju ári, — eða J)á að sópa skuld- inni burtu á tveimur eða J)remur árum. Hvað mikið þyrfti að leggja fram af öllum hinum samansafnaða auði Breta er. enn sem komið er ómögulegt að segja. En J)að eitt er víst, að Bretar myndu standa á tveim fótum eftir sem áður. Að sópa skuldinni burtu á tveimur eða Jjreimir árum hefir ákaflega mikla þýðingu. Fyrst og fremst yrði hver einasti borgari ríkisins stoltur af J)ví, — J)að sýndi svo mikla karlmensku og svo mikinn drengskap. Það væri svo eftirminnileg aðvörun og áminn- ing til óvna Breta á komandi tímum; og þriðja, — hinar vanalegu tekjur og tekjugreinar ríkis- ins væru óskertar og störf öll gætu haldið á- fram sem áður, eins og ekkert hefði í skori :t. Rudyard Kipling hefir komið með aðra uppástungu, en J)að er, að safna fénu með sain- skotum, og gefa aðalstign þeim, sem mest legðu til. — Svo hefir H. G. Wells, skáldið og sögu- höfundurinn ritað um þetta, og byrjar g! ein sú í næsta blaði. -----o------ Akærurnar á hermálaráðgjafa Canada. —o--- Sir Sam Hughes, hermálaráðgjafi Canada, hefir nú verið á Englandi og Frakklandi. En heima í Ottawa hafa Liberalar hlaðið á hann sökum: Að hann hafi verið meðsekur í ótil- hlýðilegum samningum við verksmiðjumenn um skotfæra- og vopnasmíðar. Þingmaður einn af flokki Liberala, bar á hann þungar sak- ir: að hann hefði gjört samninga vði þá Alli- son, Joakum og Lignanti, sem hefðu verið ó- hæfilega háir. Þingmaður þessi var Mr. Ivyte," og las hann upp skjal á þingi með samningum þessum. Nú greip Laurier tækifærið og hleypti af stað öllum Liberal þingmönnum, að gjöra harða hríð á stjórnina, og hafa þeir víst talið sér sigurinn visan, og heimtuðu rannsókn. Mr. Borden brást þannig við, að hann hét J)ví undir eins, að setja konunglega rannsókn- arnefnd í málið og skyldi engum hllíft. Vor-u siðan kvaddir i rannsóknarnefndina: Sir Wil- liam Meredith, chief justice of Ontario, og Hon. Justice Duff, of the Supreme Court. Kon- servatívar greiddu undir eins atkvæði með rannsókninni á þinginu. En þegar Laurier og Liberalar sáu, hvernig málin gengu, þá fór þeim ekki að litast á blikuna. Þeir höfðu hald- ið, að stjórnarflokkurinn myndi berjast á moci allri rannsókn og fella hana með atkvæða- greiðslu, og svo vildu þeir kjósa nefndina a. þinginil, og ætluðu að fá þarna fyrirtaks kosn- inganesti. Þeir fóru því að spyrna á móti og foringi þeirra þó mest af öllum. Og svo þegar fram í sótti fór það að kvisast, að samningarn- ir, sem Kyte las upp, voru allir falskir, höfðu aldrei verið skritaoir eða gjörðir af mönnum þessum. En Sir Robert Borden sendi óðara skeyti til Englands til General Sir Sam Hughes, og bað hann að koma að standa fyrir máli sínu, og var hann fús á þaö. Einhverja fleiri samninga voru þeir að saka stjórnina um. En þegar svona fór um aðal- sakargiftina, þá fór að verða lítið háld í hin- um, og stórsjá Liberalar nú, að sagt er, eftir öllu saman, og vildu nú miklu heldur hafa þag- að. — En nú eru dómarar seztir á röikstóla, og General Hughes er á leiðinni til Canada, og verður þetta fram að ganga. Þykir Borden hafa vaxið ákaflega af þessu, og er nú vegur hans miklu meiri en áður. -----o------ Hon. Robert Rogers. Það glumdi heilmikið i Liberölum um, að Hon. Robert Rogers væri riðinn við mútumál- in í Saskatchewan. Þingmaðurinn í Wadena, Mr. H. C. Pierce, talaði mikið um “stuttan, digr- an mann”, sem hefði ætlað að leggja til 500,000 dollara eða hálfa milíón, til að niúta þingmönn- unum, og átti það að hafa verið Mr. Rogers. En nú kemur það upp, að þessi “stutti, digri mað- ur” er alt annar maður en Mr. Rogers. Sjálfur er Pierce sakborinn um mútur, sem hann hafi þegið, og margt annað. En svo var annar maður, leynispæjari frá Thiel-félaginu, sem átti að hafa fundið Mr. Rodgers og tatað við hann og keyrði svo í vagni Mr. Roblins. Þetta gekk um tíma fjöllum hærra, — en — þegar til kemur er hvert ein- asta orð lýgi frá upphafi til enda. -----o------ Það hafa verið að koma fyrirspurnir um það, hvort vér séum að fara frá Heimskringlu, úr ýmsum áttum, frá vinum vorum. Vér vit- um ekkert um það, og enginn af stjórnendum blaðsins, og enginn eigandi þess veit nokkuð um það. Það er kanske ráðlegt, að spyrja Lög- berg um það; þeir Lögbergingar kunna að vita meira um þetta en vér. Hvers vegna Egyptar eru Bretum tryggir. Það eru einstöku menn, sem eru að blása um það, að Bretar séu svo dlaþokkaðir um heiminn. Heilar jijóðirnar eiga að hafa skömm á 'oeim eða hata þá. En þessir men i þekkja vanalega litið til málanna. og J)á er, eins og æfinlega er, að þeir, sem minsta liafa Jiekkinguna, blása mest um það, sem þeir kunna ekki grein á. Og svo er um þetta. Þess vegna setjum vér hér skoðun soldánsins á Egyptalandi, Hussein Kamel, um Breta, og hugarþel það, sem Egyptar bera til þeirra. Fréttaritari einn ameríkanskur kom til soldánsins nýlega og fékk að tala við hann. Soldáninn segir: Eg hefi aldrei komið til Ameríku, en eg þekki Ame- ríkumenn. Eg hefi hitt þá hér og hvar um alla Evrópu, og marga þeirra hefi eg séð á Egyptalandi. Mér falla þeir vel í geð og hin frjáls- lega framkoma þeirra, og eg dáist að framkvæmdum þeirra og þraut- seigju. Af þeim hæfileikum höfum vér aldrei of mikið hér á Egypta- landi. — Þvi lengur, sem þér dveljið hér á Egyptalandi, því meir munuð þér elska landið. Það mun heilla yð- ur og töfra, svo að þér sjáið, hve feikna mikið auðmagn er í landinu fólgið. Eru það einkum 4 hlutir, er gjöra Egyptaland að hinu blessunar- ríkasta landi undir sólunni: Einn þeirra er áin Níl, annað er hiii sí- skínandi sól, þriðja er hinn undur- frjósami jarðvegur og hið fjórða eru hinir sistarfandi bændur vorir (fel- lahin). Bændurnir (fellahin) eru einstak- ir og þeir vinna með náttúrunni til þess að hún Ijúki upp og útbýti fjár- sjóðum sínum og gjöri alt landið auðugt. Þegar eg var að eins Hussein prins og bjó á landi úti sem landeig- andi, þá lét eg mér mikið ant um bændurna og varði bæði fé og tíma til þess að reyna að bæta kjör þeirra. Enn þá myndi eg kjósa það freinur öllu öðru, að vera aReins Hussein prins. Og þó að eg sé nú soldán orð- inn, þá hefi eg tekið þessa stöðu af því ég fann það skyldu mína, að neita ekki kallinu, sem til mín kom, að taka við tign þessari, ef að eg með því gæti hjálpað til að bæta kjör bændanna og landsins, sem eg elska svo mjög, miklu meira en eig- inn hag minn eða velferð. Það hefir oltið á ýmsu fyrir mér, mælti hann. Eg var útlægur um tíma. En eg hefi aldrei fárast yfir J)ví, en borið það með ró og stillingu. Með- an eg var að eins Husein prins, þá var eg miklu frjálsari og ánægðari. Eg hafði þá engar þessar byrðar að bera, sem aldrei ætla enda að taka, eða áhyggjur og ábyrgð, sem nú hvílir á mér. En þegar Tyrkir fóru í stríðið, þá gat eg ekki skorast und- an kvöðinni. Hvernig gat eg, sem konungborinn maður, af ætt Múha- mets Ali, staðið hjá og neitað að vinna skyldu mína, neítað að reyna að varna því, að eyðilagðar yrðu allar tilraunir að endurskapa alt Egyptaland og egyptzka þjóð, sem hinn nafnkunni faðir minn hafði byrjað?. Áður en Múhamet Ali kom til sögunnar, voru yfirráð Tyrkja yfir Egyptum landi og þjóð ,til stór- kostlegrar bölvunar. Eins og yfirráð þeirra ætíð hafa reynst, hvaða þjóð sem þeir hafa náð valdi yfir. Litum á löndin Rúmaníu, Grikkland og Búlgaríu og berum þau saman við Tyrkland. Og þó að þau séu íátæk, þá stingur samt feykilega í stúf, þeg- ar þau eru borin saman við Tyrkja- löndin. Til þess að gjöra það, þú þarf ekki annað en fara með járn- brautinni frá Vínarborg til Mikla- garðs. Menn fara þá í gegnum Ung- arn, Serbiu og Búlgariu, sem öll hafa brotið af sér ánauðarok Tyrkja. Og á þeirri leið geta menn séð rikar og skrautlegar borgir, blómgandi akra, snotur bændabýli, þó að smá séu og fólkið farsælt og glaðlegt. Óbeit Egypta á Tyrkjum. En þegar kemur yfir landamærin inn á Tyrkland, þú fara menn undir eins að sjá muninn, í óþrifunum og saurnum, óræktuðum ökrum og ljótum hiisum og lélegum; suin af þeim þannig gjörð, að þau eru sleg- in saman og þakin af tinplötum úr oliukönnuin og öðrum blikkplötum. Ef að menn fara frá Alexandríu á Egyptalandi til Smyrna í löndum Tyrkja í Litlu-Asiu, þá geta menn séð feykilegan mun á þessum borg- um. Og vissulega eru Þjóðverjar viti sínu firtir, ef að þeir i alvöru trúa þvi, að Egyptar muni taka þvi feg- ins hendi, að ganga undir Tyrki aft- ur; eða að vér munum taka þeim sem frelsurum, Þjóðverjunum, þeg- ar þeir koma með söfnuð alls J)ess óþjóðalýðs, sem þeir hafa saman dregið til að ráðast á oss. Þýzku blöðin segja reyndar, að Egyptar vilji sárfegnir losast við Englend- inga, síðan þeir slógu vernd sinni yfir landið, og að alt landið sé sund- urgrafið af uppreistaranda, og hver einasti Múhametstrúar-maður muni taka með fögnuði liersveitum tyrk- neska kalifans. Bretar eru blessun Egypla. En þetta er raunar það bezta fyrir okkur, að Þjóðverjar villi þannig um, bæði fyrir sjálfum sér og Tyrkj- um. Því að það rekur þá áfram og flýtir fyrir falli þeirra. En af því, að þér eruð fréttaritari eins af stór- blöðum Ameríku, þá er eg fús til að láta i ljósi, að Egyptar skoða Eng- lendinga sem vini sina og verndar- menn. Vér hefðum nú verið glatað- ir, ef Bretar hefðu ekki komið oss til hjálpar. Á undanförnum árum og Enn í dag hafa Englendingar verið til blessunar fyrir Egypta, og það gleður huga minn að vita um alt sem þeir hafa gjört til þess að verja landið fyrir árásum ómildra þjóða. Og eg er einnig viss um, að þessar varnir duga. Engin þjóð getur brotið þær niður. Og þér getið verið vissir um, að sökum nýlendueigna sinna muni Bretar i það ítrasta verja Suez skurð- inn og Egyptaland. Þeir munu ekki sjá í neitt til að gjöra það svo að dugi. Þér þurfið ekki annað en að sjá herlið Breta á Egyptalandi, og hugsa yður, hvaðan þeir hermenn komu (frá Ástralíu), til þess að sjá, hve traustum böndum Bretaveldi er reyrt og samanbundið. Og þegar Bretar, að stríðinu mikla loknu, eru búnir að sýna það, að þeir með kostnaði miklum á mönnum og fé, geta haldið hinu afarstóra Breta- veldi saman, þá er lítill efi á því, að þeir munu telja Suez skurðinn og Egyptaland sér nauðsynlegra, en nokkru sinni áður. Og eg hefði aldrei tekið við sol- dáns tigninni undir vernd Breta, hefði eg ekki verið trúr meðhalds- maður þeirra og samhuga þessari voldugu, frjálslyndu þjóð. Og sann- arlega er eg glaður að vinna með þeim, að andlegum, siðferðislegum og efnalegum framförum þjóðar minnar. Eg er búinn að læra það af langri reynslu, að Englendingar eru sannir vinir þjóðar minnar og ættar. 0r bréfi til Hkr. Foam Lake, 28. marz 1916. Ef J)ú hefir þér að skaðlausu ráð á plássi í þeirri kringlóttu, vildi eg biðja þig að smella þar í innlagðri ritgjörð, og helzt ef þér sýndist það viðeigandi, að benda ritstjórnarlega á félagið (Búnaðarfélag íslands), sem um er að ræða. Þetta er vitan- lega ekki peningaspursmál fyrir þig né mig, en eg held við gjörum rétt, að vekja eftirtekt á þessum þarfa félagsskap á ættjörðinni. Það gæti ekki spilt fyrir blaðinu. Slæmar þóttu mér fréttir þær, að þessir tveir búfræðingar hætta að rita i blaðið, því á stutta tímanum, sem þeir unnu að þvi, hafa þeir marga góða bendingu gefið, og sum- ar óefað teknar til greina af þeim, sem það var ætlað; en ef til vill hafið þið annara völ í skarðið. . Greinin um daginn, sem kom í Hkr. með fyrirsögninni: “Hvert stefnir?” er, eftir mínum smekk, ein hin bezta, er blöðin hafa flutt um það efni, og væri gott, að sjá fleira eftir höf. þann (Mr. Frímann). Og óvanalega vel rituð er stutta greinin til hans, sem svar, frá Jóhönnu Ingi- mundardóttur. Það er of fátt af kvenfólkinu, sem reynir að rita nokkuð, og vegna óvanans verður það ólögulegra en annars yrði það. J. Einarsson. * * * * Aths.—Greinin, sem bréfritar- inn minnist á, birtist hér í blaðinu undir yífirskriftinni “Búnaðarrit íslands.—Ritstj.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.