Heimskringla - 06.04.1916, Síða 8

Heimskringla - 06.04.1916, Síða 8
BLS. 8. II E I M S K H I N G L A WINNIPEG, 6. APRÍL 1916. Fréttir úr Bænum. Mr. Jón SigurSsson, Vidir.'Man., oddvitinn i BLfröst sveit, kom til bæjarin.s á laugardagnn með Jón Nikulásson, Vidir, sjúkan. Var hann þegar fluttur á spítalann og skar I)r. Brandson hann upp við botnlanga- bólgu. Honum líður eins vel og við var hægt að búast, og biður hann þessa getið í blaðinu, ef að kunn- ingjar sínir kynnu að vilja heim- sækja sig eða vinir hans lengra að skri'fa sér. — Mr. Jón Sigurðsson lætur vel af öllu þar neðra. Snjór lítill, og heilsa góð. Mr. Stefán O. Eirik&son, Oak View, Man., kom nýlega til borgarinnar og urðum vér fegnir að sjá gamlan vin vorn, því langt hefir oft milli funda verið, síðan við báðir fluttum úr Nýja íslandi. Stefán er ern og hress og líður hið bezta. Ilefir bú gott og 5 syni uppkomna, alla mannvæn- lega. Hann var heilsulítill um nokk- ur ár, en nú sér það ekki á honum. Hann er til í glens og spaug, sem ungur væri. Þannig eiga menn að eldast, — og það geta menn, ef rétt er að farið. Sunnudaginn 9. apríl verður morgunguðsþjóusta i Tjaldbúðar- kyrkju klukkan hálf-ellefu, og við þá guðsþjónustu verður 197. herdeild- in, sem þá heldur Ghurch Parade. Þau Fr. Thompson og kona hans að 502 Toronto St., hér í borg, urðu fyrir þeirri sorg að missa 4. ára gamlan dreng á sunnudaginn 26. marz sl., úr skarlatssótt. Hann hét Pétur Guðjón Hjaltalín. Hann var mjög efnilegur. Hann var jarðsettur á mánudaginn þann 27. marz af síra B. B. Jónssyni, frá ofangreindu heimili, undir umsjón A. S. Bardals. Kona eins skólakennara frá Sas- katchewan var nýlega fyrir rétti hér í borg kærð um að selja forboð- in fréttablöð. Hún var laus látin gegn veði þangað til mál hennar kæmi fyrir. FYRIRTAKS KJÖRKAUP PIANOS,— PLAYERS,— ORGANS Vit5 höfum mikií5 af hljóðfærum á höndum sem hafa veritS tekinn í skift- um eóa sum hafa verit5 leigð út, sum hafa veriti keypt og at5 nokkru leyti borgutf og skilað aftur. — Hvert hljót5- færi er ábyrgst at> vera í bezta lagi. Hver sem kaupir eitt af þessum hljót5- færum sparar sér mikla peninga. $ 45.00—CHICAGO CITV ORGAN, 5 octave cabinet, mjög laglegt hljót5fri í bezta lagi, $45. 9 50.00—KARN CtRGAN, SIX OCTAVE Piano case, svart, 21 stops, sel- st fyrir $50. $ 70.00— BELL & CO. ORGAN, PIANO case, walnut, vandatiur frá- gangur, hérumbil nýtt, met5 spegli at5 ofan. $76. $120.00—THOMAS & CO., ORGAN, piano case, ekta mahogany, meí nýjustu endurbótum alveg nýtt, einkar gott á $120. $215.00—DU CHARME PIANO, BURL- walnut, fullkominn stærð,---- mjög laglegt case; eins gott og nýtt, kostaCi $500 verbur selt fyrir $215. $220.00—HEINTZMAN CO., f GÓÐU ástandi, vanaverb $500, selst fyrir $220. $250.00—NEWCOMBE, — MAHOGANY case, nýjasta sni?5, kostabi $450, brúkaS í tæpt ár, til sölu fyrir $250. $260.00— KRYDNER CO., í FUMED oak case, leigt í nokkra mán- uöi alveg eins gott og nýtt, vanaverö $350, selst fyrir $260. $285.00—EVERSON & CO., MAHOGANY case, útflúrislaust, stórt, hefir veriö brúkaÖ til sýnis í búð- inni, vanaverö $425, til sölu fyrir $285. $320.00—WILLIAMS NEW SCALE í Walnut case, borgaö á parti, brúkaö svo sem eitt ár, í hér- umbil fyrirtaks ástandi, vana- verö $450, selst fyrir þaö sem eftir er aö borga $320. $464.00—EVERSON & CO., PLAYER Piano, dökt Mahogany Louis XV. sniö mjög fallegt, hljóö- færiö kostaöi $700, þaö hefir veriö nokkuö borgaö niöur í því, til sölu fyrir þaö sem eftir stendur $464. $500.00—WILLIAMS NEW SCALE, — Player Piano, fumed Oak, brúk at5 svo sem tvö ár, seldist fyrir $820, borgaö á parti, selst fyrir afganginn $500. $525.00—WESTER BROS., ELECTRIC Player, í Mission Oak, búiö til af nafnfrægu Ameríkonsku félagi kostaöi $1000 tekiö í skiftum, til sölu fyrir $525. Kaupskilmálar sejm eru haganlegri fyrir kaupanda, fást ef kaupandi æskir þess. Skrifaðu eöa komdu viö og fáöu frekari upplýsingar. Enn láttu þaö ekki bíöa, svo þú hafir tækifæri aö velja úr. CROSS, GOULDING & SKINNER 323 Portage Aveoue. Winnlpeg* Mnn. Getið þess, að þér sáuð þessa aug- lýsirtgu í Heimskringlu. Guðni Stefánsson prentari, sein unnið hefir við Heimskringlu und- anfarin ár. hefir nú látið af þeim starfa. Hann fór alfarinn burt úr borginni með konu sína og son og sezt að á landi móður sinnar, að Mar.v HiW, ]>ar sem foreldrar hans bjuggu lengi, unz faðir hans dó. Móðir Guðna og 2 börn systur hans fóru með honum. — Allir samverka- menn Guðna sjá eftir að missa hann úr hópnum, og óska honum heilla í hans nýja venkahring. Á fimtudagskveldið var, 30. marz, var síðasti fundur Islenzka Kon- servatíve Klúbbsins á þessum vetri, og var vetrar-verðlaununum útbýtt i fundarlok. Hlutu þau þessir: 1. vl. Einar Lúðvíksson, 2. vl. Stefán Ey- mundsson og 3. vl. S. F. ólafsson. Forseti H. B. Skaptason þakkaði félagsmönnum góða skemtun og samvinnu og óskaði að þeir mættu allir heilir hittast á hausti komandi. Á sumardaginn fyrsta ætla Úní- tarar í Winnipeg að halda 21 ára afmæli Únítarasafnaðarins í Winni- peg. Verður frekar auglýst siðar. Nýkomnir til borgarinnar eru þeir Th. G. Pálsson, Erlendur Bjarna son og Bjarni Bjarnason, allir frá Reykjavík P.O., og gengu strax í 223. herdeildina. Þeir eru allir rösk- Jegir og myndariegir ungir menn. Þeir sögðu lítinn snjó þar nyrðra og létu vel af liðan manna yfirleitt. — Með þeim var “recruiting sergeant Ingimundur ólafsson. Heimskringla óskar þeim öllum tii heilla og ham- ingju. Síra Philipo Basalyiam, Ruthena- prestur í Winnipeg, var 3. apríl tek- inn fastur .fyrir að hafa verið að æsa útlendinga upp til ófriðar hér í borginni. Vildi hann fá Austurríkis- menn til að fara heim og berjast á móti Bretum og Bandamönnum. Hann var látinn laus gegn háu veði, þangað til mál hans kemur fyrir. Mr. Archibald Charle.s Orr og Ingibjörg Snjólaug Jóhannsson, bæði frá Amaranth, voru gefin sam- an í hjónaband þann 23. marz, að 493 Lipton St., af síra Rúnólfi Mar- teinssyni. Miss Sveinólína Gisladóttir, Win- nipeg, vantar bréf frá fólki sínu á Búðum vestra eða Sauðárkrók. — Bréf til henner sendist Hkr. Þessir þrir íslendingar: Skapti Eyford, Jón Jónsson og Björn Magn- ússon, frá Piney, Man., innrituðu sig í 223. herdeildina 2. marz þ. árs., og hafa síðan verið við æfingar i flokki þeim, sem herdeild þessi lætur æfa í Emerson, Man. Myndir og frekari upplýsingar af mönnum þessum flytur Heims- kringla við fyrsta tækifæri. Kvenfélag Tjaldbúðar safnaðar er að undirbúa skemtisamkomu, sem haldin verður fimtudaginn þann 27. þ. m. Nánar auglýst síðar. Goodtemplarar! Komið allir á næsta Heklu-fund. Það er ekki svo oft, sem hægt er að fá góða skemtun kostnaðarlaust. Það, sem sérstaklega ætti að hvetja alla til að koma, er það, að síra Fr. J. Bcrgmann flytur þar fyrirlestur. Þar næst verða ýmsar skeratanir, gamamleikur, söngur og fleira. — Komið öll á föstudagskveldið 7. apríl kl. 8. Þann 4. apríl var byrjað að sá í Manitoba, það er á Gilbert Plains. Mr. George Ady býr 2 mílur frá bæn- um Gilbert Plains og sáði hann dag þenna hveiti í 11 ekrur. . GOTT, LÍTIB EN VANDAÐ HÚS, með öllum þægindum, á Maryland St. nálægt Sargent Avenue, með öll- um innanhússmunum, fæst til leigu yfir sumarmánuðina, með mjög svo sanngjörnum kjörum. Umsækjendur geta fengið allar upplýsingar á skrif- stofu Heimskringlu. VANTAR undir eins góða stúlku á gott íslenzkt heimili i Winnipeg. Allar uplýsingar að 548 Agnes St. FUNDARBOÐ. Hér með tilkynnist, að árs- fundur ÍSLENDINGADAGS- INS í Winnipeg verður hialdinn í neðri sal Good- templarahússins, McGee og Sargent, á fimtudaginn 6. april kl. 8 síðdegis. Tilefni fundarins er að taka á móti skýrslum nefnd arinar frá árinu 1915 og kjósa 6 nýja menn í nefnd- ina, i stað þeirra, sem nú ganga úr nefndinni. H. M. IIANNESSON, forseti. Fáein orð til að skýra tilgang Jón Sigurðsson Chapter I. O. I). E. f fyrsta lagi er það, að “Chapter” þetta var stofnað til þess, að vinna að velferð allra íslenzkra hermanna, án tillits til þess, í hvaða hersveit (Battalion) þeir eru; því að það er nú á allra vitund, að lslendingar eru víst í hverri einustu herdeild, sem safnað hefir verið til hér i Vest- ur-Canada. 1 öðru lagi er það, að “Ghapter” þetta ætlar ekki að binda sig við, að annast um afturkomna hermenn ein- I göngu, heldur’vill það hjálpa öllum íslenzkum hermönnum, sem hjálpar- j þurfa eru, hvort sem þeir eru við j æfingar á vígvöllunum eða fangar. í þriðja lagi eru skyldur þessa Primary Chapter’s, eins og annara j af líku tagi, við Municipal Chapler, j og svo Imperial Chapter, þær, sem I nú skal greina: Að gefa árlega j skýrslu uni starf og fjárhag félags- j ins og borga 7 dollara stofnunar- j gjald við myiidun félagsins. — En ! gjald það má þó falla burtu, sam- ! kvæmt hinuin nýju lagabreytingum j á stofnunarskránni. Ennfremur er það skylda félags- kvenna, að láta í ljósi föðurlands- ástina, sem tengir konur og börn hins brezka veldis við hásæti og persónu hins elskaða Bretakonungs; að sjá um ekkjur, munaðarleysingja og áhangendur brezkra hermanna og ájómanna, ineðan á stríðinu stendur, á friðartímum og í veikind- um, eða ef að slys eða fjártjón ber að höndum. Svo bjóðum vér alúðlega ölluni íslenzkum konum að ganga i félag þetta, sem í hjörtum sínum finna löngun til þess, að vinna saman að þessum velferðarmálum. VNITEI) WE STAND. >/■>(■* Síðan seinasta skýrsla var gefin út, hafa konur þessar gengið i Jón Sigurðsson Chapter, I. O. D. E.: Miss Guðný Johnson. Miss Thorey Olafsson. Miss Guðrún Halldórsson. Mrs. H. S. Johnston. Mrs. J. K. Johnson. Mrs. G. A. Axford. Miss Ninna Snidal. Mrs. J. G. Snidal. Miss Emily Melsted. Mrs. S. Swainson. Mrs. Friðrik Swanson. Mrs. Guðrún Búason. Mrs. Anderson. Mrs. ó. Pétursson. Mrs. Kr. Iugaldson. Miss K. Sigurgeirsson. Miss Olavia Thorgeirsson. Miss S. Axford. Mrs. Alex Johnson. Mrs. G. J. Goodmundson. Er þá tala kvenna í félaginu alls orðin 45. Til þæginda fyrir,nokkrar félags- konur var ákveðið að halda hina venjulegu mánaðarfundi hinn fyrsta þriðjudag livers mánaðar; en aðra fundi þegar þörf gjörðist. Konurnar eru að búa sig undir, að selja heimatilbúið brauð og litla máltíð næsta laugardag, hinn 8. apríl, í Kensington Block, Cor. Smith St. og Portage Ave. Allar félagskon- ur, sem ekki voru á seinasta fundi, eru beðnar að sjá Mrs. A. C. John- son, 414 maryland St., sem stjórnar nefndinni, sem að þe,ssu starfar. — Konurnar vonast eftir, að margir komi að sjá þær þarna á laugar- daginn. Sérstakur fundur verður haldinn í félaginu í samkomusal Tjaldbúðar- kyrkju, Victor St., liinn 11. apríl, klukkan 8 að kveldi, til að taka á móti skýrslu nefndarinnar, sem stendur fyrir sölunni í Kensington Block, og ákveða, hvernig skuli verja peningum þeim, sem þar koma inn. Allar félagskonur eru beðnar að koma á fundinn. Bibliufyrirleslur verður haldinn í 804(4 Sargent Av. (milli Arlington og Alverstone St.) fimtudaginn 6 .apríl, kl. 8 síðdegis. Efni: Sá, sem sigrar, mun erfa alla hluti. í hverju er sigurinn innifal- inn?. — Sunnudaginn 9 april, kl 4 e. hád. verður umræðuefnið:' Er afturhvarf eftir dauðann? Hvernig og hvenær jirédikaði Jesús fyrir önd unum í varðhaldi? — Inngangur ó- keypis. Allir velkomnir. Davíð Guðbrandsson. Hvert stefnir? Samkvæmt beiðni stúkunnar Skuld- ar flytur Dr. Sig. Júl. Jóhannesson fyrirlestur um það efni í Goodtempl- arahúsinu þriðjudaginn 11. apríl. Almennar umræður fara fram á eft ir. — Ennfremur verður skemt með hljóðfæraslætti og söng. Samkoman hefst kl. 8 að kveldinu. Aðgöngumiðar v rða seldir við innganginn og kosta 21c Ágóðinn rennur til Goodtemplara- hússins. CANADA’S I'TNEST SlíBURBAN THEATRE Miðvikudag og fimtudag, 5. og 6. apríl: Jno Barrimore in “The Dictator”. Föstudag og laugardag, 7. og 9. apríl: Capt. Jinks and 6th Complete Story of Graft. — Pathe Weekly. Mánudag og þriðjudag, 10. og II. apríl: “Amtition”. — Tap- ið ekki af því. Ekkjusjóðurinn óþegni. Ilann ætti að gefast Gamalmenna- hælinu islenzka i sumargjöf. Full sex ár eru nú liðin síðan Heimskringla safnaði sjóði nokkr- um til þess að styrkja ekkju eina á íslandi og börn hennar til þess að komast til Manitoba og setja sig hér niður. Þetta var gjört samkvæmt beiðni sjálfrar konunnar. En þegar 800 krónur voru sendar henni af sjóðnum ti! vesturferðar, neitaði hún að þiggja gjöfina, — var þá horfin frá þeirri hugsun að flytja vestur. Síðan hefir sjóðurinn legið hér á banka á vöxtum og mun nú vera um $650.00. Eg vil nú losast við umsjá þessa fjár. En vil jafnframt, að það verði notað í þarfir sannrar mannúðar, þar sem þess er full þörf, og eg veit það verður þegið með þakklæti. Þess vegna gjöri eg það að tillögu minni, að sjóður þessi sé afhentur (til styrktar Gamalmennahælinu Betel á Gimli, sein stofnsett hefir verið til þess eingöngu, að ala önn fyrir og annast um íslenzk gamalmenni, sem fyrir elli sakir og fátæktar ekki fá sér björg veitta með öðru móti en því, að þiggja náðargjafir veglyndra íslendinga. óskir í þessa átt hafa mér borist j frá nokkrum gefendum í ekkjusjóð- inn, bæði hér i Canada og Banda- ríkjunum. Vil eg þar til nefna meðal annara herra Þorlák Jónasson og Svanborgu konu hans í Wynyard i Saskatchewan, sem söfnuðu þar vestra í sjóðinn nær $70.00. Þau hjón telja það áreiðanlegt, að gef- endum þar í bygð mundi kært, að Gamalmennahælið fengi að njóta sjóðsins. Nákvæmlega sama skoðua kemur fram hjá konu í Norður-Dak- ota, sem gekst þar fyrir fjársöfnun í ekkjusjóðinn. Hún segir í bréfi, dags. 22. febrúar sl.: "Eg hefi þvi miður ekki getað fundið nema nokk- ura þeirra, er gáfu í nefndan sjóð, en það er út sagt, að enginn þeirra, sem eg hefi fundið, vill afturkalla gjöf sina; þeim finst það vel til fall- ið, að láta Gamalmennahælið njóta þess”. Mér þætti vel við eiga, að gefa Gamahnennahælinu sjóð þennan í sumargjöf á þessu vori, og þess vegna bið eg hér með alla þá, sem upphaflega gáfu í ekkjusjóðinn, og ekki vilja láta þá gjöf ganga til gam- almennahælisins, að gjöra svo vel, að láta mig vita það fyrir lok þessa mánaðar, svo eg geti endursenr'þeim gjafir þeirra. Fái eg engar tilkynningar í þessa átt, þá lít eg svo á, að gefendurnir séu samþykir þessari ráðstöfun sjóðsins. Winnipeg, 3. apríl lýl6. B. L. Baldwinson, 727 Sherbrooke St. Fréttabréf. Markerville, 21. marz 1916. Heiðraði vin! — Alúðar þakkir fyrir síðustu linurnar, sem þú send- ir mér. Engar fréttir hefi eg að skrifa; hér ske engin undur eða stórmerki; alt gengur sinn vanaveg, hægt og rólega, nema þegar veður- áttan tekur sinnaskiftum, sem hún hefir oft gjört þennan vetur. Hér var mikil fannkoma frá 11. til 17.. Eg er oft hálflasinn, þegar veðrið er mjög tilbreytingasamt; svo var í þetta sinn. En eg hrestist ósegjan- lega mikið þann 14., þegar eg frétti um þann fræga sigur, sem þið Mani- toba-menn unuð við kosningarnar, þegar þið rákuð brennivínið burt úr fylkinu, og vildi eg óska, að það yrði aldrei grátið úr helju aftur. — Og í sambandi við það, að eg hrest- ist varð eg að gjöra mér glaða stund. En hvað átti það að vera? Láta hnakk á “Rock”; svo lieitir blesótt- ur hestur, sem eg á, og hefi eg marga ánægjustund af honum, þvi hann er bæði velgengur og fótviss. Eg er 57 ára gamall; þó segir ná- grannafólk mitt, að engin ellimörk sjáist á mér, þegar eg er kominn á bak þeim blesótta, og það mun vera sönnu næst. — Síðan eg var ung- lingur 'hefir mér ævinlega þótt gam- an að hafa yfir eitthvað af alþýðu- vísunum íslenzku, þegar eg var kom- inn á hestbak, og í þetta sinn breytti eg ekki út af vananum. Þá varð fyr- ir ein af fallegu vísunum eftir Þor- stein heitinn Erlingsson, sem hljóð- ar svona: Á um njólu aldinn mar lit hjá póli gaman; árdags sól og aftan þar eiga stóla saman. Og í sambandi við vísuna hvarflaði hugur minn norður á reginleiðir, þar sem Goðafoss og Gullfoss eru að svamla. En höfum við Vestur-íslend- ingar borgað hlutakaupin okkar í Eimskipafélagi íslands að öllu leyti? Ekki hefi eg scð þess getið í blöð- unum; hygg að það megi ekki drag- ast mikið lengur, ef við eigum að geta varist vansæmd gagnvart heima þjóðinni. Eg þekti mann heima á ís landi, sem hafði þetta fyrir orðtæki, þegar kunningjar hans gjörðu hon- um heimsókn: “Er það nú alveg víst, að eg eigi ekki brennivín?” Og í þetta sinn datt mér í hug eitthvað á þessa leið: Er það nú alveg víst, að eg geti ekki náð saman fáeinum dölum og sent austur? Það er oft rneira af úrræðaleysi en getuleysi, að maður framkvæmir ekki þetta eða hitt, scm maður þyrfti að gjöra. Eg legg 40 dali og 50 cents með þessum miða; þeir eiga að borga 6 hluti í Eimskipafélagi íslands. Og enn læt eg ekki þann synjandi frá mér fara, sem reyndi að selja hluti hér í bygðinni. Mér er það eindreg- ið áhugamál, að þessi skuld verði afplánuð við félagið. Það er ekki verið að gefa íslenzku þjóðinni fé þetta; hún er ekki gjafaþurfi, sem betur fer. Þinn einlægur, Jón Sveinsson. .. Til Sölu ágætt hús í vesturbænum. Framstofa, borðstofa, eldhús og skrifstofa niðri, — 4 svefnherbergi, sumarherbergi og baðrúm uppi. Efni og smiði alt vandað (hard wood og lincrust fin- ishing niðri; bezta finishing og bur- lap uppi). Allir söluskilmálar eins sanngjarnir og hugsast getur. Hkr. vísar á. SYRPA 1. hefti, 4. ár. Er nú fullprentað. — INÍíIHALl) Jiessa lieftis er: — Kofinn á Fellstindi. Saga eftir J. Magnús Bjarnason. Merkustu minnismerki heimsins. Magnhildur. Saga eftir Björnstjerne Björnson. Niðurlag. Islenzkar þjóðsagnir: Hlaupa-Mangi, eftir F. Hjálmarsson. Saga Ólafs hins Vestfirska, eftir S. M. Long. Rithöfundurinn, sem gætti ekki hófs eftir Maxim Gorki (úr tímarit- inu Kringsjaa). Dansmær, sem varð drotning. (Hall- arrústirnar við Marmara-hafið, frá dögum Jústiníusar keisara og Theódóru drotningar). Fregn úr andanna heimi. Til Suðurheimskautsins. Ferðasaga Scotts kapteins. Norðmaðurinn Andrew Furnseth. Konan í Florenz. Saga. Þáttur úr sögu Bayards riddara. Til Minnis: — Konur geta lært að elska, cn karlmennirnir ekki.— Sævarins rauðu gimsteinar. — Lítilsverð ei óvin þinn — Gjörð skygn. — ITringurinn, sem orsakaði dauða Elízabetar drotningar. — Vitinn á St. Agnes-eyjunni. —- Forn mannvirki. — Hvað felst í kossi? — “Ach du lieber Aug- ustin”. — Síbería. — Mesti skíðamaður heimsins. — Dýr koss. — “Berðu með þér þinn eigin björgunarbát”. — Páfa- blessan. — Járnpeningar. — Smátt nautgripakyn. Árgangurinn. 4 hefti, $1.00. í lausa- sölu, heftið 30 cents. ÓLAFUR S. THORGEIBSSON 678 Sherbiooke St., Winnipeg, Can. Framtíðarhugmyndir Edisons um styrjaldir. Hinn heimsfrægi hugvitssnilling- ur lyftir eigi upp neinni glæsiblæju af hugmyndum sínum um styrjaldir framtiðarinnar. í viðtali við blaða- mann sagði hann nlcga meðal ann- ars þetta: I styrjöldum framtíðarinnar munu mikið notaðar sprengingar, sem geta með eitruðum gastegundum . einni svipan eytt heilum herjum, eða ef til vill heilum þjóðum. Frá verklegu (praktisku) sjónarmiði er ekkert til fyrirstöðu því, að láta drepandi eiturstrauma fljóta um stóreflis landflæmi og drepa alt kvikt, menn og dýr. Rafmagn mun og notað að miklum mun meira en nú tíðkast, — t. d. mun “hleypt af” öllum byssum “þráðlaust”. — Eigi mundi það koma mér á óvart, þótt herskipum yrði gjörbreytt og gjörð á þann hátt, að eigi gætu sokkið, þótt fyrir tundurskotum verði”. Edison gaf i skyn, að hann mundi geta komið fram með morðtæki, er væru miklu geigvænlegri en gas- eitur-sprengikúlur; en að sér hafi jafnan verið það óbærilega hvim- leitt, að brjóta heilann ipn það, hvernig hægt sé að myrða menn. “Öll starfsemi mín hefir að því mið- að, að bæta kjör manna; en hvað eg kynni að gjöra, ef Bandaríkin lentu nú í ófriði — til þess að vinna að sigri þeirra —, það skal eg ekki segja. Nýlega hefir verið skipuð nefnd í Bandarikjunum til að hugsa um við búnað undir ófrið, ef til kæmi. í þeirri nefnd er Edison. —(ísafold). Loftfirðatalskeiti til Vesturheims. Norskur verkfræðingur, Frost að nafni, kveðst hafa uppgötvað loft- firðatalstæki nýtt og hefir hann á- samt Marconi sjálfum fengið einka- leyfi til starfrækslu þess. Það er með þeim hætti að tala má saman “út í loftið” i hvaða fjarlægð sem er. Verkfræðingurinn segir, að ef þetta nýstárlega tæki njóti sin, eins og vonir megi gera sér um, verði lafhægt að tala milli t. d. Bretlands og Vesturhcims. Það líður cf til vill eigi svo lang- ur tími þangað til vér lslendingar getum farið að “masa” við Winnipeg Islendinga gegnum loftiðl —(fsafold). Birkinesið. TIL SÖLU land á vesturströnd Winnipcgvatns, rétt fyrir norðan Gimli (Birkinesið); (4 mílu sund- fjara; Ijómandi fallegt fyrir sumar- bústaði. Upplýsingar fást hjá Gísla Sveinsson eða Stephen Thorson, Gimli, og hjá Joseph T. Thorson, c.o. Campbell and Pitblado, Winnipeg.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.