Heimskringla - 27.07.1916, Blaðsíða 4

Heimskringla - 27.07.1916, Blaðsíða 4
tíLS. 4. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 27. JÚLl 1916. HELMSKI! INGLA ( Mofiiun Í SMI) Kemur út á hverjum Fimtudegi. trtgefendur og eigendur: THK VIKING IMLESS, LTD. VerT5 blaíi.sins í Canada og Bandaríkjun- um $2.00 um ári?5 (fyrirfram borgab). Sent tll Islands $2.00 (fyrirfram borgab). Allar borganir sendist rábsmanni blat5- sins. Póst eba banka ávísanir stýlist til The Viking Press, Líd. M. J. SKAPTASON, Ritstjóri S. D. B. STEPHANSON, rábsmabur. Skrifstofa: 72Í) SHERBROOKE STREET., WINNIPEG. P.O. llox 3171 TalMÍml Garry 4110 ÉR SKULUM ALDREI SLIÐRA SVERÐIÐ fyrri en Belgía í fullum mæli er búin að fá alt, sem hún hefir í sölur lagt og meira; ekki fyrri en Frakkland er trygt og óhult fyrir á- rásum fjandmannanna; ekki fyrri en rétt- indum hinna smærri þjóða í Evrópu er áreið- anlega borgið, og ekki fyrri en hervald Prússa er brotið og að fullu eyðilagt.—ASQUITH. íslendingadagurinn. Fari alt með feldu, verður þetta sá ein- kennilegasti Islendingadagur, sem nokkurn- tíma hefir haldinn verið af íslendingum. Vér höldum hann til minnis um gamla Island. Nú er friður þar, en vér erum í stríði. Úti á ís- landi standa menn hjá og horfa á hildarleik þenna, hinn grimmasta og um leið þýðingar- mesta, sem nokkurntíma hefir háður verið í heimi. En vér íslendingar hér erum í trölla- leiknum sjálfum; margir landar eru farnir að særast, sumir hvað eftir annað; aðrir eru fangnir; tveir eru áreiðanlega fallnir; — í stórhópum eru þeir komnir á vígvöllinn, aðr- ir hópar eru á leiðinni, ennþá aðrir að búast til að fara. Landinn hér er vaknaður til þess að sjá og skilja alvöru lífsins. Enginn mað- ur fer að gamni sínu í stríð þetta. Menn fara af því, að þeim finst þeir þurfi að fara; þeir fara af því, að þeir vilja halda uppi heiðri og manndómi þjóðarinnar; þeir fara af því að þeir sjá, að svo mikið er í húfi, fyrir þá sjálfa, fyrir eftirkomendur þeirra, fyrir frels- ið og menninguna, fyrir land og lýð.--- Nú fyrst sjáum vér, að landinn er nokkuð að manni; nú er það meira en ropi einn. Nú fyrst getum vér bent á landann, sem elski landið, sem fæðir hann og klæðir; nú fyrst getum vér réttilega minst íslands hins forna, landsins sona og dætra, og sýnt fram á synina, sem héðan fara að vestan, til að halda uppi og auka heiður og virðing fyrir þessu broti þjóðarinnar, sem af íslandi kom til að leita sér bústaða í þessu nýja landi. Þeir þurfa nú ekki að skammast sín. Þeir, sem halda þenna dag hátíðlegan, geta bent á hópana og fylk- ingarnar, sem til hildar ganga, og sagt: Þarna sjáið þér kynflokkinn, sem kom frá eyjunni hvítu við Ishafs-strauma. Og hingað koma þeir hermennirnir frá Camp Hughes, sem ekki eru farnir, að kveðja yður, ef að þeir kynnu að fara bráðum. Fylgi þeim allra óskir til heiðurs og frægðar og heimkomu aftur. Þeir lyftu nafni Islands hátt á loft upp. Og þó að ekki væri annað en að her- mennirnir koma hingað á þessum degi, þá ætti það að vera nægileg hvöt til að draga hvern íslending hingað, sem úr bóli getur skriðið. En svo verða margar skemtanir aðr- ar og ræður fluttar af málsnjöllum mönnum, og viljum vér tilnefna hr. Guðmund Kamban, listamanninn og leiritahöfundinn, sem vér þekkjum af afspurn. Mun margur sækja há- tíð þessa, þá ekki væri til annars en að heyra ræðu hans. -----o------ Ársþing Konservativa. Konservatívar í Manitoba héldu ársfund sinn hinn 18. júlí á Royal Alexandra Hotel hér í borgirmi. Voru þar margir höfðingiar saman komnir, og var Mr. W. J. Bulman for- seti. Á fundinum var hann endurkosinn sem forseti félagsins og R. J. Willis, frá Boissevain varaforseti; en Arthur Johnson, lögmaður frá Winnipeg, sem skrifari. Voru þar saman- komnir fulltrúar frá öllum kjördæmum fylk- isins, nema Churchill-Nelson. Tveir og þrír voru kosnir frá hverju kjördæmi; en auk þeirra voru 276 málsmetandi menn úr héruð- unum, sem studdu þá að málum. Þessir voru aHir utan úr sveitum. En svo var fjöldi Kon- servatíva héðan úr Winnipeg. Auk Hon. Robert Rogers, sem flutti aðaJ- ræðuna, töluðu þessir: Sir James Aikins, Dr. F. L. Schaffner og Lt.-Col. Hon. W. H. Sharpe, A. S. Argue, frá Roland, o. fl., og var margt ágætt í ræðum þeirra. Alllir létu þeir í Ijósi glsðiríkar vonir sínar um komandi tíma. Stefna Borden-stjórnarinnar eftir stríðið. Á þessum fundi töluðu hinir merkustu menn Konservatíva hér um stefnu þá, sem Konservatíva-stjórnin er einráðin í að fylgja fram, þegar stríðinu er lokið, og er hún ljós- j lega sýnd í ræðu Hon. Robert Rogers, er j hann flutti á ársfundi Konservatíva hinn 18. j júlí, sem að framan er nefnt. Hann segir á þessa leið: — Vér erum að búa oss undir stórkostlegan innflutnmg eftir stríðið, sem hlýtur að renna í þungum straumi inn í Canada, ef að vér j verðum viðbúnir að taka á móti honum. Vér verðum að leggja oss fram, að taka á móti I mnflytjendum betur en nokkru sinni áður. I hinum þremur Sléttufylkjum höfum vér betri tækifæri að bjóða innflytjendum, en nokk- ursstaðar eru til í víðri veröld, og ábyrgðin hvílir á stjórninni stórkostlega mikil að leggja sig alla fram til að draga hingað búendur með meira afli og áhuga, en gjört hefir ver-. ið. Vér verðum að gefa þeim tækifæri til þess, að verða velstandandi menn og lifa far- sælu og ánægjusömu lífi. Vér verðum að setja upp fjölda mikinn af góðum fyrirmyndarbúum, svo að stjórnin geti | sent þangað í þúsundatali heimkomna her- menn, sem vilja gjöra jarðyrkju að lífsstarfi sínu á komandi árum. “Á þessum fyrirmyndarbúum verðum vér að geta komið vel fyrir hinum flóandi straumi hinna vígþreyttu innflytjenda úr Evrópu, sem j vilja úti á landi búa, og áreiðanlega munu ! hingað leita. Þegar þeir hafa sýnt, að þeir kunna störf öll á landi úti og vilja að búskap starfa, þá verðum vér að hjálpa þeim til að koma sér niður, svo að þeir geti orðið fram- leiðendur. Og í öllum hinum mentaða heimi ! verða stjórnirnar í hverju Iandi, sem vér ósk- i um eftir innflytjendum frá þess fúsar að beina j innflytjendum hingað til Canada. “Hvað iðnað snertir, þá liggur mikil byrði á herðum stjórnarinnar, að hafa iðnað lands- ins svo vel undirbúinn, að hvergi sé hlið eða hola á. Vélin verður að ganga, svo að hvergi sé hætta á, að nokkurt hjólið stansi. “Stjórnin er nú þegar farin að rannsaka, l hvað mikið af varningi landsins vér borgum j öðrum fyrir að búa til handa oss; en sem vér getum þó búið til sjálfir með góðum hagn- aði. Og nú æskir stjórnin þess, að alþýða manna standi með sér og hjálpi til, að búa alt þetta undir. En nú er tíminnn að taka til þeirra starfa. “Ef að vér nú verjum fáeinum milíónum skynsamlega til þess að búa oss undir friðinn, þá getum vér uppskorið fyrir Canada og þjóð þessa lands ótölulegar milíónir á komandi tíma.” ------o------ Þetta er nú stefna stjórnarinnar eftir stríðið og er mikilfengleg, og verði henni slyndrulaust fylgt fram eftir stríðið eins og til er stofnað, þá getur hún orðið byrjunin að svo stórkostlegum þroska lands og lýðs, svo miklum framförum fyrir þjóðina, svo ( mikilli velgengni, að vér höfum ekki áður séð | þess dæmi í þessu landi nýjunganna og fram- faranna. Því að vér erum ekki í þeim flokki, að ætla að alt verði í doða og deyfð eftir stríðið, — menn verði eins og hálfrotaðir eft- ir trölla-kviðu þessa, og að skortur verði hér á öllu: mönnum og pemngum, mannúð og drenglyndi, lífgandi hugmyndum og vekjandi framfara-tilraunum. — Fyrir vorum augum verður alt öfugt við þetta. Það koma nýjir tímar með dáð og drengskap, með brenn- andi framfaralöngun, víðari og bjartari sjón- deildarhring. Vér verðum að kasta sumu, sem vér höfum verið að dragnast með, venjum og hugmyndum, sem stundum hafa verið oss til niðurdreps og verið að teyma oss á glap- stigum. En vér getum ekki hætt að hugsa; vér getum ekki hætt að þrá það, sem betra er, og augu voru munu eða ættu að minsta kosti að uppljúkast, svo að vér sjáum hið nytsama og fagra og háleita, kanske í ennþá fullkomnari mynd, en vér höfum séð það nokkru sinni áður. ------o------ Hughes reynist saklaus. SKÖMMIN SKELLUR Á KYTE 0G CAR- VELL 0G ÖÐRUM LIBERÖLUM. Meredith-Duff neíndin hefir nú lýst því yfir skýrt og skýlaust, nð General Sir Sam Hughes sé algjörlega flekklaus, og hvíli ekki hinn minsti skuggi á honum, að hafa verið nokkuð bendlaður, beinlínis eða óbeinlínis, við nokkurn hagnað eða þóknun í samning- unum um skotfæri fyrir Bretastjórn, sem hann hafði á höndum. Þetta hljóta líka allir að hafa séð, sem nokkuð hafa fylgt rann- sóknum Meredith-Duff nefndarinnar. Það voru þó voðasakir, sem Liberalar | báru á Sir Sam Hughes: — I. Að hann hefði beitt áhrifum sínum til að veita þeim mönnum kontraktinn, sem Col. Allison gæti fengið peninga frá — vissar prósentur. 2. Að hann hefði veitt kontraktinn félög- um, sem ekki voru til, og pátu því ekki uppfyit samningana, en cvo átti Col. Aliison að gaía þá út aftur og græða á. 3. Að stcrar upphsað r hofou verið borg- aðar fyrirfrani, og r.f þcim átti svo Alii- son að fá drjúgar sleikjur. Og þarna var gefið uád r fci, ao Gcneral Hughes væri eittnvað við riðinn. Þessar ákærur reyndust al'ar ósannar. Engir peningar höíðu venð greiddir fyrir- fram, nema gegn hinni tryggustu ábyrgð, og General Hughes hafði ekki hina minstu hug- mynd um, að Col. Allison bæru nokkrir pen- ingar af samnmgunum. Blaðið ‘Telegram’ segir um þetta: — “Canada hefir ekki orðið fyrir svívirð- ingu af völdum nokkurs manns í stjórninni. En stór og mikil hefir þó svívirðingin verið, og fellur mest á þá Kyte og Carvell. En við hverju mátti búast af manni eins og Carvell var og er, — manni, sem hinn 8. apríl 1913 mælti þessum orðum í Dominion þinginu: “Eg hika ekki við að endurtaka það, sem oft hefir verið borið hér fram, að öll þessi hræðsla og alt þetta tal um, að Þjóðverj- ar muni fara í stríð þá og þegar, er alt saman einn lygaspuni og tilbúningur, sem smíðaður er af vissum mönnum á Englandi, til þess að selja byssur, smíða herskip og græða peninga”.”. Nú geta menn séð, að þeir, sem þannig tala og hugsa, þeim hinum sömu væri það ofur eðlilegt og náttúrlegt að hugsa sér að hátt standandi foringjar eins og Kitchener og Hughes, þeir verði náttúrlega að fá sinn skerf af slátrinu. Hugsið yður snöggvast, hvað þessi skríð- andi kvikindi gjörðu! Þeir stöðvuðu verkið, sem stjórnardeildin var að vinna í stríðinu. Þeir heimtuðu hermálaráðgjafann heim frá Englandi, frá mjög áríðandi störfum. Þeir svívirtu Canada með rógburði og níðingsleg- um ákærum: að hermálaráðgjafi Canada notaði sér nauðir landsins til að græða pen- inga. Þeir hirtu ekki um, þó að hin mest áríð andi leyndarmál yrðu óvinunum opinber. — En í hvaða tilgangi? Alt til þess, að komast sjálfir nær embættunum og peningaskúffun- um, — að reyna að eyðileggja æru og mann- orð andstæðinga sinna í stjórnmálum. Venj- an kemur mönnum til að sjá í gegnum fignur við margt, sem fram fer í stjórnmálum, menn fyrirgefa margt og leiða margt fram hjá sér; en þó eru sumir hlutir og atburðir, sem eng- inn ærlegur maður getur þolað. Og fram- koma fóstbræðra þessara er eitt af því. — Menn krefjast, að upp frá þessu komi þeir hvergi nærri nokkrum opinberum málum í Canada. Og vissulega getur ekkert kjördæmi staðið svo lágt, að leyfa þessum og þvílíkum mönnum nokkurntíma að stíga fæti sínum inn í þingsali þjóðarinnar; — vissulega er eng- inn pólitiskur flokkur svo lágt hugsandi og gjörspiltur, að láta þá koma nærri nokkrum málum sínum, því að þeir myndu útata og svívirða alt, málefnin og mennina sjálfa, sem þeim fylgja. En nú er ropinn minni og hlátrarnir lægri og færri hjá Liberölum, en þegar Kyte lagði af stað með kæruna, og þeir félagar og stall- bræður hans óðu brokkandi fram með þær og kváðust mundu reka General Sir Sam Hughes frá öllum opinberum störfum, og steypa Borden stjórninni, svo að hún sæji ekki dagsþósið framar. Seinna, þegar farið var að rannsaka málin og “sannanirnar reyndust álygar og alt gekk öfugt fyrir Kyte, þá fór svo, að hans eigin menn fóru að hafa skömm á honum; enginn vildi líta við hon- um, og fór hann einförum, sem vankaður gripurog beið þess harmandi, sem nú er kom- ið fram. Hann gróf sína eigin gröf og gjörði Canada bæði tjón og svívirðingu”. Rœða Hon. R. Rogers. (Stuttur útdráttur úr hinni eftir- tektaverðu og snjöllu ræöu ráö- gjafa opinberra verka Canada- stjórnar, er hann flutti á fundi Konservatíva í Winnipeg 18. júlí Milíónagróðinn nýstárlegi. Vér mintumst lítillega á það í síðasta blaði, að fylkisféhirðirinn í Norris-stjórnmm hefði fundið upp ráð til að láta fylkið og borgina græða milíónir dollara með því að borga brezkum lánveitendum að eins um 76 cents fyrir hvern dollar, sem þeir höfðu lánað í góðri trú. — En þegar til kom skarst Breta- stjórn í málin, til að vernda þá, sem lánunum héldu á Englandi, og skrifaði Morgan félaginu að sér væri ekki um, að Bretar þeir, sem ættu skuldabréf Manitoba fylkis og Winnipeg borg- ar, væru neyddir til að láta þau af hendi fyr- ir 76 prósent. Niðurstaðan varð sú, að skuldabréfin fengust ekki fyrir minna en 80 prósent. Ennfremur verður borgin og fylkið líka, að ábyrgjast upphæð skuldabréfanna að 10 árum liðnum eftir hæsta peningaverði, sem þá verður. Við þetta hefir gróðinn orðið töluvert minni en fyrst var sagt, og undir því komið, hvort peningar verða dýrir eða lágir, þegar 10 árin eru útrunnin. Hon. Robert Rogers talaði fyrst um undirbúning tima þeirra, sem nú standa yfir, og gat þess, að Can- ada stjórn hefði viljað tryggja sam- bandið milli Canada og Bretlnds,— áður en ófriðarkviða þessi hin voða-1 lega skall á, og undir eins og stríðið var skollið á, þá hcfði Canada gjört alt sem mögulegt var til að standa með Bretum, því að stjórnin og mikill þorri manna hefði séð og skilið, að skylt var skeggið hök- unni og málefni Breta var málefni Canadamanna. En óhappamenn hefðu hér komið illu til leiðar og heft gjörðir stjórnarinnar í Canada, er hún viidi leggja herskipin til í flota Breta. En um það væri ekki hægt að saka stjórnina, heldur mennina, sem með öilu móti börð- ust á móti þessu á Dominion þing- inu og var þar leiðtogi Liberala for- inginn Sir Wilfrid Laurier. Þá tók Mr. Rogers upp kafla úr ræðu Lauriers á þingi og var hann þessi: “Eg saka stjórnina um það, ^jð hafa lagt mál þessi hér (skipamálin) undir úrskurð þingsins undir fölsku yfirskini, og það er svo fjarri að og álíti hér nokkuð ofsagt, að eg ásaka stjórnina fyrir að hafa lagt hans konunglegu hátign landstjór- anum orð i munn, sem alveg eru á- stæðulaus, þegar þeir (stjórninl báru það fram, að í hásætisræðunni hefði fullyrt verið, að ástandið væri þannig á Bretlandi, að óumflýjan- legt væri að efla að mun sjóflota Breta og það tafariaust. En eg held því fram, að það sé ekki hin minsta ástæða til að ætla að nokkur þörf sé á þessu. Hvað mál þetta snertir er eitt atriði, sem sýnir það, að Þýzkaland hefir enga tiihneigingu eða löngun til að ráðast á England. Og þetta hið stóra atriði málsins er liýzki keisarinn sjálfur. “Keisari Þjóðverja er vafalaust einn af hinum mikiu mönnum nú- tíðarinnar. Hann er búinn að sýna að liann er hinum beztu gáfum gæddur, að viti, dygðum og sið- ferðislegum kostum (intellect, char- aeter and moral fibre). Á fyrstu ár- um stiórnar sinnar lij-utu honum stundum orð af vörum, sem komu þeim til að skjálfa og nötra, sem báru frið heimsins sí og æ fyrir brjósti. Og margir héldu, að hugur hans stæði til herfrægðar fremur öllu öðru. En þegar árin færðust yf- ir hann, og hver ófriðaraldan reis af annari, þá beitti hann öllum áhrif- um sfnum til þess, að lialda friðn- um við. Og sá dagur kann að koma, er hann verður kailaður: “Hinn friðholli” eða "friðarsemjandinn”, eins og hinn frægi frændi hans, hinn látni konungur vor”. — -----Þetta voru orð Lauriers á þinginu, og á þessu voru Liberalar að iemja dag eftir dag og mánuð eftir mánuð, þangað til stjórnin loksins neyddist til að takamarka umræður á þinginu. En þessir menn höfðu öll ráð í efri málstof- unni, og gátu komið f veg fyrir, að Canada legði þessi 3 brynskip til fiota Englendinga, sem um var verið að ræða. Þjóðverjar réðu sér ekki fyrir á- nægju, er þeir heyrðu þetta og blöð- in fiuttu fregnina um þennan sigur Þjóðverja í Canada út um landið, og er hér greinarkorn til sýnis úr einu helzta blaðinu: — “Hver svo sem úrslit málanna kunna að verða seinna, þá er þetta siðferðislegt og fjármunalegt tjón fyrir Bretaveldi og varnir alríkisins, að efri málstofa Canada skyldi gjöra þennan úrskurð í flotamálun- um, því að Bretar treystu þessum ioforðum Bordens um bryndrekana Jtrjá. Tilboð hans hafði ákaflega mikil áhrif á allan heim, og benti Mr. Churehill á það l’hinni al- kunnu fiotamálaskýrslu sinni. En nú eru öil þau áhrif gjörsamlega eyðilögð, og út um allan heim verða menn sannfærðir um, að England þarf ekki að vonast eftir nokkrum styrk frá nýlendum sfnum”. — En “Morgunpósturinn” segir, að keppinautar og óvinirBreta verði þessu sárfegnir, og vinir þeirra telji l»að forboða komandi ógæfu. •— “Þetta”, sögðu blöðin, “að benti á, að eining hins brezka veidis væri rotin og ímyndun ein, og ríki þau, sem steypa vildu Bretaveldi á sjón- um, þyrftu alls ekki að óttast að þurfa að mæta Bretaveldi og ölium nýiendum þess”.---- Canada varð á eftir. — Þarna er sagan öll um atburð- ina, sem drógu til þess, að vér höf- um orðið að þola aliar þessar hörm- ungar, — sagan um atburðina, sem voru orsök til þess, að vér stöndum nú að baki Ástralíu og Nýja Sjá- iands, hvað framlög til Bretaveldis snertir( og erum þó stærsta nýlend- an. Og þegar saga Canada verður skrifuð, J)á verður það ófögur saga um hluttöku Canada i striði þessu, hvað flotann snertir, og mun mönn- um aldrei gleymast glæpurinn, sem Laurier og félagar hans og fylgjend- ur voru valdir að, glæpurinn bæði við Canada og Bretaveldi’----- — Þannig sýndi Hon. Robert Rogers fram á, hvernig Laurier og Liberalflokkurinn hefðu barist með hnúum og hnefum á móti samein- ing milli Canada og Bretaveldis, og með þeirri framkomu sinni voru þeir valdir að því, að Þýzkir töldu sér óhætt, að ráðast á Bandamenn, þvi að Bretum myndi enginn styrk- ur koma neinsstaðar frá. — Þýzkir fóru að halda, að nýlendunum væri eins illa og þeim sjálfum við Breta- veldi. Þeir bygðu á þessum skoðun- um Liberala, þessum fjandskap Lauriers og flokksmanna hans til Breta, og má því segja, að Laurier hafi að þessu leyti verið ein máttar- stoðin, sem Þjóðverjar treystu. — Þegar nýmælin komu fyrir þing ið, að veita hermönnunum kosn- ingarrétt á vígvöllunum, þá risu þeir Laurier og flokkur hans upp og börðust á móti þessu af öllum mætti. Af því að þeir elskuðu föð- urlandið og frelsið svo mikið, að þeir vildu deyja fyrir það, þá máttu þeir ekki hafa atkvæðisrétt. Og þegar lög þessi loksins komust í gegn, þá var búið að breyta þeim svo, að þau voru sem næst óhaf- andi. — Og svo var Laurier og flokkur hans á þingi stöðugt að vinna á I móti því, að stjórnin gæti fengið peninga til ])ess að leggja fram sinn skerf til stríðsins. Þeir vildu koma í veg fyrir, að Canada iegði nokkuð fram; Jreir vildu hleypa upp póli- tiskum ófriði innanlands, til þess að reyna að fá tækifæri til að kom- ast að stjórnarjötunum aftur. Og nú vita allir, að þeir þar eystra eru að vekja stríð og hatur milli þjóð- flokkanna, sem land Jietta byggja, og spúa ótæ-pt eitrinu yfir alþýðu manna,' frá “Torres Vedras” skíð- görðunum, sem þeir standa á bak við. — í ræðu sinni lofaði Mr. Rogers Canada fyrir framkomuna í stríði þessu. Vér værum allir og ættum allir að ganga fram í einni fylkingu á móti hervaldi Þjóðverja og ágirnd, er þeir vildu leggja undir sig sem mest af Bretaveldi. Vér yrðum að brjóta niður þær óskir og vonir Þjóðverja, að gjöra Canada að öðru Alsace Lorraine, sem þeir tóku frá Frökkum 1871. Og þó að vér á sama tíma þurfum að berjast heima á móti Laurier og sveitum hans, þá skulum vér vera til þess búnir. Þegar stríðið er búið. — Mr. Rogers sagði, að Bretar og Bandamenn myndu vinna sigur í stríði þessu, svo fuilkominn, að það yrði seinasta stríðið um fieiri mannsaldra, og þegar lokið væri þessu starfi stjórnarinnar, l)á kæmi til að byggja upp land og lýð, og yrði það hið þýðingarmesta mál | fyrir alt Vestur-Canada. — Kvað hann það skyldu stjórnarinnar, að ! efia hag iandsbúa, svo að Canada I yrði eitt hið fremsta og farsælasta land í hinu brezka veldi. En til þes» I þyrfti undirbúning. Stríðið hefði j kent oss, hvað það væri, að vera | illa undirbúinn. Fyrir það hefðum i vér tapað tugum eða hundruðum þúsunda af mönnum og milíónum dollara i peningum. Vér yrðum a5 draga til vor strauma af góðum inn- flytjendum. Og vér höfum betra a5 bjóða þeim en nokkurt annað land í heimi. Vér verðum að búa oss undi,r að gjöra þá alla farsæla og í fylsta máta ánægða. Vér verðum að setja upp fjölda mikinn af fyrir- myndarbúum. Og þangað getur stjórnin sent þúsundir hermanna, sem heim koma úr stríðinu og vilja taka fyrir sig búskap og akuryrkju. Innflutningur og iðnaður. Vér verðum að láta þá hafa nóg rúm á búum þéssum, því að mikill verður straumurinn frá Evrópu. Og þegar þeir eru búnir að sýna, að þeir kunna vel til bændavinnu og fellur hún ve), þá verðum vér að hjálpa þeim til að setja sig niður, svo að þeir geti farið að framleiða eitthvað. Og hvað iðnaðinn snert- ir, þá mun stjórnin líta eftir því, að mennirnir verði ekki aðgjörðalaus- ir, þegar friðurinn verður saminn. Stjórnin er nú þegar farin að líta eftir, hvað mikið af varningi vér getum búið til sjálfir, sem vér nú þurfum að kaupa. En öll þjóðin þarf að hjálpa oss til þess, að vera viðbúnir við öllu þessu. Og nú er einmitt tíminn tii að starfa. Nú legst oss tækifærið upp f hendur,— hið mesta, sem þessi kynslóð hefir séð eða mun nokkurntíma sjást á næstu hundrað árum. Og sannfær- ing vor er sú, að séum vér undir það búnir, að nota tækifærin, þá muni hagur vor að fáum áruin liðnum verða betri, en nokkurn- tíma áður. Ef vér nú verjum fáein- um milíónum dollara til að búa oss undir friðinn, þá munum vér r.pp- skera ótölulega milíónir fyrir Can- ada á komandi árum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.