Heimskringla - 03.08.1916, Síða 4

Heimskringla - 03.08.1916, Síða 4
HEIMSOINGLA (StofnuS 1886) Kemur út á hverjum Fimtudegi. tjtgefendur og eigendur: THB VIKIXG PKBSSt ITD. VertS blaBsins í Canada og Bandaríkjun- um $2.00 um áriti (fyrirfram borgatS). Sent tll fslands $2.00 (fyrirfram borgatS). Allar borganir sendist rát5smanni blatS- gins. Póst eSa banka ávísanir stýlist til The Viking Press, Ltd. M. J. SKAPTASON, Ritstjóri S. D. B, STEPHANSON, rátSsmatSur. Skrifstofa: T2» SHERBROOKE STKEET., WINNIPEG. P.O. Doi 3171 Talsíml Garry 4110 l^V7|ÉR SKULUM ALDREI SLIÐRA 4|pjy|| SVERÐIÐ fyrri en Belgía í fullum mæli er búin að fá alt, sem hún tTnWsiJ hefir í sölur lagt og meira; ekki fyrri en Frakkland er trygt og óhult fyrir á- rásum fjandmannanna; ekki fyrri en rétt- indum hinna smærri þjóða í Evrópu er áreið- anlega borgið, og ekki fyrri en hervald Prússa er brotið og að fullu eyðilagt.—ASQUITH. Hinn nýji fylkisstjóri. —o— Það er enginn efi á því, að fjöldi manna gladdist stórlega, þegar það fréttist, að Sir James A. M. Aikins væri kvaddur til að vera Lieutenant-Governor Manitoba fylkis um næsta tímabil. Mikill þorri fýlkisbúa og að líkindum hver einasti maður, fullvaxinn, í Winnipeg þekkir hann. Og öllum er hlýtt til hans. Maðurinn er svo snyrtilegur, lipurleg- ur, glaðlegur og gáfulegur, að hann dregur til sín huga og þokka allra þeirra, sem hlusta á hann eða veita honum nokkra eftirtekt. Auk þess er hann hvatlegur og snarlegur. Og sem fulltrúa konungs eða stjórnarinnar geta menn ekki hugsað sér liprari eða geðfeldari mann. Það er ekkert krókótt, ekkert bogið, ekkert grunsamt við þenna mann. Hann er sjálfstæður maður og auðugur. Hann þarf eki að fara ofan í nokkurs vasa, nema sinn eigin, og er alþektur fyrir að vera ör á fé til velferðarmála fylkisbúa og stofnana margs- kyns hér í fylkinu. Hann er hámentaður maður, og viður- kendur um margra ára tíma, sem einhver fremsti lögmaður í fylkinu. Hann er maður sá, sem kanske hefir unnið meira en nokkur annar maður hér að vínbannsmálum fylkis- ins. Hann tók að sér forustu Konservatíva í fylkinu fyrir seinustu kosningar, og bauð sig fram sem þingmaður í Brandon — og féll. Og það var víst hver einasti Konservatívi, sem tók sér það ákaflega nærri. Menn væntu sér svo mikils af honum; hann var svo heið- arlegur, hreinn og í alla staði elskulegur. Og vér vitum, að jafnvel mörgum Liberölum þótti það miður, að hann skyldi ekki ná kosningu. Og Liberal blaðið “Winnipeg Free Press” fer um hann fögrum og hrósandi orð- um, er blaðið getur um harfn sem hinn nýja fylkisstjóra hér í Manitoba. Þó að hann félii í þessum seinustu kosn- ingum, var þó þetta aðalatriði í stefnuskrá hans, vínbannslögin, viðtekið á fyrsta stjórn- arári Liberala, án þess að breyta einu orði í þeim. Þetta er viðurkenning, sem hann hefir fengið alveg eins frá Liberölum eins og Kon- servatívum, og það svo skjótlega, að sjaldan eru þess dæmi. Verði þetta sæti og embætti, sem hann nú skipar, honum til gleði og ánægju og far- sælt og framkvæmdaríkt fyrir alla fylkisbúa! Vér fögnum allir yfir heiðri hans. Mætari mann var ekki hægt að fá til að setjast í fylk- isstjóra stólinn. -----o------ Fólkið ræður. —O— Aldrei fyrri í heiminum hefir það verið jafn átakanlegt, jafn skýlaust, að nú fyrst eru reipin að rakna úr höndum drotnanna, konunganna og harðstjóranna, eins og einmitt nú. Og af öllum þeim þjóðum, sem nú eru að berjast, hefir engin þjóð sýnt það eins tví- mælalaust eins og Bretar. Þjóðirnar allar á meginlandinu höfðu herskyldu. Þegnar drotn- anna voru skyldir að berjast, að æfa sig í hernaði, og grípa svo til vopna, hvenær sem koungurinn eða keisarinn heimtaði. Það var keisarann og hans ætt og stól og eignir, sem þegnarnir þýzku og allir aðrir þe^nar voru skyldir að verja. En á Bretlandi var enginn skyldur að berjast. En þegar háskinn kom og voðinn þýzki stóð fyrir dyrum, — þá koma menn af fúsum vilja og bjóðast til, að leggja líf og Iimu og eignir í sölurnar til þess að frelsa land og lýð. Þeir voru seinir á sér, Bretar, þeir eru það æfinlega, — en þegar Bretinn er kominn á stað, þá er ekki hægt að stöðva hann. Hann heldur áfram, þó að all- ir aðrir gefist upp. Frakkar eru elskulegasta þjóð og hafa komið fram í stríði þessu af stakri snild; en þeir höfðu herskyldu í lög- um áður an stríðið byrjaði. Frakkar eru lýð- veldi, en hin *kin Bandamaana ®kki. En það reynist nú hið sama hjá öllum Bandamönnum, hvernig svo sem stjórnarfyr- irkomulaginu er háttað, — að það eru þjóð- irnar, sem standa á bak við stjórnir sínar, hvort sem það er þjóðveldisstjórn eins og á Frakklandi, þingstjórn eins og á Englandi, með konungi sem heiðursformanni, eða hálf- gjörð einveldisstjórn eins og á Rússlandi. — Það eru þjóðirnar, sem leggja til hermenn- ina, fallbyssurnar, skotfærin, peningana. — Það eru þjóðirnar, sem halda uppi stríði þessu. Þær vilja ekki láta troða sig undir fót- um; ekki láta ræna sig eignum; ekki láta j hefta frelsi sitt og afkomenda sinna. Þær vilja ekki beygja kné fyrir albrynjuðu, samvizku- lausu harðstjóravaldi. . Það má ganga að því vísu, að enginn höfðingi, konungur eða keisari er svo vold- ugur, að hann geti haldið áfram að láta þjóð j sína berjast, sé henni það nauðugt, og ef að j hún sér það, að hún getur ekki sigur unnið. | — 'Þjóðverjar ætluðu sér það, að halda ítfcl- um frá að fara í stríðið á móti sér. Italir voru í upphafi í bandalagi við þá; en þeir neituðu að fara á móti Frökkum og Bretum, sem voru vinir þeirra, og Þjóðverjar gátu ekki að gjört. En svo höfðu þeir sinn bezta mann, Buelow prins, sem sendiherra á Italíu, til að halda Itölum að minsta kosti frá að snúast á móti sér. Þessi sendiherra Þjóðverja keypti stjórnmálamennina hvern af öðrum, — en hann gat ekki keypt þjóðina. Þjóðin hataði Austurríki og þjóðin réði því, að Ital- ir fóru á stað. Búlgara og Tyrki keypti Vilhjálmur með sér, og Grikki, það er að segja: stórhöfð- ingja þeirra keypti hann. En þjóðin gríska eða meiri hluti hennar, var hlyntari Bretum og Frökkum en Þjóðverjum. Stjórnin gríska gat þó samt ráðið því, að Grikkir sviku öll sín loforð og rufu alla sína eiða við Serba. j En þjóðin var ekki með því, það var kon- j ungurinn og stjórnin. Stjórnin gat haldið ! stefnu sinni Þýzkum í hag um stund, en nú er það búið og það er þjóðin sem ræður. Eftir því sem líður á stríðið, taka þjóð- irnar meiri og meiri þátt í stríðinu. Það þarf ! enginn að herða á þeim, Bandamanna megin j að minsta kosti. Móðurinn er búinn að hrífa Rússa, svo að þeir hugsa nú ekki um annað, en að brjóta óvini sína undir sig. Ef vér hefð- um augu til að sjá það, myndum vér sjá mennina koma fram úr frumskógum Rúss- lands og Síberíu; á hverjum einasta stig eða skógartroðningi, um alt hið víðlenda Rúss- land, eru menn á ferð, skinnfeldum eða hrein- bjálfum búnir oft, og allir stefna þeir til víg- vallanna, til heræfingastaðanna, til járnbraut- anna, til að komast sem fyrst þangað sem barist er fyrir hinu “heilaga Rússlandi”. Og allar þessar þjóðir Bandamanna: Frakkar, Bretar, Rússar, ftalir, myndu nú taka því ílla, ef að alt í einu væri farið að ; tala um frið. Hver sú stjórn, sem reyndi það, myndi óðara fá skellinn. Hún yrði að fara frá. Þjóðin myndi steypa henni eða gjöra uppreist ella. Allar þessa þjóðir Bandamanna i fóru nauðugar út í stríðið; þær fóru út í það til að vernda sig og varðveita réttindi eftir- komenda sinna. Og nú er þeim alvara, að brjóta Þjóðverja svo á bak aftur, að sonum þeirra og dætrum, barnabörnum og afkom- endum þurfi ekki að standa neinn ótti af þeim á næstu hundrað árum eða meira. Verði það ekki, þá er öllu þessu blóði úthelt til einskis. Og nú er það að sjást betur og betur með hverjum deginum, að Þjóðverjar eru undan að láta, að þeir geta hvergi staðið á móti Bandamönnum. En Þjóðverjar eru farnir að sjá það líka, að þeirra frægðardagar eru taldir og koma j aldrei aftur í þessu stríði. Þeir kunna að geta ; unnið smá-sigra stöku sinnum og staðið á j móti óvinum sínum og gjört þeim mannskaða og peningatjón. En stríðið geta þeir ekki j unnið héðan af, framar en vatnið renni upp j á móti. Höfðingjar Þjóðverja vilja kanske j fresta þessu, og þeir geta það um stund, því að vald þeirra yfir Þjóðverjum er meira en vald nokkurrar stjórnar í öðrnm löndum yfir samþegnum sínum; en því lengur sem dreg- ur, því erfiðara verður það. Og þegar hug- myndin um að hætta er komin inn hjá allri þjóðinni, þá geta barúnar og vildarmenn Vil- hjálms ekki lengur ráðið við hana. Það fara að koma upphlaup og róstur hér og hvar um landið. Vilhjálmur sjálfur er farinn að örvænta, — það sézt á ræðum, sem hann er að halda nú. Hann getur ekki dulið hatur sitt til Breta, og kennir þeim um alt saman. Hann skorar á þjóðina að yfirbuga þá; segir, að þeir hafi byrjað stríð þetta, þessi börn myrkrahöfð- ingjans. Þýzkir megi aldrei gefa þeim grið; þeir hóti öðru stríði eftir þetta. En spurn- ingin er nú: Hhað lengi getur Vilhjálmur látið Þjóðverja hlýða sér nauíjuga viljuga? Óefað nokkurn tíma ennþá. En einlægt eru fleiri raddir að vakna á Þýzkalandi. Og þeg- ar sjálfur foringinn, upphafið og orsökin til þessa stríðs, er farinn að tapa allri von, þá ætti þjóðin þýzka að fara tfl og táka í atreng- inn. ^ Nú skyldu menn ætla að fyrir nokkru hefðu viti bornir og skyni gæddir menn í Vilhjálms sporum, séð það, að þeir gætu ekki unnið, það væri ómögulegt og óhugsandi. — En Vilhjálmur hefir svo mikið af þessari stór- menna-flónsku, hann ætlar sig svo mikinn og vitran, að sér geti ekki skjátlast í nokkru. Þessi hugsun hefir margan ti! glötunar dreg- íð, og mun honum fara sem öðrum, að því ver fer, sem lengur Iíður. Því að það eru ekki einstakir menn, sem ráða eiga, sízt ættirnar konunga, heldur er það þjóðin sjálf; — það er fólkið, sem æfin- lega á að ráða, en engin stétt og engir ein- staklingar, nema sem fulltrúar, er framkvæmi vilja þjóðarinnar. Og nú mun að því koma, að Vilhjálmur kenni sjálfur á fólsku og flónsku sinni. -----o----- Norðurálfan eftir stríðið. Aldrei hefir heimurinn séð annað eins stríð og þetta. Aldrei hefir annar eins við- burður komið fyrir í sögu mannkynsins, er sé eins átakanleg bending til þjóðanna um nauðsynina til þess að halda saman, til þess að geta varnað því, að nokkurntíma komi annað eins fyrir og þetta. 1 ræðu sinni nýlega segir Briand stjórnarformaður Frakka, að þetta sem Bandamenn séu nú að gjöra, að brjóta á bak aftur hervald og yfirgang Þjóð- verja, sé að eins byrjunin á starfi þeirra. Það sé að eins byrjunin eða hornsteinarnir til hins nýja stjórnarfyrirkomulags í Evrópu.— Eftir stríðið hljóti þjóðir þessar að halda sambandinu áfram. Þær þurfi að fylgja fram öllum friðarskilmálunum milli þjóðanna. Briand segir meðal annars á þessa leið: “Hinn nýji heimur, sem rís upp eftir sigur Bandamanna, heimtar nýja siðu og nýja háttu — nýjar hugmyndir og nýtt fyrirkomulag, sem alt hlýtur fram að koma við hinar miklu breytingar, sem verða á öllu ástandi og hugs- unarhætti manna. Vér vorum neyddir út í stríð þetta; en það mun festa og tryggja réttindi manna og hefja hátt á loft fána freis- isins og réttlætisins. Það mun sýna öllum Bandamönnum skýlaust og tvímælalaust, að þeir hljóta að standa saman og styðja og efla hver aðra til varnar móti öðrum eins glap- ræðum og vér nú höfum orðið að glíma við”. Blóð þeirra Breta og Frakka og Rússa og Belga og Serba og Itala hefir nú saman runnið í straumum þungum á vígvöllunum, og runnið saman í einn lög, líkt og fóstbræð- ur til forna gjörðu, er þeir hétu hvor öðrum æfilangri trygð og vináttu. Þetta hið komandi samband þjóðanna ætti að verða og verður hið mesta og tryggasta bræðralag í heimi og gefur hinum gömlu þjóðum í Evrópu og öll- um heimi fagrar vonir um bjarta framtíð og friðsama, þegar lítilmagninn verður ekki fótum troðinn; en ofstopa,- og illræðismað- urinn verður niðurbældur, hvort heldur það verða einstakir menn eða heilar þjóðir. * Þetta verður mikið verk og fagurt, enda verður mikið búið til að kosta. -----o------ Milíónagróðinn gengur í sig. —o— Hann fer heldur minkandi þessi blessaði gróði, og verða menn að sætta sig við það, sem ekki er hægt við að gjöra. Nú kemur fregn frá New York hinn 28. þ. m. um að lán Vesturfylkjanna í Canada muni flutt verða frá Lundúnurn til peninga- markaðarins í New York, — en þó tæplega í jafn stórum stýl og Winnipeb búar gjörðu sér vonir um. Er það altalað, að merkir og rík- ir bankamenn í New York séu fúsir að lána Manitoba fylki 3 milíónir, en Saskatchewan 2 og Winnipeg borg einar 2 milíónir dollara. Þessum peningum á að verja til að taka upp eða kaupa skuldabréf fylkjanna tveggja og Winnipeg borgar í Lundúnum. EF að þetta gengur alt greiðlega, þá kunna peningamennirnir í NewYork að leggja fram meira. En mjög þykir mönnum grun- samt um það, hvað mikið af útistandandi skuidabréfum fylkjanna og borgarinnar, sem nú eru í Lundúnum, menn muni geta fengið keypt. Þeir kunna að vilja halda í þau. Og svo er annað: En það er, að sum af skuldabréfunum geta New York peninga- mennirnir ekkert átt við laganna vegna, og sum fyrir það, að þau hljóða upp á stuttan tíma og eiga því að borgast bráðlega. — I bezta lagi segjast bankamennirnir getá tekið 15 milíónir, eða lánað 15 milíónir báðum fylkjunum og Winnipeg til samans. Er það stór munur og á því, sem fyrst var á lofti haldið, þar sem grípa átti upp skuldir Mani- toba fylkis og Winnipeg borgar, er næmu til samans 51 milíón dollara. En nú fást að eins 7 milíónir og þar af 2 milíónir dollara fyrir Saskatchewán. En svo tjáir ekrki að tala um það. Ef að tögin skyldp banna eða peningamarkaðurinn neila, þá er ekki gott að gjöra við þW. Mannúð Þjóðverja. Stríðsfréttaritari blaðsins “Chi- eago Daily News”, W. ,J. L. Kiehl, að nafni, sendi blaði sínu, og beim flokki blaða, sem samið hafa um að kaupa og flytja fréttir hans, sögu þá, í lauslegri þýðingu, sem hér fylgir: — “Hadervijk, á Hollandi, 5. júní 1916. Það voru komnir saman þó' nokkrir ‘herforingjar’, æðri og lægri, í samkomuskála á heræfinga- stöð “einhversstaðar á Hollandi”. Hurð var hrundið upp og inn kom þýzkur undirforingi, en hollenzkur að ætt og uppruna. Hann var bara dreng-hnokki — var rétt kominn á tvítugasta árið, — en bar járn- krossinn prússneska á brjósti, og var þá búinn að taka þátt í 53 or- ustum; hafði þrisvar særst, en komist á fót aftur og — í herinn. 1 vor fékk hann svo mikla snjó- birtu, þar sem hann lá í skotgröf- um austur á Rússlandi, að liann var sendur heim til iækninga. “Já”, sagði þessi stríðsþjakaði drengur, við foringjana hollenzku, — ,“já, við erum allir þreyttir, — ekki liðsmenn að eins, heldur einn- ig foringjarnir, jafnvel við erum þreyttir. Þess fyrri, sem friður kem- ur, þess þakklátari verðum við allir”. Aliir viðstaddir voru sólgnir 1 sögur frá vígvellinum og þyrptust^í kringum koinumanninn. Einhver í hópnum tók þá að vegsama heraga Þjóðverja og boðhlýðni liðsmanna. “Heraga”, sagði sá með krossinn á bringunni og Jék meðaumkunar- bros um varir hans. “Eg ska' scgja ykkur ögn um heraga, ef þið viljið, — segja ykur, hvernig þeir eru æfð- ir, sem valdir eru til að gjöra á- hlaup á virki eða skotgrafir, svo að þeir læri að hika hvorki né víkja. “Nokkrum dögum áður en á- hlaupið er fyrirhugað, er flokkur sá, er áhlaupið skal gjöra, sendur út á völl, þar sem kúlur óvinanna springa sem þéttast, og þar er liðs- mönnunum raðað í fylkingar. For- ingjarnir standa frammi fyrir þeim og iáta þá gjöra allar venjulegar heræfingar, eins og ef þeir væru í heræfingaskóla heima hjá sér, en yfir höfði þeirra, umhverfis þá og mitt í hópnum, springa kúlur ó- vinanna með látlausum brestum og gný. Skyldi einhverjum verða það á, að ‘ki])]>ast við’, eða líta um öxl sér til að sjá, hvar l)essi kúla kemur niður, þá cr sá hinn sami, fyrir- vara og vægðarlaust, skotinn tii dauðs — fyrir bleyðiskap. “Líðsmönnunum er á þennan veg innrætt það( að þegar þeim er skip- að að gjöra áhlaup, er dauðinn vís að baki, ef þeir bara hika, og að eina lífsvonin er fólgin í því, að ráðast á óvinina ’ í vonleysis-æði, grönn eins og sú lífsvon er. “Einusinni var eg sjónarvottur að því, sem annars er mjög fágætt í þýzku herliði, en það var, að liðs- manna-flokkur neitaði, — þverneit- aði, að hlýða boði foringjans. Liðs- mönnunum hafði verið skipað, að skjóta tvo vopnlausa borgara, en sem iiðsmennirnir ailir álitu gjör- samlega sýkna saka. ! Foringinn stóð undrandi, — vissi ekki, hvaða ráð skykli taka. Hann sá það á svip allra, að heila her- deildin hafð i sama álit á málinu eins og iiðsmenrMrnir, sem neitað höfðu að gjörast banamenn þess- ara tveggja borgara. Hann þorði því ekki að kalla fram annan flokk til þees að vinna verkið. Hann tók því það ráðið, að bíða þar til önn- ur herdeild færi um þorpið. Það gjörði hann, og eftir að hafa haft tal af foringja þeirrar læildar fékk hann viija sínum framgengt. “Að þessu verki loknu fór hann að hugsa um að hegna þeim iiðs- mönnum sínum, sem neitað höfðu að drepa þessa sakiausu borgara. Hann iét taka þá alla, festa bönd um úlfliðu þeirra, varpa svo lausa endanum bandanna yfir greinar á skóga»trjám og drága þá upp þang- að til fætur þeirra voru lau’sar frá jörðu; festa svo böndin um trjá- greinarnar og láta mennina hanga á úlfliðunum í lausu lofti. Og þar máttu þessir vesaiingar hanga í sex klukkustundir. Allir voru þeir nær dauða en iifi af þreytu, af meiðsl- um og af.þjáningum þegar hegn- ingartíminn var á enda, — en her- aganúm var forðað frá doða og frá rotnun. Þessir liðsmenn voru svo útleiknir að það eru engar líkur til, að líknsemi eða mannúð komi þeim til að óhlýðnast boði foringj- ans í annað sinn”. Hoilenzku foringjarnir létu undr- un sína í ljósi yfir þessu ódæði og sögðu allsendis ómögulegt, að ann- að eins gæti komið fyrir í her Hol- iendinga, — að herinn þeirra allur gjörði uppreist og réði foringjann af dögum^ heldur en láta slíkt við- gangast. “Eg hefi vísvitandi haldið nafni sögumannsins ieyndu”, segir frétta- ritarinn, “og nafni þeirrar herdeild- ar, sem iiann tilheyrir. Hefði eg op- inberað það, og þeski ungi maður svo slðar, að afturfenginni fullri sjón og heilsu, viijað reyna sig á ný í iiði Þjóðverja, þá yrði hegning iians eflaust þung fyrir mælgina ut- an vébanda”. Hr. Jónas Þorbergsson. í Lögbergi dagsettu 27. þ. m. seg- ir þú: “að þér þyki athugasemdir mínar við svar þitt það ómerkileg- asta, sem komið hafi frá minni hendi; eg leggi auðsjáanlega alt kapp á, að þyrla upp sem mestu ryki, og villa mönnum sjónir”. Þetta er nú þinn dómur! Og sam- kvæmt framkomu þinni i þessu máli er liann einskisvirði. Það eru þeir lesendur, sem eru öllum mála- vöxtum kunnir, sem eg álít að séu dómendur í þessu máli. Og eg er ó- hræddur að leggja það undir úr- skurð þeirra. Þú segir, að eg virðist hafa veitt fyrirlestrinum litla eftirtekt, en hnotið um þessi tvö orð: “andlegir Hornstrendingar”, — og strandað þar. Þetta er ekki rétt. Eg hefi hvorki hnotið eða strandað á þess- um tveimur orðum. Það var öil klausan^ sem þú hnýttir aftan við athugasemd þína, Argyle íslend- ingum til niðrunar, sem eg tók til yfirvegunar. Eg vona, að eg hafi sannfært aila, sem hér eiga lilut að' J máii, að ummæli þín og sleggjudóm- i ur gagnvart okkur, hafi við ekkert að styðjast ncma ómerkilegar grill- | ur í þfnum eigin heiia. — Þú segist iiafa sagt það eitt um Argyle íslend- inga: “að þér virðist skorta til, að þeir sköruðu fram úr í félagslegum | og andlegum störfum, svo sem þeir gjöra í búskaj), að sögn kunnugra manna”. — En þetta er alveg til- hæfulaust. Hverjirvoru þessir kunn ugu menn, sem gáfu þér þessar uppr lýsingar? Yilt þú gjöra svo vel að birta nöfn þeirra? Þessi skýrir«; er heldur ekki til í slettu l>inni th Ar- ! gyle íslendinga. Búskapar áhyggjur J vinnumanna koma hér ekki til J greina. Það eru bændur og iand- í takendur, sem hér hefir verið um að ræða; það ei' því utan við mál- efnið að tilfæra siíkt. Viðvíkjandi félagsstarfsemi og fjárframlögum til slíks, er eg fús til að auðsýna þér þá eftirlátssemi, að við berum saman “plögg” okkar, og' sjáum hvor er sjáifum sér samkvæm- ari. Þessi deiia hefir þó haft þau áhrif á þig, að þú ert nú hógværari í síð- asta ávarpi þínu “Til íslendinga f Argyie”, en þegar þú byrjaðir um- I Þóta-tilraun þína(H) 13. maí síðast- liðinn. Árni Sveinsson. Allir góSir íslendingar vilja eiga fána íslands. íslendingadagsnefndin hefir mikið af fánum lslands til söiu, hvern fyrir 25 cents. Það væri ágætur gripur fyrir unga sem eldri, að hafa með sér af Deginum til minningar um hann og gamla landið. Þeir, sem landið elska, ættu þó að hafa fána þess, — minna má það varla vera. KENNARA VANTAR Við Diana skóla, No. 1355 (í Mani- toba) frá 14. ágúst næstk. til 1. des- ember. Umsækjandi verður að hafa “3rd (’fess Professional Certificate. Hver, sem sinna vill tilboði þessu, greini undirrituðum frá æfingu sem kennari og hvaða kaup óskað er eftir. Til 5. ágúst verður um- sóknum veitt mótftaka. Magnus Tait, Sec’y-Treas. P. O. Box 145 4t . Aiítier, Sask.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.