Heimskringla - 26.10.1916, Blaðsíða 1

Heimskringla - 26.10.1916, Blaðsíða 1
XXXI. AR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 26. OKTÖBER 1916 NR. 5 Sextugur í dag. Fregnir beint frá Vilhjálmi Stefánssyni Rannveig Sigríður Friðriksdóttir Tiorson Það var fyrst hinn 23. þ. m., að fregnir komu til Ottawa frá Vil- hjálmi Stefánssyni. Hvalveiðaskip kom með bréf frá honum til San Francisco og var bréfið opnað þar og sent stjórninni með rafskeyti. Hinn 5. maí var Vilhjálmur á Murray höfða á hinu nýja landi, sem hann hefir fundið í Beaufort höfunum. Allir fyigdarmenn hans voru við beztu heilsu, þegar hann skrifaði, og voru þeir að gjöra landmæl- ingar og landabréf af landinu nýja og lifðu á dýrum, sem þeir veiddu og skutu. Höfðann Murray nefndi Vilhjáimur eftir prófessor Murray, sem fórst á skipinu “Karluk”. B. L. BALDWINSON, aðstoðarfylkisritari. Hann er fæddur á Akureyri við Eyjafjörð 26. október 1856. — Kom hingað til lands árið 1873, og settist að í Toronto borg. Hingað til1 fylkisins fluttist hann vorið 1882, og settist að hér í Winnipeg, og . r heimili hans verið síðan. Árin 1883—1896 vann hann að jnnflutningi Islendinga h;ngað til lands fyrir sambandsstjórnina. — enmskringlu keypti hann árið 1898, og var ritstjóri hennar þar til í ^pril árið 1913, en eigandi til árgangsloka sama ár. — Á fylkisþing- mu sat hann frá 1899—1907 og frá 1910—1913, er hann lagði nið- «r þingmemskuna til þess að taka við aðstoðarfylkisritara embættinu i Manitoba stjórninni. Heimskringla óskai afmælisbarninu sextuga heilla og blessunar! Stríðs=f réttir Undanfarna daga hefir veðrið á ■ akklandi verið súld og rigningar l>oka og hefir þvf verið óhentugt i framsóknar, því að stórskotalið- ! . >ar^...a® sjá til félaga sinna, er þeir gjöra áhlaupin á óvinina og i'ins sjá til fylkinga fjandmannanna 'var þœr seekja fram. En er nú er l'.iartara veður, er alt hægra; enda »óttu Bretar fram norður af Thiep- val við Somme; það er nyrzt 1 geil- inni stóru, eða yzt til vinstri hand- ar f henni, )>egar maður kemur að vestan. Þarna sóttu Bretar fram á laugardaginn á 5000 yarda svæði og lirundu Þýzkum 500 yards aftur á öak og tóku yfir þúsund fanga. — (írafirnar ]>ar eru í þurru. liáu landi ug eru' djúpar, og niðri í jörðu eru Kkólar miklir og íbúðir hlýjar og þurrar og þvf ágætar til vetrarsetu. Mlíkar vistir þykir Þýzkum ilt að missa undir veturinn og hafa því varist þarna af hinu mesta kappi, og bardagarnir um þær liafa verið hinir grimmustu.—. Sunnantil í geil- inni sóttu Frakkar fram við Chaul- nes og tóku þar skógartopp einn er Þjóðverjar héldu og var ]>ar einnig blóðugur bardagi. Tvisvar sinnum á j sunnudaginn gjörðu Þýzidr hin snörpustu áhlaup á þá; «n FrakK- ar hrundu þeim aftur eins og þeir eru vanir. Er l>að ilt að etja þýzk- um skalla á móti 75 millimetra kúl- unum Frakka eða maskínubyssum beirra. Og ]>ó að þeir komist snöggv ast í einliverjar frcmstu grafirnar, er Frakkar hafa tekið, ]>á er það feigð- arflan. Það er eins og Frakkar gjöri oft leik til þess, því að undireins og Þýzkir komast ofan í grafirnar, þá koma Frakkar á harðahlaupi með þyssustingina fram undan sér, og mfinlega fer það á einn veg; að nokkrum mínútum liðnum halda Frakkar gröfinni; en Þjóðverjar þggja allir dauðir nema þeir sem upp gefast. Maekensen og Búlgara og Tyrki sunnan við Dónár-ósa. Þeir verða að berjast þarna upp á líf og dauða. Þeir gátu lika hrakið Rúmcna upp í fjöllin og sumstaðar f gegnum fjallaskörðin norðan við Rúmeníu. Því að Rúmenar urðu að taka nokk uð af liðinu, sem þeir fóru með norður yfir fjöllin og senda l>að á móti Mackensen. En nú eru Rúmen- ar farnir að sækja sig í fjöllunum og liafa mætt Þýzkum allstaðar. En þeir höfðu orðið að hrökkva undan fyrir það, að Austurríkismenn höfðu langskeytar i fallbyssur, og gátu skotið þá niður hópum saman, en byssur Rúmena náðu ekki til ó- vinanna. F’n þegar í fjöllin kom. þá var þyngra að sækja fyrir Austur- ríkismenn. Rúmenar héldu tindun- um og veltu niður á Austurrfkis- menn björgum og oft logandi tunn- um og þótti Austurríkismönnum ilt við það að etja og fengu manntjón oft mikið, og hafa sfðan allstaðar orðið að síga undan, nema við Dón- ár-ósa, þar sem Mackensen er. Hann srekir nú heldur á. Við Ossowa, norðan við Dóná, hef- ir Rúmenum aldrei hnekkir komið; enda er mjög árfðandi fyrir ]>á. að halda þeim stöðvum, en ilt fyrir Þjóðverja að geta ckki þokað þeim, því að þar teppa Rúmenar alla um- ferð á ánni að vestan. Falkenhayn særður. Sagt er að I’alkenhayn, foringi Þjóð- verja í Ungarn, sé særður, og vai hanp um eitt skeið talinn beztur foringi Þjóðverja — áður cn þeir Hindenburg og Maekensen komu til sögunnar. — Von Kluck ér líka frá, að sagt er. Haríir bardagar í Transylvaníu. í Transsylvaníu eða suðaustur- hluta Ungarns gjörðu Þjóðverjar og Austurríkismenn kviðu mikla á Búmena og eins á Rússa í Galizíu. Þeim var annaðhvort að gjöra, að hrinda Rússum aftur í Galizíu og Rúmenum úr Transylvaníu, eða mái þeirra voru töpuð, og eins er ineð Mackensen hamast. En í Dobrudja sunnan við Dónár- ósa, segja fregnir á mánudaginn að Mackensen liafi hamast svo með Búlgara, l'yrki, Þjóðverja og Aust- urríkismenn, að með Svartahafinu hafi Rúmenar og Rússar hrokkið undan hónum og norður yfir járn- brautina frá Constanza til Tzerna- voda, þar beint austur af við Dóná. Þar vill Mackensen fyrir hvern mun •ná brúnni yfir ána, því að það er eina brúin ti lað komast inn í Rúm- cníu að sunnan, og gæti hann þá vaðið yfir bygðina eins og yfir Serb- íu. En búast má Mackenscn enn við hröum bardaga, áður en liann nær brúnni. Hérna sjáið þér brynvagninn, gandinn, orminn drekann, “tankið” eða livað hann er kallaður, sem orðlagður er á vigvöllunum. '>etta er seinasta myndin af ferlíki þessu eða “caterpillar”; hann gengur undir ótal nöfnum. Hvort hann e- alvcg svona, viVum vér ckki úbyrgjast, en ætlum að nærri fari. Hann hcfir sparað Bretum 20 til 30 þúsund manna við Somme, sem fallið hefðu í áhlaupunum og nú lcgið kaldir og dauðir. Frakkar cru farnir að brúka liann. Hann heíir verið f bardögum á Grikklandi. llann hefir verið sendur til Rússiands. ----- Og liann er algjörlega uppfundinn og smfðaður af Bretum. Hann er allur ein hj >1 og skriðbelti að neðan. Hann hefir 4 maskfnubyssur og getur hver þeirra skotið 500—800 skotum á mfnútunni, eða allar á minútunni eiiis mörg skot og 20 til 25 þúsundir ntanna, og auk l>e.-s eru ótal göt á honum, sem menn þeir, som inni eru> geta skotiö úr byssum sfnum; og svo brýtur hann alt undir sig. menn og hesta: veltir um fallbyssum, sem ckki eru því stærri, og treður þær ofan í leirinn; hann fer í gegnutn múrhús og veggi; hann skrfður yfir gjár og skurði, þvf að einlægt er hann ciginlega skrfðandi á kviðnum, og það eru að eins skotkólfar iir hinum stærstu fallbyssum, sem granda honum. Hann er bæði ormur og vagn og kastali og borgarbrjótur, og er því ekki furða, þó að Þjóðverjum sé illa við hann. Á austurkantinum öllum, einkum frá Pripet-flóunum og suður að Dóná, er nú hinn grimmasti trölla- slagur og þarna berjast nú sjö milí- ónir manna og sparar enginn ann- an. — Sækir Brussiloff nú harðara fram að Lemberg en nokkru sinni fyrr, og mikið lið hafa Rússar sent inn f Ungarn um syðstu skörðin úr Búkóvínu við Dorna Watra, og hafa þeir stökkt Þýzkum frá skörðunum og styrkt þannig Rúmena þar. Bretar við Somme Vinningar Breta við Somme í sein- ustu tíð hafa verið miklir. Á Jiremur og hálfum mánuði hafa nú Bretar við Somme tekið yfir 30 ]>úsund fanga, 21 smáþorp og bæji, 125 fallbyssur stórar, 109 skurðafall- byssur (Trench Mortars), 429 mask- fnubyssur; en ekki tapað einni ein- ustu fallbyssu sjálfir. Brynvagnarn- ir hafa dugað þeim ágætlega og sparað þeim 20,000 hermanna, sem fallnir hefðu verið í áhlaupunum, ef )>rynvagnarnir hefðu ekki verið, og þó líklega meira, eftir áætlun her- fróðra manna. Og annað hafa bryn- vagnarnir gjört: Þeir liafa sett geig í Þjóðverja, svo að nú vilja þeir hvað sízt elga við Bretann. Og cru Frakkar þó cngir drengir að leika sér við. Verkfall í vœndum? Vér höfum lauslega minst á öðr- um stað á verkfall járnbrautar- manna á Canadian Paeific brautun- um, sem búið er að hanga sem ægi- legt þrumuský í lofti yfir C.P.R. og allri þjóðinni hér. Er það hið mesta verkfall, sem hér hefir orðið, ef að af þvf verður og mundi stöðva flutn- ing allan á brautum félagsins, svo að enginn gæti ferðast neitt eða sent tösku eða eggjakassa til mark- aðar. Það er talið svo að fari þeir á stað í dag (miðvikudag — þetta er skrifað á l>tiðjudag), þá kasti niður verkum 8,000 Conductors, Trainmen og Yardmen, og má þá segja, að svart verði útlitið fyrir Manitoba. Á mánudaginn gjörði stjórnarfor- maður Canada, Hon Sir R. L. Bor- den, tvær tilraunlr til ]>ess, að rcyna að koma samkomulagi á, og fá járn- brautarmennina til þess að fresta verkfallinu, sem þeir voru búnir að ákveða, að byrjaði klukkan 5 síð- degis á miðvikudaginn 25. okt. Borden stjórnarformanni þótti málið svo fskyggilegt og stórt, að hann tók það úr hönditm Mr.Croth- ers, verkamóla róðgjafa, og fór sjálf- ur að reyna til að koma samkomu-' lagi ó. og sendi foringjum verkfalls- manna í Winipeg rafskeyti og skor- i aði á þá, að iáta nú meiru róða föð- urlandsást og forðast deilu þessa, setn myndi draga úr kröftum þjóð- arinnar, að vinna skyidu sfna í hinu voðalega stríði. er öllum heimi ógnar, og gæti það gjört ómetanlegt tjón málefni þvf, setn öllum sönnum Canadamönnum væri kærast. Stakk svo Mr. Borden upp á því, að færi svo, að ekki gengi saman, þá skyidu þeir fresta verkfallinu og senda full- trúa sína til Ottaw til að semja við stjórnina um að koma friði og sátt á inilli verkamanna og félagsins. a mánudaginn var hér staddur f borginni Mr. G. D Robertson frá Weliand, Ontario, varaforseti Rail- way Telegraphers félagslns. Hafði Mr. Borden fengið hann til þcss, að vcra milligöngumaður og sáttasemj- a/. í ntáhim þossum. Áður en þessi skeyti komu frá Mr. Borden, átti Mr. Robertson tal við foringja verka- manna og reyndi að fó þá til að fresta verkfallinu, ef að ekki.gengi saman með þeim og félaginu. En það var eins og að höggva f harðan stein. Og sýndu fulltrúar verka- manna honuin fram á það, að þeir yrðu að gegna skyldu sinni við verkamenn, og hefðu ekkert ieyfi til að stöðva verkfallið, nema félagið léti að kröfum þeirra. — Þetta var áður en Mr. Borden fór sjólfur að reyna við þá. En þegar þeir fengu skeytin fiá honum, héldu þeir fund. en kotnust að sömu niðurstöðu og við Mr. Robertson, nefnilega: að eina ráðið til að koma í veg fyrir verkfallið væri að félagið léti að kröfum verkamanna. — Miðvikudagsblöðin segja, að verkfallinu sé frestað yfir daginn. A fimtudagskveldið var andaðist að heimili foreldra sinna hér i borg, 626 Alverstone 8t., húsfreyja Rann- veig Sigríour Thorson, eftir langvar- andi sjúkdóm. Var banamein henn- ar tæring. Rannveig sál. var fædd hér í bæ þann 21. ágúst 1895. Iiún var dóttir hjónanna Friðriks mólara Sveins- sonar og konu hans, Sigríðar I.axdal Sveinsson. Eru þau hjón alþekt hér meðal íslendinga, og Friðrik einn af þeim, er liingað koia til la.id» mjög snemma á tíð. Hjá foreldrum sfnum ólst hún upp þangað til hún giftist nú fyrir rúmum þremur árum sfðan eftirlifandi manni sínum Karli Gú- staf Thorson, málara. Er hann son- ur þcirra hjónanna SteT>hens Thor- sonar, lögregludómara á Gimli, og konu hans Sigríðar Þórarinsdóttur Thorson. Einn son eignuðust ]>au Rannveig sól. og maður hennar, er lifir móð- urina. Er hann rúmt tveggja ára gamall, og hið efnilegasta barn. Hef- ir hann alist upp norður á Gimli, því heilsa móðurinnar lcyiði eigi að hún hefði hann hjá sér eftir að veÍKÍndi hennar fóru að ágjörast. Fyrir rúnut hálfu öðru ári síðan fórú veikindi ]>au, er drógu. hana til dauða, að gjöra alvarlega vart við sig. Var hún um það leyti norður ó Gimli hjá tengdaforeldrum sínum. Var hún þá búin að dvelja hjá ]>eim um all-langan tfma og reyndust þau henni sem beztu foreldrar. Leitaði hún þvf til fylkisstofnunarinnar í Ninette fyrir tæringarveika, vorið 1915, í þeirri von að hún mætti fá bót á heilsunni. Hjúkrun veittist henni þar góð, en enginn.bati. Kom hún því til baka síðastliðinn vetur og dvaldist þá um nokkurn tíma hjá tengdaforeldrum sfnum. En með vorinu fór hún heim til foreldra sinna og andaðist þar sem fyrr er gctið. Rannveig sál. var hin hugljúfasta kona og vinsæl meðal allra er hana þektu. Hún var hógvær og þolin- móð í öllum liinum löngu veikind- um; enda naut hún ástrfki mikils hjá öllu sfnu skyldfólki. Hún var viðkvæm í lund, nremutn tilfinning- um gædd og skörpum gáfum. Útför hennar fór fram ó laugar- daginn þann 20. þ. m., að við- stöddu miklu fjölmcnni. Fjöldi af blómsveigum höfðu verið lagðir á kistuna og mátti hún heita l>okin í blómutrt. Vom nokkur kveðjuorð flutt þar hélma f húsinu kl. 1, en líkræða í C nítara kyrkjunni kl. 2. Tainði sí> a Rögnv. Pctursson á báð- um stöðum. Lfkið var jarðsett f Brookside grafreit. Blessuð sé henr.rr minning meðal ættingja og vina. Hinn nyi brynvaqn Breta —:----------- -a-a £ W&átUv' '■ ; v' - t f v 'sívL'.Y,:. •. ' :>•«•':' ■ • ' B. L. BALDWINSGN. aðstoðarfylkisritari Royal Optical Co. L'lztn Opliciaus i Winnipeg. ViO iwfunt reynst vinum þinum vel, — gefðu okkur tækifæri til að reyn- ast þér vel. Slofnsett 1905. W. R. Fowler, Opt.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.