Heimskringla - 26.10.1916, Blaðsíða 5

Heimskringla - 26.10.1916, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 26. OKTÓBER 1916. HEIMSKRINGLa BLS. I. Minningar guðsþjónusta Minningar guðsþjónustan um hina föllnu islenzku hermenn, Stef- án Helga Thorson og Guðmund Ás geirsson, var haldin i Únítarakyrkj- unni eins og auglýst var, á sunnu daginn var (þann 22. þ.m.) að við stöddum fjöida manna. Var getið helztu œfiatriða hinna látnu, og ennfremur vikið orðum að, hve margir íslendingar væru nú þegar fallnir og skarðið, sem það hefði höggvið í hóp ættingja þeirra og Stefán Helgi Thorson. var sonur þeirra hjóna Stephens Thorson, lögregludómara á Gimli, og konu hans Sigríðar Þórarinsdóttur. Eru þau hjón ættuð úr Biskups- tungum í Árnessýslu, og fluttust hingað til lands frá Reykjavík snemma á árum. Var Stefán Helgi yngsti sonur þeirra og fæddur hér i borg föstudaginn þann 29. apríl 1892. Var hann í öllu hinn efnileg- asti og bezti drengur. Áður en hann fór héðan, var hann i þjónustu póst ináladeildar rikisins og hafði eftirlit með póstflutningi á járnbrautuin hér i fylkinu. Stöðu þessari sagði hann upp í fyrra vetur um leið og hann innritaðist í herinn. Gekk liann í 53. berdeildina, er héðan fór til Englands snemma í marz. Á her- stöðvar fór hann snemma í júnf og þá með 42. hersveitinni, er hann fékk leyfi að ganga í. Var hann í njósnardeildinni. Er það einhver hættumesta staðan, sem hægt er að velja í hernum. En hann var full- hugi mikill og framúrskarandi á- ræðinn. Um fall hans spurðist þann 13. þ. m., að föður hans var tilkynt það með símskeyti frá hermála- deildinni í Ottawa, að hann hefði særst til ólífis þann 16. sept.. — Er hans sárt saknað af ættingjum og einkum móðurinni, þvi hann var barnið hennar alt af, hennar yngsti sonur. Þrjá bræður á hann hér í bænum: .lón, vinnur hjá póst- máladeildinni; Jóseph Þórarinn, iögfræðing, Capt. í 223. herdeildinni, og Karl Gústaf málara. Stefán var einkar vel gefinn pilt- ur, ástsæll af öllum, sem hann þektu, og greindur vel. Er það stór missir foreldrum hans, sem bæði eru hnigin að aldri; þó bera þau harm sinn með þreki og stillingu. Voru l>au bæði, viðstödd minningar at- höfnina með sonum sínum þremur, er eftir lifa. Guðmundur Ásgeirsson. var sonur þeirra hjóna Ásgeirs Þórð- arsonar á Fossá á SnæMlsnesi og konu hans ólfnu Guðmundsdótt- ur ólafssonar prests á Hjaltabakka C ar Guðinundur fæddur á Fossá ár- ið 1892, en kom hingað vestur með bróður sínum Þórði sumarið 1910. Settist hann þá að hér í bæ, og var lengst af til húsa hjá móðursystur sinni, Ingibjörgu konu Gunnars J. Goodmundson. Nú fyrir nærri tveim árum fór hann héðan; á síðastliðnu liausti var hann vestur í British Columbia. Þaðan fór hann til Ed- monton og gekk þar í 29. hersveit- ina> er til Englands fór i marz. Um fall hans spurðist hinn 12. þ. m., að fréttir komu um það hér í blöð- unum. Bréfaskifti hafði hann fram að lieim tíma, að hann fór á her- stöðvar við ættingja hér í bæ. Sjö systkini á hann á lífi á íslandi og 2 bræður hér i landi: Þórð, sem fyr aegir, og er hann nú innritaður f 223. herdeildina, og ólaf, er heima á vestur f Saskatehewan. Ouðmundur var vel gcfinn, glað- N ndur og féiagslyndur og vinsæll nieðal ynk''i manna. Hann var iág- vaxinn, en þéttur á velli. — Verða i',1. n>eldrum hans mikil sorgar- tíðindi, er þau spyrja lát hans. Við mínníngar athöfnina, eftir væðuna, voru lesin hluttekningar- ávorp frá söfnuðinum til eftirlifandi ættingja og vandamanna, er samin \oiu 0g samþykt á safnaðarfundl " unnl fyi'ir. Eru þau sem fylgir; * * * Til hjónanna Stephens og SigríSar Thorson og Sona þeirra i Mcíi'irí að hineað hefir spurst 1 ' Tne«a] annara hafi alhð og iat.ð líf sitt á Frakklandi varmr þessa lands vors „g ríkis. I>ann 16 sept síðastliðinn, hinn nng. og efndegi vinur vor en sonur jðai og þróðir, Stefán Helgi Thor- son. "Og með því, að það er oss öllum sem hann þektu, hið mesta sorgar- efni, því hann var í öllu hinn elsku- verðasti sonur og bezti drengur. “Og að við burtför hans svo ’svip- lega finnum vér hvað yður foreldr- um Jians og ættingjum hlýtur miss- ir sá að svíða, — “Þá felum vér hér með forseta vor- uin á hendur, að votta yður, foreldr- Urn hans og bræðrum, vora innileg Ustu lijartans hluttekningu í hin um sára söknuði yðar, og felum vor- um algóða Föður þá ósk vora, von og bæn, að hann blessi yður og styrki í hinni miklu sorg, og greiði til gæfu og blessunar hvert yðar spor, er þér eigið óstigið á æfileið- inni. “Á fundi hins Fyrsta Únítara- safnaðar í Winnipeg, í kyrkju sunnudagskveldið 15. október 1916”. “Til Þórðar Ásgeirssonar, foreldra hans og systkina. “Með því að nú þann 12. þ. m. barst oss sú sorgarfregn með blöð- um þessa bæjar, að f síðastliðnum mánuði hafi fallið á Frakklandi og líf sitt látið til varnar fyrir þetta land vort og ríki félagsbróðir vor, en bróðir yðar, Guðmundur Ás- geirsson, “Og með því, að liann var oss öll- um kær og alment hinn vinsælasti meðal allra ættingja sinna og vina, “Þá felum vér forseta vorum á hendur, að votta yður vora inniieg- ustu hjartans hluttekningu, við missir þann, sem þér nú hafið beð- ið, og samhrygð voi'a með yður og frændum yðar.En vorum algóða Föð ur felum vér þá ósk vora og bren. að liann bæti yður bróðurlátið, for- eidrum yðar sonarmissirinn, og að iiann blessi þau og yður um öil yð- ar'ókomnu ár. “Á fundi Hins Fyrsta Únítara-! safnaðar í Winnipeg, í kyrkju sunnudagskveldið 15. okt. 1916”. * * * Við minningar athöfnina var öll kyrkjan tjölduð innan svörtum slæðum: en * umhverfis myndir hinna föllnu, er festar voru upp fyr- ir miðjum stafni innanverðu liúss- ins, var sveij>að flögggum, liinum brezku og íslenzku. öll athö'fnin fór frani hið veglegasta, en með djúpri alvörugefni og innilegri hluttekn ingu til þeirra, er kveðja voru í anda burtu liorfna sonu og bræður, ætt- ingja og vini. Farnir til herstöðva * * Fallinn á Frakklandi. Sergeant Sidney Cuzner. er sonur hjónanna Cuzner’s rakara og Friðriku Reykjalín Cuzner, dóttur H. Fr. Reykjalíns sál., er bjó að Mountain, North Dakota — Sergeant Cuzner fór frá Winnipeg með 27. hersveitinni, og hafði verið nákvæmlega eitt ár f skotgröfunum, þá er hann féll hinn 18. sept. síðastliðinn, þá 26 ára gamall. Hann stundaði prentiðn áður en hann gekk í lierinn, lærði það handverk hjá Sault’s & Pollard (Free Press Job), og vann þar þangað til hann innritaðist. Auk foreldra sinna, er heiina eiga í Coronado Apts. á Furby St., eftirlætur hann þrjár systur og tvo bræður. Hann var hið mesta mannsefni og einkar ástríkur og umhyggjusamur sonur. Bréf frá H. E. Magnússyni Kæri vin! Þá erum við komnir alla leið í bráðina og seztir hér að í eamj>', sem er eingöngu ætlaður fyrir Canada hermenn, og er útbún- aður allur í bezta lagi, og er útlit fyrir að okkur líði hér að flestu leyti betur en í Camp llughes. Ferð- in hefir gcngið ágætiega vel; viðj höfum verið 11 sólarhringa síðan við skildum við Camji Hughes. Við fórum með því stærsta og fegursta skipi, sem Bretar eiga til yfir hafið, og var sjórinn svo sléttur, að fara hefði mátt á smábát alla leið. Við fórum frá Winnipeg kl. 12 að kveidi ]>ess 12 .scjitember, og þótti okkur leiðinlegt, hvað fáir landar voru á járnbrautarstöðinni það kveld; við vorum búnir að hlakka til að fá að kveðja svo marga; þar voru þúsund- ir samankomnar, að kveðja ætt- ingja og vini, en að eins fáir íslend- ingar. Við komum við á ýmsum stöðum á leiðinni og stóðum viö í 4 kiukku- tíma í Ottawa, og var okkur afhent þar af stjórnarformanni Canada. Sir R. L. Borden, merki herdeildar- innar, sem eru tvö flögg; Union Jaek og annað flagg með gyltlim hana á bláum grunni. Hvar sem lestin stansaði, var okkur tekið með fagnaðarópi, og ótal flögg og aörar veifur á lofti. En meðan við fórum í gegnum austur Ontario og Quebec fylki, þar sem Frakkar eru fjölmennastir, heyrðust engin gleði- læti; þvert á móti sýndist fólkið lfta til okkar hornaugum, og ef við reyndum að tala við menn, þá ann- aðlivoi t svöruðu þeir á frðnsku eða gengu þegjandi burtu. Og þótti okkur kynlegt, að þetta fólk, sem lifir undir sama flaggi og sömu lög- um og réttindum, sem aðrir canad- iskir borgarar, skuli ekki taka meiri þátt i baráttu þess lands og þjóðar, sem þeir lifa með, og jafnvel ekki tala orð í enskri tungu. Við erum ekki lengra frá orustu- vellinum en svo, að í góðu veðri má heyra drunurnar frá hinum stærstu fallbyssum. Reyndar hefi eg ekki lieyrt neinar drunur ennþá, en kunnugir menn segja það satt. Hvað við verðum hér lengi, vitum við ekki, iíklega 3—4 mánuði. Okk- ur Iíður hér vel að því leyti sem unt er; höfum meira frjáisræði en í Cainp Hughes, en aftur harðari refs- ing, ef herlögin eru brotin. Við ís- lendingarnir erum út af fyrir okkur í húsi og höldum hópinn, að svo miklu leyti, sem við getum. Þýzkir Zeppelins eru að sveima hér í kring á hverri nóttu, en eru alt af reknir í burtu af brezkum flugmönnum. Við erum oft kallaðir á fætur um miðja nótt, til þess að vera tilbúnir að dreifa okkur útum skógana í kring, ef sjirengikúlu yrði kastað á ‘eamj>inn’. Eg ætla að biðja þig að senda Heimskringlu svo fljótt sem þú gctur: hún er okkar bezti vinur undir núverandi kringumstæðum og er þráð af ölum í 11. Platoon. Með vinsemd og virðingu. H. E. Magnússon. Utanáskrift: — Pte. H. E. Magnússon. Reg. 701- 538, Co., 108 Battalion Witley Camp, Surrey, England C.E.F. r JAMES ANDERSON. Jgines Anderson er sonur Árna Vigfússonar og Ingibjargar Eliza- betar Guðmundsdóttur, að Bifröst P.O., Man. Fæddur 5. aj>ríl 1892; gekk í 107. herdeildina (Timber VVolves) í Winnipeg 13. marz 1916. Fór áleiðis til vígvallar með deild sinni hinn 13. september. Foreldrar háus eru úr Borgarfjarðarsýslu á fslandi. OSKAR GOODMAN. Hann er fæddur J889 og á heima í Paeific' Junction í Manitoba. Han>i fó-r til Frakklands með 78. herdeild- inni í maí í vTor, en er nú kominn til Belgíu; efnilegur piltur og dugandi Bréf frá H. Davíðssyni 27. september 1916. Elsku mamma min Eg veit, að l>ig langar til að heyra frá mér. Mér líður við það sama: það tekur langan tíma aö græðn sárið. það er gjört alt, sem hægt or fyrir mig. Eg hefi ekki mikið aö scgja þér i fréttum, nema það var voðalegur bardagi þessi scinasti, sem eg var í; eg veit, að þú liefir heyrt um hnun. Það skeði þann 15. september föstú- dag kl. 7 fyrir hádegi, og féll þar margur góður maður þann dag. Eg var særður klukkan 9 og eg varð að j iiggja í 4 klukkutíma í skotgryfju; [ því skothríðin var svo mikil, að það var ekki hægt að komast til hjúkr- unarstöðva. Það var liarður tfmi, ■— en eg er nú í góðu piássi. Það er ekki hægt að lýsa fyrir þér ósköji- unum, sem hafa gengið á hér; það héfir verið voðalegt stríð, og ]>að veit guð, að mig vantar ekki að -ií annað eins aftur. Það getur enginn gjört sér hugmynd um það eins i'g það cr, nema sá, sein hefir Iiaft reynsluna sjálfur. Það er eitt víst, að eg gleymi því aldrci, scin eg hefi séð og farið í gegnum. Það eitt »r vfst, að það getur ekki en/.t mikiö lepgur. Við höfum alt af unnið sig- ur; við liöfum tekið stórt sv öi, sem Þýzkir liafa haldið, og ef að það heldur áfram að ganga svo vel, l>á vcrður ekki langt að bíða þang- að til þetta stríð verður búið. * * * 30. september 1916 Mér líður með bezta móti í dag: það er farin aö minka bólgan og þá fer það að gróa, Cn það tekui; lcngi. Mér líður vel og eg fæ gott og mik- ið að borða; eg hefi 4 máltíðir á dag og alt gjört fyrir mig sem hægt er. Það koma konur á hverjum dcgi með eitthvað gott aö borða. Þnð kom kona til mín og vildi fá að vita hvort fólk mitt væri á Englandi. Eg sagði, að eg þekti engan hér. Næsta dag kom hún með ejdi og maigt fleiia og gaf mér. Það er vei litið eft- ir okkur. Það voru þrír vinir minir með mér þegar eg var særður, og sama skotið, sein særði mig, hitti okkur alla: tveir dóu undir eins, en eg hefi «‘kki heyrt, hvernig hinum þriðja reiddi af. Eg veit ekki hvernig eg sí&jip viö að fá ekki meira, því að þaö var 90 punda skot, sem lenti hjá okkur, svo þú getur nærri, aö það varð eitthvað að láta undan. Mér þótti mikið fyrir, að sjá tvo mína beztu vini deyja við hliðina á mér; þeir voru bcztu vinirnir, sem eg átti hér: þvf annar þeirra tók lít miklar kvalir áðnr en hann dó, og var ekki hægt að gjöra neitt fyrir hann til að minka þær. Eg lá við hliðina á honum, þangað til haun dó, og var það voðaleg stund. Eg held að eg liafi ekki meira að segja þér nún, mamma mín. Vertu blessuð og sæl! Hermann Davidson, No. 475057. 27th Canadian Battalion University College Hospital, Gower St., I.ondon, England. Vér kennum Vér kennum PITMAN Hraðritun. Success GREGG Hraðritun. BUSÍNESS COLLEGE Horninu á Portage og Edmonton Winnipeg - - Man. DEILDIR AF SKÓLANUM FRÁ HAFI TIL HAFS. Tækifæri ♦♦ Það er stöðug eftirspurn eftir fólki, sem útskrifast hefir frá SUCCESS skólan- um. Hundruð af bókhöldur- um, Hraðriturum, Skrif- stofustjórum og Skrifurum geta nú fengið stöður. — Byrjið i dag að undirbúa yður. Takið tækifærin, sem berast upp i hendur yðar. Leggið fé i mentun, — ef þér gjörið það, þá borgar það svo margfalda rentu, og vandamenn yðar og vinir verða stoltir af yður. — SUCCESS skólinn er tilbú- inn að undirbúa yður fyrir tækifærin. SKRIFIÐ YBUR STRAX í DAGI INN Yfirburðir Beztu meðmælin eru til- trú fólksins. Það skrifa sig árlega fleiri stúdentar inn í SUCCESS, en i alla aðra verzlunar skóla Winnipeg borgar samantalda. Skóli vor er æfinlega á undan öll- um öðrum í nýjustu hug- myndum og tækjum, sem kenslunni við kemur. “Bil- legir” og “Prívat” skólar eru “dýrir” á hvaða “prís” sem er. Allar vorar kenslu- greinar eru kendar af sér- fræðingum. Húspláss og á- höld öll er margfalt betra en á öðrum skólum. Stund- aðu nám á SUCCESS skól- anum. Hann hefir gjört — success i starfi sínu frá byrjun. — SUCCESS vinnur. SUCCESS skólinn heldur hæstu verðlaunum fyrir vélritun í öllu Canada. SKRIFIÐ YÐUR INN HVENÆR SEM ER. Skrifið eftir skólaskrá vorri. Success Business College, Ltd. F. G. GARBUTT, Pres. D. F. FERGUSON, Prin. JIFFY STARTER fyrir FORD Bifreiðar HANDHÆGUR NÝR VEGUR. Aliir geta sett vélina á stað með J i f f y. Engri sveif að snúa í forinni F-ngin áreynsla á úlnliðina. Einfalt, rétt tilbúið, ábyggi- legt og ódýrt. Pris: $15. CC HANDHÆGUR NYR VEGUR. ROTHWELL & TRUSCOT Western Canada Distributors. 290 GARRY STREET, WINNIPEG. FULLKOMIN SJÓN HOFUÐVERKUR HORFINN Biluð sjón gjörir alla vinnu erfiða og frístundir þrevtandi. Augnveikur maður nýtur sín ekki. Vér höfum bezta úfbúnað og þaulvana sérfræðinga til þess að lækna alla augnakvilla. — Sérstakur gaumur gefinn fólki utan af landi. Þægindi og ánægja auðkenna verk vort. Rr)o T j- OPTOMETRIST • ^ ' L Vf 11 (j and opticiaiv Áður yfir gleraugnadeild Eaton’s. 211 Enderton Building, Portage and Hargrave, WINNIPEG TIHE EXCHANGE — TIRK EXCHAXGE — TIRE BXCHAXGE — Tire Exchange TOGLEÐUR HRINGIR Nýir og brúkaðir af öllum tegudum. VULCANIZING VIÐGJÖRÐ. Bara fónið Main 3602, vitJ sendum ÓMAKIÐ YÐUR EKKI eftir hringunura og skilum þeira aft- ur, þegar vitigJörtSin er búin. Bændur — senditS okkur göralu togletSurshrlnglna yöar; vér gjörum Vits þá, ef þeir eru þess virt5i, etSa kaupum þá hæsta veröi, ef þeir eru of slitnir til vitSgjörtSar. Thompson Commission Co. 318—320 Hargrave St. Phone: Main 3602 TIRE EXCHAXGE — TIRE EXCHANGK — TIRE EXCKAXGB - I a o s* < s o H u K K K K S H B o 9 E >. c B

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.