Heimskringla - 26.10.1916, Blaðsíða 2

Heimskringla - 26.10.1916, Blaðsíða 2
HLS. L lltlMSKKlNtiLA WINNIPEG, 26. OKTÓBER 1916. Nokkrar frœðandi leksíur um nœringu og heilsu Eftir DR. EUGENE CHRISTIAN, New York. SJÖTTA LEKSIA. Um þaS, hvernig fæðutegundirnar lækna sjúkdóma manna og tryggja mönnum heilsuna meí því, að nema burtu orsakir sjúkdómanna. I fimtu leksíu töluðum vér um það, hvernig margir sjúkdómar koma af rangri fæðu, sem menn neyta. Þetta leiðir oss eðlilega til spurningar þeirr- ar, hvernig lækna megi sjúkdómana með réttum fæðutegundum. Skynberandi menn vita það vel, að rangt matar- æði er fyrsta orsökin til óreglulegrar meltingar. Og ef að menn vilja hugsa nokkuð um það, þá geta þeir séð það, að ef að menn velja hinar réttu fæðu- tegundir og blanda þeim hæfilega saman, þá nema menn burtu orsakir sjúkdómanna; en náttúran tek- ur þá við og læknar manninn. I rauninni þekkja menn, eða fjöldi manna, að minsta kosti þessi lögmál náttúrunnar; en þó að undarlegt sé, þá hafa menn aldrei enn komið þeim saman í vísindalegt kerfi, svo að einstaklingar, karl ar og konur, gætu fært sér þau fullkomlega til nota. Fjöldi rithöfunda hafa talað og ritað um þetta, hvað það væri mikilvægt og áríðandi; en þó hefir þetta aldrei getað orðið mönnum að verulegum notum. I eftirfylgjandi leksíu ætla eg að reyna að byrja þar, sem fræðimenn þessir venjulega láta staðar numið. Þó að fjöldi sjúkdóma komi af röngu mataræði, þá er uppruni þeirra oft svo dulinn, að erfitt er að rekja hann til magans. En sjúkdómafræðin sýnir, hvaðan sjúkdómarnir koma; því að þeir hverfa smátt og smátt, þegar næringunni eða mataræðinu er réttilega breytt. Vér verðum því að laga mataræði vort eftir á- standi og kröfum menningar vorrar. Vér erum ekki að halda því fram, að menn skuli hverfa aftur til villimanna-ástands og siða, því að vér getum ekki stokkið yfir tíu þúsund ára tíma- bil erfða og venju. En vér getum náð fullri heilsu og lifað kvala- og kvillalausu lífi með því að haga fæðu vorri eftir ástandi og verulegum þörfum vor- um. Og verðum vér þá fyrst, að velja og blanda fæðu vora í réttum hlutföllum eftir aldri, störfum, árstíma og loftslagi, þar sem vér lifum. I öðru lagi verðum vér að leggja stund á rósemi og ánægju, og láta oss falla vel fólk það, sem vér búum saman við; vér verðum að leggja mikla áherzlu á það, að hafa gott loft í húsum þeim, sem vér búum í, svo að vér getum teygað að oss nóg af hreinu lofti, og vér verðum að hafa eitthvað fyrir stafni, sem gagn sé að fyrir sjálfa oss eða aðra. Af öllu þessu er góð og hæfileg fæða meira á- ríðandi en alt annað; því að af fæðunni er bygður allur líkaminn, þessi bústaður og verkfæri manns- sálarinnar, sem er mannsins pers.ónulega “Eg”. Með menningunni höfum vér tekið upp margar venjur og breytilegar og lífernisháttu, sem ekki eru í samræmi við fæðu þá, sem vér neytum. Af þessu kemur það, að níu tíundu, eða 90 prósent af öllum þeim sjúkdómum, sem manninn þjá, eru komnir eða orsakaðir af rangri fæðu. Vinni maðurinn þunga erfiðisvinnu og allur líkami hans hafi mikla hreyfingu, þá getur hann þrifist og haldið heilsu, þó að fæða hans sé röng; af þeirri ástæðu, að lík- aminn hrindir þá frá sér eiturefnum þeim og of miklu af einni eða annari fæðutegund, sem annars myndi gjöra hann veikan. En sé maðurinn iðjulaus og hafi setur miklar, þá getur líkami hans ekki hrundið þessu frá sér, — hvorki eitrinu né því, sem hann hefir etið yfir sig. Af þessu leiðir það, að fæða sú, sem maður- inn etur of mikið af, úldnar og rotnar í manninum, og kalla margir það: “auto-intoxication”, sjálfs- eitrun (sjálfs-fyllirí). En nafnið fær það af því, að þessar rotnandi fæðutegundir búa til alcohol eða vínanda, og er það eitt af eiturefnum þeim, sem myndast við rotnunina. Til þess að sýna, hvernig fæðan getur læknað með því, að nema burtu orsakir sjúkdómanna, vilj- um vér telja upp nokkra hina helztu sjúkdóma, sem eiga uppruna sinn í maganum og orsakast annað- hvort af rangri fæðu, eða rangri samblöndun fæðu- tegunda. Ofsýring (superacidity). Sumar afleiðingar af ólgu (fermentation) þeirri, sem klórvatnssýra (hydrochloric acid) veldur, hafa menn kallað ofsýring (superacidity) og eru þær helztar þessar: 1. Ofsýring veldur æsingu slímhimnanna í maganum, og verður á skömmum tíma að kvefi (catarrh). Langvint kvef (catarrh) verður að sári og langvint sár í maganum er ekkert annað en krabbamein (stomachic carcinoma). En magakvef þetta orsakast af ofsýringu. Meðalið við þessu geta menn fundið í 18. leksíu. 2. Ofsýring veldur því, að meltingin fer of fljótt fram í maganum. Þar af leiðir aftur, að mat- Einn á móti 22. arlystin gengur fram úr hófi, svo að menn eta yf;r sig. En afleiðingin af því er sú, að þarmarmr stýfl- ast og troðast út og bólgna, og villast menn oft á því og lakabólgu. 3. Ofsýring veldur því, að lifrin verður sollin, lömuð og aðgjörðalaus, orsakar gallsýki, höfuðverk og skemmir sjónina. 4. Ofsýring veldur ólgu í maganum og þörm- unum, óhug og leiði (mental depression), þung- lyndi, rotnun fæðunnar og þá eðlilega sjálfseitrun, megurð og blóðleysi og elli fyrir tíma fram. 5. Ofsýring veldur æsingi í slímhimnum mag- ans og þarmanna, og þá um leið æsast allar þær taugar, sem frá honum liggja (maganum). Verður þá af því taugaveiklun, svefnleysi, vantraust manns- ins á sjálfum sér og stjórnleysi hans á gjörðum sín- um. 6. Ofsýring myndar kristalla í blóðinu og mynd- ast þeir af áhrifum sýrunnar á línsterkju-agnirnar í fæðunni. Þessir kristallar berast með blóðinu og setjast að í liðamótunum, á ínnri veggjum slagæð- anna, og hér og hvar í smáæðunum (capillaries) og valda þar öllum tegundum gigtar (rheumatism, gout, lumbago), æðaherðingu (arteriocelerosis) og dauða manna löngu fyrir tíma fram. 7. Ofsýring veldur ólgu, ag af henni myndast gas í maganum og þörmunum. En ‘gasið’ veldur svima, óreglulegum hjartslætti, og stundum verður úr því hjartasjúkdómur. Læknisvísindi hinna seinni tíma sýna það betur og betur, að gömlu lyfin við sjúkdómum þessum eru ónóg, — og að hin rétta lækninga-aðferð er sú, að nema burtu orsakirnar. En taki menn þá stefnu, komum vér aftur að fæðunni, hinu eina og mest varðandi atriði í öllum þessum sjúkdómum. Það er ómögulegt og óhugsandi, að gjöra fæðslu manna að vísindum eða með öðrum orðum, að tala af viti um fæðslu manna, meðan menn halda þess- um gamla sið, að vera alætur, — að eta alt, hverju nafni sem nefnist, sem þeir geta í magann komið, hugsunarlaust og skynsemdarlaust. Vísindin geta ekki komist þar að fyrri, en menn eta að eins þá fæðu, sem þeir þurfa og líkami þeirra getur haft not af, samkvæmt hinum níu meginlögum náttúrunnar, sem getið er um í fyrstu leksíu. Líkami mannsins er bygður af því, sem hann et- ur og drekkur, og fæðan er hið sama fyrir líkam- ann, sem jarðvegurinn er fyrir jurtagróðurinn. Eftir að lífið er kviknað eða skapað, þá er það næringin, sem allur þroski og framför mannsins er undir komin, bæði til sálar og líkama. Þess vegna er svo mikið undir því komið, að velja og blanda fæðunni saman eftir réttum hlutföllum, því að und- ir þessu er alt komið, að verjast sjúkdómunum og lækna þá; og svo hinu: að ná hmum mesta og fullkomnasta þroska, bæði til sálar og líkama, sem manninum er mögulegt að ná, — og enn eitt, sem í þessu felst: en það er, að lengja æsku mannsins og líf hans um fleiri tugi ára. Náttúran Ieggur manninum til í fæðunni hvert einasta efni, sem til er í Iíkamanum og hann þarfn- ast. Ef að maðurinn þarf járns við í líkamanum, til að byggja hann upp, þá getur hann fengið það í fæðutegundum ýmsum, sem hafa járn í sér, í stað- inn fyrir að sulla í sig járnblöndu úr lyfjabúðunum. Ef að oss vantar járn í líkamann, þá bíðum vér meðan náttúran er að fullgjöra sinn eilífa hring, — meðan rótin plantanna tínir upp járnefnin úr jarð veginum og flytur það upp um legg plöntunnar út í blöðin og ávextina, hverja einustu ceílu, — og svo kemur sólargeislinn og súrefnið og breytir þessum járnefnum og undirbýr þau, svo að líkami mannsins geti notað þau til að byggja upp þessa parta sína. Á þenna hátt og engan annan fáum vér járnið og öll þau önnur efni, sem byggja upp líkama vorn, ■— fáum þau í sinni náttúrlegu og eðlilegu mynd; þeirri einu mynd, sem líkaminn getur fyllilega notað. En þegar járn er gefið sem meðal, þá er það tekið eins og það kemur úr jörðunni, áður en náttúran er búin að breyta því í líkama plantanna og ávaxtanna. Er þá járnið fyrst skilið frá öðrum málmum, svo er það gjört að rennandi vökva, annaðhvort með hita eða kemiskum efnum, og síðan tekið sem lyf og kemur þá í magann. En í rauninni getur það ekki verkað á líkamann, af því, að líkami mannsins get- ur ekki notað járnið í þessari mynd, getur ekki flutt það ut um líkamann og gjört það að cellum. Vér tökum járnið sem eitt dæmi af mörgum, því að það, sem á við járnið í þessu tilliti, á öldung- is eins við öll hin önnur kemisku efni, sem eru í lík- ama mannsins og öll þau kemisku efni fæðunnar, sem maðurinn þarf sér til næringar. Ef að vér viljum fylgja Iögmáli náttúrunnar og lífsins, þá verðum vér vandlega að velja öll efni fæðu vorrar, blanda þeim réttilega saman og neyta þeirra í réttum hlutföllum eftir þörfum líkama vors, — eftir aldri, eftir störfum vorum og eftir loftslagi því, sem vér lifum í. Gjörum vér þetta, byggjum vér réttilega upp líkama vorn, og tryggjum heilsu vora með því, að hnnda burtu öllum orsökum sjúk- dómanna. I>að var Canadamaður á Frakk- landi og staðurinn var þýzk skot- gröf, sem Canadamennirnir höfðu tekið og var köiluð: ‘Hessian Trcneh’. En Þýzkir réðust á aftur, og er þeir komu í grafirnar, mætti Corparal einn þeiin tuttugu og tvcim ur foringjum. Til vopna hafði hann í fyrstu að eins skammbyssu sína, og icetur .'•kotin fjúka úr henni á þá og feliur sá frerhsti, og var það víst annar foringinn. En þarna í gröfinni lágu þýzkir riflar, sem Þjóð verjar höfðu fleygt, cr þeir flúðu og laut hann niður og greip einn þeirra og skaut hvern af öðrum, þangað til skotin í riflinum voru búin; þá greip hann annan, og voru Þjóðverjijd’ þá komnir á fiótta, en hann hélt áfram að sgjóta og feldi þarna 21 mann, en tók seinasta manninn til fanga, og var hann ó- og segir mann þenna iíkari tröllum en mönnum. Fleiri voru þeir og, er sáu þetta. Fólkseklan. Dýrtíðin á vinnumarkaðinum er orðin svo alskapleg í ýmsum lands- hlutum, að það eru hrein undur, að siíkt skuli geta átt sér stað í voru fátæka landi. En enginn virðist sinna þessu á þann hátt, að koma með neina til- lögu um bætur á þessu ógnandi þjóðarmeini. Ekkert heyrist um þetta sagt frá stjórnarvöldunum og engin ráðstöfun hefir komið frá þinginu til þess að bjarga þessu. Það er eins og löggjöf og stjórn sé blind fyrir þessari hættu, sem vofir yfir landinu, og er iiklegri en nokk urt annað böl til að verða þjóðerni voru til eyðiicggingar. Fólkseklan á Isiendi er ekki gömui — að nafninu til. Auðvitað hefir hún verið hér frá upphafi, sé miðað við landsstærðina og þau hlutverk, sem liggja hér og legið hafa óunnin En fólksfæðin hefir ekki verið til- finnanleg meðan þjóðin hafði svo að segja ekki séð eða. skilið gæði og mikilleik landsins. Þaö er nú fyrst fyrir skömmu, undir vængjatökum nýja tímans, að menn eru farnir að finna, hvar skórinn kreppir. Vel- ferð landsins er í voða vegna þess, að hér vantar menn til þess að vinna á öllum sviðum til lands og sjávar. Verst verða bændurnir úti. Þeir lianga við jarðir sínar af trygð, ein- yrkjandi og máttvana, — víðsvegar úti um þetta mikla, grösuga og ríka auðnaland. — Og enginn gjörir neitt eða segir neitt til þess að reyna að ráða bót á þessu meginmeini. Alt hefir verið vanrækt, sem gjöra mátti. Engin erlend erfiðishönd hef ir komið hingað, að ncinni opin berri tilhlutan, svo að teljandi sé. Ekkert hefir verið gjört á Norður- löndum frá vorri hálfu til þess að kynna mönnum auðs og atvinnu- vegi Islands. Alt — hefir verið látið reka á reiðanum áieiðis til þjóðar- vandræða og eyðileggingar. Og enn þá þennan dag er eins og menn séu í rauninni allflestir blind- ir fyrir því, hver hætta stafar af fólksleysinu fyrir þjóðcrnið. Menn finna það, þegar þá vantar sjálfa vinnukrafta. En út yfir það sjá þeir ekki né skilja. Hver minnist hér á það, að sam- flutningur fólksins til einstakra vinnustöðva er hættulegur fyrir iandið í heild sinni? Ög hver minn- ist á það, að vélar verði þvi að eins notaðar hér 1 nokkrúm hæfiiegum mæli við landbúnaðinn, — að bankafyrirkomulaginu verði brcytt f viðunanlegt horf, — Jíkt Jiví sem gjörist meðal siðaðra manna? Ekkert er sýnilegra heldur en það, að útlendingar fara að eigna sér stóra fláka af landinu, þegar hrunið í sveitunum er orðið algjört vegna vinnuskorts. Menn hafa svo iengi illskast hér við alt, sem farið hefir í þá átt, að veita litlendu afli inn í landið, að það er nú að lík- indum orðið of seint að snúa við biaðinu. Hoiskeflan, sem rís yfir ó- bygða landið, er líklcgust til jiess, að drekkja íslenzku jijóðinni mcð samflutningum á einstaka stöðvar og með fráfalli aimennings frá allri von um það, að tunga vor og þjóð- areinkenni eigi að bera til sigurs það hlutverk, að vinna ísland upp. Eg liefi iengi iitið svo á, að lög- gjöf og stjórn ættu að stofna til innflutninga af erlendum vinnu- krafti, með því bæði að auglýsa at- vinnuvegi fsJands á ]tann hátt, sem gjört er af miklum nýlendum, sem vantar fólk, og líka með því, að setja upp samninga stofur, segjum t. d. í Noregi og Skotlandi, þar sem hjú og verkamenn gætu ráðist í fs- lenzkar vistir. Eg efast ekki um, að þetta verði gjört, þegar það er orð- ið öllum vitanlega of seint. En eg set þetta fram hér vegna þess, að nú virðist vera nokltur von til þess, að breyting kunni að verða til bóta um val til Alþingis á nýjum mönn- um, ef svo mætti þá fara, þrátt fyr- ir alt, að lietta málefni yrði tekið til íhugunar á komandi þingi. Allir þeir, sem unna framtíð þjóð- ar vorrar, ættu að ieggjast á eitt með það, að uppræta þegar í stað allar lcifar af því hatri móti auð- magni og erlendum hjálparmeðul- um, sem landið þarf að halda á f svo ríkum mæli. Yegagjörðir hér í lanui ættu allar að vinnast ein- göngu af útlendingum, og sama er að segja um ýms önnur almenn fyr- irtæki. Landbúnaðarlán eru lífs- skiiyrði þess, að bændur geti stað- ist að einhverju leyti í samkepninni á vinnumarkaðinum. Alt þetta er þess vert, að það sé athugað með réttum rökum. Hér hvílir þýðingar- mikil skylda á þingmönnum og landssstjórn.----— (Kafli úr ritgjörð frá RangæingiJ. — Þjóðstefnan. Islands fréttir. -* Mannalát. Þann 18. febrúar síð- astl. andaðist Sigurður Þorbjarnar- son fyrrum bóndi á Helgavatni í Þverárhlíð, rúmlega 81 árs (fæddur 4. jan. 1835). Hann var merkisbóndi. 1800 kvæntist hann Þórdísi Einars- dóttur frá Ásbjarnarstöðum og er hún enn á lífi og 3 börn þeirra: Ein- ar bóndi í Höll, Guðmundur bóndi á Helgavatni og Margrét Guðrún, kona Þorbjarnar Jóhannessonar bónda á Stafholtsveggjum. Þann 25. apríl þ. á. andaðist Guð- ríður Jónsdóttir, ekkja Halldórs Sigurðssonar á Fijótshólum í Flóa. Hún var fædd 28. janúar 1835. Bjarni hrcppstjóri á Fljótshólum, sonur jieirra, andaðist í fyrra sum- ar, en 3 börn þcirra eru á lífi: Jón, Sigurður og Þuríður. Guðrún er talin að hafa vcrið merkiskona. Þann 29. ágúst andaðist á Heiisu- hælinu á Vffilsstöðum Yaldimar Hallgrímsson, þurrabúðarmaður á Akurcyri, faðir frú Fanneyjar Reyk- dal, konu Jóns Reykdals málara og Margrétar leikkonu á Akureyri, er andaðist í fyrra vetur. Hann var fæddur 18. júlí 1856 í Miklagarði í Eyjafirði, sonur Hallgríms Tómas- sonar bónda á Litlahóli í Eyjafirði og Margrétar Einarsdóttur prests í Saurbæ Thorlacius. Foreldrar Hall- grfms voru Tómas Ásmundsson bóndi á Steinsstöðum í öxnadal og Rannveig Hallgrímsdóttir, systir Jónasar Hallgrímssonar skáids. Utanþjóðkyrkjuprestur. 31. júlf staðfesti stjórnarráðið síra Guð- mund Guðmundsson frá Gufudal til að vera forstöðumaður utanþjóð- kyrkjusafnaðarins í Bolungarvik, í stað síra Páls Sigurðssonar, sean nú er orðinn prestur í Ameríku. Húsbruni. Bærinn á Ketilsvölluiw í Laugardal brann til kaldra kola nýlega. Bærinn var vátrygður í brunabótaféiagi sveitaliíbýla; — en innanstokksmunum tókst að bjarga Slys. Botnvörpungurinn Ingóifur Arnarson hafði siglt á grunn við Oddeyrartanga nýlega, en u« l«ð og hann losaði sig aftur út, fserðist nótabáturinn í kaf, og í hopui* einn hásetinn, Jón Guðmundssan frá Vestmannaeyjum, og hefir hann ekki fundist enn. MACLENNAN BROS. YiUCnstöAv ™ KORNVARA FULT LEYFI. ÁBYRGSTIR. I EKKI MEÐLIMIR Umbo%NNnlar. undir Canada kornvörulögunum. Winnipeg Grain Exchange. SJ ALFSTÆÐIR Vér erum tilbúnir ab vfra eífa fftna ha»rrl prf»a, heldur en nckkrir abrir kornvöru-kaupmenn. Korn af öllum tegundum keypt og má, senda í gegnum hvaöa Elevator sem er. Borgum hæstu upphæöir á kornib til þeirra, sem senda þaö til v’or, og lánum peninga þeim, sem vilja geyma korniö sitt. 705 Union Trust Building, Winnipeg. Kornvöru kaupmenn Umboðssalar Licensed and Bonded. á p Hveiti keypt á brautarstöðvum Acme bra nn Co., Ltd. Walter Scott Bldg. TTnion Trust Bldg. Canada Bldg. SASKATOON, WINNIPEG, MOOSE JAW, VAGN-HLÖSS. VANTAR UMBOÐSMENN Fáit5 vora prisa áíiur en þér selji'ð. I>ar sem vér ekki höfum þá Telephones: Mnin 37S» <»k 3700 Hveitibœndur! Sendið korn yðar f “Car lots”; seljið ekk i í smáskömtuM.— Reynið að senda oss eitt eða flciri vagnhlöss; vér muaunt gjöra yður ánægða, — vanaleg sölulaun. Skrifið út “Shipping Bilis’ þannig: NOTIFY STEWART GRAIN COMPANY, LIMITED. Track Buyers and Commission Merchants WINNIPEG, MAN. Vér vísum til Bank of Montreal. Peninga-borgun strax Fljót viSskifti X ♦ t t t + t t VER ÞURFUM PENINGANA og til að fá \>& fljótt og ráðvandlega ætlum vér að selja eftirfarandi vélar án alls hagnaðar og með nokkrum af tilbúnings kostnaði. Aflvélar fyrir bændur Ohio Gasolin Vélar. 15 H.P- Standard (ný) .......................... 12 SS' ®ta»dard (ný) ............................ 30«.M 12 H.P. Standard (Rmíöuð upp) .................. 200.0# Standard (smiöuö upp) ................... 175.00 2 æ *i.P. í arm Engine Hooper cooled (ný) ...... H5.00 Badger Engine Gas Standard. 14 H.P. (smíbuð uppq í góðu standi ............ 91206.00 Gasolin Tractors. 45 H P. 4 Cylinder Tractór (smíðuð upp)...... 91200.06 45 H. P. 4 Cylinder Tractor (ný) ............. 1750.66 Manitoba Universal (bygð upp) ................. 666.66 Tractors, Steam. 35 H.P. Double Cylinder (smíbuð upp) ......... 92,566.00 25 H.P. Northwest (smíðuð upp) ............... 1,000.60 Portabíe Engines. 22 H.P. Single Cylinder, portable, Geiser (ný) . 9S00.AA 22 H.P. Single Cyíinder, portable, Geiser (smíóuti upp) COO 00 20 H.P Single Cylinder, portable, 1 Gei*er (smíSutS upp) 000.00 Vér höfum einnig tvær 20 og 22 hestaafls vélar, sem vér crua reiöubúnir ati smítSa upp, og selja fyrir y:tr,o.oo hvora Fáeinar Möhinar-Vélar (Grinders). 6 tommu Superior Grinde9IH.OO Peninga-prísar, en góðir skilmálar gefnir á öllum stórum Tractors. Skrifið eftir hvaða upplýsingum, sem yður vantar, — bara segið oss, hvað þér þurfið. R. S. EWING, 200 Union Trnst Building, WINNIPEG /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.