Heimskringla - 26.10.1916, Síða 4

Heimskringla - 26.10.1916, Síða 4
■jUB. 4. HEiMSKRINGLA WINNIPEG, 26. OKTÓBER 1916. HEIMSKTUNGLA IÍUiiJduR lssð) Kemur út á hverjum FlmtudeBt. Ctgefendur og elgendur: TltK VIKIIHG I’RKSS, I.TD. Verti blahsins I Canada og Bandaríkjun- um $2.00 um árih (fyrirfram borgati). Sent tll lslands $2.00 (fyrlrfram borgaJS). Allar borganir sendist ráðsmanni bla1!)- »tns. Póst etia banka ávisanir stýltst til The Vtking Press, Ltd. M. J. 9KAPTASON, Ritstjdrl S. D. B. STEPHANSON, rátSsmatiur. Skrlfstofa: 720 SHERBROOKK STREET, P.O. Box 3171 WINNIPEG. TaÍMfuii (iarry 4110 ÉR SKULUM ALDREI SLIÐRA SVERÐIÐ fyrri en Belgía í fullum mæli er búin að fá alt, sem hún hefir í sölur lagt og meira; ekki fyrri en Frakkland er trygt og óhult fyrir á- rásum fjandmannanna; ekki fyrri en rétt- indum hinna smærri þjóða í Evrópu er áreið- anlega borgið, og ekki fyrri en hervald Prússa er brotið og að fullu eyðilagt.—ASQUITH. Hreyfingar í Winnipeg. Verkamenn. Winnipeg er orðin stór borg, nær 200,000 íbúa, þó að stríðið mikla hafi hnekt svo að miklu nemur; enda er nú farið að kenna margs þess, sem stórborgir eiga skylt ein með annari. Og aðallega er það óánægja hinna starfandi manna. Þrír flokkar manna hafa nú látið í ljósi þessa óánægju. Fyrsti flokkurinn er verkamenn, sem við byggingar starfa og eru allir félagsmenn í “Building Trades”. Nú á laugardagtnn síð- asta gengu þeir saman í stórri fylkingu, fimt- án hundruð manns, og stefndu til stjórnar- bygginganna og heimtuðu að máli stjórnar- formann Norris. Þegar þar kom, fylti flokk- urinn þingsalinn og tóku á móti þeim stjórnar- formaður Norris og ráðgjafarnir Hon. T. H. Johnson og Hon. Thornton. En þingmaður Rigg leiddi þá fram fyrir stjórnarformanninn og ráðgjafana með stuttri ræðu. J. H. Poulter, forseti Building Trades Fed- eration, hélt síðan fram máli þeirra. Erindi þeirra var það, að skora á Norris- stjórnina, að láta undir eins fara að taka til að nýju og halda áfram að byggja og fulÞ gjöra stjórnarbyggingarnar góðu. Norris svaraði þeim kurteislega og stilli- lega í fáum orðum, og sagði að byrjað yrði á verkinu snemma á næsta ári. En flokkurinn gjörði ssig ekki ánægðan með það, og kváð- ust þeir hafa fengið þessi loforð fyrri og hefði lítið verið að marka. Sögðust enga ástæðu sjá til að draga þetta og heimtuðu já eða nei þarna undir eins. Var þá rómur mikill gjörður að þeim, er þessu hélt fram, og heyrðust köii- in: “Já eða nei, nú þegar! ” Tók þá ráðgjafi opinberra verka, Hon. T. H. Johnson, til máls, og skýrði í all-langri ræðu ástæðurnar fyrir því, að stjórnin gæti ekki haldið áfram með verkið, og iofaði hann og Norris, að þeir skyldu gefa 150 mönnum vinnu við undirbúningsverk. Og flokkurinn varð að gjöra sig ánægðan með það, hvort sem þeim líkaði ea ekki. Höfðu menn kvart- að yfir hörðum tímum og dýrtíð og að engin vinna væri í borginni. Segja blöðin, að all- mikil óánægja hafi verið með mönnum, er þeir fóru. Kvenfóikið. Annar flokkurinn í borginni, sem látið hefir í ijósi óánægju sína, er kvenfólkið. — Þær héldu fund mikinn í fyrirlestrarsalnum á Industrial Bureau á föstudaginn, og voru þar samankomnar 300 konur úr Local Council of Women, auk fjölda annara, bæði karla og kvenna. Á fundi þeim voru gjörðar samþykt- ir tvær, sem framkvæmdarstjórn féfags þessa var áður búin að samþykkja. Hin fyrri sam- þyktin var um það, að skora á ráðgjafa opin- berra verka í Ottawa, að iáta rannsaka hið háa verð á brauði, kjöti, mjólk og öðrum fæðutegundum. — Hin síðari samþyktin var um það, að skora á fylkisstjórnina, að láta rannsaka verðið á brauði, mjöli kjöti, mjólk og fæðutegundum þeim, sem úr mjólk eru gjörðar, og fá vissu um það, hvort nauðsyn nokkur væri á því, að hafa vörur þessar í hinu háa verði, sem nú ræður hér, Um þetta urðu umræður nokkrar, og kvað mest að orðum forsetans, Mrs. R. F. McWil- iiams. Hélt hún því fram, að Canada mjöl væri dýrara hér í Winnipeg en annarsstaðar, einnig, að tunnan af bezta mjöli (patent No. 1) kostaði 40 centum meira í Toronto heldur en hér; en samt væri brauðið úr mjöiinu ó- dýrara þar heldur en hér. Nokkuð var það einkennilegt, að þegar Mrs. McWilliams var að skýra það, er kon- urnar óskuðu, að rannsókn þessi væri gjörð af Public Utilities Commissioner, þá gat hún þess, að þeim konunum hefði fyrst hugsast, að biðja stjcrnina að setja í þetta konunglega nefnd; en þegar þær fóru að ræða þettav urðu svo margar á móti því, að þær hættu við það. Þótti nóg komið af þessum konunglegu J nefndum. Hjá öðrum konum kom það upp, að brauðið væri ódýrara á Bretlandi, þegar búið væri að íeggja á það allan þann kostnað, sem flutningurinn veldur, heldur en hér í Winni- peg, og þótti það nokkuð undarlegt. —o— C. P. R. verkamennirnir. Hinn þriðji flokkurinn, sem óánægður var og hvað mestan skarkala hefir gjört, eru C.P. R. verkamennirnir. Hjá þeim hefir verkfallið einlægt legið við borð og hafa blöðin talið, að ein 7 þúsund þeirra myndu gjöra verkfall þenna og þenna daginn, ef að ekki væri látið að kröfum þeirra, og hafa fundir og samning- ar staðið yfir milli þeirra og yfirmanna C. P. R. brautarinnar. En nú komu þeir saman ein- ir 200 fulltrúar, í Labor Temple hér í bænum og ræddu mál sín. Orsökin til óánægju þeirra var dýrtíðin eða “high cost of living”, og kváðust þeir ekki geta lifað á þessu kaupi sínu, þegar ailar lífsnauðsynjar væru uppsprengdar. Vildu þeir láta stjórnina fara að rannsaka, hvernig stæði á þessu háa verði allra nauðsynja manna. Ait sem þeir þyrftu að kaupa, færi upp, en kaup- ið stæði í stað. Uppástunga var gjörð, að Norris-stjórnin tæki að sér að rannsaka þetta og var uppá- stungumaður E. H. Eburne; en þegar fund- urinn heyrði, hvað uppástungumaður var að bera fram, var sem allir ætluðu að tryllast og reyndi Robinson forseti ekki einu sinni að telja atkvæðin, sem með því voru; en sagt var, að það hefðu verið einir 15 af öllum fundarmönnum . Allur þorri fundarmanna heimtaði hærra kaup, og var stungið upp á því, að C.P.R. hækkaði flutningsgjald til þess að eiga létt- ara með að borga kaupið. Einstöku stungu upp á því, að brautar- menn gjörðu 12 mánaða verkfall til þess að geta eyðilagt auðmennina, og gætu þá verka- mennirnir fengið völdin í hendur. Mr. Rigg sagði, að lífsnauðssynjar væru allar orðnar svo dýrar, að verkamenn vissu ekki, hvernig þeir ættu að geta haldið lífinu í sér og sínum. Kvað hann skýrslur stjórnarinn- ar sýna það, að í seinustu 12—13 ár hefðu vörur allar verið að hækka, en þó einkum fæðutegundir og munaði það um 50 prósent síðan um aldamótin. En síðan stríðið byrj- aði hefði þrengt svo að mönnum, að um alt Canada-veldi væru hópar manna að rannsaka þetta og reyna að ráða bót á því. í Toronto hafði verkamannaþingið (Trades and Labor Council) kosið menn til þess, að finna stjórnina og biðja hana að setja nefnd manna til að rannsaka þetta, og um leið hefðu þeir stungið upp á því, að stjórnin tæki undir sig allar hveitimyllur og frystihús og ákvæði hæsta verð á hverri vörutegund. Mr. Rigg gat þess, að þeir væru ekki einir um þetta, því að konur borgarinnar væru að skora á stjórnina, að rannsaka þessi mál og ráða fram úr þeim. Hann sagði, að það væri enginn efi á því, að bakhjarlar einhverjir stæðu að baki markaðarins og væru að sprengja vörurnar upp. Við lifðum nú ekki á þeim tímum, þegar opinber samkepni á- kvæði verð varanna á markaðinum, eins og átti sér stað fyrir fáum árum. Og nú kvað hann oss vera á brunandi ferð í klærnar og ginið á einveldi auðsins (monopoly). Tók hann kolin til dæmis, sem spítalanefnd borg- arinnar hafði keypt og bæjarstjórnin; hvoru- tveggja gáfu út tilboð, og þegar menn fóru að bjóða að selja koiin spítulunum og bæjar- stjórninni, þá hefði ekki munað broti úr centi á verðinu. Eitthvert stórríkt félag var búið að ákveða verðið fyrirfram.— “Þetta”, sagði Mr. Rigg, ‘ ‘er ráðgáta, sem fólkið þarf að leysa. Það er þýðingarlítið, þó að prestar og preiátar segi mönnum, að þeir verði að snúa huganum til annars heims, því að brauðið og smjörið þurfa karlar, konur og börn nú strax í dag og á morgun”. Ástæðan fyrir því, að verkamenn C.P.R. félagsins hefðu komið á þenna fund, væri sú, að skórinn krepti svo hart að þeim. Þeir sæju ekki, hvernig þeir ættu að geta haldið áfram að lifa þolanlegu lífi; en eins og nú væri, væri lífið tæplega þess vert, að haida því við. Auðmennirnir væru ekki farnir að finna til þessa. Og nú væri það einmitt, sem þeir tækju sína uppskeru. Verðið á mjölinu hækk- aði á hverjum degi að segja mætti. Og sjón væri sögu ríkari, þar sem Lake of the Woods og Ogilvie myllufélögin gæfu nú 25 prósent ágóða hverjum hluthafa, eftir að hafa dregið frá allan hugsanlegan kostnað. Á 4 árum fengju þeir þarna aftur alla þá upphæð, sem þeir hefðu lagt í félögin. — Annar maður sagði: “Þér verkamenn smíðið og framleiðið vélar til þess að lækka kostnað vinnunnar. En þér hafið ekki lært að eignast vélarnar sjálfir”. Þetta væri hið rík- asta land í veröldinni, hvað náttúru-afurðir snertir; en þó gengju börn á skólana í Winni- peg með götuga skóna. Hann kvað Winnipeg Tribune segja mönnum, að menn gætu með kosningaseðlunum lamið niður þessa dýru prísa. Tribune gæti sagt þetta nú. En aldrei kvaðst hann vita t:I þess, að Tribune hefði sagt mönnum þetta ré .t fyrir kosningar, held- ur svo sem ári e f t i r , að kosningarnar væru um garð gengnar. Hann kvað milíóna- eigendurna þjóta upp í Canada, eins og gor- kúlur á fjóshaugum, og peninga sína græddu þeir á verkamönnunum og afurðum landsins. Kjötið, sagði hann að rotnaði í frystihúsun- um. Fæðan væri nóg og yfirgnæfanleg alt í kringum menn, og þó væri ekkert að eta. Hér eru þrír flokkar manna allir óánægð- ir út af dýrtíðinni, út af kaupinu, út af því að geta ekki lifað því lífi, sem þeir voru vanir orðnir og þóttust eiga heimtingu á. Það er enginn efi á því, að dýrtíðin er hér meðal vor. Það er enginn efi á því, að verka- maðurinn verður æfinlega á eftir með kaup sitt, þegar varan hækkar í verði. En hlutur- inn er í rauninni sá, að peningarnir eru sem önnur vara, sem hækkar og lækkar. Þegar hveitið fer upp í $1.80 bushelið, upp úr 90 centum, þá hafa eiginlega peningarnir fallið um helming. En nú er kaupið miðað við pen- ingana, en ekki hveitið, og í rauninni er þá kaup mannsins í samanburði við hveitið — helmingi minna en áður en hveitið hækkaði. Ef að maðurinn hefði t. d. fengið í kaup 3 bushel af hveiti, þegar hveitið var 90 cents, eða í peningum $2.70, eða kaupið miðað við hveitiverðið, þá hefði hann þegar hveitið hækkaði, fengið sín 3 bushel í kaup á dag eða $5.40. Og þá hefði enginn kvartað, sem kaup hefði átt að taka. Þetta hefir margur séð áður en nú; en menn hafa einhvernveg- inn látið það hólkast svona, að hafa dollarinn fyrir aðal-gjaldmiðil. En af þessu hefir það leitt, að varan er vanalega á undan, en verka- maðurinn á eftir. Þetta ástand er meðal annars vottur þess, að vér erum komnir inn í hinn verulega heims- straum. Hún er að byrja hér baráttan milli mannlífsflokkanna, og það má reiða sig á, að þetta verður ekki hin seinasta kviðan hér. — Þær eiga margar eftir að ganga yfir þessa borg og þetta land. Og því meiri, sem auður- inn verður, því harðari verða þær orustur, sem seinna koma. • En þrátt fyrir alla þessa dýrtíð, sem eng- inn neitar að sé hér í borgunum, þar sem að menn þurfa alt að kaupa, þá eru þó Ieikhúsin full á hverju kveldi. Þúsundir autóa bruna um borgina á hverjum degi, svo að við slys- um liggur, af að menn brúka ekki mestu var- úð. Einlægt eru samkomurnar og skemtan- irnar á hverju kveldi. Fátækir sem ríkir kaupa hina dýrustu fæðu til að lifa á, eins og einlægt væri gullið nóg í vasanum, og það er það ennþá, þó að sumir kunni að vera komn- ir nærri botm. Það virðist því vera annað- hvort, að menn kunni ekki að spara, eða að menn vilji heldur dauðir Iíggja, en taka til þessa óyndisúrræðis. Alt fyrir það hljóta menn að viðurkenna það, að nú ætti að vera kominn tíminn til þess, þegar öll þjóðin í Canada er í voða, þegar alt Bretaveldi er í voða, og enginn veit með vissu, hvað við tekur, og hver dollar, sem nú er sparaður, getur verið virði 10 doll- ara, þegar stríðið er búið; — því að vér vinnum þetta stríð, þó að vér vitum nú ekki, hvenær það verður og sjáum óglögt hvað á eftir kemur. “MÓRAUÐA MÚSIN ” Þessi saga, sem verið hefir í blaðinu, er nú því nær fullprentuð í bókarformi og er um 200 blaðsíður, prentuð á góðan pappír og innheft í sterka kápu. Saga þessi er, eins og menn vita, sem hafa lesið hana, einhver hin bezta í sinni röð, og hefir notið mikillar hylli og verið hrósað víða af enskumælandi gagn- rýnendum. Hún fjallar mjög blátt áfram og Ijóslega um breytingar á fyrirkomulagi sveita- skólanna, til að gjöra þá að verulega nytsöm- um stofnunum fyrir þjóðfélagið í heild sinni, og bændastéttina sérstaklega. , Bókin verður seld á 50c og getum vér af- greitt pantanir í kringum miðjan október. — Sendið oss pantanir yðar sem fyrst. KRISTINN STEFÁNSS0N. I. Nú fljúga farfuglarnir af brautum haustsins og söngv- arnir þagna. En — söngurinn lifir. Hugsandi stöndum vér eftir, sem hlustuðum, og þökkum vor- og sumarljóðin. Allir erum vér íslenzkir Vestmenn, farfuglar, þótt fæstir séu söngvarar. En vér fljúgum ekki í hópum heim, eins og hinir vængjuðu ioftfarar, heldur einn og einn — einn eftir einn. Og þá er förinni eigi heitið til heimalands vonanna og æskunnar, heldur dreymda Iandsins mikla, — þar sem oss sýnast daggardropar þokunæturinnar í mannheimum skína í litgeisladýrð hins óendanlega Ijóss, — heimkynni hinnar ei- lífu alveru. Til suðrænu landanna, ókunnu, sem liggja fyrir handan þroska vorn og sjónhring, er farfuglinn floginn, og kemur aldrei til vor aftur. En söngvarnir, sem hann söng, dvelja á meðal vor, í íslenzkum heimahögum, hvar sem vér búum: sannleiksleitin, draumkendin, skilningsþráin, frjálssýnin, dul- hyggjan. Skáldið Kristinn Stefánsson lifir. II. Við mættumst eins og fleiri ferðamenn, sem frétta spyrja — skrafa um dag og vegi, með glöðum svip, sem gremju þekkir eigi, en höfðum tæpast tímann fundið enn að tala um skilning vorn á æfidegi, — um glampann þann, sem liggur yfir legi. Og þess var máske ei þörf né viðtal brýnt — þótt þroskann dýpsta sjaldnast flytji letur, því ekkert hugann allann málað getur —, því ef á pappír sálin fær sig sýnt, hún sézt í ljóði flestu öðru betur. Sú kynning elda kveikir margan vetur. Frá mér til þín það skal ei lof né last, þótt lítt þú stæðir mitt í orrahríðum. — Þeir ennþá launvíg fremja í flestum stríðum. En fyrir víst eg veit þitt skap var hvast, er vansæmd krýnda sástu af þínum lýðum, en frelsi andans heft í miðjum hlíðum. Þess bera Ijósast vitni verk þín öll, að víðsýn augu mændu á hæstu tinda, og sáu fleira en þjóð sér lætur lynda, þótt byðirðu ei þig beint á glímuvöll mót blótstallsgoðum allra vígðra synda og þola alla bannfæring þess blinda. Því það fer sjaldnast óskemt úr þeim leik, sem oss er bæði kært að vaka og dreyma. En sjálfur fanstu sælu þína heima. Og ljósin skína enn frá eyddum kveik, sem efa jafnt og vissu ei tekst að gleyma. — Það er svo margt, sem gaman er að geyma.---------- Það drýgsta alt, sem dægrin fegra sýn í drenglund þinni fastar átti rætur, — það voru lífsins ljúfar reynzlubætur. Því verður hugsun hlýtt að minnast þín, er hljóðnar ys og skugginn rís á fætur, og bjóða góðan dag sem góðar nætur. III. Mannssagan er skráð í þremur orðum: fæðast, líða, deyja. Þetta er endirinn á gömlu, persnesku æfintýri, og lengra nær raunvissan eigi enn, þótt spilaborgirnar séu margar og fríðar — kastalar andans síleitandi. En hver veit nema borgir vor barnanna séu í líkingu við einhver musteri, sem standa á eilífðar löndum hins ókunna? Skýlaust sjáum vér, hvort sem er, bæði smátt og fátt, því upphaf alls er hið óþekta — bak við skýin. Guð er orsök allra orsaka, segjum vér, en guðsmyndirnar eru eins margar og mannssálirnar, sem mála hann; því alt eru eigin myndir, dregnar af umhverfi sjónhrings vors. Það er að eins í smæddinni, sem vér sameigmlega svör- um spurningunni: hversvegna með svarinu: þ e s s - vegna.------------- En trúvissan snéri við gömlu sögunm um mannsæfina. Að eins miðorðið helst óraskað. Hún lætur mennina deyja þegar þeir fæðast, og fæðast þegar þcir deyj.;. Sé það svo! Þá er það borgin, sem eg byggi, Kristinn, að hljómmynda í sál mmm öldur hms dýpra söngs, hinna hærri tóna, en fædd- ust hér og féllu. Eg veit, að þ a r verður söngþörfin vakandi hjá heyrend- um þínum, því án hennar er jafnvel söngur himnanna hljóm- Iaus.------ Farfughnn er floginn út í blámn, — söngurinn lifir. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson. Borgar það sig ? Borgaði það sig fyrir Þjóðverja, að ógna mönnum með voða- verknm og skelfingum? ---«--- Eftirfylgjandi greinarkorn er tek- ið úr Bandaríkjablaðinu Boston Transcript: — Borgaði það sig fyrir Þjóðverja að sökkva Lúsitaníu og ógna öllum heiininurn með neðansjávarbótum sínum? Þeir voru svo miklir menn, a9 jteir gátu banað meira en þús- und mönnum þeim að óvörum. Og margir þeirra voru konur og ung- börn. Yfir hundrað þeirra voru borgarar Bandaríkjanna. Og margir útiendingar vor á meðal (nefnilega f Bandaríkjunum) ráku upp fegins- óp og veltust um af liiátri, þegar fregnir þessar voru lesnar milli þátta í leikhúsunum og tilgreint,. hvað margar konur og hvað mörg. börn hefðu sokkið þarna. En vald og yfirráð Breta á sjónum haggaðist ekki vitundarögn við jietta. Bretar linuðu ekki hið minsta hergarð sinn um Iiafnir Þjóðverja. Þeir leyfðu ekki fremur skipum þeirra að sigla um sjóinn eftir en óður. Það dró ekkert úr ferðum verziunar- skipa eða flutningsskipa þeirra um höfin. — Þetta var eitt hið óþokka- legasta verk, sem nokkurntíma hefir verið gjört í heimi. En það var Þjóð- verjum gagnslaust og vakti hatur og andst.vgð manna á Jieim um all- an heim. Það boigaði sig ekki fyr- ir l>á.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.