Heimskringla - 17.05.1917, Síða 5
WINNIPEG, 17. MAÍ 1917.
HEIMSKRINGLA
5. BLAÐSÍÐA
brota, sem varða lífláti. Eitt af
þeim er að fremja meinsæri gegn
fanga, er hefir líflátsdóm í för með
«ér (fyrir fangann). En þar tíðk-
ast kviðdómar, sem beita lögunum
með mikilli mannúð. Og á síð-
ustu árum hefir forsetinn náðað
stóribrotamenn, því almennings-
álitið hefir ékki þolað líflát þeirra.
Dóminum er ávalt fullnægt opin-
berlega með fallexi.
Á Hollandi hefir enginn verið af
lífi tekinn síðan J860. Aftökur
numd'ar árið
voru þar úr lögum
1870.
ítalía hefir í þessu efni verið á
undan öðrum þjóðum. Þaðan
hafa komið sterkustu mótmælin
gegn líflátsdómum. Var það lög-
maður einn, Beceario að nafni, sem
flutti þau af miklu kappi. En aðr-
ir ftalskir lögmenn hafa síðan tek-
ið mjög eindregið undir. 1 Tosk-
ana á Italiu voru aftökur úr gildi
nurndar, þegar á 18. öld, árið 1786.
Samkvæmt hegningarlögum, er
samþykt voru 1888, var dauðahegn-
ing afnumin, jafnvel fyrir konu-ngs-
morð. En, manndrápum þótti
fjölga, og hefir það oft verið not-
að því til sönnunar, að óheppilegt
sé að nema slík lög(úr gildi. En af
öðrum er því haldið fram, að
manndrápum hafi þar alls ekki
fjölgað í landinu, er dauðahegn-
ing var þar afnumin, heldur hafi
þeim einmitt fækkað sem svarar 32
af 'hundraði á fyrstu tíu árum.
Árið 1910 var alþjóðaþing til fang-
elsa umbóta haldið í Chicago. í>ar
hélt ítalski erindrekinn þvi mjög
eindregið fram, að árangur afnárns
dauðahegningar hefði þar verið
ágætur.
1 Japan eiga aftökur sér stað, en
fara ekki fram á almannafæri, held-
ur í fangelsum. Brot, sem þar
varða lífláti, eru: Ofbeldis athafn-
ir gegn keisaranum, ofbeldisverk,
sem framin eru í uppreistar skyni
gegn
fyrir
á Spáni komu ný hegningarlög i
gildi 1870. Samkvæmt þeim varða
þessi brot lifláti: Að koma er-
lendu valdi til að segja Spáni stríð
á héndur, bantilræði, við konung,
föðurmorð og launmorð. Aðferðin
þar f landi er ljót. Aftökur fara
fram á almannafæri og eru gerðar
á l>ann hátt, að járnkragi eins kon-
ar er festur um háls þeim, er á lað
lífláta, sem skrúfaður er fastar og
fastar saman, unz lff er slokknað
(garrót). En dauðahegningu er
sjaldan beitt. Vanaleg hegning
fyrir morð er æfilöng þrælavinna í
lilekkjum, en fyrir föðurmorð fang-
elsisvist í hlekkjum til dauðadags.
Svíþjóð hefir þegar fyrir löngu
mildað að mjög miklu leyti úr
dauðahegningu, þegar árið 1777.
Samkvæmt hegningarlögum frá
1864 má láta landráð, er fela í sér
banatilræði við konunginn, eða
tilræði gegn sjálfstæði landsins,
eða manndráp af ásettu ráði, varða
lifláti. Árið 1901 var frumvarp til
laga um að fella líflátsdóma alger-
lega niður lagt fyrir þingið, en
felt í báðum þingdeildum.
/
Sviss er eftirtektavert land í sam-
bandi við þessa löggjöf eins og svo
marga aðra. Aftökur voru þar úr
\ | lögum numdar 1874 með sambands-
löggjöf. En 1879 var það inál aftur
borið undir þjóðina með alls herj-
ar atkvæðagreiðslu. Árangur henn-
ar varð sá, að hvert fylki (kanton)
fekk vald til að framkvæma dauða-
hegningu innan sinna landamæra
fyrir stórglæpi. Sagt er að sain-
bandsstjórnin hafi verið þessu all-
andstæð, en hafi verið til þass
neydd, sökum þess, að morðum,
som framin hafa verið af ásettu
ráði, hafi fjölgað að mun milli 1874
og 1879. Sjö fylki af tuttugu og
tveimur hafa fært sér þetta vald í
nyt og leitt í iög líflát á ný. En
engar aftökur virðast að hafa átt
sár þar stað. Þegar keisarafrúin í
stjórn og landslögum, eða j Austurríki var myrt í Genf 1898,
samsæri við önnur lönd, og komust menn að raun um, að lög
manndráp. | fylkisins leyfðu ekki að morðing-
1 Noregi voru lög í þessu efni svo' jnn væri tekinn af. Fylkið Zug
fram að árinu 1905, að dauðadóm I !fgg”r M ^ vægustuj.egningu v.ð
mátti upp kveða fyrir morð af á-j
settu ráði, en dómistólunum gefið
morði af ásettu ráði, er menn
þekkj'a: Þriggja ára fangelsi. En
l>að er lágmarkið; hámarkið æfi-
langt fangelsi.
Á Þýzkalandi hafa líflátsdóanar
víða verið úr gildi numdir. í smá-
ríkjunum Brúnsvík, Kóburg, Nas-
sau og Oldenburg voru þeir ógilt-
ir árið 1849. 1 Saxen-Meiningen og
Saxen-Weimar 1862, í Baden 1863, á
í vald að ákveða æfilanga hegning-
arvinnu, ef þeim sýndist. Dauða-
dómi var fullnægt með því að háls-
höggva. Enginn hefir þar í landi
verið líflátinn síðan 1876. Um
næst undaníarinn tíma hafði böð-
ulsstaðan verið að mestu leyti
nafnið tómt. Sagt er, að sú staða
hafi síðast verið veitt þar guð- j Saxlandi 1868. En svo voru þeir
fræðinema einum, í því skyni, að aftur leiddir í lög með keisaraleg-
sú litla þóknun, sem stöðunni, um hegningarlögum frá 1872 fyrir
fylgdi, gæti verið iionum náms- árásir gegn lffi keisarans eða kon-
styrkur, eða hjálpað honum til að j ungs einhvers sambandsríkis, eða
borga fæði og húsnæði, meðan j fyrir ásetningsmorð, sem ekki er
hann var að lesa undir guðfræði- j framið í fljótræði, heldur sam-
próf. Má geta nærri, hvernig hon- j kvæmt rækilegri umihugsan. . Stór-
um ihefir liðið, er til þess kom að j glæpamenn eru hálshöggnir..
fi'amkvæma athöfnina, ef sagan eri
sönn á annað borð, sem eg þori J
ekert um að segja. Enda varð
þetta síðasta aftakan, sem framin
var í landinu. Samkvæmt hinum
nýju hegningarlögum Noregs, er
öðluðust gildi 6. jan. 1905, eru líf-
lát numin úr gildi.
I Portúgal var lengi mikil mót-
spyrna gegn aftökum og árið 1767
voru þær numdar úr lögum. '
Rúmanía nam lfflát glæpamönn-
um til hegningar úr gildj 1864.
Rússland hefir í þessu efni frem-
ur verið á undan en eftir. Þegar á
i'íkisárum Elísabetar drotningar
voru aftökur þar numdar úr lög-
um árið 1750. Síðar voru þær aft-
ur leiddar í lög og urðu nokkuð
tíðar og voru glæpamenn ýmist
skotnir, hálshögnir eða hengdir.
Árið 1907 var dauðahegning aftur
af numin nema fyrir ofbeldisverk
gegn lffi keisarans, keisarafrúar-
innar, eða ríkiserfingjans.
NÝ
UNDRAYERÐ
UPPGOTVUN
Eltir tíu ára tilraunir og þungt
erfiði hefir Próf D. Motturas upp-
götvað meðal, sem er saman bland-
að sem áburður, og er ábyrgst að
lækna hvaða tilfelli sem er af hinum
hræðilega sjúkdómi, sem nefnist
Gigtveiki
Og geta allir öðlaet það.
Hví að borga lækniskostnað og
ferðakostnað í annað loftslag, þegar lnnai-
hægt er að leekna þig heima.
Verð fl.OO flaskan.
Burðargjald og stríðsskattur 15 cent
Aðal skrifstofa og útsala
614 Builders Exchange
(Dept. 8)
Winnipeg, Man.
Bandaríkin. Eftir sambandslög-
um Bandaríkjanna má kveða upp
dauðadóm fyrir landráð gegn
Bandaríkjum, sjórán og morð, að
svo cmiklu leyti, sem heyrt getur
undir sambandslög. Hin einstöku
ríki hafa um þetta sérstök lög,
hvert um sig. Dauðahegning var
afnumin í Michigan 1846, ncma fyr-
ir landráð, og í Wisconsin að öllu
leyti 1853. 1 Rhode Island var hún
afnuinin 1852, en leidd f lög a.ftur
1882, einungis fyrir morð, framið af
manni, d^emdum til |æfilangrar
fengelsisvistar. í Maine var dauða-
hegning afnumin, en aftur leidd í
lög, og svo numin úr gildi 1887. 1
öllum ríkjum öðrum má fratn-
kvæma dauðahegningu. Aðferðin
er víðast hvar henging, nema í
New York, Massachusetts og Ohio,
þar isem rafmagnsstóUkin hefir
komið í staðinn.
Ástæður gegn lífláti sakamanna.
Eins og sést á yfirliti þessu, eru
líflátsdómar nú ekki orðnir nema
skuggi af því sem þeir eitt sinn
voru. Margir rithöfundar, bæði í
Norðurálfu og Yesturheimi, og
nokkurir á Englandi, fylgja því
fram, að líflátsdómar sé feldir úr
lögum. Þeir halda því fram, að
mannfélagið hafi engan rétt til að
svifta nokkurn meðlima sinna lífi
fyrir nokkura sök, hversu mikil,
sem hún kann að vera. Ástæðurn-
ar, sem fram eru færðar, eru marg-
ar.
Sú ástæðan er ekki sízt þung á
metum, sem heldur því fram, að
f lang-flestum, ef ekki öllum tilfell-
um, sé morð framin í stundar vit-
firringu, eða fyrir sýkingu sálar-
Af öðrum er því haldið fram, að
líflátsdómar sé máttvana til að
hræða menn frá að fremja glæpi,
og nú orðnir svo sjaldgæfir, að
þeim, sem glæpinn hefir f huga,
naumast koma þeir til hugar.
Frá lagalegu sjónarmiði er lögð
sterk áherzla á, að sannanir sé oft-
ast líkindasannanir og hættan sér-
lega mikil, að oft sé framið stór-
kostlegt ranglæti með því að taka
menn af'lífi.
Frá siðferðileg^ sjónanmiði er
því lialdið frairi, að ekkert jafnvægi
eigi sér stað. milli glæpsins, sem
framinn er, og hegningarinnar.
Siðferðisbetran eigi að verai til-
gangur allra laga og allrar hegn-
ingar, on líflát koini í veg fyrir, að
siðferðisbetran geti átt sér stað.
Frá trúarlegu sjónarmiði er þá
líka aðal áherzlan á það lögð, að
líflát svifti glæpamanninn dýr-
mætum tíma og tækifærum til iðr-
unar og afturhvarfs.
4.
Rabbí Goldstein.
Sá maður í Bandarfkjunum, sem
annast lætur sér um þetta mál, er
Gyðingur, rabbí Jakob Goldstein.
Hann hefir nýlega sett fram á-
stæður sínar gegn líflátsdómum á
þessa leið:
“Eg er dauðahegningunni öld-
ungis andvígur af þessum ástæð-
um:
“Rfkið ætti að haga sér sam-
kvæmt þeirri sannfæringu, að alt
mannlegt líf sé heilagt.
“Dauðahegning, jafnvel eins og
hún er fmmkvæmd f Jæssu landi,
er leifar af hefndarþrá mannsins á
frumlegu menningarstigi. Það er
meginregla hegningarfræðinga í
nýrri tíð, að löggjöf ætti að vera
laus við hefndarhug, en skoða ill
ræðismanninn eins og þann, er
mannfél'agið er skyldugt til að
snúa til réttrar leiðar, samkvæmt
fordæmi biblíunnar: Eg vil ekki
dauöa syndugs manns, heldur að
hann snúi sér og lifi.
“Dauðahegningu er eigi unt að
afturkalla. Mörg misgrip hafa- orð-
ið. Sjálfur hefi cg séð saklausan
mann stfga upp í rafmagnsstólinn,
þrátt fyrir áköfustu tilraunir mín-
ar með að bjarga honum. Enginn
mannlegur dómstóll getur verið
óskeikull. Þó er eigi unt að trúa
neinum nema óskeikulum dóm
stóli fyrir þvf voða valdi, að fram
kvæma dauðahegningu.
“Dauðahegning á að vera hræða,
en reynist ónýt hræða. Versti
glæpamaður gengur á móti dauða
sfnum, fullvís samúðar hverrar
mannveru, er kemur til móts við
hann. Þó er hann enn meir fullvfs
þeirrar aðdáunar, er hann vekúr
hjá þeim eina flokki mannfélags-
ins, sem skoðanir hefir, er hanti
kann að meta.
Dauðahegningin vefur fals-
geislabug um höfuð þess manns,
sem hefir það að ganga út í dauð-
ann að leikfangi, og sá geislabug-
ur verður þeiin, sem að honum
dást og veikir eru á svelli, hvöt til
að vefða jafn-snjallir í glapræðinu.
Dauðahegningin, sársaukinn,
fyrirlitningin kemur niður á sak-
lausum ættingjum inorðingjans, et
eftir lifa.
‘Dauðahegningin er almennings-
álitinu svo ógeðfeld, að hclztu
borgurinm er mjög á móti skapi, að
skipa kviðdóm í málum, sem varða
lífiáti.
Eina þungvæga og gilda ástæð-
an, sem eg hefi orðið var við, til að
sýna að dauðahegning ætti að
haldast við, er sú, að með því
stjórnarskiplagi, sein vér höfum,
myndi morðingjum verða gefnar
upp allar sakir liópum saman og
of snemma, svo framarlega sem
þeir eigi að vinum nokkura stjórn-
málamenn, leiðtoga eða auðmenn.
Eg skoða þessa liættu svo veru-
lega, að eg er þvf fylgjandi, að lögð
verði við stórbrotum æfilöng fang-
elsisvist, ströng og óbreytileg, og
orðið æfilöng skilið bókstaflega.”
Þessi Jakob Goldstein, sem þetta
hefir sagt, er vel til þess fallinn, að
tala í þessu máli. Hann hefir í sjö
ár verið prestur Gyðinga-fangels-
anna í New York, sem flestir kann-
ast við og kölluð eru “Grafirnar”,
og fjögur ár hefir hann verið fang-
elsisprestur í Sing Sing prfsund-
inmi nafnfrægu f New York.
Lfflátsdómar eru leifar harð-
neskju og hefnigirni mannlegs eðl-
is. Þeir sýna, hve skamt er enn
komið í því, að skilja og tileinka
sér anda fagnaðarerindisins. Enda
er þeim stöðugt að fækka, sem bet-
ur fer, og lögin, er heimilia þá, meir
og meir að verða dauður bókstaf-
ur. Þau lög ætti allar menningar-
þjóðir sem fyrst að nema úr gildi.
F. J. Bergmann.
Varúðarmál.
Varúðarskortur getur orðið
mestu velferðarmálum mannanna
til baga. Áhugi fyrir þeim er lofs-
verður og öllum mönnum til hróss.
En ef óhuginn verður að ofur-
kappis er oft góðu málefni spilt
með varúðarleysi og er þá ekki vel
farið.
Á ættjörðu vorri virðast tilfinn-
ingar manna orðnar all-heitar f
sambandi við bannlögin. Og sá
hiti virðist í bili ætLa að bitna á
yngsta þjóðþrifafyrirtækinu í stór-
uin stíl — Eimskipafélagi Islands.
Þar er mikið í húfi, ef því ágæta
fyrirtæki kynni að verða spilt af
æstum tilfinningum og lítilli var-
úð. Hvergi er gætnin og stillingin
dýrmætari en f sambandi við ann-
að eins fyrirtafki, á fyrstu árum, er
litlu má mun«a. En hún er dýr-
tnæt ekki sfður f sambandi við
annað eins siðferðimál og áfengis-
bannið, sem nú sýnist vera í öng-
um allmiklum með þjóð vorri.
Af lofsverðuim óhuga fyrir mál-
efni sínu virðast Goodtemplarar á
íslandi krefjast þess, að áfengi sé
algerlega útliokað frá skipum fé-
lagsins. Þeir vilja, að skip félags-
ins neiti að flytja það landa á
milli og heimta, að á þeim sé ekk-
ert áfengi haft um hönd, hvoi'ki
utan landhelgi né innan. Good-
templarar í Reykjavík hafa sent fé-
lagsbræðrum sínum í Winnipeg á-
skoran um, að sjá um, að sendur
sé einungis sá maður á fund Eim-
skipafélagsins í júní, er frram fylgi
liessum kröfum þeirra. Helzt fara
þeir fram á, að tveim mönnum þar
heima, sem þeir trúa í þessu efni,
sé fengið umboð vestur-íslenzkra
hluthafa til meðferðar á fundinum.
Goodtemplarar hér í Winnipeg,
sem leiðast láta af sama lofsverða
áhuga fyrir sínu göfuga mólefni,
vilja nú að þessar kröfur bræðra
þeirra á íslandi sé teknar til greina.
Þeir hafa því heimtað, að Árni
Eggertsson fastbindi sig loforði
um að fylgja fram frekustu kröf-
um, er fram komi á fundinum, til
að hefta alLan áfengis flutning ís-
lenzku eimskipanna. Þenna áhuga
þeirra kunnum vér að meta og vit-
um, að þeim gengur ekki nema
gott til.
Árni Eggertsson hefir gofið öld-
ungis ókveðið loforð um, að fylgja
því fram á fundinum, bæði í ræðu
og atkvæðagreiðslu, að breytt sé
á skipum félagsins sanrkvæmt lög-
um þeim um áfengisbann, sem
gildandi eru á íslandi. Hann vill
ekki, að Eimskipafélagi Islands sé
veitt nein undanþága frá ákvæð-
um laganna um ófengissölu.
En liann er tregur til að láta
binda hendur sínar að öðru leyti
í þessu efni. Hann vill fó að koma
fram á fundinum, sem frjáls mað-
ur, er beitt geti skynsemi sinni
bæði Eimskipafélaginu og bann-
málinu til velferðar, eftir því sem
honum finst við horfa , og koma
fram fremur til málamiðlunar, en
æsingar
Með þetta eru Goodtemplarar
ekki ánægðir. Þeir heimta, að
hann skuldbindi sig til að fylgja
fram frekustu kröfum af þeirra
hálfu, er fram koma á fundinum,
og beiti atkvæðum vestur-íslenzku
hluthafanna með þeim, hvað sem
verða kiann í húfi. Fáist ekki þe)ta
loforð, vilja þeir krefjast af hlut-
höfum hér í landi, að þeir af.ur-
kalli umboð það, er þeir liafa þegar
fengið Árna Eggertssyni
Eimskipafélagsnefndin ber vita-
skuld hag og velferð félagsins fyrst
og fremst fyrir brjósti, en metur
hins vegar mikils óliuga Good-
templara fyrir hinum góða mál-
stað þeirra. Nefndin veit, að allur
þorri vestur-íslenzkra liluthata er
bannlögunum á íslandi hlyntur
og þykir það miður fara, að starf
semi Eimskipafélagsins sé þeim að
nokkuru leyti til hnekkis. Hún
treystir því, að á fundinum verði
einhver leið fundin út úr þessum
vandia, svo að bæði sé liag og vel-
ferð Eimskipafélagsins og bannlög-
unum borgið.
Nefndin hefir fullkomið traust
til Árna Eggertssonar, að hann
geri sitt til að mál þetta fái lieppi-
lega úrlausn. En hún álítur, að
því máli eigi Austur-lslendingar að
ráða til lykta. Það er þeirra mál
og ætlunarverk þeirra að sjá um,
að- lifað sé samkvæmt lögum og
samþyktum í því efni. Hún lítur
svo á, að það væri oss Vestur-ís-
lendingum óhæfa, iað ætla oss að
knýja fram nokkurn hlut, er orðið
gæti heill félagsins og velferð að
fótakefli eða jafnvel til spi'eng-
ingar.
Loforð Árna Eggertssonar, eins
og það er tekið fram hér að ofan,
álítur nefndin fullnægjandi og
hún skilur ekki annað, en að hlut-
höfum hér vestan hafs hljóti að
finnast hið sama. Vestur-íslend-
ingum væri það næsba varasamt
fordæmi, að fara að fela mönnum
á Islandi,' er þeir alls ekki þekkja,
að fara með umboð sitt, fremur en
eigin fulltrúum sínum, sem kunn-
ir eru af miargra ára reynslu að
drengskap og velvild til allra vel-
ferðarmála þjóðar vorrar. Vestur-
íslendingar færi ekki vel með álit
sitt í augum bræðra sinna austian
liafs með þvf móti, en drægi miklu
fremur öll áhrif til góðs úr hendi
sér, mcð því að vantreysta beztu
mönnum sínum.
Nefndin Iítnr svo ó, að áhrif
Vestur-lslendinga á bæði þessi
velferðarmál, Eimskipafélagsinálið
og bannmálið, verði lieppilegust
og heilladrjúgust með því móti,
að þau í þetta sinn sé falin Árna
Eggertssyni og hendur hans só
ekki bundnar um fram það, sém
hann þegar hefir lofað.
Eimskipafélags - nefndin skorar
nú á alla vestur-fslenzka hluthafa,
að sýna Árna Eggertssyni þetta
aama traust. Hún teystir því, að
enginn þeirra ljái fremur ókunn-
um mönnum umboð sitt en hon-
um.
Með heppileg úrslit þessa vanda-
máls í huga, heitir nefndin á alla
vestur-íslenzka hluthafa, sem hún
veit að bera velferð IsLands fyrir
brjósti, að beita nú i þessu máll
þeirri varúð, stillingu og forsjálni,
að aldrei verði unt þeim um að
kenna nein óhöpp, sem fyrir kunna
að koma.
Winnipeg, 15. maí 1917.
B. L. Baldwinson.
L. J. Hallgrímsson.
Thos. H. Johnson.
John J. Vopni.
Rögnv. Pétursson.
T. E. Thorsteinsson.
F. J. Bergmann.
Jón J. Bildfell.
R. J. Patton
Optometrist and Optician
Affur yflr Klframrnn-
dellillnnl hjá Katon.
SMrælÍlnKur um
n 1 I a auenaajúk-
ilómn. Fullkom-
Inn útbfinattur. —
lifitlú hann skofia
augu yflar ftður
en þaú er of ielnt
21 1 Enderton Building
Horni Portag;e og llantrave
LOÐSKINN ! HÚÐIRT ULL
Ef þér viljið hljóta fljótustu skil á andvirði
og hæsta verð fyrir lóðskinn, húðir, ull og
fl. sendið þetta til.
Frank Massin, Brandon, Man.
Dept II.
Skrifið eftir prísum og shipping tags.
Rj
‘ómi
Sætur og Súr
Keyptur
Vér borgum undantekningarlaust
hæsta verð. Flutningabrúsar lagðir
til fyrir heildsöluverð.
Fljót afgreiðsla, góð skil og kur-
teis framkcma er trygð með því að
verzla við
SffiTUR OG StfR
DOMINION CREAMERY COMPANY
ASHERN, MAN. OG BRANDON, MAN.
Eg set Peninga
i vasa ydar
MEÐ ÞVl AÐ SETJA TENNUR
I MUNN YÐAR
ÞETTA ER ÞAÐ, sem eg virkilega geri fyrir yður, ef þér komið til mín og
látið mig gera þau verk, sem nauðsynleg eru til þess að tönnur yðar
verði heilbrigðar og sterkar. — Eg skal lækna tann-kvilla þá, sem þjá
yður. Eg skal endurskapa tönnurnar, sem eru að eyðast eða alveg farnar.
Eg skal búa svo um tönnur yðar, að þær hætti að eyðast og detta burtu. Þá
getið þér haft yfir að ráða góðri heilsu, líkams þreki og starfsþoli.
Expression
Plates
Hellt "set” af tönnum, búitS tll
eftlr uppfyndlnBU mlnnl, sem
egr hefi sjálfur fullkomna'5,
sem gefur yCur i annali sinn
unglegan og eílilegan svlp á
andlltib. Þessa “Bxpression
Plates" gefa y5ur einnlg full
not tanna ybar. >ær lita út
eins og lifandi tönnur. Þær
eru hreinlegar og hvitar og
stærh þeirra og afstaöa elns
og á ‘‘lifandi” tönnum.
$15.00.
Varanlegar Crowns og
Brídges
í>ar sem plata er óþörf, kem-
ur mitt varanlega “Bridge-
work” aö góöum notum og
fyllir auöa staöinn i tann-
garöinum; sama reglan sem
viöhöfö er i tilbúningum á
“Bxpresslon Plates” cn undir
stööu atriöiö í “Bridges” þess-
um, svo þetta hvorutveggja
gefur andlitinu alveg eölileg-
an svip. Bezta vöndun á verki
og efnl — hreint gull brúkaö
til bak fyllingar og tönnin
veröur hvít og hreln “lifandl
tönn.”
$7 Hver Tönn.
Alt erk mltt fthyrg.t að vera van.laö.
Porcelam og Gull
fyllingar
Porceiain fyllingar mínar eru
svo vandaöar og gott verk, aö
tönnur fylta- þannig eru ó-
þekkjanlegar frá heilbrigöu
tönnunum og endast eins lengt
og tönnin.
Gull lnnfylllngar eru mótaöar
eftir tannholunni og svo inn-
iimdar meö aementi, svo tönn-
ln verður eins sterk og hún
nokkurntíma áöur var.
Hvaða tannlækningar,
lem þftr þarfnlst, atend-
nr hftn yöur ttl boöa
hér.
Vottorö og meömæll t
kundraöatall frft veral-
nnirmftnnnm, Iftgmðnn-
um OK preatnm.
Alllr akoöaölr kostnnöarlanat. — Þér ernö mér ekkeit aknld-
bundnlr þft e( hafl seflö yöur rftölcgglngar vlövfkjandl tönn-
yöar...Komlö eöa tlltaklö A hvnöa tfma þér vlljlö komn, I
arearaum talalman.
Dr. Robinson
Birks Buiiding, Winnipeg.
DENTAL SPECIALIST