Heimskringla - 24.05.1917, Page 1

Heimskringla - 24.05.1917, Page 1
r ' Royal Optical Co. Elztu Opticians i Winnipeg. Við höfnm reynst vinnm þínum vel, — gefóu okkur twkifæri til uð regn- ust þér vel. Stofnsett l'JUö. IV. li. Fowler, Opt. V.-------------------------------J NR. 35 Styrjöldin Frá Frakklandi. Alla síðustu viku héldu hersveit- Ir Breta uppi stöðugri sókn á rrakklandi á stórum svæðum. Víða vanst Jíeim töluvert á, en mættu þó margfalt öflugri vörn af hálfu Þjóðverja en nokkru sinni áður. Sökum óstands þess, sem ríkt hefir hjá Rússum í sefhni tíð, hafa Þjóðverjar getað fært stóra herskara frá austur 'herstöðvun- um til Frakklands og er þetta að allega orsök þess, að þeir hafa í seinni tíð getað veitt bandamönn- um þar að mun öflugri mótspyrnu en áður. En þrátt fyrir þenna liðs- auka þeirra hröktu Bretar þá samt á stórum svæðum hér og þar. Þorpið Bulleoourt tóku þeir í lok vikunnar, sem Þjóðverjar vörðu þó af kappi til þess síðasta. Alt bend- ir til þess að þeim hafi verið mjög nauðugt að verða að hopa- á þessum stað. Síðan þeir mistu þorp þetta, hafa þeir líka með stór- kostlegum áhiaupum verið að reyna að ná því aftur. Mikið mannfall varð í liði þeirra við þessi áhiaup, sem ekki höfðu þó neinn árangur. Stórar orustur voru einnig háðar á milli Gourelle og Searpe fljótsins og komust Bretar þar áfram á stóru svæði. Á TOÍlli Fontaine Lez Croiselles og Bullecourt gerðu Bretar áhlaup og hröktu Þjóðverja þar á stóru svæði. Víðar hefir Bretum einnig gengið vel og í öllum orustum við Þjóðverja í seinni tíð virðist þeim ganga að mun betur. Frakkar hafa heldur ekki farið varhluta af áhlaupum Þjóðverja, sem svo mikii hafa verið í seinni tíð. En ekki er 'að sjá, að þetta hafi borið mikinn árangur, því víð- ast hvar hafa Þjóðverjar orðið undan að hopa. Á tveimur síðast liðnum vikum hafa Frakkar tekið um 50,000 fanga af liði Þjóðverja og þar á meðal nærri 1000 fyrirliða. Einnig-hafa þeir tekið af þeim 444 stórskotabyssur, næi-ri þúsund inaskínubyssur og um 400 stærri og smærri fallbyssur. Þrátt fyrir hina öflugu vörn Þjóðverja og þeirra stórkostlegu áhlaup hér og bar hafa Frakkar samt þokast á- fram á stórum svæðum og hefir niannfaliið verið að miklum mun ndnna hjá þeim en í liði óvinanna. ------O------ Frá öðrum stríÖsjjjóÖum. Engir stórviðburðir gcrðust á hersvæðum Rússa síðustu viku. Enda munu rússnesku hermenn- finir ekki hafa barist af miklu kapjji f seinni tíð. Smáorustur áttu s<5r þð sfcað hér og þar, en sem lítinn gróða höfðu í för með sér fyrir hvoruga hliðina. — Fréttir, sem berast þessa viku, virðast t>enda til þess, að breyting til batnaðar sé í vændum hvað Rússa snertir. Síðan útlitið tók ögn að frafcna heima fyrir á Rússlandi heí- ir þetta haft þær afleiðingar, að vekja meira kapp og áhuga hjá rússncsku hermönnunum á öllum stríðssvæðunum. Hafa þeir mætt áhlaupum Þjóðverja með meiri nruggleika og festu síðan. Sérsbak- lega hefir mikið borið á áhlaupum þessum á Volhynia svæðinu og í Rumaníu, en víðast hvar hafa nú Rússar rekið óvinina af höndum sér. Kerensky, hermálaráðherrann nýi, kvað nú vera að leggja af stað til vígvallar. Hann kvað vera vin- 8«11 mjög á meðal rússneskra yfir- liða og hermanna, og eru því lík- indi til þess að koma hans til her- búða hafi mikil og góð áhrif. Eyrir skömmu síðan hófu Italir stórkostlega sókn gegn Austurrik- ismönnum og hafa sfðan unnið •narga stórsigra. Byrjuðu þeir þessa sókn sfna frá Julian svæðinu alla leið gegn um Isonzo dalinn og Carso Platoau til Trieste flóans. A öllu þessu svæði létu þeir skot- bríðina dynja í marga daga á ó- v>nunum áður en þeir byrjuðu >‘«al áhlaupið. Við áhlaupið tóku þeir mörg vígi af Austurríkismönn- utn og hátt á þriðja þúsund menn af iiði þeirra fanga og einnig stór- ar birgðir af vopnum og vistum. 1 Mesopotamíu hafa einlægt við ,(íí við verið liáðar smá orustur og nefir hersveitum Breta gengið þar heldur betur. Frá Bandaríkjunum. Allur undirbúningur heldur á- fram í Bandaríkjunum með fuli- um krafti. Stjórnin ]>ar hefir nú ákveðið að senda herdeildir til orustuvallarins undir eins og hægc sé. í ráði er, að Bandaríkja her- deildirnar sendist til aðstoðar her Belgíumanna, sem oft á fult í fangi með að verjast árásum óvin- anna—sérstaklega nú í seinni tíð. Herskip og tundurbáta eru Banda- ríkin búin að senda yfir barið til þess að aðsíoða brezka flotann við að ieita uppi þýzku kafbátana. — Alt þetta sýnir ljóslega, <að Banda- ríkin muni ekki liggja á liði sfnu f neinu því, sem fært getur nær endalok þessarar miklu heims- styrjaldar. Otlitið batnar á Rússlandi. Alt virðist nú vera að færast í betra horf á Rússlandi. Eftir þeim fréttum að dæma, sem þaðan hafa verið að berast í seinni tíð, virðist alt fara þar batnandi og skipulag vera <að komast á alt aftur. Nýtt ráðaneyti hefir verið myndað og sitja í því sex fulltrúar jafnaðar- manna og verkamanna félaga. Sökum þess f hve miklar ógöngur alt var komið, neyddust ýmsir af ráðherrum bráðabirgðastjórnar- innar að segja af sér, — þar á með- al hinn duglegi utanríkis ráðherra Paul Milukoff,— og varð þvi að velja aðra menn i þeirra stað. Að fulltrúar jafnaðarmanna voru sett- ir f sæti þessi, var gert með því augnamiði að sameina krafta hinna mörgu flokka og stuðla til þess, að samkomulag geti ríkt lijá þjóð og stjórn. Sagt er, að þessi nýja stjórn Rúss- lands sé engu síður ákveðin í því en fyrri bráðabirgðastjórnin var, að stríðinu sé haldið áfram unz Þjóðverjum sé algerlega komið á kné. Sú hætta virðist þvf um garð gengin, að Rússland semji sérfrið við Þýzkaland. Prins Lvoff, sem enn er forsætisráðherra og innaríkis ráðherra, er vongóður þessa breytingu; haft er eftir hon- um, að ískyggilegasta tímabilið í nútíðar stjórnarsögu Rússlands, sé nú um garð gengið. Kerensky er nú hermála ráðherra, en var áð- ur dómsmálaráðherra. Er hann þaulæfður stjórnmálagarpur og at- kvæöamaður mikill. Reynslan ein verður að leiða í ljós hvernig þessi nýja stjórn gefst fyrir Rússland. En ef annars er mögulegt að stjórna Rússlandi nú á dögum, virðist hér hafa verið stigið spor í rétta átt. Tilraun hef- ir hér verið ger að leiða undir eitt merki hina ótal mörgu flokka, og ef ekkert nýtt kemur fyrir, ætti þetta að hafa góðar afleiðingar. Einnig er talið víst, að sendinefnd sú, sem Bandaríkin hafa sent til Rússlands, muni hafa góð og mik- il álirif. Elihu Hoot, ieiðtogi sam- veldismanna í Bandaríkjunum, er formaður þessarar nefndar. Aðal- lega á nefnd þessi að flytja rúss- neskri þjóð árnaðaróskir Banda- ríkjanma, í tilefni af því að hún hafi nú bylt af sér margra alda einveldis fargi og myndað lýð- veldisstjórn. -------o------ Spor í rétta átt. Hreyfing í þá átt, að hvetja fólk til alls sparnaður og vekja það til alvarlegrar hugsunar á þessum ískyggilegu tfmum, hefir verið vak- in hér í fylkinu. Gangast helztu kvenfélögin hér fyrir þessu og leggja fram aila sfna krafta þessu til stuðnings. Fundir verða baldn- ir hér í Winnipeg og víðar til þess að koma málcfni þessu á laggirnar. Fréttablöðin ensku bér hafa flest léð hreyfingu þessari fylgi og sum þeirra stutt hana af dug og dáð. Aðal markmið kvenfélaganna með hreyfingu þessari og annara, sem að henni starida, er ]>að, að hvetja fólk til sparnaðar og fyrir- hyggju. Fólki verður sýnt fram á, að nauðsynlegt sé að ekki ein ein- asta ögn af neinu matarkyns fari nú til ónýtis. Einnig verður fólki kent að nota meira og minna ýrrís- ar aðrar fæðutegundir, sem ekki eru eins kostbærar, í sfcað hinna afardýru fæðutegunda, eins og t.d. hveitimjölsins,v smjörsins og kjöis- ins. íslendingar ættu að fylgjast með hreyfingu þessari, því enginn vafi er á því, að hún er spor í rét a átt. Verður sagt nákvæmar Irá. þessu í næstu blöðum. Corp. M. Sigurðsson. Magnús Sigurðsson er fæddjur 8. marz 1892 og er sonur Stefáns Sigurðssonar og konu hans, Guðrúnar Magnúsdóttur, sem búa í Árnesbygð í Nýja ís- landi. Stcfán, faðir Magnúsar, er ættaður úr Skagafirði, en Guðrún, rnóðir hans, er re tuð af Suður- landi. Magnús innritaðist í 223. herdeildina 8. marz 1916 og fór með henni áleiðis til Englands 23. apríl síðastliðinn. Var hann þá cor- poral við herdeiidna. Frá íslandi. (Ef ir Lögréttu 28. marz ) Geir Zoega kaupmaður andaðist síðastliðinn sunnudagsmorgun, 25. marz, eftir þunga legu; var skorinn upp fyrir nokkru sökum blöðru- steins, en fékk síðan lugnabólgu og dó úr henni. Hann var 87 ára gam- all, fæddur 21. maí 1830. Tíð hefir verið umideypingasöm undanfarna viku. Norðaná't og frost um helgina, en síðan austan- átt og frostleysa. — Botnvörpung- arnir, sem inn liafa komið, liafa haft góðan afla. Á Þorranum og Góunni hefir tíð- in verið sérstaklega góð hér sunnan- lands. Þó hefir verið ógæftasamt á sjónum mikinn hluta Góunrar, en síðast liðna viku hafa gæftir verið betri en áður, og afli sagður í bezta lagi, eins á botnvörpunga, skútur og báta. í sumum sveitum Þingeyj- arsýslu er sagt að veturinu hafi ver- ið iiarður og snjóþungur, en i land- inu yfirleitt hefir hann verið góðor Það hefir komið til orða, að iands- stjórnin keypti “Stcrling”, sem lengi var hér í förum áður fyrir Thore- félagið, en nú er sænsk eign, og kvað skipið nýlega hafa fengið viðgerð fyrir fullar 600 þúsund krónur. Hefir Nielsen framkvæmdarstjóri umboð til að semja um þau kaup fyrir landsstjórnarinnar hönd. Hingað til bafa skipakaup lands- stjórnarinnar strandað á því, að minni kvaðir hafa legið á skipun- um um flutning til Englands r.m einhvern ákveðinn tíma. Nýtt blað er byrjað að koma hér út, sem heitir “Tíminn”, vikublað, ritstjóri Guðmundur Magniisson prentari. Sagt er að Héðinn Valdi- marsson hagfræðingur, eigi síðar að taka við ritstjórn blaðsins. Vélabáturinn “Harry“, þeirra Nathan & Olsens, sökk fýrir nokk- urum dögum á höfninni í Vest- mannaeyjum, hafði rekist þar á sker á innsiglingu vegna ólags, sem komið hafði á stýriskeðjuna. Björg- unarskipið Geir hefir nú náð l>átn- um upp og leggur á stað hingað mcð liann í dag, iítið brotinn, að stign. (Eftir Vísi 1.—19. apr.) Sumarið gengur nú í garð með hláku, en fremur er nú kalfc samt og ósumarlegt, sólargeislarnir ná ekki gegn um þokuna. Varla er því að treysta, að veturinn og norðanáttin sé búin að sleppa tök- um á okkur. •Símskeyti er komið til Eimski]>a- félagsins um að “Lagarfoss" farj frá Khöfii’ um helgina. Það liefir staðið til undanfarna daga, að farið yrði að útbýta smjör líkisseðlum til almennings, ásam'. sykur, koia- og olíuseðlum. En ein- hverir örðugleikar hafa tafið fram- kvæmdirnar. óskar Þorsteinsson rakari and- aðist 16. apr. s.l. úr lungnabóigu. Einu sinni í vetur kom fregn um það aus'an úr Vík, að þar hefði lieyrst skothríð mikil austan af liafi, en ekkert sást til ferða her- skipn. En eftir því sem sagt er í fregn frá Berlín 2. mafcz, sem birt hefir verið í dönskum blöðum, ]>á mun orusta liafa staðið á þessum sfcððvum milli þýzks kafbáts og brezks hjálparskips. Tilkynningin er á þessa leið: Tveir kafbátar, sem eru nýkomn- ir, liafa sökt 15 gufuskipum og 7 seglskipum, saintals 64 þús. smá- lestum. Annar kafbáturinn hitti “Tank” gufuskip við íslandsstrend- ur; var það útbúið sem gildra fyr- ir kafbáta og hafði 4 fallbyssur vel fólgnar með hliðunum. Auk þess notaði skipið skipsbátana til að kasta “vatnsbombum” á kafbát- inn. Kafbáturinn átti í stórskota- orustu við skip þetta og kafbáta- snekkju, sem þar bar að, frá kl. 3 síðdegis l>angað til dimt var orðið. Kafbátnum tókst að hæfa kafbáta- snekkjuna þrisvar sinnum. ís hafði sést á Skjálfanda fyrir nokkrum dögUm, en hann er nú allur rekinn til liafs og sést ekki til íss þar né annars staðar þar nyrðra. Símstöðin á Akureyri full- yrðir, að enginn fs sé í Skagafirði né. Siglufirði. Skarlatssótt gengur í Árnessýslu og eru töluverð brögð að. Hafnarfjarðar botnvörpungarnir eru nýkoinnir af veiðum með ágæt- án afla (4. ap.). Ýmir kom 1 gær með 100 tunnur lifrar og Víðir í morgun lilaðinn af fiski bæði í lest og á þilfari. Magnús Stephensen, fyrv. lands- höfðingi, andaðist 3. apríl. Bana- meinið var æðakölkun. Hann var fullra 80 ára að aldri, fæddur 17. okt. 1836. A. Jörgensen bakari á Seyðisfirði er nýlátinn. Hann var mjög vcl látinn maður og mikils metinn borgari. Frá Eyrarbakka er skrifað 1. apr. síðastl.: “Norðanstormur og frost sfðan um miðja fyrri viku. Frost- ið hefir orðið hér mest 14 stig (var það í morgun). Gerði hér aftaka rok í gærkveldi á 10. tímanum, en lygndi þó er leið á nóttina. .Ekki hefi eg ^heyrt þess getið, að þetta veður liafi valdið skemdum hér eystra. 1 dag er norðan kaldi. — Hér eru óstöðugar gæftir og afli tregur. En þó eru komnir hærri hlutir á iand nú en var um þetta leyti í fyrra. Hæstir hlutir í Þor- lákshöfn er mér sagt að sé innan við 200, en lægstur um 50—60. Hér í þorpunum, Eyrarb. og Stokks- eyri, munu hlutir vera líkir og f Þorlákshöfn, þó mun þar oftar gefa á sjó en í kauptúnunum. — Sagður er dágóður afli í Selvogi og að vel fiskist f Herdísarvík, hæstir hlutir ]>ar um 300. — All-mikill skortur er orðinn á nauðsynjum. Kornvara engin fáanleg, en einhver ögn til af hvciti. Kol eru orðin ófá- anleg. — Skarlatssóttin hefir stung- ið sér niður hér í sýslunni, og er sögð fremur illkynjuð. Annars er heilsufar gott.” Óveðrið um páskana hefir gert allmikið tjón út um landið. Hlöð- ur og hey fuku hér sunnanlands bæði í Árnes- og Rangárvallasýslu. Á Austfjörðum varð talsvert tjón á vélbátum og öðrum skipum, t.d. er sagt, að fimm vélbátar hafi sokkið eða brotnað á Fáskrúðsfirði. Þar druknaði einn maður, en tveir menn féllu í sjóinn, og voru þrek- aðir, cr þeim var bjargað.. — Fjár- skaðar liafa talsverðir orðið úti um landið eins og vænta mátti. Hafa fregnir komið um, að 30—40 fjár hafi liorfið frá nokkrum bæjum fyrir norðan og vestan. Herskylda í Canada. Föstudaginú ]>ann 18. þ.m. hélt Sir líobert Borden, forsætisráð- lierra, langa ræðu á ]>inginu og til- kynti l>á ineðal annars, að öll íi'auðsynleg spor verði bráðlega stigin í þá átt, að koma á her- skyldu hér í Canada. Frumvarpið verður lagt fyrir þingið innan fárra daga. Sagt er að fáar ræður sem flutíar hafa verið á þinginu á und- anfarandi árum, hafi haft jafn- mikil áhrif og þessi ræða Sir Ro- berts Borden. Fyrst sagði liann frá ferð sinni til Englands og skýrði þingimi frá því hve þýðing- armiklar þessar ráðstefnur alríkis- ins brezka hefðu verið. Á þeim hefðu mætt fulltrúar frá öllum pörtuin brezka stórveldisins, nema Ástralfu—sem af einhverjum orsök- um hefði ekki getað sent þangað fulltrúa fyrir sfna hönd. Kvað hann það nú fastákveðið af brezkri stjórn, að slikar ráðstefnur verði haldnar í framtíðinni til þess að ræða öll helztu sameigin- leg velfeðarmál alríkisins. Með ráð- stefnuin þessum sagði hann stigið stórt spor í þá átt að tryggja sam- band alríkisins og viðhalda sátfc og samlyndí miili allra ]>eirra þjóð- flokka, sem undir brezkri stjórn búa. Forsætisráðherrann sneri sér sv<> að stríðsmálum. Skýrði hann þing- inu frá ýmsum ráðstöfunum, sem gerðar liefðu verið á ráðstefnunni ofannefndu stríðinu viðkomandi. Einnig sagði hann frá komu sinni til Frakklandá og til Canada her- liðsins. Kvað hann Canada her- inn liafa hlotið inesfca hrós fyrir framgöngu sína á orustuvellinum. Væri því sjálfsögð skylda þjóðar- innar að leggja fram alla sína krafta þessum hugprúða her til viðhalds og stuðnings. En þess kvaðst Sir Robert nú fullviss, að nægilegan liðsauka fengi þjóðin ekki sent yfir hafið, nema gripið væri til herskyldu. Þess vegna væri herskylda nú óumflýjanleg fyrir Canada, og þannig yrði að kalla fram til herþjónustu frá 50,- 000 til 100,000 menn í viðbót við þá, sem komnir væru í herinn sjálf- viljuglega. Talið er sjálfsagt, að herskyldu- frumvarpið verði samþykt á þing- inu með miklum meiri hluta. Álit merkra manna Flestir munu hafa skilið ræðu Lloyd George, er hann flutti í sam- sæti því er honum var haldið í Lundúnaborg nýlega, þannig, að hann héldi að stríðinu myndi verða lokið næsta ár. End'a mun þetta vera almenn skoðun manna. Enginn skyldi samt ætla, að út- lifcið geti ekki tekið breytingum frá því sem nú er. Neðansjávar- báta hernaður Þjóðverja verður einlægt alvarlegri eftir því sem lengra lfður. Ástandið á Rúss- tandi er alt annað en glæsilegt. Megnasta ósamkomulag virðist rfkja þar hjá þjóðinni. Bráða- birgða stjórnin þar er holl í garð bandaþjóðanoa, en verkalýðurinn og jafnaðarmennirnir eru and- stæðingar hennar meir og minna. Á meðan bót fæst ekki á þessu, væri því barnalegt að treysta mik- ið á aðstoð Rússlands. En alt þetta tefur fyrir endalokum strfðs- ins.. Col. Rebington, einn af yfir- herforingjum Breta og mikla og víðtæka þekkingu hefir á stríðs- málum öllum, segir nýlega: “Vér erum nú að nálgast þá stund, að stríðið hafi sfcaðið yfir í þrjú ár. Engar óyggjandi ástæður eru enn sjáanlegar til að halda, að styrjöld þessi endi bráðlega. Eng- inn stórvægilegur sigur hefir enn átt sér stað á sjó eða landi. Stór- kostlegt mannfall liefir verið í sumum orustum, skip háfa verið hertekin og vopn og vistir og fjár- hagsleg byrði stríðsins verður ein- lægt meiri. Einhvern veginn munu Þjóðverjar samt halda áfram að finna möguleikana tiL þess að afla sér lífsviðurværis. Fjárhagslega reikningsjöfnunin getur dregist þangað til friður kemst á. Þó við, bandaþjóðirna.r, séum nú meiri máttar en óvinirn- ir og allur hinn nýi heimur berjist nú á okkar hlið, þá höfum við samt sem áður mikla örðugleika við að striða—eins og til dæmis valdfestuleysi og ósamkomulag rússnesku þjóðarinnar síðan eftir stjórnarbyltinguna. Yfir það heil'a tekið eru ekki yfirburðir okkar enn þá nægiiega miklir til þess að hægt sé að ábyrgjast að strfðið endi í nálægri framtíð. Vopn óvinanna eru enn jafn beitt o.g áður. Og þannig mun þetta haldast, unz 'heraflið á okkar hlið verður að miklum mun öflugra, eða að stjórnarbyitingar eiga sér stað í óvinalöndunum. Á vígvellinum höfum vér ekki enn völ á því her- afli, sem nauðsynlegt er til þess að við gctum unnið bráðan sigur. Þó nú sé þrengt að óvinunum á alla vegu og þeim þannig gert örðugt uppdráttar, er þetta ekki að svo komnu fullnægjandi til þess alger- lega að brjófca þá á bak aftur. Niðurstaðan verður því óumflýjan- lega sú, að stríðslok eigi langt í land enn þá. Heppilegast er þvf fyrir bandaþjóðirnar, að búast við löngu stríði og haga sér samkvæmt þessu í alla staði.” Síðan bendir Col. Rebington á það, hve áríðandi og afar nauðsyn- legt sé, að allir herfærir menn, sem að heiinan geti farið, séu sendir ]>að bráðasta á orustuvöllinn. Ó- sigrar bandamanna í fyrstu hafi orsakast af því, hve mannfáir þeir voru. Frakkar kalli nú fram hvern einasta herfæran mann og Eng- lendingar megi ekki vera þar eftir- bátar. Þannig talar þessi maður nú til þjóðar sinnar og engin hætta er á öðru, en orð hfans fái góða áheyrn, Englendingar eru seinir að vakna, en ]>á skortir hvorki dug né karl- mensku, þegar á hólminn er komið.” trum boðin heimastjórn. í bréfi til Sir John Redmonds, foringja nationalista flokksins á írlandi, tilkynti Lloyd George ný- lega írum það, að brezkri stjóm væri umhugað um að koma sem bráðast skipuiagi á á írlandi, og væri þess vegna viljug að veita Ir- um strax heimastjórn með vissum skilyrðum. Tillögur Lloyd George, sem bréfi þessu fylgdu, eru á þá leið, að nærri alt Iriand fái strax heimastjórn, en austur Ulster hér- uðin séu undanskilin—sem heima- stjórn séu andstæð. Afstaða þess- ara héraða takist svo aftur til íhug- unar af brezka þinginu að fimm árum liðnum. Stjórnarráð sé mynd- að fyrir írland, sem samanstandi af tveimur fulltrúa sveitum, full- trúum hinna undanskildu héraða og nýja írska þingsins. Ráðstefna sé haldin á írlandi til þess að ræða þessar tillögur brezku stjórnarinn- ar og á ráðstefnu þessari mæti full- trúar frá öllum stéttum og flokk- um í landinu. Þannig á frum nú að gefast kostur á að semja sína eigin stjórn'arskrá — ef þeir sam- þykkja þessar tillögur brezku stjórnarinnar. Er þetta f fyrsta sinn í sögu seinni tíma, að heima- mál íra eru lögð í þeirra eigin hendur. Sir John Redmond hefir lýst á- nægju sína yfir þessu heimastjórn- ar tilboði og telur það sigur fyrir írland og írska þjóð. En svo er flokkadráttur og sundrung mikil á Iriandi, að engan veginn er víst, að hægt verði þannig að leiða þetta mikla vandamál til lykta. Stórkostlegt eldtjón. Stórkostlegt eldtjón varð í bæn- um Atlanta f Georgia ríki í Banda- rfkjunum þann 21. þ.m. Brunnu í eldi þessum um 3,000 íveruhús og er eignatjónið í alt talið að nema frá 3 til 5 milj. dollara. Að eins ein kona fórst í eldinum, en mörg þús- und manns mistu heimili sitt og aleigu. ---------o_______ Komnir til Englands. Frétt frá Englandi í sfðustu viku sagði 223. herdeildina komna lieilu og höldnu til Englands. Þrátt fyr- ir aðgang neðansjávar bátanna þýzku hafa hingað til öll skip, sem hafa haft hermenn frá Canada inn- innan borðs, komist ósködduð yfir hafið. Og gleðifrétt mun það verða öllum íslendingum, að herdeildin þeirra er nú komin í gegn um l»essa fyrstu eldraun—'hafttuna á hafinu.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.