Heimskringla - 24.05.1917, Page 2
2. BLAÐSÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 24. MAl 1917.
Heyri nú allir!
Eg hefi opnað nýja tannlækninga stofu í
Regina.
Engir nema þaulæfðir tannlæknar verða
í þjónustu minni
Allar nýjustu aðferðir, sem þekkjast í
tannlækningum brúkaðar.
Vér ábyrgjumst að gjöra alla ánægða
með það sem vér gjörum fyrir þá.
Mitt augnamið er að gjöra verk mitt
þannig, að fólk ekki fari frá mér fyr en það
er algjörlega ánægt.
Prísar mínir eru rýmilegir, samfara góðu
verki.
Komið til vor, þá þér komið til Regina,—
þó ekki sé nema bara til að sjá stofurnar, á-
höld og aðferðir.
ÞAÐ ERU TENNUR YÐAR
I níu af hverjum tíu tilfellum, þá þér er-
uð veikir, kemst veikin að yður gegn um
munninn, — meira að segja, munnurinn
sjálfur er oft orsök veikinnar.
Ef tennur yðar eru ekki í góðu lagi, þá
er eins víst að maturinn eitrist áður en hann
kemst ofan í magann.
. . Hreinsið munninn,—hér er ráðið.
Vér skulum skoða tennur yðar, hreinsa
þær, fylla holur og göt, styrkja tanngóminn,
—og skilja þannig við munn yðar, að hann
vinni verk sitt eins vel og þegar þér voruð
ungir og höfðuð að eins heilar og góðar
tennur.
Svo skulum vér segja yður hvernig þér
eigið að passa þær, halda þeim hreinum og
hafa munninn alt af svo heilbrigðan, að
bakteríur geti ekki þrífist þar. — Einstöku
sinnum skuluð þér svo koma til vor, og láta
oss rannsaka hvað vel þér fylgið ráðum vor-
um og leiðbeiningum.
Sóttvarnir—það er hugmyndin. Það er
ekki nauðsynlegt, að vera alt af bursta
tennurnar úr sóttverjandi meðulum. Nei!
—Hafið sömu aðferð og læknirinn hefir, þá
hann fer höndum um opið sár. Hann hellir
ekki kynstrum af sótthreinsandi meðulum í
það — fer bara hreinlega að, — hendur
hans, áhöld, umbúðir,— alt er tárhreint. —
Og þegar hann er búinn, þá þarf sárið ekk-
ert sótthreinsunar meðal til þess að vera
hreint. — Svona eigið þér að fara með
munn yðar: halda honum svo hreinum, að
ekki þurfi neitt sóttverjandi gutl.
Fyrst af öllu þurfið þér aðstoð góðs
tannlæknis, sem er reyndur, samvizkusamur
og hefir þau áhöld og þær aðferðir, sem
læknisfræðin hefir beztar fundið,—og svo
að hlíta ráðum hans.
Hversvegna ég auglýsi
1? G trúi því, að starf mitt sé þarft
og skyldukvöÖ.
Heilbrigðisskýrslur Canada sýna,
að 80 prócent af öllu fólki í landinu
líður fyrir slæmar tennur.
Eg auglýsi til þess að sem flestir
fræðist um þessa hluti.
Tannlæknirinn, sem auglýsir, hjálpar
þjóðfélaginu um leið og hann auglýsir
starf sitt.
Hann er að leitast við að hjálpa
þessum 80 prct., sem líður.
Hann veit, að fólkið þarf að fá þetta
brýnt fyrir sér. Hann auglýsir því til
að upplýsa fólkið í tannfræði.
Eg auglýsi vegna þess, að fjórir af
hverjum fimm hafa tannkvilla á ýmsu
stigi, — og það þarf nauðsynlega að
gera gangskör að því að bæta úr þessu,
bæði af oss og öðrum.
Eg auglýsi vegna þess, að skemdar
tennur eru hættulegar, — orsaka and-
remmu, vonda meltingu, og ýmsa aðra
vesöld og vont siðferði.
Eg auglýsi vegna þess, að eg álít það
persónulega skyldu mína að vekja fólk
til alvarlegrar íhugunar í þessum efnum.
Skrifið oss áður en þér komið.—Skrifið einnig eftir fríum ráðleggingum.
Gleymið ekki að nefna Heimskringlu.
Dr.Q.R.Clarke
Herbergi 1-10 í Dominion Trust Building, horni Rose St. og 11. St.
Telephone 5821. REGINA, SASK. Stofan opin kl. 7.30 til 6
KvenmatSur til aðstoðar í framstofunni
nema sunnud. og helgidaga
(Eftir Lögr. 25. apr.)
Dýrtíðarráöstafanir.—18. ]j.m. gaf
búniaðarinálaiáðherrann út fyrir-
skipun um að fyrst um sinn mœtti
ekki selja smjörlíki nema eftir ráð-
stöfun hlutaðeigandi bæjarstjórn-
ar eða sveitafstjórnar. Samkvæmt
]>essu voru sama dag *ettar þær
reglur um smjörlíkissölu hér í bæn-
um, að enginn kaupmaður rnætti
selja ]>að öðru vísi en gegn seðl-
um, sem brejarstjórnin gæfi út, en
hver heimilisráðandi gæti fengið
Vá kg. af smjörlíki fyrir hvern heim-
ilismann og væri sá skamtur ætl-
aður til tvoggja vikna.
11. þ.m. gaf búnaðarmálaráðherr-
ann út reglugerð um aðflutta
kornvöru og smjörlíki o-g segir ]>ar
svo: “Allan rúg, rúgrmjöl, hveiti,
mafs, maís mjöl, bankabygg, hrís-
grjón, völsuð hafragrjón, hafra-
mjöl og smjörlíki, sem til landsins
er flutt héreftir, tekur landsstjórn-
in til umráða og setur reglur um
sölu á vörunum og ráðstöfun á
þeim að öðru leyti. — Þeim sem fá,
eða von eiga á slíkum vörum frá
öðruin löndum, ber í tækan tímia
að senda stjórn.ráðinu tilkynning
um það, svo það geti gert þær ráð-
stafanir viðvíkjandi vörunum, sem
við þykir eiga í hvert skifti. 1 til-
kynningunni skal nákvæmlega til-
taka vörutegundirnar og vöru-
magnið. Lögreglustjórum ber iað
brýna fyrir skipstjórum og af-
greiðslumönnum skipa, sem fiytja
hingað vörur þær, er getur í 1. gr.
að eigi megi afhenda slíkar vörur
móttakendum fyr en stjórnarráðið
hefir gert ráðstafanir viðvíkjandi
þeim í þá átt, er að ínaman greinir.
Brot á móti ákvæðum reglugerðar
þ&ssarar varða sektum alt að 1,000
kr. og íer um mál út af þeim sem
önnur lögreglumál.
(Eftir ísafold 28. apr.)
Hr. Helgi Hjörvar, kennari, er
dvalið hefir um hrfð í Svíþjóð til
þess að kynna sér kenslumál og
annað, er að starfi hans lýtur, er
nýkominn heim Hefir hann flutt
nokkra fyrirlestra um Island í
sænskum bæjum og verið hvar-
vetna vel tekið. Höfum vér átl
kost á að sjá úrklippur úr blöðum
um fyrirlestrana, og er andinn )
þeim einkar hlýlegur í garð íslands
og íslendinga.
Jón ísleifsson verkfræðingur er
ráðinn í þjónustu Hafnarfjiarðar-
kaupstaðar frá 1. júní. Hefir hann
sagt upp stöðu sinni frá sama
tíma, en hann er nú aðstoðar-
landsverkfræðingur.
Botnvörpungarnir hafa laflað.á
gætlega undanfarið, en búist er við
að margir verði innan skamms að
hætta veiðum vegna koia- og salt-
leysis.
íþróttaféiiag Iieykjavíkur efndi
til kvöldskemtunar í fyrrakvöldi
með fjölbreyttri og skemtilegri
skemtiskrá, en varð að hætta við
vegna gasleysis.
“Stiklur” heitir sögubók, eftir
Sig. Heiðdal, sein nýkomin er á
bókamarkaðinn á kostnað Bóka-
verzlunar Ársæls Árnasoniar. Snot-
ur og eiguleg bók.
Ritdómur um
“Trú og þekking”
bók síra F. J. Bergmanns.
I»e9si er titill þessa álitlega rits,
sem telur hálft fjórða hundrað
blaðsíður—að ineðtöldum réttar-
skjölum og inyndum helztu lög-
ntanna og dómenda f hinu mikla
máli.
Mig undrar stórlega, engir skuli
enn hafa getið um bók þessa af
fylgjendum eða andstæðingum
nýju guðfræðistefnunnar hér á
landi. Mundi eg fyrir löngu hafa
getið hennar, hefði eg yngri verið
og færari til þess; skal eg þó lítil-
lega látia í ljós álit mitt á ritinu og
þýðing þess. Bókin er afar merki-
leg og, að eg hygg, einhver sú nyt-
samasta, sem lengi hefir sézt á voru
máli, enda rituð með þeirri lipurð
og listasmekk höfundarins, sem
allir dá, sem vit hafa á, austan hafs
og vestan. Hún er og samin af
manni, sem eg hygg jafn snjallan
og lærðan guðfræðing og vorir
beztu og ritfærustu guðfræðingar
hér heima. En efnið mælir þó
mest með bókinni. bað er sönn og
rökstudd saga trúardeilu, sem ger-
ir að hégóma nálega allar þess-
konar deilur, er orðið hafa hér á
landi síðan kristnin var lögtekin
— og er þá mikið sagt. Yfirlit efnis-
ins er þetta: 1. Gömul guðfræði; 2.
Nútíma guðfræði; 3. Biblíurann-
sóknir að fornu og nýju; 4. Skoð-
anir Lúters um ( iblíuna; 5. Trúar-
skoðanir þjóðar vorrar; 6. Synodus
kuðfræðin og kirkjufélagið; 7 Deil-
ur um biblíuna; 8. Kenningin um
innblástur; 9. Trúarvitundin; 10.
Trúarjátningar og kenningarfrelsi;
11. Trúvillu-kæran; 12. Ávinningur-
inn. Loks koma svo fv’giskiöl, öll
málafærslan, sem minni hluti Þing-
valla safnaðarins hof gegn miklum
meit-i hluta samla safnaðar, enda
bar sá hlutur beinan sigur úr být-
um. Ýmsar höfuðgreinar iþessar
liafa ótal hliðstæðar minni grein-
ar, svo hér er um heilt kerfi að
ræða, má óhætt fullyrða eitt, og
það er, að hver óbrjálaður maður,
sem ekki þekkir fjötra inngróinna
trúarsetninga, hlýtur að verðia for-
viða, sem les réttarprófið yfir liin-
um vesturheimsku klerkum, sem
synodu-kreddum fylgja, einkum
um bókstafsinnblástur biblíunn-
ar. Og yfirgengur það minn skiln-
ing, að sjálfur Bjarni hjá oss geti
fallist á slfkan kristindóm, sem
þlar kemur fram—á 20. öld. Sú star-
blinda heilbrigðrar skynsemi er
svo hryllileg staðhöfn, að næst
gengur hernaðaræði því, -sem nú
lamar vit og réttsýni Evrópu, með
þessari dómfelling synódu-guð-
fræðinnar lýsi eg þó eigi hina svo-
nefndu “nýju guðfræði” fullkomna
trúfræði, fullkomin kristin fræði
er ófædd enn. En svo mikið höf-
um vér hér um heyrt og lesið
af skynsamlegum leiðréttingum
blindra öfga og fjlarstæðna, að það
þarf meira en meðaldirfð til að
þora að verja lengur “bókstaflegan
innblástur biblíunnar”. Og alveg
er mér óskiljanlegt, að jafn gáfað-
ur maður og Vigur-presturinn hef-
ir einn orðið til þe«s að tandmæla
óbættri rétttrúan hér á landi; en
sjálfsagt er honum full alvara.
Sannast hér það sem gamli Hómer
segir, að hver sá, sem einu sinni
hefir orðið þræll, geti aldrei upp
frá því orðið meira en hálfur mað-
ur. En Jaust trúi eg því, að séra
Sigurður í Vigur verði jafn fiastur
við k'reddurnar þegar hann hefir
lesið réttarhald hinna skarpvitru
lögmanna, er báðir eru fslending-
ar, yfir rétttrúnaðar-löndum sín-
um, eins og sú yfirheyrsla ber með
sér í bók séra Bergmanns. Hér er
um sorglegt cfni að ræða, og sízt
að undna þótt slík siðmenning
fjöldans í öllum löndum beri blóð-
uga ávexti. Vér sem komnir erurn
á grafarbakkann, heyrum lúður-
hljóm guðs refsidóms, jafnt yfir
spilling hans kristni, sem æði of-
stopa og yfirgangs ófriðarins.
Höf. bókarinnar er bæði vel lærð-
ur og víðlesinn og fer ávalt jafri-
skipulega sem stillilega með efni
sitt, endla leynir sér ekki, að auk
trúarágreiningsins, genigur and-
stæðingum hans til töluverð óvild
og flokk.sfylgi (sem æfinlega fylgir
trúardeilum) eða það sem kallast
odium theologium. Láti nú lands-
menn vorir hér heima þeirra víti
sér að varnaði verða.
Matth. Jochumsson.
Fréttabréf.
(Frá fréttar. Hkr.)
Markerville, 9. rmaí 1917.
Það mun orðið nokkuð langt
síðan eg sendi Heimskringlu fréttir
héðan, svo tími mun nú til kom-
inn, að bæta fyrir þá yfirsjón.
Harla viðburðalítið er hér úti á
þessum hjara veraldarinnar. Vet-
urinn, sem nýlega gekk ur garði,
var langur og býsna strangur;
mátti kalla, að hann héldist frá
haustnóttum fram yfir miðjan
næstliðinn mánuð; og kait hefir
veðrið verið til nálægs tíma, með
óstöðugri tíð og miklum nætur-
frostum. Nú um mánaðamótin féll
hér 6 þuml. snjór, en þiðnaði strax
aftur. Síðan er tíðin hlýrri og jörð
tekin að gróa.—Skepnuhöld munu
vera hér alment f góðu lagi, en mik-
ils þurfti við af fóðuríorða, og á
stöku stöðum mun hann hafa
orðið ónógur, en þó mun bygðin
yfir það heila hafia getað mætt
þörfunum.—Vorvinna byrjaði seint
sökum ofbleytu; á næstliðnu
hausti fraus jörðin full af vatni og
mjög litlar plægingar voru gjörðar
í haust; mikið af ökrum á lágu
landi hiafa nú verið óvinnandi og
verða svo fyrst um sinn; þeir sem
hafa há lönd, byrjuðu fyrir mán-
aðamótin að sá hveiti, en fáir eru
enn byrjaðir að sá höfrum, því
síður byggi. Flest sýnist benda
til, að akrar verði seint til í haust,
þó tíðin yfir sumarið ráði þar um
miklu.
Heilsa fólks hefir verið misjöfn
allan liðinn vetur, og er enn sum-
staðar; kvefveiki (la grippe) verstu
tegundar, með áköfum hósta, hefir
verið aðal veikin; hafa sumir legið
í henni langan tímia, Mislingar
hafa einnig gjört vart við sig.
Snemma í næstliðnum mánuði
andaðist hér í bygðinni ekkjan Jó-
hanna Þórarinsdóttir, hnigin að
aldri, ættuð úr Þingeyjarsýslu, vel
að sér gjör til munns og handa.
GISLI GOODMAN
■'l
TlNSMlÐt'R.
VerkstœtSl:—Horni Toronto
Notre Dame Ave.
8t. og
Pbone
■rry
Helmllla
Gfirrj NO»
J. J. BILDFELL
PASTEIGNASALI.
UnloB Bank r»th. Floor No. SM
Selur hús og lóTiir, og annaí þar aV
lútandi. Útvegar peningalán o.fl.
Fhone Maln 2685.
TH. JOHNSON,
Úrmakari og GullsmiSur
Seiur giftingaleyfisbréf.
Sérstakt athygli veitt pöntunum
og viögjöröum útan af landi.
248 Main St. - Phone M. 6606
J. J. Swanson
H. O. Hlnrlksson
J. J. SWANSON & CO.
FASTBI6IVASA1.AR 06
l'«"l»*« mlTilar.
Talsiml Maln 26*7
Cor. Portag. and Garry, Wlnnlaeg
MARKET HOTEL
146 Prlnr Street
á nóti markaBinum
Bestu vínfön^. vindlar og aB>
hlynlng g6H. fslenkur veitinga-
maBur N. Halldórsson, leiöbein-
lr Islendingum.
P. O’CONNEL, Eigandi Wlnnlpejr
Arni Anderson E. P. Garland
GARLAND & ANDERSON
MGFHÆÐINGAR.
Phone Maln 1661
601 Œlectrie Railway Chamber*.
Talsími: Main 6302.
Dr. J. G. Snidal
TANNLÆKNIR.
614 SOMESSET BLK.
Portage Avenue. WINNIPEQ
Dr. G. J. Gislason
Physlclau and Surgeon
Athygli veitt Augna, Eyrna og
Kverka Sjúkdómum. Asamt
innvortis sjúkdómum og upp-
skuröi.
18 Sonth 3rd St., Grand ForEra, N.D.
Dr. J. Stefánsson
401 BOYD BliILDING
Horni Portage Ave. og Edmonton St.
Stundar elngöngu augna, eyrna,
nef og kverka-sjúkdóma. Er a* hitta
frá kl. 10 til 12 f.h. og kl. 2 tll 6 e.h.
Phone: Main 3088.
Heimlli: 106 Olivia St. Tals. G. 2816
Vér höfum fullar birghlr hreln- 9
ustu lyfja ok meöala. KomiO J
meö lyfseTSla yöar hlngaö, vér t
gerum meöulin nákvæmlega eftir Á
ávísan læknisins. Vér sinnum f
utansveita pöntunum og seljum Á
giftingaleyfi. : : : ; f
COLCLEUGH & CO. t
Notre Dnme A Shcrhrooke Sts. f
Phone Garry 2690—2691 \
A. S. BARDAL
selur líkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaTJur sá besti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnlsvaröa og legstelna. : :
813 SHERBROOKE ST.
Phone G. 2152 WINNIPBG
AGRIP AF REGLUGJÖRÐ
heimiKsréttarlöod í Canada
og NorÖYestorlandinu.
Hver fjölskyldufaöir eöa hver karl-
maöur sem er 18 ára, sem var brezkur
þegn i byrjun striöslns og heflr verlS
þaö síöan, eöa sem er þegn Bandaþjóö-
anna eöa óháörar þjóöar, getur teklö-
heimilisrétt á fjóröung úr sectlon af 6-
teknu stjórnarlandi í Manitoba, Sas-
katchewan eöa Alberta. Umsækjandi
veröur sjálfur aö koma á landskrlf-
stofu stjórnarinnar eöa undirskrlfstofu
hennar í þvi héraöi. 1 umboöi annars
Skyldnr:—Sex mánaöa ábúö og ræktun
má taka land undir vlssum skllyröum.
landstns á hverju af þremur árum.
1 vissum héruöum getur hver land-
landnemt fengiö forkaupsrétt á fjórö-
ungl sectlonar meö fram landi sinu.
Verö: »3.00 fyrir hverja ekru. Skyldur:
Sex mánaöa ábúö á hverju htnna
næstu þrtggja ára eftir hann hefir
hlotlö elgnarhréf fyrir heimlllsréttar-
landi sínu og auk þess ræktaö 5»
ekrur á hlnu seinna landl. Forkaups-
réttar hréf getur landnemi fengiö um
lelö og hann fær helmlllsréttarbréfiö,
en þó meö vissum skilyröum..
Landneml, sem fenglö heflr helmllis-
réttarland, en getur ekki fengiö for-
kaupsrétt (pre-emption) getur keypt'
helmllisréttarland í vissum héruöum.
Verö $3.00 ekran. Veröur aö húa &
landinu sex mánuöi af hverju af þrem-
ur árum. rækta 50 ekrur og byggja hús.
sem sé $300.00 viröi.
Þeir sem hafa skrifaö sig fyrir helm-
illsréttarlandl, geta unniö landbúnaö-
arvinnu hjá bændum í Canada áriö
1917 og tími sá reiknast sem skyldu-
timl á landl þelrra, undir vlssum skll-
yröum.
T>egar stjórnarlönd eru auglýst eöa
tilkynt á annan hátt. geta heimkomnir
hermenn, sem verlö hafa f herþlónustu
erlendls og fenglö hafa heiöarlega
lausn. fengiö eins dags forgangs rétt
til aö skrifa sig fyrir heimiiisréttar-
landi á landskrifstofu héraöslns (en
ekki á undirskrifstofu). Lausnarbréf'
veröur hann aö geta sýnt skrlfstofu-
stjóranum.
W. W. CORY,
Deputy Minlster of the Interior.
Blöö. sem flytja auglýsingu þessa I,
heimildarleysi, fá enga borgun fyrlr.
L
I