Heimskringla


Heimskringla - 24.05.1917, Qupperneq 6

Heimskringla - 24.05.1917, Qupperneq 6
e. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. MAl 1917. SJÁLFSTÆÐ OG SÖNN Skáldsaga eftir CHARLES GARVICE ;aem fjórcSung úr stund?” spyr hann og horfir alvar- lega á hana. “Mér er s#ma," segir hún. Svo hlaer hún. “Þú verSur að semja frið við pabba og Philippu.” “Samþykt,” segir hann glaSIega. “Stundar- fjórðungur gerir lítinn mismun. Ertu viss um, að 3>ér sé nógu heitt? Láttu mig breiða yfirhöfnina yfir brjóstið á þér,” og hann snýr sér við og breiðir yfir brjóst hennar. “Þakkir,’ segir hún í lágum rómi. ”Eg vildi að þú vildir lofa mér að skila þér yfirhöfninni.” “Engan veginn. Mér er nógu heitt,” og í því Jiann segir það, stefnir hann hestinum upp bakgötu ■og lætur lausar línurnar og lofar hestinum að fara »einagang. “Hvílík ljmandi nótt’, segir hann, “og hvílík Ijómandi braut. Systir þín og faðir þinn hafa rétl fyrir sér. Það er engin sveit, sem eg hefi séð, eins fögur og þessi Devonshire ykkar. Hún líður mér ^ildrei úr minni, hvert sem eg fer.” Carrie, sem fallið hafði í leiðslu, rankar snögg- fega við sér. “Hvert sem þú fer! Ætlarðu að fara?" spyr ihún, að sönnu kæruleysislega í ytra útliti, en með ondrunar róm, sem kom honum til að brosa. ”Já,” segir hann. “Hélzt þú, að eg tæki hér xætur eins og vorplönturnar þínar? Eg er á förum ,3reim í kastalann innan fárra daga." Carrie þegir um stund, en segir svo: “Mér þykir fyrir því?” » IHann horfir á hana, snýr sér svo undan og hlær. * !Þú segir vel um það,” segir hann. ‘‘Eg er Græddur um, að eg hafi verið til leiðinda og þæg- inda, og það sýnir bezt góðlyndi þitt, hvað vel þú hefir umborið mig." Carrie svarar engu og horfir upp í himinhvolfið. “Það er ástæðulaust af mér, að níðast á góð- Jyndi Júnu lengur,” heldur hann áfram, eins og íhann væri að ræða þetta mál við einhverja innri uödd. “Ekki sú minsta; eg er orðinn vel hraustur •aftur, eins hraustur og maður óskar að vera, svo 2>a'ð er engin afsökun fyrir meira aðgjörðaleysi.” “Nei,” segir Carrie, og hún horfir beint á eyrun a hestinum. Orðin virðast koma úr fjarlægð og berast að eyrum hennar eins og rödd þess, sem tal- -ar í svefni. “Eg hefði átt að flýja fyr en nú,” segir hann, Neins og við sjálfan sig og er að fitla með svipunni við aktýgin eins og í hugarleiðslu. “Faðir minn er áfram um, að eg komist á þing og vill að eg sæki í Harwood, — það er bærinnt sem eg held að enn sé á okkar valdi. Hann hefði viljað, að eg kæmi fyrir nokkru, en eg gat ekki slitið mig burtu.” Carrie segir ekkert. Hvað er hægt að segja? “Mér hefir liðið sérlega vel hér,” heldur hann áfram í sama rómi “Eg gleymi aldrei staðnum, því •síður föður þínum og áystur, og—þér.” Carrie reynir að tala, en getur ekki, svo hún Jbrosir í viðurkenningaúskyni við hans þelþægu orð. “Eg var mesti ræfill, þegar eg kom hingað,” lieldur hann áfram og stynur við. “Maður, sem fann engan samastað á jörðinni þess virði, að una -við. Þekti enga sál á jörðunni, þess virði, að lifa fyrir er. Eg hefi hlotið að vera geggjaður.” Hann þegir um stund, og þá kemur honum í fhug sjónin í gistihúsinu í Lucerne, fagra stúlkan, Ea'iska, við hljóðfærið Skinið í fölskvafullu augun- «um Eænnar. “Já, geggjaður,” segir hann og tekur fastar í aktaumana. “Já, mér þykir mjög mikið fyrir að fara. E.g öfunda vin minn Fairford,” og hann horf- ír á yndislga andlitið við hlið sér. “Eg get ekki Kugsað mér farsælli kjör en hans. Engar áhyggj- air nema þær, sem bráðlega hverfa.” Hann þagn- ar og lítur aftur á hana. Hann meinar að hún muni itaka Fairford og hún skilur það og stokkroðnar, en fölnar strax aftur. Hann skilur það svo, að grunur sinn sé réttur, og það kemur honum til að stynja við. “Farsæll náungi,” segir hann í geðshræringu. “’En hann verðskuldar gæfu sína, því hann er eins ■góður drengur og hann er lánsamur. Eg vona, að við verðum góðir kunningjar—í framtíðinni. Eg ■skal biðja fólk mitt um Thorpe Hamstead; við Fairford getum haldið þar til í veiðiför; hann er góð skytta.” Carrie horfir beint fram undan sér, með saman lcreistar varirnar. "Það kemur mér ekkert við, hvort Fairford er jgóð skytta,” segir hún kuldalega. “Nei, líklega ekki,” svarar hann og varpar önd- Snni. “Léleg skytta getur orðið góður eiginmað- «r." Eins og elding snýr hún sér að honum, andlitið logandi og augun blossandi. “Eiginmaður! Cecil lávarður! Hvað meinar J>ú? Hver sagði þér?” Hún kemst ekki lengra, roðinn hverfur úr kinnum hennar, tárin koma fram í augun og eftir að hafa reynt að halda sér f skefj- um, lætur hún sig og grípur höndum um andlitið. Cecil situr og starir um stund eins og þrumulost- inn. Hvað sagði hann, sem olli þessum stormi? En eins og leiftur kemur hið sanna í huga hans. Hann situr hvítur og hreyfingarlaus og starir á hana með augum, sem sjá hana ekki, heldur horfa út yfir hana, út í geim möguleikanna. Hann situr þannig að eins eitt augnablik; svo rís hann upp og beygir ssig ofan yfir hana. “Ungfrú Carrie,—Carrie! Gráttu ekki! Fyrir- Sefðu mér, fyrirgfðu mér! Carrie, hlustaðu á mig! Grátur þinn gengur mér til hjarta. Hlustaðu á migt Carrie! Eg var asni, flón; en eg gerði það ekki vís- vitandi, Carrei” Hann tekur hönd hennar og þrýst- .Ir henni. “Carrie, eg elska þig!” Þessi orð koma svo snögglega fram af vörum Ibans, að það kemur fát á hann; andvarinn virðist Ibergmála þau, næturgalinn syngur þau, hófahljóð hestsins ómar þau, og þau hljóma eins og sönglag í hjarta Carrie. "Eg elska þig,” segir hann blítt og hratt, og hann læðir höndinni um mittið á henni, með var- irnar við eyra hennar. “Æ, Carriet fyrirgefðu mér. Eg vissi það ekki—eg vogaði ekki að trúa því sanna, fyr en á þessu augnabliki. En þetta er sann- leikurinn. Eg elska þig, kæra Carrie; eg elska þig undur heitt.” Grátekki hennar hættir, hún lítur furðulegum augum á hann, votum í tárum, eins og döggvotir demantar. ”Þú—elskar—mig!” segir hún hálf skelkuð, í lágum rómi. "Ert þú að hæða mig? Er þetta tál? Cecil lávarður?" og hún leggur höndina á brjóst sér, eins og til að stilla hjartsláttinn. “Tál, það er ekkert tál. Að hæðast að þér! Carrie! horfðu á mig. Er mér gaman eða alvara?” Hún horfir á hann strekt og lengi, eins og dæmd- ur glæpamaður myndi rannsaka andlit dómarans. Svo lítur hún niður fyrir sig, eins og augun gætu ekki borið þenna snögga gleðihöfgci. Hún reynir að færa sig frá honum, en hans traustu armar halda henni fastri. “Það er ekkert spaug,” segir hann í lágum rómi, ”eg elska þig innilega—já, eins heitt og maður getur elskað. Carrie! getuðuru — viltu elska mig á móti? ” Hún horfir út í bláinn. Ekki af því að hún viti ekki hverju hún á að svara, heldur til að dvelja við orð hans, dvelja við þá fegurstu hljómrödd, sem nokkurn tíma hefir hefir borist henni til eyrna. “Geturðu, Carrie! segðu mér þaðt hvíslaðu því að mér, að þú elskir mig, þó ekki væri nema að eins dálítið.” Að eins dálítið! Drottinn minn, ef hann bara vissi, hvað hjarta hennar var þrungið af ást til hans. Ef hann bara vissi það! Af kvenlegri afbrýði geymir hún leyndarmál sitt fáein augnablik, til að freista hans til að endur- taka aftur þessi hugðnæmu orð. “Vilt þú ekki tala við mig?” hvíslar hann og beygir sig enn betur niður að henni, með handlegg- inn um mittið á henni. “Efarðu mig enn þá? Æ, Carrie, þetta er ranglátt. Carrie, eg elska þig— viltu verða konan mín?” Hún lítur á hann hægt og ljúft, og í fögru aug- unum hennar, uppljómuðum af ástríðufullri ást, les hann svarið. “Elskan mínt” hvíslar hann og hjartað dumpar og berst. "Elskan mín, þú elskar mig,” og hann tekur hana í fang sér og þrýstir henni upp að brjósti sér. Hún hjúfrar sig upp að honum og hylur andlit sitt við brjóst honum, og nýtur þar fyrsta sinn þeirrar sælu, sem er svo sterk ,að hún jafnvel get- ur orðið kvalafull. Það var þögn um stund, að undanteknu því hljóðskrafi, sem tvö hjörtu, svo nærri hvort öðru, áttu sín á milli. Yfir þeim svífur máninn og varpar bjarma á höfuð þeirra. Á trénu, sem þruskar við hlið þeirra, syngur næturgalinn, og öll náttúran virðist hafa tekið upp samræmi þessara töfrandi orða: — “Eg elska þig!” Hún finnur kossa hans á kinnina, á ennið; heyr- ir blíðu orðin hans, og ætlar naumast að trúa sjálfri sért að þau séu ein saman við árrisið og að hann sé ástvinur hennar. Það voru kossarnir hans og eiðarnir hans, sem gengu inn í sálu hennar og sannfærðu hana um virkileikann. Já, hann elskar hana. XIII. KAPITULI. Bráðlega lyftir hún höfði sínu í leyndri sælu. Og kveneðli hennar varð fyrst til að ranka við sér með hvað tímanum leið. “Er þetta ekki langur kvart-tími?” segir hún feimnislega. Cecil tekur viðbragð og horfir brosandi á úrið sitt. Eg sé ekki á úrið. Ljósið er villandi. Jú, eg býst við að við hðöfum evrið ögn lengur en kvart- tíma. En hvað gerir það, kæra? Það hefir verið dýrmætasti kvart-tími æfi minnar.” Hún segir ekki “og minn", það sýnist óþarfi. "Sá sælasti,” segir hann og horfir á hana. “Hvert er hugur þinn að reika, vina? Eg býð þér ekki aura fyrir hugsanir þínar nú, því þær eru nú mínar." “Já,” segir hún Iátlaust; “hugsanir mínar, hjarta mitt, eg sjálf, er alt þín eign. Hve undarlegt. Fyr- ir kvart-tíma síðan vorum við í mílnat heilla ver- alda fjarlægð hvort frá öðru, og nú—” Og hún brosti blíðlega. “Já,” svarar hann, “og þó vorum við svo ná- læg, ef við að eins hefðum vitað það.” Hún horfði á hann alvarlega. “Já, þú vissir það ekki? -Þig grunaði ekki, að þú elskaðir mig fyr en—” andlit hennar varð heitt eins og eldur—“fyr en þú sást mig gráta?” Hann reynir að komast hjá að svara þessari spurningu með öðru en kossi, en hún lætur ekki blekkjast. “Ekki fyr en þá?” segir hún. “Hvað það snertir,” segir hann, “þá tók eg það aldrei til alvarlegrar íhugunar.” “Jæja,” svarar hún með sársauka í rómnum. “Eg meina, að eg hélt þér ómögulegt að kom- ast yfir óbeitina á mér, og svo—svo—” honum vefst tunga um tönn. “Svo það var þá eg, sem fyrst kom þér til að hugsa, að þú elskaðir mig?” segir hún og varir hennar titra og brýrnar síga niður fyrir dökku augun. "Nei, nei, guð minn góður, nei," svarar hann; “settu þetta ekki svona fram. Eg meina, að eg hugsaði aldrei að eg hefði nokkurt tækifæri—að— já, allir töldu mér trú um, að Fairford—veslings Fairford, eg vorkenni honum.” Hún bandar hendi óþolinmæðislega. “Talaðu ekki um hann,” segir hún. “I nótt skulum við tala um okkur sjálf. Hví ættirðu að vorkenna honum? Máske hann hafi verið lánsam- ur að losast, það mun móðir hans segja honum,”— og hún hlær—"hún hefir alt af hatað mig. Nei, vorkendu honum ekki—máske það sért þú( sem á- stæða er til að vorkenna." “Eg er ánægður,” segir hann og horfir á hana með ástríðufullri aðdáun og ástarloga í augum og blíðubrosi á vörum. “Þú hefir gert sorglegt axarskaft,” segir hún hálf stríðnislega og hálf alvarleg. “Eg er sú stúlka, sem sízt er hæf til að verða kona manns eins og þú ert. Eg er ein» fáfróð og hesturinn þarna, eins þrá- lynd og ugla, eins einstrengingsleg og múlasni—” "Eg er ánægður,” segir hann, "eg vildi enga breytingu fá á þér. 1 mínum augum eru jafnvel ó- fullkomleikar, þínir, ef nokkrir eru, til að gera þig enn yndislegri.” “Hafi eg nokkra! Eg hefi versta skaplyndi allra stúlkna í Devonshire. En þú veizt það. Höf- um við ekki jagast alt af síðan við fyrst kyntumst?” Hann hlær og svarar engu. “Þú hélzt mig vitlausa fyrstu dagana; er það ekki satt? Segðu ekki nei. Eg veit þú gerðir það. Manstu eftir fyrsta kvöldinu, sem þú komst til baka til að fá símskeytið?” Hann horfir á hana með gleðisvipt en orð henn- ar mintu hann á ýmislegt, sérstaklegaZenobíu de Norvan. Snöggvast deyr brosið á vörum hans. Hún er fljót að sjá breytinguna og hennar bros hverfur einnig. “Þú manst, hve reiðulegur þú varst, Cecil! Segðu mér, hélzt þú að eg hefði lesið skeytið?” “Herra guð, nei.” Hún stynur við og hlær. “Hvílíka smán og kvöl eg leið það kvöld,” seg- ir hún. “Eg hélt þú grunaðir mig, og sú hugsun gerði mig brjálaða. Eg veltist vakandi og reyndi að gleyma andliti þínu. En það var réttlát hegn- ing, því eg var forvitin í það skeyti, Cecil. Eg stríddi Philippu á því að eg skyldi opna það, og lesa.,’ Og hún hlær lágt. “Elsku Philippa, hve hissa hún verður!” “Philippa er elskuverð stúlka,” segir hann með áherzlu. "Hún er elskuverðasta og bezta stúlkan í hér- aðinu, og ef þú hefði haft ögn af viti, hefðir þú heldur kosið hana en mig. En hvað eg er þó glöð, að það varð ekki.” "Þú hefðir ekki þurft að óttast það,” segir hann brosandi, "það varst þú, sem eg vildi, þó eg vissi það ekki. Og eg myndi hafa kosið þig, þó eg hefði mátt velja úr öllum dætrum Devonshires.” "Hversu mig gleður að heyra þig segja það,” segir hún. “Cecil, ástin gerir okkur öll að heiglum. Já, svo vissulega hefði eg ekki viljað, að nokkuð hefði komið á milli okkar. Eg meina bæði liðinn og ókominn tíma.” Hún hryllir sig. "Hví gerir þú þetta?” segir hann. “Er þér kaltt yndið mitt?” og hann dregur hana þéttar að sér. “Nei,” segir hún og hlær feimnislega. “Eg er ekki að brenna.” Og hún kemur með fingurgóm- unum við kinnina á honum. “M4r datt í hug ein- hver vitleysa, sem Philippa sagði einu sinni.” "Hvað var það?” spyr hann. “Æ, ekkert, bara vitleysa,” segir hún þíðlega. "Hún var að þreyta mig á að tala um Willie, og hóta mér hegningu fyrir kulda minn. Eg átti að líða þau undur fyrir ástina. Ó, veslings Philippa, hún gerir lélega spákonu. Þú sér hvað farsæl eg er. Farsælli en eg á skilið,” og varir hennar titra. “Hvað myndi eg þá verðskulda?” Hann hættir að tala. Hún brosir. “Eftir alt saman, þá er þó lífið þess virði að lifa því, ef maður er ánægður með að lifa í nú- tímanum, eins og eg í nótt. Eg vil ekki horfa fram til þess ókomna, jafnvel til að gleðja Philippu.” “Hví ekki?” segir hann með glaðlegri alvöru. “Er það svo voðaleg tilhugsun að verða konan # *v • • min / “Ne—ei,” segir hún blíðlega og roðinn eykst í andliti hennar; og hún verður hugsi. "Heldurðu ekki, að eg muni gera þér lífið gleðiríkt?” spyr hann. “Það mun eg þó virkilega reyna.” “Eg verð svo undarleg,” segir hún. “ó, þetta sýnist alt draumur, jafnvel nú, þó eg sé búin að vita, að þú elskir mig, Cecil.” "Jæja,” segir hann; “jæja, drotningin mín, engillinn minn." “Eg virðist hafa vaknað til þeirrar meðvitund- ar að eg sé lifandi, vaknað til. þeirrar vitundar í nótt í fyrsta sinn. Það er svo undarleg tilfinning. Alt hið liðna virðist óvirkilegt, eins og eg hefði lesið það í bók og væri nærri búin að gleyma því. Skyldir þú vita, hvað eg meina?” “Eg held það," segir hann. “Nei," segir hún og stynur við. “Eg sé það á svip þínum, að þú skilur mig ekki. Mig furðar á því, að eg skuli finna það, en þú ekki. , Eg veit, já eg veit. Það er af því, að eg elska þig heitara, en þú mig. Hvað segir maðurinn í bókinni, sem eg sá á borðinu hjá þér? Þú sér, að eg blygðast mín ekki fyrir að játa synd mína. Af þeim tveimur, meyjunni og honum, elskar annað, en annað er elskuvert. Er það eg, sem elska, en þú, sem ert á- sáttur með að vera elskuverður? Sé svo, hefi eg þá ekki gert slæm kaup? En eg verð að vera á- nægð. Að minsta kosti tel eg æfisögu mína frá í nótt. Það er engin liðin tíð fyrir mig. Þessa litlu liðnu tíð mína get eg látið fara án þess að and- varpa,” og hún hlær. Hann hlær með henni, en sá hlátur endar á falskri nótu. Hið “liðna”. Þetta er afar óþægileg hugsun. Fyrir hugskotssjónum hans rís það tímabil, sem var að fara með æfi hans á glæ, og sem hefði gert það hefði hann ekki borist upp í faðminn á þessari stúlku, sem nú var við hlið hans. Frammi fyrir honum sveimar svipur Zenóbíu, sem með falsi sínu var nærri búin að gera honum lífið óbærilegt, og innri rödd hans hvíslar: “Nú er tíminn að ganga hreint að verki. Segðu henni, þar sem hún er svo nærri hjarta þínu, segðu henni, þar sem tækifæri og kringumstæður eru þér í vil, það verður má ske aldrei framar, segðu henni frá þessari bráðæðis bjálsemi þinni, áhrifum, töfrum, eða hvað sem þú vilt nefna það, og fáðu fyrirgefningu hennar.” En hann veigrar sér við því. Sárið er svo nýtt. Það er svo skamt síðan að það greri, að hann veigrar sér við að hreyfa við því. Hann hikar líka hennar vegna. Hún er svo ánægð, svo undur sæl. Hann hefir ekki hjarta til að raska hennar helgu gleði. Hann ætlar að gera það á morgun, eða eiq- hvern tíma; þá ætlar hann að segja henni alt. Ekki í nótt, þegar hún hvílir við brjóst hans, svo fullviss um ást hans, svo fullviss um, að hún sé sú fyrsta, sem hann hefir hvíslað að þessum helgu orðum, sem enn bergmála í hjarta hennar. Fyrir utan það, að hann er hálf hræddur. Því stúlkan, sem hann elskar, er allra kvenna einstreng- ingslegust. Það gæti orðið til þess að rifta öllu um aldur og æfi. Hún gæti farið frá honum með hlátr- inum, sem hann þekti svo vel, og sú rödd hefir oft sagt honum---- “Taktu til baka ástina, sem þú hefir boðið mér. Hjarta þitt er ekki virði þess, að vera vegið móti mínu hreina og flekklausa hjarta. Eg vil ekkert af því.” Svo hann þegir, og með erfiðismunum lokar úti þetta uppljómaða herbergi í skrautlega gistihúsinu og andlit fögru konunnar fölsku, sem hafði veitt hina fyrstu ást hans. "Hve þögull þú ert,” segir hún. “Ertu að hugsa um, að eftir alt saman hafir þú gert léleg kaup?” “Nei,” segir hann. “Eg var að vona mót von, að þú myndir aldrei hugsa þann veg. Hér er þá bú- garðurinn.” "Og hér er pabbi og Philippa við hliðið,” segir hún og víkur sér snarlega frá honum og vefur að sér sjalinu. Hann hlær. “Aumingja Harrington. Heldurðu, kæra, að hann neiti að gefa mér eftirlætið sitt? Mig skyldi ekki undra það.” Carrie hlær þíðlega. “Eg veit, hvað hann muni segja,” segir hún og brosir. “Hvað ? ” spyr hann. Guð komi til! Hvað er þetta? Einhver vit- leysa úr Carrie, býst eg við”, segir hún og stælir svo vel málróm Harringtons og tilburði, að Cecil skellihlær og heldur því áfram þangað til þau koma að hliðinu, og kemur þeim tveimur óþolinmóðu verum, sem bíða þar, til að glápa í undrun. “Hvar í heiminum hafið þið verið?” spyr Har- rington mitt í voða geispa. “Guð komi til, Carrie,” hrópar Philippa. “Þið meinið ekki að segja okkur, að þið hafð ekki vilzt?” “Ónei, ungfrú Philippa,” segir Cecil lávarður um leið og hann tekur á móti Carrie niður úr kerr- unni. “Nei, það var þvílík ljómandi nótt.” Herra Harrington geispar og rymur. “Heilagur Móses! Eg hefði haldið að þið væruð nógu þreytt til að skríða í bólin.” Við héldum, að slys hefði viljað til og vorum rétt að því komin að, senda Giles—” Til að tína saman brotin,” segir Carrie um leið og hún tekur af sér sjalð og stendur niðurlút og kafrjóð. Phlippa starir á hana eins stöðugt og geispinn leyfir henni. “Eruð þið ekki frosin?” spyr hún. “Frosin,” hefir Carri eftir henni og hlær undar- lega. “Það væri von, að húka í þessari léttikerru, og sért þú það ekki, þá hlýtur Cecil Iávarður að vera það.” Cecil hlær. “Það er alt með feldu,” segir hann og horfir á hana með bróðurlegri ást. “Eg er eins heitur og ný kaka.” “Betra að þiggja glas af heitu brennivíni og vatni,” segir Harrington, og strýkur upp hárið og horfir á úrið með útliti manns, sem er að deyja af svefni. “Neit þakkir,” segir Cecil. “Ertu að fara?” því Carrie kemur nær honum. “Góða nótt.” Og hann grípur útrétta hönd hennar og þrýstir henni. Tónninn, seinlætið, byrgjandi handtakið, hefði getað sagt Philippu leyndarmálið, hefði hún ekki verið of vant við komin að taka til kertin og hvað Harrington snerti, þá var hann of þreyttur til að sjá nokkuð. “Góða nótt,” segir hann nærri hvíslandi, og þegar hún kemur nær dyrunum, snýr hún sér við og horfir á hann og augun sögðu—koss. HEIMSKRINGLA þarf að fá fleiri góða, íslenzka kaupendur: Allir sannir íslendingar, sem ant er um að viðhalda ís- lenzku þjóðerni og íslenzkri menning — ættu að kaupa Heimskringlu.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.