Heimskringla - 14.06.1917, Blaðsíða 5

Heimskringla - 14.06.1917, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 14. JÚNl 1917. HEIMSKRINGLA 5. BLAÐ6ÍÐA ÉG SET PENINGA BEINT í VASA YDAR MEÐ ÞVÍ AÐ SETJA TENNUR í MUNN YÐAR ÞETTA ER ÞAÐ, sem eg virkilega geri fyrir yður, ef þér komið til mín og látið mig gera þau verk, sem nauðsynleg eru til þess að tönnur yðar verði heilbrigðar og sterkar. — Eg skal laekna tann-kvilla þá, sem þjá yður. Eg skal endurskapa tönnurnar, sem eru að eyðast eða alveg farnar. Eg skal búa svo um tönnur yðar, að þær hætti að eyðast og detta burtu. Þá getið þér haft yfir að ráða góðri heilsu, líkams þreki og starfsþoli. Exprcssion Plates Hellt "set” af tðnnum, búið til eftir uppfyndlngu minnl, sem eg hefl sjálfur fullkomnað, sem gefur yður i annað sinn unglegan og eðlllegan svlp & andlitið. Þessa "Expression Plates" gefa yður elnnlg full not tanna yðar. Þœr lita út eins og lifandi tönnur. Þær eru hrelnlegar og hvítar og stærð beirra og afstaða elns og á “lifandi” tðnnum. $15.00. Varanlegar Crowns og Brídges f>ar sem plata er óþörf, kem- ur mitt varanlega “Bridge- work” at5 góðum notum og fyllir autSa stat5inn í tann- grartSinum; sama reglan sem viT5höfti er í tilbúningum á. “Expression Plates" cn undir stöt5u atrit5it5 í “Bridffes” þess- um, svo þetta hvorutvesgja grefur andlitinu alveg etilileg- an svip. Bezta vöndun it verki og; efni — hreint gull brúkab til bak fyllingar og tönnin vert5ur hvít os hrein “lifandi tönn.” $7 Hver Tönn. Porcelain og Gull fyllingar Porcelain fyllinffar mínar eru svo vandat5ar og gott verk, atJ tönnur fylta~ þannig eru ó- þekkjanlegar frá heilbrigt5u tönnunum og endast eins lengi og tönnin. Gull innfyllingar oru mótat5ar eftir tannholunni og svo inn- límdar met5 jementi, svo tönn- ln vert5ur eins sterk og hún nokkurntíma átSur var. Alt erk mitt Abyrgit að vera vnndcii. Hvaffa taanlæknlajfar, aem þér þarfniat, »tend- ar hön ybor til botia kér. VottorV o k mebraæll 1 hundrn<5atnli frá veral- anarmðnnum, Kigmönu- nm ok preatnm. Allir akotiaSir koatnabarlaust. — Þér eroð mér ekke*t t>kuid- bundnir þft eg hafi gefltt yður rAtUcgjginigar vltivfkjandl tönm- ytiar.. . Komltt eða tiltakiö A hvnða tlma |»ér viljiö koma, I KeKnum talnlman. Dr. Robinson Birks Building, Winnipeg. DENTAL SPECIALIST stjórnin tekur báðum tilboðunum og eru þau henni afhent þann 7. sept., þá uim haustið. En daginn áður sendir Motherwell skeyti til Kinderlsley, eða þann 6. sept., og segir að Parsons tilboðið sé lægra og því muni verða tekið. En 11. sept. eru bæði tilboðin fyrst lesin og borin saman af stjórnarráðinu, og þá er Laidlaws tilboðið fyrir $28,000 en Parsons $36,000. En hvað um það, tilboði Parsons varð að taka og voru þar með sviknar af fylkissjóði $8000. En ekki sat við þetta. Því það var nú smáræði eitt, þó $8,000 væri kastað út fyrir ekkert. Nú var sett í samninga að meta verkið og það sem til þess færi og yrði það meira en áætlað var mátti stjörnin greiða auka- þóknun. Og auðvitað leið ekki á löngu áður en það yrði gjört. Upphaflega var talið að hlaða yrði moidar og grjótvegg, sem svara myndi 333 tenings ‘yards’. En um það að lokið var verkinu, þóttist félagið hafa iliiaðið 928 ten- ings ‘yards’ úr þessu efni. Eftir tilboðinu átti að borga þetta verk með $2 á ‘yardið’, cn nú gjörði fé- iagið reikning fyrir $15 á yardið, og var það borgað og ekki einu sinni grenslast eftir hvort það hefði hlaðið jafnmikið og það þóttist hafa gjört. Var þannig svkið af fylkinu $13,254 í viðbót við hin fyrri $8,000. Var nú verkið komið upp á rúm $49,000. En ekki var enn látið hér við sitja. Allur út- reikningur á öllu öðru aðlútandi verkinu var eftir þessu og um það að öllu var lokið, var fylkið búið að greiða $62,804, fyrir það sem stjórnarverkfræðingurinn, er senni- legast hefði átt >að bera skyn á það, taldi að kosta myndi $11,000 mest. Annað eins ráðslag og þetta ætti að mæla með þessum piltum við í hönd farandi kosningar, þann 26. Bftir upphaflegum samningi átti Kindersley bær að borga helming þessa tilkostnaðar, en til þessarar stundar er bærinn ekki farinn að greiða einn eyri og auðvitað greið- ir aldrei. Almenningur fylkisins, “fátækur bændalýður”, eins og Lögberg keinst að orði, er þarna látinn borga fyrir sérstakar um- bætur í einum bæ, sem enginn hef- ir not af noma þeir einir, sem verzla þar með bæjarlóðir og fast- eignir! Því umbæturnar hleypa ióðunum f bænum stórmikið fram, svo að gróðinn er allur fasteigna- salanna. Eftirtektarvert er það líka, að við enga getur stjórnin sainið nema þetta Parsons félag, og er svo sem auðvitað, að samningur er á milli þess og hennar að skifta gróðanum. Það er sannarlega kominn tími til fyrir fylkisbúa, að gjöra eitt- hvað til að hefta annað eins fram- ferði og þetta, annan eins “fram- faraflokk“ og þenna. Það er sann- arlega kominn tími til, að skifta um stjórn, og það sem fyrst. Það er ekki hættulaust né rétt, að ala þann hugsunarhátt upp í landi, að annað eins og þetta gjöri, ekk- ert til, eða láta nokkra glamrara komast upp með að þetta sé sak- laust. Æs kul [vðurínn North Star Drilling Co. corner dewdney and armour streets Rcginct, : Saak. Agentar í Canada fyrir Gus Pech Foundry Co. og Monitor Brunnborunar áhöld. LÆKNAR NÚTÍMANS SPYRJA UM TENNUR YDAR Þegar þér hafið ýmsa kvilla, sem ekki láta undan meðulum læknisins, þá er vanalega spurningin hjá honum: “Hvernig eru tennur ySar? Eru þær í góðu lagi? SjáiS tannlæknirinn og komiS svo til mín aftur.” Þegar tennurnar skilja sig viS góminn oé t>ér hafiS það sem vér köllum “pyorrhea alveolaris”, þá er því æfin- lega samfara óregla á meltingunni, óhreint blóS og gigtar- styngir í höfði og annarsstaðar í líkamanum. Góður tannlæknir lagar þetta alt saman, og það kost- ar yður lítið, ef þér komið til vor. Dr. G. R. C/arke Rooms 1 to 10 Dominion Trust Bldg Cor. Rose St. and llth Ave. Phone 5821 Reg/na, Sask. Skrifstofu tímar: 8.30 f.h. til 6 e.h. á hverjum degi, að undan-i teknum sunnudögum og tillidögum STÚLKA TEKUR MÓTI GESTUM í BIÐSTOFU '&'iP'iP'iP'SP'iP'SP'iP'SP'SP'il*#*'#*'^*'#*'#*'}!*'#*#* Laun þolinmæðinnar. Pyrir mörguin árum stóð lítiil kofi við eitt fiskivatnið hér í Can- ada. Kofi þessi stóð langt frá öll- um öðrum húsum og manna um- ferð. Þó kom það fyrir stöku sinn- um, að langferðamenn komu þarna. Ekki voru margir til heimilis' í þessum litla kofa; það var að eins gamall maður á sjötugs aldri og drenghnokki á tíunda árinu. Sig- urður, svo var nafn giaimla manns- ins, var afi drengsins, som hét Gunnai'. Þarna voru þeir búnir að vera tveir einir í næstum 3 ár. Á þeim tfma höfðu þeir örsjaldan séð hvíta menn. Þoir lifðu mest á fiski úr viaitninu. Og stundum fór Sigurður til næsta kauptúns, sem var 25 mílur í burtu. Þegar þeir komu fyrst í þenna stað þá voru foreldrar Gunnars litla með þeim, en nú voru þau bæði dáin. Mamma Gunnars litlia hafði dáið fyrir tveimur árum síðan og \-ar hún jörðuð á dálítilli hæð á þessum af- skekta stað. En pabbi Gunnars druknaði ofan um ís á vlaitninu og fanst aidrei. Það var vetrar kveld; þeir Gunn- ar og afi hans sátu hljóðir í kofa sínuim. Stonnurinn skók þetta litla lireysi eins og hann vildi ná þakinu af því. En kofinn stóð sig ágætlega. og var eins og að ögra snjónum, frostinu og vindinum— og segja: “Komið þið, frost og fjúk; eg skal standa mig, þó eg sé ekki hár f loftinu.”—Þeir sátu nú þarnla, Gunnar og afi hans, í hlý- indum og notalegheitu'm. Kofinn var hreinn og vistlegur, því afi lét aldrei neinn dag líða svo, að hann ekki sópaði og lagaði til, og nú var Gunnar litli farinn að hjálpa afiai sínum til við alt, sem gera þurfti. Þetta kveid sat hann á skemli við fætur afa síns og studdi báðum litlu höndunum sínum á kné hans, og skæru, bláu barns- augun hiains horfðu blítt og einlæg- lega upp til gaml; mannsins, er sat á rúminu þeirnai, iotinn og hvítur fyrir hærum. Yonleysi og kvíða brá fyrir f hinu döpru augum hans. “Góði afi minn,’ sagði barn- ið, “er þér ilt? Það gengur eitt- hvað að þér.’’ “Nei, l>að er ekk- ert,” sagði gamli maðurinn, og mál- rómur lians var óvenjulega veiklu- legur. “Eg er að eins að hugsa um, hvað mundi verða um þig, ef eg dæi nú frá þér .hér, blessað barnið mitt—” “ó, afi, vertu ekki að tala um að deyja, þá verð eg aleinn eftir—nei, elsku afi, þú mátt ekki deyja frá mér. Eg dey af sorg og leiðindum —afi, þú veizt, að eg má ekki missa þi'g,” og drengurinn fleygði sér í fang afa síns og vafði sínum sak- lausu örmuiin um háls hans,— Það varð stundarþögn. Dreng- urinn hélt sér dauðalialdi f aflai sinn. “ó, afi,” sagði hann, “við skulum reyna að tala um eitthvað annað, sem er skemtilegra. Segðu mér frá því, þegar þú varst ungur heimla á íslandi; mig langar til að heyra það aftur og aftur. Þegar þú varst að róa á sjónum og öld- urnar léku sér alt í kringuim skip- ið þitt—og þogar þú klifraðir upp í háu fjöllin, og um fossama^ sem eru eins og bráðið silfur.” Gamli maðurinn þrýsti drengn- um upp að brjósti sínu og sagði svo: “Þú veizt það, Gunnar minn, að sá tími kemur, að við verðum að skilja. Þó eg kannske komist yfir þenna laisleika, sem nú er að taka mig heljar taki, þá líður þó óðum að endalokuin fyrir mér. Eg finn það, að sá tími kemur, að eg verð að sjá þér fyrir öðruin stað og kveðja þig, og eg vil búai þig undir þetta. Og þó þú sért ungur, veiztu hvað dauðinn þýðir. Þegar við deyjum, þá íörum við til hinna sælli bústaða; þú veizt það, því eg hefi svo oft sagt þér það. Vertu æfinlega þolinmóður, hvað sem þér ber laið höndum; biddu guð að gefa þér *tyrk til að standa, þegar freistingarnar ætla að yfirbuga þig, og umfram alt aldrei lað mögla né örvænta yfir því mótdræga. Þú þarft aldrei að hræðast neitt, sem að höndum ber, af því guð er með þér. Gerðu æfinlega að eins þaið, sem rétt er og satt.” Gamli maðurinn þagnaði og stundi við. Svo lagði hann sig út af í rúminu þeirra. Og nú var þaið Gunnar litli, sem stundaði afa sinn, hjálpaði honum úr fötunum og hitaði handa lionum bakstna, og hann hjúkraði afa sínum eins vel og nokkur fullorðinn hefði gert. — Það leið heil vika, og afi lá enn þá, en var þó mikið tflairið að batna, og sagði hann frá því löngu seinna, að ef að Gunnar litli hefði ekki verið ein® ötull og hann var að hjúkiiai honum, þá myndi hann hafa dáið, því þetta var lungna- bólga, sem ihann fékk. Það var komið langt fram á vor og giamla inanninum var fyrir löngu batnað. Þá var það einn dag, að Ólafur, sonur Sigurðar og föðurbróðir Gunnars litla, kom. Og liann kom ekki neimai erindis- leysu, hann ólafur, því hann kom að sækja þá afa og Gunnar litla. Það var mikill fagnaðarfundur fyr- ir þeim fcðgum að sjást, þvf þeir höfðu ekki sézt síðan þeir skildu fyrir mörgum árum síðan—-og það var sama árið, isem þeir komu frá Islandi.'Nú var ólafur orðinn vel efnum búinn, og nú átti glaonli maðurinn að eyða ellinni hjá þoss- Úm myndarlega syni sínum. Gunnar litla tók ólafur að sér sem sitt eigið barn og ól hann upp og setti hlainn til menta. En aldrei gleymdi Gunnar hinum gullvægu lífsreglum afa síns. Stundum þeg- ar eitthvaið stríddi á móti í lífinu og hann var að verða óþolinmóður út af einu eða öðru, þá komu æfin- leglai í liuga hans orð afa hans: “Vertu þolinmóður,“ og voru orð þessi jafnan björtustu leiðarstjörn- urnar i lífi lians. H. J. Veldi Tyrkja að koll- varpast. Trúarhræsni, kreddufesta og kúgunarandi, — alt þetta virðist nú vera á heljar þröminni í Con- stantinople, höfuðborg Tyrkja. Haflai má það til marks, að kven- þjóðin þar er nú óðum að losa sig undan margra alda kúgun hvað klæðaburð snertir. Þær breyting- ar hafa átt sér sfcað á öllum hag þjóðarinnar, að þetta varð óum- flýjanleg afleiðing. Af því kven- þjóðinni um heim allan er eigin- legt að vilja “fylgjast með tízk- unni,” þá er ekki að undra, þó kvenþjóðinni í Consta'ntinople finnist mikið um tilbreytinguna. Nýr andi hefir þar komið í ljós í seinni tíð, sem virðist vera að kollvarpa yfirráðum karileggsins. Nú er konum þar jafnvel farið að leyfast að ganga með ber andlitin um götur borgarinnar! Aðal orsök þessa er sem fylgir: Stríðið hefir kallað fram alla víg- færa menn til herþjónustu og um leið rutt kvenþjóðinni braut til nýrra atvinnu möguleika. Grikkir og Armeníumenn, sem áður unnu í ýmsum stöðum, hafa nú verið reknir, og tyrkenskar konur, eldri og yngri, látnar koma í þeirra stað. Allar yngri konur bera nú blæj- ur fyrir andlituim Isínum eins þunnar og framast má verða. Og þegar þær ferðast í sporvögnuin, er nú að veröa1 siður þeirra að draga blæjur þessar alveg upp— og gotia þær því ekki lengur taiist eftirbátar kvenna annara þjóðla í því, að “sýma sig og sjá aðra.” Atburður, sem vottar kraft þess- arar nýju “kvenfrelsis hreyfingar” á Tyrklandi, bar við rétt nýlega. Lögreglan í höfuðborginni tók sig tii og birti eftirfylgjandi auðlýs^ ingu: “Ný tfzka hofir gert vart við sig í klæðnaiði kvenna í Constantinople, sem er hneykslanleg í alla staði. Hér með er því öllum konum og stúlkum, sem Múhameds trú játa, tilkynt, að þeim sé nú gefinn tveggja daga tími til þess að lengja pils sín, að leggja lífstykkin til síðu og eirmig að fcal^a upp þykkar og viðeigandi andlits- blæjur.” Þessir tveir dagar iiðu, og þá birti lögreglan aðra auglýsingu, sem var þannig: “Oss er leitt að þurfa 'a'ð geta þess, að vissar rosknar konur, sem ýmsum lægri stöðum gegna í lög- regludeildimni, liafa gengist fyrir því að birta reglugjörð viðvíkjandi klæðnaði Múhamedstrúar kvenna í borginni. Lögreglan biður af- sökunar á þessu og afturtekur hér með reglugjörð þessa.” Yitanlega voru þessar “iægri stöður” uppfynding lögregludeild- arinnar til þess iað komast úr vanda þeim, sem yfir hana hafði skollið við birtingu reglugjörðar- innar. Sannleikurinn var sá, að eigin- konur margra aðalsmanna, ráð- herra og hátt standa'ndi embættis- manna stjórruairinnar, höfðu gert uppreist og hótað að hætta öllum líknarstörfum á Tyrklandi, ef reglu- gjörð þessaxi væri framfylgt. Tal- símastúlkur og stúlkur, sem unnu á póstafgreiðslu stofum, höfðu hót- að verkfalli. Og þetta hafði líka þær afleiðingar, að áður en tveir dagiair liðu, hafði kvenþjóðin borið algeran sigur úr býtum í þessu máli. Við atbui-ð þenna kom í ijós megn greonja tyrkneskra kvenna gagnvart þýzkum" yfirvöldum í landinu. Voru þessi þýzku yfir- vöid sökuð um 'að vilja lialda kven- þjóðinni á Tyrkland til baka og varna henni frá allri þroskun. Ber þetta vott um óeirð þá, sem gert hefir vart við sig í kvennabúrum Tyi'kjanna í seinni tíð. Við og við hafa leyndardómsfuilar isögur bor- ist meðal fólks á sölutorgunum (eflaust með þeim tilgangi að stemma stigu fyrir óeirð kvenfólks- ins). Ein þessi saga var á þá leið, að koma Þýzkalandskeisara væri í nánd—Bretar og bandaþjóðirnar í þann vegin að geíast upp. Þess- ari líkair voru flestar sögur þessar, og ailar á þá leið, að endurnýja von þjóðarinnar um sigur í stríð- inu. Með þessurn og þvílíkum spá- dómum heflr fólkinu verið haldið vakandi. En það hefir dregist, að spádómar þessir rættust og fóikið hefir í seinni tíð verið að heyna hitt og þetta sannleikanum meira samkvæmt;—ástandið i Constan- tinople er því alt annaö nú en áð- ur var. Háttstandandi Þjóðverjair þár hafa.líka óafvitandi hjálpað til að vekja þann grun manna á milli, I að >ailt gengi ekki eins og skyldi stríðinu viðkamandi. Hroki þeirra hofir farið minkandi í seinni tíð og hafa þeir látið lítið á sér bera í samkvæmislífi borgarbúa síðan hin öfluga sókn bandaroanna hófst á vestur-vígvöllunum. Þjóðverjar eru enn þá við æðstu yfirráð á Tyrklandi hvað stjórnina snertir, en áhrif þýzkra embættismanna á þjóðina þar eru sáralítil. Þýzku lögreglunni í Con- stantinople er nú stranglega bann- að að hafa nokkur afskifti íbúum borgarinnar og jafnvel í tyrkneska hernum eru hermennirnir ekki skyldaðir til að sýna þýzku fyrir- liðunum hlýðni. Þjóðverjum er kent um mótlæti það og hörmung- ar, sem yfir liandið hafa dunið, og einnig er Tyrkjum, konum og körium, meira og minna í nöp við þá persónulega. Á hina höndina fara þýzkir fyrir- liðar á sjó og landi ekki neitt leynt með fyrirlitning sína í garð Tyrkja og bregðai þeim oft og einatt um leti og ómensku. Von Souelion, æðsti sjóliðsforingi Þjóðverja í Constantinople, hefir verið óþreyt- andi að segja öðrum Evrópumönn- um frá því, hve afar lélegir bar- dagamenn Tyrkir séu. Fyrir utan fjárhagslega örðug- leika þjóðarinnar og vonbrigðin öll hefir fall Bagdad og sókn Breta á öðrum svæðum vakið henni einna mosta óró í brjósti. Þegar Bagdad féil, var skoðun sú ríkjandi meðal inargm liáttstandandi embættis- manna í höfuðborg Tyrkja, að ó- sigur í stríðinu væri á næstu grösum. Munaði þá minstu, að alt færi í bál og brand í landinu. Urðu Þjóðverjar í gegn um tyrk- nesk yfirvöld að beita öllum sín- um áhrifum til þess að haista á storminn. Með því að gera eins lítið og þeir gátu úr sókn Breta og snúa öllu í stórsigra fyrir Tyrki, fengu þeir sefað þjóðina í bráðina. Lítið þyrfti þó út af að bera svo alt færi út um þúfur aftur. Ef Bretair taka Jerúsalem og fá brotið Tyrki þar á bak aftur, þá eru öll líkindi NÝ UNDRAVERÐ UPPGOTVUN Eftir tfu ára tilraunir og þungk erfiði hofir Próf D. Motturas upp- götvað meðal, sem er saman bland- að sem áburður, og er ábyrgst *’&■ lækna hvaða tilfelli sem er af hinuiat hræðilega sjúkdómi, sem nefnist Gigtveiki og geta allir öðlast það. Hví að borga lækniskostnað og ferðakostnað i annað loftslag, þegKr hægt er að lækna þig heima. Verð $1.00 ílaskaa. Bur'ðargjald og stríðsskattur 16 cenfe: Einka umboðsmenn: MOTTURAS LINIMENT CO.. P. 0. Box 1424 (Dept. 8) Winnipeg, Man. fyrir því, að Tyrkir biðji um sér- frið án minstu tafar. Þjóðin á nú við svo þröngan kost að búa, að hungursneyð or næst. Miargar vörutegundir eru því nær með öllu ófáanlegar í landinu, t. (L. sykur. Skortur er þar einnig á hveitimjöli og annari imatvöru. Kemur þetta ®ð svo komnu þyngsfc niður á verkalýðnum í borgunum,. en er þó smátt og_smátt þrengj- andi meir og meir að öllum stétt- um landsins. — I fáum orðum sagt er fnaimtíðin nú alt annað en glæsiV leg, sem blasir við Tyrkjum ogr veldi þeirra. (Útdráttur.l -------o------ Fréttir úr bænum. Vér viljum vinsamlega minna allar íslendingabygðir á, er ætla að haida hátíðlegan 2. ágúst í sum- j ar, að senda pantanir að hnöpp- unuirri með mynd Einars Jónsson- ar, til féhirðis Isl.dags nofndarinn- ar, hr. Hannesar Pétursonar, 221 McDermot 'ave., Wpg., er gefur all- ar upplýsingar í því efni. Mrs. Halldóra Gunnlaugsson frá Baidur P.O., í Argyle- bygð. hefir dvalið hér i bænum um tveggja vikna tíma. Var hún að leita sér lækninga við nefsjúkdómi hjá Dr.‘ Jóni Stefánssyni. Mrs. Gunnlaugs- son fór heim á föstudaginn var. Fyrirlestur um kristiieg vísindi (Christian Seience) verður iialdinn í Waiker leikhúsinu á sunnudag— inn, 17. júní, klukkan 3.15 e.h., ai Clarenee W. Chadwick, C.S.B., sem- er meðlimur í fyrirlestra-nefnd “Th« First Ohureh of (,’hrist, Scientists" i í Boston í Bandaríkjunum. Fyrir- iestur þessi verður ókeypis fyrir alla og verður liaidinn undír um- sjón þessarar sömu kirkju hér í Winnipeg. Tilgangurinn er að gefa öllum kost á að heyra hið sanna uin “Christian Scienee’' hreyfinguna og um starf hennar. Mr. Chadwick hefir starfað við hreyfingu þessa í mörg ár og getur þess vegna talað um liana af góðri þekkingu. Fyrirlesturinn fjallar ekki eingöngu um ofan- greint efni, heldur verður einnig bent á margar rangfærslur, sem borist hafa manna á milli viðvíkj- andi “<Christian Science" trúar— brögðunum. Þakklæti. Það var miðvikudagskveld fyrri viku: eg var nýbúinn að snæða og. sat í hægindastól mínum og var að iesa bæjarfréttir í Heims- kringlu. Þ3r var auglýsing uin “bazaar” frá kvenfélagskonum Únítara er stóð yfir það kveld og næsta. Eg er alt af fá betri og betri sannanir fyrir því, að það borgar sig að auglýsa vörur sínai' og einnig að ]>að er gott að venja sig á að lesa auglýsingar. “Við- skulum ganga yfir á ‘þazaarinn’- og sjá hvað konurnar liafa að bjóða”, sagði eg við konu mína. Lögðurn við svo af stað. Þegar í kirkjuna kom, sáum við ýmsa Ml- ega og góða muni til söIvl—flest, búið til í höndunum. Það ex ekki lítið, sem allar þessar konur og. stúikur leggja á sig í þannig lög- uðum tilfellum, í ölium okkar ís- lenzka kirkjuheimi. Meðal anirars,. á þessum ‘bazaar’, var handsaum- uð sessu (cushion), sem draga átti um, og keypti eg tvö “tækifæri”. — Næsta kveld kom ein kvenfélags- konan heim til mfn—með sessuna. Eg hafði hlotið hana! Færi eg n\i iitla ljóshærða stúlkubarninu, seon dró miðann þakkir mínar, og einn- ig konunni, sem bjó til sessuna. En alt á eg þó aðallega auglýsingunni f Heimskringlu að þakka, því ann- ars hefði eg ekkert um þetta vitað. S. A. Johnson.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.