Heimskringla - 12.07.1917, Side 1

Heimskringla - 12.07.1917, Side 1
---------------------------------- Royal Optical Co. Elxtu Opticians i Winnipeg. Við héfum reyntl oinnm þinum vel, — gefðu okkur tækifæri til að reyn- ast þér vel. Stofnsett 1905. W. R. Fowler, Opt. - J XXXL AR. WINNIPEG, MANITOBA, 12. JOLI 1917 NÚMER 42 Styrjöldin Frí Frakklandi. Á vestur vígvöllunum var síðasta vika ekki stór viðburðarík. Banda- menn voru að sœkja hér og þar og gátu hrakið óvin'a herinn á sumum stöðum. Rétt eftir miðja vikuna gerðu Bretar áhlaup fyrir suðvest- an Hollebeke f Belgfu og nálægt Ypres skipaskurðinuon og fengu brotist þar áfram á allstóru svæði. Áttu orustur sér þá stað víðar í Belgíu og virðast Þjóðverjar heldur haifa farið halloka f þeim viðureign- um. Á hersvæðunum nálægt Yer- dun var þá verið að berjast af kappi miklu, því þar höfðu Þjóðverjar hafið sókn all-harða, en svo lauk þeim viðskiftum, að þeir urðu víðast hvar frá lað Ihverfa. — Frakkar virðast nú vera að hvíla her sinn eftir hina miklu sókn þeirra á sumum svæðunum í vor, en eru þó á öllum stöðum nægilega við búnir til þess að mæte áhlaup- um óvinanna. En þar sem þeir hafa tekið sig til og brotist áfram, hafa þeir sjaldan orðið að hopa til bakia aftur. öflugustu sókn sína i seinni tfð gegn Frökkum gerðu Þjóðverjar á Aisne svæðinu, en biðu þar ósigur eftir harðar orust- ur á báðar Ihliðar. Þær herdeildir Bandaríkjannsav «em komnar eru til Frakklands, eru enn þá ekki komnar í fremstu skotgrafir, en verið að æfa þær og' búa þær undir. Herdeildir þessar eru unidir forustu William L. Si bert yfirforingja. ISaigt er þessir hermenn Bandaríkjanna bíði þess með óþreyju að komast á hólminn. ------o------ Sókn Rússa. Eins og sagt var frá í síðasta blaði, hófu Rússar öfluga sókn gegn Austurríkismönnum og Þjóð- verjum á hersvæðunum í G'alicíu og vfðar. Á tveimur sólarhringum tóku þeir þá fjögur þorp af óvin- nnum og um 18,000 menn af liði þeirra fanga. »Urðu Austurríkis- menni að hopa á stóru svæði um fimtíu mílur suðaustur af Lem- berg, 'scm er ihöfuðborg Galicíu. Haldið er, að mlairkmið Rússa nú sé að ná borg þessari á sitt vald það bráðasta þeir geta. Síðan Rússar hófu þetta fyrsta áhlaup í Galicíu hefir ekkert uppi- hald verið á sókn þeirra. Yíða hafa þeir unnið stór sigra og tek- ið margar þúsundir manna fanga. Fjögur þorp tóku þeir nýlega á Stanislau svæðinu og varð mann- fall mikið í liði Austurrfkismanna. —Alt virðist nú bcnda til þess, að her Rússa sé yfirleitt að vakna til fulls áhuga á ný og muni ekki liggja á kröftum sínum úr þessu. Þjóðverjar níÓast á föngum. ■Sögur uim níðingisverk Þjóðverja á brezkum föngum hafa á ýmsan hátt borist til Englands í seinni tfð og fylt þjóðina þar gremju. Canada maður, Frank C. MacDon- ald að nafni og frá Montreal, er nú kominn til Englands eftir að hafa strokið úr fangavist Ihjá Þjóðverj- unum. Segist hann hafa orðið að þræla þar í námu einni í West- phalia og þar hafi bæði honum og öðrum brezkum föngum verið mis- þyrmt með öllu hugsanlegu móti. Þeir hafi verið barðir með svipum fyrir mjög litlar orsakir. Við verstu þrengsli hafi þeir verið látnir sofa í ihúsum, sem full voru af lús og öðrum óþverra. Er á- stand þessarai manna verra, en ef 'þeir væru þrælar.—Blaðið “Times” í Lundúnaborg flytur einnig sög- ur nýlega um hina þrælslegu með- ferð Þjóðverja á brezkum föngum á bak við herstöðvarnar á vestur- vígvöllunum. Fyrirliði einn úr Canada hernum, sem tekinn var fangi en fékk nýlega strokið úr haidi Þjóðverja og komist heim í sínar eigin herbúðir aftur, segir að meðferðin á brezkum föngum f þessum stað, hafi verið hin hrylli- legasta. Þeir hafi verið látnjr vinna þar sem mest hættan var og verið barðir, kvaldir á allar lundir og verið Játnir líða hungur. Þeg- ar þeir hafi verið orðnir svo magn- þrota, að ekki var hægt að nota þá lengur, hafi þeir verið sendir eitthvað burtu og hafi þeir hrunið niður í tuga tali daglega í leið- angrum þessum. Sögurnar frá fangalffinu hjá Þjóðverjum á 'her- svæðum Pólland'S, eru þó enn hryllilegri en nokkar aðrar. Þar hafa brezkir fangar verið þjakaðir svo og þjáðir, að naumast er hægt með orðum að lýsa, og þó þeir komist lífs af frá þessu, þá verða þeir aldrei sömu menn og áður. Frank C. MacDonald, sem nefnd- ur er áður og sagður frá Montreal, er síðar sagður frá Fox Warren í Manitoba. Gerði hann þrjár til- raunir til þess að strjúka frá Þjóð- verjum áður en honum hepnaðist það. Ætíð er þeir náðu honum aftur hegndu þeir ihonum með ströngu varðhaldi og með þvl að láta hann hungra. -----o----- Atkvæðagreiðsla iÖnaðarfélaga. Á laugardaginn var stóð sú frétt í Winnipe'gblöðunum, að öll iðn- aðarfélög í Winnipeg væru að láta ineðlimi sína greiða atkvæði um það, hvort iðnaðarfélögin eigi að gera allsherjar verkfall, ef her- skyldu frumvarpið verður lögleitt á þingi. Einnig var sagt, að slík atkvæðagreiðsla eigi sér nú stað um alt Oanada. — Engum mun dyljast, að hér er verið að stíga stór-alvarlegt spor. En það, sem mest er athugavert við atkvæða- greiðslu þessa, er það, að margir meðlimir iðnaðarmannafélaganna eru menn af ótal mörgum þjóðum og suimir þeirra ef til vill ekki eins góðir Canada menn og skyldi. Vonandi er þó, að áhrif þeirra manna verði ekki ríkjandi aflið. -----o----- Þjóðverjum goldið llku líkt. Á laugardaginn gerðu Þjóðverj- er enn á ný árás á Lundún'aborg með loftbátum. Um tuttugu loft- bátar þeirra svifu yfir borginni fyrri hluta dagsins og létu rigna niður sprengikúlum. Fólksferð mikil var unn göturnar og átti lög- reglan fult í fangi með að halda fólkinu frá þeim stöðvum þar sem hættan var mest. 37 manns biðu bana, en um 140 manns meiddust máira og minna. Þrír af loftbát- unum þýzku voru skotnir niður, er þeir voru á heimleið og ekki komnir mjög langt. — Seinni frétj:- ir segja, að sjö af loftbátum þess- um hafi týnt tölunni áður þeir gátu sloppið. Þessar loftbáta árásir Þjóðverja á Lundúnaborg eru nú að verða svo tíðar, en að engu er líkara, en að markmið þeirra sé, að leggja höfuðborg Englands í rústir með þesáu móti. Lítil líkindi eru þó talin að þeim muni hepnast þetta. Alvarlegar afleiðingar geta þó árás- ir þessar haft, því einlægt verða þær öflugri og öflugri. Enska þjóðin er nú að verða hamslaus af gremju yfir þessu og krefst þess fastlega, af stjórninni, að samkyns árásir séu gerðar á borgir Þýzka- lands og Þjóðverjum goldið líku líkt. Hingað til hefir stjórnin skorist undan þessu, en talið er þó lfklegt, að hún hefjist nú til handa. Á mánudaginn var bárust fréttir um það, að loftbátar bandamanna —ef til vill Frakka^-ihefðu á sunnu- daginn svifið yfir borginni Essen á Þýzkalandi og steypt þar niður sprengikúlum yfir Krupp skotfæra verksmiðjurnar og gert þar mikinn usia. Einnig er sagt, að mörg hús í Essen hafi verið lögð 1 rústir og af þeim óljósu fregnum að dæma, sem fengnar eru þegar þetta er skrifað, hafa þessar árásir banda- manna gert Þjóðverjum töluvert tjón. Frétt þessari fylgir það, að Frakk- ar hafi gert mörg loftbáta áhlaup á borgir Þýzkalands í seinni tíð og fullkominn vilji þeirra sé, að gjalda Þjóðverjum lfku líkt. ------o------- Umbrot á Þýzkalandi. Þýzka þjóðiri virðist nú, að dæma af þeim óljósu fréttum, sem þaðan berast, að vakna til meðvit- undar um það, að alt gangi ekki í strfðinu eins og skyldi. Leiðtogar þjóðarinnar ýmsir eru teknir að láta skoðun sína f ijós skýrt og skorinort. Getur þetta haft þær afleiðingar, að einhverjar stjórnar- farslegar breytingar verði þar gerð- ar, 'sem geri afstöðu þjóðarinnar töluvert aðra en áöur. Á ríkis- þinginu hefir töluverð óánægja komið í ljós gagnvart ýmsum gerðum stjórnarinnar. Einn af þingmönnunum, Matthias Erz- berger, kom nýlega með þá tillögu, að stjórnin reyndi að gera friðar- samninga, þar sem engrar innlim- unar né skaðabóta sé krafist, og jiaifnréttindum allra )>jóða, stærri og smærri, væri haldið fram. Til- laga þessi fékk miklnn stuðning á þingi, en enn ])á er óvfst, hvernig máli þessu lyktar. Fyrsta sporið í breytingaráttina, ef þær rærða nokkrar gerðar, verður ef tiL vill það, að núverandi ríkiskanzlari, Befchmann-Hollweg, verður að segja af sér, og er af mörgum talið líklegt, að þetta verði. En hvernig svo sem þetta ifer, þá hafa umbrot þessi á Þýzkalandi áreiðanlega mikla þýðingu. S. George Simpson. Hann er sonur Guðmundar Sig- urðssonar Simpson og konu hans Guðbjargar, sem lemgi eru búin iaið eiga heima að 408 McGee str. liér f Winnipeg. Hann innritaðist í 4th Forestry deildina 9. júní s.l. og fór áleiðis til Emglands 15. sama mánaðar. Nú hefir hann verið fluttur yfir í Rauðakross deildina. Hann er 22 ára gamall. Merkur fundur. Fulltrúar bændafélaga f öllum ríkjum Bandaríkjanna mættu á fundi í St. Paul, Minn., som iiald- inn var 9. þ.m„ til þess að ræða stofnun alls herjar bændafélags f Bandaríkjunum. Markmiðið með stofnun þessa félags er það, að sameina krafta allra bændafélaga í iandinu og tryggja framtfð Bandaríkja bændanna. Félag þetta á að stofna með svipuðu fyrir- komulagi og Roclidale bænda og iðnaðarmanna félagið á Englandi. Þó f því verði meðlimir bændafé- laga og iðnaðarfélaga út um alt landið, á þó félag þetta að vera sérstakt og út af fyrir sig, og ganga undir einhverju því nafni, sem gefi til kynna að það sé alls herjar bændafélag Bandaríkjanna. -------O------- Hermálaráðherra Rússlands. Á undan stjórnarbyltingunni þektist nafnið Alexander Ker ensky ekki neitt, eða lftið, i höfuð- borg Rússlands. Nú í dag er mað- ur þessi hermálaráðherra stjórnar- innar. — Hann er orðinn einn af öflugustu leiðtogum þjóðarinnar. Á honum hvíla nú augu þeirra manna, sem sjá vilja Rússland rétta við aftur og snúast með kappi og festu gegn óvinum lands- ins. Undir samvinnu Rússa og bandaþjóðanna er komið, hvort unt verður að brjóta Þjóðverja á bak aftur í nálægri framtíð. Afexander Kerensky er yngsti meðlimur rússnoska ráðaneytisins. Hann er að eíns rúmlega hálf fer- tugur að aldri. Faðir hans var skólastjóri f bænum Simbirsk. 1 skóla var Kerensky orðlagður fyrir mælsku og var óþreytandi að taka þátt í kappræðum. Snemma gaf hann sig við stjórnmálum, jafnvel á þeim árum, þegar hann var laga- nemi í Petrograd, og aðhyltist hann þá istefnu Jverkamanna flokksins. Þegar stjórnarbyltingin varð, gerðist liann brátt öflugur leið- togi. Hann liafði tekið þátt í leynifundum byltingarmanna úr verkmanna flokknum, sem lialdn- ir höfðu verið um langan tíma áður en stjórnarbyltingin gekk f garð, og átti fyrsta hreyfingin, sem ti) byltingar keisaravaldsins leiddi, fyrstu upptök sín í fund- um þessum. Og eftir stjórnarbylt- inguna komu mennirnir, sem setið liöfðu hina myrku leynifundi, fram í dagsljósið og mynduðu þá hina svonefndu “verkamanna nefnd”, sem nú er heimsfræg orðin. Yar nefnd þessi einlægt sár þyrnir f ivoldi bráðabyrgðar stjórnarinnar. Kerensky fór nú að lóta til sín taka og urðu áhrif hans mikil. En þó hann væri ákafur framfaramað- ur, reyndist liann enginn öfgamað- ur eða drauinsjóna postuli. Hann reyndist hygginn og stefnufastur stjórnmálamaður, sem líklegur væri til þess að hafa mikil og góð áhrif á Rússlandi. Síðan hann varð hen máia ráðherra, liefir hann unnið að því af öllum kröftum að sam- eina sem flesta einstakiinga þjóð- arinnar undir eitt merki. Stefna ivans er sú, að þjóðinni beri að reka óvinina af höndum sér og þannig brjóta hið inússneska hervald á bak aftur. -----o----- Bæjarfréttir. Gullfoss kom til New York á þriðjudaginn f þessari viku, og leggur af stað þaðan aiftur næsta laugardag áleiðis til fslands. Þar eð viðdvöl skipsins er svo stutt nú vinst ekki tími til þess fyrir þá, som kynnu að hafa hugsað sér að ná í þessa ferð, að komast til New York héðan í tæka tíð. Þau hjónin, Einar Lúðvíksson og kona hans hér í bænum, að 626 Vietor str„ urðu fyrir þeirri sorg að yngsta barn þeirra andaðist 29. f,m. Séra Rúnólfur Marteinsson jarðsöng það í Brookside graf- reitnum. t*ann 4. þ.m. gaf séra Rúnólfur Marfceinsson saman f hjónaband að heimili sínu þau Oliver S. Ei- ríksson og Guðrúnu Sigfússon, bæði frá Oak Point, Man. Séra Rúnólfur Marteinsson lagði af stað ofan til Nýja fslands á mið- vikudaginn. Á sunnudaginn kem- ur flytur hann erindi að Hnaus- um um skólamálið kl. 2 e.h. Sigmundur M. Long, sem í fjölda mörg ár hefir borið út Ileimis- kringlu hér f bænum, varð fyrir því slysi í síðustu viku að detta og meiða sig og hefir verið rúm- fastur síðan. Saknar Heimskringla nú eins af starfsmönnum sfnum og vonar að gamla manninum batni áður iangt líður. Þann 20. Júní síðastl. andaðist að heimili dóttursomar síns, Björns Eyjólfsonar og konu hans, som búa nálægt Árborg, Man., bændaöld- ungurinn Björn Geirmundarson Austmann. Yar hann nær 84 ára að aldri og ætbaður af Austfjörð- um á fslandi. Hann var jarðsett- ur í g^freit Geysir bygðar þ. 25. Júní síðastl. að viðstöddum fjölda fólks. Séra Jóh. Bjiarnason jarð- söng. Guðmundur Pálsson frá Narrows P.O. var hér á ferð í síðustu viku. Sagði hann alt gott að frétta úr sínu bygðarlagi og uppskeru horf- ur þar nú lallgóðar. Hann bjóst við að snúa heimleiðis aftur eftir nokkurra daga dvöl hér. Sigurjón Jónsson, guðfræðingur, bróðir Einars P. Jónssonar hér í bænum, hefir verið kosinn prestur að Barði f Fljótum á ístandi. — Vestur-íslendingar margir munu k&nnast við hann, þvf hann dvaldi um tfma við nám hér vestna, Frétt )>essi er tekin eftir fsafold. íslendingadagurinn. Nefndin hefir liaft viðbúnað all- mikinn til þess að gera hátíSar- lialdið sem veglegast. Yafdir ræðumenn og skáld, Ramíslenzkar iþróttir, glímur og kaðaltog. Þá má ekki gleyina veitingun- um. Um þær annast Jóns Sigurðs- sonar félagið, sem kunnugt er að skömngsskap. Nefndin vonast oftir meira fjöl- menni en nokkru sinni áður. Miss Pálínia Johnson, sem heima á við Stony Hill P.O., í Grunna- vatns bygð, var hér á ferð þessa dagana. Hún hefir verið að kenna skóla nálægt ísafold P. O. þetta vor og sumar og var nú á leiðinni heim til foreldra sinna til þess að dvelja þar yfir sumarleyfið. Miss Elín Sveinis-son, kennari, vtair hér á ferð í bær.um í vikunni. Hún var á leið heim tii foreldra sinna, sem búá nálægt Húsavík P.O. í Nýja íslandi. Bogi Bjarnason, útgefandi blaðs- ins “Wynyard Advance”, sem gofið er út f Wynyard, Sa-sk., var hér á ferð fyrir helgina. Hann sagði alt hið bezta úr sinni bygð. Uppskeru útlft nú fremur gott. Hveiti þar vestra kvað hanin hafa tekið mikl- um framförum f seinni tíð og vera nú komið vel á veg. — Bogi fór suð- ur til Dakota á laugardaginn var. Þessir fiðluspils nemendur Th. Johnsonar hafla nú í vor tekið próf við “Toronto Conservatory of Mus- ic”: Eirikka Thorlaksson (Primary Honors), Robert Beath (Associate Honors), Fjóla P. Johnson (Junior Honors). Robert Beath er blind- ur og »r því sérstaiklega eftirtektar vert, að hann skyldi standast þannig lagað próf-með heiðri. Þann 5. þ,m. andaðist Jónfna H. Johnson hér í bænum, að heimili foreldra sinna, Mr. og Mrs. M. Johnson, að 624 Beverley stræti. Hafði hún legið rúmföst í rúma 4 mánuði. Var hún 22 ára gömul, þegar hún lézt. Hún var efnileg og vel gefin og er hennar sárt saknað af foreldrum og systur og öilum þeim, sem hana þektu. Innálegt þakklæti biðja foreldrarnir blaðið að færa til allra, er heiðruðu minning hinnar látnu mieð blóm- uim og nærveru sinni. Jarðarförin fór fram á laugairdaginn var frá húsinu og Fyrstu lút. kirkju. Séra R. Marteinsson hélt húskveðju, en séra B. B. Jónsson talaði í kirkj- unnii. Fjöldi íólks var viðstaddur. Sigurður J. Jóluainnesson skáld bjóst við að skreppa vestur til Vatnabygðar í Sask. um miðja síð- ustu viku og heimsækja þar gamla kunningja. Sigurður er nú hnig- inn á efri aldur, en> er þó enn ern og hress í anda og laingt frá því að honum hafi föriast skáldskapar- gáfan, eins og menn geta dærnt um af erfiljóðum hans eftir Kristinn heit. Stefánsson, sem birtast hér í f blaðinu. *------------------------------* Islands fréttir.' *-------------------------------1; (Eftir Lögr. 23.—30. maí.) 23. íriaí.—Lagarfoss á að fara héð- an vestur um haf nú f vikulokin. —Escondito, Gullfoss og Island eru öll í New York.—Ráðgert að Wille- moes leggi bráðlega á stað frá Khöfn, og þaðan j>r einnig von á öðru skipi matvörufann innan skamms. Það skip heitir “Valur’ og he.fir Dines Petersen & Co. ráð yíir því. — Ceres fór til Ausbfjiaiiða síðastl. laugardag. 1 símsk,., sem hingað kojn í gær írá KhÖfn, var sagt, að verð á bezsta smjöri, sem nú er selt frá Dainmörku til Englands, væri kr. 3.50 fyrir kíló. Frá Siglufirði segir “Vísir” þá frétt, að þar hafi fyrir fáum dög- um veiðst 70 háhyrningar. Voru þeir reknir á leirurnar við fjarðar- botninn og skotnir eða stungnir þair. “Dagsbrún”, blað verkamanna, hefir ekki komiö út um hríð, en er nú að vakna aftur. Það er nú eign stjórnar Alþýðuflokksins, eða verkmannaflokksims, en ritstjóri er hinn saini og áður, ólafur Frið- riksson. 30. maí—Tfðin liefir verið góð undanfarnia. viku, vætusamt nokk- uð og bezta gróðrarveður. 24. þ.m. vildi það slys til, að segl- skipið Shelton Abbey, sem var á leið hingað með salt og tunnur til Kv.eldúlfsfélagsins, stnatidaði suð- ur í Grindavík, lenti þar upp á sker, í ‘þoku, um 30 faðma frá landi. Skipstjóri björgunarskivis- ins Geir fór suður að strandstaðn- um 26. þ.m. 25. þ.m. fengu þeir O. Johnson & Haiaber símsk. frá Færeyjum, sem tilkynti þeim, að skonnortunni A, Friis, 'sem var eign þeirra og nú á leið með salfcfarm ifrá Portúgal til Færeyja, hefði verið sökt af þýzk- um kafbáti nóttina á undiam, eti skipshöfninni bjargað og væri hún komín til Færeyja Þeir Johnson & Kaaper eignuðust skip þetta í fyrra. Fimm þilskip héðlam eru nú í Álasundi í Noregi og þar verið að setja í þau hreyfivélar. Bæjarstjórnin í Reykjavík he.Tr samþykt 'afð láta taka upp mó í suinar f stórum stíl og hefir falið Jóni Þorlákssyni verkfræðing fram kvæmd verksins. Er ætlast til að mórinn komi að miklu leyti í stað kola til eldsneytis h'amda bæjar- mönnum næsta vetur. Hann verð- ur tekinn í Kringiumýri og svo mikið sein ástæður leyfa gert að eltimó. Gert er ráð fyrir, að 2'A tonn af mó samsvari 1 tonni af kol- um og að mótonnið kósti 25 kr. En útlit er fyrir, að kolatonmið munf kosta hér næsta vetur 200—250 kr. Menn geta borgaið móinn til bæj- arstjórnar, hvort heldur með pen- ingum eða vinnu, ag er sett á fót sérstök skrifstofa, í Iðnskólanum, til þess að annast um eldsneytis- málið og iailt, sem það snertir. 23. þ.m. var Árnessýsla veitt Guðm. Eggerz sýslumanni f Suður Múia- sýslu frá 1. júlí þ.á. — Sama dag var Sig. Sívertsen docent veitt pró- fessorsembættið f guðfræði við háskóla íslainds, sem hanii hefir þjónað nú um hrfð. Alþingi er mieð konungsbréfi kvatt saman 2. júlí. Vestur um haf fóru með Lagar- fossi Jón Sívertsen verzlunarstjóri, er verður erindreki laindsstjórnai'- innar í verzlunarmálum í Ameríku, og Gísli J. ólafsson, símastjóri, til þess að útvega sæsfmaþráð til við- gerðar landssfmainum. Enn frem- ur Bjarni Björnsson skopleikari. Nýlega er dáinn Samúel Arnfinns- son bóndi á Eyri í Gufudalssveit. —24. þ.m. andaðist á Landakots- spítala Jóh. Jóhannsson kennari frá Patreksfirði, sonur Jóhanns Bessasonar sál. á Skarði í Fnjóska- dal, ungur maður og efnilegur, ný- fcga kvongaður. Tveir íslendingar tóku fullnað- arpróf á verkfræðingaskól'anum í Khöfn í janúar f vetur, annar, Steingrímur sonur Jóns sál. Steii|- grímssonar prests í Gaulverjabæ, í rafmagnsfræði, og ifékk ágætiseink- unn, en hinn Hjörtur Þorsteinsson úr Skaftafelissýslu, í byggingaverk- fræði. Hjörtur er nú orðinn 'að- stoðarverkfræðinigur á skrifstofu G. Zoega landverkfræðings, en Steingrímur liefir fengið atvinnu í Noregi. Rekaviður var sóttur héðan á vélbáti norður á Skjaldabjarnarvík á Ströndum til eldsneytis og seldur á 6 aura pundið. ísfirðingar kvað hafa sótt mikið af rekavið á Strandir. Heimspekipróf tóku fyrir fáurn dögum hér við háskólann Egili Jónsson og Helgi Ingvarsson, báð- ir með 1. eimk. Sýnishorn af kolunum á Tjörnesi var sent hingað suður, og telur Gfsli Guðmundsson gerlafræðing- ur, sem rannsóknina framdi, að l)au jafnist á við skozk húskol. Land- stjórnin hefir nú trygt sér námu þessa með saanningum, og verkfæri til kolanáms og brautateinar að sjó væntanlegt þangað bráðlega. Spi'engiefni þegar útvegað, seni nægja mun frarn eftir sumri. Með Sigurði ráðherra fór nú landveg norður maður sá, sem ráðinn er verkstjóri við kolanámið. Er það Jónas Þorsteinisson verkstjóri, sá íslendingur sem mesta reynslu hef- ir í þessum efnum; hefir liann ver- ið í þjónustu námufélags Islands áður. Nokkrir menn eru þegar ráðnir til vinnunnar, en síðan bætt við eftir því sem þurfa þykir. í Tjörnesnámunni eru kolalögin fjög- ur og eitt þeirra alin að þykt. Þeir Jón Þorláksson verkfræð- ingur og samferðamenn hans komu aftur úr kolaranmsóknarför- inni til Dufandals eftir viku burtu veru og liöfðu með sér 10 smálestir af brúnkolum, sem verið er nú að reyna hér í bænum.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.