Heimskringla - 12.07.1917, Blaðsíða 2
HXIMRKBIROLi
WINNIPEG, 12. JÚLl 1917
Við austargluggann
Eltir síra T. J. Bergmann.
18.
Ef guti ræiur.
Flostir af lesendum Heimskringlu
kannast við tímáritið Outlook, &em
er eitt af allraihelztu tímaritum
Bandaríkjanna og kemur út viku-
lega. Aðal ritstjóri þess er öldung-
urinn frœgi og ritsnillingurinn
Lyman Abbott. Hann er líka
prestur og guðfrœðingur og hefir
ritað bækur um guðfræðileg efni,
er þýddair hafa verið á flest tungu-
roál Norðurálfu. 1 Nýju Kirkju-
blaði birti síi'a I>órhailur heitinn
biskup, nokkurar ritgerðir eftir
Abbot, sem rnikið þótti til koma.
Eg var ekki fyrr búinn að lesa rit-
gerð þá, sem hér kemur á eftir, en
eg var tekinn að þýða. Mér íanst
eg þyrfti aið vekja sama fögnuðinn
í hug allra lesenda Heimskringlu,
eins og vaknaði hjá mér við lestur
greinarinnar. Sökum þess set eg
hana hér:
Ef guð ræður, hrí lætur hann
ekki þessa ógurlegu etyrjöld
hætta? Haain gæti þó auðveld-
lcga látið landskjáifa koma og
jörðina svelgja líllan her keisarans,
eins og hún svalg Datan og Abi-
ram. Hann gæti gjöreytt honum
með drepsótt, eins og hann gjör-
eyddi Assýringuin. Þvi ekki það?
Af því guð er ekki einvalds herra.
Hann stjórnar ekki með þeim
hætti. Hann er iýðvaldsguð. Hann
stjórnar mönnum með því að
kenna þeim sjálfstjórn. Að minsta
kosti er guð sýndur þannig í
biblíunni.
Jahve var konungur Gyðinga, en
hann þrýsti ekki drottinvaldi sínu
upp á Gyðinga. Þeir kuru hann
eér til konungs. Hann kallaiði
Móse upp á fjallið og sagði honum
að segja lýðnum, að sá guð, sem
hefði frelsað þá frá Egiptaiandi,
vildi vera konungur þeirra, og þeir
ekyldi vera honum konungsríki,
prestar og heilagur lýður, svo
framarlega þeir vildi þýðast hann
og vera hlýðnir etjórn hans og
halda þá stjórnarskrá (sáttmála),
sem hann legði fyrir þá. Jahve hóf
ekki konungstjórn eína yfir þeim,
fyr en Móse hafði fiutt erindi þetta
ofan til lýðsins og hann hafði
greitt atkvæði um það. Hann var
konungur háður etjómarskrá.
Sambandið milli hans og lýðsins
var ákveðið í þeirri stjórnarskrá.
Þegar þeir brutu hana, dró hann
vernd sína frá þeim. Ef hann hcfði
brotið hana, hefði þeir haft réttinn
til að neita honum um hollustu.
Oftar en eitt sinn spurðu spámenn-
irnir Israelsiýð, hvað Jahve hefði
r
Þessi auglýsing kemur ekki
aftur, notið því þetta
tækifæri nú!
Allra
Síðasta
Tœkifæri
til unnið, aS þeir hirti ekkert um
sáttmálann milli þeirra og kon-
ungs þeirra.
Jesús er nefndur konungur kon-
unganna og lávarður lávarðanna.
Hvernig fór hann með drottinvald
sitt? Hann neytti þess einungks
við þá, sem við það könnuðust.
Þegnar hans voru allir þegnar af
fúsum vilja. Sláanda dæmi, er
«ýnir bæði eðli og víðfeðmi þessa
drottinvalds, félst í viðburði, er
fyrir kom seint á æfi hans.
Til þess að áfellast flokkadrátt
og miskiíð með lærisveinum sínum
út af því, hver væri hinum fremri,
og til að koma þeim í skilning um,
við hvað hann átti með þeirri yf-
irlýsingu sinni, að hver sá, er verða
vildi mikill í ríki hans, yrði að vera
þjónn ailra hinna, gyrti hann sig
líndúk og tók að lauga fætur
þeirrai. Út af því, hvernig þá var
snúið upp og niður á stöðunum,
hrópaði Pétur upp: “Aldrei til
eilífðar skalt þú þvo fætur mína.”
En Jesús neitaði að gefa nokkura
skýringu orða sinna; hann svaraði
einungis: “Ef eg ekki þvæ þér,
erum við skildir að skiftum.” Jes-
ús vildi ekki neyta neins drottin-
valds, nema yfir þeim, er beygðu
sig fyrir drottinvaldi hans; en
hann vildi ekki hafa neina hálfa
eða hikandi hollustu.
Frá Zíon mun lögmál dottins út
ganga, segir spámaðurinn,—það er
að segja, með nærgætni og sam-
vizkusemi skal því verða fullnægt.
Lögmál drottins er lýtalaust, hress-
ir sálina, segir sálmaskáldið. Lög-
málið er ritað í hjörtu mannanna,
segir Páll. Tilgangur lögmáls guðs
er ekki að neyða mennina til göf-
ugrar lífsbreytni, en hann er sá, að
breyta lund þeirra. Fyrir því er
lögmál hans lögmál frelsisins.
Slíkur er Guð, eins og hann er
skiiinn af Gyðingi og kristnum
inanni. Konungsrfki hans er sjálf-
boða konungsríki; þó við séum í
því fæddir, getum við gerst stroku-
menn; séum við fæddir utan þess,
fáum við komist inn. Yið getum
heyrt því til eða ekki, eins og okk-
ur þóknast. Guðs ríki er hið innra
í yður, segir Jesús, eða eins og aðr-
ir lesa, meðal yðar. Báðar geta þýð-
ingarnar verið réttar. Báðar þýð-
ingarnar gera sömu mefgingu. I>að
er meðal vor af því það er hið innra
f oss.
Setjum nú svo, að guð með al-
mætti sínu gjöreyddi þýzka hern-
um. Einu varanlegu áhrifin yrði
þa.u, að styrkja heiminn í þeirri
hugsan, að niátturinn skapi rétt-
inn. Nýr keisari myndi bjóða út
nýjum her. Lýðir jarðarinnar
myndi halda áfram eigingjörnum
stjórnarstefnum sínum, og leita
guðs eins og annars samherja, til
að hj'álpa þeim til að koma fram
vilja sínura. Stríðið, sem stendur
yfir í dag, kyfmi að enda, en heim-
ur inanna og kvenna standa ó-
breyttur.
En nú stendur heimur manna og
kvenna ekki óbreyttur. Heimurinn
er að læra í beiskum reynsluskóla
atriði, sein liann aldrei mun
glcyma.
Heimurinn er að læra lexíu í
þjóða-réttlæti: Helgi rfkja-samn-
inga, helgi laganna, rétt hlutleys-
ingjanna og þeirrra, er ekki bera
vopn; þá staðhöfn, að frumskyld-
ur mannsins við bræður sína eru
óbreyttar af atríðinu.
Heimurinn er að læra að leggja
nýja merkingu í orðið lýðvald —
1 trúarlega merkingu: Tilverurétt
smáþjóðanna, til þess að lifa eigin
Iffi, hugsa eigin hugsanir, að leggja
fram eigin skerf til menningar
heimsins.
Árið 1864 sagði Abraham Lin-
coln: “Það er eins og það á að
vera, að hver yðar geti haft öln-
bogarúm og gott tækifæri fyrir
iðnað, fyrirtæki og mannvit, sakir
þeirrar frjálau stjórnar, sem við
höfum fengið að njóta, — að þið
fáið allir að njóta sömu einkarétt-
indanna í kapphlaupi lífsins, með
öllum þess æskilega og eðlilega
metnaði. Einmitt sakir þessa,
verður að halda baráttunni áfram,
til þess að við glötum eigi frum-
burðarrétti vorum. Þjóðin er þess
verð, að barist sé fyrir hana, til
þess hún fái eignast svo dýrmætan
gimstein.”
Fyrir þetta er það metnaður
mentaðs heims • að berj&st í dag.
í baráttunni er hann að Iæra það,
sem hann kunni ekki áður, — hve
óumræðilega verðmætur gimsteinn
þossi mannréttindi eru.
Hcimurinn cf að eignast nýja
þjóðskiftalund. Þjóðskifialund,
sein æðri er öllum ríkjasanlning-
um og allri stjórnvizku; þjóðskifta-
lund, sem ávalt mun banna hverri
menningarþjóð að segja, að bar-
átta annarrar þjóðar upp á lff og
dauða, komi hlutleysingjanum
ekkert við. Þjóðskiftalund, er
skapar í jijóðarvitundinni þá til-
finningu, 'að engin þjóð fái lifað
sjálfri sér. Þjóðskiftalund, sem
binda mun þjóðir jarðarinnar sam-
an í bræðralag, som æðra er öllum
bræðralögum kirkjukreddanna,
þjóðernanna, kynflokaknna, af því
að hún ber það alt í skauti sér.
Do Toqueville sagði, að munur
væri á milli frelsisástar Frakkans
og Ameríkuihannsins. Frakkinn
elskar frelsið sjálfs sín vegna. Ame-
ríkumaðurinn elskar það líka
vegna náunga síns. Þessi munur
er að brennast í báli styrjaldar
þessarar. Ameríkumenn, Englend-
ingar, Frakkar, ítalir eru að berj-
ast hver fyrir annars frelsi, ekki
einungis fyrir frelsi sjálfra sín.
Heinturinn er að læra af nýju
bæði merkingu og gildi friðarins.
Fyrir þrem árum voru fáeinir heim-
spekingar og mannúðarmenn að
leita eftir einhverri betri aðferð en
strfði til þess að útkljá misklíð
milli þjóða. Tilraunir þeirra voru
skoðaður með kýmniskendu af-
skiftaleysi þeirra manna, er gefa
sig við verklegum stjórnmálum.
Þann dag í dag eru stjónmála-
mennirnir miklu á Rússlandi, It-
alíu, Frakklandi, Englandi og
Bandarfkjunum af mikilli áfergju
f leit eftir einhverri aðferð, er svif.i
sverðið tigninni, sem gcri friðelsk-
andi þjóðum það óhult, að smíða
plógjárn úr sverðum sínum og
sniðla úr spjótum sínum.
Ileimurinn cr að læra af reynsl-
unni helgi fórnarinnar. Hólpinn
fyrir blóð guðs sonar hefir stund-
um verið hræsniinál rétttrúar-
mannanna og einatt haft af hæðni
efagirninnar að skotspæni. En nú
er það að öðlast nýja merkingu í
harmsöguleik þessara tíma. Hern-
aðar skáldsögurnar lýsa þossari
breytingu.
t bókinni: Sarah frænka og stríð-
i« segir ein af persónum sögunn-
ar: “Eg fæ eigi lýst fyrir þér, með
hvílíkri alvöru Filippus frændi,
sem ekki hofir annað gert, en að
fara með alls konar skrípalæti við
okkur eins lengi og við höfum lif-
að, sagði við okkur: “Guð gaf
einkason sinn Og það hafa líka
þessir feður, — já, þessar Maríu-
mæður Ifka. Guð gaf einn son’—
og nú talaði hann með eins konar
skelfingu, sem ummyndaði hann—,
‘Guð gaf einn son, og sumir þess-
ara feðra hafa gefið tvo sonu.”
Það er aiment haldið, að í sög-
unni: Britling sér því borgið, hafi
höfundurinn, H. G. Wells, lýst eig-
in trúarreynslu sinni. Og önnur
bók eftir Wells, sem út hefir komið
síðan: Guð, konungurinn ósýni-
legi, gefur þessari trú nokkurn
stuðning. Eftir að sonur hans hef-
ir fallið í bardaga, segir Britling:
“Hinn sanni guð kristins manns
er Kristur, ekki guð almáttugur;
fátækur, hæddur og særður guð,
negldur á kross efnisins. Einhvem
dag hrósar hann sigri. En það er
eigi rétt að segja, að hann sé orsök
í öllu nú...Endanlegur >§giö, sem
er að berjast eftir sínum mikilhæfu
yfirgripsmikla hætti, eins og við
erum að berjast eftir vorum 1-
stöðulausa, lélega hætti, — guð,
sem er með oss—þetta er kjarni
allrar sannrar trúar.”
Er þetta síðasta orð, sem kristin
trú hefir að segja um guð? Nei.
Dað er ekkert síðasta orð. Wells
ritar margar bækur, og vera má að
næsta bók hans verði ritin til að
sýna oss, að óendanlegum guði er
barátta og fórn eigi ósamboðin.
Þangað til erum við að læra, að
barátta og fórn eru guðrækilegu
lífi voru hér á jörðu nauðsyn. Með
þvf að lifa því lffi, erum við að
þokast nær guði. Við erum að
læra, að kærleikurinn, en ekki
J51
(ð
JO
¥i
<
z
3
u
'O) .wh r*
^ ~ J
&
o «?
«5 «5
1« <L>
c S
it c
S 3
-40
^ ^
c»0
'C -r cq
Z !o
"S O
£ tó CG
6 >
a xo
00 1?!
.5 60
«. V
”aCQ
a .
3 3
oo
3
3
00
&
• mm
C
c
5 S 2
_!? 40
11
t;
o
v
u •
a
SfO
M
=0
Q^
mátturinn, á skilið að fá lotningu
vora; að vér erum guði skyldugir
um hollustu vora, ekki sökum al-
mættisins, heldur sökum alkær-
leikans.
Það er fánýtt að ætla sér að
iialda uppi svörum fyrir guð eða
að réttlæta vegu hans með menn-
ina. En það hjálpar oss til að
skilja það, sem annars er dularfult,
ef við komumst að raun um, að
meiri virðing er borin fyrir orðum
vorum og fyrir réttindum með-
bræðra vorra, meiri virðing borin
fyrir sameiginlegu hugrekki á or-
ustuvellinurn af hálfu boggja að-
ilja, að andi alls herjar bræðralags,
er sameinar, allar þjóðir, játningar
og þjóðerni, að ný tilfinning óend-
anlegs gildis þess lífs, sem lifað er
í þjónustu, og óendanleg vansæmd
þess lífs, sem lifað er f eigingirni,
að skilningur óendanlegrar 'helgi og
hátíðlegvs fagnaðar fórnarinnar hafi
tekið meiri framförum síðustu
þrjú árin, heldur en nokkur þrjá-
tíu, líklega ipeiri en nokkur þrjú
hundruð ár í sögu veraldarinnar.
19.
S
Hvernig blaðamenn
þjóna þjóð sinnL
Blaðamannafélagið hér í Ranada
hélt fund í Toronto fyrir skemstu.
Þriðjudag 19. júní höfðu þeir rit-
stjórakveld. Þar var staddur rit-
stjóri eins helzta blaðs Banda-
ríkjanna, Providence Journal. Heit-
ir hann John R. Rathom. Það var
heldur en ekki fjölment á fundi,
þetta kveld.
Ritstjórinn sagði áheyrendum
hverja söguna á fætur annari af
fregnritum blaðsins, hvernig þeir
liefði Ijóstað upp samblæstri og
glæpsamlegu athæfi Þjóðverja
hvað eftir annað, er þeir hefði ætl-
að fram að koma gegn vinum sam-
herja þjóðanna, eða til að koma í
veg fyrir skotfæragerð. Samt sem
áður sagði hann að eins frá örfá-
um dæmum af öllum fjöldanum;
miklu meira efni hefði verið safn-
að, en hægt hefði verið enn að
færa sér í nyt.
Flestar af sögum þessum gerðust
rétt áður en Bandaríkin skárust í
leik. En upptökin má rekja alla
leið til upphafs styrjaldarinnar
1914. Þá notuðu Þjóðverjar drjúg-
um loftskeyta stöðina í Sayreville.
Blaðstjórnin (Providence Journal)
fann þá upp á þvf snjallræði, að
koma upp tveim loftskeytast’óðum
í grendinni, annari á Block-eynni,
hinni á Judith tanga. Þegar í
byrjun stríðsins var þar tekið að
standa á hleri, til að vita, hvað
sagt væri f Sayreville. Fjórum æfð-
um loftskeytaþjónum var skipað
þar niður, og látnir vinna dag og
nótt.
Þegar safnað hafði verið yfir 100,-
000 skeytum, sem öll voru vandlega
geymd í eldfastri hvelfingu, fundu
menn loks lykilinn að símskeyta-
letrinu, sem notað var á sumum
þessara skeyta. Þar komust menn
að ýmsu, er þess þótti vert að hafa
auga með. Og með þessa vitneskju
voru fregnritar blaðsins sendir út,
til þess að ná sér í stöður á skrif-
stofum konsúlanna þýzku, og ann-
ara, er nefndir voru í skeytunum.
Einum þeirra var komið fyrir hjá
þýzka sendiherranum sjálfum.
Svo miklu efni var búið að safna
með þessum hætti, að nóg var til
25 ára, sagði ritstjórinn. Við höf-
um ekki snert við helmingnum.
Við höfum ekki birt tíunda hlut-
ann. Við mundum hafa birt meira
og meira. En alt í einu varð sá á-
rangur tilraunanna, er vonast var
eftir, og þá varð þess engin þörf.
Ritstjórinn kom öllum til að
skellihlæja, með því að lýsa heila-
búi þýzkra stjórnspekinga sem
grænni tárabólgu. Ávalt væri þeir
að gera eitthvert axarskaft, sem
enginn með reglulegum heila gæti
gert sig sekan um. Af þessu sagði
liann nokkurar sögur, er sýna nokk-
ur dæmi þess, hvernig slungnustu
brögðunum var komið fyrir katt-
arnef, sakir þessa einkennilega
þýzka aulaháttar
Sagan um Werner Horn.
Ein sagan var um þýzkan laut-
enant, Werner Horn, ungan undir-
foringja, er sendur hafði verið til
að sprengja Vanceboro-brúna í
loft upp. Þessi ungi maður hafði
gert sér þá feikna fyrirhöfn, að
safna heilmiklu skeggi. Hann
hafði búist eins og dónalegur,
svakafenginn daglaunamaður,
gömlum lörfum, skitnum skóm,
með slitna gólfdúkstösku í hendi
sér.
En svo kom hann öllu upp um
sig með því að ferðast í skraut-
vagni á járnbraut með beztu lest-
inni, sem fer gegn um Ný-Englands
ríkin. Hann var blettaður. um
leið. Þegar hann seinna var spurð
ur, hvers vcgna hann hefði ekki
ferðast með annars konar lest, sagði
hann, að hann vieri foringi og her-
maður, og þetta væri lestirnar, sem
hann væri vanur að ferðast með.
Sagan um rauðu hjörtun.
Þá var eigi síður gaman að sög-
unni sem ritstjórinn sagði, af ungu
hraðritara-stúlkunni, sem gekk í
þjónustu dr. Heinrich Albert, yfir-
konsúls Austurríkis í New York.
Stúlka þessi hafði enga reynslu áð-
ur í kænskubrögðum og hrekkja-
lómsku Hún var líka bæjalífi ó-
vön. Þegar hún gekk í þjónustu
blaðsins, kom hún utan af lands-
bygðinni, eitthvað 20 mílur frá
Providence. Hún notaði að eins
meðfædda Ný*iEnglands vitsmuni.
Blaðapakka mikinn átti að sepda
til Þýzkalands yfir England á
sænsku skipi, eftir vitneskju, sem
blaðið hafði fengið. Þessi skjöl
tilgreindu nöfn þeirra, er væri er-
indrekar Þjóðverja í Bandaríkjum,
—hver þarfaverk þeir hefði áður
unnið, hve mikið þeim hefði verið
launað, og hve mikið eftir stæði ó-
goldið. Kassa með skjölum þess-
um átti að senda með mörgum
kössum öðrum, er litu út nákvæm-
lega eins, og eigi var unt að sjá að
annað hefði meðferðis, en einhvern
saklausan flutning. Ætlunarverk
stúlkunnar var, að koma ein-
hverju merki á kassann, svo hægt
væri að tína hann úr hinum, þeg-
ar til Englands kæmi.
Hún kom auga á kassann í skrif-
stofu Alberts og misti ekki sjónar
af. Hið sama gerði kafteinn F.
von Papen, þýzkur aðstoðarmað-
ur við sjóliðs stjórnardeifdina 1
Washington, sem endalaust hékk
í kring á skrifstofu dr. Alberts.
Eitt sinn, er stúlkan var að gæta
kassans, settist hún á hann, og
tók að bíta nestisbitann sinn, er
hún hafði tekið með sér. Von Pa-
pen grunaði ekkert og fann upp á
alls konar ásta flaðri við hana.
Tók hann óboðinn að bíta með
henni brauðsneiðamar.
Áður langt leið, var hann tek-
inn að fara með alls konar ásta-
þvaður. Stúlkan latti hann ekki
heldur, en tók rautt ritblý úr hári
sínu og dró feimnislega tvö stór
rauð hjörtu á lok kassans. Von
Papen dró svo sjálfur ör í gegn um
þau.
Kassinn var sendur eins og til
stóð og kom til Falmouth með
Oscar II. og beið þess, að hann
væri rannsakaður. Skipsfarmar frá
Ameríku, sem fara áttu til hlut-
lausra landa, vora látnir halda á-
leiðis, ef ekki hvíldi herbann á
neinu. Stjórnin hafði verið aðvör-
uð. Henni hafði verið sagt frá
kassanum með hjörtunum tveim
og örinni. Það varð enginn vandi
að þekkja hann úr hundrað öðr-
um.
“Og samt eiga engir skarpskygn-
ir menn að vera til, nerna Þjóð-
verjar,” sagði ritstjórinn.
Sagan um ferðatöskuna.
Eitt sinn var fregnrita ílaðsins
skipað að hafa gætur á ferðuih dr.
Alberts sjálfs. Það sást, að hann
fór inn í leðurvörubúð og keypti
þar ferðatösku. Hann skildi hana
eftir til þess að fá íangamarkið
sitt sett á hana. Fregnritinn kom
þá með aðra tösku og skildi hana
þar eftir, til að vita, hvort honum
geðjaðist að fangamarkinu á
töskunni, sem rétt var búið að
biðja um. Daginn eftir kom hann,
sá fangamark Alberts, tók töskuna
burtu og lét setja á fangamark í
annari búð.
Seinna fóru þeir með loftbraut.
Urðu þá ryskingar nokkurar i
framenda vagnsins. Stóð þá dr.
Albert á fætur, til að sjá hvað um
var að vera. Meðan hann vaf
brottu, hafði fregnritinn, er sat í
sætinu fyrir aftan hann, skifti á
töskum. óþarft er fram að taka,
að ryskingarnar voru af völdum
aruiarra blaðamanna, sem voru í
verki með. Heinrich (dr. Albert)
fór út með skakka tösku og varð
ekki var við tjónið, fyr en tveim
dögum síðar. Þá kærði hann fyr-
ir lögreglunni, að skifti hefði ver-
ið höfð á töskum. En þá var það
of seint.
Það, sem í töskunni fanst, var
birt í blaðinu. Og það varð orsök-
in til þess, að barón Konstantín T.
Dumba, sendiherra Auj/turríkis og
ríkisskrifari, var sendur heim til
Austurríkis áður vikan var liðin.
tb * ■’>»m '■'■vijea
Sagan um skrifara Bernstorffs.
Mesta hættuspilið í öllum þess-
um æfintýra-bálki fregnrita-hóps
Journal-blaðsins, var þó það, sem
sá fregnritinn hafði á hendi, er
kom sér fyrir hjá þýzka sendiherr-
anum, von Bernstorff greifa, sem
einkaritari hans. í seytján mán-
uði duldist hann, þjónaði tveimur
herrum, og lét blaðið stöðugt vita,
hvað þýzki sendiherrann hafði
fyrir stafni. Blaðið lá á þeirri vitn-
eskju, eins og ormur á gulli, unz
það hafði öll spilin á hendi. En
(Framh. á 3. bls.)
--------------------->
GISLI G00DMAN
TlSSMIBtR.
VerkstœtU:—Hornl Toronto St. og
Notre Dame Ave.
Phone Hrlmtlla
Garry 2»KS Garry 8M
________ J
J. J. BILDFELL
FASTEIGNASALI.
Lnl«. Ba.k 5th. Flaor Na. BM
Salur hú« os lóBlr, o* anntt >»r »S
lútandi. trtvegar penlngalús e.fl.
Pho»e M»I» 2(185.
V--------------- 1
TH. JOHNSON,
Úrmakari og Gullemiður
Selur giftingaleyfisbréL
Sérstakt athygli veitt pöntunum
og viötjöröum útan af landl.
248 Main St. - Phone M. (606
1. 3. Swamon H. G. HlarlkMOB
J. J. SWANS0N & C0.
FAJTEIGNA5ALAR 08
prnla»a alSl.r.
Tal.lml H»ln 2(»T
Cor. Portay. »nd 6»rry, Wt>il»«|
MARKET HOTEL
Hl Prl»r eaa Street
i. nótl m&rkaStnnm
Beitu vtnföns, vindlar og »S-
hlynlnr *ÓS. Islenkur veltlnca-
maöur N. Halldóra.on, leiSboln-
ir Islendlngum.
P. O’COJtlNKL., Eigandi Wliilpef
Arni Anderson E. P. Garland
GARLAND & ANDERSON
LÖGFRÆBINGAH.
Phone Maln 1661
S91 KlBctric Railway Ch&mbora.
Talsimi: Maln 6302.
Dr. J. G. Snidal
TANNLÆKNIR.
614 SOMERSET BLK.
Portage Avenue. WINNIPEG
Dr. G. J. Gis/ason
Phjslelnn and Surgeon
Athygli veitt Augna, Eyrna og
Kverka SJúkdómum. Ásamt
innvortis sjúkdómum og upp-
skuröl.
18 South 3rd St., Grnnd Porte, N.D.
Dr. J. Stefánsson
401 BOYD BIIILDING
Hornl Portage Ave. og Edmonton St.
Stundar elngöngu augna, eyrna,
nef og kverka-sjúkdóma. Er aB hitta
frá kl. 10 tll 12 f.h. og kl. 2 tll 6 e.h.
Phone: Main 3088.
Helmlll: 106 Ollvta St. Tale. O. 2316
Vér höfum fullar blrgblr hreln- F
ustu lyfja og meDala. KomlD A
meö lyfseíla yöar hingal, vér f
gerum meöulin nákvæmlega eftlr A
úvísan læknislns. Vér sínnum f
atansveita pöntunum om seljum Æ
giftingaleyfi. : : : : F
COLCLEUGH & CO. *
Dimf & Skerbrovke Iti. f
Phon* Garry 2690—2691 A
A. S. BARDAL
selur ilkklstur og annast um út-
farir. Allur útbúnabur sá bestl.
Ennfremur selur hann allskea&r
mlnnlsvaröa og legstelna. s :
613 8HERBROOKE ST.
Pkoae G. 2152 WINNIPEG
AGRIP AF REGLUGJÖRB nm
heimifisréttarlÖBil í Canada
og NorSvestnrlandinH.
Hver fjölskyldufaölr eöa hver karl-
maöur sem er 16 ára, sem var breskur
þegn I byrjun strlöslns og hefir verl»
P*ö siRan, e3a aem er þegn Bandaþjéö-
anna eöa óháörar þjóöar, getur teklS
heimllierétt á fjóröung úr sectlon af ó-
teknu etjórnarlandl i Manltoba, Sas-
katchewan eöa Alberta. Umsaekjandl
v.röur sjálfur aö koma 4 landskrlf-
stofu stjórnarlnnar eöa undlrskrlfatofu
hennar I þvl héraöi. 1 umboöl annars
Rkyldari—Sex mánaöa ábúö og raektua
má taka iand undlr vissum skilyröum.
l&ndslns á hverju af þremur árum.
ungl eectlonar meö fram landi slm
Verö: »3.00 fyrlr hverja ekru. Skyldui
Sex mánala ábúö á hverju hinn
næstu þrlggja ára eftlr hann hef!
hlotlö elgnarbréf fyrlr helmillaréttai
landl sinu og auk þess rwktaö f
ekrur á hlnu setnna landl. ForVaup:
réttar bréf getur landneml fenglö ui
ielö og hann fær heimlllsréttarbréfil
en þó meö vlssum skllyröum..
T.andneml, sem fenglö heflr helmlll;
réttarland, an getur ekki fengiö foi
kaupsrétt (pre-emption) getur keyi
heimllisréttarland I vissum héruöun
Verö 63.00 ekran. Veröur a6 búa
landlnu sex mánuöi af hverju af þrerr
ur árum, rækta 60 ekrur og byggja hú
sem sé $600.00 viröi.
I>elr sem hafa skrlfaö slg fyrlr helm-
lllsréttarlandl, geta unnlö landbúnaö-
arvlnnu hjá bændum I Canada áriö
1917 og tlmi sá relknast sem skyldu-
tlml á landl þeirra, undlr vlssum skll-
yröum.
T>egsr stjórnarlðnd eru auglýst eöa
tllkynt á annan hátt, geta helmkomnlr
hermenn, sem yerlö hafa I herþldnustu
erlendls og fsnglö hafa hslöarlega
lausn, fenglö elns dags forgangs rétt
tll aö skrlfa slg fyrlr helmlllsréttar-
landl á landskrlfstofu héraöslns (en
ekkl á ondlrskrlfstofu). Uatisnarbréf
veröur hann aö getr sýnt skrlfstofu-
stjðranum.
W. W. CORT,
Deputy Hlnister of the Interior.
BIÖW, aem flytja anglýslngu þessa I
halmlldarleysl, fá enga borgam fyrtr.
V.