Heimskringla - 12.07.1917, Blaðsíða 3
WINKIPEG, 12. JÚLl 1917
HIIMBKRIKGIA
«r tfminn kom, var Bernstorff
«m leið fallinn f algera ónáð.
3>egar er Bandaríkin lýstu strlði
Austurríki á hendur, varð einka-
Titarinn húsbónda sínum sam-
terða út á skip. Þar nam hann
samt staðar.
“Plýttu þér,” sagði Bernstorff, er
emga átti von þess, að hann hefði
verið blektur; “þér eruð að verða
-eftir af bátnum.”
“Eg held mér sé óhultara hérna
megin,” sagði íregnritinn bros-
andi.
'William Jennings Bryan.
Allir muna eftir friðar fimbul-
íambi Bryans f byrjan ófriðarins.
Blaðið, sem hér er um að ræða,
kom upp um hann. Það vildi svo
til , að maður frá blaðinu, var
beyrnarvottur að samtali milli
Bryans og Dumba, sendiherra
Austurrfkis. í viðtali þessu lofaðist
Bryan til að hafa áhrif á Wilson
lorseta, að hann héldi því fram, að
borgarar Bandaríkja skyldi alls
ekki sigla um höfin með skipum, er
ílytti skotfæri. Til launa skyldi
Býzkaland hætta kafbáta hernað-
iiium.
“Skiftið yður ekkert af forsetan-
um, honum er engin alvara,’ heyrð-
kst Bryan segja, og átti þá við
stjórnarávörp Wilsons.
Blaðið prentaði samnings skil-
yrðin, sem þarna voru gerð, og um-
iaæli Biyans að fullu. Árangur-
inn varð sá, að Bryan gat ekki
neitað sögunni, og var hrundið úr
Táðuneyti Wilsons.
Sagan af Emiliu litlu.
“Yið unnum cins og í þoku og
tnyrkri fyrstu níu mánuðina, er
Tið vorum að fást við þessar upp-
Ijóstranir,” sagði rit^jórinn. “Eng-
inn vildi trúa okkur. Stjórnin var
aðgerðalaus í sambandi við þær.
L«ks fór eg til forsetans og spurði
hann:
“Haldið þér að fólk, sem einu
sinni hefir dáið, hverfi til lífsins
aftur?” “Nei, fráleitt,” svaraði
Wiison, “það held eg ekki.” I>á
*ýndi eg honum skeytin, sem send
höfðu verið yfir Sayreville um
Emiliu litlu. “Emilia litla” var
partur af leynistafrófi. Skeyti þessi
sögðu stundum frá dauða hennar,
etundum frá smáatvikum við jarð-
arför hennar. En hið furðulega
var, að Emilia lézt eins oft og níu
íinnum á einni viku. Nú varð for-
setinn sannfærður. Stjórnin setti
heilan lióp manna til að finna lyk-
ilinn að leyni-ritan þessari og fara
með skeyti þúsundum saman, sem
skeytafróðir menn í þjónustu
biaðsins höfðu ritað upp af loft-
skeytum á íerð til Þýzkalands.
Þrem dögum eftir Du Pcnt
sprenginguna í Delaware, þar sem
31 manns létu lífið, sátu þeir Boy-
Ed, þýzkur herroála aðstoðarmað-
ur f Washington, og kafteinn F.
von Papen i gistihöll og hringdn
glösurn við mennina. sem látið
höfðu sér hepnast, að koma þess-
ari Du Pont sprengingu til leiðar.
En í næsta herbergi sat Journal-
fregnriti við mál-ritvél og gat sagt
frá öllu orðrétt.
Engir þjóna þjóð sinni af meiri
alúð og skarpskygni en góðir
blaðamenn Góð blöð eru þjóð-
«nna vakandi samvizka í allar átt-
fr. Þau eiga að standa á verði á
nóttu og degi, til þess að draga
það fram í dagsljósið, sem skríða
vill í myrkrinu og verða þjóðar-
sálinni að meini, eða jafnvel bana.
Slík blöð eru hverju þjóðfélagi
hin mesta gersemi. Svo vildi
Heimskringla þjóna því litla
hiannfélagi, sem hún heyrir til.
Vera svona vakandi, svona glögg-
fikygn, svona hreinskilin, svona
opinská og einörð.
En eitt er að vilja, annað að
framkvæma.
Millíóna-arfurmn.
Eftir C. B. Russin.
Jón P. Isdal, þýddi.
v--------------------------------/
"‘Hvernig getur þú hugsað þér,
Sim Barker, að eg muni nú vilja
giftast þér, þegar eg ætla mér á
stað til Lundúnaborgar á morgun
að taka á móti öllum þeim undr-
hm af peningum, sem eg á að erfa?
I>egar eg verð svo rík, mun eg auð-
vitað liaga lífi mínu upp á alt
hnnan máta.”
Það var hin unga, mjög svo iríða
cLkja eftir herra Marton, sem sat
hieð litia drenginn sinn f fanginu,
°g sem talaði svo fráhrindandi við
hinn djarflega verkamann, er stóð
fyrir framan hana.
“Þú færð nú máske peninga, og
®f til vill færðu þá ekki,” svaraði
Sim Barker rólega. “Þeir eru til,
®em halda að þetta sé heimska.
Og nú hefir þú rokið til og selt
olt fast og laust.”
“Já, alt sem eg hafði hér,” svar-
»ði Celinda. “Og þö það sé nú
kýrin og svínshvolpurinn, þá eru
þau farin. Jack litli grét út af
svfnshvolpnum; en svínShvolpur-
inn og kýrin urðu að fylgjast að,
þau voru svo góðir vinir, enda
keypti sami maður þau bæði.”
“En setjum nú svo,” hélt Sim á-
fram, “að það sé engin heil brú f
þessari sögu um miljónirnar, hvað
ætlar þú þér þá að gjöra alein f
Lundúnum?”
“í>að er ómögulegt; eg get
hreint ekki hugsa.ð svo. Það er á-
reiðanlega alt, eins og það á að
vera. Það var svo nákvæmlega út-
listað í fréttablaðinu, svo það er
ekki um neitt að villast, að þarna
er geymdur miljónaarfur, sem bí5-
ur þess, að enhver sannur Fraser
komi og sæki 'hann.”
“Já, það getur nú verið. En er
það vissulega alvara þín, að ætla
þér að brúka alla þá peninga, sem
þú átt, til þess að sækja þessar
miljónir? Ert þú máske viss um,
að þú sért erfinginn?”
“Hvort eg er nú viss um það?
í>ú ert sannarlega óþolandi, Sim.
Var þó ekki faðir afa mfns fædfeur
Fraser, og hefi eg ekki f höndum
öll skírteini, sem sanna, að eg er
komin út af Fraser frá Ochiltree?
Eg þarf ekki annað, en að krefj-
ast peninganna, þá fæ eg þá. Ef
að þeir koma með mótbárur, skal
eg áreiðanlega neyða þá til að aft-
urkalla þær, því eg hefi skilríki
mín f góðri reglu.....Og eg verð
bara tvo daga í Lundúnum. Eg
hefi ákvarðað, að koma strax
heim aftur og kaupa méf þá stórt
hús í bænum.”
“Ætlar þú að fara með Jack
litla mcð þér?”
“Já, auðvitað; heldur þú að eg
muni fara án hans?”
“En þú viit ekki fara með mig?”
“Att þú við, að eg taki þig mcð
mér til Lundúna, eða að eg skuli
giftast þér?”
“Hvorutveggja.”
“Nei, góði Sim! I>ú sæmir víst
ekki fyrir Fraser miljónirnar.”
“Þú ættir ekki að vera svo hreyk-
in, Celinda. Þú spillir að eins fyr-
ir þér með þótta þínum. Fólkið
hérna í kring er glatt yfir því, að
þú skulir fara.”
“Nei, er það svo?” Hin myndar-
lega ekkja horfði á hann með
tignarsvip og hennair dökku, fögru
augu tindruðu. “Og þú, Sim?
Þú—þú ert þó ekki glaður?”
“Sérðu tréð þarna?” spurði
hann og benti á gamla álmviðar-
eik, sem var rétt að scgja fast við
hið litla snotra hús Celindu, er
hún hafði nú selt. “Þegar þú
kemur til baka, þá getur þú fund-
ið mig þar, og eg skal bfða þfn
undir þessari áimviðarhríslu. Það
var bara þetta sem eg ætlaði að
segja.”
Þessum orðum sfnum lét hinn
ungi maður fylgja þess leiðis
augnatillit, að það neyddi hina
ungu ekkju til að horfa niður fyr-
ir sig, en ekki á hann.
“Farðu nú,” sagði hún; “ef mig
vanhagar um þig, þegar eg kem
til baka., vil eg biðja þig um fyr-
irgefningu.”
“Það er ágætt,” svaraði hinn ó-
forbetraði Sim; “meira krefaf eg
ekki af þér. Og sjáðu svo hérna,”
hélt hann áfram og tók umslag
upp úr innri brjóstvasanum á
treyju sinni. “Hér er bréf, sem þú
verður að vera svo góð, að taka
með þér.”
“Til hvers er það?”
“Það er til vel þekts lögmanns
hér frá Canada, sem nú býr í
Lundúnum; lögmanns, sem eg
þekki vel. Hann heitir Hiram
Gouid, og eg hefi sent honum 50
doliara og beðið hann að hjálpa
þér.”
“Og þú hefir vogað þér að gjöra
það?”
“Já, eg hefi nú gjört það, þar
sem eg sem sagt hugsaði, að þú
myndir ekki vilja taka mig með
þér. Og einhvern verður þú þó að
eiga vísan, sem að hugsar um það,
að lijálpa þér til hins rétta.”
Celinda varð hrærð. Og innst f
sálu sinni þótti henni vænt um
Sim og virti hann eins og hann
virti hana. En hugsanirnar um
miljónirnar höfðu ruglað hana svo
og komið henni til að lfta niður á
beztu vini sína. “Þú meinar víst
gott með þessu, Sim,” sagði hún,
“en þú ert hræðilega heimskur.”
“Eg er þó ekki heimskari en
svo, að eg get séð að þú ert hin
fegursta stúlka í öllum Ottawa-
dalnum.”
“Þetta mátt þú ekki segja; eg er
þó ekki stúlka, Sim, heldur ekkja.”
“Ef óskir mínar 'hefðu getað
gjört þig að ekkju, þá hefðir þú
verið það miklu fyr. Hann var
heimskur náungi.”
“Það var hann,” ansaði Celinda
stillilega. “Það eru næstum því
allir karlmenn, og þess vegna vil"
eg svo mjög eiga peninga, til þess
að vera þeim óháð. En veizt þú
það, Sim, hver það *r, sem hefir
keypt húsið?”
“Nei; það veit eg ekkert um.”
“Þegar eg kem til baka, þá skalt
þú fá að stjórna einni af eignum
mínum, því eg er að hugsa um að
að kaupa nokkrar eignir.”
“Eg vil heldur stjórna þér,” svar-
aði Sim. “En heyrðu mig- Celinda,
þú tekur upp á þig margs konar ó-
þægindi, sem þú hefðir getað ver-
ið alveg laus við.” Það kom kipr-
ingur á varimar á Sim.
“Þegar mig vantar þig til þess
að losa mig við óþægindin, skal
eg segja þér til,” sagði hún reig-
ingslega, hneigði sig f kveðju
skyni og fór inn með hinn sofandi
dreng sinn.
1 landþorpinu og öllu umhverf-
inu gjörðu menn ekki annað, en
að tala um þessar Fraser mlljónir.
Fólkið ræddi um þær, ungir og
gamlir, úti og inni, og menn höfðu
auðvitað mestu ánægju nautn
af því.
Það var stór hópur, en ekki sér-
lega góðvlldarlegur hópur, sem
safnast hafði á hafnarbrúna, l>ar
sem gufuskipið lá vlð, hinn næsta
dag, til þess að sjá Celindu fara.
Flestir trúðu ekki með þennan arf.
En sjálf leit hún út fyrir að vera
himinglöð og svo aðlalðandi, að
sjálfur ritstjóri dagbiaðsins í bæn-
um, sem annars var 'harðneskjan
sjálf, bauð henni að taka Jack
litia að sér, þar til hún kæmi til
baka. En Celinda þáði ckki boð-
ið og var mjög kuldalega fráhrind-
andi gagnvart sínum gömlu vin-
um; var líka óánægð út af því, að
Sim fylgdi henni til Montreal.
Daginn þann, sem gufuskipið,
er átti að flytja hana til Evrópu,
seig í hægðum sínum út frá höfn-
inni, og þegar hún einatt daufara
og daufara sá glóra í hið veður-
tekna andlit Sims, þá gægðist það
upp í huga hennar, að hún í raun
og veru elskaði hann 1 langt fram
yfir allar miljónirnar, og að hugs-
unin um alla þessa peninga hefðu
gjört hana drambláta, svo að hún
fældi liina beztu vini frá sér. Alt
í einu fanst henni hún vera svo
einmana og óhamingjusöm, að
jafnvel hugurinn um það, að
bráðum gæti hún keypt alt, sem
hugurinn blési henni í brjóst, gat
nú ekki huggað hana. Og hefði
Sim nú staðið við hliðina á henni,
hefði hún efalaiust flogið honum í
fang og beðið hann að taka bæði
sig og Jack aftur til baka til hins
ánægjulega heimilis, sem henni
hæfði. Og eins og nú var komið,
hafði hún ekki annað að gjöra, en
að fara með litla drenginn sinn
inn í skipslierbergi sitt, til þess að
gráta sig þreytta.
Brátt var það orðið hljóðbært
um alt skipið, að hún væri erf-
inginn að Fraser miljónunum. Hin
sfðast liðnu tvö ár hafði Celinda
nákvæmlega rannsakað ættartöl-
una, og í þeirri skrá af sönnunum
voru engar eyður, sem hún gat
framvísað. Það var árið 1750, að
elzti sonur Frasers frá Ochiltree
flutti til Canada. Þegar faðir hans
dó, hafði hann ekki gefið sig f
ljós, til þess að kalla eftir arfi sín-
um, og þess vegna hafði hann ver-
ið geymdur í bankanum öll þessi
ár og marg ávaxtast. Eitt af blöð-
unum í Montreal kvað sjóð þenna
nú vera orðinn fjórar miljónir
punda sterling. Celinda gat nú
að eins sótt þær, -þ©gar hún hafði
sannað hver hún var, og svo kom-
ið til baka og haft einlæg sam-
kvæmi. En sem sagt, þegar skipið
var undan Quebec, hefði 'hún helzt
gefið allar miljónirnar fyrir að
kasta sér í fangið á Sim, og ásamt
með honum og Jack að fara aftur
til baka heim til sin. En hún fékk
brátt vald yfir þessari litlu veikl-
un sinni. Jack litli lét í ljós mikla
velvild á skipstjóranum og vildi
endilega fá hann til að “kyssa
mömmu”, en sú uppástunga varð
þess valdandi, að Celinda roðnaði
alveg upp í hársrætur.
Skipstjórinn varð einnig utan
við sig og greip tækifærið til þess
að segja frá því, að hann væri gift-
ur og ætti líka ofurlítinn dreng-
snáða.
Aður en skipið kom til Liver-
pool var Celinda fjórum sinnum
búin að hryggbrjóta yfirstýri-
manninn, og að minsta kosti eins
mörgum sinnum undirstýrimann-
inn. En samt sem áður bar eng-
inn af þessum þremur mönnum
kala hvor til annars. Stýrimenn-
irnir vorkendu bara skipstjóran-
um, að hann var giftur maður og
gat ekki tekið þátt f samkepninni.
“Ef að ekkjan tekur far með okk-
ur til baka,” sagði yfirstýrimaður-
inn, “þá getum við byrjað aftur að
biðja hennar, þar til hún verður
leið á því og tekur öðrum hvorum
okkar.”
Sim Barker gekk inn í hið litla,
snotra hús, sem áður hafði til-
lieyrt Celindu, og hann horfði í
kring um sig með auðsærrl á-
nægju. Alt þar inni var í sömu
röð og reglu, cins og þegar Celinda
fór af stað til að sækja þessar
nafntoguðu fjórar miljónir. Vagg-
an hans Jack litla stóð viðruð og
snotur f einu horninu í stofunni,
og eins og f draumi kom Sim við
hana, svo hún fór að rugga. Nokkr-
ar fagrar myndir glönsuðu þar á
veggjunum í gullnum umgjörðum,
ag sjálfir höfðu veggirnir verið
fóðraðir með nýjum pappfr og í
eldhúsinu var alt skfnandi hvftt
og nýþvegið. Þjónustu stúlkan
var klædd í nýjan kjól, sem Sim
hafði gefið henni, og litla svínið
hennar Celindu, sem hún hafði
selt ásamt húsi og öðrum dýrum,
hafði fengið sér bað og glansaði
nú af hreinindum og eftirvæntingu
um, að Jack myndi nú koma og
leika við það. Hin svartskjöldótta
kýr stóð vel södd og hirt við jöt-
una, og sleikti svartskjöldóttan
kálf, sem hún hafði átt, eftir að
Celinda var farin. Um hálsinn á
kálfinum var glófögur gjörð og á
hana grafið nafnið “Jack.”
“Sjáum til, nú er alt í lagi,” sagði
Sim og fór út á svalimar. “Bara
að presturinn og frú hans yrðu nú
svo góð, að koma nógu snemma.
Celindu höfum við hér jafnskjótt
og dimt er orðið, og enginn þarf
að stinga nefinu f neitt.”
Hann tók upp úr vasa sínum
símskeyti það, sem elnn af
umboðsmönnum hans í Montreal
hafði sent honum. Hann las það
aftur og brosti. Svo leit hann upp
og hlustaði. Hann heyrði gufu-
skipið blása og vissi, að nú var
gufuskipið að skríða að bryggj-
unni.
“Veslings Celinda,” sagði hann
við sjálfan sig, “eg veit ekki hvort
l>að er rétt að neyða hana inn í
þetta á þennan hátt. Henni finst
víst hún vera mjög mædd.”
Hann gekk niður tröppumar og
tók sér stöð hjá gamla álmviðar-
trénu.
“Ert þú þarna, Sim?” hljómaði
alt í einu þægileg rödd nokkur og
prcstskonan kom upp að trénu
þar sem Sim stóð.
“Já, það gctur þú reitt þig á,
frú,” sagði Sim brosandi. “En mér
finst eg eitthvað svo eyðilegur til
reika.”
“Þú vcrður að vera sannarlega
góður og ástúðlegur gagnvart
henni, góði Sim; heyrirðu það.
Sörrfi ást er aldrei höst eða óvin-
gjarnleg.”
Sim hneigði höfuðið alvarlegur.
“Þú getur reitt þig á það, að eg
skal vera góður,” sagði hann. “Er
herra presturinn nú þegar kom-
inrt.” spurði hann svo og benti í
áttina að lampa, sem lýsti upp
dagstofuna.
“Já það er bann, Sim, og hann
cr svangur; þú mátt því ekki
draga neitt á langinn, meira en í
hæsta máta er nauðsynlegt.” Og
hin smávaxna vingjarnlega frú
trítlaði inn í stofuna, þar sem
maður hennar var allareiðu fyrir.
Siin stóð eftir við álmviðareikina
og augnabliki síðar kom spengileg
vera í ljós í hálfrökkrinu. Hún bar
böggul undir handleggnum og
færðist eins og uppburðarleysislega
heim að hinu snotra húsi. í augna-
blik stóð hún og horfði á hina
upplýstu glugga um leið og hún
grét þegjandi tárum. Svo sneri
lnin sér við, til þess að fara þaðan.
En um leið vaknaði Jack litli og
fór að gráta.
“Eg myndi ekki fara, ef eg væri
þú, Celinda,” sagði Sim blíðlega.
Celinda rak upp ofurlítið hljóð
og gráturinn yfirbugaði hana aft-
ur, en hún reyndi að kæfa hann
niður.
“Mig—-mig langaði bara til að sjá
það einu sinni enn þá...., en eg
hefði átt að vita það, að þú værir
hér, Sim.”
“Sjálfsagt,” svaraði Sim rólega.
“Var það ekki það sem eg sagði
þér síðast?”
“Þeir hlógu bara að mér, þar
fyrir handan,” kveinaði Celinda.
“Eg fór á Englands bankann í
fylgd með herra Gould. Við fór-
um þangað í sjálfhreyfivagni, eins
og eg væri ríkiskona; þú skilur
það, að eg var svo handviss um
þessar miljónir, og því fanst mér
það ónauðsynlcgt að vera að spara.
Þegar við komum í bankann,
gjörðu þeir að vísu engar athuga-
semdir í tilliti til ættleiðslu minn-
ar. En sagan var sú, að það voru
engir peningar inni á bankanum
þessu nafni tilheyrandi, uppá-
stóðu þeir, og þar var enginn, sem
vissi, hvað orðið hefði af arfinum.”
Hún sneri sér undan og grét á-
kaflega.”
“Hvað befir þú nú ijiugsað þér
að gjöra við sjálfa þig, Celinda?”
“Ó, eg veit ekki; eg verð að fara
héðan; eg á enga vini framar, og
eg á það heldur ekki skilið; eg
hefi sjálf hrakið þá frá mér—eg er
mest hrygg vegna Jacks litla.”
“Eg skyldi ekki fara í burtu,
væri eg í þínum sporum, Celinda.
Þarna stendur nú þitt eigið hús
og bíður eftir þér, uppfægt og til
reiðu að taka á móti sfnum gamla
eiganda.”
“Mitt—eigið—hús!”
“Areiðanlegt.” Sim tók Jack af
hennar þreytta handlegg. “Þitt
eigið hús, Oelinda. A eg ekki að
bera þetta litla skinn inn fyrir
þig?”
“Eg hefi þó selt húsið.”
“Já, það veit eg; en svo keypti eg
það aftur handa þér. Þú þarft
ekki að þakka mér,” sagði Sim.
“Þú!—Hefir þú?” Hún fór á
knén ofan I grasið við fætur hans.
Sim lyfti henni upp og lét hana
styðja sig við girðinguna. Hann
setti Jack niður á grasið og fór
hann strax að leika sér þar.
“Eg skal fara minn veg, ef þér
þykir ekkert vænt um mig,” hvísl-
aði hann hrygðarlega. “Eg vH að
eins segja þér það, að presturinn
og frú hans eru þarn* inni til að
segja þig velkomna til baka.
Reyndu svo, Celinda, að herða þig
upþ.”
“Góði, góði Sim! Getur þú fyrir-
gefið mér? ” sagði hún í hálfum
hljóðum, þegar hann hafði reist
hana á fætur, og hún tók um háls-
inn á honum og kysti hann feimn-
islega. “Eg hefi verið svo slæm og
óvingjarnleg við þig og farið svo
smánarlega með þig.”
“Ha, ha, Celinda, þú hefir kyst
mig—mig! NÞá er alt gott.”
Hann tók Jaek litla upp í fang-
ið og lciddi hana með sér inn f
húsið, meðan hún var að þurka
af sér tárin.
Presturinn og kona hans tóku
á móti þeim f húsdyrunum, og
Celinda meðtók lukku og heilla-
óskir þeirna, og var hún þá bæði
ánægð og á sama tíma einurðar-
lítil.
Eins konar blær af heimilisá-
nægju og af friði andaði á móti
Celindu, þegar hún gekk inn í
hina litlu stofu, við hliðina á Sim,
en hann hafði barnið hennar á
handlegg sínum. Gll sorg var
rokin á burt.
“Það er máske eins gott, að þú
vígir okkur saman í hjónaband
nú strax, herra prestur,” sagði Sim,
þegar hinar fyrstu hjartanlegu
heilla óskir voru hjá liðnar. “Svo
förum við undir eins að kvöld-
verðarborðinu, þegar athöfninni
er lokið.”
Það var orðið nokkuð áliðið,
þegar presturinn og kona hans
kvöddu hin nýgiftu hjón. Kvöld-
ið var hlýtt og kyrt, og stjörnurn-
ar skinu svo skært niður á hin
ungu hjón, sem stóðu á svala-
tröppunum og kölluðu hin ,síð-
ustu kveðjuorð og ósk um góða
nótt til prestshjónanna. Svo lok-
aði Sim hurðinni og þau gengu
aftur inn í stofuna, þar sem Jack
litli lá og svaf vært og rólega í
gömlu snotru vöggunni sinni. Og
meðan þau stóðu þar og horfðu á
hið hraustlega smáa andiit og
hinar smáu bústnu hendur, tók
Sim utan um hina mittisnettu
Celindu og hún lagði höfuð sátt
ástúðlega upp að brjósti hans
Söngsamkomur vestur í Saskat-
chewan.
Þær Mrs. P. S. Dalmann, eöng-
konan góðkunna hér f bænum, og
ungfrú María Magnússon, hafa á-
kveðið að halda söngsamkomur á
eftirfylgjandi stöðum, sem hér
segir:—
Foam Lake, mánudag 16. Júli.
Leslie, þriðjudag 17. Júli.
Elfros, miðvikud. 18. Júli
Mozart, fimtudag 19. Júli.
Wynyard, föstudag 20. JúlL
Somkomur þessar verða auglýstar
þar vestra í blöðhnum og nánar
hér í næsta blaði.
:: Colyin & Wodlinger j;
* * i — i ......-......... ■< -
LiveStockCommissionBrakers ;;
- • —————————— ,,
; Room 28, tJnion Stock Tards ;;
Winnipeg, Canada
A. I. WODLINGER
;; Residence Phone: Main 2868 £
F. J. COLVIN 4
Residence Phone: Ft.R. 2397
•»♦♦♦♦»♦♦♦♦♦»»»♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Fullkomin °»meíf
1 annlœkning b#rgun
en annarstaðar.
Dr. J. A. MORAN
Denfral Specialist
Union Bank Chambers,
Saskatoon, Sask.
EF >0 FERÐAST í SUMAR
FAKÐU M Kf> CANADIAN NOHTHKKN BKAUTINNI
KYRRA HA FSSTROND
Sérttðk lumar-farbréf tll
VANCOUVKR, VICTOKIA, NEW WKSTMINSTF.R, SEATTLK,
FORTLAND, SAN FRANCISCO, LOS ANGRLKS, SAN DIKGO
Til sölu frá 15. júní til 30. september.
Gllda til 31. Október—ViCstaba á leibinni leyftj.
Sérstök farbréf til
NorSnr Kyrrahafa ntraadar
Júní: 25., 27., 30—Júlí: 1. og 6.
í tvo mánutli.
Sérstök farbréf til
Jaaprr Park oa Monat Kobaoa
15. Mai tll 30. Sept.
TIL AUSTUR-CANADA
HrtaKfrrtJ t 60 d»Kum. Samar-fertJlr.
Farbréf frá 1. Júní til 30. September
Standard raflýstlr vagnar. Sérstök herbergi og svefnvagnar alla
_____lelti veatur atJ fjöllum og hafi og austur tll Toronto.
Bækllngar og allar upplýsingar fúslegra gefnar af öllum umboös-
mönnum Canadian Northern félagsins, etJa af
R. CRKKLMAN, G.P.A., WrianlpeK, Man.
n»/ • Vír borgum undantekningarlaust
Kjomi h*sta verð. Flutningabrúsar lagflr
ttl fyrir heildsöluverð.
Saetur og Súr Fljét afgreiðsla, géð skll #g kur-
V ~ J-m teis framkoxna er trygð saeð þvl að
IveyDtur versla við
AlLVJ SJETUR OO S«R
DOMINION CREAMERY COMPANY
Winnipeg og Ashern, Manitoba
»♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦-»■♦♦♦♦-»♦♦♦♦■♦♦♦♦-»•»■»♦♦•»♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦■♦♦♦
Hvertibœndur! |
8*ndlð korn yð»r í “C«r lots”; seljlð ekki í saáskömtum.— f
Reynið »ð «end» os« eitt eða fleiri vagnhlöss; vér munum ♦
gjðra yður ánægða, — vanaleg sölulaun. ♦
Skriíið út “Shippinf Bills’ þannlg: J
NOTIFT
STEWART GRAIN C0WPANY, LIMITED.
Track Buyers and Ccmmission Marchaats
WWNIPXO, MAN.
Vér vísum til Bank of Mantreal.
PsnlBga-bergun strax Fljét vifskifti
»♦♦■♦■♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»