Heimskringla - 26.07.1917, Blaðsíða 3

Heimskringla - 26.07.1917, Blaðsíða 3
'WINNIPEO, 26. JÚLÍ 1917. HIIMlXSIIðlA 3. BLAÐSIÐA verður þýzk þjóð sá blágrýtis- kiettur, sem drottinn vor og guð getur bygt oían á og fullkomnað xnenningarstarf sitt í heiminum.” Keisarinn vitnar stöðugt til guðs í ræðum sínum. Það er eins og þeir tveir sé eitt. Það er naum- ast til sú ræða eftir keLsarann, að guðs nafn sé þair ekki. Og ávalt er það nefnt eins og þegar talað er xun einhvern trúnaðarmann. Hann talar um guðdóminn með þeim iunnugleik og þótta af iað ger- lækkja hugsanir hans, sem eftirlæt- xsþjónn talar um húsbónda sinn og gefur í skyn, að hann sé frem- Tir vinur sinn og samverkamaður, •en húsbóndi. -------o-------- Eimskipafélag íslands. Sérlega ánægjuiegar liljóta þær Jregnir að vera öllum hluthöfum Eimskipafélagsins og öðrum sönn- Tim velunnendum þess, sem blaðið Isafold, dags. 23. júní a.l., flytur les- •endum sínum um hag þess, eins og bann var opinberaður á aðiailfundi léiagsins í Reykjavík 22. júní síð- astliðinn. Skýrslu yfir starfrækslu og efna- Lag félagsins hefir og herra Árni Eggertsson sent hingað vestur. í fáum dráttum má segjia', að íkýrslan sýni hreinan ágóða af starfsemi félagsins á árinu 1916 að ■vera 331,483 krónur og 58 aura, en l»að jafngildir rúmlega 40 per cent. af uppborguðum vaxtaþiggjandi höfuðstól félagsins.—1 vara og end urnýjunar sjóðinn var samþykt að leggja nálega 103 þúsund kránur, og að borga 7% á uppborguðum "Vaxtaþiggjandi höfuðstól lélags- xns, sem talinn er að vera 824,101 krónur og 53 aurar. Eignir félagsins umfram allar •skuldir teljast 681,349 kr. og 36 au. Gróði af starfsemi skipsins “Gull- 1oss” varð 168,447 kr. 98 au. Gróði af starfsækslu skipsins “Goðafoss” "varð 165,498 kr. 38 au. Eundurinn ákvað, að hækka stofnfé félagsins upp í 3 miljón krónur. — Leyft að selja 25 þúsund krónu hlutabréf meðal Yestur- Islendinga um fram þær 200,000 krónur, sem þegar hafa verið seld- ar og fullborgaðar. John J. Bildfell kosinn í stjórn- ■arnefnd félagsins fyrir hönd Vest- Tir-lslendinga með 9264 atkvæðum. Allar eignir félagsins taldar að vera 2,398,185 kr. 52 au. Allar skuldir félagsins, þar í tal- íð alt borgað lilutaíé, 1,716,836 kr. 16 aurar. Stjórnarnefnd félagsins veitti leyfi til þess að kaupa 1 eða 2 millilandaskip, auk strandferða- skipa þeirra, sem áður var ákveðið að kaupa. Þetta er í fám orðum aðal drætt- Irnir, sem sýna ástand Eimskipa- íéiagsins eins og það er við sfð- 4ist-u áraimót, og virðast þeir benda til þess, að hluthafar allir megi brósa happi yfir fortíðar velgengni og framtíðar útliti þess. Til skýringar þeim, sem dýpra Tilja hnýsast inn í yfirlitsreikninga téiagsins, birtist hér svolátandi tillaga frá félagsstjórninni um ^kifting arðsins': ‘Til ráðstöfunar upphæð þeirri, ^em ræðir um í gjaldlið IV. á aðal reikningi: kr. au. 2. Arði af rekstri fél. 1916 331,483.58 1- Mismunur á vátrygg- ingarupphæð e.s. “Goða- foss”................... 349,865.78 Samtals kr. 681,349.36 Að frádregnum þeim .. .. 503,162.56 -«em fél.stjórnin, samkv. 22. gr. fél.lag. hefir ákveð- ið að verja til frádráttar á bókuðu eignav. fél. .. 178,186.80 Skal skift þannig: 1. 1 endurnýj. og varasjóð leggist................ 102,990.69 2. Stjórnendum fél. sé greitt í ómakslaun alls.. 4,500.00 3. Endurskoð. greiðist í ó- makslaun alls............ 1,000.00 á. Hluthöfum fél. greiðist í arð 7% af hlutafé þvf, kr. 824,101.53, sem rétt hef- ir til arðs.............. 57,687.11 5. Útgerðarstjóra greiðist sem ágóða þóknun.. .. 2,000.00 '*• Til stofnunar eftirlauna sjóðs Eimskipafélagsins leggist.................... 10,000.00 Kr. 178,166.80 Til skýringar skal þess getið, að baer 349,865 kr. 78 au., sem talinn er mismunur á vátryggingar upphæð e.s. “Goðafoss”, er sú ábyrgðar fjár-! upphæð, sem félaginu var greidd ! umfram það sem skipið með áhöld-| um þess kostaði félagið, og er þvf, félaginu hreinn gróði þessi fjárupp-| hæð lögð við starfshagnað félagsins 1 á árinu, gerir því sannan gróða! þess 681,349.15 kr. 36 au.; af þessari upphæð hefir svo félagstjórnin lagt í varasjóð 503,162 kr. 56 au og að auk 102,990 kr. 69 au., eða alls 606 þús. krónur. Þessi ánægjulegi starfs- hagnaður, hlýtur að hafa þau áhrif, að auka verð hluta í Eimskipafé- laginu. B. L. B. Hi. Eimskipafélag Islands. S K Ý R S L A félagsstjórnarinar um hag félagsins og framkvæmdir á starfsárinu 1916 og starfstilhögunina á yfirstandandi ári. STJÓRN FÉLAGSINS. Stjórn sú, sem kosin var á aðal- fundi 23. júní f. á., skifti með sér störfum sem hér segir: Form.: Sveinn Björnsosn. Varaform.: Halldór Danfelsson. Ritari: Jón Þorláksosn. Vararitari: ólafur Johnsen. Gjaldkeri: Eggert Claessen. Hefir sú starfsskifting haldist síðan. STARFRÆKSLA ÁRIÐ 1916. í skýrslu félagsstjórnarinnar til aðalfundar 1916 er nokkuð vikið að framkvæmdum ifélagsins fyrri hluta ársins 1916 og þykir óþarfj; að endurtaka það nú nema að því er vera kann nauðsynlegt að ein- hverju leyti samhengis vegna. Þegar aðalfundur var haldinn í júnímánuði 1916 var félagið komið í fulla starfrækslu, bæði skip fé- lagsins höfðu þá verið í förum h. u. b. eitt ár og búið að leggja á- ætlun fyrir starfrækslu félagsins það ár með lfku sniði og fyrsta árið. Síðastliðið starfsár var ófriðarár alt árið, og stendur ófriðurinn enn svo sem kunnugt er. Aí þvf hafa störf félagsins auðvitað verið háð ýmsum kringumstæðum sem ófyr- irsjáanleg eru og óumflýjanlegar vegna hernaðarástandsins. Ferðir skipanna. —Þó var liægt að láta skipin sigla leiðir þær, er á- formað haíði verið, að mestu leyti eins og ákveðið hafði verið. Skip- in héldu uppi ferðum milli íslands, Leith og Katipmannahafnar, með siglingum hér við land til umbóta strandferðum samkvæmt samningi við landsstjórnina. Auk þess fóru bæði skipin eina ferð til Ameríku á síðastliðnu hausti. — Auðvitað tókst eigi að haida áætlun að öllu leyti. Erfiðleikarnir á J>ví, ófriðar- ins vegna, munu öllum augljósir og sameiginlegir fyrir öll skip, sem í áætlunairferðum sigldu, svo eigi þarf rekari útlistunar við. Peningaárangur af siglingum fé- lagsins má teljast viðunanlegur, þar sem reksturskostnaðurinn á árinu hefir orðið kr. 331,483.58. Hefði orðið þó nokkuð mikið meiri, ef eigi hefði hent félagið ]>að hörmulegai slys þegar einn mánuð- ur lifði ársins, að missa Goðafoss. Flutningsgjöld árið 1916.—Félags- stjórnin hefir fylgt l>eirri stefnu er hún tók upp í fyrstu og síðasti að- alfundur aðhyltist, að hækka eigi flutningsgjöldin nema ríflega það sem útgjaldahækkun á rekstri fé- lagsins nemur. En sjálfsagt hefir stjómin talið að fara þann veg, að örugt væri um góðan hagnað. Því það er félaginu auðvitað lífsskil- yrði, að vera trygt efnalega. — Fé- lagsstjómin ihyggur, að með þess- ari stefnu hafi félagið átt þátt í að halda flutningsgjöldum hér til landsins í skaplegu horfi árið 1916. Strandferðir.— Það hefir komið í Ijós, að félaginu var ókleyft að full- nægja kröfum landsmanna til strandferða með þeim tveim skip- um einum, sem það liafði yfir að ráðla, jafnframt millilandaferðum, enda skipin altof stór og dýr til þess að haía þau í slíkum ferðum. Þess vegna tjáði félagsstjórnin landsstjórninni á síðast liðnu hausti, að það gæti eigi haldið á- fram þeim ferðum annað árið tii og gerði þá uppástungu til lands- stjórnarinnar að hún reyndi að afla sér sérstaks skips til strand- ferða hér við lamd meðan ástand það, sem nú er, héldist. Var málið lagt fyrir aukaþingið á síðastliðn- um vetri og félst það, svo sem kunnugt er, á þessa uppástungti. Hlutafjáraukning. — Síðasti aðal fundur heimilaði félagsstjórninni að hækka hlutaféð upp í tvær mil- jónir króna. Var ætiast til þess að hlutafjáraukningunni væri varið til þess að bæta 1 eða 2 skipum við skipastól félagsins, ef ástæður á skipiamarkaðinum leyfðu. Akvað stjórnin síðan að nota heimildina til lilutafjáraukningarinar og hélt jafnframt spurnum fyrir um hent- ug skip fyrir félagið, ný eða nýieg. —f byrjun septembermánaðia*r inn- borgaðist að fullu hingað það, sem eftir stóð af lofuðu hultafé Vestur- fslendinga. Ýmsar ráðstafanir á rekstursár- inu.— f samræmi við ályktun síð- astó aðalfundar voru útgerðar- stjóra greiddar 2000 kr. í viður- kenningarskyni fyrir vel unnið starf fyrir félagið. — Félagið hefir talið sér skylt að greiða lágt laun- uðum starfsmönnum sínum dýr- tíðaruppbót.—Stjórnin taldi nauð- synlegt að tryggja félaginu lóð á góðum stað við höfnina. Var því þegar á síðasta hausti sótt til bæj- arstjórnarinnar um slíka lóð. En því máli er þó eigi ráðið til lykta enn. Goðatossstrandið. — 3. desember f. á. barst oss sú harmafregn, að Goðafoss væri strandaður við Straumnes norður við ísafjarðar- djúp. útvegsstjóri lagði þegar á stað vestur að strandstaðnum með björgunarskipinu “Geir’. Voru þannig svo fljótt sem því varð við komið gerðar þær tilraunir til að bjarga skipinu, sem hægt var að gera. Því miður brugðust vonirn- ar um að ná því út, og “Geir” kom aftur við svo búið eftir að hafa bjargað úr skipinu því, sem hægt var lauslegu. Voru nú hafðar góð- ar gætur á flakinu. Umboðsmað- ur vátryggjenda skipsins fór vest- ur í janúarbyrjun að skoða flakið. Var síðan í samráði við hann gerð tilraun símleiðis að fá stærra björgunarskip en “Geir” honum til hjálpar með beztu áhöldum, sean kostur er á. Meðan á þeirn undir- búningi stóð, breyttist aðstaðan á strandstaðnum svo og skemdirnar á skipinu jukust svo, að þeir, sem i sérþekkingu höfðu, töldu ókleyft að bjarga skipinu. Þegar svo var komið sá félagsstjórnin eigi annað fært, en afsala úr hendi félagsins rétti yfir flakinu og krefjast greiðslu vátryggingar upphæðar- innar. Skipið var vátrygt fyrir 900 þús. kr. og er sú upphæð nú að fullu gieidd félaginu. — Sjóferða- próf voru haldin út af strandinu hér í Reykjavík 13. des. f.á. Hafa þau verið birt í blöðum og al- menningi kunn. Nokkrar tölur. — Flutningsgjöld og fargjöld með báðum skipunum hafa numið sahitals kr. 915,935.33. —Vátryggingargjöld hafa orðið kr. 175,691.24.—Kolaeyðsla kr. 139,987.29. —í kaup og verkaiaun, auk skrif- stofukostnaðar f Reykjavík og K.höfn, hafa verið greiddar kr. 175,300.82.—Félagsstjórnin hefir síð- an á aðalfundi 1916 átt 53 fundi með sér. FRAMKVÆMDIR A ÞESSU ARI. Keypt nýtt skip,—Þegar það kom á daginn, að “Goðafossi” yrði eigi bjargað, lét stjórnin vera sitt fyrsta verk að athuga hvernig skarðið yrði fylt. Á stjórnarfundi 14. des. f. á. var samþykt að kaupa skip í stað Goðafoss. Var þegar leitað tilboða i skip símleiðis og útgerð- arstjóra falið að fara utan til skipakaupa. Lauk því svo, að fé- lagið festi kaup í skipinu “Profit”. Er félagið tók við skipinu í Khöfn 10. febr. þ.á. fekk það nafnið “Lag- arfoss”. Kaupverð þess var 1,277,500 krónur; breytingar á því og við- gerðir, sem útgerðarstjóri taldi nauðsynlegar, kostuðu 84,000 krón- ur. Stendur iskipið félaginu því í h.u.b. 1,360,000 krónum. Það er nú í Ameríku á 2. ferð sinni, fór fyrstu ferðina hingað frá Kaupmanna- höfn. Að dómi þeirra sem skoðuðu skipið áður en það var keypt og skipasmíða stöðvarinnair Flydedok- ken í Khöfn., sem annaðist breyt- inguna á því og þeirri reynslu, sem þegar er fengin, er skipið mjög gott og hentugt fyrir félagið eftir því, sem um var að ræða. Bankalán. — Afráðið var að kaupa Lagarfoss og kaupin fest á skipinu áður en félagið hafði afsal- að sér eignarréttinum á Goðafoss- flakinu, átti því enn eigi kröfu á vátryggingarupphæð Goðafoss. Þetta gat því að eins orðið að bankarnir liér veittu félaginu þá peningaaðstoð, sem til þess þurfti. Lánuðu þeir félaginu til bráða- birgða 600 þúsund krónur, sinn helminginn hvor bankanna; eru þau lán nú endurgreidd síðan váf tryggingarupphæð Goðaf. greidd- ist. — Þau skilyrði voru í samningi þeim, sem gerður var vlð hollenzka bankann, er lánið var tekið til smíða á Gulifossi og Goðafossi, að ef skipin færust, annað eða bæði, væri bankanum heimilt að segja upp öllu láninu. Til þess að vera við slíku búin, sneri félagsstjórnin sér til bankanna hér með tilmæl- um um að þeir veittu félaginu ann- að lán jafnstórt, ef svo færi. Jafn- framt var leitað til alþingis, sem þá sat á aukafundi, um lagabreyt- ingu sem þurfti út af slíkri breyt- ingu á skipaveðláninu, ef yrði, og fékst hún. SamMmis var leitað samninga við hollenzka bankann vrm að lánið mætti standa óhagg- að þannig, að veð I Lagarfossi kæmi í stað veðsins í Goðafosei. Tókust þeir samningar þannig, að lánið stendur óhreyft f hollenzka bankanum með nokkru betri kjör- um en slík lán eru fáanleg hér á landi. Stjórnin finnur enn sem fyr ástæðu til þess að tjá bönkunum þakkir fyrir greiðvikni þeirra og velvilja við íélagið. ..Nýtt hlutaútboð. — Hlutaútboð það, sem gert var 4. september 1915 var gert til þess að bæta þriðja skipinu við skipastól félagsins. Þegar Goðafoss strandaði höfðu menn keypt hluti í félaginu sam- kvæmt því fyrir h. u. b. 240 þús- und krónur. Samkvæmt útboðs- skilmálunum skyldi fé þessu hald- ið út af fyrir sig og félagið greiða hlutakaupendum sparisjóðsvexti af framlögum þeirra, en þau ekki taka þátt í venjulegum 'hlutafjár- arði fyr en að því kæmi að þriðja skipið yrði fengið. Nú ákvað fé- lagsstjórnin—‘til þess að hafa nægi- legt fé fyrir hendi til að kaupa skip f stað Goðafoss og til þess að búa sig jafnframt undir það að fá þriðja skipið, eins og áformað hafði verið — að bjóða út hlubaíé það; sem enn vantaði á 2 miljón- króna og enn fremur, að framan- greind 240 þús. krónur skyldu, frá 1. janúar 1917 að telja*, takast upp í reglulega hlutafjárfúlgu með rétti til hlutafjárarðs af hagnaði félagsins eftir 1. janúar 1917. Þó va>r þeim, er það kysu heldur, ger kostur á því að láta féð standa í fé- laginu með sparisjóðsvöxtum sam- kvæmt framangreindum ákvæðum. Það kaus enginn. — Svo vel hafa landsmenn tekið í hlubaútboðið frá því í vetur að á hálfu ári hefir safnast um 430 þúsund krónur, og er það von stjórnarinnar, að ekki lfði á löngu áður en það, sem á vantar, kemur. Vér teljum hag fé- iagsins, sem sjá má aif reikningum þess, nú svo góðan þrátt fyrir ó- höppin, að þeir, sem fé eiga hand- bært, sjái hag sinn f þvf að leggja það í félagið, og áhættan ekki mik- il nú orðið. Aukaþingið og skipakaup lands- sjóðs.—Er aukaþingið kom saman í vetur tók það til meðferðar sam- göngumálin. Samkvæmt ósk sam- göngumálanefnda þingsins átti út- gerðairstjóri og fulltrúar félags- stjórnarinnar samræður við nefnd- irnar um mál þessi. Voru þau rædd með kringumstæðunum eins og þær voru vegna ófriðarástands- ins fyrir augum, hver ráð væru fyr- ir landssjóð til þess að bæta úr samgönguþörf þeirri, er nú væri. Eins og kunnugt er urðu þa>u málalok í þinginu, að landsstjórn- inni var heimilað að kaupa fyrir landssjóðs hönd eitt strandferða- skip og skip til millilandaferða; eitt eða fleiri. — Var gert ráð fyrir þvf, að Eimskipafélaginu yrði falin útgerðarstjórn þessara skipa og jafnfmmt að landssj. ræki útgerð þessa að eins til bráðabirgða af nauðungarástæðum, en stefna þingsifls væri óbreytt um það, að samgöngur á sjó bæri að auka með því að efla Eimskipafélagið. Enn fremur gerðu samgöngunefndirnar ráð fyrir þvf, að útgerðarstjóra fé- lagsins væri falið að annast skipa- kaupin fyrir landsstjórnina. — Samkvæmt þessu hefir landsstjórn- in nú keypt iskipið Themis (áður Sterling) til strandferða og skipið Villemose til millilandaferða, bæði fyrir milligönigu úqgerðarstjóna. vors. En samningar standa nú yf- ir við landsstjórnina um að Eim- skipafélagið hafi á hendi útgcrðar- stjórn beggjia skipanna. Siglingateppa,—Frá febrúar byrj- un þ. á. lýstu Þjóðverjar Norður- sjóinn og mikið svæði af Atlanz- hafinu, kring um Stór-Bretaland, hættusvæði, þannig, að öll skip, sem inn á svæði þetta kæmu, mættu eiga á hættu að verða skot- in f kaf fyrirvaralaust. Um það leyti voru bæði skip Eimskipafé- lagsins stödd í Danmörku; Gull- foss lá í Kaupmannaliöfn, en Lag- við Lagarfossi átti að taka þar 10. febrúar. Félagið var skuldbundið til þess að láta skip sfn koma við í brezkri höfn á leiðinni milli Dan- merkur og Islands, og gat auðvitað ekki rofið þá skuldbindingu. Hins vegar var ófáanleg vátrygging á skipunum, ef þau kæmu við f brezkri höfn og skipverjar eigi fá- anlegir til að fara þá leið. Auk þess hefði félagsstjórnin eigi talið fært að leggja skipin í verulega hættu, þótt hvorttveggja hefði fengist, vátrygging og ferðafýsi skipverja; eigi talið verjandi að tefla mjög í tvísýnu þessari litlu skipaeign félagsins. Skipin losna.—Var þegar hafist handa að reyna að fá brezku stjórnina til þcss að losa skipin undan skuldbindingunni um við- komu í brezkri höfn. Var unnið að þessu héðan fyrir milligöngu landsstjórnarinnar; að hinu leyt- inu vann útgerðairstjóri að hinu sama ytra, stóð meðal annars stöð- ugt í símasambandi við Björn Sig- urðsson í Lundúnum. Að lokum tókst að koma þessum málum fnam svo að Gullfoss gat farið hing- að beint, án viðkomu í brezkri höfn, í aprílbyrjun, en Lagarfoss í apríllok. Lagarfoss leystur.—Þegar Lagar- var keyptur, hvfldi á honum sú kvöð að flytjia farm frá Danmörku til Bretlands áður en hann byrjaði siglingar hingað. Með milligöngu landsstjórnarinmar og brezka ræð- ismannsins hér fékst skipið losað undan þessari skuldbindingu. Svo nú geta bæði skipin haldið uppi siglingum milli Islands og Ame ríku, utan við svæði það, sem hætta stafar af kafbátum.—Lands- stjórnin var mjög greið við félags- stjó:|ina f málum þessum og gerði alt sem félagsstjórnin fór fram á og fært þótti til að greiða úr þeim. Viljum vér í þessu sambandi tjá þingi og stjórn þakkir fyrir stöð- uga og óbreytta velvild við félagið. —Enn fremur minnumst vér með þakklátssemi góðvildar hinna bezku stjórnarvalda, er þau hafa leyst félagið undan skuldbinding- um þeim, er að framan getur, og fé- lagið ella hefði orðið að hlíta, og stoðar hins brezka ræðismanns hér í þessu efni. — Meðan skipin lágu í Kaupmannahöfn fengu þau bæði góða aðgerð og breytingarn- ar voru þá gerðar á Lagarfossi. Flutningsgjaldahækkun.—Um ný- árið hækkaði Sameinaða félagið farmgjöld og fargjöld á skipum sínum í siglingum til landsins og frá því að talsverðum mun. Félags- stjórnin taldi rétt að gera hið sama fyrir skip félagsins. Skulu nefnd- ar tvær af ástæðum stjórnarinnar fyrir þessu. Með því að halda við lágum farmgjöldum þangað til hafði Eimskipafélagið eigi gefið Sameinaða félaginu tilefni til hækk unar og með þvf átt þátt í að halda gjöldum þessum yfirleitt niðri, til hagsmuna fyrir landsmenn. Út af fyrir sig var hækkunin eðlileg, vegna aukinna útgjalda. — Lítið varð þó úr að hækkun þessi kæmi til framkvæmda vegna þeirra breyttu kringumstæðna, sem urðu með kafbáta hern.aði Þjóðverja. Þegar skipin loks losnuðu úr læð ingi í Kaupmananhöfn, höfðu a<uk- ist svo mjög öll útgjöld við útgerð, að óumflýjanlegt var að hækka enn að mun flutningsgjöldin. T. d. hafði ófriðarvátrygging skipanna hækkað mjög, sömuleiðis kolaverð, kaup og vátrygging skipshafnar o. s. frv. Þó var hækkunin eigi meiri en svo, að Gullfoss gat flutt vörur hingað frá Khöfn fyrir 100 krónur smálestina á sama tíma sernn flutningsgjaldið varð yfir 150 kr. fyrir smálestina fyrir vörur þær er landsstjórnin fékk með öðru skipi. 1 Ameríkuferðum skipanna bætist við hinar miklu hækkanir á fram- angreindum liðum afskapleg hækk- un á kostnaði við skipin í New York. Afgreiðsla í New York. — Félags- stjórnin hafði spurt hverjir erfið- leikar væru á afgreiðslu skipanna í New York. Samkvæmt þeim fregn- um taldi hún óvcrjandi annað en senda menn til New York til þess að greiða fyrir þeim rnálum. Tókst henni að >fá þann mann sem húa taldi hæfastan til þeirrar ferðar, þar sem útgerðarstjóri gat eigi far- ið, ólaf Johnson konsúl, til þesa að fara fyrir sig. Hafði hann jafn- framt með höndum erindi fyrir landsstjórnina. Hefir hann leyst störf sín fyrir félagsstjórnina mjög vel af hendi. — Það er nú áformað, að skip félagsins haldi uppi Ame- ríkuferðum fyrst um sinn. Þar sem ól. Johnson hefir verið ófáan- legur til að vera lengnir f New York cn þar til Lagarfoss kemur næst, fer útgerðarstjóri vestur með Gullfossi >nú, og samtímLs fer dug- legur maður frá skrifstofu félags- ins í Khöfn, Jón Guðbrandsson, þaðan til New York, og verður þar fyrst um sinn. Mun útgerðarstjóri koma þar á laggirnar sérstakri af greiðslu fyrir skipin undir uinsjón Jóns. — Að öðru leyti er ekki hægt að segja neitt ákveðið um starf- semi félagsins og hag á þeim tím- um, sem í hönd farai, vegna ófriðar- óvissunnar. Þrátt fyrir 2 mánaða töf Guilfoss í Khöfn standa h. u. b. í járnum tekjur skipsins og gjöld fyrsta ársfjórðung ársins. Vátrygging skipanna—Skipin eru nú vátrygð sem hér segir: Gullfoss fyrir kr. 1,350,000, Lagarfoss fyrir 1,400,000, bæði gegn venjulegri hættu og stríðshættu. Útgerðarstjóri. — samningurinn við útgerðarstjóra var útrunninn 1. júlí þ. á. Með þvf að stjórnin hefir verið mjög vel ánægð með störf núverandi útgerðarstjóra og telur félagið eiga honum mikið að þakka, hikaði hún eigi við að end- urnýja samninginn til 5 ára, frá 1. júlí þ.á. að telja. með þeim kjörum, sem um samdist. Félagið hefir notið sama trausts og hyllis lándsmanna sem fyr og er það von vor og ósk, að haldast megi. Reykjavík, 21. júní 1917. 1 stjórn H.f. Eimskipafélags Islands, Sveinn Björnsson. Eggert Caessen. Halldór Daníelsson. Árni Eggertsson. Jón Gunnarsson. Jón orláksson. O. Friðgeirsson. H. Kr. Þorsteinsson. Hafið þér borgað Heimskringlu ? ---------------------- Fullkomin °smeí? 1 annlœkmng bergun en annarstaðar. Dr. J. A. MORAN Denfcal Specialist Union Bank Chambers, Saskatoon, Sask. SKOÐIÐ VJELAR Geo. White & Sons Co. BRANDON, MANITOBA Limited. og fræðigt um beztu þreskivélar landsins á Brandon sýningunni Höfum Beztu Yerkfæri Aðeins SjiiíS einnig hina frægu WHITE “ALL WORK” TRACTOR og plægingar samkeppnina Verið vissir um að fá vöruská vora og vertJlista. HÆSTA verð borgað fyrir Rjóma ÞatS borgar sig ekki fyrir yður aS búa til smjör aS sumrinu. SendiS oss rjómann og fáiS peninga fyrir hann. Fljót borgun og ánægjuleg viSskifti. Flutn- ingsbrúsar seldir á heildsöluverSi.—SkrifiS eftir á- skriftar-spjöldum (Shipping Tags). DOMINION CREAMERIES, Ashem og Winnipeg Hvertibœndur! Ssndifi korn yðar 1 “Car lots”; eeljifi ekk i 1 eméskömtum.— Rtynið afi eenda oss eitt efia fleiri vagnhlöss; vér munum gjöra yfiur ánsegfia, — vanaleg sölulaun. Skrififi út “Shipplng Bllls’ þannlg: NOTIFY STEWART GRAIN COMPANY, LIMITED. Track Buytrs and Osaomissien Msrchants WXNNIPBG, MAN. Vér vfsum til Bank of Mantreal. Paninra-berguB strax Fljót vifiakiíti »»»-4-»+»»-4-*f4 4 4M ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ »»»

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.