Heimskringla - 09.08.1917, Blaðsíða 4

Heimskringla - 09.08.1917, Blaðsíða 4
4. BLAÐftfÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEO, 9. AGÚST 1917 - HEIMSKRINGLA (lto(u< 1S8*» Ktraur ðt 1 krarjn Flmtuduel. Útntiniar og •teendnr: THE VIKING PRESS, LTD. VertS blatíslns í Canada og Bandaríkj- unum $2.00 um áritS (fyrirfram borga®). Sent til íslands $2.00 (fyrirfram borgati). Allar borganir sendist rát5smanni blatSs- lns. Póst etSa banka ávísanir stílist til The Viking Press, Ltd. O. T. Johnson, ritstjóri S. D. B. Stephanson, ráðsmaður Skrlfstofa: m IHIRBROOKB STRHRT, WIBtSÍIPHO. P.O. Bii 8171 Tililnl Garry 411* WINNIPEG, MANITOBA, 9. ÁGÚST 1917 Islendingadagurinn. Veður útlit var ekki glæsilegt Islendinga- dagsmorguninn. Himininn var þakinn bik- svörtum skýjaflókum, sem stundum byrgðu fyrir sólina. Og þegar þannig dimdi í lofti, ríkti sama myrkrið í hugskoti flestra Islend- inga hér í Winnipeg—því nú var íslendinga- dagur! Allir blésu þó að neistum vonarinn- ar í brjóstum sínum og klæddu sig í spari- fötin, staðráðnir í að fara út í sýningargarð- inn, hvað sem á dyndi. Þegar meira á dag- inn leið, tók ögn að birta yfir veðrinu. Ský- in tóku þá smátt og smátt að þynnast og eyð- ast. Sólin hlaut yfirráðin, björt og fögur, og við ljósmagn hennar fékk Islendingadags- fögnuðurinn byr undir báða vængi. Veður varð því hið ákjósanlegasta þenna dag, eftir alt saman. Dálítil regnskúr féll úr lofti eftir hádegið, rétt áður en að ræðuhöldin byrjuðu, en ekki varð þetta til skaða. Mun því óhætt að fullyrða, að yfir- leitt muni fólk hafa skemt sér vel og að há- tíðarhald þetta hafi hepnast eftir öllum von- um. Enda má með sanni segja, að eins vel hafi verið til Islendingadagsins vandað hér í Winnipeg þetta ár eins og mögulegt var að búast við. Eins og við var að búast sótti hátíðina í þetta sinn að mun færra fólk en oft áður. Þegar alt er tekið til greina, er þó ekki hægt að segja, að margir Islendingar hafi nú dreg- ið sig í hlé, því fjöldi af fólki sótti hátíðina úr bænum og margir úr nærliggjandi hér- uðum. Á öðrum stað í blaðinu eru birt nöfn þeirra, sem verðlaun unnu. Kapphlaupin hófust kl- 10 um morguninn og stóðu yfir fram að hádegi. Eftir hádegið fóru fram fleiri kapphlaup, ýms stökk voru þreytt o.s. frv. Knattleik þreyttu ungar stúlkur frá Winnipeg og Lundar og báru Winnipeg- stúlkurnar sigur úr býtum. Kaðaltog fór fram milli Winnipeg manna og utanbæjar manna og sigruðu þeir síðarnefndu. Að öllu þessu var hin bezta skemtun. Is- lendingar eru engir eftirbátar annara þjóða í því að kunna að meta gildi Iíkamlegra í- þrótta. En flestum mun þó hafa fundist skarð vera fyrir skildi í þetta sinn sökum fjarveru þeirra manna, sem bezt munu kunna hér til allra íþrótta, íslenzku hermann- anna. Glímurnar fengust t.d. að eins tveir menn til að reyna, og glímdu þeir meira af kröftum en fimleika. Allir beztu glímumenn Vestur-Islendinga munu nú vera í hernum á Englandi og Frakklandi. Ekki má gleyma sokka-samkepninni! Um 40 íslenzkar konur höfðu sent sokka á há- tíð þessa, sem allir voru prjónaðir af list þeirri, er íslenzkum prjónakonum er eigin- leg. Vissulega var hér vandi úr að velja, en eftir mikla og langa umhugsun kom þó dóm- nefndinni saman um hvernig úthluta skyldi verðlaununum. Þau þrjú sokkapör, sem verðlaun hlutu, voru svo seld á uppboði seinna um daginn, er ræðuhöldunum var lok- ið, og var Dr. B. J. Brandsson, forseti dags- ins, uppboðshaldarinn. Sýndi hann ljóslega við þetta tækifæri, að hann er engu síður málsnjall uppboðshaldari en ágætur Iæknir —og gott lag hefir hann einnig á því, að gera báða þessa atvinnuvegi arðvænlega! Sokkana, sem þriðju verðlaun fengu, bauð hann upp fyrst, og keypti Árni Anderson þá fyrir rúmlega $5.00. Næst bauð hann upp sokkana, sem önnur verðlaun hlutu, og varð Thorsteinn Borgfjörð svo lánsamur að fá þá —fyrir $6.00. Sokkarnir, sem fyrstu verð- hreptu, voru boðnir upp seinast. Rak þá hvert boðið annað, því kepni mkiil var í mönnum að geta eignast þessa ágætu sokka, —og ekki leið á löngu, áður sá sannleikur varð mönnum augljós, að sokkar þessir myndu ekki prýða fætur annara en miljóna- mæringa eða stórríkra manna. Eftir mikið þjark urðu svo úrsltin þau, að A. S. Bardal varð hlutskarpastur og hrepti sokkana fyrir $40.00 Enginn veit enn þá með neinni á- reiðanlegri vissu við hvaða hátíðlegt tæki- færi A. S. Bardal og hinir hafa í hyggju að setja upp þessa afardýru sokka, en ekki munu þeir þó telja fé þessu illa varið, því það á að ganga í hermannasjóðinn og til Jóns Sigurðssonar félagsins. KI. 3 ftir hádegi byrjuðu ræðuhöldin. 1 fjærveru forseta dagsins setti Thorsteinn Borgfjörð, varaforseti Islendingadagsnefnd- arinnar, samkomuna og stýrði henni þangað til Dr. B. J,. Brandson kom. Fyrstu ræðuna, fyrir minni Bretaveldis, flutti Jóhann G. Jó- hannsson prófessor- Sagðist honum mjög vel, en naut sín þó ekki að hálfu leyti sök- um skarkala og hávaða, bæði frá áheyr- endunum og þó aðallega frá þeim, sem voru að horfa á stökkin, er áttu sér stað þarna skamt frá ræðupallinum. Var leitt mjög, að þessu var hagað þannig. Stökk og aðrar íþróttir ættu ekki að fara fram svo nærri ræðupalli á meðan ræðuhöld standa þar yfir. Slíkt ætti ekki oftar að ske á neinum Islendingadegi. Til þess eru vond dæmi að varast þau. Fyrir minni Islands talaði séra Jónas A. Sigurðsson og sjaldan munu Vestur-lslend- ingar hafa heyrt Islendingadagsræðu flutta af meiri mælsku. Var þetta eldheit hvöt til Vestur-Islendinga að minnast Islands og að elska Island. Þessi ræða vottaði sterka og frumlega hugsun og lýsti mikilli þekkingu á sögu íslenzkrar þjóðar og íslenzkum bók- mentum. Ræðumaður mun hafa dvalið hér í landi um fjórðung aldar, en svo ríkur er hann þó af föðurlandsást, að hann setur allar helgustu hugsjónir sínar í samband við ættjörðina. — Slík ást þeirra, sem að heim- an koma, mun reynast það afl, er mest glæð- ir og vekur rækt hinnar yngri íslenzku kyn- slóðar hér í landi til Islands og alls, sem ís- lenzkt er. Ekki hafði séra Jónas ræðu þessa skrifaða og gat því ekki orðið við þeim til- mælum vorum að lofa oss að birta hana í blaðinu í þetta sinn. Á eftir ræðu þessari flutti Einar Páll Jóns- son kvæði fyrir minni Islands, sem birt er á öðrum stað í blaðinu. Næsti ræðumaður var séra Björn B. Jóns- son og talaði hann fyrir minni íslenzkra her- manna og á eftir honum flutti Dr- Sig. Júl. Jóhannesson kvæði fyrir sama minni. Ræða séra Björns var flutt af eldheitum mælsku- krafti og efumst vér um, að nokkur Vestur- Islendingur hefði getað flutt þetta minni betur. Ekkert minni hefði átt að vera íslendingum kærara en þetta, ekkert minni var tímabærara að flytja. Nýtt tímabil er hér að hefjast í sögu íslenzkrar þjóðar—hér eftir mega Vestur-lslendingar aldrei gleyma að minnast íslenzku hermannanna á þjóðhá- tíðum sínum, mannanna, sem nú berjast við hættur dauðans á orustuvöllum Frakklands og sem boðið hafa sig fram sjálfviljuglega í þá blóðugu styrjöld, sem nú er háð fyrir sönnum mannréttindum og göfugustu frelsis- hugsjónum mannkynsins. — Ekki hafði séra Björn ræðu sína skrifaða, en hefir góðfús- lega skrifað hana upp síðan og gefið oss hana fyrir blaðið og kunnum vér honum stórar þakkir fyrir. Fyrir minni Canada talaði Miss Jórunn Hinriksson, Iögnemi, og sagðist henni mjög vel. Fáir munu finna ræðu hennar það til foráttu, að hún hafi frekar verið minni kvenna en Canada. Svo lengi hafa karl- mennirnir þulið sín eigin minni, að fyllilega er tími til þess kominn, að kvenþjóðin hafi orðið. Miss Hinriksson var íslenzkri kven- þjóð hér í landi til stórsóma við þetta tæki- færi. — Síðustu ræðu dagsins flutti Svein- björn Johnson, lögmaður frá Dakota, og var hún fyrir minni Vestur-Islendinga. Ræða sú er nú birt í blaðinu, ásamt ræðu séra Björns. Vafalaust hefir hlotið að **birta yfir von- um þeirra manna, sem vondaufir eru á við- hald íslenzkunnar hér í landi, við að heyra ræðu þessa unga lögmanns, sem alla sína mentun hefir fengið á hérlendum skólum, en talar þó svo góða fslenzku. Einnig lýsti ræða hans ítarlegri þekkingu á högum ís- lenzkar þjóðar að fornu og nýju og glöggum og þroskuðum skilningi á réttri afstöðu hennar hér í landi. Að endingu flutti séra Jónas A- Sigurðs- son frumort kvæði eftir sig og var gerður að því hinn bezti rómur. Yfir heila tekið má segja, að Islendinga- dagshátíð þessi hafi hepnast vel í alla staði og verið pllum meira og minna til gleði, er hana sóttu. Stór Iúðraflokkur héðan úr bænum spil- aði um daginn. Jóns Sigurðssonar félagið stóð fyrir veitingum og á þökk allra skilið fyrir góða frammistöðu. Við austurgluggann Eltir síra F. J. Bergmann. 24. Frakkland og styrjöldin. Auk smáþjóðanna Serbíu og Belgíu er ekkert af þjóðum þeim, sem við stríðið eru riðnar, sem eins hafa áunnið sér samúð heimsins síðan stríðið hófst, eins og Frakk- land. Ekki er laust við, að Frakkar hafi verið fremur ölnbogabörn í Norðurálfu síð- an þeir biðu tjónið mikla í ófriðinum 1870. Og mest mun það hafa verið á því bygt, að Frakkar nú á dögum væri orðnir ættlerar. Afturför væri í þjóðina komin og hún myndi ekki eiga viðreisnar von. Ekki er jafnvel örgrant um, að þjóðinni sjálfri fyndist þetta. Vonleysi feikna mikið greip hana eftir þann voðalega ósigur. Margir álíta, að vonleysi þetta sé nú helzta orsök þess, að mannfjölgun hefir verið svo lítil með þjóðinni. En það atriði hefir aft- ur gert vonleysið enn sárara. En er stríðið brauzt út, sannaðist það, að Frakkland átti marga vini. Eg fæ ekki bet- ur skilið, en að það eigi í rauninni fleiri vini nú í raunum sínum en nokkurt annað land í Norðurálfu. Það var öndvegisland- ið, sem allir litu upp til. Það er land stjórn- arbyltingarinnar miklu, sem var ljósmóðir allra frelsishreyfinga í stjórnmálum í Norð- urálfu. Frakkland er og hefir verið aðal-ból lista, smekkvísi, fegurðarkendrar ljósrar hugs- unar og frelishugmynda. Það hefir verið á það bent nú í þessu stríði, að hvergi sé lýð- valdshugmyndirnar eins langt á leið komn- ar og hvergi sé þeim beitt jafn-ótrauðlega og á Frakklandi. Þjóðin frakkneska er flestum þjóðum öðrum betur gefin. Hún hefir eignast hvern snillinginn á fætur öðrum. N'öfn sumra þeirra eru til vor komin, sem búum við hinztu höf. Allir bókfróðir lslendingar kannast við nöfn eins og Moliére, Victor Hugo, Emile Zola í hópi skáldanna, Thiers, Guizot og Gambetta, Renan, Pasteaur, Taine og ótal fleiri. Þegar stríðið hófst, var Frakka að frem- ur fáu getið í fjarlægum löndum. Heim- spekin nýja, sem kend er við þá Bergson og Bouttroux, var það sem menn fundu helzt að Frakkland væri að auðga heiminn með. En Frakkland hefir stöðugt verið að auðga heiminn. Og heimurinn—þessi gálausi og glatvísi heimur—finnur þó ávalt til þess öðrum þræði, í hve mikilli feikna skuld hann er við Frakkland. Eg man 1870—71, þegar þýzk-franska stríðið stóð yfir. Eg var þá unglingur úti á Islandi og stóð með orf og ljá niðri á engjum, er karlmennirnir fullorðnu voru að tala um stríðið og þá atburði, sem voru að gerast. Eg held það hafi verið eitt það fyrsta af almennum viðburðum, sem k'omu við hjarta mitt. Eg stóð oft með grátkökk í kverkum. Allir töldu sjálfsagt í fyrstu, að Frakkar mundu vinna. Hernaðarljóminn stóð af þeim síðan í Napóleons styrjöldunum. Þess var líka óskað af heilum hug. Samúðin var öll þeirra megin. Þjóðverja þektu menn lítið. Mjög fáa heyrði eg hafa svo sem neitt gott um þá að segja. Bismarck var á- litinn ógurlega slingur bragðarefur og vond- ur maður. Flestar munu þessar hugmyndir hafa runnið til Islands frá Dönum. Þeir voru um þessar mundir miklir Frakklands-dýrk- ur, en hötuðu Þýzkaland heilu hatri fyrir rán hertogadæmanna, sem þeim var sann- arlega nokkur vorkunn. Nú var öllu þessu farið á annan veg. Nú var aumingja Frakkland í skugganum, eins og eitthvert óhamingjubarn. Aftur hafði Þýzkaland rifið sig upp í sólskinið. Það hafði gerst kennari heimsins. Hundruðum saman ungra manna úr öllum hinum stærri löndum höfðu setið við fætur háskólakenn- aranna þýzku, sem báru ægishjálm yfir alt í heimi vísinda og þekkingar. Nú fanst þeim öllum þeir hafa þau undur og skelfing Þýzkalandi að þakka. Var það eigi sjálf- sagt, að vótta þeim samúð sína og fararheill, er þeir héldu út á þessa Heljarslóð? Fleira bættist líka við. Þýzkir höfundar höfðu kynt sér hvern krók og kima heims- ins. Þeir höfðu aflað sér svo fullkominnar þekkingar á hverri smáþjóð, sögu hennar, bókmentum og tungu, að þeir kunnu betur að telja þetta alt á fingrum sér, heldur en þjóðirnar sjálfar. Svo var það þar, sem við fslendingar áttum hlut að máli. Engin erlend þjóð hef- ir gert sér önnur eins ómök með að kynnast Islandi og öllu því, er stendur í saYnbandi við Island, eins og Þjóðverjar. Um hagi vora og allar ástæður kunnu þeir að dæma af mikilli og af nákvæmri þekkingu, og um leið af hinni mestu samúð, sem laus var við alt yfirlæti, er gefur í skyn, að það sé nú annars af mestu náð, að svo lágt er litið. Þjóðverjar hafa til þess stuðlað, að landið okkar litla og bókmentirnar yrði heiminum kunnar, betur en nokkur önnur þjóð. Ætt- um við ekki að láta þá njóta þess nú, er svo að segja allur heimur hefir fylkt sér á móti þeim? Svo hugsar sjálfsagt heill hópur manna á ættjörðu vorri. Fleira kemur til greina. Þjóðverjar voru farnir að hafa, áður en stríðið hófst, heil- mikil verzlunarmök við Island. Og þýzka verzlanin hafði yfirleitt gengið vel. Hún hafði lag a, að hafa vörur á boðstólum, sem voru við hæfi kaupenda, og bættu úr þörf- um þeirra. Sem kaupmenn, höfðu Þjóð- verjar kynt sig vel á fslandi, eins og víða annars staðar. Það var ekki nema eðlilegt, að þeir væri látnir njóta þess. En svo kom stríðið, eins og eldgos á þeirri stundu, er minst varði. Herinn þýzki óð inn í Belgíu. Sú litla þjóð veitti alt það viðnám, sem henni var unt og varð fyrir að sæta þeim afar- kostum í öllu, að ekki eru dæmi til í nýrri tíð að minsta kosti. Hryðju og grimdarverk fóru þeg- ar í fyrstu fram úr öllu, er áður hafði heyrst. Þau áttu að sýna, að slíkum smámennum var ekki hent að leika sér við jötuninn þýzka. Samúðin með Þjóðverj- um tók víðast hvar að dvína. Brátt var herinn þýzki kominn langar leiðir inn á Frakkland. Ekki voru nema fáar mílur að heita mátti eftir til Parísar. Skot- hríðin heyrðist til borgaiinnar. Allir stóðu á öndinni. Þá tók mönnum fyrir alvöru að skiljast hvað uppi var á baugi. Það var hvorki meira né minna en það, að nú átti að stíga Frakk- landi svo á háls, að það gæti aldrei framar orðið annað en undirlægja. Það átti að svifta hana sjálfstæði og sjálfsvirðing, svo aldrei þyrfti framar að taka hana til greina, þegar um heims- völdin Væri að ræða. Fyrst er Frakklandi hefði ver- ið stigið á háls og því gengið milli bols og höfuðs, var unt að gera Englandi reikningsskil. Þá mátti jafna gamlar væringar við hræsnarana ensku. Þeir væri ætt- lerar engu betri en Frakkar og ætti ekki skilið alt þetta pláz í sólinni, sem þeir hefði hrifsað til sín. Þá væri Þjóðverjar búnir að ná takmarki sínu. Þá réðu þeir lögum og lofum í heiminum og hefði ærið nóg pláz í sólunni. En var þetta heimsmenning- unni ávinningur eða tjón? Var það ekki óbærilegt tjón, ef önn- ur eins þjóð og Frakkar hyrfi úr sögu? Var eigi heimsmenning- unni með því slegið það holund- arsár og mergundar, er seint myndi bætast? Var unt að hugsa um sögu Norðurálfu, án Frakklands, þegar búið væri að slökkva á ljósastikunni frakk- nesku og stinga undir stól? Einhver hollvættur greip um hina myrku hönd viðburðanna og barg. Hersveitirnar þýzku urðu að hörfa aftur við Marne. Það varð ekki af því, að keisar- inn æti jólna-dögurð í Parísar- borg 1914. Hann etur fyr jólna- dögurð í Hadesarheimum, en hann fái snortið eitt hár á höfði Parísarborgar. Heimurinn dró andann léttara. Síðan hafa Frakkar verið sú þjóðin, sem hlýhugur heimsins hefir vafist þéttara og þéttara ut- an um. Frakkland lifir. Frakk- land er kraftaverkanna land. Á Frakklandi hefir höndin hulda og dularfulla, sem heldur um stjórnvöl sögunnar, birzt með dýrlegum hætti, og frelsað hina frakknesku þjóð,—dýrlegri hætti en endrarnær, er um svipaða við- burði er að ræða. Samúð heimsins, sem öll var með Þýzkalandi áður stríðið hófst, hefir snúist frá því og til Frakklands og samherjaþjóð- anna. Og samúð heimsins svo að segja alls í slíkri styrjöld ræð- ur úrslitum. Sál mannkynsins ræður. Sá málstaður er dæmd- ur, er samúð heimsins snýst á móti. Innsiglið á samúðarleysið, er atfarir Þýzkalands urðu fyrir, var sett, er Lusitaniu var sökt. Það hefir aukist og margfaldast við hvert hermdarverk, er kaf- bátarnir hafa unnið. Smám saman er verið að frelsa Frakkland. Fleiri og fleiri borg- ir og bæir losna úr greipum óvin- anna. Það hefir verið lagt til, að hver borg á Frakklandi, sem lent hefir í hershöndum, fengi aðra systur- borg annað hvort hér í álfu eða annarsstaðar, til þess að styðja hana á fætur aftur, endurreisa, afmá eyðilegginguna, græða sár- in. Vonandi verður það meira en tillaga. Og vonandi rís Frakk- land og frakknesk þjóð upp end- urfætt, nýskapað, þegar er frið- ardagurinn rennur og sól réttlæt- isins fer aftur að skína hér ofan á þessa aumingja jörð, sem öll flakir í sárum. 25. Ludendorff væntanlegur alræðismaður. Mikils er um það vert, að skilja sern bezt það, sem fram fer á Þýzkalandi um þessar mundir og daema uim það frá líku sjónarmiði og þýzka þjóðin sjálf. Blöð Þjóðverjai í Bandarfkjunum standa betur að vfgi imeð að dæma um viðburðina frá sjónarmiði þýzkrar þjóðar heima fyrir, en nokkur önnur blöð hér í landi. Enda eru mörg þeirra fyrirtaks góð blöð frá öllu sjónarmiði, og rit- stjóraæ þeirra prýðilega mentaðir' menn, sem gagnkunnugir eru &■ Þýzkaiandi og hafa margföld tæki- færi til að standa í sambandi við málsmetandi tmenn á ættjörðu sinni. Eftir símskeytum að dæma frá Amsterdaim, bendir miaægt til þess, að kanzlarinn nýi á Þýzklaandi, Dr. Michaelis eigi að verða kanzlarí ríkisins ifremur í orði en á borði. I raun og veru geti á sama staðið- um, hver sé kallaður þessu nafni, eins og ástendur. Tilgangurinn sé að gera Ludendorff herforingja,- sem er önnur liönd Hindenburgs, að eiginlegum stjórnanda ríkisins. 1 sambandi við þetta er fróðlegt að sjá, hvað þýzkt blað í New York, er New York Volks-Zeitung nefnist, hefir um þetta að segja. Ristjóri þess heitir Ludvig Lore, og þykir hinn merkasti maður. Stendur hann flestum öðrum bet- ur að vígi með að dæma rétt ffln gang viðburðanna á ættjörðu. sinni: “Það bar heldur en ekki skyndi- lega við, að Bethmann Hollweg segði kaínzlara embættinu af sér_ og að svo miklu leyti sem eg get látið mér skiljast, hefir keisarinn. skipað Michaelis að eins til að hafa einhvern í embættinu, unz hann gæti valið þann roann, er vera skyldi reglulegur kanzlari. Af þeirri ástæðu held eg réttast sé, að leggja ekki of mikla áherzlu á það, sem Michaelis kainn að segja eða halda fram. “Eg er hræddur um, að það sé alt fremur léttvægt. Annar mað- ur kemur bráðum í hans stalð. Með tilliti til þess, hver Michaeliis eiginlega er, verð eg að játa, að það er imeira en eg veit. Hið eina, sem eg veit um hann, er, að hann hefir lengi embættismaður verið og er afturhaldsmaður. Hverju hann að öðru leyti kann að halda- fram, er mér ókunnugt um. “Að mínu viti er hann ofur mik- ill lóttingur. Af því verður maður að ráða, að tilgangurinn hafi ekki verið að skipa slíkum manni í em- bættið til langframia.” Þetta álit komur saman við það, sem heyrist úr öðruim áttum og virðist stefna í þá átt, að frávikn- ing Bethmann-Hollwegs úr em- bætti sé í raun og veru vottur þess, að hefja eigi nýtt alræðis- manns veldi á Þýzkalandi, svo að alt fullvald annað, sem nöfnum tjáir að nefna, verði látið lúta her- valdinu. Þá verður byssustyngj- um otað gegn öllum lýðvaldskröf- um. Krónprinzinn og hinir blóð- þyrstu félagar hans hafa þá alt f hendi sér. Um stund,—en að eins um stundarsakir! Verði Ludendorff gerður alræð- ismaður á Þýzkaiandi, munu allar lindir landsins verða þurausnar með það mikla markmið fyrir aug um, að bera sigur úr býtum her- valdinu til handa. Þessu mark- miði hafa öll einka-áhugamál þeg- ar orðið að lúta; það hefir vissu- lega reynt á þolrifin. En eftir þetta. verður fórnin margfalt stærri. Þýzku þjóðinni verður gerð blóð- taka, meðan nokkur blóðdropi er eftir. Vel má það vera, að enn sé unt að fylgja fram annarri eins stefnu- Skrá og þetta á Þýzkalandi. Þeg- ar einhver einu sinni er orðinn blindur, sér hann ekki. En skil- yrði þess, að þjóðin þoli þetta alt, er það, að hún iframvegis haldi sér dauðahaldi í vonina um þýzkati sigur. Reynt er af alefli að troð* þjóðina fulia alls konar lygum. Hingað til hefir hepnast að dyija hana þess, sem á sér stað í raun og veru. Ef unt væri að gera sér í hugar- lund, að enn þá stærri blóðtaka. myndi að lokulm láta Þýzkaland bera sigur úr býtum, væri þjóðin hólpin og hervaidið hefði fengið nýja framlengingu lífdaga sinna. En jafnvel á Þýzkaiandi er nú með hugsandi og hieypidómalaus- um mönnum sú trú næsta veik orð- in, að stríð þetta muni verða til iykta leitt með þýzkum sigri. Jafnvel sumir hinna hervaids sinn- uðu háskólakennara, sem í byrjun stríðsins gengu berserksgang fyrir lávarð sinn og keisara og allis ekkí viidu kannast við, að ensku-mæl- andi kristnum mönmim myndi innganga veitt í himnaríki, eru orðnir býsna daufir í dálkinn yfir ástandinu og láta f ljós, að það líti nokkuð vonleysislega út. Þegar sú stund rennur upp, að þýzk þjóð þykist hafa gengið úr skugga um, að hervalds hatrðstjór- arnir hafi dregið hana á tálar,— á þeirri stundu, er máttur herliðs- ins tekur að ganga til þurðar — á þeirri stundu fer fóikið aftur að sjá og skilja. Og þá er hætt við, að ægilegir viðburðir kunni að vera í vændum. Lfkindi eru til.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.