Heimskringla


Heimskringla - 16.08.1917, Qupperneq 3

Heimskringla - 16.08.1917, Qupperneq 3
'WINNIPEQ, 16. AGÚST 1917 HEIMSKRINGLA 3. BLAÐSÍÐA 3r og tvímæla-kukur vekur að eins illan gnin og kemur engu til leið- ar. í l>eim tillögum, sem fram verður komið með, verður að vera sanngjörn höfðingslund og veru- leika viðleitni. Það mega ekki vera nein hrekkjabrögð, meira eða ininria klaufaleg, gerð f því skyni að draga þýzkan aimúga á tálar. iEn það verður að vera réttlát játning og stefnuskrá, sem kemur saman við þýzk réttindi á jörðunni. Það getur verið, að svifta. verði blæjunni sundur, áður við fáum séð ljósið. En ljósið skín samt sem áður.” Það, sem líér er sagt um bók Grumbachs, er lítill útdráttur þess, sem prófessor Beard hefir um hana ritað. 7. Eriðarskilmálar Roosevelts. 'Eg get ekki stilt mig að setja hér hiið við hlið friðarskilmála, sem Theodór Roosevelt thefir látið sér liugkvæmast. Það er fróðlegt, að hafa þá til samanburðar við þýzku kröfurnar. Þeir friðarskilmálar •eru á þessa leið: 1. Belgíu verður að láta af hendi og gefa þjóðinni rlkulegar skaða- bætur. 2. Hertogadæmið Luxemberg á að sameinast Frakklandi eða Belgíu. 3. Frakkland verður aftur að fá iilsass og Lotringen. 4. Italía ætti 'aið fá alt það land, þar sem Italir búa, að meðtaldri Triest-borg, á landamærum Sviss og Þýzkalands að norðan, og með fullum samningum um taíðgang að Miðjarðarhafinu fyrir verzlun sína. 5. Tsjekkarnir og ættmenn þeirna t»tti að mynda nýtt ríki. 6. Suður-Slafar ætti allir að inynda stærri Serbíu. 7. Tilraun verður að gera til að sameina állan fjöld'a Magýara og mestmegin Rvrmena sem sjálfstæð- »r þjóðir. 8. Rússland, sem gerst hefir lýð- veldi, ætti lieimting á að eignast Miklagarð og myndi fara vel mcð. Rússneska lýðveldinu ætti að inega treysta til að vera eins konar guSsifi sjálfsforræðis Finnlands, sjálfsforræðis Póllands og sjálfs- forræðis Armeníu. 9. Taka ætti til nákvæmrar íhug- uniar réttlátar kröfur Lettlend- inga. 10. Dönum í Norður-Slésvík ætti að gefa heimild til að greiða at- kvæði um, hvort þeir vilja samein- ast Danmörku aftur. 11. Irland verður að balda áfram að vera einn hluti brezka veldis- ins. En vissulega er tími til kom- inn, að veita því heimastjórn inn- an veldisins á grundvelli ákveðins réttlætis. 12. England og Japan verða að hafa nýlendur þær, sem þau lönd hafa unnið. ------o------- Auðsjafnaðarkenn- ingar. (úr tímaritinu “Réttur”) (Frh.) -------- — — Hinn aðallinn — jafnaðar- Jhenn — bentu skýrt á að hagvísin — hið fjármunalega skipulag og arðskiftin — væri sá möndull, sem •alt annað snerist um. Fylking þeirra skipaðist smásaman mönn- um úr flestumm stéttum þjóðfélag- anna. Þó var þátttakan mest og öflugust úr hinum mikla múgi lægri stéttanna. Það, sem vakti lýðinn af svefni og opnaði augu al- nrúgans var annarsvcgar vélarnar og verksmiðju stóriðnaðurinn, en hins vegar almenna skólaskyldan. Verkalýðurinn lærði að lesa og kynnast svo hugsunum ihver ann- ars, og enn fremur hinna stétt- anna. Alþýðubókmentirnar urðu hrú milli háskólanna og verka- Jnannahreysanna. öreigalýðurinn fann og skyldi orsakir til skorts og óírelsis, er mest þjakaði honum. Hann sá, að hagsmunir einstak- linganna og kröfur þeirra voru eameiginlegar gagnvart öðrum stéttum, og sannfæring þeirra varð eú, að með almennum þjóðasam- tökum væru þeir stórveldi, sem eigi mundi hrundið úr vegi. Lýðurinn spyr eigi framar eftir skyldum sínum. Heldur: “Hvaða Jétt höfðuð þið til að leggja mér þessar skyldur á lierðar?” Og þá var skamt til næstu spurningar: “Hvar eru réttindi mín.” Nú sér hann, að lífið hefir ákveðið gildi °g markmið, og að því verður að stofna. Breytingin er mikil, þó Rtjórnarbyltingin í hugum og til- finning fjöldan sé eigi hávær. En hitt er sérstakt iwál, að hve miklu le>’ti sú bylting er farsæl og í hverjum atriðum liann kann að yera viðsjái. En svona er nú mál- 'nu koinið, það er áreiðanlegt. Eg tala hér um jafnaðarmenn (socialista) í víðustu merkingu orðsins, en kem síðar að hinum einstöku flokkuan byltingamanna og annara, sem teljast til þeirrar iieildar. Jafnaðarmenskan (socialismus) er baráttan gegn strangri og á-| kveðinni elnstaklingshyggju (indi- J vidualismus). Hún er mótmasii gegn því skipulagi, þar sem lífs- baráttan verður að æðsta mark- miði. Hún raskar eigi gildandi ríkistilhöguni og beinist alls eigi að því að bylta um hagsmála- og eignarréttarskiplagi nútímans,! sam'kvæmt tillögum og skýringum j lýðfrelsis- og lögjaifnaðarmanna ’ (social-demokrata). Markmið og áform| jafnaðar- manna er að þjóðfélagið verði ann- að og meira en hernaðar-, stjórnar- fars-, eftirlits og lögréttarfarsríki, að það sé líka menningarstofnun, sem snertir og styrkir alt mannlíf- ið í ýmsum myndum, t. d. hags- mála-, félags- og siðgæðishliðar þjóðlífsins. Þeir, sem flytja þessa stefnu og fylla þennan flokk, eru engu síður inenn úr gerbreytinga- j og frainsóknarflokkum þjóðanna I heldur en jarðskattsmenn og verka- : mannaleiðtogar. Og nú er svo | komið, að ýms ríki eru farin að iáta | að kröfum jafnaðarmanna, komin i nokkuð inn á þeirra íbraut, jafnvelj fyrir óbein áihrif lögjafnaðarmanna! og stjórnleysingja.—Láti ríkið reka I járnbrautir, póstgöngur o. s frv., I setja vinnureglur í verksmiðjun- um, veita ellistyrk og tryggingar gegn slysum og sjúkdómum o. fl.— þá er það alt samkvæmt kröfum og kenningum jaifnðarmanna. I-ög- vernd ríkisins fyrir vissum stefn- um í ákveðnum tilgangi, ef verjast þarf auðvalds-árásum, tilheyrir jafnaðarmönnum. Aðalstefna og trúarjátning jafn- aðarmamna er þannlg: Ríkið eða þjóðfélagiö á að veita einstakling- um rétt til vinnuarðs síns, skilyrði náttúrugæða til að geta lifað og starfað, rétt og möguleika til vinnu. — Þeir sterku hefja réttindi verkalýðsins. Þegar einstaklingur- inn hrekkur ekki til að bjarga sjálfum sér, á sameinaður kraftur allra að hjálpa, þó svo, að sjálfs- starf hvers og eins og forsvar þverri ekki. Hugtakið “ríki" er göfgað, Það á að framkvæma í verki dygð ir mannkynsins, gera þjóðinni not- hæfa alla þá menningu, sem ein- j staklingarnir geta veitt viðtöku á i hverju tímabili. Það á að safna I aukakröftum einstaklinganna — arðinum, sem þeir mega án vera — til þess að styðja með því þau fyr- irtæki, sem einangruðum einstak- lingum er um megn að stofna. Eu Jirátt fyrir þaó á ríkið ekki að liiafa framfærsluskyldu gagnvart einstaklingunum, heldur að eins skerpa þau skilyrði, sem veita starfsömum einstaklingi aðstöðu ogí möguleika til að öðlast sjálfstæða og trygga stöðu. (Jafnaðarmönnum er ljóst, að sannar framfiaa-ir — þróunin — er ánangur margra alda starfs og bar- áttu; og það, sem giidir á hverju tímabili, spyrnir gegn nýjungun- um og breytingum, af því rætur þess eru grónar í venjum og stund- um sannfæring fólksins.) Þetta er svar jafnaðarmanna í orðum (teoretiskt). Engum getur dulist, iað það er bygt á alt öðrum grundvelli — annari lífsskoðun, en svar sérhyggjumanna. Það er bygt á samúðinni, trú á lífið og ljósið, trú á hið rétta og; góða í manneðlinu og náttúrleg- um lögmálum mannlífsins og sam- böndum þess — trú á raunveru- legum umbótum. En hitt, hvernig svar jafnaðar- manna er í framkvæmdinni (fakt- iskt), í skipulaginu sjálfu, það verður miklu lengri saga að skýra frá því. Þá skiftast þeir nokkuð í i sveitir, eins og flestar aðrar fylk-j ingar. En þetta er grundvaJlar- j stefna þeirra. — Þessar sveitir, eðal flokkar, eru nú starfandi meðal flestra menningarþjóða, þar á með- al einnig í okkar þjóðfélagi. Liggur því ifyrir okkur, sem éðrum þjóðum, að svara — fylgja stefnu- skránni í framkvæmdinni. Ákjós- anlegast væri, að við gerðum það af okkar eigin ramleik og hyggju- viti, og mikill fengur að fá skýrar bendingar í þá átt. — En þó ætla eg nú til leiðbeiningar í þessum köflum að skýra dálítið frá flokk- unum og kerfum þeirra og fram- kvæmduifl. Mun eg svo tilnefna nokkra þeirra, en náman-i frásögn af ]>eim bíður næsta lieftis tíma- ritsins. Allar jafnaðaakcnningar liafa í upphafi myndast vegna íátækling- anna—ismælingjanna, til þess að afla þeim réttar síns og þroska. Og þeim mönnum fjölgar stöðugt, er sjá, að mest þjóðarógæfia stafar af því, er nokkur hluti þjóðarinn- ar lifir í allsnægtum, lifir í óhófi, og úrkynjast vegna nautna og vinnuleysis; en aðrir, sumstiaðar mikill hluti þjóðarinnar, i.yr við sult og seyru af því að vinnan ann- aðhvort fæst ekki eða er svo illa launuð; þess vegna úrkynjast þeir iíka og deyja í hrönnum á unga aldri. — Aðrir eyðiieggjast fyrir of mikið viðurværi og lífsgæði, hinir af því að þeir hafa of lítið. Spekingar og mannvinir meðal jafnaðarmanna hafa miðað kenn- ingar sínar og kerfi til úrræða þess- um ófarnaði. Flestir þeirra voru lftt iærðir memn, er fundu hvar skórinn særði. Þeir risu upp úr múgnum og söfnuðu um sig fylgj- ertdum. Allar skipulagsstefnurnar frá samvinnufélögunuin til æstustu stjórnleysingja, eru frá þeim runn- ar. gumar stefnurnar eru grund- vallaðar á skoðunum og tillögum margra áhugamanna og rithöf- unda, sem eigi voru ætfð samþykk- ir innbyrðis í fonitsatriðum. Þess vegma er l>að oft villandi, ef skýrt er írá einihverri kenningu, að rekja að eins rit eins höfundar, eins og ýmslr gera sig seka um. Aðal orsökin til þess, að jafnað- armenn komu fram f mörgum flokkum, mieð mismunandi kerfum og aðferðum, er vafalaust sú, að mótspyrnan, sem þeir áttu við að otja, hver fyrir sig, var svo ólík tijá þjóðunum. Þair sem írelsiskröfur einstaklinga Vom búnar að sigra einkarétt og einveldi, t.d. á Eng- landi og á Norðurlöndum, eru jafnaðarkenningarniar gætnar um- bótastefnur. , 1 einveldislöndum (Rússlandi) vinna þær ein-kum í niðurrifsáttina. Þessum stefnum, som fjalla um félagsleg hugtök í þjóðmegunair- efnuim er oft blandað saman af mótstöðumönnum þeirra og fyrir- dæmdar í einu lagi. — Tíðast er biandiað saman hugtökum og flokksheitum jafnaðarmanna (soci- lista) og lögjafnaðarmanma (social- demiokrat). demokrta) — en kerfin eru ólik. — Þeir slðarnefndu gera það oft sjálfir, og vilja eigniai sér heiðurinn af umbótum hinna. Jafnaöarmenn berjast sérstaklega fyrir yfirráðum daglaunafólksins í lýðveldisrfkii Og ýtrustu skipu- lagskröfur þeirra eru afnám ein- staklingseignarréttar á jörð, bygg- ingum, framleiðsluarði, tækjum og auðsafni; rentan feid burtu, fram- leiðsluarði skift meðal manna eft- ir tilverknaði þelrra. Ríkið hiafi framkvæmd á þessu. Þeir hafa mætt mikilli mótspyrnu og átt í heitum deilum. Beittasta vopn þeirra og áhrifamesta er liversu ó- feilið þeir benda á meinin í gild- andi þjóðaskipulagi: með þvf vinna þeir gagn. — Fjölmennastir eru þeir og styrkastir í Þýzkaliandi, Belgíu og Austurríki. — Þar þjök- uðu lýðnum sameiginlega stóriðin- aðurinn og stjórnarfiarsokur. Stjórnleysingjar (aiDarkistar) hafa látið mest á sér bera á ftalíu, Rúss- landi og Frakklandi. Hafna þeir öllu stjórnskipulagi telja hverjum heimilt iað gera það sem hann vill og fá þörfunum fullnægt. Enn- fremur trúa ]>eir staðfastlega, að fjöldinn skipi sér með eindrægni í eðlilegan félagsskaj). Gereyöendur (nihilistar) eru Isingöflugastir á Rússlandi, þeir rífa niður gildandi stjórnarskipun, án þess að hugsa ætíð fyrir öðru í þess stað. Sameignarmenn (kommlunistar) létu fyrst verulega á sér bera á Frakklandi, í stijórnlarbyltingunn íniklu. Þó bólar fyrst á ]>eirri kenningu 400 árum f. Krists 1., í rit- um Platos. Samvinnufélögin — verkamanna- félög, kaupfélög og ágóðafélög — eru öflugust og bezt skipuð í Bi’etliaindi og á Norðurlöndum. Þar var lýðfrlesið og þingræðið rót- grónast, og mótstaða minst frá því opinbera. Þess vegna gátu þessi gætnu og raunhæfustu skipulags- kerfi jafnaðarmainna notið sín þeg- ar í stað og unnið að meinabótum, þar sem bráðust var nauðsyn á lægstu sviðunum, með skajmndi sjálfsdáð smælingjanna og sam- stöðu. Bezta leiðin til þess að sameina auð (Kapital) og vinnu virðist vera að veita verkamönnum hlutdeild í sameiginlega ágóðan- um — framleiðsluarðinum. Þetta reyna ]>au ýmist með samkomu- lagi, eða þá að þau láta kenna atflsmunar. Samtökin hafa hver- vetna gefist vel og fært blossun. Ágóðafélögin eru líka útbreidd í Frakklandi, Ameríku og víðar. Náttúriega hafa örlög þeirra verið misjöfn í byrjuninni. Aðal þroska- skilyrði þeirra eru aukin þekking og siðferöisþrek lýösins.; en það felst líka. í stefnuskrá og starfi fé- laganna, að glæða það. Jaröskattsstefna (Georgista) er og friðsöm umibótastefna, sem gengur beint til verks að einu höf- uðmeini skipulagsins, í skatta- og gjaidmálunum. Hún vill gera rent- una af jörðinni að aðaltekjum rík- isins, þá rentu, sem þjóðfélagið f opinberar umbætur skapa, án þess að skerða, eða amast við, umráða- og ábúðarrétti einstaklinga. Hún leiðir óbeinlínis til að tryggja þann rétt fleirum, en nú njóta hans. Stefnan hefir á síðustu árum verið framkvæmd f ýmsum fylkjum í Anleríku og f Ástralíu. Þar er mót- staðan minst, jörðin síður erfða- góss í höndum einstakra ættliða eða valdsmanna. — — Allar þær stefnur, sem nú voru nefndar, höfðu sitt gildi og vinna sitt hlutverk, hver í sínu landi. Niðurrifsstefnurnar eru í- gildi plógsins, sníða sundur mein- in eins og kargþýfi, en umbóta- stefnurnar lierfa alt á eftir og sá í akurinn. Allar breyta ]>ær nokkuð gildandi skij>ulagi meira og minna, að eins misjafnlega hraðfara. Það er hinn mcsti misskilningur og ókunnugleiki, er sumir halda fram, að þassar stefnur þykist geta bætt mannfélagsskipulagið, og gerbreytt ]>ví með einni byltingu á fáum ára.tuguiru eða að höfundar ]>eirra og forsj>rakkar jafnaðar- mahna hafi búist við svo skjótri útrýmrnigu mannfélagsineinanna. Vera má, að einstöku æstir “agi- tatorar” sumra niðurrifsílokka, svo sem stjórnleysingja, lialdi þessu fram, naumast aðrir. Helztu spekimönnum og rithöf- undura jafnaðarmanna var ljóst, að skipulagsbreytlngar, sem snerta «illa, mæta ýmsum hindrunum í venjum og tiifinningum einstsk- linganna, sem margar aldir þarf til að sigrast á. Hagsmál’a skipulag þjóðanna verður eigi myndað af fáum ein- staklingum, né þröngvað fram ein- göngu með árásum og lögum. Þjóðfélagið er iífræn heild, sem fyrst þarf að taka. á móti nýjung- unum, eins og næringarforða, og mlelta þær. — “Framtíðaiiskipulag l>jóðanna og félagslífsins hlýtur jafnan að verða náttúrlegur af- sjiringur þess, sem á undan gilti. Hið gagnstæða, istökkframfarir, hafa sömu afleiðingar og ef barn væri lagt í sæng fullþroska manns og teygt þangað til það fyllir rúm hans. Þeir, isem skilja þetta eigi, vita yfirleitt ekkert um hvert gildi jafnaðar- og félagshreyfingar hafa, og berjast svo á smóti þeim, ón þeas að meta meira. né gera nokkurn greinarmun á þeim og trúaröldum eða pólitlskum hreyfingum.” Þetta segir August Bebel, þýzkur jafnað- armaður. Rbertus telur að minsta kosti 5 aldir þurfi til þess að koma í fram- kvæmd félagsskipun lögjafnaðar- raanna. Og Ferdinand Lasalle nefnir 2 til 3 aldir, en nokkrir til- taka meira; fer það mikið eftir því, hversu bráðlátir og ákaflyndir mennirnir eru. Stefnuskrá jafniað- armanna. t.d. í Danmörku gefur ekkert til kynna um það — hvorki með einstökum liðum né í heildar- yfirlsing — að öil þjóðarmeinin skuli grædd á stuttum tíma, með einni byltingu, og því sfður að ]>eir telji sig hafa “lyf’ við öllu, sem aflaga fer — eins og hr. Þor- steinsison gefur f skyn um jafnað- ars'tefnuna—. Lesendum þessa tfmarits gefst ef til vill kostur á að kynna sér stefnuskrána, til sönn- unar þessu. — Mestar líkur eru til, að eigi líði margir mannsaldrar, þangað til hún er komin til fram- kvæmda og lögfestu í flestum at- riðum, að und'anskildu því, að leggja niður herirm. — Naumast þarf að taka fram, að jarðskatts- menn og samvinnuféiagar hugsa sízt til skjótra byltinga. það lelst í eðli læirra kerfa að vera róttæk- ar, vinna rugglega á og lúta lög- máli þróunarinnar. Enginn va.fi er á því, að ýtrustu kröfur og dýjxstu nýbreytingar, t. d. lögjafnaðarmanna, eiga lengri framtíð og fleiri aidir fyrir höndurn til framkvæmda, en forystumenn- irnir hafa hugsað. En það er fre*Ur ur kostur og ber vott um hversu djúptækar þær eru. Þetta nægir til að sýna hvensu mikil fjarstæða það er að eigna jafn'aðarmönnum í lieild sinni, að þeir hugsi til að bylta öllu mann- félaginu á nokkrum áratugum. (Meira.) HAFIÐ ÞÉR BORGAÐ HEIMSKRINGLU? Ljómandi Fallegar Silkipjötlur. til mð búa til úr rúmábreiður — “Crmzy Patohwork”. — Stórt úrval mt stórum silki^afklippum, hentug- mr í ábreiður, kodda. seseur og fl. —Stór “j>mkki” A 25c., fimm fyrir 31. PEOPLE’S SPECIALTIES CO. Dept 17. P.O. Box 1836 WINNIPEG i---------------------- FuUkomin °*mt*. ni || • miBDÍ lannlœknmg t.rgan en aBnarstaðmr. Dr. J. A. MORAN Dentad Sjveciallst XJnion Bank Ch&mbera, Saskmtoon, Smak. >- 1 HÆSTA verð borgað fyrir Rjóma Það borgar sig ekki fyrir yður aS búa til smjör að sumrinu. SendiS oss rjómann og fáið peninga fyrir hann. Fljót borgun og ánægjuleg viðskifti. Flutn- ingsbrúsar seldir á heildsöluverSi.—SkrifiS eftir á- skriftar-spjöldum (Shipping Tags). DOMINION CREAMERIES, og Winnipeg KAUPIÐ Heimskringlu Blað FÓLKSINS og FRJALSRA skoðana og elsta fréttablað Vestur-Islendinga Nýtt Kostaboð Nýir kaupendur aB blaCinu, sem senda oss fyrirfram eins árs andviröi blaösins, oss aö kostnaöarlausu, mega velja um þRJÁR af eftirfylgjandi sögum í kaupbætir : i*p | / ** oylvia ‘Hin Ieyndardómsfullu skjöl” ‘Dolores” í* T / f / •* Jon og Lara ‘Ættareinkennií” “Bróðurdóttir amtmannsins • sf / •• Lara Ljosvorðurinn “Hver var hún?’ “Kynjagull” Sögusafn Heimskringlu Þessar bækur fást keyptar á skrifstofu Heimskringlu, meðan Syivía $0 30 upplagið hrekkur. BróSurdóttir^tai^sins”"I"!"""" 030 Dolr 0.30 gjald, vér borgum Hm leyndardomsfullu skjol........... 0.40 þann kostnað. Jón og Lára ....................... 0.40 Ættareinkennið...................... 0.30 Lára................................ 0.30 Ljósvörðurinn....................... 0.45 Hver var hún?....................... 0.50 Kynjagull........................... 0.35 Forlagaleikurinn..................... 0.50 Móraúða músin ....................... 0.50

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.