Heimskringla - 16.08.1917, Side 4

Heimskringla - 16.08.1917, Side 4
4 BLiSI»á HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 16. ÁGÚST 1917 HEIMSKRINGLA (ItofButl UN) K««r *t i hTWjam rimtud«Kl. tjt(t«f»níur tg •l(H<>r: THE VIKING PRESS, LTD. Verí blatislns í Canada og BandarikJ- unum $2.00 um árib (fyrirfram borga®). Sent til íslands $2.00 (fyrirfram borgaí). Allar borganir sendist rátSsmanni blatSs- ins. Póst etSa banka ávísanir stílist til The Vlking Press, L,td. - O. T. Johnson, ritstjóri S. D. B. Stephanson, ráðsmaður Skrifstofa: rn iHBRBROOKie itkbit, wi»Hir«ft P.l*. Bei 2171 Talstml Garry 411* WINNIPEG, MANITOBA, 16. ÁGÚST 1917 Eftirtektavert skilningsleysi. “Það heldur velli sem hæfast er,’ er fyr- irsögn langrar ritstjórnargreinar í síðasta Lögbergi. Ekki er fyrirsögn þessi frumsmíð ritstjórans, heldur tekin úr Nýju Kirkju- blaði” og því austur-íslenzk að uppruna. Með þetta austur-íslenzka merki hátt upp hafið—sem hann hefir hnuplað frá öðrum— arkar hann fram á ritstjórnar völlinn, þrung- inn af andagift og mælsku. Erindi hans í þetta sinn er að skýra les- endum sínum frá gerðum “þúsund manna þingsins,” er haldið var hér í Winnipeg ný- lega. Með loflegum orðum bendir hann á þrekvirki þau, er liberalar hafi þarna framið og sem honum virðist hafa svo stórkostlega þýðingu fyrir framtíð lands og þjóðar. Ekki rýrir það gildi þessara þrekvirkja hið minsta í augum hans, að enn eru þau að eins sjáan- flega á pappírnum; að þetta eru að eins fög- ur loforð og ekkert annað. Honum verður ekki að vegi að athuga sögu liberala í lið- inni tíð og gerir ekki minstu tilraun til þess að sanna, hvernig þeir hafi þá haldið sín glæstu loforð. Nú kemur hann ekki fram með einn ein- asta kafla úr hinum afar-merku “þjóðtíð- indum’ frá liðinni tíð, er hann áður hefir stært sig yfir að hafa með höndum. Nú minnist hann ekki með einu orði á “mann- kynssöguna”, sem hann hefir þó þráfaldlega verið að hampa frá því fyrst að hann settist í ritstjórnarsessinn. Þvert á móti reynir hann nú af ítrasta megni að forðast þetta hvorutveggja, gömul “þjóðtíðindi” og mannkynssögu. — Vilji hans er auðsjáan- lega sá, að afglöp liberala í Iiðinni tíð hverfi J með öllu fyrir dýrðarljóma þeirra fögru loforða í framtíðinni! Honum er mjög tíðrætt um allar hinar stórkostlegu umbætur, afreksverk og pappírs framfarir liberal flokksins á þessu nýafstaðna “flokksþingi” þeirra. Kemst hann þannig að orði um þetta, að halda mætti, að það sé þegar komið í framkvæmd. Liberalar bún- ir að vera við völdin í mörg ár—og búnir að breyta bæði sjálfum sér og öðrum í rétt- nefnda engla á jörðu. Búnir að stofnsetja “þjóðstjórnarhugmyndina og vinna að því, að hér sé einn ráðandi mannflokkur—alþýð- an, og að engin stéttaskifting geti komist hér á framvegis eins og á sér stað í Evrópu”! Eftir þessum orðum Lögbergs ritstjórans að dæma, virðist skoðun hans og hjartans sannfæring vera, — að þjóðir Evrópu muni í framtíðinni alveg standa í stað, — þegar Canada þjóðin sé á geystum framfaraspretti, nndir stjórn Liberal fiokksins! Himin lifandi af gleði fræðir hann lesend- ur Lögbergs á því, að á þessu þingi, flokks- þingi liberala, hafi verið “innsigluð stefna frjálslynda flokksins og þau spor stigin, sem hljóti að vera gleðiefni allra sannra borgara landsins.” Sporin ern stigin! — Liberalar eru búnir að ákveða konum jafnan rétt við menn, ákveða rétt til atkvæðagreiðslu, “rétt til þingsetu”, rétt til heimilislanda, (þó þau verði þá öll upp tekin), rétt fylkjanna allra yfir “öllum sínum nytjum, gögnum og gæð- um.” I fám orðum sagt, hafa liberalar nú ákveðið þjóðinni öll þau æðstu réttindi, sem mannsálin þekkir! Beina löggjöf hafa þeir einnig ákveðið, sem eins og alheimur veit, er “hjartapunktur frjálslyndu stefnunnar.” Vissulega eru því framfarasporin stigin, úr því liberalar eru búnir að ákveða alt þetta. En innan um alt þetta glamur kemst þó Lögbergs ritstjórinn á endanum að þeirri niðurstöðu, að flokksþing þetta hafi verið kallað saman “aðallega til þess að ræða eitt mál—mál, sem yfirskyggi nú öll önnur mál og sé þýðingarmeira en þau öll—það sé her- skyldumálið.” Þegar hann á þó að fara að ræða þetta mál og útskýra það fyrir fáfróð- um almúganum, er eins og í svipinn skyggi yfir hugsunum hans. Hann er um stund eins og að fálma fyrir sér í niðamyrkri—þangað til hann alt í einu festir sjón á björtum ljós- geisla, er honum virðist einlægt fara stækk- andi eftir því sem lengur er á hann horft,— Sir Wilfrid Lanrier. Þessi aldraði foringi Frakkanna í Quebec, þeirra manna, sem dregið hafa sig í hlé í allri þátttöku þjóðarinnar í stríðinu og látið sig lítið skifta afdrif Canada hermannanna á vígvellinum, þessi maður á nú að verða leið- arljós þjóðarinnar- Leiðtoga á nú þjóðin engan að eiga honum fremri. Undir merkj- um Frakkanna í Quebec, sem auðsjáanlega eru andstæðir stríðinu, á hann að geta sam- einað alla krafta þjóðarinnar í stríðsþarfir! Honum á að verða mögulegt að Iaða til sam- úðar og samvinnu alla þá einstaklinga, sem áður hafa andvígir verið hver öðrum, og sigri hrósandi á hann svo að geta stýrt þeim fram á orustuvöllinn gegn Þjóðverjum. Undir hans stjórn á hag þjóðarinnar og her- manna hennar að verða borgið. Fáir stjórnmálamenn í heimi þessum hafa hlotið aðra eins lýsingu og Sir Wilfrid Lauri- er fær í síðasta Lögbergi. Hann er þar sagður höfði hærri en allir aðrir, “geislar sanngirni og réttlætis hafa skinið úr augum hans; þrumur og eldingar hafa verið á tungu hans’ (! !)■ Þessi mikli maður á að hafa staðið sem “klettur úr hafinu og á hon' um hafa allar öldur brotnað ” Ekki líkir ritstjórinn þessum fræga stjórnmálagarpi þó við Jón Sigurðsson—eins og hann líkti T. H. Johnson hér um árið—, sem stafar að lík- indum af því, að hann veit með fullri vissu, að ef Jón Sigurðsson hefði verið uppi nú og riðinn við stjórnmál hér í Canada á núver- andi tímum, þá hefði hann stýrt flokki þeirra landsmanna, sem sannastir borgarar eru, og verið eindreginn með herskyldunni! Jón Sigurðsson var af víkinga bergi brot- inn, norrænt hetjublóð rann í æðum hans, ís- lenzkt drenglyndi réði stefnu hans—honum hefði því verið treystandi til að standa óbif- anlegur með hermönnum þjóðarinnar, sem staddir eru nú á heljarslóðum Frakklands. En þetta sama verður ekki sagt um Sir Wilfrid Laurier. Bjartastastjarnan er hann þó á himni Lög- bergs ritstjórans og mun fáum það mikið undrunarefni, sem ögn til beggja þessara manna þekkja. Sá fyrri er ötull flokks- foringi, er flokk sinn vill hefja himninum hærra; sá síðari bálþrunginn fylgjandi hans, er sér ekki sólina fyrir neinu flokki þeirra viðkomandi. En þó þannig löguð flokksdýrkun komi í ljós hjá mörgum liberölum, verður þetta ekki sagt um þá alla. Sem betur fer, eru hér til margir liberalar, sem frekar vilja láta stjórnast af sannri þjóðrækni, en sterkri flokksást. Ljósasti vottur þessa eru fréttablöðin. — Blaðið ’ Free Press” hér í Winnipeg, sem hingað til hefir verið öflug- asta málgagn liberala í Manitoba, hefir ein- dregið fylgt stjórninni að málum í herskyldu málinu og léð þeirri stefnu fylgi, að allur flokkarígur félli niður í þessu mesta alvöru- máli, er stjórnmálamenn þjóðarinnar hafa nokkurn tíma haft með höndum í sögu þessa lands- Fleiri liberal blöð hafa tekið í sama streng og ýms óháð blöð, eins og t.d. blaðið “Tribune”, sem gefið er út hér í bænum. Á þessa afstöðu Winnipeg blaðanna, herskyld- unni viðkomandi, bentum vér í ritstjórnar- grein nýlega. Um þetta kemst ritstjóri Lögbergs þannig að orði í ofannefndri grein sinni: “Það var ekkert tiltökumál, þótt ‘Telegram’ og ‘Heimskringla’ og önnur afturhaldsblöð, sem alt af fylgja hnefarétti og verið hafa á móti þjóðaratkvæði, séu þessari aðferð samþykk, en það að ‘Tribune’ og ‘Free Press’ skuli hafa léð því fylgi, það er óskiljanlegt.” Þannig hljóða þessi orð og efni þeirra er ekkert annað en það, að ritstjóri Lögbergs auglýsir nú fyrir lesendum sínum, að afstaða hans í herskyldumálinu orsakist af skiinings- leysi- Honum er ómögulegt að skilja þær göfugu þjóðræknstilfinningar, sem komið geta mönnum til þess að segja skilið við alt flokksfylgi, þegar heill og heiður þjóðarinn- ar í heild sinni er í veði. 1 hans huga er samvinna liberala og conservatíva ómögu- Ieg — í hvað mikilli lífshættu sem þjóðin er stödd. Honum er með öllu óskiljanlegt, að andstæðingar í stjórnmálum séu annað en svarnir óvinir, sem hljóti að heyja harðan hildarleik sín á milli, — í hvað mikilli hættu sem þjóð þeirra sé og hvað mikil sem þörf hennar sé á aðstoð þeirra. Og eftir að hann hefir nú sjálfur auglýst þetta dæmafáa skiln- ingsleysi sitt, þurfa lesendur íslenzkra blaða ekki lengur að furða sig yfir afstöðu hans. —Ekki var við því að búast, að hann legði því máli lið, sem hann skíldi ekkert í. Sízt var heldur að undra, þótt tillögur Bordens um bandalagsstjórn flokkanna hlytu öflugan mótbyr á þingi, þegar annað eins skilnmgsleysi og þetta á sér stað hjá andstæðingum stjórnarinnar.—Lögbergs rit- stjórinn er ekki sá eini, fleiri liberalar eru skilningssljófgir. En fáir rétthugsandi menn munu fást til að trúa því, að afstaða Sir Wilfrids stafi af skilningsleysi. Enda mun hún sprottin af öðru verra— flokksofstæki og valdafýsn. Og það er ólán Vesturlslendinga, að eiga nú “blaðnefnu”, er fylgir manni þessum svo sterklega að málum, — þótt þetta orsakist af skilningsleysi ritstjórans. *• - --- - — - ■■ - ....................■* Flokksþingið mikla í Winnipeg Margir munu hafa alið þá von í brjósti, þegar þetta mikla flokksþing liberala frá vestur-fylkjunum var kallað saman, að þetta myndi hafa einhverjar góðar afleiðingar. Þeir menn, sem aðra merkingu leggja í orð- ið “þjóðstjórn” en ritstjóri Lögbergs gerir og skoða þetta þá stjórn, þar sem enginn sérstakur flokkur er við v.öldin, munu hafa vonað fastlega, að flokksþing þetta yrði spor í þá átt að gera slíka stjórn mögulega. Eftir að Sir Robert Borden kom með þá tillögu á sambandsþinginu, að flokkarnir gengju í bandalag með það markmið fyrir augum, að sameina krafta þjóðarinnar í stríðsþarfir, skiftust liberalar í tvent í þessu máli. Sumir þeirra aðhyltust slíka stjórn, aðrir ekki. Voru þeir síðarnefndu fylgifisk- ar Sir Wilfrid Lauriers, er eftir mikla tímatöf og langa og stranga umhugsun neitaði að styðja þetta, af því með slíku bandalagi flokkanna ætti að lögleiða herskyldu. Her- skyldu kvaðst hann ekki geta stutt, utan hún væri borin undir atkvæði þjóðarinnar og þannig samþykt- — En hví kom hann ekki með þá tillögu í byrjun styrjaldarinnar, að bera yrði undir atkvæði þjóðarinnar hvort Canada ætti að taka þátt í henni eða ekki? Þá hefði þessa ekki síður verið þörf. En í þetta sinn kom hann þó ekki með neina slíka tillögu, af því þá vissi hann sér ósigur vísan ef hann snerist öndverður gegn stríð- inu. En nú, þegar út í stríðið er komið og her- menn þjóðarinnar berjast á Frakklandi, er endilega óumflýjanlegt að bera það undir atkvæði þjóðarinnar, hvort senda eigi þeim örugga aðstoð eða ekki. Þá fyrst á þjóðin að fara að skera úr í þessum sökum- Þegar um fjögur hundruð þúsund atkvæðisbærra manna eru komnir burt úr landinu, þá er þetta heppilegt — þá eru Þjóðverjarnir, Austurríkismennirnir og Frakkarnir fyrst Iíklegir til þess að verða ráðandi aflið- Ekki er því að undra, þótt sambands- kosningar á yfirstandandi tíð séu ískyggileg- ar í augum ailra rétthugsandi borgara lands- ins, margra Iiberala engu síður en con- servatíva, og verða Iiberalar þessir einlægt fleiri og fleiri. Allir þeir, er meir meta hag þjóðarinnar í heild sinni en einhvern sérstak- an flokk, hljóta að skoða málið þannig. I Austurfylkjunum hafa liberalar einlægt verið að skiftast meir og meir í þessu máli. Óhætt mun þó að fullyrða, að fylkið Quebec fylgi Laurier nokkurn veginn eindregið. — Hér í vesturfylkjunum hefir meir bólað á mótstpyrnu gegn honum, sérstaklega í Mani- toba. Flokksþingið ofannefnda mun hafa verið saman kallað til þess að reyna að sam- eina liberala vesturlandsins undir eitt merki og að einni ákveðinni stefnu. Margir hér munu hafa vonað, að áhrif Manitobamanna mundu mega sín mikils á þingi þessu, og jafnvel að þau yrðu þar ríkjandi aflið. En önnur varð þó raunin á. Þingið er sett og liberalar að vestan—allir eða flestir stál- efldir Lauriers menn — verða þeir menn, sem mest að kveður. Vesalingarnir frá Manitoba verða eins og börn í höndum garpa þessara. — Margir Islendingar, er lesið hafa hina ágætu ræðu Thomasar H. Johnson, er hann flutti hér í bæ um herskylduna ekki alls fyrir Iöngu, munu hafa vonað, að hann myndi koma einarðlega fram á flokk’sþingi þessu og gera stefnu sína þar áhrifamikla. En þessu var ekki að fagna. Gerðir liberala á þessu umrædda flokks- þingi urðu aðallega þær, að semja fagur- lega orðaða stefnuskrá — enda er jafnan auðveldara að t a I a og heita öllu afli, en að framkvæma í verkinu — og að semja og samþykkja yfirlýsingu eina, sem hefir þann stóra kost, að hún er hvorki með eða móti herskyidu og því jafngildandi í Quebec-fylki, þar sem menn eru andstæðir herskyldu, og í vesturfylkjunum, þar sem meiri hlutinn er henni hlyntur. Yfirlýsing þessi er alveg óá- kveðin hvað herskyldu snertir, og má lesa hana á tvo vegu. Þessi uppvakningur liber- ala er því tvíhöfðaður þurs„ er horft getur í tvær áttir í einu- J. G. Turriff héðan frá Mamto- ba gerði tilraun að fá yfirlýsingu þessari breytt þannig, að hún væri ákveðnari viðvíkjandi herskyldu; en er breytingartillaga hans var borin fyrir þingið, var hún feld með stórkostlegum atkvæðamun. Meginþorri liberala á þingi þessu virðist ekki hafa viljað, að sú flónska spyrðist um flokk þeirra, að hann tæki vissa og ákveðna stefnu í öðru eins máli og þessu. Af því þetta var aðal-máiið, sem fyrir þingin'/ lá, verða úrslit þess því hin hörmulegustu. Liber- alar vesturfylkjanna eru jafn- óákveðnir eftir sem áður, jafn- sundraðir og áður. Megn óhug- ur margra liberala hér gegn gerð- um þessa flokksþings þeirra kem- ur einlægt meir og meir í ljós. Á mánudaginn í þessari viku var birt yfirlýsing í “Free Press”, er undirrituð var af mörgum helztu liberölum hér í bæ, og sem var þess efnis, að mesta óánægja ætti sér stað á meðal liberala yfir þeirra nýafstaðna flokksþingi og innan skamms yrði því kallaður allsherjar fundur hér með því markmiði að reyna að hrinda af- stöðu flokksins í viðunanlegra horf. Sérstaklega greinir Iiberala á um Sir Wilfrid Laurier. Svo marg- ir þeirra skoða hann óhæfan leið- toga þjóðarinnar á yfirstandandi tíð. Enda ætti öllum að vera deginum ljósara. Foringi þeirra manna, sem mest allra hafa dregið sig í hlé í stríðinu, getur ekki verið leið- togi Canada þjóðarinnar á jafn- alvarlegum tímum og þessum- Sá maður, sem andstæður er því að hermönnum þjóðarinnar sé sem bráðast sendur nægilegur liðstyrkur, getur ekki orðið af- farasæll forsætisráðherra Canada. Enda verður hann það ekki. -------O------ Við austurgluggann. Eftir síra F. J. Bergmann. 26. Á Gimli. Eg brá mér ofan aö Gimli fyrir skemstu og var bar nokkura daga mér til hressingar. Líklegta kannast nú allir þeir, sem íslenzku lesa, við nafnið og liann stað á jarðarkringlunni, sem það táknar. Það er sjálfsagt hvergi til bær eða ]>orp, er því nafni nefn- ist, nema þetta eina. Gott isýnishorn er það þess æsku- fjörs og stórhuga, sem inni fyrir var hjá því íslenzka fólki, sem þarna settist að undir vetur, alls laust að kalla mátti, úti í gínandi óbygðum, að því skyldi einmitt hugkvæmast að gefa sínum nýja bústað í annarri heimsálfu þetta afar-skáldiega mfn úr goösagna heimi fornaldarinnar. Svo nefndu forfeður vorir bústað guðanna undir nýjum himni og á nýrri jörð, er Ragnarök voru um garð gengin og nýrri og fegurri dagur runninn. Naumast var unt að velja ihinum nýja bústð skáld- legra og um leið djarfmannlegra heiti en þetta. Dirfskan, — ofdirfskan gæti eg freistast til að segja, verður aug- ljósust, þegar menn láta renna upp í huga sér þau auvirðilegu húsa- kynni, sem hrófað var upp í Vet- rarbyrjan í dauðans ofboði, og nokkurn veginn eins margir hrúg- uðust sama í og inn fengu komist um hverjar dyr. Nú, að fjörutíu árum liðnum, myndi að líkindum enginn hópur Isiendinga, er líkt stæði á fyrir, hafa það hugarflug, það stjórn- lausa ímyndunarafl, þá fífldjörfu veruleika fyrirlitningu, sem til þess þurfti, að iáta sér hugkvæm- ast annað eins. Reynslan hefir gert menn varfærari. Hún hefir komið mönnum í skilning um, hve leiðin til Gimli er geisilega torsótt og feikilega sein- farin, Fiutningur til nýrrar heims- álíu, landnám í óbygðum, ný jörð, sem fótur hvítra manna naumast hafði tylt tá sinni á, vestrænn himinn, ýmist helkaldur eða fun- heitur—það þarf meira, þúsund- falt fleira, til að skapa Gimli. Samt dáist eg að nafninu, eins oft og eg um það hugsa, og þeim djarfhug, er í því birtist. Nýtt iíf, ný auðlegð, ný sæld og sæla, er menn voru komnir til að sækja, liggur í nafninu. Allir stórhuga draumar, er renna mega upp í brjóstum mannanna, felast í þvf. Það er heil drápa um óunnin af- reksverk margra alda. Síðan 1876 eru liðin 41 ár,—ibráð- um hálf öld. Ejöldi þeirra manna og kvenna, sem hlut áttu að því að finna nafnið og samþykkja, er lagstur undir græna torfu. Nokk- urir lifa enn, beygðir af elli og hárir af árni, — ram-íslenzkir menn og konur í orði og æði roeðan nokkurt eyfi er eftir. Eg fæ sting fyrir hjarta, er eg hugsa til þess: Þeir eru að hvería. Það er fögnuður að taka í hönd þeirar, fögnuður að mæla þá máli, fögnuður að heyra þá tala um reynslu liðinna daga. Sá, sem ferilinn rekur, miklast öðrum þræði yfir dásemdum lífsins, hins vegar yíir öllum þeim fádæmum* sem roönnum er gefið iað líða og þola. Ef talið hnígur að förinni hinztu, sem nú liggur eins nærri og Ame- ríku-kuggurinn forðum, er hann beið heima síðbúinn—þeirra, er lengi voru að kveðja og hverfa til sinna—, verður sömu karlmensku vart og þá. Kjarkur andans bilar ekki, þó kraftar þverri. ósjaldan er hann mestur þá, er minst er við- að styðjast af áþreifanlegum hlut- um. Hvað veldur? Lund, er safnað hefir þrótti og þreki í stríði og baráttu. Lund, sem vön er við að horfa á sólgylta fjallstinda fram undan, hvorki kann að mæla vega- lengdir né hirðir um það, en hugsar: Þar er Gimli og þangað fer eg. ,í nafninu felst öll sú lífsskoðan, sem nefnd er idealismi—hugsæis- stefna. Þegar hún er nefnd, nefn- um vér um leið fegurstu og djörf- ustu drauma mannanna,—draum- ana, sem bera mannkynið áfram og koma því til að gleyma því sem er, en horfa til þess, sem langt er fram undan. Dimt yrði mönnum fyrir augum á öðrum eins tímum og þessum, ef ekkert Gimli væri fram undan. Dimt yrði hermönnunum, sem f skotgröfunum standa, fyrir aug- um, ef þeir sæi ekkert annað en umhverfið, — þetta hryllilega um- hverfi, þar sem staðið er í sömu sporum ár eftir ár til að breiða út dauða og eyðingu, — drepa sem flesta menn, drepa sem flestar von- ir, tortíma gleði og farsæld þús- unda og miljóna. Dimt væri þjóðunum, sem nú vita að verið er að tefla um líf þeirra og dauða, fyrir augum, ef ]>ær hefði eigi, þrátt fyrir alt. djarfar vonir um, að alt kunni á endanum að lagast og réttlætið að fá yfinhönd yfir ranglætinu. Iiag- ur þeirra er að mörgu býsna líkur högum landnemanna á Gimli forð- um. Þegar umhverfið er dajrrast og ömurlegast, er mannsandanum gefinn þessi dásamlegi hæfileiki tii að horfa ekki niður fyrir sig, gleyma; hinu nálæga og horfa upp til fjallstindanna, sem aldrei eru vafnir öðru eins lýsigulli og þá. Hefir réttur smáþjóðanna til lífs- ins nokkuru sinni í hugum mann- anna verið eins heiiagur og nú? Aldrei hefir sú heilaga hugsjón birzt í jafn-dýrlegri ummyndan á fjallinu og einmitt á þessum ægi- legu styrjaldarárum. Serbíumenn og Svartfellingar, Belgir og Rúmeningar hafa fórnað öllu, sem þeir áttu, fyrir þenna heilaga rétt. Og sökum fórnarinn- ar þeirra, hefir þessi réttur smæl- ingjanna til iífs og sjálfstæðis orð- ið enn heilagri í augum mannkyns- ins, en nokkuru sinni áður. Skyldi það nokkuru sinni kom- ast til Gimli? Skyldi stórþjóðirn- ar nokkuru sinni álíta það heilaga skyldu sína að vaka yfir velferð smáþjóðanna eins og móðir vakir yfir barni í vöggu? Skyldi stór- þjóðirnar nokkuru sinni læra að leiða hinar smærri við hönd sér, eins og faðir leiðir son, unz þær komast á legg og verða sjálffærar? Skyldi nokkuru sinni lægstu stéttir Rússlands, sem nú vaða í for þekkingarleysis og eldgaroailar kúgunar og vita naumast handa sinna skii, komast þangjað, er upp- lýstustu þjóðir standa, þær er bezt kunna að fara með frelsi og sjálf- stæði? Skyldi kúgan og ranglæti nokk- uru sinni hverfa? Skyldi kenning- in eldgamla, sem vaxið hefir eins og eiturnjóli í túni mannkynsim*. um að máttur sé réttur, og nú er að berjast fyrir lífi sínu, nokkuru sinni verða dæmd til lífláts og dóminum fullnægt að lögum? Hve nær skyldi Hindenburg verða frelsislietja? Keisarinn hóg- vær eins og kotbiii og valdalaus? Hve nær skyldi Junkerarnir prúss- nesku veita jafnaðarmönríum fót- laugar og helga líf sitt þeirri köll- un að þerra fætur réttlætisins? Hve nær skyldi valdafíkn Prús»- lands verða að taka oían hattinn?

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.