Heimskringla - 27.09.1917, Síða 1

Heimskringla - 27.09.1917, Síða 1
------------------------------------ Royal Optical Co. \ . Elztu Opticians i Winnipeg. ViO\ höfum reynst vinum þinum vel, —* gefðu okkur tækifæri til aO regm- ast þér vel. Stofnsett 1905. W. R. Fowler, Opt. -> XXXII. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA, 27. SEPTEMBER 1917 NOMER 1 Styrjöldin Frá vestar-vígstöSvunum. Rétt eftir miðja síðustu viku ísófu hersveitir Breta stórkostlegt áhlaup á Þjóðverja að austan- Terður við Ypres fljótið í Belgíu. Yar áhlaup þetta gert á átta mílna sTæði og á öllu þessu svæði kom- ust Bretar um eina mílu áfram. Yóku þeir 2,000 fanga fyrsta daginn •g síðan hafa þeir tekið fleiri tugi #*nga daglega. Vafalaust er þetta •á stærsti sigur, sem Bretar hafa ■unið nú lengi. Canada herdeildirnar munu ekki kafa átt neinn þátt í þessari sókn fjtrir austan Ypres. Á þessu svæði me þar nærri hafa canadiskar her- deildir þó sótt fram oft og einatt •fðan 1915. Margar skæðar or- ■jstur hafa þarna verið háðar og vjjn tíma virtust Þjóðverjar vera ó- aígrandi á þessuin stöðvum. Land- R5 á þessu svæði er hæðótt mjög •g því örðugt sóknar. Hver einasta fcæð þar var áður þakin aí stór- feyssum Þjóðverjanna og létu þeir •tórskotahríðina rigna yfir landið ■mhverfis og oft mátti segja, að Ékothríð þeirra væri uppihaidslaus kæði nótt og dag. En smátt og ainátt hafa þeir verið hraktir lengra •g lengra aftur á bak, unz teknar hafa nú verið frá þeim allar þeirra jYigvænlegustu “hæðir” á þessu •væði og þær komnar í hendur kandamanna. Eftir þenna sigur Breta hafa Þjóðverjar stöðugt verið að gera éílug áhlaup gegn þeim í þeirri von að geta náð stöðvum þessum rftur, en að sto komnu hafa öll áhlaup þeirra mishepnast. Eyrir »ustan St. Juien áttu sér stað all harðar orustur og fengu Bretar þar hrakið óvinina töluvert og tekið Miarga fanga. Á öðrum stöðum h*fa verið háðir «má-slagir hér og h«r. Frakkar liafa ekki átt í neinum atórorustum i seinni tíð. Hér og þ*r voru Þjóðverjar að gera á- falaup, sem Frökkum virðist ekki faafa veitt örðugt að brjóta af sér. Síðustu viku létu flugmenn Frakka ■aikið til sín taka og gerðu margar árásir á ýmsa staði sunnanvert á Þýzkalandi. Er sagt, að þeir hafi •teypt niður um 15 tonnum af •prengikúlum 1 alt >á ýmsar her- •töðvar þar og skotfæraverkstæði. Ekki segja þýzkir þetta hafa or- •*kað þeim mikinn skaða, og þykj- akt hafa skotið niður þrjá af loft- faátum þeim, eem árásir þessar e«rðu, en ekki hefir frétt sú enn v#rið staðfest af Frökkum. Vafa- iaust munu flugmenn Fi-akkanna faalda árásum þessum áfram, þvl fáa sína líka eiga þeir að því er áirfsku og hugrekki snertir. -------o------ Frá Rússum. Ekki er enn vonlaust um, að Rússum muni ef til vill auðnast að koma her sínum á laggirnar aftur. öigrar þeir, sem rússnesku hersveit- imar hafa unnið á Riga svæðinu, virðast benda til þess, að ögn faetra skipulag sé nú að færast yfir faerstjórn þeirra. 1 grend við Fried- •richstadt fengu þeir hrakið Þjóð- v«rja á all-stóru svæði í byrjun vik- wnnar og tekið þar af þeim stóran •kóg, sem þeir voru búnir að búa m sig í. Á Rumaniu' svæðinu taafa Rússar einnig veið að sækja •£ ihafa komist áfram hér og þar, •tt ekki hafa ljósar fregnir af þessu fa«gist. Kerensky, stjórnarformað- ar Rússa, hefir nú einnig æðstu fa«rstjórn með höndum og vafæ l*mst hefir hann fulian vilja á að gr«ra sitt ítrasta til þess að koma faUn í betra horf en áður. Hvaða á- r*ogur þessar tilraunir hans hafa, T«©ur tíminn að leiða í ljós. -------O------ ftalir í undirbúningi. Oadorna, æðsti herforingi Itala, er nú kappsamlega að undirbúa faarsveitir sfnar undir aðra sókn, sein ef til vill á sér stað áður langt líður. Allav fróttir, sem frá Róma- borg berast, láta vel yfir öllu og er öðru nær en á þeim sé að heyra, að ItíUir séu f mikilli hættu staddir •Sa í þann veginn að uppgefast. ÞMr halda enn öllum þeim stöð- mm, sem þeir náðu af Austurríkis- ■ítinum í sinni miklu sókn fyrir ■kíítnrnu og virðast nú ekki minstu líkindi þess. að þeir muni neyðast til að hörfa þaðan—eins og flugu- fréttir þær virtust benda til, sem bárust í loJc vikunnar. Áhlaup ó- vinanna á Bainsizza hásléttunni og víðar hafa þeir öll getað brotið á bak aftur. Símaþjónar gera verkfall. Símaþjónar Great North Western símafélagsins hér í Oanada gerðu verkfall á ménudaginn var og kröfðust trá átta til níu dollara kauþhækkunar um mánuðinn. Verkafélag þeirra hefir aðalstöð sína í Montreal og þaðan komu á mánudagsmorguninn skipanir um að verkfall skyidi hafið. Hættu þá tafarlaust vinnu flestir af síma- þjónum G. N. W. félagsims >á stofum þess út um alt landið. Um nokk- urn> tíraa undanfarið hafa þeir ver- ið að reyna að fá kauphækkun, en sem var rneð öllu ófáanleg og fanst þeim því þeir vera neyddir til þess að gera verkfall. Sambandsþinginu Iokið. Sambandsþinginu var frestað fimtudaginn f síðustu viku og var þá sarna sem slitið—því að eins tvær vikur eru nú eftir af tfma þess og kosningar í nánd. — Við þetta tækifæri hélt hinn nýi land- stjóri sína fyrstu þinglokaræðu. Beuti hann á helztu gerðir þings- ins f fáum orðum en aðallega fjall- aði þó ræða hans um stríðið og af- stöðu bandaþjóðanna gagnvart því. 1 lok ræðu sinnr þakkaði hann þingmönnum í nafni kon- ungs fyrir trúlega unnið starf á þingi þessu í þarfir lahds og þjóðar. Sambandsþing þetta hefir setið i átta mánuði samfleytta, á þeim al- varlegustu tímum, sem þekst hafa í sögu þessa lands. Hefir þing þetta fjallað um stærri mál og þýð- ingarmeiri, en áður liafa komið til umræðu á nokkru undangengnu samíbandsþingi í Oanada. En þýð- ingarmest og eftirtekarverðust af öllu, sem þing þetta hefir haft til meðferðar, eiu herskyldulögin. Herskylda er lögleidd þrátt fyrir öfluga mótspyrnu og tafarlaust stigin þau spor að koma henni i framkvæmd. Er þetta það mesta þrekvirki, sem nokkur sambands- stjórn hér í Oanada hefir afkastað, þegar tekið er til greina hve öflug- lega á móti þessu var barist. Lagafrumvarpi þessu var með öllu móti reynt að granda af mótstöðu- flokknum, en þrátt fyrir alla mót- spyrnu kom stjórnin því í gegn. Fleiri mál, stór og þýðingarmikil, hafði þingið einnig til meðferðaa-. Tekju skattur var lögleiddur. Lög um landtöku hermanna (Soldiers’ Land Settlement Act) voru sett í gildi, lög um atkvæðisgreiðslu allra hermanna og ný kosningalög. Þessi nýju kosningalög eru miðuð við tíma þarin, sem’ stríðið stendur yfir og taka á þessu tímabili at- kvæðisréttinn frá útlendingum, sem ekki verða herskyldaðir og sem til þess að gera hafa að eins dvalið stuttan tíma í landinu. En mæðrum, systrum og eiginkonum hermannanna er aftur á ipóti veitt- ur atkvæðisréttur. — Þó flest af miálum þeim, sem þing þetta fjall- aði um, væru þátttöku þjóðarinn- ar í stríðinu viðkomandi, þá lágu þó einnig fyrir því mörg önnur stór mál, sem ekki er hægt að segja, að séu í neinu sambandi við >stríðið. Einna stærst og þýðingarmest af málum þeim, var járnbrautarmál- i«. — Stjórnin ráðgerir að kaupa með rá og reiða eina af stærstu járnbrautum þessa lands og gera hana að þjóðeign. Ekkert annað mál hefir vakið meiri umrræður á þingi en þetta; komst það f gegn um neðri málstofuna, en strandaði í þeirri efri. Tími reyndist ekki nógur til þess að hægt væri að koma því viðeigandi horf. -------o------ Kafbátum sökt. Frétt í norska blaðinu “Tidens Tcgn” segir frá því, að ein af tund- ursnekkjum Breta hafi nýlega sökt þýzkum kafbát, sem ráðist hafði á farþegaskip í Norðursjónum. Ann- að cnskt farþegaskip varð einnig fyrir samskonar árás þarna nærri, en fékk komið við vörn með stór- skotabyssum þeim, sem öll brezk skip hafa nú meðferðis, og endaði viðureignin þannig, að kafbátnum var sökt. Fleiri sannanir gegn ÞjóÖverjum. Stjórn Bandaríkjanna heldur á- fram að leiða í ljós undirferli, sam- særi og svik Þjóðverja í löndum hlutlausra þjóða frá því fyrst að styrjöldim hófst. Eftir að Rum- ania var komin í stríðið og Banda- rfkin höfðu tekið að sér mál Þjóð- verja þar, fundust þar sprengikúi- ur eftir Þjóðverjana — sem þeir höfðu áreiðanlega haft í hyggju að nota í sambandi við samsæri sín og svik í landi þessu, á meðan þjóðin þar þó var hlutlaus í stríð- inu. Sýnir þetta bezt hve ósvífmir og áfyrirleitnir Þjóðverjar eru. — Sömuleiðis hafa nú komið í ljós fleiri samsæri þeirra í Bandarfkjun- um og það fullsannað, að við þetta hafa verið riðnir ýmsir vel þektir menn þar, sem þýzkir eru eða af þýzkum ættum. — Vafalaust hafa Bandaríkin enn fleiri sannanir en þetta gegn Þjóðverjum, sem eflaust verða birtar síðar. Skógareldar í Minnesota. Stórir skógareldar hafa gengið undanfarandi daga norðanvert í Minnesota ríki í Bandaríkjunum. Þurkar miklir hafa verið þar f seinni tíð, >svo allur jarðargróður er meira og minna skrælnaður. Gerir þotta það að verkum, að eld- arnir, sem nú geysa á mörgum svæðum, eru lftt viðráðanlegir. Stór sögunarmilla í bænum War- road brann til kaldra kola í einum eldinuin. Einnig hafa eldarnir gert bændum mesta tjón f grend við bæinn Warroad og hafa mörg bændabýli brunnið þar. Læknanefndirnar taka til starfa. Læknanefndir þær, sem se' tai hafa verið til þess að skoða þá menn, er koma undir herskyldu- lögin og ákveða um hvort þeir séu færir til herþjónustu eða ekki, tóku til starfa ihér f bænum á föstudaginn í síðustu viku. — í lok vikunnar var búið að skoða um 500 manna, og voru þeim öllum gefin skírteini, sem þeir geta fram- vísað við undanþágu dómstóiana, þegar þeir taka til starfa. -------o------ Vist vöruverð ákveðiÖ. Matvælastjóri Canada tilkynti nýiega, að áður langt liði myndi hann áirreða vist vöruverð á ýms- um matvörutegundum í landinu. Yonandi verður þess ekki lengi að bíða, því vafalaust er þetta spor í rétta átt. f Bandaríkjunum er þeg- ar búið að takmarka verðið á ail- mörgum matvörutegundum og einnig á stáli og ýmsu öðru. — Mörgum hefir þótt matvælastjón inn hér í Canada frekar hægfara og láta lítið til sín taka f stöðu sinni. Enda er ekki hægt að segja, að hann hafi afrekað mikið að þessu. En iðjulaus hefir hann þó ekki verið, heldur á einlægu flugi um landið þvert og endilangt og von- andi er, að afleiðingarnar af starfi hans verði bráðlega sjáanlegar. Miðveldin svara páfanum. Þýzkaland og Austurríki hafa svarað friðartillögum páfans og eins og vænta mátti stutt þessar tillögur hans rækilega. Svar þýzku stjórnarinnar er stutt og segir lítið annað en það, að hans hátign, keisari Þýzkalands, hafi með ein lægum þakklætis tilfinningum í garð hins helga páfa verið að fhuga vandlega þessar friðartillög- ur hans um nokkurn tfma. Eftir þessa vandlegu íhugun viðurkenn- ir keisarinn, að þetta sé spor i rétta átt og “ali ihann sterka þrá 1 brjósti” að þetta geti leitt tii þess að hin mikla styrjöld hætti og hennar ægilegu blóðsúthellingar. —f fám orðum sagt styður svar þetta allar tillögur páfans frá byrj- un til enda og tjáir þýzka þjóð reiðubúna til að ljá þeim örugt fylgi. — Svar Austurríkis er skrifað af keisaranum sjálfum og yottar enn meiri auðmýkt og lotningu fyrir páfanum, en svar Þjóðverj- anna. Er páfinn þar lofaður á hvert reipi fyrir sinn helga tilgang. Segist keisarinn í sinni fyrstu há- sætisræðu hafa látið þá von í ljós, að fyrsta starf stjórnartíðar hans mætti verða þáð að stuðia til þess, að bráður friður kæmist á aftur og hin mikla óöld í heiminum tæki enda. Felst keisarinn f fám orðum sagt á alt, sem páfinn segir, og bið- ur guð að blessa friðanhreyfingu þessa og leiða hana til heppilegra úrslita. Einkennilegast við svör þessi og eftirtektarverðast er, hve andi beggja þessara þjóða er nú breytt- ur frá því, sem áður var. Hroki Þjóðverja og hemaðardramb virð- ist^nú vera að minka og þeir að hætta að skoða sig “guðs útvalda þjóð”, sem sjáifkjörin sé til þess að drotna y.fir öllum öðrum þjóðum. Er þetta líka góðs viti, en þó ekki fullnægjandi. Frið má ekki semja, fyr en þeir hafa fengið inn í með- vitund sína að þeirra ofbeldisfulla einveldisstjórn hafi verið aðal-orsök str.fðs þessa og þar af leiðandi séu þeir skyldugir að bæta fyrir öll þau rangindi, sem þeir þannig hafi orsakað öðrum þjóðum. Manitoba fær fyrstu verÖIann. Landkostir Manitobafylkis, sér- staklega hvað hveitirækt snertir, hafa nú komið skýrt í ljós. Á al- heims garðávaxta sýningu þeirri, sem haldin var nýlega f Peoria, í Illinois ríki í Bandaríkjunum, hlaut Manitoba hveitið fyrstu verðlaun og öll önnur verðlaun, sem gefin voru fyrir hveiti. Mörg sýnishorn af hveiti, öðrum kornteg- undum og einnig ýmsum garðá- ávöxtum voru send á sýningu þessa og voru eftifylgjandi Manitoba- bæixdur svo lánsamir að hljóta verðiaun: S. Larcombie, Birtle, fékk fyrstu verðlaun fyrir hveiti; A. Cooper, Treesbank, önnur verðlaun; W. J. Carruthers, Methven, þriðju verð- laun; — öll þessi verðlaun fóru til bænda f Manitoba. Fyrstu verðlaun fyrir hafra tók M. P. Mountain, Soisgirbh; en John Strachan, Beulah, tók fyrstu verð- laun fyrir rúg. C. Depepe, Swan Lake, fékk fyrstu veiíHlm fyrir bygg (i-wo-rowed). Fyrir flax fékk J. S. Pritdhard, Roland, fyrstu verðlaun og David Pritchard úr sama stað önnur verðlaun. Fyrir bindi af höfrum fékk S. S. Larcombie þriðju verðlaun og A. T. Trissinan, Whitemouth, önnur. Fyrir kartöflur fékk S. Lan combie önnur verðiaun. H. C. William, East Kildonan, fékk fyrstu, önnur og þriðju verð- laun fyrir ýmsar káltegundir. Manitoba bændurnir mega sann- arlega vera hreyknir af úrslitun- um.—T. Harris, kennari í garðrækt við Manitoba landbúnaðarskól- ann, sótti sýningu þessa. Stórtjón af eldi. Eldur kom upp í bænum Elgin, Man., á sunnudaginn var og gerði mikið tjón. Kornhlaða Western Canada Elevator félagsins brann og eins bygging Imperial Oil fé- lagsins. Um tfma leit út fyrir, að allur bærinn væri í hættu, en að lokum varð þó eldurinn viðráðan- legur og unt að slökkva hann. — Um orsök eldsins vita m>enn ekki annað ©n það, að hans varð fyrst vart í vöruhúsi einu, nálægt kom- blöðu þeirri, sem brann. Skaðinn í alt er metinn að vera um $15,000. -------o------- Undanþágu dómstólarnir. Mr. T. D’Arcy McGee, ráðsmað- “Thomas Ryan” heildsölufálagsins hér í bænum, hefir verið skipaður aðstoðar skrásetjari fyrir Manito- ba fylki f sambandi við herskyldu- lögin, og verða ekrifstofur hans í Boyd byggingunni hér f bænum. Um 100 skrifstofuþjóna á hann að hafa og verða til þess starfa ekki valdir aðrir en þeir menn, sem ekki eru hæfir til herþjónustu. Bænum Winnipeg hefir verið skift í þrjár deildir, suður-, mið- og norðurv Winnipeg, og í hverri þessari deild verða svo og svo margir dómstólar. Hver dómstóll er skipaður af tveim ur mönnum, annar settur af dóm- ara en hinn útnefndur í Ottawa.— Haldið er að fyrsti flokkur her- skráðra manna muni verða kallað- ur í byrjun næsta mánaðar. Uppþot á Finnlandi. Þjóðin á Finnlandi virðist nú eiga við alt annað en sældarkjör að búa. Uppþot hafa átt sér stað í sumum borgunum og er hin mikla óánægja Finna gegn hinni rússnesku stjórn aðal-orsök þessa. Alexander Kerensky, sem nú er æðsta ihöfuð stjórnarinnar á Rúss- landi, hefir stranglega bannað Finnum að kalla saman þing sitt aftur, en talið er sjálfsagt, að þeir muni óhlýðnast þessu þanni hans. Getur þetta leitt til alvariegra af- leiðinga fyrir Finnland. — I borg- inni Björneborg gerðu fbúarnir aðsúg að rússneskum hermönnum og sló í haröan bardaga, sem stóð yfir í marga kiukkutíma. Biðu margir bana í uppþoti þessu og fjöldi manns særðust. — Eins og kunnugt er, vilja Finnar nú fá al- gerðan aðskilnað við Rússland, en þetta fær alt annað en góðar und- irtektir hjá bráðabyrgðarstjórn- inni rússnesku. Finmar eiga engan her sjálfir og standa því illa að vígi. -------o------- Skólasetning. Jóns Bjarnasonar skóli byrjaði fimta starfsár sitt mámudagsmorg- uninn í þessari viku. Yoru þar komnir 25 nemendur til að innrit- ast f skólann. Síðan hafa fimm bæzt við, svo nú eru þeir 30. Eftir stutta guðræknisathöfn ávörpuðu allir kennararnir nemendahópinn. Var svo búið undir -starfið fyrir næsta dag. Að kvöldi sama dags var skólasotningarhátíðin haldin í Fyrstu lút. kirkju. Skólastjóri stýrði samkomunni og skýrði frá ánægjulegri byrjun skólans. Enn fremur mintist hann með djúpri virðingu og þakklæti tveggja lát- inna vina skóians. Annar þeirra var Baldur Jónsson, >fyrsti ráðinn samverkamaður skólastjóra, dáinn rétt um það leyti er skóli byrjaði í þetta sinni Hinn var einn hinna fyrstu nemenda, Jón Giibert Jóns- son, fallinn á vígvellinum fyrir skömmu. Séra Kristinn K. ólafsson frá Mountain, N. D., var aðal ræðu- maður og fJutti ban>n skýrt og gott erindi um kristilegan> og þjóðernis- legan grundvöll skólans. Hann sýndi þroska skólans, bæði inn á við og eins í trausti mannia til hans. Séra Steingrímur Thorláksson las biblíukafla og fiutti bæn. Mrs. Dalmann söng, enn fremur Mr. og Mrs. Alex Johnson, Mr. Jón- as Pálsson lék á pfanó og Miss Violet Jöhnston og Fjóla Johnson léku á fiðlu og var öll þessi söng- list unaðsleg. Samkoman byrjaði og endaði með söng. -------o------- Or bœ og bygð. Oli Olson, að 907 Ingersoll str. hér 1 bænum, fór vestur til Oalgary, Alberta, í síðustu viku, til þess >að vera þar á verzlunarmanna fundi. Hann bjóst við að koma til baka eftir rúmlega vikutíma. Jón Stefánsson, bóndi frá Stony Hill, Man., kom til borgarinnar ný- lega og bjóst við að dvelja hér nokkra daga. Hann sagði alt tíð- indalítið í sinni bygð. Sigurgeir Eggertsson frá Siglunes P.O., var á ferð 'hér í bænum ný- lega og dvaldi hér nokkra daga. Hann hélt heimleiðis á föstudaginn í síðustu viku. Sigtryggur Jörundsson, að 351 McGee str. >hér í bæ, skrapp út til Siglunes bygðar fyrir helgina og bjóst við að dvelja þar nokkra daga. Sigurbjörn Pálsson særðist ný- lega í orustu á Frakklandi, eins og skýrt var frá hér í blaöinu. Síðan hann særðist 'hafa komið frá hon- um tvö bréf til tengdaforeldra hans að 694 Maryland str. ihér i bænum. Er hann nú á spítala á Frakklandi og segir >sig ekki hættu- lega særðan. Hann særðist af skotsári í brjóstið. Bréf frá Árna Eggertssyni, skrif- að í Washington, D.C., kom rétt fyr- ir helgina síðustu. Hafði hann brugðið sér til Washington til að fá leyfi ifyrir Gullfoss að flytja vör- ur til Islands og hafði hann von um að vel gengi, þó það væri ófeng- ið, er hann skrifaði. Gullfoss var þá farinn að ferma og bjóst hann við að skipið yrði albúið til að leggja í haf á laugardaginn var, ef leyfið fengist. Sig. Sölvason frá Westbourne, Man., var á ferð hér 1 bænum í sffa- ustu viku og bjóst hann við aS skreppa til Selkirk og Gimli áður en hann héldi heimleiðis. Upji- skeru í Westbourne bygðinni sagði hann góða. Meðal uppskera frá 3i til 35 bushel af ekrunni af bezta hveiti. Þreskingu kvað hann nærri búna í því bygðarlagi. Jóns Sigurðssonar félagið vill láta í Ijós þakklæti sitt til allra, smh komu á samkomu þá sem félagið hafði á sunnudagskveldið í Lyciua* leikhúsinu. Samskotin voru $110.M og ganga þau í jólasjóð félagsin*. . Jóhann Th. Oddson frá Garðar, N. D., og Björn sonur hans, kou*« til bæjarins f vikunni sem leið ©e héldu svo vestur til Elfros, Sa»k. Með þeim var einnig Stefán Hðy- gaard frá Garðar. — Þeir sögSu þreskingu því nær um garð genga* í sínu bygðarlagi. Uppskera þmr mjög misjöfn, hveiti frá 8 til 3í bu-shel af ekrunni. Einar M. Einarsson, sonur Metú- salems Einarssonar á Mountain og námsmaður við háskólann í Grand Forks, var staddur hjá systur sinni, Þorbjörgu Seheving, að Elf- ros, Sask. Að kveldi þess 18. þ.ra., fyrra þriðjudag, voru þeir mágam- ir, hann og Jón Scheving, að léta gasolín í bifreið, eftir að dimt var orðið, og hélt Einar á lukt á með- an, án þess -þó að standa fast hjá. Alt í einu varð sprenging, og hefir kviknað frá luktinni. Einar stór- skaðaðist, en Jón brendist töluTert á hægri hendi. Einar lá veikur þangað til á föstudag 21. þ.m. a* hann lézt, og hafði verið ræn-ulaus mest af tímanum. María systir hans fór norður, er heyrðist um slysið, en kom ekki fyrr en bróðir hennar var látinn. Likið var flutt til Mount-ain á mánudaginn var »g fór Jón Scheving og þær systur hins látna með því. JarðarförÍH fór fram að Mountain á þriðjud*g- inn þann 25. — Ein-ar heitinn T*r hinn miesti efnispiltur og gekk n-ámið ágætlega, svo að honum er mikill söknuður, ekki einungis fyn ir föður og systkini, sem nú verð« fyrir hverjum harminum ef-tir an»- an , heldur líka fyrir íslendinga- hópinn hér vestan h-afs, sem Einar heitinn var lfklegur til að verfaa bæði til gagns og sóma. ------©------ Eimskipafélag íslands. Söluverð hluta lækkar. Nýkomið bréf frá herra Árna Egg- ertssyni skýrir frá því, að hanit h-afi komist að samningum í New York, sem geri mögulegt að selja Vestur-íslendingum hluti f Eim- skipafélagi íslands fyrir $28.5« iliverjar 100 kr., í stað $30.50, sem wí«- ast var auglýst. Þebta er rúmua* $3.00 minna fyrir hv-erjar 100 kr. 'heldur en Winnipog-bankar þiggja í dag fyrir 100 kr. útborgaðar á im- landi. Hlutasölunefndin hefir því kotn- ið sér saman um, að bjóða Vestur- Islendingum að bregða nú við »g kaupa hluti í félaginu fyrir $28.M hverjar 100 krónur, og skal J>»ð þetta standa til 1. móv. næstk. — Sömuleiðis auglýsir nefndin faéc með, að þeir, sem keypt 'hafa hluti í félaginu á $30.50 hverjar 102 kr., fái nú þá hluti fyrir $28.50 og eiga þess vegna til góða hjá féhirSi nefndarinnar í Northern Crowfa bankanum hér ]xá fjárupphæð, s*m þeir hafa borgað umfram lækkafa* verðið, og geta þeir hvort sem viil fengið það sér endursent að frá- dregnum sendingarkostnaði 'e«a látið það liggja hjá fóhirði til at borgunar á frekari hlutakaupuM fyrir 1. nóvember næstk. Nefndin skorar á Vestur-íslend inga að k-auiia nú ihluti í Eiaa skipafélaginu innan ákveðins tíma, á meðan þetta lága verð gildir. Skip félagsins eru þau einu skip tilheyrandi Norðurlandaþjóðunum, sem nú fá að flytja vörur frá Ame- ríku til Norðurálfu. Eimskipafélag Islands hefir því það erindi, að vera bjargvættur íslenzku þjóðarinnar á yfirstand- andi tím-a og ætti það eitt að vera Vestur-í-slendingum næg hvöt til þess nú að styrkja félagið af ítr- ustu kröítum. Winnipeg, 25. sept. 1917. B. L. Baldwinson, • ritari. ( \

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.