Heimskringla - 27.09.1917, Page 2
HEIMSKRINGL A
WINNIPEG, 27. SEPT. 1917.
X BLA ÐSÍÐA
—’wwwn’"------
* , ... ... - **~
Martröð hervaldsÍDs
Eftir síra F. J. Bergmann.
57.
Keisarastjórnin í öngum.
Á ríkisþinginu var ólgan, sem
þetta Zabermmál hafði vakið, lengi
mikil. Betthmann-Hollweg, kanzl-
ari, varð að gera bragarbót og
flytja aðra ræðu, og segja þá það,
sem hann hafði ætlað sér áður, en
eigi getað fyrir geðshræringu.
Hann reyndi þá að friða hugina
með þvl að sýna fram á, hvað hon-
um hefði orðið ágengt í Donau-
eschingen.
Kanzlarinn leiddi þinginu fyrir
ejónir að keisarinn hefði auglýst
þá ríkisráðs-samþykt, sem skipaði
fyrir um, að hervaldinu skyldi
halda innan þeirra takmarka, er
lögin settu þvf, heimtað, að ölluim
skyldi hegnt, er sekir yrði um
lagabrot, lýst yfir því, að 91. her-
deildin hefði verið send burtu frá
Zabern, að lögin frá 1820 hefði ver-
ið numin úr gildi 1 Elsass og Lot-
ringen, o.s.írv.
Bethmann-Hollweg lýsti yfir því,
að enginn kanzlari skyldi láta það
viðgangast, að framin væri laga-
brot af nokkurum embættismönn-
um stjórnarinnar, hvort heldur
borgaralegum emibættismönnum
eða foringjum í hernum. Að öðr-
um kosti yrði hann að víkja úr
embætti.
En þessi seinni ræða kanzlarans
koan of seint. Að sönnu líkaði hún
miklu betur en sú fyrri og dró
nokkuð úr vonzku þeirra á þingi,
eem mest voru stjórninni andvígir.
En ræðan kom samt of seint til
þess að koma í veg fyrir, að van-
trausts - yíirlýsing gegn stjórninni
yrðj, samþykt. Sú vantrausts-
yfiriýsing var samþykt með mikl-
um meiri hiuta: 294 gegn 54. Aft-
urhaldsflokkurinn hefir þann sið,
að greiða ávalt atkvæði með stjórn-
inni, og brá ekki þeirri venju í
þetta sinn. En af öllum þing-
flokkum var hann sá eini.
Nú heimtuðu jafnaðarmenn fá-
um dögum sðar, að kanzlarinn
segði af sér. Kváðu þeir það eðli-
legar afleiðingar þeirrar vantrausts
yfirlýsingar, sem þegar hefði verið
eamþykt. En eigi fengu þeir fylgi
ails þorra þingmanna í því efni.
Vildi allur fjöldi þeirra taka til
greina ummæli kanzlarans 1 hinni
síðari ræðu hans og láta þar við
sitja. Þeir voru enn eigi búnir að
tileinka sér þá skoðan, að van-
trausts-yfirlýsing á ríkisþingi yrði
endilega að hafa í för með sér em-
bættismissi fyrlr kanzlarann.
Sinám saman breiddist yfir þetta
mál, sem svo miklum óróa hafði
valdið. Nýir embættismenn voru
skipaðir f Zabern, og sá litli bær,
sem uim tíma hafði vakið eftirtekt
uin alt Þýzkaland, og langt út um
heim, féll aftur niður í sama logn-
mókið og áður.
En hvað eftir annað varð málið
aftur uppi á teningi. Þegar kanzl-
arinn síðar á sama ríkisþingi gaf
yfirlit yfir samkomulag Þýzkalands
við aðrar þjóðir, tók Scheide-
mann, leiðtogi jafnaðarmanna, til
máls, og réðst á kanzlarann óvenju-
hlífðariaust. Kvað hann það furðu
gegna, að Bethmann-Hollweg liti
svo enn á, að hann væri rétti mað-
urinn til að standa við stjórnvöl-
inn á þjóðarsnekkjunni. Sagði
Scheidemann, að það skyldi ekki
vera sér langrar stundar verk, að
sýna fram á, að það væri mikill
xnisskilningur.
Scheidemann taldi þá upp stjórn-
mála misgrip Bethmann-Hollwegs,
sem hann svo kallaði. Eitt þeirra
var, að hann hefði látið sér mis-
liepnast að koma til leiðar breyt-
ingu á prússnesku lögunum um
atkvæðisrétt. Sagði, að þau fáu
lög, er samþykt hefði verið, eins og
lög um reglulega stjórnarskrá
handa Eisass og Lotringen, hefði
náð samþykki þingsins, einungis
fyrir fylgi jafnaðarmanna. Rifjaði
hann þá Zabern-málið upp aftur
af nýju.
Hann benti á afstöðu keisarans
í því máli. Kvað hann auðsætt,
að keisarinn hefði verið of önnum
kafinn við dýraveiðar og veizlu-
höld til þess að sinna jafn-lítilfjör-
Jegum málum og þessu Zabern-
máli. Sagði hann Kka, að þar sem
kanzlarinn hefði neitað að segja
af sér, þó 294 ríkisþingmenn hefði
lýst yfir vantrausti sínu á stjórn-
inni, án þess að láta lelðast af
nokkurri persónulegri óvild til
kanzlarans, væri eigi unt af því að
draga aðra ályktan en þá, að Beth-
mann-HolIweg héngi í stöðu sinni,
eökum þeirrar óheppilegu hug-
myndar, sem hann hefði um full-
veldi keisarans. Hann hlyti að
trúa á hið gamla skurðgoð eins
manns stjórnar.
Scheidemann skoraði á 'sama
r
meira hlutann á þingi, er samþykt
hafði vantraustsyfirlýsinguna, að
árétta nú þá samþykt með því, að
neita að samþykkja laun kanzlar-
ans. Þá neyddist hann til þess að
segja af sér embætti. Það gefur
hugboð um, að ekki sé ávalt mjúkt
undir fæti, jafnvel á embættisferli
kanzlarans á Þýzkalandi.
BethmannrHollweg lét ekki
standa á svari. Kvaðst eigi þurfa
á ráðum Scheidemanns að haida.
Þegar stjórnin hefði látið til leið-
ast að breyta þingsköpum, hefði
hann berum orðum áskilið sér rétt
og heimiid til, annaðhvort að taka
til greina samþykt, er gerð væri á
ríkisdegi, eftir að fyrirspurn til
stjórnarinnar hefði verið borin
fram, eða virða hana algerlega
vettugi.
Fyrrum hefði vaninn verið sá, að
í umræðum um fyrirspurn og svar
stjórnarinnar upp á hana, hefði
eigi verið hægt að láta koma til
neinnar atkvæðagreiðslu á ríkis-
þingi, hvorki til að samþykkja né
fella nokkura yfiriýsingu, er kvæði
upp dóm um atgerðir stjórnarinn-
ar. Slíkar þingsályktanir mætti
skoða sem gagnleg skilríki. En
samkomulag væri um það, að þær
þingsályktanir gæti • engin bönd
verið, hvorki á stjórnina, né nokk-
urn elnstakan meðlim hennar.
Kanzlarinn tók fram, að enginn
hefði rent grun í, að með breyting
þingskapa væri verið að breyta
allri stjórnarskrá ríkisins. Það væri
langt frá því, að ríkisþingið hefði
vald til þess að reka ráðherra úr
embætti, þegar því sýndist. Á
Erakklandi og Englandi væri á-
ástæður aðrar. Þingbundin stjórn
ætti sér ekki stað á Þýzkalandi.
Miklu fremur væri það einka-
réttindi, er stjórnarskráin veitti
keisaranum, að skipa kanzlara, án
aðstoðar eða ráðlegginga rfkis-
þings. Bethmann-Hollweg kvaðst
mundu berjast með hnúum og
hnefum gegn öllum tilraunum til
að breyta þessu stjórnarskipulagi.
Fyrir þvl neitaði hann nú að segja
af sér. Þingsályktan sú, er ríkis-
þingið hefði samþykt, .hefði engin
áhrif önnur, en að gera það aug-
ljóst, að skoðanamunur ætti sér
stað milli ríkisþingsins og stjórn-
arinnar.
Ágreiningsumræður þessar áttu
sér stað á ríkis]>ingi 9. des. 1913.
Leiðtogar alira flokka fylgdu kanzl-
aranum hér að máli neina jafnað-
armenn og pólsku þingmennirnir.
Tillagan um að stryka embættis-
laun kanzlarans út af fjárlögum
var feld. Að eins jafnaðarmenn og
pólsku erindrekarnir greiddu at-
kvæði með henni. Á þann hátt
vann stjórnin sigur. En nærri
hafði hurð skollið hælum.
58.
Strfð einu bjargráð hervaldsins.
Engum blöðum þarf um það að
fletta, að hervaldsflokkurinn í
landinu tók sér jietta Zabernmál
alt mjög nærri. Ilann tók sér
nærri, hvernig þjóðin snerist við
því. Og hann tók sér nærri at-
kvæðagreiðsluna á ríkisþingi. Það
var sfðast^ kornið, er fylti mæl-
inn.
Upp frá þessu réð sú hugsan lög-
um og lofum með öllum hinum
voldugu fylgismönnum hervalds-
ins á Þýzkalandi: Það má til með
að verða stríð i Norðurálfu. Það
er skilyrði þess, að hervaldið líði
ekki undir lok. Hér hafði hinu
borgaralega valdi lent saman við
hervaldið. Frá þeim árekstri hafði
hervaldið sloppið með naumind-
um. Ef næsti árekstur verður, án
þess hervaldið hafi aflað sér nýrr-
ar frægðar í hernaði, yerður það
að lúta í lægra haldi. Vilji það
halda veg og völdum, verður það
að steypa þjóðinni út í stríð. Ein
ungis stríð getur kæft óánægju
þjóðarinnar með stjórnarfarið í
landinu og um leið jafnaðarmanna-
stefnuna sem annars brýzt til
valda.
Á liðnum árum hafði það verið
venja, þegar ríkisþingi var slitið,
að allir þingmenn stóðu á fætur og
hrópuðu húrra fyrir naíni keisar-
ans. Jafnaðarmenn voru þá venju-
lega búnir að smeigja sér út til
þess að komast hjá að taka þátt f
þeirri athöfn. En er ríkisþingi var
slitið 20. maí 1914 voru jafnaðar-
menn allir í þingsalnum, en neit-
uðu að standa á fætur og taka þátt
í gleðiópum fyrir keisaranum.
Hafði þeim komið saman um að
skaprauna stjórninni enn átakan-
legar en áður með þessum hætti.
Forseti ríkisþingsins benti þegar
á þetta kurteisisbrot gegn keisar-
anum. Þá hrópuðu jafnaðarmenn
einungis: Það kemur okkur ein-
um við. Reyndu þeir þá að
drekkja fagnaðarhrópunum með
ópum og óhljóðum. Alt þetta vakti
ákafa gremju hjá keisaranum og
varð tilefni til þess, að 'hann veitti
þvf samþykkf sftt að leggja út í
stríð.
59.
Lifnaðarhættir Þjóðverja.
Það er alment viðurkent, að lofts-
lag og landslag hafi mikil áhrif á
iyndiseinkunnir þjóðanna. Því
hefir verið lialdið fram, að enska
lundin breytist við að búa suður
í hitabelti. Oft og tíðum er sjálf-
sagt of mikið úr þessu gert. Samt
verður því ekki neitað, að þegar
dæmt skal um þjóðerniseinkenni
og leitast er við að gera sér þau
skiljanleg, er ávalt rétt að taka til
greina loftslag og landslag það, er
þjóðin á við að búa.
Eins og Þýzk'aiandi er háttað nú
á dögum, er hin mikla norðlæga
slétta, sem nær því sem næst yfir
alt prússneska konungsríkið, eins
og það var upphaflega, hjarta-
punktur landsins. Hún liggur
frá fjöllum Saxlands og noriUir
að Austursjó og Norðursjó. Slftta
þessi er döpur og ófrjó. En á henni
hafa risið upp eina öldina eftir
aðra herskáir þjóðflokkar, sem
runnið hafa yfir Norðurálfu eins og
eldur í sinu.
Löftslag er ckki eins kalt á vetr-
um eins og í norður-fylkjum
Bandaríkja og Kanada. úrkoma er
þar mikil. Á vetrum er svo dimt
uppi yfir, að sólarleysið hlýtur að
hafa áhrif eigi lítil á lundarlag
fólksins.
Saxiand er fjallaland mikið.
Wuertenberg og Baden eru hæðótt.
Bæjaraland er yndislega fagurt.
Þar skiftast á yndisleg stöðuvötn
og fjöll. Rfnardalurinn með hæð-
um um'hverfis, vöxnum vínviði, er
eitt af fegurstu svæðum jarðarinn-
ar. Allir ferðamenn dást að þeim
sjóndeildarhring, með stöðugri til-
breyting og þýðum litum.
Eins og bent var á f upphafi,
voru fyrstu lbúar Prússlands ekki
af germönskum stofni, heldur
fremur slavneskum. Þann dag
f dag búa enn í skóglendinu á
bökkuin Spree-fljótsins, þar sem
Berlínarborg stendur, og að eins
um fimtíu mílur frá borginni, af-
komendur frum-íbúa landsins, er
Vindur nefndust, og mæla enn á
þeirri mállýzku.
Konur, sem taka börn til fósturs
og leggja þau á brjóst, ganga um í
Berlínarborg í einkennileguan, fjöl-
litum búningum, og eru þær allar
Vindur frá þessu skógalandi. Hér-
að þctta hetfir varðveizt í öllum
þeim ótal styrjöldum, sem um
Þýzkaland hafa geisað, sökum
mýranna og skóganna.
íbúar Rínardalsins drekka vín í
stað bjórs. Þeir eru meiri fjör-
menn að lundarlagi en Prússar og
Saxlendingar og íbúar Bæjara-
lands, sem eru þunglyndir og dauf-
gerðir.
íbúar Bæjaralands eru frægir
fyrir dugnað sinn til bjórdrykkju.
Sagt er, að það sé alls ekki óvenju-
legt, að efnað borgarfólk í Muen-
chen drekki þrjátíu stórar bjór-
kollur á dag. Fyrir því eru
heilsuhæli um alt Þýzkaland. Al-
mennir kaupsýslumenn þýzkir
hafa það að reglu að eyða þar
nokkuru af árlegum frítímum sín-
uim.
Oft er gert gis að Þjóðverjum
fyrir það, hve miklir matmenn þeir
sé. Þegar alt er með kyrrum kjör-
um í landi þeirra, er sagt að þeir
eti að minsta kosti sjö sinnum á
dag. Ferðamenn segja, að þetta
hafi að minsta kosti átt sér stað
með hinum efnaðri kaupmönnum
í Berlín á undan stríðinu. Fyrst er
árbiti eða litliskattur nokkuð
snemma; því næsi morgunverður
uim kl. 11 árdegis: Smurt brauð og
mjólk eða öl, eftir því sem verkast
vill. Miðdegisverður kl. 3 og vana-
lega fimm léttir, með víni og bjór,
kaffi og kökum. Kring um kl. 5
fá menn sér aftur smurt brauð og
ce eða smurt brauð og bjór. ■ Aðal-
máltíðin, dögurður, er kl. 7 að
kveldi, og er þá oft margréttað og
mörg vín á borði. Að síðustu taka
menn sér góðan kveldverð áður
þeir ga-nga til hvíldar.
Af mörgum læknum er því liald-
ið fram, að ofát og mikil vín- og
bjór-drykkja hafi haft óheillavæn-
lcg áhrif á lundariag Þjóðverja.
Það hafi gert þjóðina íhlutunar-
sama og lundilla og um leið lier-
skáari. Þjóðir, sem neyta mikils
kjöts, hafa ávalt borið ægishjálm
yfir aðrar, sem lifað hafa af jurta-
fæðu. Matarhæfið hetfir því áhrif
ekki lítil á lundarlag þjóðanna,
eigi síður en loftslag og landslag.
60.
Greipar hervaldsins.
Það er haft eftir Napóleoni mikla,
að hann hafi sagt, að Prússlandi
hafi verið ungað út úr fallbyssu-
kúlu. Á dögum frakknesku stjórn-
arbyltingarinnar, þegar hún. var
enn í aðsigi fyrir 125 árum, á frakk-
neski mælskumtaðurinn Mirabeau
að ihaifa sagt: “Hernaður er þjóð-
ariðnaður Prússlands.” Skömmu
fyrir fransk-þýzka stríðið 1870, er
haft eftir frakkneskum aðstoðar-
hermálaritara: Önnur lönd eiga her,
en á Prússlandi á herinn landið.
1 raun réttri er það lfka svo, að
aðalsmannastéttin á Prússlandi á
herinn.
Foringjar geta menn orðið 1
hernum með tvennu móti. Annað
hvort geta menn innritast í tví-
fylki í hernum sem óbreyttir liðs-
menn og á skömmum tíma smá-
hækkað í tign. Eða hið unga for-
ingjaefni gotur eftir tveggja ára
námsvist í einhverjum hermanna-
skólanum gengið inn f tvífylkið
sem bráðabirgðar merkis'beri,
Hverja leiðina, sem hann> heldur
velur, eru nákvæmar gætur hafðar
á hinu unga foringjaefni á meðan
reynslutíminn stendur yfir. Hann
getur ekki orðið foringi í tvífylk-
inu, nema með samþykki hfnna
foringjanna. Á þann ihátt verður
hvert tvífylki eins og félag eða
klúbbur, þar sem embættismenn
hafa réttinn til að útiloka.
Með þessu móti er foringjastað-
an í raun réttri bundin við aðals-
mannastéttina. Kvað það vera
býsna algengt, að tvífylkisforingj-
ar, eru komnir af forfeðrum, sem
verið hafa foringjar í sama tvífylk-
inu um tvö hundruð ára bil eða
meir.
í viðbót við þessa foringja, sem
gera hermensku að atvinnuvegi og
lífsstöðu, er álitleg tala Þjóðverja,
sem eftir að hafa gengið í íherinn og
verið þar eitt ár og tvö tímabil
þar á eftir, eru þá gerðir vara-for-
ingjar. Þessir vara-foringjar eru
kallaðir til hersins til æfinga, og
svo vitaskuld þegar öll þjóðin
gengur í strfð. Varaforingjar þess-
ir fá sjaldan æðri tign en kafteins-
stöðu í hernum.
(Framh. á 3. bls.)
KAUPIÐ
Heimskringlu
Blað FÓLKSINS og FRJALSRA skoðana og elsta fréttabiað Vestur-Islendinga
Þrjár Sögur!
og einn árgangur af blaðinu fá nýir kaupendur, sem senda
oss fyrirfram eins árs andvirði blaðsins. — Fyr eða síðar
kaupa flestir Islendingar Heismkringlu. — Hví ekki að
bregða við nú og nota bezta tækifærið? — Nú geta nýir
kaupendur valið þrjár af eftirfylgjandi sögum:
“SYLVÍA.” “HIN LEYNDARDÓMSFULLU SKJÖV’ “DOLORES.”
“JÓN OG LÁRA.” “ÆTTAREINKENNIÐ.” “HVER VAR HÚN?”
“LÁRA.” “LJÓSVÖRÐURINN.” “KYNJAGULL.” “BRÓÐUR-
DÓTTIR AMTMANNSINS.”
Sögusafn Heimskringlu
Þessar bækur fást
keyptar á skrífstofu
Heimskringlu, meðan
upplagiS hrekkur.
Enginn auka
kostnaSur við póst-
gjald, vér borgum
þann kostnað.
Sylvía Bróðurdóttir amtmannsins Dolores .... - Hin leyndardómsfullu skjöl Jón og Lára Ættareinkennið $0.30 0.30 0.30 0.40 0.40 0.30
Lára 0.30
Ljósvörðurinn 0.45
Hver var hún? 0.50
Kynjagull 0.35
Forlagaleikurinn 0.50
Mórauða músin 0.50
Spellvirkjarnir 0.50
Ljómandi Fallegar
Silkipjötlur.
til að búa til úr rúmábreiður —
“Crazy Pattíhwork”. — Stórt úrval
af stórum sUkiiaífklippum, hentug-
ar f ábreiður, kodda, sessur og fL
—Stór “pakki” á 25c., fimm fyrir $L
PEOPLE’S SPECIALTIES CO.
Dept. 17. P.O. Box 1836
WINNIPEG
TH. JOHNSON,
Ormakari og Gullsmiður
Selur giftingaleyfisbréf.
Sérstakt athygll veitt pöntunum
og viögjoröum útan af landi.
248 Main St. - Phone M. 6606
J. J. Swanson H. Q. Htnrlkcaon
J. J. SWANSON & CO.
rASTElGNASALAR OS
pvnlnKa mitWar.
Talsíml Maln 2697
Cor. Portage and Garry. Wlnnlpeg
MARKET HOTEL
146 Prlnc Street
á öótl markatSinum
Bestu vínföng, vindlar og atJ-
hlyning góö. íslenkur veitinga-
maöur N, Halldórsson, leiöbein-
ir islendlngum.
P. O’CONNEL, Eigandi Wlnnlpeg
Arni Anderson
E. P. Garland
GARLAND & ANDERSON
LÖGFRÆÐIKOAR.
Plione Maln 1661
iðl Electric Railway Chamberi.
Talsíml: Maln 6302.
Dr. J. Q. Snidal
TANNLÆKNIR.
614 SOMERSET BLK.
Portage Avenue. WINNIPEG
Dr. G. J. G/s/ason
PhyMlclan and Surgeon
Athygll veitt Augna, Eyrna og
Kverka Sjúkdómum. Ásamt
innvortis sjúkdómum og upp-
skuröi.
18 South 3rd St., Grand PorL-«, N.D.
Dr. J. Stefánsson
40Í BOYD BUILDIJIG
Hornl Portage Ave. og Edmonton St.
Stundar elngöngu augna, eyrna,
nef og kverka-sjúkdöma. Er aö hltta
fr& kl. 10 til 12 f.h. og kl. 2 tll 6 e.h.
l’lioae: ÍVÍain 3088.
Heimlli: 106 Ollvta St. Tals. G. 2316
•
Vér höfum fullar blrgBlr hreln- 9
ustu lyfja og metiala. KomltJ A
• mett lyfseöla yöar hlngaö, vér T
a gerum meöulln n&kvæmlega eftlr A
t ávísan læknislns. Vér slnnura T
utansveita pöntunum og seljum A
glftlngaleyfl. : : : : "
COLCLEUGH & CO. *
Notre Rame A Sherbrooke Sti. r
Phone Garry 2690—2691 \
A. S. BARDAL
selur likklstur og annast um út-
farir. Allur útbúnaöur s& bestl.
Ennfremur selur hann allskonar
minnísvaröa og legstelna. : :
813 SHERBROOKE ST.
Phone G. 2152 WINNIPEG
ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ am
heimilisréttarlönd í Canada
og Norðvesturlandinu.
Hver fjölskyldufatSir, e?5a hver karl-
maður sem er 18 ára, sem var brezkUr
þegn í byrjun stríCsins og hefir verfð
þa?5 siðan, eða sem er þegn BandaþjótJ-
anna eða óháðrar þjóðar, getur tekið
heimilisrétt á fjórðung úr section af ó-
teknu stjórnarlandi í Manitoba, öas,-
katchewan eða Alberta. Hmsækjandi
verður sjálfur að koma á landskrif-
stofu stjórjiarinnar eða undirskrifstofu
hennar í því héraði. í umboði annars
má taka land undir vissum skilyrðum.
Skyldur: Sex mánaða íbúð og ræktún
landsins af hverju af þremur árum.
í vissum héruðum getur hver land-
nemi fengið forkaupsrétt á fjórð-
ungi sectionar með fram landi sínu.
Verð: $3.00 fyrir hverja ekru. Skyldur:
Sex mánaða ábúð á hverju hinna
næstu þriggja ára eftir hann hefir
hlotið eignarbréf fyrir heimilisréttar-
landi sínu og auk þess ræktað 60
ekrur á hinu seinna landi. Forkaups-
réttar bréf getur landnemi fengið um
leið og hann fær heimilisréttarbréfið,
en þó með vissum skilyrðum. ______
Landnemi, sem fengið hefir heimiiis^
réttarland, en getur ekki fengið for-
kaupsrétt, (pre-emption), getur keypt
heimilisréttarland í vissum héruðum.
Verð: $3.00 ekran. Verður að húa á
landinu sex mánuði af hverju af þrem-
ur árum, rækta 50 ekrur og byggja húa
sem sé $300.00 virði.
í»eir sem hafa skrifað sig fyrir heim-
ilisréttarlandi, geta unnið landbúnað-
arvinnu hjá bændum í Canada árið
1917 og tími sá reiknast sem skyldu-
tími á landi þeirra, undir vissum skil-
yrðum.
t>egar stjórnarlönd eru auglýst eða
tllkynt á annan hátt, geta heimkomnir
hermenn, sem verið hafa í herþjónustu
erlendis og fengið hafa heiðarlega
lausn, fengið eins dags forgangsrett
til að skrifa sig fyrir heimilisréttar-
landi á landskrifstofu héraðsins (en
ekki á undirskrifstofu). Lausnarbréf
verður hann að geta sýnt skrifstofú-
stjóranum.
W. W. COR¥,
Deputy Minister of Interior.
Blöð, sem flytja auglýsine'u þessa I
heimilisleysi, fá enga borgun fyrir.