Heimskringla


Heimskringla - 22.11.1917, Qupperneq 1

Heimskringla - 22.11.1917, Qupperneq 1
--------------------------------- Royal Optical Co. Elztu Opticians i Winnipeg. V18 höfum reynst vinum þinum vel, — gefOu okkur tækifæri til aö regnr ast þér vel. Stofnsett 1905. W. R. I owler. Opt. XXXII. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA, 22. NÓVEMBER 1917 NCMER 9 Styrjöldin Italir teknir a8 verjast. Sókn Þjóðverja og Austurríkis- nianna gegn ítölum hefir nú verið hnekt, í bráðina að minsta kosti. Eins og skýrt var írá í síðasta blaði snerust hersveitir Itala til varnar með fram Piave ánni og hafa jiær þar á flestum stöðum getað stöðvað áframhald óvinanna °S hér og þar hrakið þá töluvert til baka. Að sunnianverðu hafa ít- alir komið við öflugu viðnámi með fram Piave ánni, þegar þetta er skrifað, en herfylkingar óvinahers- ins hafa hér og þar brQtist yfir ána að norðan verðu—og á einum stað urðu Italir að halda undan lengra >nn í landið. Tóku óvinirnir þar horpin Quero og Monte Cornelle og fleiri staði, sem ekki eru nefndir í fréttunum; en ekki er haldið, að þetta verði þeim mikill gróði, þar sem þeir sitja nú fastir á öllum öðr- um svæðum. Á Asiago hásléttunni hófu Italir sókn mikla í byrjun vik- unnar, tóku þar margar skotgrafir óvinanna á sitt vald og virðast hafa unnið þar allstóran sigur. Þær hersveitir Austurríkismanna, sem komust yfir Piave ána ofanvert yið Zcmson, var snúið til baka aft- ur og varð þar stórkostlegt mann- fall í Jiði þeirra Börðust ítalir harna af mesta harðfengi, og var uávígi svo mikið að oft var ekki hægt að koma öðrum vopnum við en byssustyngjunum. Um 2,000 fanga og 27 stórbyssur er sagt að ftalir hafi tekið í viðureignum hessum. Ekki er þess getið í frétt- unum í byrjun þessarar viku, að hersveitir þær, sem sendar voru frá Prakklandi og Englandi séu kornn- ar á orustuvöllinn með ítölum, en har sem þær lögðu af stað fyrir nærri tveimur vikum síðan, ættu hær nú að vera komnar til orustu- svæðanna. -------o------- Versta ástand á Rússlandi. Mannlegum skilningi er nú ofvax- ið að ifá nokkurn verulegan botn i fréttunum frá Rússlandi. Svo mik- ið er þó víst, að mesta óstand er hú þar í iandi og útlitið yfir höfuð að tala hið versta. Fréttasambandi við Petrograd var um tíma slitið bárust þá þaðan að eins hlaupa- fróttir á strjáilingi — í gegn um í'ininland og Svíþjóð. Voru fréttir þessar óljósar mjög og ruglingsleg- ar og bar illa saman. Einn daginn voru Maximalistar sagðir komnir að völdum og ný stjórn sögð mynd uð af sambandsráði verkamanna og hermanna í Petrograd. En dag- inn eftir var þetta t>orið til baka og sagt, að stjórnarbylting þessi hefði mishepnast algerlega. Ker- ensky hefði safnað að sér stórum hor, gert svo innreið í Petrograd og tekið ]>ar öll æðstu völd í sínar hendur. — Aðrar fróttir sögðu Kon niloff hershöfðingja hafa tckið Pet- i'ograd hei'skildi og hrint byltingar- mönnum frá völdum. En gleðin, sem þessum fréttum var samfara, var skammvinn, því næsta dag voru þeir Kerensky og Korniloff sagðir yfirbugaðir með öllu og Ker- ensky lagður á flótta. Rétt á eftir var svo íullyrt, að samkomulag hefði komist á með Kerensky og Maximalistum, sem væri í vil þeim síðariofndu. — En um það kom fréttunum öllum saman, að bar- dagar og blóðsúthellingar rottu sér s’tað daglega í Petrograd og ein fróttin sagði borg þessa standa i björtu báli. Soinni fréttir segja hina nýju stjórn sameinaðra verkamanna og hermanna hafa sent stjórn Þýzka- lands friðarboð, en keisara Þýzka- lands hafa neitað að t-aka þetta til greina. Á hann að hafa sagt að hann geri ekki samninga við neina stjórn á Rússlndi nema réttmæta eftirstjórn keisarastjórnarinnar eða Þá löglega sett frumlagaþing lands- ins. Þessar sömu fréttir segja ægi- |egt borgarastrið standa standa y'- ir á Rússlandi, aðallega í borgun nni Moskow og Petrograd. Stöð- ugir bardagar hafa staðið yfir síð- fn 10. þ.m., er uppreistarmenn tóku horgina Kremlin—sem þeir töpuðu ftftur eftir nokkra daga. Um 3,000 TOanns féllu einn dagin í borginni oskow. — Af fréttum þessum að < æina fara Maximalistar nú hall- o a fyrir liðsmönnum fyrverandi bráðabyrgðarstjórnar, en af því hvc fréttir þessar eru óljósar, er lítið mark á þeim takandi. Frá vestur-vígstöívum. Á vestur vígstöðvunum gengur við þetta sama. Engin stórsókn var ger á hvóruga hliðina síðustu vi'ku. En haldið er að Bandamenn muni hafa eina sóknina enn í und- irbúningi á Elanders-svæðinu. Stórbyssurnar drynja þar nú ein- lægt nótt og dag, sem ætíð er fyrir- boði þess að sókn verði hafin. Þjóð- verjar hafa gert hvert áhlaupið eft- ir annað á Passchendaele liæðina, enda kvað Hindenburg hafa látið þau boð út ganga til hermanna sinna, að hæð þessa yrði þeir að taka aftur á sitt vald, hvað sem það kostaöi. Svo hraustlega haf/. þó ihersveitir Oanadamanna og Breta varist, að hin miklu áhlaup Þjóðverja hafa engan árangur borið að svo komnu. Koma því yf- irburðir bandamanna í ljós ein- lægt betur og betur. EGILL ZOEGA. Egill Zoega innritaðist í 222. herdeildina í febrúarmánuði 1916 og var sendur til Englands sama ár. Til Erakklands var hann sendur í janúarmánuði þetta ár og var þar í skotgröf- um er síðast fréttist frá honum. Hann er 29 ára að aldri og mjög efnilegur og vel gefinn piltur. Eoroldrar hans eru, Thordur Zooga og Guðlaug Egilsdóttir, sem nú búa í Silver Bay bygð- inni í Manitoba. Thordur faðir hans er bróðir Geirs kaup- irianns Zoega í Reykjavík og þeirra systkina, en Guðlaug móðir bans er dóttir Egils Hall- grímssonar, óðalsbónda á Minni Vogum í Gullbringusýslu á íslandi. Friíarframboí Þjóðverja til Belgíu. Belgískt blað, sem nefnist La Metropole og er gefið út í Lundún- um, færir þá fregn, að Þýzkaland hafi nýlega fram komið með frlðar- boð við Belgíu. Og hér koma frið- arskilmálarnir, sem fram voru boðnir: Sjál.fstæði Belgíu skal viðurkent. Hernaðarkostnaður endurgold- inn. Skaðabætur fyrir tjón það, sem stríðið hefir haft í för með sér, samkvæmt almennum belgísk- um lögum. Eriðarþing í Bryssel, þar sem Ak bert konungur skipar forsæti. Blaðið segir, að belgískur iðnað- arauðkýfingur hafi verið sendur með friðarframboð þetta. Hann ferðaðist gegn um Þýzkaland og Sviss til Parísar. Þar fekk hann til leiðar komið fundi á gistihúsi einu með hinum belgíska ráðherra utan- ríkismála, de Broqueville, sem hann áður hafði persónuteg kynni af. Hann vísaði þessu friðarfram- boði frá umsvifalaust. Sama erindreka hafði líka verið falið að koma fram með þá tillögu, að belgískir og- frakkneskir erind- rekar, sem hefði að hálfu leyti op- inbert umboð, skyldi koma til bæjarins Bern í Sviss. Þar skyldi þýzkir erindrekar koma til móts við þá, til þess að talast við um varanlegan frið. Útnefningar Þingmannaefna. Útnefningar þingmannaefna til næstu sainbandskosninga fóru fram um alt Canada 19. þ.m. f sex kjördæmum Vesturfylkjanna og tveim- ur í austurfylkjunum sækja að eins ])ingmanniaofni samsteypustjóm- arinnar, en í tíu kjördæmum í Quebec eru Lauriermenn einir um hit- una. Kosningarnar eiga að fara frm þann 17. næsta mánaðar. — Hér á eftir em birt nöfn þingmaiinaefmanna i Manitoba og Sasktche- wan fylkjum. MANITOBA—15 MEÐLIMIR. Kjördæmi. Smsteypust. Laurierstjórn Óháöir. Brandon.........Dr. H. B.Wliidden H. S. Patterson.. J. L. Bisson.Lab. Dauphin.........Robt. Cruise ..................... Lisgiar ........Perrls Bolton .... E. W. Quinrn .... Macdonald.......R. C. Henders ... W. H. Walsh .... Marquette.......Hon. T.A. Crerar F. C. Hamilton .. Neepawa..-......F. L. Davis...... Alex Dunlop .... A. McGregor, U.-I. Marquette.......Hon. T. A. Crerar ................ P. la Prairie...Hon. A. Meighen. F. Shirtcliffe..... Provenc.her....Dr. J. R. Jothns ... Dr. J. P. Molloy.. Selkirk..........Thos. Hay....... J. E. Adamson... Souris .........Dr. A. E. Finlay.. Thos. Buck..... Springfield.....R. L. Richardson. G. Charette....... Winnipeg Centre Maj. G.W.Andrews..................R. S. Ward, Lab. Winnipeg North. .Dr. M. R. Blake..................It. A. Rigg, Lab. Winnipeg South. .G. W. Allan..... N. T. McMillan .. SASKATCHEWAN 16 MEÐLIMIR Kjördæmi Samsteypustjóm Laurierstjórn Óháður Assiniboia.... ...,T. G. Turriff H. Waddington.. C. Long C. Comnierford .. North Battleford J. Miller Humiboídt.... .. .Lt.-Col. N. Lang . Dr. Barry Kindersley.... .. ,Dr. E. T. Myers . W. Soaward Last Mountain .. .F. J. Johnston... G. W. McPhee ... MacKenzie.... ...J. F. Reid Maple Creek .. .... J. A. Maharg ... Mooise Jaw.... .. .Hon. ,T. A. Calder W. Somerville (L) H. O. Wright ... G. A. Gourlley.... Battleford.... ...A. Champagne .. Prince Albert ... A. Knox S. McLeod Qu’Appelle ... ... L. Thompson ... Regina .... Dr. W. D. Cowan S. McLeod (Lib-L) Salteoats...... .. .Thos. McNut .... J. Brown Saskatoon .... ...J. R. Wilson ... J. Casey (I.-Lab.) Swift Current ...I. E. Argue M. J. Rilley Weyburn .... ... R. Tliomson SKEYTI FRÁ ÁRNA. Mosopotamíu i lok síðasta árs. Við stjórn hans brá strax til hins betra Hraðskeyti er nýlega komið frá Árna Eggertssyni, dagsett þann 19. þ.m., þess efnis, að skipiö "ísland” hafi siglt þann dag og komi viö höfn í Halifax. Skipin “Willemose” og “Gull- foss” leggja af staö á fimtudag- inn í þessari viku og taka þau bæði póst til Islands í Halifax. Skipiö “Lagarfoss” mun ekki sigla í viku eða lengur, en á- kveöiö er, aö þaö fari næstu ferö beina leiö frá Halifax til Akureyrar, og tekur þaö ís- landspóst. — Fólk er beöiö aö gæta þess, aö bæta viö áritun á bréf sín: per Icelandic Steam- ship Line, via Halifax.” --------o------- og tóku brezku hersveitirnar þá á skömmium tíma borgina Kut-el- Amara, eins og skýrt var frá hér í blaðinu. Eftir þetta vann hann hvern sigurinn á fætur öðrum og i marzmánuði síðast liðið vor tók hann borgina Bagddd. — Hann var 53 ára er hann lézt, hafði verið lengi í her])jónustu og verið sæmdur mörguin heiðursmerkjum fyrir ihreystilega framgöngu. Hann var vel þektur hér í Canada, því hann dvaldi hér í landi á árunum 1901 tll 1904. -----o------ Alntennar fréttir. CANADA. Hermann Jónasson, rithöfundur. Allir Vestur-íslendingar kannast við Hermann Jónasson, bæði af því sem um ihann hefir birzt í blöðum og tímaritum á íslandi og eins of bókunum “Dulrúnir” og “Draum- ar,” sem þann er liöfundur að. Mun óhætt að fullyrða, að hann sé einn af allra draumvitrustu íslending- um, sem nú eru uppi. Hann er nú kominn f kynnisför ihingað vestur um haf, eins og skýrt er frá á öðr- um stað í blaðinu, og gefst Winni- peg íslendingum kostur á að heyra liann tala og segja fréttir frá gamla landinu og einnig útskýra ýms dulræn efni, sem hann mun hafa rannsakað meir en flestir íslenzkir alþýðumenn aðrir. Eins og aug- lýst er í þessu blaði, flytur hann ræðu á föstudagskveldið kemur, í efri sal Goodtemplara á Sargent ave., kl. 8 síðdegis. Verður ræða hans í tveim pörtum; fyrri partur- inn fréttir frá íslandi, ©n seinni parturinn sagnir um dulræn efni. Ræktin til íslands lifir enn þá hjá þjóðarbrotinu hér vestra — enda er hún sá neisti, sem aldrei deyr — og þessa rækt ættu nú Win- nipeg-íslendingar að votta með því að sækja vel samkomur austur-ís- lenzka öldungsins og bjóða hann velkominn. Sambandsstjórnin hefir afráðið að leggja bann við útflutning ýmsa matvörutegunda úr landinu til allra landa nema Englands og brezkra ríkja. Verzlunarbann þetta gengur í gildi tafarlaust og verður útflutningur fyrst bananður á allri kornvöru, kjöti og fitu. Síðan verð- ur harðar liert á þessu smátt og smátt með því að banna útflutning á mörgum öðrum tegundum af matvöru. Hagnaðurinn af verzlun- arbanni þessu verður þrefaldur: Það stuðlar til þess að halda mat- vöruverði í skefjum, veitir stjórn- inni áhrifameiri umráð með út- flutningi á allri matvöru og gerir henni mögulegt að takmarka hæfi- lega verzlun Canada við hlutlausu löndih og önnur lönd. •Sala Sigur-skuldabréfanna geng- ur upp á það ákjósanlegasta í öll- um sveitum og borgum Canada. Fyrstu vikuna voru skuldabréf iseld fyrir $95,000,000. — 1 Manitoba- fylki var búið að selja $9,500,000 virði af Sigur-skuldabréfum á þriðjudagskvöldið í þessari viku. Nýfundnaland hefir í ráði að setja á herskyldu í nálægri framtíð og fara að dæmi Canada. — Um 6,000 menn liafa verið sendir frá eyju þessari til orustuvallarins. ÚTLÖND. -------O-------- Frægur herforingi látinn. Sir Frederick Maude, yfir herfor- ingi Breta í Besopotamíu, er nýlega látinn. Banamein hans var sjúk- dómur, sem hafði þjáð hann lengi. Hann var einn af frægustu herfor- ingjum Breta og var honum falin æðsta heistjórn við her Breta í Stjórn Ástalíu kvað hafa afráðið að gengið sé til þjóðaratkvæða i annað einn um herskylduna. Af hverju slíkt stafi geta fréttirnar ekki um: en að líkindum er stjóm- inni þetta nauðugur einn kostur sökum þess hve treglega sjálfboðið hefir gengið f Ástralíu í seinni tíð. —En hvenig stjórnin þar getur bú- ist við, að þeir menn, sem ófáan- legir eru að bjóða sig fram sjálf- viljuglega f herþjónustu, greiði at kvæði með herskyldu, er með öllu óskiljanlegt. ------o------- Stephan G. Stephansson kominn frá íslandi. iStephan G. Stephnsson er nú kominn úr íslandsför sinni, kom með “Gullfossi”, sem sigldi af stað frá Reykjavík ]>ann 24. s.m. og kom til New Yoi-k þann 9. þ.m. Þegar Stephan steig af skipsfjöl í New York voru — að sögn — ótal “gull- kistur settar á land, er sonurinn steig upp úr skutnum”! Með “Gullfossi” komu sömuleiðis Hermiann Jónasson, rithöfundur, og margir fleiri Íslendingar, og eru nöfn þeirra birt á öðrum stað í blaðinu. Stephan hefir ekki kastað elli- belgnum við heimför sina — þess þurfti okki, því hann er einn af þeim, sem alt af eru ungir og engan ellibelg eiga. En ihinn sællegasti er hann eftir ])essa ferð sína og ber merki þess, að hafa skemt sér vel á gamla landi-nu. — á öðrum stað í blaðinu er skýrt frá því helzta, sem hann sagði frétta. Heimskringla býður Stephan vcl- kominn heiin aftur. ------O------- Kafbátahernaðinum hnekt. Arthur Pollen, sérfræðingur í öllu sjóhernaði viðkomandi, staðhæfði nýlega við fregnrita eins stórblaðs- ins á Englandi, að kafbátahernaði Þjóðverja væri nú varanlega hnekt; úr þessu myndi Þjóðverjum verða ómögulegt að sökkva neinu til muna af skipum fyrir banda])jóð- unum og þar með loku fyrir það skotið að með kafbátahernaðinum fái þeir unnið sigur í stríðlnu. Meðal annars komst Pollen þannig að orði: “Það vegur upp á móti öllum hernaðar óförum banda- þjóða vorra og ölluin örðugleikum öðrum, að áreiðanlegar sannanir iliafa nú fengist fyrir því, að kafbáta hernaður Þjóðverja sé fyrir fult og alt brotinn á bak aftur. Nú loks- ins er liægt að segja að kafbátarn- ir «éu sigraðir að fullu. Og þetta er sú þýðingarmesta frétt, sem bor- ist liofir siðan Bandarikin sögðu Þjóðverjum stríð á hendur. Þetta þýðir það, að þátttaka bandaþjóð- anna í stríðinu getur nú haldið á- fram með fullum krafti og gerir Bandaríkjunum mögulegt að sker- ast f leikinn með öllum þeim krafti, som þau eiga völ á. Fyrir sex mán- uðum síðan voru kafbátar Þjóð- verja að gera bandaþjóðunum tjón, sem numið hefði 9,000,000 tonnum árlega. Ef þetta hefði haldist, höfðu Þjóðverjar gilda ástæðu til þess að vrenta eftir—ekki sigri, heldur friðarkostum, sem þeim hefðu verið í vil.’ Þetta var Þýzka- lands eina von og hið eina, sem kvíða bakaði bandaþjóðunuin. En alheimur veit, að haldist frétta- sambönd og samgöngur banda- þjóðanna, ]>á er fullvisssa fengin fyrir væntanlegum ósigri Þjóð- verja.’ Hvort þessi ummæli sjóhernaðar- sérfræðingsins brezka eru á rökurn bygð verður tíminn að leiða í ljós. En vafalaust eru nú spellvirki þýzkra kafbáta minni en áður voru. — Næstliðna viku söktu þeir að eins einu stóru skipi fyrir bandamönnum. Á mánudaginni tilkynti Lloyd George þingi Breta það, að síðast liðinn laugardag hefðu finun neðansjávarbátar Þjóðverja verið eyðilagðir. ------o------- Fjárhagur Austurríkis. Nýlega var efri málstofa þeirra Austurríkismanna að fjalJa um ný lög, eftir því sem frogn frá Sviss segir. Barón Ernst von Plener gar þar opinbera skýrslu um fjárhag- inn og var hann víst ekki glæsileg- ur. Sagði hann, að ef stríðið héld- ist áfrai* þangað til í júnílok 1918, mundu hernaðarútgjöld Austur- ríkis nema sextíu þúsunduin miljóna. Barúninn kvað hafa fárast um. að England væri hið eina, allra þeirra landa, er við stríðið væri riðin, er fært væri að borga rentur af hernaðarláni sínu. Auk þess gæti það af vanalegum tekjum sínum varið mikluim upphæðum fyrir annað í sambandi við styrjöldina. I Hann kvað einnig hafa borið sig illa yfir að seðlamergð vreri nú orð- in svo mikil í Austurríki meðal fólks, að peningar myndi lengi f lágu gildi. Seinustu fréttir. Selnustu fréttir segja Breta hafa byrjað nýja sókn á svæðinu fyrir auistan Arras — á milii St. Quentin og Scarpe árinnar. Á þessu svæði hafa engar stórorustur verið háðar síðan síðast liðið vor, að Bretar brutust þar fram og hrö-ktu Þjóð- verja þar á löngum kafla. Ljósar fréttir hafa enn ekki borist af sókn þeirra nú á «væði þessu, en sagt er að þeir ihafi þarna unnið all-stóran sigur og tekið marga fanga. Jón Einarsson. Jón Einarsson, B A., frá I.ögberg, Sask., féll þann 23. okt. í riddara- liðsáhlaupi á skotgrafir Þjóðverja á Frakklandi. Jón var sonur þeirra Jóhannesar Einarssonar, frá Hvammi í Höfðahverfi í Suður- Þingeyjarsýslu, og Sigurlaugar Þorsfceinsdóttur frá Grýtubakka, sem nú búa í nánd við Lögberg, Sask. Vorið 1914, ])á 24 ára, tók Jón burtfararpróf frá Manitobaháskól- anum, en la.gði eftir ]>að stund á lögfræði hjá lögmannaféiagi í York- ton, Sask. Hann var með fyrstu íslenzku sjálfboðaliðum og mun fyrstur fs- lendingur hafa tekið kafteinspróf. Hann var um skeið undirforingi f 223. herdeildinni, en fór til Eng- lands í fyrra sumar ásamt nokkrum öðrum undirforingjum, sem buðu sig fram þegar fregn kom um það, að skortur væri á fyrirliðum meðal Canadamanna á Frakklandi. Á vígvellinum hafði hann þvf yerið um ár áður en hann féll. Bróðir hans Vilhjálmur er nú á Frakk- landi og annar bróðir, Jóhannes, er á förum þangað. Það er sárt að sjá á bak svo góð- um dreng sem Jón var, og ágætir mannkostir hans höfðu aflað hon- um virðingar og trausts allra, sem þektu hann. Hans mun því lengi minist með söknuði hér af mörgum, sem náins og kærs vinar. En það sem hann hefir lagt fram í sölurnar fyrir málefnið, sem vér trúum að sé göfugt og rétt; sú 6- sérhlífni sem hjá honum virti að m'eiru velgengni meðbræðra sinna en hans eigin sérstöku langanir; það þrek, sem leiddi hann ótrauð- ur gegn um erfiðleika og hrakning heragans; og, ekki sízt, sú hug- prýði, sem studdi hann til að berj- ast gegn rangsleitni og ofbeldi — alls þessa munum vér minnast lengi, og fyrir það munum vér elska og heiðra minningu hans. Það mun hvetja og styrkja okkur til þess að bera jafnan hátt og djarflega merki þeirra hugsjóna, sem hann lét lffið fyrir. * Vér þökkum honum að skilnaði fyrir þá prúðmensku og þann bróð- urhug, sem hann ávalt sýndi öll- um þeim, som hann umgekst. Vér þökkum honuim líka í nafni þeirra, sem liðu rangsleitni og þjáningar, að hann. skarst í léik til að rétta hlut þeirra. Þó æfiskeið hans yrði stutt og vér hefðum kosið að það hefði orð- ið miklu lengra, þá samt var það svo bjart og fullkomið, að vér með lotningu horfum aftur til þess og hugsum til lians sem þoss, er mik- ið og fagurt dagsverk hefir unnlð í þarfir sannleikans og mannúðar- innar. Vinur.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.