Heimskringla - 22.11.1917, Page 2

Heimskringla - 22.11.1917, Page 2
2. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 22. NOV. 1917 Lönd og lýður! Eftir síra F. J. Bergmann. Undanhald ítala. Viðnáinið við Tagliamento fljót- ið, «em ítalir höfðu ihugsað eér, varð því miður sama sem ekki neitt. Cadorna, yfirforingi, sá sér ekki fært að stöðva innrás hinna óvígu hersveita Miðveldanna þar. Hann hefir séð þann kost einn fær- an, að halda undanhaldinu áfram vestur á bóginn. Fyrst var álitið, að viðnám myndi hepnast á bökk- um Livenza-fljótsins, einar tíu til fimtán mílur vestur af Tagliamento. £n einnig ^þetta reyndist ofætlan. I>á var sá kostur næstur að draga herinn énn undan vestur til Piave- fljótsins. I>á er komið 25 mílur vestur fyrir Tagliamento. Fellur fljótið Piave nokkurn veginn beint um hina miklu sléttu Feneyja- fylkis út í Hadría-haf. Mynni Piave-fljótsins er 17 mílur norðaust- ur frá Feneyja-borg; svo þá er kom- ið í hættulega grend við þann augastein Norður-ltalíu. 3>egar þetta er ritað (13. nóv.) lít- ur út fyrir, að viðnám ,þetta ætli að hepnast í bráð og er nú sagt, að þar standi heilmikil orusta. Eng- löndingar og Frakkar hafa þegar sent ítölum nokkurt herlið til iið- veizlö, eftir því sem fréttir segja, hvort sem það reynist nóg eða ekki. Skyldi her Miðveldanna takast að brjótast þarná í gegn, virðist vera úti um Feneyja-fylki og Fen- eyja-borg, og um 4eið úti um Norð- ur-ltalíu alla. Feneyja-borg er ein helzta hergagnastöð Italíu og má nærri geta, hvíiíkt tjón það væri að eins frá því sjónarmiði. Borgin er augasteinn Italíu og fall hennar yrði að líkindum til þess, að þjóð- inni féllist algerlega hugur. Þetta er nú samherjum líka ioks farið að skiljast. Leiðtogar þeirra ýmsir, bæði stjórnmálamenn og herforingjar, áttu fund með sér í Rómaborg. Var Cadorna þar vikið frá vöidum, eins og við mátti bú- ast eftir hrakfarir þessar, og ihefir þó hingað til forysta hans þótt hin frækilegasta, enda er hann lengur búinn að hafa herstjórn með hönd- um en nokkur herforingi annar i etríði þessu. Munu allir þeir, sem unna málstað Samherja í stríði þessu, og ítala sérstaklega, hugsa til hins aldurhnigna hershöfðingja af hinni mestu samúð. í»að mátti við þessum hrakförum búast. Fyikingarnar ítölsku náðu að minsta kosti yfir 160 mílna evæði, og voru mikils til of þunn- skipaðar, til að geta þolað nokk- ura verulega sterka árás. ítölum var algeriega ofætlan og ofurefli að verjast á svo löngu svæði, án þess að fá liðveizlu annarra þjóða, bæði að því, er til mannafla og hergagna kemur. Þó lítur út fyrir, að þeir í barnalegum ofmetnaði hafi ætlað sér þá dul. Fyrir iöngu hefði Sarn- herjar átt að skilja, að þetta var ekki -meðfæri þeirra, og að af þessu gat þeim öilum stafað hin mesta hætta. Sameiginlegt hernaðarráð virðist nú hafa stofnað verið í Rómaborg og ér Cadorna einn f því. Álítur Lloyd George, sem I þeim ráðum var, að þar sé fyrsta spor stigið til verulegrar allsherjar samvinnu með Sainherjum í hernaðarstjórn þeirra. Fyrir þetta samtakaleysi og skort á yfirherstjórn hefir hvert elysið viljað til á fætur öðru. Fali Serbíu 1915, fall Rúmeníu 1916 og hrakfarir Italíu 1917. Fund þenna í Rómaborg bar svo bráðan að að eigi var neinn tími til undirbúnings. Fyrir því brest- ur það á þær ráðstafanir, er þar voru gerðar, að í hinu sameiginlega herstjórnanáði er enginn Banda- ríkjamaður, né heldur nokkur Rússi, en sjálfsagt verður þess síð- ar ráðin bót. Eins og búast mátti við, talar Lloyd George um þessar síðustu ó- •farir hispurslaust og kannast full- komlega við þá handvömm af hálfu Samherja, sem valdið hafi. Vonar hann, að hin sameinaða herstjórn verði til þess, að rétta nú við aftur vfgsgengið og koma mál- um f betra horf. Er óskandi, að sú von rætist, svo ekki fái Hinden- burg að dansa með höfuð ítalíu frammi fyrir Heródesi. Tilgangur Miðveldanna er aug- Ijós. Hann er sá, að taka Peneyja- borg herskildi. Þaðan geta þeir á ekömmum tíma náð yfirráðum yfir allri norður-ítalíu og þá yrði suð- ur-ítalía um leið afskorin frá land- samgöngum. Gæti ítalfa ekki aflað sér neinna aðflutninga landveg, en yrði að treysta aðflutningum á hafi eingöngu, myndi það lama þjóðina svo og gera hana svo mátt- vana í strfði þeesu, að Miðveldin gæti haldið öllu því landflæml, sem þau hafa komist yfir, með til- tölulega litlum her. Þá gæti þeir beitt öllum mætti sínum á vestur- etöðvunuxa á Frakklandi og 1 Beigíu, og ekki að vita, hverju þeir þar gæti til leiðar komið. Útlitið hefir aldrei verið ískyggilegra. Búast miá við, að mikill bardagi verði háður á ítalíu, áður til þess kemur, að Miðveldin nái haldi á Feneyjaborg. Sumum er farið að hugkvæmast, að þar geti ef til vill orðið úrslita-orusta. Hvað sem um það er, má búast við að augum heimsins verði snúið til ítalíu á næstu vikum og staðið verði á öndu um úrslitin. Alt sýnist iiú undir því komið, að liðveizlan, sem ítalir fá hjá bandaþjóðunum, verði svo fljótt og örlátlega af hendi lát- in, að hrakfarir snúist í sigurför. öll réttmæt sigurvon’ felst í góð- um málstað. Og þegar málstaður er góður, verður ávalt eitthvað til að bjarga honum. Framsókn Breta á Gyðingalandi. Hið bezta, sem gerst hefir Sam- herjum í vil er dálítill sigur á Gyð- ingalandi, þar sem brezki iierinn sækir fram gegn Tyrkjum. Smá- nartið á vestur-vígstöðvunufn er nauinast teljandi. Og allar líkur til, þegar um það er hugsað, hve hörmulega lítið þar verður ágengt, að Þjóðverjar taki það aftur ef til vill á fáum döguin, sem þar hefir þokað áfram, ef þeir láta sér mjög ant. En framsóknin gegn Tyrkjum er eftirtektarverð, og myndi meira hafa verið um hana rætt, ef ófarir ítalska hersins, hefði eigi skygt á. Herforingi Breta þar austur frá heitir Allenby og virðist vera þrautseigur og dugandi maður. Einkum þykir honum farast ágæt- lega að stýra ríðandi herliði. Hon- um hefir tektet að ná bænum Gaza, sem er forn-frægur í bókmentum ísraelsmanna, og hergagnasafni all-miklu, sem Tyrkir áttu þar og þeim sjálfsagt komið iila að verða af með. Tyrkir virðast hafa haldið undan í all-miklu fáti, með herlið frá Ástr- alíu, Indiandi og Englandi á hæl- um sér. Hafa Tyrkir eftir síðustu fregnum veitt viðnám einar 20 míi- ur í suður frá Jerúsalem, þar sem ný orusta virðist nú standa fyrir hendi. Sambandið við herinn brezka á Egiptalandi verður með þessu móti mikiu auðveldara. Markmið brezka foringjans virð- ist vera að ná sem mestu af sjávar- ströndinni. norð"ur fyrir Jerúsalem, sem hann ætlar sér sjálfsagt að af- skera frá hafinu og ná á vald Breta, en iáta það herlið, sem nýverið tók Beerseba, fullgera ætlunarverk sitt þar. Beerseba, sem nú heitir eiginlega á tyrknesku Bir-esSeba, er miðja vegu milli Gaza og Hebron, og eru þaðan 28 mílur til hvorrar borgar- innar. Um Beerseba er talað í ritningunni, og getið, sem þess staðar, er syðst sé f landi. Frá Dan til Beerseba erestöðugur tal» háttur, þegar talað er um leiðina miii suður og norður iandamær- anna. Forfeðrum Gyðinga var eignaður sá heiður, að hafa grundvallað borgina, ýmist Abraham eða ísak. Saga borgarinnar gefur ýmsar bendingar um, hvernig guðsdýrkan forn-ísarelsmanna var háttað. f Beerseba á Abraham að hafa gróð- ursett tamarisk-runnann, heilagt tré, og þar er sagt, að Hagar, Isak, Jakob og Elía hafi fengið guðlegar vitranlr. Spámaðurinn Amos setur þenna helgidóm 1 Beerseba f samband við helgidóminn f Betei og Gilgal og jafnar honum við þá. Þar virðist einhver sérstakur guðdómur að hafa verið tignaður og eiðar hafa verið unnir við þenna guðdóm staðarins. Kveður Amios harðan á- fellisdóm upp yfir þeirri siðvenju. Líklegasta merking nafnsins er sjö brunnar. Þar eru til þann dag í dag sjö brunnar frá fomöld, en tveir þeirra liafa verið fyltir. Kirkjufeðurnir Evsebiua og Hiero- nymus tala um Beerseba á fjórðu öid, sem allmikið þorp og aðsetur rómversks varðliðs. Miklar leifar hins forna þorps eru sýnilegar þann dag í dag, þótt stöðugt sé verið að taka þar grjót til húsagerðar. Áletranir hafa fundist þar frá fornöld, mjög mark- verðar. Síðar virðist þarna hafa verið biskup9setur. Leifar af kirk- jum, sem þar hafa staðið, voru til á 14. öld. Bærinn, sem nú er, stend- ur eiginlega tvær míiur frá þeim bæjarrústum frá fornöld, sem enn eru tlL Borgin Gaza. • Gaza heitir nú Ghuzzeh. Hún var í fornöld ein af fimm borgum Fil- ista, og stóð skamt frá sjó, þar sem hinar hinar fornu brautir verzlun- arinnar frá Egiptalandi, Arabíu, og Petra til Sýrlands mættust. Gaza var verzlunarborg mikii f fornöld, álíka mikil að mörgu leyti og Damaskus. Um Gaza er talað í fieygrúnaspjöidunum frá Tellel- Amarna, í bréíi frá borgarstjóran- um þar, sem þá var embættismað- j Egipta. Hefir borgin ávalt staðið í nánu sambandi við Egiptaland. í höndum ísarelsmanna var borgin I aldrei lengi. Spáinaðurinn Amos fonnæiir borginni fyrir að hafa ofurselt Edóm hebreska þræla. Sagnritar- anum Heródótusi virtist borgin eins markverð og Sardis. Gaza veitti Alexander mikla fimm mán- aða viðnám 332 f. Kr. Alexander Jannaeus jafnaði borgina við jörðu I árið 96 f. Kr., en hún var endurreist af Aulus Gabinius, á nokkuð öðr-1 um stað þó, árið 57 f. Kr. i Gaza var á 2. og 3. öld biómleg grísk borg. Yoru þar þá góðirl skóiar og fræg musteri, 'einkum eitt, sem nefndist Marna og merkir' Drottinn vor. Líkneskja ein af guð-| dómi þessum hofir fundist í grend við Gaza og líkist hún býsna mikið j 'Seivs-líkneskjunum. Bai-átta kristninnar var hér löng og hörð. Egipzkir munkar lögðu smám saman landsbygðina undir sig og árið 402 var Marna musterið j loks lagt í eyði fyrir áhrif Theo- dosiuss og Porphyriuss biskups.1 Eftir það var krossmarkið hafið til tignar frá stjórnmála sjónarmiði. { Á 5. og 6. öld var Gaza í iniklum I iheiðri haft sem aðsetur lærdóms og menta. En þegar er borgin komst í hendur Tyrkja 635, glataði hún smám saman öllum fornaldar heiðri og varð að eins verzlunar- aðsetur. Jafnvel krossfararnir létu sér ekki hepnast að endurreisa forna herfrægð hennar, þegar þeir náðu Gaza á sitt vald. Loks varð borgin aftur tekin af Tyrkjum 1244. Og Napóleon mikli tók hana herskildi árið 1799. íbúa- talan er þar nú um 16,000 manns og skiftist borgin í fjögur hverfi; stendur eitt þeirra á lágri hæð. Að norðanverðu er stræti eða veg- ur, fjögra mílna langur, mcð æva- gömlum olíuviðartrjám beggja megin. Háir turnar gnæfa til hiin- ins víðs vegar um bæinn, og fagurt tyrkneskt musteri ihefir verið reist þar úr fornu stórhýsa efni, sem þar var fyrir. Krtetinni kirkju frá 12. öld, sem þar er, hefir verið breytt í tyrk- neskt musteri. Austanvert í bæn- um er gröf Samsonar sýnd. Hér um þrjár mílur til sjávar frá Gaza eru einlægir sandhryggir. Loftsiag er þurt og fremur heilnæmt, en á sumrum er /hitinn þar 110 gr. Fahr- enlicit. Ofurlítil maísrækt er þar í grend; annars er landið uppblás- ið og um það ráfa arabískir kyn- flokkar fram og aftur. 1 klæða- burði semur fólkið sig mest eftir háttum Egipta. Kugsunarháttur Rússa. Hið eina, sem er að segja af Rúss- um um þessar mundir, er Jiað, að ólga er þar svo rnikil stöðugt, að þar liggur við stöðugum bylting- um. Ein slí'k bylting er þar nú á ferðinni og lítur út fyrir, að meiri blóðsúthellingar ætli að fylgja, en átt hefir sér stað áður. Þessi ólga, sem aldrei ætlar að sjatna, sýnir það einlægt betur og betur, að ekki er að treysta mikið á hjálp Rúss'lands í stríðinu upp úr þessu. Einungis sterk stjórn, er haft hefði fylgi hersins eindregið, hefði verið til þess fær að koma nýju skipulagi á þetta geisimikla landflæini. En enginn flokkur er þar nógu sterkur til að mynda stjórh, er nokkuru verulegu getur til leiðar komið. Urmull af stjórnmála- flokkum er í landinu og hver hönd- in upp á móti annarri. Nú eru það svo nefndir Maximaiistar, sem brot- ist ihafa til valda, en sýnast ekki ætla að endast lengi. Þeir eru eig- inlega stjórnleysingjar, eða anark- istar. Kerensky er m'eð vanalegum dugnaði að leitast við að brjóta þá á bak aftur, og fremur útlit til, að honum ætli að takast þetta, þegar þetta er ritað. Alt þetta bendir til þess, að það á langt f land, að Rússar taki nokkurn verulegan þátt í stríðinu. Það er sjálfsagt lang-réttast við því að búast, að þeir komi þar hvergi nærri til nokkurs gagns í nálægri framtíð. Alt þetta virðast Þjóð- verjar hafa nákvæmlega reiknað út og íært sér í nyt. Enda kemur öll- um saman um, að þýzkum áhrifum og þýzku fé sé fjarska mikið um að kenna alla þá ringulreið, sem ráð Rússa nú er í komið. Hugsunarháttur rússnesku þjóð- arinnar er líka svo einstakur og ó^ líkur hugsunanhætti annarra þjóða, að enginn botnar neitt i því, sem er að gerast með þjóðinni, nema sá, sem reynir að gera sér hann ákiijanlegan. Mjög fáir hafa hugmynd um, hvað er að á Rúss- iandi. Þeir, sem bezt vita, eru jafn- vel hræddir við, að segja það, sem þeir vita. Vitaskuld er það heigulsháttur eipn, en svona eru mennirnir gerð- ir. Sannleikurinn er ávalt sagna beztur, og lang heilnæmast að fá að vita sannleikann. Og í sam- bandi við ástandið á Rússlandi er það naumast satt, sem haft er eft- ir Kerensky, að rússneska þjóðin sé ofurölva af fyrsta frelsis-teignum, sem hún hefir drukkið. Rússar hafa ótrú megna á ailri stjórn og öllum stjórnarembættis mönnurn. Þeir vilja helzt ekkert slíkt hafa. í þeirra huga merkir lýðvaldið einmitt það að losast við Jietta hvorttveggja. Kenninguna um það, að stjórn og embættismanna- lýður sé til þess eins að sjúga til sin öll efni og alla velmegan frá al- þýðu, er búið að prédika svo þar í landi, að hún er orðin þjóðtrú Rússa. Og reynsia þjóðarinnar kemur svo forkunnar vel saman við þetta. Rússnesk stjórn og embættislýð- ur hefir einmitt lifað eftir þessari regiu um margar aldir. Stjórnin þar hefir verið eitt óhemju skrif- stofubákn eftir þýzkri fyrirmynd, og það hata Rússar. Enda hefir engin stjórn átt sér þar stað, sem skilið á að kallast því nafni, held- ur að eins argasta óstjórn. Tolstoi og lærisveinar hans hafa prédikað þá kepningu, að alt drottinvald, hverju nafni sem nefnist, sé rangt. Svo það er engin furða, þó Rússar sé nú komnir/ að þeirri niðurstöðu, að lýðvaldið sé í því fólgið, að los- ast við alia stjórn. Samt sem áður er nú þetta naum- ast orsökin. Hin sanna orsök er 1 því fólgin, að sú kenning á svo nauða vel við allan hugsunarhátt þjóðarinnar. Sá sem skilja vill við- burðina, sem nú eru að gerast á Rússlandi, verður að leitast við að gera sér grein rússneskrar þjóð- lundar og hugsunarháttar. Amerískur rithöfundur, að nafni Hamilton Fyfe, sem lengi hefir heima átt á Rússlandi, hefir ritað um þetta efni langt mál, sem þess er vert að veita eftirtekt og festa sér í minni. Kveðst hann aldrei hafa iifað með þjóð, sem eins hafi það í hávegum, að hver einstak- iingur fái að ráða sér sjálfur í öll- um ofnum, eins og Rússar. Skáldið Heine sagði, að Englend- SIGURLÁN CANADA VEITIR STARFSMÖNNUM ÞJÓÐ- ARINNAR VERKEFNI ÞEGAR strjöldin hófst, var það spá margra að þetta myndi hafa í för með sér eyðilegging alls iðnaðar hér í Canada. En tíminn hefir leitt í ljós, að afurðir náttúrunnar í Canada og ábyggi- legur iðnaður hafi hvorttveggja átt stórmikinn þátt í að byrgja brezka ríkið með matvöru, skotfærum og herbúnaðar áhöldum. Sökum þessa hefir haldist stöðugur og arðberandi markaður fyrir bænd- urna, ásamt nægilegri vinnu samfara góðum verkalaunum fyrir alla starfsmenn í öðrum iðnaðargreinum. En nú er sá tími kominn, að brezka ríkið getur að eins keypt birgðir sínar hér megin Atlanzhafsins gegn lántrausti. Ef Canada getur ekki veitt slíkt lán- traust, neyðist Bretland til að senda pantanir sínar í þá staði, þar sem lántraust er fáanlegt. Ef Canada aftur á móti lætur í té slíkt lántraust, viðhelzt mark- aðurinn og starfsmenn þjóðarinnar hafa nægilegt verkefni. HIÐ EINA ÚRRÆÐI Að safna nægilegu fé til þess að stofna til slíks Iántrausts verður það, að ríkið fái það til láns hjá Canada þjóðinni í gegn um sölu Sigur-skuldabréfanna — Victory Bonds. Þess vegna er hverjum manni og konu hér í Canada lífsspursmál að út- koma Canada Sigur-Iánsins verði góð, því undir þessu er nú komið hvort áframhaldandi velvegnan á að eiga sér stað í landbúnaði og starfsýslu þjóðar- inanr. « ;., .1 +■ AUir njóta hagnaðarins.—Allir œttu að KAUPA Sigurskulda-bréf Canada ÞEGAR ÞAU VERÐA B0ÐIN TIL SÖLU 12. Þ.M. Gofið út af Victory Loan nefndinni í saonráðl við fjármáiaráðherra eam- þan dsstjórnari nn ar. G. THOMAS Barilal Bloek, Sberbrooke St., Wlnnipear, Man. Gjörir vltS úr, klukkur og allskonar gull og sllfur stáss. — Utanbscjar viögeröum fljótt sint. I _______________ ■ —----------------------- Dr. M. B. Halldorason 401 BOYD BUIL.DING Tals. Main 3088. Cor Port. ,t Edn. Stundar einvöröungu berklasýki og aöra lungnajsúkdóma. Er aö finna á skrifstofu sinni kl. 11 til 12 f.m. og kl. 2 til 4 e.m.—Heimili atS 46 Alloway ave. TH. JOHNSON, Úrmakari og Gullsmiður Selur giftingaleyfisbréf. Sérstakt athygli veitt pöntunum og vitSgjörtium útan af landl. 248 Main St. - Phona M. 6606 J. J. Bwana.n H. G. Hlnrlkaaon J. J. SWANSON & CO. rASTEIGXASALAR M pealnara naiVlar. Taloiml Maln 2t»7 Cor. Portaga and Garry, Wlnnlpo* MARKETH0TEL 14« Prlar mm Strert á nótl marktllnun Bestu vínfön*, vindlar o* aB- hlynlng gób. fslenkur veitlnaa- maöur N. Halldórsson, loiVbotn- lr Islendingum. r. tPCOIfItEl,, Eigandl Wlssifeg Arni Anderson IB. P. Garland GARLAND & ANDERS0N LttGFRAiBINOAB. Pkone Maln 1B«1 'Ct Kleetris Raílway Chambert. Talsími: Main 6302. Dr. J. G. Snidal TAKNLÆKNIR. 614 SOMERSET BLK. Portage Avenue. WINNIPEG Dr. G. J. Gislason Phyalrlan and Hsrsees Athygll veitt Augna, Eyrna og Kverka Sjúkdómum. Asamt lnnvortls sjúkdómum o« upp- skuröl. 18 Soath 3rd St., Graad Pnrle, If.D. Dr. J. Stefánsson 4at BOTD BIJILDINS Hornl Portage Ave. or Kdmontem 8t. Stundar elngöngu augna, eyrna, nef og kverka-sjúkdóma. Rr a« hltta frá kl. 10 tll 12 f.h. o« kl. 2 tll ( e.h. Phone: Main 3088. Helmilt: 1#6 Olivla Bt. Tala. G. 2116 Vér hðfum fullar blr««lr hrein- f ustu lyfja o* meöala. Koralf Á metl lyfseðla yöar hin«a«, vér F gerum meöulln nbkramltfa eftir Á ávísan lœknislns. Vér sianum T utansvelta pðntununs oa eeljum i glftlngaleyfl. : : v COLCUEUGH <fi CO. * Noírr A 8h«rkr»*k« Ita. 0 Phon* Garry 2690—201 \ A. S. BARDAL selur likklstur og annast uns út- farlr. Allur útbúnahur a& hestl. Ennfremur selur hana allskoaar mlnnlsvaröa og legstelaa. : : (18 8HBRBKOOU BT. Phoae G. 2152 WDUHPIS AGRIP AF REGLUGJÖRft oia keimilmnttMitimi í C*md* •f NwlrtitiHuÍM. Hver fjölskyldufatlir, eða hver karl- maður sem er 18 ára, sem var breskjtr Þegn i byrjun striðslns o| heflr verW pao si(an, e«a sem er þe*n BandabjóW- fðháBrar pjóSar, «etur tekfll heimillsrétt á fjórSunc úr eectlon af ó- teknu stjðrnarlandl f Manltoba, Sas- katchewan eBa Alberta. Umssekjandl v.,r?ur *ÍAlfur a« koma á landskrlf- stofu stjórnarlnnar eSa undirskrlfstotu hennar i því hóraöl. 1 umhoSi annara má taka land undir vissum skllyrSum. Skyldur: Sex mánaSa íbúB og reektUm landslns af hverju af þremur árum. 1 vlssum héruSum getur hver land- neml fenglS forkaupsrétt á fjórS- ungl sectienar meS fram landl sinu. VerS: «3.00 fyrir hverja ekru. Skyldur: Sex mánaða ábúS a hverju hfnna nœstu þrlggja ára eftlr hann heflr hlotlS eignarbréf fyrir helmlllnréttar- landl sinu og auk þese ræktaS (• ekrur á hinu eelnna landi. Forkaups- réttar bréf getur iandneml fenglS um lelS og hann fser helmllisréttarbréfrs, en þó meS vlssum skllyrSum.__________ Landneml, sem fenglS héfír helmllto- réttarland, en getur ekkl fenglS for- kaupsrétt, (pre-emptlon), getur keypt helmlllsréttarland I vlssum héruSum. VorS: «3.00 ekran. VerSur aS búa 6 landlnu sex mánuSI af hverju af þrem- ur árum, rnkta 60 ekrur og byggja húe sem sé $300.00 virSl. Þeir sem hafa skrlfaS sig fyrlr hetm- lllsréttarlandl, geta unnlS landbúnaS- arvlnnu hjá bændum i Canada árfll 1917 og timl sá rolknast sem skylda- timl á landl þeirra, undlr vtssum akll- yrSum. Þegar stjðrnarlðnd eru auglýst eSa tllkynt \ annan hátt, geta helmkomn.ir hermenn, sem verlö hafa 1 herþjónustu erlendls og fenglS bafa heiSarlega lausn, fenglS elns dags forgangsrétt tll aS skrifa slg fyrlr helmlllsréttar- landl á landskrifstofn héraSsins (n ekki á undlrskrifstofu). Lausnarbrdf verSur hann aS geta sýnt skrlfstofu- stjóranum. \ W. W, CORT, Deputy Mlnlster of Interlor. BMt, sem flytja aiflýilset þesaa I helmiHoieysl. fá saga bergda ffrlr. I

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.