Heimskringla - 22.11.1917, Side 5
WINNIPEG, 22. NOV. 1917
HEIMSKRINGLA
5. BLAÐSIÐA
Til kaupenda Heimskringlu:
Haustið er uppskerutími Heimskringlu, — Undir kaupendum
hennar er það komið hvernig “útkoman” verður. Viljum vér því
biðja þá, er ekki hafa allareiðu greitt andvirði blaðsins, að muna nú
eftir oss á þessu hausti Sérstaklega viljum vér biðja þá, sem skulda
oss fyrir fleiri undanfarin ár, að láta nú ekki bregðast að minka þær
skuldir. Oss munar um, þó lítið komi frá hverjum—því “safnast
þegar saman kemur”. — Kaupendum á þeim stöðvum sem vér ekki
höfum innheimtumenn í, erum vérum þetta leyti að senda reikninga.
Vonum vér að þeim verði vel tekið.—Sé nokkuð athugavert við reikn-
inga vora, erum vér reiðubúnir að lagfæra það.
Alt af eykst útgáfukostnaður blaðsins. — Munið að borga fyrir
Heimskringlu á þessu hausti.
S. D. B. STEPHANSSON.
um, kölluðu hann óvin allra laga
og flutningsmann þeirrar fárán-
legu hugmyndar, aö •eignurn hinna
auðugu skyldi úthlutað fátækum.
Hann kom fyrst fram á ríkisþingi
sem eini jafnaðarmaðurinn í ihópi
auðmanna og aðalsmanna, og var
sú framkoma hans stórviðburður í
lífi þjóðarinnar, þar sem verka-
imannalýðurinn var skoðaður sem
úrhrak.
Vaninn var þá sá, að allir þing-
menn fengu ákafa hóstahviðu.
Hepnaðist ekki að kæfa niður mái
hans á þann liátt, var það gert
með ails konar þingskapa hrelluim.
Stundum var hótað að gera hann
þingrækan. Branting var skoðað-
ur eins konar trúníðingur fyrir að
hafa yfirgefið þá stétt, sem hann
helat .hefði átt að hlynna að með
því að brjóta niður uppreist eins
hluta fávísrar alþýðu.
t Menn urðu þess fljótt áskynja, að
Branting þekti eins og «á einn
þekkir, er sér og þreifar á, kjör
verkamanna 1 ýðsiriiS á Norðurlönd-
um, sem enginn á undan honum
hafði gefið nokkurn gaum. Hitt
furðuðu menn sig ekki síður á, að
hvernig sem hann var áreittur, var
hann ávalt sama prúðmennið.
Mest var um það vert, að hann
reyndist sífelt ailra manna fróðast-
ur um þau ágreiningsmál, er fyrir
þingi lágu. Hvort sem verið var að
tala um hermál eða fjármál, gat
hann ávalt frætt alla þingmenn
aðra og kent þeim.
Hann hugsar með nákvæmni
stærðfræðingsins eftir því sem öll-
um, er um hann hafa ritað, kemur
saman um. Pramsetning hans er
svo ljós og rökrétt, að hún getur
ekki annað en áunnið sér hrós,
jafnvel einbeittra andstæðinga.
Branting hefir öll einkenni þess
að eiga að langfeðgum heila röð
háskólagenginna manna. Bæði
íaðir hans og föðurfaðir voru fræg-'
ir uppeldisfræðingar. Mikið af þvi (
áliti, sem hann hefir áunnið sér, J
á hann því að þakka, hve fimur og (
ágætur blaðamaður hann hefir
reynst.
Blað hans varð fljótt frægt sök-
um þess, hve vandvirknislega alt
var af hendi leyst. Útlendar frétt-
ir urðu ávalt ítarlegar og laukrétt-
ar. Ritstjórnargreinar hans, vel
hugsaðar, þungorðar og áhrifa-
miklar.
Dagblað hans átti mjög mikinn |
þátt í að rýmkað var til um at-
kvæðisréttinn, og réttindum
kvenna gefið ölnbogarúm miklu
meira en áður. Hann ihefir líka náð
svo sterlcu tangarhaldi á verka-
lýðnum, að engum kunnugum kem-
ur til hugar annað en kannast við:
Dar á hann engan jafningja.
En Branting hefir beitt öllum
sínuim sterku áhrifum til að halda
sem hann er leiðtogi fyrir. Brant-
ing stendur upp úr sæti sínu með
rómverskri ró yfir sér, þó erindrek-
arnir í fundarsalnum þeyti fúk-
yrðum hver í annan með ópi og ó-
látum og iáti þeim jafnvel fylgja
það, sem ineiri líkamleg eftirköst
hefir í för með sér en orðin tóm.
Sænskir jafnaðarmenn fá orð fyr-
ir að vera óvenju háværir og frek-
ir. Um leið kemur það þá bezt í
ljós, ihve háttprýði og jafnaðargeð
ieiðtogans ber af. Hann er sænsk-
ur höfðingi fná hvirfli til ilja, —
kaldgeðja sniilingur, eins og frakk-
neskt blað hefir að orði komist.
Frakkneski jafnaðarmanna for-
inginn, Jaurés, varð að sögn óður
og uppvægur yfir hinum stærð-
fræðilegu aðferðum Brantings til
úrlausnar mannfélagsmálum. í
Haag isátu þeir til borðs saman
Branting, Liebkncckt og Jaurés.
Hinir tveir síðarnofndu urðu þar
fokvondir við Branting, sökum
þess, að hann stóð á því fastara en
fótum, að jafnaðarmenska Norður-
landa stæði á betri þekkingar-
grundvelli, væri rétttrúaðri og lík-
ari kenningum Marx, en þeirra
hinna.
“Jú, sú er nú réttrúuð og vísinda-
leg!” sagði Jaiurés. “Þegar við korn-
um saman á þing í höfuðborg Sví-
anna, henda þeir dauðum köttum
í okkur. Það vill þó aldrei til í
höfuðborg Frakka eða Þjóðverja.”
“í öðrum stórborgum,” isvaraði
Branting með óraskanlegri alvöru-
gefni, “verður múgurinn að eta sína
dauðu ketti. í Stokkhólmi leggj-
um við okkur dauðu kettina okk-
ar ekki til munns, en við notum
þá til frekari áherzlu.”
Branting er nú á þessum -stríðs-
tímum einn þeirra manna, sem
mest er veitt eftirtekt og virðist
vera einna mestur maður í þeim
mikla flokki, sem svo afarmikla út-
breiðslu hefir í Norðurálfu og hlýt-
ur að Ihafa feikna mikil áhrif á ör-
lög þjóðanna og úrslit hins mikla
ófriðar.
Fyrir því er það ómaksins vert að
kynnast Branting; hann er einn
allramerkasti maðurinn í hópn-
um
43.
Stephan G. Stephansson, skáld.
kom hingað til bæjarins úr fs-
landsför sinni fimtudaginn 15. þ.
m. og með honum Hermann Jónas-
son frá Reykjavík. Ferðin hefir
verið skáldinu hin mesta skemtun-
ar og frama för. Hann hefir verið
borinn á höndum sér landsihorn-
anna milli, sæmdur gjöfum og
sýndur alls konar sómi.
Þess sómans mest vert að geba,
að alþingi færði honum 5,000
króna gjöf í viðurkenningarskyni
íyrir, að hann hefir auðgað Menzk-
slfkum ofstækismönnum í skefjum.
Hvað eftir annað er þó uppreist
gegn flokksstjórn hans. Það er þá
gefið í skyn, að hann sé að verða
linur í sókninni með fjölgandi ár-
um og að hann sé ekki verka-
miannalýðnum eins handgenginn
nú, og um það leyti sem hann
sjálfur varð að sæta fangelsisvist.
En hve nær sem til verulegra
fangbragða kemur, reynist Brant-
ing beztur glímukappi. Engum
getur enn til hugar komið að
hrekja hann af hólmi sem leiðtoga
flokksins. Tvö ofsóknar tímabil
hefir hann leitt flokkinn gegn um,
er afturhaldsliðið í landinu leitað-
ist við að gera alla ihreyfinguna
útlæga. |
Lundgæði Brantings koma hon-
um að góðu haldi. Sakir þeirra er
eins og hatur andstæðinganna nái
engum tökum á honum.
Hjálmar Branting iheldur höfð-
ingjabrag sínum f öllu. Félags- og
saimkvæmteiffinu finnur hann
hvíld í. Konungur Svfa er enn einn
af vildarvinum hans, enda voru
þeir fóstbræður í æsku. Það er
um hann sagt, að aldrei noti hann
sama hálsknýtið tvisvar og að
aldrei hafi hann á æfi sinni svert
skóna sína sjálfur.
Annmarka ofurlftinn álfta sumir
það á þeasum mikla jafnaðarmanni.
að með árum virðlst hann verða æ
hátíðlegri f látbragði, þó oft komi
það sér vel á fundum flokksins,
ar bókmentir með ljóðum sínum.
Yar það sannarlega vel til fallið
og Stephan betur til skáldlauna
af aimannafé kominn eni flestir þeir,
sem veitt hefir verið. Að þeirri nið-
urstöðu hlýtur hver óvilhallur
maður að komast, sem ber saman
hugsana auðinn í ljóðabókum hans
við það efni, sem aðrir haifa lagt
fram. Bezt kemur þetta í ljós, er
ljóð hans eru borin saman við þær
ljóðabækur, sem nú hafa verið út
að koma og einna beztar eru taldar.
Engum er þar gjört rangt til, þó
Stejthan sé látinn njóta sannmælis.
Þegar hugsanir eru teknar til
greina og mátturinn til að vekja
hugsanir, bera ljóð Stephans af.
Því verður ekki neitað.
Skáldsins vegna og ættjarðarinn-
ar vegna þykir öllum þjóðræknum
mönnum vænt, hve vel ferð Steph-
ans hefir hepnast. Enda var
hann vel að þeirri skemtan kom-
inn nú é efri árum og þeirri hress-
ingu, sem ferðalagið hefir veitt
honum.
Svo má heita, að hann hafi verið
sí-yrkjandi síðan er hann lagði af
stað í ferð þessa, svo ekki er að sjá,
að ljóðalindin sé neitt tekin að
þverra. Hefir það komið til ta.Is,
að hann á opinberri samkomu hér
f bænum, áður hann fer heimleið-
is, flytti eitthvað af ferðaljóðum
sínum og sogði eitthvað af ferðum
sínurn. Veit eg að almenningur
myndi taka þvf fegins hendi.
Hvað hvíldin og hressipgin hefir
komið sér vel fyrir hann, sést bezt
á því, hve sællegur hann er útlits.
Loftslagið og ferðalagið á hests-
baki fram og aftur um ísland er
þreyttum manni og lúnum af að
snúast ár eftir ár stöðugt í sama
verkahring ein hin bezta lækning,
sem hugsast getur. Það er betra en
nokkurt heilsuhæli, er eg get
hugsað mér.
Fremur eru -frognir af árferði á
íslandi daufar. Snjór féll óvenju
snemma og mikið af útheyjum und-
ir fönn, Réttum var frestað um
eina viku í því skyni að bjarga
heyjum.
Dýrtíð allmikil er í landi, og er
þó Mand að ýirisu betur statt en
nágrannalöndin. Einkum eru kol
og salt í óvenju iháu verði. Eitt
ton af kolum er 300 krónur í
Reykjavík. En stjórnin sér bæn-
um fyrir ákveðnum kolaforða fyrir
125 krónur, hvert ton, eins langt og
það hrekkur. Saltverð er álíka
hátt.
Og nú er öldungurinn Tryggvi
Gunnarsson látinn, 82 ára gamall.
Með honum er fallinn ein’n allra
mesti atorku og dugnaðarmaður í
•hópi samtímismanoa á ættjörðu
vorri. Og um leið var hann einn
þjóðræknasti íslendingur, sem
uppi hefir verið. Enda var hann
um tíma við öll hellztu framkvæmd-
armél þjóðarinnar riðinn. Hann á
hlut að mörgum handtökum, sem
gerð hafa verið til þjóðþrifa á ætt>
jörðu vorri, um hans daga. Mun
mörgum manni finnast þar skarð
fyrir skildi, er hans hefir mist við.
Marga slíka stórvirka atorkumenn
þarf þjóð vor að eignast.
Hermiann Jónasson er að góðu
kunnur af störfum sínum í þjóð-
þarfir að Hólum, Þingeyrum og
Reykjavík. Síðari ár hefir hann rit-
aö töluvert um dulræn efni.
Hann mun aðalelga hing-
að kominn til að heimsækja börn
sín og tengdason, sem nú eru vest-
ur við Kyrrahaf í borginni SeattJe.
Þar vestur Ifrá á hann líka bróður,
sem hann ætlar að heimsækja.
44.
Fánamyndin íslenzka.
Mörgum mun minnisstætt, að
þess var getið í fslenzkum blöðum,
að síra Jón Helgason, núverandi
biskup íslands, hefði málað mynd
til minningar um löggildingu fs-
lenzka fánans og látið síðan lit-
prenta myndina á Þýzkalandi.
Á íslandi var mynd þessarri sér-
lega vel tekið oghefir hún, eftir því
isem mér hefir skilist, flogið þar út.
Síra Jón er að þeirra dómi, sem
bezt eru færir um að dæma, furðu
fimur málari, til þess að hafa að
eins gefið sig við því í fáeinum
tómstundum. Einhvers af ltstia-
mannseðlinu verður vart í flestum
myndum hans. Og með þessa
mynd hefir honam þótt takast fyr-
irtaks vel. Hún hefir líka slegið
á þjóðernistrenginn, sem ávalt er
hljóðnæmiur.
Það var stór viðburður í sögu ís-
lands, er fánaleyfið fekst. Það var
fyrsta spor í áttina til þess, sem nú
er á döfiuni, sem hvorki er meira
né minna en það, að alþingi hefir
f einu hljóði falið forsætisráðherra
sín.um, að fara þess á leit við kon-
ung Dana, að hann gefi samþykki
sitt til, að felenzk skip megi sigla
•hiöfin undir sínum eigin sérstaka
fána.
Himgað til hafa ekki nema önfá
eintök fánamyndarinnar verið til
hér vestan hafe. Nú hefir Finnur
Jónsson, sem nýlega hefir tekist á
hendur íslenzka bóksölu hér, feng-
ið mynd þessa til sölu. Og er von-
andi, að mörg íslenzk heimili hér
vestan hafs verði- til þess að afla
sér þeirrar stofuprýði nú um jólin.
Á myndinni sést íslenzki fáninn
blakta frá hárri stöng, sem stend-
ur á þeim stað, þar sem lögberg er
kallað og þing var héð um langan
tíma, á fleti einum milli Flosagjár
og Nikuláss-gjáar að Þingvöllum.
útsýnið er yfir Þingvallavatn og
prestsetrið og kirkjan að Þing-
völlum ‘sést á myndinni, innan í
hring, sem dreginn er utan um,
með litum fénans.
Uppi yfir myndinni er átta fán-
um raðað, eins og þegar fánum er
raðað til skrauts, og efet milli
tveggja Btangarendanna stendur
rauðu letri: 19. júní 1915, er fáninn
var veittur.
Undir myndinni í þessum hring-
sveig standa hin fögru orð úr fána-
kvæði Einars Benediktssonar:
Skín þú fáni eynni yfir
eins og mjöll i fjallahlíð.
Fangamarkið fast þú skrifir
fólks í hjartað ár og síð,
munist hvar sem landinn lifir
litir þínir alla tíð.
Neðst á myndinni fyrir neðan
fánahringinn er sýnt íslenzkt sól-
arlag. Það í íslenzkri náttúru, sem
dýrlegast er af öllu, og það sem
þeir, er á íslandi hafa verið, geyma
helzt í huga sér, gerir myndina enn
mætari í hugum þeirra, scm á
horfa.
Eg þykist þess fullvís, að hverj-
um, sem mynd þessa eignast, verði
hún kær, og það því meir sein
hann á hana lengur. Eg get hugs-
að mér að feður og mæður bendi
börnum sínum á liana og komi inn
hjá þeim um leið kærleika til lands-
ins, sem kynstofn vor hefir runnið
upp í.
Myndin er góður texti hverju fs-
lenzku foreldri, sem koma vill
ræktarsemi til Mands inn i lijörtu
barnanna sinna.
Betel samkomur.
ólafur Eggertsson hélt þá fyrstu
af samkomum þessum hér i Winni-
peg á þriðjudags kveldið i þessari
viku í G. T. húsinu. Samkoman
tókst ágætlega og húsið hefir víst
tæplega rúmað fleiri en Jiar voru.
Sýndi Ólafur fjóra smáleiki og lék
alt einn, sem fyrir kom: Hann var
kaffikerling, maurapúki, barnfóstra
og skáld. Það þarf naumast að
segja neitt um leiklist O. E., því
hún er vel þekt hér, og virðist einu
gilda hvað ihann leikur, alt er hon-
um létt og eðlilegt. — Dr. Brands-
son setti samkomuna og bauð alla
veikomna með velvöldum orðum. —
Samskot voru tekin og komu inn
að sögn rúmir 80 dalir.
Hr. Eggertsson hefir í hyggju að
ihalda margar slíkar samkomur —
allar til arðs fyrir gamalmenna-
heimilið Betel—, og bæði af því að
hann er viðurkendur bezti leikar-
inn sem Vestur-Mendingar eiga og
sökum málefnteins, ættu Mending-
ar að fjölmenna é þessar samkom-
ur. Fyrstu samkomur sínar heldur
hann á eftirfylgjandi stöðum:
1 Þingvalla og Vatna bygðum:
Konkordía Hall, þriðjud. 30. nóv.
Bræðraborg Hall, Foam L, 4. des.
Leslie Hall (ef hús fæst) 5. des.
Walhalla skólahúsi........ 7. des.
Elfros...................10. des.
Mozart...................11. des.
Wynyard..................13. des.
Kandahar.................14. des.
-------o-------
Jbn Sigurðsson og “Gullfoss”
Myndirnar af Jóni Sigurðssyni og
“Gullfoss” bíða nú með óþreyju eft-
ir pöntunum Islendinga.
Báðar myndirnar eru prentaðar
í dökkum, skírum litum. Er J. S.
myndin með rauðbrúnum blæ
(two tone maroon), en Gullfoss-
myndin dimmgræn (double tone
green black).
Myndirnar eru báðar jafn-stórar,
15x19 þurnl. og mátulegar í ramma,
sem er 16x20 (stock size) án spássía,
eða í ramma, sem er 18x22 (stock
size) með spássíum. Var þessi
stærð myndanna valin, svo Iéttara
yrði fyrir þá, sem keyptu þær, að
panta sér ramma eftir verðlistum.
Þorsteinn Þ. Þorsteinsson.
732 McGee St., Wpg.
Bæjarstjórnarkosningar
fara fram þann 30. þ.m. Verða þá
kosnir borgarfulltrúar og skólaráð
fyrir árið 1918. Útnefningar fóru
fram á þriðjudaginn og voru eftir-
fylgjandi menn útnefndir:
Fyrir borgarstjóra: Mayor F. H.
Davidson og D. J. Dyson,
Til ráðsmanna voru útnefndir:
J. W. Oockburn, J. J. Wallace, A.
W. Puttee (verkam.), Chas. F. Gray,
R. D. Waddel, Jamas Munro, Fred.
Hilson, D. A. Sullivan, Saml. Horn-
ton og Robert Snook.
Útnefndir öldurmenn:—1. kjörd.:
Isaac Oockburn og W. B. Lowe
(verkam.). 2. kjörd.: F. O. Fowler
...... 1 ■■■■ ..............
Nefið Stíflað af Kvefi
eða Catarrh?
REYNIÐ ÞETTA!
Sendu eftir Breath-o-Tol In-
haler, minsta og einfaldasta
álhaldi, sem búið er til. Settu
eitt lyfblandað hylki, — lagt
til með áhaldinu — í hvern
bollana, ýttu svo bollanum
upp í masir þér og andfærin
opnast alveg upp, höfuðið
frfskast og þú andar frjálst
og reglulega.
Þú losast við ræskingar og
nefetiflu, nasa hor, höfuð-
verk, þurk—enjgin andköf á
mæturnar, þvl Breath-o-Tol
tollir dag og nótt og dettur
ekki burtu.
Innhaler og 50 lyfblönduð
hulstur send póstfrftt fyrir
$1.50. — 10 daga reynsla; pen-
ingum skilað aftur, ef þér er-
uð ekki ánægðir.
Bæklingur 502 ÓKEYPIS
Fljót afgreiðsla ábyrgst.
Alvin Sales Co.
P. O. Box 62—Dept. 502
WINNIPEG, MAN.
Búið til af
BREATHO TOL CO'Y
Suite 502, 1309 Arch Street,
Pbiladelphia, Pa.
(í einu hljóði). 3. kjörd.. Geo. Fish-
er, Wm. Bruce og Ed. A. T-horpe
(verkam.). 4. kjörd.: Ernest Rob-
inson (verkam.), og A. L. McLean.
5. kjörd.: J. Queen (verkam.), Geo.
Halford, Theo. Stefanik, og .1. H.
Kaplunovich. 6. kjörd.: W. B.
Simpson (verkam.) og Robert H.
Hamllin. 7. kjörd.: Alexander Mc-
Le'nnan og Mrs. Luther Holling.
1 skólaráð:—1. kjörd.: D. Oam-
eron, Wm. Callin (vetkam) og A.
C. Campbell. 2. kjörd.: A. Congdon
(í einu hijóði). 3. kjörd.: R. W.
Craig (í einu hljóði). 4. kjörd.. J.
Haig og W. L. Hall (verkam.). 5.
kjörd.: Max Steinkopf (í einu hl.).
6. kjörd.: R. Jacob og G. Pingle.
7. kjörd.: G. W. Cooper (f e. hl.).
-------o--------
Til Rauða Krossins.
Frá Mrs. C. Arngrímsson, Mozart,
síðasttöldu smábörn. Auk þess
sendi kona þessi $10 frá sjálfri sér
til Rauða Krossins. Voru peningar
þeir afhentir hra. bankastjóra T. E.
Thorsteinsson, er veitir móttöku
öllum gjöfum ísl. í þann sjóð.
Safnað af Jakobínu Sigurgeirs-
•son, Mikley (Hecla P.O.), Man.:
Vilhjálmur Sigurgeirsosn .. .. $2.00
Eggert Sigurgeirsson.......... 1.00
Jakobína Sigurgeirsson........ 1.00
Ingibjörg Jónsdóttir.......... 1.00
Rósa Doll........................25
Samtals....... $5.25
Sent eða aflient féhirði:
Sigmundur Long, Wpg..........$0.50
Ónefndur, Gardar, N.D.........2.00
B. R. Austmann, Lundar .... 1.89
Erl. Ágústsson, Wpg........... 2.00
Jóhanna Hallson, fyrir hönd
kvenfél. “Djörfung” við ísl.
Fljót.................. .. ..22.00
Sask., $100 gjöf frá kvenfól. Viljinn.
Frá Miss Jónassínu G. Stefánsson,
kennara við Vestri skóla, Framnes
P.O., Man, arður af kaffisölu, sem
skólinn stóð fyrir, $11.50; arður af
blómasölu $3.50 og beinar gjafir $10
—alls $25. — Mrs. Ingibjörg Steph-
enson, Gull Lake, Sask., $10; First
Icelandic Unitarian Church $14.65.
Samanlagt $149.65.
T. E. Thorsteinsson, féh.
TU Jóns SigurSsonar félagsins.
Gjafir mótteknar fyrir hönd Jóns
Sigurðssonar félagsins fyrir jólagjaf-
ir handa fal. Hermönnum:
J. I. Hjálmarsosn, Pine River $ 1.00
Mrs. Jonas Johnson, Wynyard 1.00
Mrs. J. O. Björnson, Wynyard 100
Ásm. Bjarnason, Minneota... 10.00
Mr. og Mrh. Robt. Stevenson
Scotsguard, Sask............. 2.00
Mrs. P. Pálmason, Wpg. . 2.00
Mrs. Ingv. Sigurðson, Elfros.. 1.00
Mrs. Stef. Anderson, Leslie .. 3.00
Ladies Aid Society, Keewayden
Ont......................... 10.00
Mrs. Sigr. Thorsteinson, Beres-
iford, Man................... 2.00
Mis Th. Th„ Wpg................ 1.00
Mrs. Gm. Finnson, Selkirk.. .. 2.00
Mrs. S.E .Eyjólíson, Víðir.. .. l.Oð
Frá vini....................... 1.00
Mr. og Mrs. B. Hjörleifeson,
Icelandic River.............. 2.00
Mrs. P. Anderson, Leslie .... 5.00
A. Thorsteinson, Westbourne 3.00
Mrs. Sigr. Oddson, Thornhill 1.00
Mrs. J. Benjamínsson, Geysir 2.00
Miss Ragnih. Johnson, Minni-
wauka, Man................... 5.00
Mrs. A. K. Maxon, Markerville
(safnað).....................43.75
Helga G. Björnson, Markerv... 1.00
Rury Arnason, féh.
217 Grain Exchange, Wpg.
Ath.—$4.00 frá Cloverdale, B.C.,
voru mótteknir af Jóiis Sigurðson-
ar félaginu en ekki hjálparfélagi 223.
herd.
Samtals.........$ 64.64
Áður auglýst .... 271.19
Alls nú ..........$335.83
Rögnv. Pétursson.
(Framh.)
Hallærís samskot handa börnum í
Armeníu og Sýrlandi.
Heyr! Daufirheira!
Enn er von fyrir heyrnardaufa.
The Mega-Ear Phone
Ekki málmur eða gúmmí — ekU
óviðfeldið, safnar og eykur hljóð
margfalt.
ósýnUegt Heyrnar tæki.
sem endurtekuT hljóðið og marg-
faldar það svo daufir heyra sotm
aðrir. Læknar veik eyru og bilaða
hlustar-himnu.
Bætir Eyrna SuSu eg
Skerpir Heyrnina.
Hver eem orsök heyrnardeyfu
þinnar er, og hvað gamall semi þú
ert, og hvað margar læknistilraun-
ir sem við þig hafa verið gerðar, þá
mun Mega-Ear Phone
Hjálpar þér
Sendið eftir myndabók með ðll-
um upplýsingum — og sannlærið
yðnur sjálf.
Allar canadiskar pantanir af-
greiddar af
ALVIN SALES CO.
P. O. Box 56, Winnipeg, Man.
VerÖ $12.50—Tollur greiddur
The Mega-Ear Phone Co.
(Incorporated)
724 Perry Bldg., Dept. “H”
Philadelphia, Pa.
Safnað og sent af Mrs. Ingibjörgu
Stevenson, Gull Lake, Sask.
Mrs. Ingib. Stevenson......$10.00
Mrs. Margr. Stevenson....... 5.00
Ellef Stevenson............. 5.00
Guðm. Stevenson............. 5.00
Miss Elenborg Stevenson .. ., 1.00
Miss Emma Stevenson.......... 1.00
Mrs. Sezelja Olafsson....... 1.00
Mrs. Jónína Johnson .. .. .. 1.00
Guðrún Stevenson...............25
Fraulin Stevenson..............25
Ellef Olafsson.............% .25
Ester Jahnson.............. .. .25
Góð Tannlœkning
á verði sem léttir ekki vas-
ann of mikið—og endist þó
Gjörið ráðstafanir að koma
til vor bráðlega. Sérstök
hvílustofa fyrir kvenfólk.
Dr. G. R. CLARKE
Samtals .. .. $30.00
—-Allar þessar gjafir eru frá safn-
anda og hennar fólki, eru hinir 4
1 to 10 Dominion Trust Bldg
Regina, Saskatchewan
-....... ~
North Star Drilling- Co.
CORNER DEWDNEY AND ARMOUR STREETS
R&gína., Sask.
Agentar í Canada fyrir Gus Pech Foundry Co. og Mcnitor
Brunnborunar áhöld.
EyÖiS Vetrinum þar sem
Veírið er Gott
VANCOUVER.
VICTORA og
NEW WESTMINSTER
HringferÖar farbréf með
Sérstöku skemtifarar verði
Til sölu á vissum dögum í
DESEMEBER, JANÚAR og FEBRÚAR
Af braut vorri sjást fögru
CANADISKU KLETTAFJÖLLIN
á 500 mílnas væði.
Á þesum vetri farið alla leið til
HONOLULU
CANADIAN PACIFIC RAILWAY
Umboösmenn vorir veita allar
nánari upplýsingar
■i