Heimskringla - 29.11.1917, Blaðsíða 7

Heimskringla - 29.11.1917, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 29. NTV. 1917 HEIMSKRINGLA 7. ÐLAÐSIÐA Frú Teresa Fenn Saga frá Vancouver, B. C. Eftir J. M. BJARNASON. (Niðurl.) Sagan af hinum hvíta manni og Vöndu kóngsdóttur. Einu sinni í fyrndinni var Indí- ána-kóngsdóttir, sem Vanda hét. Hún var svo fríð, að jafnvel sjálft tunglið í allri sinni dýrð, þegar ]>að er rauðast, gat ekki komist i samjöfnuð við hana. Þegar hún fæddkst, sást halastjarna mikil í norðaustri, og sögðu stjörnuspá- menn að það táknaði það, að úr þeirri átt kæmi sá, er yrði eigin- maður hennar — glæsilegur og voldugur höfðingi. En með því að Vanda var fædd á Míkmakalandi, sem nú er nefnt Nýja-Skotland, þá þótti mönnum það næsta ótrúlegt, að mannsefnið hennar kæmi úr þeirri átt, því mienn vissu ekki af neinu landi til norðausturs frá Míkmakalandi, nema Norðurljósa- eyjum; en tólf þúsund tungl höfðu kviknað og dáið frá Wt að nokkur hafði komið þaðan. Faðir Vöndu var Kúrna konungur hinn ríki, sem alment var kallaður Eldur í auga. Hann sór þess dýran eið við Sól og Mána, að enginn skyldi fá dóttur sinnar, nema kóngssonurinn á Norðurljósa-eyjum. — Og svo liðu tfmar fram. Sumar kom eftir vet- ur, og vetur eftir sumar. Rjúpan og hérinn höfðu fataskifti haust og vor; bifurinn bygði sér bæ; og •híðbjörni'nn gekk til hvílu í lok laufvinda-mánaðar, svaf allan vet- urinn og saug hramminn. Og Vanda kóngsdóttir óx og dafnaði, varð allra kvenna fríðust sýnum, og svo vitur, að hún las hvers manns hugsanir í augnaráði hans, og talaði við elginn og öndina á þeirra eigin tungu. Þegar hún var gjafvaxta orðin, komu frægir kapp- ar og kóngssynir að sunnan og vestan með ógrynni af íögrum fjöðrum og öðrum kosta-gripum, sem 'boðlegir þóttu fríðum kónga- dætrum, og lögðu þá íyrir fætur hennar, þar ®em hún sat við dyrn- ar á hinu konunglega wigwam (Indíána-tjaldi), og báðu þeir allir um hjarta hennar og hönd. En með því að enginn þessara frægu kappa og kóngssona hafði svo mik- ið sem augum litið hinar fjarlægu Norðurljósa-eyjar, þá urðu þeir all- ir að halda heim aftur, konulausir og með sárt enni. — — — En svo bar það við eitt kvöld, síðla sun> ars, að menn sáu sjóskrímsli eitt mikið með gínanda gini stefna að landi. Stormur stóð af hafi, og brimið sauð og vail við hina klett- óttu strönd. Mönnum stóð geigur mikill af skrímslinu, því þeir hugðu •að það mundi ganga á larfd upp og gera skaða. En svo kom nátt- myrkrið, og sást ekki lengur út fyrir landssteinana. Þegar dagaði, var skrímslið horfið, en í þess stað sáust ellcfu ókunnir menn í fjör- unni. Þeir voru allir hvítir sem vofur, höfðu glóbjart hár, sem féll í lokkum um herðar þcim, og allir höfðu þeir skegg, síð og breið. Þeir voru í síðum skyrtum úr einkenni- legum vefnaði, sem vopn bitu illa á, og höfðu stálhúfur á höfði, en að öðru leyti fáklæddir, og að vopni hafði hver þeirra langa, beitta sveðju. Allir voru þeir vöxtuiegir og vænir sýnum, en þó bar einn langt af þeim öllum, bæði fyrir vaxtar sakir og fríðleiks, og þóttust m-enn vita, að hann væri foringinn. — Kúma konungur bað menn sína að grenslast eftir, hvert erindi þeirra væri. “Ef þeir fara með friði,” sagði hann, “þá viljum vér bjóða þeim heim i wigwam vort og reykja með þeim friðarpípuna; en fari þeir með ójöfnuð, þá skul- MAGAMEÐUL ERU HÆTTULEG Jífl rftJSIrjcitja Iirknar Mavrnesfu. Hve hættulegt þah er, atS hella i hugsunarleysi í maga sinn margskyns lyfjablöndum og metiulum skilst oft ekki fyr en um seinan. ÞaB virtiist svo autivelt ag gleypa inntöku af ein- hverri sérstakri blöndu etSa taka soda, pepsln et5a "bismuth” pillur á eftir máltíöum og afleitsingarnar af þessari heimsku vertSa oft ekki sýnilegar fyr en mörg ár eru litiin, þegar einhver illkynjutS maga ígertS gerir vart vitS sig. It5run er þá gagnslaus og þatS er strax 1 byrjun, þegar meitingar- leysi, hartSlifi, brjöstsvitSi, uppþemb- lngur o. fl. benda á of mikinn súr i maganum og ómelta fætSu, þats er þá aT5 reyna ver’ður at5 finna þessu bot. Lyfjablöndur og: met5ul eru Óvit5eig- andi og oft hættuleg — þau hafa lítil et5a sama sem engin árif á hinn illa súr og þess vegna eru læknar ab leggja þau nit5ur og rátSleggja nú þeim, sem sjúklr eru af meltingarleysi et5a öt5rum magasjúkdómum, at5 los- ast vit5 þetta, allan súr í maganum og annat5, met5 því at5 taka inn ögn af hreinni Bisurated Magnesíu í stat5inn fyrir met5ulin. Bisurated Magnesía er alveg ugglaus gegn öllum súr í maga og fæst í öllum lyfjabút5um. I>at5 er alveg hættulaust og at5 heita má bragt51aust og ein teskeit5 af því, tekln i heitu et5a köldu vatni á eftir máltít5- um, er vanalega fullnægjandi til þess at5 eyt5ileggja súrinn i maganum og kemur í veg fyrir möguleika þess atS ger hlaupi i fætiu þá, sem bort5ut5 er. um vér ekki fyr hæfcta, en þeir hajfa allir líf eitt látið.” — Þegar þeir fundust (hinir hvítu menn og sendimenn Kúma konungs), þá skildu hvorugir aðra. Og allan þann dag var blóðugur barda-gi háður niður við 'Sjóinn; en hvorir það voru, sem vöktu ófriðinn, segir sagan ekki. Um sólarlag voru allir hinir hvítu menn fallnir, nemia for- inginn. Hann stóð einn uppi, og varðist enn lengi, og feldi margan mann, og var vörn hans lengi í minnum höfð. En eftir því tóku menn (þegar hann var orðinn einn eftir síns liðs) að hann sótti það fa-st að komast út í sjóinn. Loks- ins varð hann yfirkominn af mæði og sárum, og gátu Indíánar þá feist á honum hendur og fært hann í fjötur. Næsta dag skipaði Kúma kon-ungur að skera skyldi hjartað úr bandingjanum lifandi. "Vér liöfum orðið fyrir manntjóni miklu af völdum þessa manns,” sagði Kúma konungur, “og má því ekki minna vera, en vér fáum úr honum hjartað.” Menn gerðu góðan róm að þessari skipun konungs. En þegar að því var kórnið, að skera skyl-di til hjartans á hinum hvíta manni, þá gekk hin fríða og tígu- lega Vanda kóngsdóttir fram fyrir föður sinn og mælti: “Einnar bón- ar vil -eg biðja þig, faðir minn.” — “Hvað viltu?” sagði Kúma konung- ur.—“Gefðu mér ihjarta hins hvíta manns,” sagði hún. — “Bæn þín er veitt, og njóttu vel,” sagði hann.— “Viltu þá sverja þess dýran eið, faðir minn, að hjarfcað verði aldrei frá mér tekið?” Og konungur sór þess dýran eið við Sól og Mána, að að -hjarta hins hvíta manns skyldi aldrei frá henni tekið verða. — “Skerið þá ekki til hjartans!” hrópaði V-anda kóngsdóttir og lagði hönd sína á brjóst hins hvíta manns. — “Hví ekki að skera til hjartans?” sagði Kúma konungur og lét brúnir síga. — “Af því að nú á e g þetta hjarta, og hefi þá trú, að það geymist bezt í brjósti hins hvíta manns,” sagði hún. — “En maður þessi er óvinur vor, og hann má ekki lifa,” sagði Kúma konungur, og það brann eldur úr augum han-s. — “Faðir minn,” sagði V-anda kóngsdóttir, “það samir ekki konungi að rjúfa dýran eið. En ef þú lætur taka mann þenna af lífi, þá hefir þú ekki einungis rofið ei-nn eið, heldur tvo; því að vita skaltu, að þessi hinn hvíti maður er kóngssonur frá Norður- ijósa-eyjum. H-ann er -liingað kom- inn til að færa mér hjarta sitt, og— þetta eru viðtökurnar.” — Kúma konungur þagði um stu-nd og var hugsi. “Ekki er þér vitsins varnað, dóttir mín,” sagði hann loksins, •sté fram pg leysti sjálfur böndin af hinum hvíta manni, og lagði hönd dóttur sinnar í hönd hans. “Njóttu vel, dóttir góð,” bætti h-ann við, "en mundu það, að þú verður aldr- ei drotning á Norðurljósa-eyjum, því -eg sver þess minn síðasta eið, og hinn dýrasta, að þið skuluð aldrei úr riki mínu fara, hvorki lif- andi né dauð.”--------Og svo liðu tfm-ar fram. Vetur koin eftir sum- ar, og sumar eftir vetur. íkorninn safnaði vetraforða á haustin, elg- urinn feldi ihornin, og refurinn gróf sig í fönn. Og Vanda kóngsdóttir og hinn hvíti maður unnust hug- ástum; þau bjuggu í hinu konung- iega wigwam, og áttu eina dóttur barna, og náðu hárri elli. — Og Vanda sagði dóttur sinni þessa sögu, og hún sagði hana aftur sinni dóttur. Og þa-nnig barst sag- an frá móður til dóttur, alla leið niður til frú Teresu Fenn.-------- En sögunni er ekki alveg lokið. Eftt lítið atriði er ennþá eftir, og það er svona: Einhverju sinni bar l>að við, nokkru áður en hinn hvíti maöur dó, að þrír tugir íölleitra manna komu þar á land, og báðu Indíánar hann (hvíta ma-nninn) að komast að erindi þeirra. Sat hann á tali við þá lengi dags, og fékk hann einum þeirra að skilnaði litla Indíána-öxi (tomahawk). Gekk hann -síð-an heim til konu sinnar og var um tíma á eftir þöguli og þungbúinn. En ókunnu mennirn- ir hurfu, og vissi enginn, hvað af þeim varð. — Flaug nú saga sú ura alt Míkmakaland, að menn þessir hefðu verið samlandar hins hvíta manns, og hefðu þeir verið að leita að honum og viljað endilega fá hann heim með sér, en hann ekki viljað fara frá konu sin-ni og dótt- ur. Og hafði hann sent Indíána- öxina heim til bróður -sfns á Norð- urljósa-eyjum með þeim ummæl- um, að hún skyldi vera geymd þar af ættmönnum hans, og ganga ei-ns og annað erfðafé mann frá manni í þeirri ætt þangað til hennar (ax- arinu-ar) yrði vitjað af þeim afkom- anda hans, sem af sjálfum sér lærði að mæla á tungu sinna hvítu for- feðra; og munui sá hinn sami fram- vísa svipaðri öxi, þcgar hann kæmi. -------Og svo iiðu tímar fram. Vetur kom eftir sumar, og sumar eftir vetur. Menn fæddust og dóu. og fluttu-st yfir úm til hinna víð- áttumiklu v-eiðistöðva á Ódáins- landi. Og ætt hins hvíta manns og Vöndu kóngsdóttur varð bæði stór og göfug. Og þar með er sag- an á enda. “Trúir þú sögunni?” sagði eg við Teresu. “Hví -skyldi eg ekki trúa henni, fyrst þ i ð trúið sögunni um fund Vínlands og manninn, sem sendi gullhringinn og sverðið til 1«- lands?” sagði Teresa; “enda finst mér sagan ekkert ótrúleg; og mér finst eg lík-a hálfpartinn finna það í blóði mínu og beinum, að eg sé af norrænu bei’gi brotin.” “Eg held bara að þú sért íslenzk,” sagði konan mín. Nú er Teresa komin norður til Al- áska. Hún fór þangað nýlega með manni sínum, og á heim-a í Junoau. Við höfum fengið bréf frá henni. Segir hún að sér líði vel að mörgu 1-eyti, en að sér leiði-st þó allmikið með köflum. Biður hún okkur að senda sér íslenzk blöð og bækur og þar á meðal kvæðið “Lilju” eftir Eystein múnk Ásgrímsson. Og höf- um við reynt að verða við bón hennar. — Við höfum saknað iienn- ar mjög mikið og munum jafnan minnast hennar með innilegu þakkiæti og vinarhug. 26. okt. 1915. HEIMSKRINGLA er kærkomhn- gestur íslenzka hermönnn- um. Vér sendum hana tii TÍna jrí- ar hvar sem er í Evrópo, á hverri vikn, fyrir aí eins 75c í 6 biíbiX eða $1.50 í 12 mánnði Box 3171. THE VIKING PRESS Ltd Gigtveiki Merkilegt heimameSal frá manni er þjáSist. — Hann vill láta aðra krosbera njóta góðs af. Sendu engra pviiIkh, en nafn og firftun. Eftir margra ára þjánlngar af gigt hefir Mark H. Jackson, Syracuse, N.- York, komist a$ raun um, hvaía vot5a óvinur mannkynsins gigtin er. Hann vill at5 allir, sem lít5a af gigt, viti á hvern hátt hann læknat5ist. Lesiö það sem hann segir: “Eg hn fðf sftrn verkf aem flUgruTSu meU eldleicnm hraðu um lfðamðtfn. Vorið 1893 fékk eg mjög slæmt gigt- arkast. Eg tóK út kvalir, sem þeir einir þekkja, sem reynt hafa—í þrjú ár. Eg reyndi marga lækna og margs konar meðul. en þó kvalirnar linuðust var það að eins stundar friður. Loks fann eg meðal, sem dugði og veikin lét alveg undan. Eg hefi gefið þetta meðal mörgum, sem þjáðust eins og eg, og sumum sem voru rúmfastir af gift, og lækning þess hefir verið full- komin í öllum tilfellum. Eg vil að allir, sem þjást af gigt, á hvaða stigi sem er, reyni þetta undra- meðal. Sendið mér enga peninga, að eins fyllið inn eyðumiðann hér fyrir neðan og eg mun senda meðalið ó- keypis til reynslu. Eftir að hafa reynt Í»að og fullvissast um að þetta meðal æknar algerlega gigt yðar, þá sendið mér einn dollar,— en munið, að mig vantar ekki peninga yðar, nema þér séuð algerlega ánægðir að senda þá. Er þetta ekki sanngjarnt? Hví að líða lengur, þegar lækningin er við hendlna ókeypis? Bíðið ekki—skrifið þegar í dag. — PREE TRIAL COLPON Mark H. Jockson, 457D Gurney Bldg., Syracuse, N. Y. I accept your offer. Send to: Atkvæía yðar og Áhrifa æskt fyrir Gockburn sem Gontrotler Vandamál borgarinnar vaxa hlutfallslega við örðugleika styr- jaldarinnar. Ráðning þeirra út- heimtir víðtæka reynslu og stöð- uga stjórn við stýrið. -— Kjósið Cockburn. HVÍ AÐ EYÐA LÖNGUM TlMA MEÐ “EYfRAД BLÓÐ í ŒÐUM! Spyrjið tjílfan yð*r þesiaoi spurningum: Eftirtaldar tilkenningar eru auðkenni ýmsra alvarlegra sjúk- dóma, sem oft lykta í vitfirringu og dauða: 1. Þreyttur? 2. Svartsýnn? 3. Svimar? 4. Bráðlyndur? 5. Höfuðverk? 6. Bngin frameóknarþrá? 7. Slæm melting? 8.. Minniebiluin? 9. Mæðigjarn? 10 Hræðsla? 11. Kjarkiaus? Svefnleysi? 13. Dofi? 14. Skjálfti? 15. Tindadofi? 16. Sár, kaun, koparlitaðir blottir af blóðeitran? 17. Sjóndepra? 18. Ský fyrir aujtum? 19. Köldugjarn—með hitabylgjum á milli? 20. ójafn bjartsláttur? 21. Garna-gaul? 22. óregla á hjartanu? 23. Sein blóðrás? 24. Handa og fótakuldi? 25. Lítið en litmlkið þvag, eítir að standa mikið í fæturna? 26. Verkur í náranum og þreyta 1 ganglimum? 27. Catarrh? 28. Æðahnútar? 29. Veik- indi 1 nýrum og blöðru? 30. Karlmanna veiklun? Menn á öllum aldri, í öllum stöðum þjást af veikum taug um, og allskonar veiklun, svo þú l>arft. ekki að vera feiminn við að lei.a ráða hjá þeésum sérfræðingi í sjúkdómum karl- manna. Hvere vegna er biðstofa mín æfinlega full? Ef mínar að- íerðir væru ekki heiðarlegar og algerlega 1 samræmi við nútím- ans bez.u þekkingu, þá hefði eg ekki það traust og þá aðsókn frá -fólkinu í borgin-ni Ohieago, sem þekkja mig bezt. Flestir af þeim, sem koma til mín, eru sendir af öðrum, sem eg hefi ihjálpað 1 líkuin tilfellum. Það koatar þig ekki of mikið að láta mig lækna þig. Þú losast við veiklun þína og veikþ— Komdu og tal-aðu við mig, það er fyrsta sporið í rétta átt, og kostar þig ekkert. Margir af sjúklingum mlnum koma lang- ar leiðir og segja mér að þeir hafi allareiðu eytt miklum tíma og peningum í a ð reyna að fá bót meina sinna i gegn um bréfa- skifti við fúskara, sem öllu lofa í auglýsingum sínum. Reynið ekki þá aðferð, en komið til mln og látið skoða yður á réttan hátt; engin ágizkun. — Þú gefcur farið heim eftir viku. Vór útvegum góð herbergi náiægt lækn&stofum vorum, á rýmilegu verði, svo hægra sé að brúka aðferðir vorar. n*, I W Room 208 and 209, 2nd mJY» 1. YV • nodgens, Floor, Crilly Building 35 South Dearbom St., Cbicago, III. Eg Vonast Eftir Fylgi Yíar Við Endur-Kosningu CONTROLLER J. J. Wallace fyrir Board of Control fyrir árið 1918 Átta ára reynsla í borgar- málum. KJÖRDAGUR 30. NÓV. N. K. kl. 9 f.h. til 8 e.h. NÝTT STEINOLÍU LJOS FRÍTTf BETRA EN RAFMAGN EÐA GASOLÍN OLlA K RXK A * • Hér er tækifæri at5 fá hinn makalausa Aladdin Coal Oil Mantle lampa FRITT. skrifiö fljótt enir upplýsingum. I>etta tilboÖ verður afturkallað strax og: vér fáum umboösmann til at5 annast söl- una í þinu héraði. I»að þarf ekki annað en sýna fólki þennan Aladdin lampa, þá vill það eignast hann. Vér gefum yður einn frltt fyrir að sýna hann. Kostar yður lítinn tíma og enga peninga. Kostar ekkert að reyna hann. BRENNUR 70 KL ST. MEÐ EINU GALLONI af vanelegri steinolíu; enginn reykur, lykt né há- vaði, einfaldur, þarf ekki að pumpast, engin hætta á sprengingu. Tilraunir stjórnarlnnar og þrjtíu og fimm helztu háskólum sanna að Aladdin gefur þrlMvar sinniim melra Ijón en beztu hólk-kveik lampar. Vann Gull Medaliu á Panama sýning- unni. Yfir þrjár miljónir manna nota nú þessa undra lampa; hvít ljómandi ljós, næst dagsljósi. Abyrgstir. Minnist þess, að þér getið fengið lampa ftn þeNR að borg:a eitt einaMta cent. Flutningsgjaldið A*Lnm «ít í* er fyrir fram borgað af oss. Spyrjið um vort fría 10- VCi OSKUIÐ iO 13 daga tilboð, um það hvernig þér getið fengið einn af ITM ROFKM FTtiN þessum nýju og ágætu steinolíu lömpum ökeypiM. — UIUDUlliJIHIinn MANTLE LAMP COMPANY, 2«S Aladdln BulldlnK, WINNIPEO. Stærstu Steinolíu Lampa Verkstæði í Heimi. B0RDVIBUR MOULDINGS. Við höfum fullkomnar birgSir af öllum tegundum VerSskrá verður send hverjum þeim er þess óskar THE EMPIRE SASH <6 DOOR CO., LTD. Henry Ave. Eact, Winnipeg, Man., Telephone: Main 2511 EySíS Vetrinnm þar sem VeíriÓ er Gott VANCOUVER VICTORA og NEW WESTMINSTER Hringferðar farbréf með Sérstöku skemtifarar veröi Til sölu á vissum dögum í DESEMEBER, JANÚAR og FEBROAF Af braut vorri sjást fögru CANADISKU KLETTAFJÖLLIN á 500 mílnas væðL Á þesum vetri farið alla leið til HONOLULU CANADIAN PACIFIO RAILWAY TJmboðsmenn vorir veita allar nánari upplýsingar “Mesta Járnbrant Heimsins.’’ Uujiflf*11-—

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.