Heimskringla - 29.11.1917, Blaðsíða 2

Heimskringla - 29.11.1917, Blaðsíða 2
I 2. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 29. NTV. 1917 Örlög þjóðanna. Eftir síra F. J. Bergmann. Viðnám ítala. örlög manna eru í stöðugum örlög mannanna eru i stöðuguim lögum þjóðanna, er saga þess, hvernig ein aldan hefst á fætur annarri með lengra eða skeimmra millibili, til þess svo að falla niður aftur í djúpið. Eins er það þegar þjóðir eiga i hernaði. Allur hernaður stöðugur öldugangur. Stundum gengur vel og sigur sýnist ekki mjög fjarlægur. En alt í einu fer vonin um nálægan sigur og frið í felur fyrir eitthvert óhapp, sem að höndum ber. Svo hefir það verið með örlög ftalíu i stríði þessu. Allur heimur dáði framsókn ft- ala síðastliðið sumar. Það leit út fyrir, að allar sigurvonir þjóðarinn- ar ætluðu að rætast. ítalir þokuð- ust betur áfram sín megin en nokk- urt hinna stórveldanna. En svo kom skakkafallið, sem lýst hefir verið undan farnar vikur og allir menn með hugann Samherja megin í stríði þessu hafa tekið sér all- nærri. Nú er aftur tekið að birta til. I>eim hefir tekist að stöðva fram- sókn óvina heriiðsins og veita við- nám, svo að nú lítur út fyrir, að þýzk-austurríska hernum ætli ekki að takast að brjótast lengra áfram 1 þetta sinri. Útlit til þess, að ítölum ætli að hepnast að halda stöðvum sínum við Piave-fljót verður með hverjum degi betra og betra. Yörn ítala er jafnvel hér og hvar farin að sn.úast í sókn. Ekki er gott að verða þess fyililega áskynja, hvort nokkuð af herliði Samherja, Englendinga og Frakka, sem ítölum á að hafa ver- ið sent til aðstoðar, hefir enn kom- ist fram á herstöðvarnar, svo það sé sameinað ítalska hemum. Sum part er það staðhæft, og sum part er því neitað. Sé það enn ekki orð- ið, sem helzt er að ráða af síðustu fregnum (20. nóv.), er vonandi að þess sé ekki iangt að bíða. Langt er samt frá því, að öll hætta sé um garð gengin, Misjaín- ar sögur fara af þeim fjölda herliðs, sem Miðveldin hafa hrúgað saman gegn ítölum. Yið og við hefir það verið gefið í skyn, að Miðveldin hafi komið þessum stórkostlega sigri til leiðar með tiltölulega litiu herliði. Hinn sprettinn sýnist mannafli þeirra vera feikna mikill gegn ítölum. Síðustu fréttir tala um 145 herdeildir (divisions). Ef reiknaðar eru 20,000 manns f hverri herdeild, sem er hið algenga, hefði Miðveldin hátt á þriðju miljón her- m-anna þarna á ítalíu. En sagt er oft nú upp á síðkastið, að herdeild- ir Þjóðverja sé minni, svo að oft sé í þeim að eins 12,000 manns. Hvað sem um það er, eru líkur til að herafli Miðveldanna í Italíu nemi að minsta kosti einum tveim 1 miljónum. Með þeim mikla herafla er sízt j fyrir að synja, hvað þeim kann að takast, þegar þeir eru búnir að ' koma öllu liinu mikla stórskota- | liði sínu eins framarlega og fylk- ingar þeirra nú eru. Það er ekkert ! að vita, nema þeim þá kunni að takast að brjótast alla leið til Fen- ' eyjaborgar. Samt sem áður verða líkindin tii þess minni eftir þvl sem lengur J líður. Hjálpin frá bandaþjóðum ! Itaia hlýtur nú bráðlega að fara að koma. Verði hún eins ríflega 1 té látin og ástæður virðast heimta, . getur svo farið að úrslita orusta mikil verði háð þarna á sléttum Feneyjafylkis, er hafi nokkurn veg- j inn eins mikii áhrif á fyrirætlanir Þjóðverja framvegis og úrslitasigur | á Frakklandi myndi hafa. Samtök ætti hér eftir að verða . betri með Samherjum. Ræða Lloyd George í Parísarborg, er j hann kom sunnan frá ítalíu, vakti , eftirtekt feikna mikla, bæði Frakk- j landi og Englandi. Hann kannað- j ist hispurslaust við, að hrakfarirn- ar á ítalíu hefði verið samtaka og fyrirhyggjuleysi Samherja að kenna. Frakkar hrósuðu honum fyrir hreinskilnina og mátu hann meiri mann fyrir. En öðru máii var að gegna á Englandi. l>ar varð þessi hrein- skilna og berorða ræða hans tilefni til þess, -að beiskasta árás var á hann ger og stjórn hans, sem fyrir hefir komið síðan er hann varð forsætisráðherra. Segir hann að heimkoman h-afi verið lfkust því að fara yfir Ermarsund í ólgusjó á litlum tortímara. ófarir ftala hafa þegar haft þau áhrif á stjórnmálasviðinu, að Frakkar hafa steypt Painlevé-ráðu- neytinu, þó margt fleira íléttaðist þar saman við. Sá heitir Clemen ceau, sem þar hefir nú tekið við. Honum hefir þegar tekist að rnynda nýtt ráðuneyti og er sagt, að það muni fá eindregið fylgi þingsins. Clemenceau er maður einbeittur og ákveðfnn, og sérlega lundfastur. Að frakkneska þjóðin hefir skipað honum efst í valdasessinn sýnir, að henni er ant um, að hernaðurinn sé rekinn af meiri alvöru og fyrir- hyggju en átt hefir sér stað þetta síðastiiðna ár. Á Englandi virðast áhrifin líka ætla að verða heilsusamleg og er það mjög mikið að þakka bersögli Lloyd George í París, sem mest ó- veðrið reis út af í Lundúnum. Fyrst leit út fyrir, að bylurinn myndi biása stjórninni um koil. Krafði Asquith forsætisráðherrann til reikningsskapar í sjálfu paria- mentinu og var þá álitið að eitt- hvað sögulegt myndi gerast. Aðalefni Parísar-ræðu Lloyd George var að sýna fram á nauðsyn þess, að Samherjar yrði álíka sam- taka í herstjórninni og Miðveldin Til þess að koma því til leiðar hefði herráð verið myndað, til yfir- umsjónar með öllum rekstri hern- aðarins. í því væri fulitrúar frá Frakklandi, Englandi og ítalíu. Og síðar yrði bætt við fulltrúum frá iiinum stórveldunum. Þetta vildi Asquith gera að ger- ræði af hátfu Lloyd George og sýndi fram á, að slík yfirherstjórn myndi koma í bág við herstjórn hverrar einstakrar þjóðar, og valda stöðugum árekstri. Þessu svaraði Lloyd George 1 þinginu með því að lesa upp samn- ingana, sem gerðir hefði verið í sam- bandi við þessa fyrirhuguðu yfir- herstjórn. Sýndu þeir glögt og ljóslega, að hugmyndin er einung- is sú, að hér sé að eins um ráðgef- andi völd að ræða, er bygð sé á ná- kvæmustu og ábyggilegustu upp- lýsingum, er unt sé að aUa sér, um þarfir hersins á öllum vígstoðvum. Aldrei kvaðst Lioyd George hafa gert sig sekan um nokkurt gerræði. Að eins tvisvar ihefði hann tekið fram fyrir hendur herforingjanna. Hann hefði skipað fyrir um að gerð væri mikil mérgð af stórum fallbyssum. Herforingjarnir hefði sagt: Það er óvit, við höfum ekki nógu marga menn, sem kunna með að fara. Hann hefði setið við sinn keip. Það hefði orðið ekki til falls, heldur til viðreisnar, og nú væri enginn hörgull manna til að fara með fallbyssurnar. Hið síðara atriðið var það, að hann þrýsti herforingjunum til að fallast á, að hæfur maður væri skipaður, sem ekkert væri við her- mensku riðinn, til þess að sjá um að hentugar járnbrautir væri lagð- ar hernum að baki á Frakklandi til aðflutninga. Það hefði gefist vel. Aðra íhlutan af sinni hendi um rekstur hernaðarins væri eigi unt að saka sig um. Með ræðu sinni velti hann allri ábyrgð yfir á hershöfðingjana, sem öllu hefðu ifengið að ráða. Hann kvað enga hershöfðingja látna eins afskiftalausa af hálfu stjórnmála- manna og þá brezku. Hann fann ekki að við neinn herforingjann, en hann hafði heldur alls ekkert hrós um neinn að segja, og það fundu menn, þegar farið var að hugsa út f ræðuna á eftir. Arthur W. Puttee Verkamanna umsœkjandi til endurkosningar í borgarráðiS ViS öll störf mín sem meSlimur borgar- ráSsins hefi eg hvorki horft í tíma minn né krafta til þéss aS koma í framkvæmd þeirri ákvörSun minni aS reynast borginni vel og koma á framfæri þeim stefnum, sem eg hefi framfylgt í borgarmálum. Eg hefi af alhuga stutt borgarráSiS til þess aS halda öllum útgjöldum í skefjum og koma í veg fyrir allan óþarfa tilkostnaS og á sama tíma reyna aS bæta og fullkomna alla þénustu í þarfir borgarinnar. Þessu hefir veriS komiS í heppilega framkvæmd, því þótt laun borgar starfsmanna hafi veriS hækkuS, meS hlutfallslega mestum viSauka viS lægstu launin, þá er þetta óumflýjanlegt sökum núverandi dýrtíSar, og meSIimum slökkviliSsins hefir veriS eftirlátinn einn dagur af fjórum af skyldutíma sínum, og þótt borgin yrSi aS safna nærri hálfri mil- jón dollara fyrir ÞjóSræknissjóSinn og SkólaráSiS krefSist viSauka, sem nam $130,000, þá hafa útgjöldin fyrir þetta ár ekkert veriS meiri en fyrir næsta ár á und- an og skuld borgarinnar hefir veriS minkuS aS miklum mun. I þeim deildum, sem beint komu undir mína umsjá—er úthlutaSar voru Sæti B, sem eg skipaSi, — hafa margar ánægjuleg- ar endurbætur átt sér staS. Barna mjólkur stöSin (Babies’ Milk Depot) hefir veriS stækkuS og endurbætt og kemur nú aS betra gagni en áSur; hjúkrunarkonum hefir veriS bætt viS og um tuttugu rúmum á “King Edward” berklaveikra sjúkrahúsinu; borgaraleg umbótanefnd (Social Welfare Coun.) hefir veriS mynduS og gengur starf hennar vel. Mín langa reynsla viSvíkjandi verka- mannamálum hefir, vona eg, haft í för meS sér fjárhagslegan hagnaS fyrir borgina. Hin nýju Verkamanna uppbótalög gengu í gildi í marzmánuSi síSastliSnum. Sam- kvæmt lögum þeim var ákveSiS, aS ábyrgS- argjöld þau, sem krafist yrSi af borginni aJS láta í té, skyldu nema $24,500 árlega. Far- andi aS ráSum mínum gáfu borgarstjórarn- ir því meSmæli viS borgarráSiS, aS borgin sjálf skyldi bera alla ábyrgS, og voru $25,- 000 settir til hliSar meS því markmiSi aS koma þessu í framkvæmd. 1 lok septem- bermánaSar námu uppbótakröfur í alt fyrir fimm mánuSi $378. Þegar kröfum alls ársins hefir veriS mætt, verSur álitleg fjár- upphæS lögS í varasjóS og mörg þúsund dollarar til góSa til þess aS mæta kröfum næsta árs. Þar sem eg var fyrsti fulltrúi verkamanna, sem sæti skipa í borgarráSinu, vann eg af ítrustu kröftum meS því markmiSi aS leiSa í ljós, hvaS slík þátttaka verkamanna full- trúa í borgarstjórninrii getur þýtt og hve mikiS styrkt hana og bætt. Eg skora því í góSu tiltrausti á kjósendur aS Ijá stefnu minni fylgi og endurnýja tiltraust sitt í minn garS. ARTHUR W. PUTTEE. Við þessa skýringu virðist allur mótþlástur gegn Lloyd George og stjórn hans að hafa fallið niður á Englandi. Sameiginleg herstjórn virðist nú eina ráðið, og á það eru nú allar samherja þjóðirnar að fallast. Þær verða að vera við því búnar, að gera eins harða árás og þeim er unt, hvar sem árangurinn er líklegastur til að verða mestur, án þess að rígbinda sig við vestur- herslöðvarnar einar, eins og hing- að til hefir átt sér stað. Til þess eru víti að varast. Vígstöívarnar í grend við Yprés. Á Flandri þokar helzt ofuriítið á- fram í grend við borgina Yprés. Frá því var sagt, er Kanadamenn tóku bæinn Passchendaele og hæðadrögin,, er við hann eru kend. Síðan hafa stöðugar árásir verið gerðar, hver á fætur annarri, ai hálfu Þjóðverja til að ná þessu svæði aftur, en ekki hepnast. Sagt er að Þjóðverjar hafi í árás- um þossum mist fjölda manns. Hafi mannfallið af Þjóðverjum verið álíka mikið eins og það var Eorðum, er þeir reyndu mest áð ná Verdun. í stað þess að láta af hendi nokk- uð af því landsvæði, sem tekið hefir verið, hefir brezka herliðinu þokað áfram norður íyrir bæinn Passchendaele á þessum hæðadrög- um. Því hefir hepnast að búa þar betur og betur um sig með því að eyða einni skotvélastöð Þjóðverja þar á fætur annarri. Annars er ekki um annað að tala á Frakklandi og í Belgíu en sama þófið. Skothríðin er Játin ganga jafnt og þétt á báða bóga. Virðist árangurinn með löngum köiflum enginn annar en sá, að miklum firnum af skotfær- um er eytt og um leið mörgum mannslífum. f Austurlöndum. Eins og lesendur blaðsins mun reka minni til, er borgin Bagdad í Austurálfu eins konar endastöð hins ifyririhugaða þýzka heimsveld- is. Hún féll í hendur Breta, undir forystu Maude herforingja, eins og menn ilíka munu hafa fest sér í minni. Nú er þessi foringi fallinn frá eftir fárra daga veikindi. Atgerðir hins látna foringja um að reisa við og auka brezk áhrif með Aröbum og Múhameðstrúar-mönnum, sem búa á Mesopotamíu sléttlendinu mikla milli fljótanna Evfrat og Tigris, eru fjarska þýðingarmiklar. Tyrknesk áhrif á þessu svæði hafa verið lík því, sem átt hefir sér stað annars stáðar. Framfarir og menning virðist að visna upp og verða að engu, hvar sem þeir ná til, og svo hefir það verið þarna. Þeg- ar þeir eru hraktir frá yfirráðum þessa írjósama svæðis, er vonandi að útlit allrar suðvestur Asíu verði annað og betra. Almenna eftirtekt vakti það, hve Balkanskaga ríkin tóku miklum frainförum eftir að þau losnuðu undan óstjórn Tyrkja og fram að þeim tíma, að styrjöldin hófst. Gæti nú örlög Armenfu, Mesopóta- míu og Gyðingalands orðið þau. að losast á líkan hátt að fullu og öllu undan yfirráðum Tyrkja, inyndi iðnaður og fjárrækt renna þar upp með nýjum blóœna, og þessi Iönd fá að lifa upp aftur fomald- arfrægð sína. Ekkert er enn þá ákveðið um það, hver örlög borgarinnar Bag- dad verða. En líkindi mikil eru til þess, að fyrr eða síðar muni þessi fornfræga borg verða þunga- miðja Arabíu, sem þá yrði sjálí- stætt og fullvalda land, þar sem arabisku kynflokkarnir mynduðu allir sameiginloga þjóð. Á saina hátt vaknar vonin um að eins fari um Gyðingaland, eða PaF estinu, þar sem Tyrkir eru nú í óða önn með að draga sig undan. Lengi hefir sú hugsjón vakað fyrir göf- ugt og f-rjálamannlega hugsandi Gyðingum, sem búsettir eru þús- undum og miljónum saman út um alla Norðurálfu, að hverfa aftur til ættlandsjns forna og verða þar sjálfstæð og fullvalda þjóð, Hver veit, nema isú hugsjón eigi enn eftir að komast í framkvæmd og að í Gyðingalandi eigi fyrir hendi að sitja voldug og blómleg semversk þjóð, er eignaðist sjálf- stæðar bókmentir, er í væri þjóð- ernistengslum við þær fornfrægu bókmentir, er heiminum hafa orð- ið svo dýrleg og frjósöm upp- sprettulind andlegra auðæfa. Á Gyðingalandi. Sá framgangur, sem brezki her- inn nú hefir á Gyðingalandi, er á- rangur þess, sem á undan er geng- ið, og kostað hofir miklu meiri þrautir og fyrírhöfn, en minna ver- ið tekið eftir. Þrautirnar, sem því voru samfara, að þrýsta Tyrkjum til að hörfa á bak aftur frá bökkum Suez-skurðsins yfir um víðlendar eyðimerkur og vatnslausar, og láta leiðirnar, sem flytja varð alla að- drælti oftir, stöðugt verða lengri og lengri, yoru miklu meiri en þær, sem því eru samfara, að leggja und- ir sig borgirnar á Gyðingalandi. fiaga allra þessarra viðburða verður fróðleg og sjálfsagt verður hún samin og birt á sínum tíma. Árangurinn er þegar að nokkuru leyti augljós. Þrjár borgir á Gyð- ingalandi hafa fallið í hendur Bret- um hver á fætur annarri, Gaza, Askalon og Jaffa. Hin síðast- nefnda borgin er á sjávarströnd inni og hefir verið síðan í íornöld eins konar hafnaibær við Jerúsal- em og að eins 31 míla milli. Þegar þetta er ritað, er sagt að brezka herliðið sé þegar komið svo nærri Jerúsalem, að það sé einar 12 mílur norðvestur og 15 mílur vestur frá borginni. Nú hafa járnbrautartengslin milli þessarra borga verið slitin og Jerú- salem afskorin frá hafinu. Hefir þetta í för rmeð sér að landið er sama sem yfirunnið. Þess getur ekki verið langt að bíða, að borgin Jerúsalaem falli Bretum 1 hendur. Eru örlög þeirrar borgar næsta eft- irtektarverð og furðuleg. Á hér- vistardögum frelsarans var hún f óvina höndum og hefir síðan orðið fyrir margs konar harðrétti og illri meðferð margvíslegra óvina. Eru örlög Jerúsaleimborgar efni f langa og fróðlega ritgerð síðar meir. Það hefir ávalt verið Jiyrnir, sem sárt hefir stungið hverja kristna þjóð, að borgin helga skyldi vera í höndum Tyrkja. Kafbáta ófögnuðurinn. Á hafinu gerist fátt til tíðinda. Þó er þar stöðugt verið á verði og í raun og veru miklu meira gert en nokkurar sagnir fara af. Það eru þögulu öflin, sem oft eru sterkust. Síðastliðna viku hefir það verið helzc til frásagnar, Samherja meg- in, að aldrei hafa kafbátarnir þýzku eins litlu til leiðar komið, síðan er sá ófögnuður hófist. Sagt er að einungis eitt skip stærra en 1,600 smálestir, hafi orðið kafbátun- um að herfangi þessa síðastliðnu viku. Þetta er það minsta, sem þeir hafa getað til leiðar komið síðan í febrúar sfðastliðnum, er þeir tóku til í algleymingi. Nýlega var það auglýst, að fimm kafbátum hefði verið sökt á laugardaginn var. Mintist Lloyd George þess í raiðu sinni, þeirri er áður er getið, í par- lamentinu og Arthur Pollen, sem er einn hinn fróðasti maður með Bretum um alt í sambandi við sjó flotann. Kamur þeim báðum sam- an um, að mesti geigurinn, er stóð af kafbátahernaðinum, sé nú horf- inn. Samt sem áður er því engan veg- inn svo farið, að ekkert sé að ótt- ast. Ætlunanverk brezka flotans var að gjöreyða ihættunni. En því markmiði er enn langt frá því að vera náð og er ef til vill hreint og beint ofurefli. En á hinn bóginn er það ljóst, að sú fyrirætlan þýzka herflotans að svelta brezku eyjarnar inni með kafbáta hernaðinum, er ófram- kvæmanleg, og að Þjóðverjar vinna þetta stríð aldrei með því móti, eins og þeir ætluðu sér. Þegar fyrir ári síðan sögðu leið- togar Þjóðverja hvað eftir annað, að í kafbátahernaðinum væri eina sigurvon þeirra í þessu stríði fólg- in. Er of snerat að segja að sú von hafi reynst tál? Samt sem áður má við þvf búast, að tjón verði framvegis töluvert af kafbátahernaðinum, þótt í smærri Hin ósýnilegi Mega-Ear Phone Ulætur daufa heyra” Heyrnar lœkl þetta — The Mega - Ear- Phone—veldur engra óþæginda. Þér finn- iB þati ekki, því þa« er tilbúiH úr mjúku og linu efni. Allir geta komta því fyrlr f hlustinni. Þat5 er ekkl hægt aTS sjá þaö i eyranu. Læknar Eymasuðu Mega-Ear-Phone bætlr þegar heyrn- ina ef þetta er brúkab í stabinn fyrir ófullkomnar og slæmar Ear DrnraH. Læknar tafarlaust alla heyrnardeyfu og eyrnasubu. Hepnast vel í níutíu og fimm tilfellum af hundrab. Ef þér hafib ekki fæbst heyrnarlausir, reyn- ist tæki þetta óbrigbult. Þetta er ekki ófullkomib áhald, sem læknar aó eins í bili, heldur vísindaleg uppgötvun, sem aöstobar náttúruna til þess a® endurnýja heyrnina — undir hvaba kringumstæ^um sem er, aldur eba kynferöi. Vafalaust sú bezta uppgötvun fyrir heyrnardaufa, sem fundin hefir veriö. Reynd til hlítar af ráösmanni vorum, sem reynt hefir öll þau tæki, sem seld eru. f»etta er ekki búiÖ til úr málmi eöa gúmmi. Bæklingur meö myndúm og öllum upplýsingum, fæst ókeypis. Biöjib um No. 108. Verb á Mega-Ear- Phone, tollfrítt og buröargjald borg- aö, er $12.50. Selt eingöngu af AL.VIN SAL.ES CO., P.O. Box 56, Dept. 140, Wlnnipeg, Man. G. THOMAS nardai Rlock, Sherbrooke St., Winnipeg, Man. Gjörir viö úr, klukkur og allskonar gull og silfur stáss. — Utanbæjar viögeröum fljótt sint. Dr. /17. B. HaUdorsson 401 BOYD B0ILDI1VG Tnln. M«ln 30H8. Cor I’ort. A Eia. Stundar elnvörðungu berklasýkl og aCra lungnajsúkdóma. Er aC finna á skrifstofu sinni kl. 11 til 12 f.m. og kl. 2 til 4 e.m.—Helmlll aS 46 Alloway ave. TH. JOHNSON, Úrmakari og Gullsmiðvr Selur giftingaleyfiisbréf. Sér.stakt athygli veitt pöntunum og vi«gjör?Jum útan af landi. 248 Main St. - Phone M. 860« J. J. Rwuira H. Q. HlnrlkaaoB J. J. SWANSON & CO. FARTEIGS ARALAk •« nalHlnr. TaUlaal Maln 2i(7 Cor. Portage aad Garry. WIoalDag MARKET HOTEL 14« Prlif tnm Street á hóti markaUlnum Bestu rlnfSng. ▼ tndlar og aU- hlynlng góU. islenkur vsitlnga- matJur N. Halldórsson, UiUhain- ir lslsndlngum. *. O’CdHIVBL, Elgand! Wlssipec Arnl Andsrson B. P. Garland GARLAND & ANDERSON LÓGFHWBIAGAS. Phoao Maln 1S<1 401 ZloctrU Raílway Chamb.ra. Talsíml: Maln S302. Dr. J. G. Snidal TAHNLÆKNIR. «14 ROMERSfiT BLK. Portage Avenue. WINNIPBG Dr. G. J. Gislason Pkjileisa and Sarffoa Athygli veltt Augna, Eyrna og Kverka BJúkdóraum. Asamt innvortis sjúkdómum og upp- skurBl. 18 Soath Srd 9t., Graad Forts, Pf.D. Dr. J. Stefánsson 401 IOYD BUILDING Hornl Portaga Av. og Edmonton St. Stundar eingðngu augna, .yrna, n.f o( kv.rka-ajúkdðma. Er að hltta frá kl. 10 tll 12 f.h. og kl. 2 tll 6 a.h. Phone: Main 3088. Helmlll: 101 Ollrta St. Tala. Q. »1« Vér hðfum fullar blrgDlr hr.ln- f URtu lyfja og meðala. KomlB A með lyfs.ðia yðar hlngað, rér f gerum meðulln nákvnml.ga .ftir A ó.víean læknlelns. Vér ainnum f utanevelta pöntunum og a.ljum A glftingal.yfT. : : : : f COLCLEUGH & CO. t Notre Damt Jt Sherhrooke Sts. f Phons Gxrry 2690—2691 1 A. S. BAfíDAL selur likklatur og annast um út- farlr. Allur útbúnalur aá bestl. Ennfremur s.lur hann allakonar minnlsvarða og legst.ina. : : «13 BHIRBROOES ST. Pb.n. G. 2153 WIBHflPBG ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ UM heimilisréttarlönd í Canada og Norðvesturlandinu. Hver fjölskyldufaðlr, eða hver karl- maður sem er 11 ára, sem var br.ikur þegn f byrjun striðslns og hefir vertB það síðan, eða sem er þegn BandaþjóS- anna eða óháðrar þjððar, g.tur t.ktB helmlllsrétt á fjórðung úr s.ctlon af ó- teknu stjórnarlandl f Manltoba, Saa- katchewan eða Alberta. Ifmsækjanút verður sjálfur að koma á landskrlf- stofu stjórnarlnnar eða undlrskrlfstofu hennar i því héraðl. 1 umboðl annars má taka land undir rlssum skllyrðum. Skyldur: Sex mánaða fbúð og ræktúa landsins af hverju af þremur árum. 1 vissum héruðum getur hver land- neml fengið forkaupsrétt á fjórð- ungl sectlonar með fram landi sfnu. Verð: «3.00 fyrir hverja ekru. Skyldur: Sox mánaða ábúð a hverju htnna næstu þriggja ára eftlr hann haflr hlotlð eignarbréf fyrir helmtlisréttar- landl sínu og auk þess ræktað SÚ ekrur á hinu selnna landl. Forkaups- réttar bréf getur iandneml fengið um leið og hann fær heimillsréttarbréfið, en þó með vlssum skllyrðum. ___________ Landneml, sem fenglð heflr helmllls- réttarland, en getur ekkl fenglð for- kaupsrétt, (pr.-emptlon), getur keypt heimllisréttarland I vissum héruðum. Verð: «3.00 ekran. Verður að búa á landinu sex mánuðl af hverju af þrem- ur árum, rækta 50 ekrur og byggja hú* sem sé «300.00 virði. Þeir sem hafa skrifað sig fyrir helm- lllsBéttarlandl, geta unnlð landbúnað- arvinnu hjá bændum I Canada árlð 1917 og timl sá relknast sem skyldn- timl á landl þeirra, undir vtssum skll- yrðum. Þegar stjórnarlönd eru auglýst eöa tllkynt \ annan hátt, geta helmkomnlr hermenn, sem verlð hafa 1 herþjónustu erlendls og fenglð hafa heiðarlega lausn, fengið elns dags forgangsrótt tll að skrlfa sig fyrir heimllisréttar- landl á landskrlfstofu héraðslns (en ekki á undirskrlfstofu). Lausnarbréf verður hann að geta sýot skrlfstofu- stjóranum. W. W. CORY, Deputy Htnister of Interlor. Blöð, sem flytja auglýslnc-u þessa I h.lmUl.la/al, íá enga borgun fjrrlr.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.