Heimskringla - 13.12.1917, Síða 6

Heimskringla - 13.12.1917, Síða 6
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 13. DES. 1917 r - VILTUR VEGAR ^ Rex Beach --------------------------------- j ( ' \ . ........— ............—i/ “Slíkt vaeri ólíklegt. En mönnum hér er trú- andi til alls." Aftur lagSi hún einhverja spurningu fyrir Spánverjann. “Þa?S er eins og eg bjóst viS. Skipstjórinn og menn hans urSu druknir. Þeir komu í land og sóttu vínföng. Samkomulag þeirra fór í bál og brand, og rétt á eítir lögSu þeir skipinu af staS." “Þetta þýSir, aS viS verSum aS fá annan bát." “Eg veit ekki, hvort bátur er hér fáanlegur." “Einhverja fljótandi kaanu ætti aS veia hægt aS fá." “ÞaS eru til bátar hér, sem fara á milli einu sinni eSa tvisvar í viku, en þeir eru allir eign sjúkra- hælisins." Hún hneigSi sig í áttina til stórra bygg- inga, sem stóSu í nokkurri fjarlægS. “Herra Cort- landt grenslaSist eftir þessu í gær, og af því bátar jjessir fara ekki á milli í dag, leigSum viS skemti- skútuna. Ef til vill er réttast aS bíSa ögn viS; inenn okkar koma kannske bráSum." Þau fundu sæti þarna meS fram pailinum og voru fegin aS setjast niSur og hvíla sig. Svo leiS beil klukkustund án þess aS nokkur merki sæjust um afturkomu skips þeirra. “Seglbátar hljóta aS vera hér fáanlegir,” mælti Kirk aS lokum, en er hann gerSi fyrirspurnir um Jjetta, varS hann þess brátt var, aS þeir voru ekki til — eSa þeir fáu seglbátar, sem eyjarskeggjar áttu, væru nú ekki heima fyrir. Datt Kirk þá í hug aS fá mann til þess aS róa þau yfir um. “ÞaS eru tólf mílur," sagSi Edith, “og slíkt væri aS stofna sér í hættu." Kirk leit til hafs og hætti þá brátt viS aS reyna þetta, því hann sá aS staSvindamir, þó hægir og svalandi væj-u, höfSu blásiS upp allstórum öld- um — svo óhugsanlegt var aS 'leggja af staS meS frú Cortlandt í róSrarbát svo ianga leiS. RéSu þau J>ví af aS bíSa ögn lengur. ÞögSu þau nú bæSi og voru bæSi döpur í brúgSi. En þegar sólin var aS rauf Kirk þögnina og mælti: setjast til viSar, á bak viS hinar gullnu haföldur, “’Hamingjan góSa! EitthvaS verSum viS til bragSs aS taka. Herra Cortlandt fer aS undrast um okkur.” “A8 líkindum fær hann enga vitneskju um Jjetta, fyr en orSiS er um seinan aS sækja okkur í dag. Hann borSar kvöIdverS meS þessum mönn- um frá Bocas og kemur aS líkindum ekki heim fyr en um miSnætti.” “Þetta eru annars ljótu kröggurnar,” varS Kirk aS orSi. “Vildi eg gjarna geta klófest skipstjóra Jjenna og brugSiS honum afsíSis." “Kannske viS neySumst til aS dvelja hér næt- urlangt?” “Jæja, viS eigum þá gott athvarf — sjúkra- hæliS." “ÞangaS vil eg ekki fara. ForstöSumaSur Jjess er maSur, sem eg kæri mig ekki um aS sjá. Þess vegna fór eg ekki nærri þessum staS í dag." “AS vísu læt eg þig ráSa—en heldurSu þó ekkL aS bezt væri fyrir okkur aS Ieita þar skjóls?” *‘Eg aftek þaS meS öllu! ViS verSum aS finna einhvern annan staS.” Hún tók aS ganga fram og aftur í rökkrinu og virtist bæSi óróleg og kvíSafuII. “Þetta atvikast alt ólánlega,” mælti hún enn fremur. “Sökum þess, aS eg er nú meS þér?” spurSi bann hikandi. “Er þaS þess vegna, aS þú vilt ekki leita ásjár í sjúkrahælinu?” "Nei. Nei. ForstöSumaSur þess er svarinn ó- -vinur mannsins míns. Eg hata hann líka og fyrir- lít og ber hann sama þel í minn garS.” Hún stundi «og leit niSur fyrir sig. “En viS getum ekki veriS úti í alla nótt.” “Vissulega ekki, en—" “En hvaS?” Hann hló vandræSalega. “Eg á viS — þaS, að hvaS skyldi fólkiS segja?" “Þú þarft ekki aS örvænta neitt þess vegna. Til aS byrja meS, fær fólk ekki neina vitneskju um Jjetta — ef viS aS eins komum ekki nærri sjúkra- bælinu.” Og viS aS reyna þannig aS tala í hann kjarkinn, -virtist óróleiki hennar sjálfrar hverfa í bili og tók Jjví tafarlaust aS glaSna yfir hugsunum Kirks. “Nú líSur óSum aS kveldverSar tíma,” mælti hann, “og væri því ekki úr vegi aS grenslast eftir hvert nokkur matarföng eru hér fáanleg. Húsa- skjól fyrir þig ætti aS vera fáanlegt í einhverju af húsum þessum — en útlit þeirra er þannig, aS eg kýs m é r heldur aS dvelja undir berum himni.” Þau lögSu af staS upp hina ólýstu götu og hófu leit sína eftir matsöiuhúsi. En slíkur staSur var ekki sjáanlegur og öll matreiSslutæki á ey þessari voru eins og "tekin í erfSir frá ómuntíS.” Forn- eskjulegar grjóthlóSir voru á bak viS hvert hús og virtist þar öll matreiSsla eyjarskeggjanna gej. — Sannleikurinn var, aS eldavélar voru ekki til á eynni nema í sjúkrahælinu.—Allri matreiSsIu hér var líka þannig hagaS, aS ekki stuSlaSi þetta til þess aS gera aSkomandi heldri menn matlystuga Kolsvartar eldabuskur grúfSu sig yfir hlóSunum og hrærSu í stórum pottum, sem fullir virtust af einhverri súpu eSa kjötseySi. Og ekki voru viStök- urnar gestrisrúslegar, sem þau Kirk og frúin fengu. Virtust íbúarnir eiga bágt meS aS skilja þaS krafta- verk; aS þau væru hungruS. Tortrygnisleg augu hvíldu á þeim og var ekki fyr en eftir langa leit, aS þau fundu hús þar sem gisting væri fáanleg og matur til þess aS seSja hungur þeirra. Voru þau þar leidd til stofu og svo innan skamms settur fyrir þau matur — fuglakjöt, soSiS meS hrísgrjónum, kókóhnetur, svartar baunir og fersk nýmjólk. En til eftir-matar voru þeim borin alls kyns aldini. GerSu þau matföngum þessum hin beztu skil og á meSan þau voru aS borSa hvíldu forvitnisleg augu á þeim úr hverju horni stofunnar. Þrátt fyrir þeirra leiSinlegu kringumstæSur virt- ist frú Cortlandt hin hressasta í anda. Jafnvel sú tilhugsun, aS dvelja næturlangt í öSrum eins staS, virtist nú ekki baka henni neina óró. “ViS höfum orsakaS hér mestu þanka umbrot og vekjum hér aS sjálfsögSu mikiS umtal,” sagSi hún hlæjandi. "Skyldi þaS gera dýrin í dýra- sýninga görSunum jafn taugaveikluS, aS á þau sé staraS?” Kirk átti bágt meS aS skilja, hvernig hún gæti ma^tt þessu öllu meS svo léttri lund, en þótti þó vænt um. "Þegar þú hefir fengiS þig fullsadda á þessari heilsusamlegu fæSu,” mælti hann, "þá skulum viS ganga út aS hafnarstaSnum og sjá hvort skipiS er ekki komiS.” Eins og út úr örvæntingu yfir þessum miklu og óvæntu vandræSum tók Edith þaS til bragSs aS gera sér upp ofsakæti, og Kirk, meS karlmanns oft öfgaþrungnu samúS meS tilfinningum konunnar, reyndi alt sem hann gat til þess aS hún mætti þEuinig gera þaS bezta úr örSugleikum þessum. Þetta væri konum líkt, hugsaSi hann, aS halda skapi sínu í skefjum til þess síSasta, og þar sem hann var eins og flestir karlmenn gerast, var honum þetta ánægju efni. Umbreytingin á framkomu hennar var hon- um þó óskiljanleg. Nú var hún eitthvaS svo kát og aSlaSandi, en þó um leiS svo blátt áfram og eSli- leg. Hann vissi vel, aS ef hann snerti falska nótu, myndi hún verSa aS ís á sama augnabliki og snúa viS honum baki. En þó fanst honum einhver þröskuldur á milli þeirra hafa á undursamlegan hátt veriS burtu tek- inn. Hún virtist halda aS undir þessum kringum- stæSum væri ekki um annaS aS gera en gleyma allri gremju og reiSi og gera þaS bezta úr öllu. Hann ásetti sér aS fara aS dæmi hennar, og tóku þau því aS spjalla um alla heima og geima, alt nema núverandi stríS þeirra. En á leiSinni heim til hússins aftur bar viS at- vik, sem eySilagSi alveg þessa uppgerSar kæti þeirra. Þeim varS gengiS fram hjá lítilli drykkjukrá. Dyr drykkjustofu þessarar voru opnar og var hún vel lýst, þó ljós væru nú í fæstum húsum og þorpiS væri eins og horfiS inn í kolsvartan skugga fjall- anna fyrir aftan. Þarna inni stóSu margir menn viS drykkju — dökkhærSir allir og ófrýnilegir, og virtust þeir vera fiskimenn, af klæSaburSi þeirra aS dæma. Þegar þau Kirk gengu þarna fram hjá, námu þau eins og ósjálfrátt staSar viS aS heyra aS tveir af mönnum þessum áttu í orSakasti og stóS annar þeirra rétt fyrir innan dyrnar. Rifrildi manna þessara virtist þó ekki vera alvarlegt, þangaS til alt í einu blikaSi á hníf í hendi annars þeirra, sem stungiS var meS örskjótri svipan og á sama augna- bliki valt hinn maSurinn út um dyrnar og nærri því rakst á frú Cortlandt, um leiS og hann hneig til jarSar. Hún gaf ekkert hljóS frá sér, en kiptist viS og lagSi á flótta út í myrkriS meS þaS sama. Kirk hentist á eftir henni og þeystu þau bæSi eitthvaS út í þorpiS án þess aS vita hvert þau væru aS fara. Á endanum nam hún staSar til þess aS ná andanum og náSi hann henni þá. "Þú mátt ekki hlaupa þannig í myrkrinu,” sagSi hann í skipandi rómi. “Þú getur dottiS og skaSaS þig,” og hann greip um handlegg hennar, eins og til aS aftra henni frá frekari hlaupum. “Ó, eg er svo skelkuS,” hrópaSi hún, og stóS á öndinni. “Druknir menn gera mig hrædda—” og eins og ósjálfrátt huldi hún andlit sitt allra snöggvast viS barm hans. “En þú skalt ekki gera þér nein- ar áhyggjur mín vegna. Slíkt ,get eg ekki þolaS. Eg næi mér aftur eftir fáein augnablik.” Hún Iyfti náfölu andliti upp til hans og augu hennar ljómuSu í myrkrinu. ”Eg gleSst af því aS þú drekkur ekki” — hönd hennar þuklaSi um treyjukraga hans. "HvaS skyldir þú nú halda um hugprýSi mínal!” sagSi hún lágt og meS titrandi röddu. ÁSur en hann vissi hvaS hann gerSi, hafSi hann tekiS utan um hana og þrýst brennheitum kossi á varir hennar. Einhver dulþrunginn kynjakraftur næturinnar, einvera þeirra og ylurinn af andar- drætti hennar heillaSi hann í svipinn meS einhverj- um ómótstæSilegum töfrum og kom honum til aS gleyma öllu nema því, aS hún væri kvenmaSur, en hann karlmaSur. En hvaS hana snerti, þá veitti hún enga mótspyrnu og gaf ekki af sér neitt merki annaS en þaS, aS hræSslublandin stuna leiS frá Vörum hennar, er munnar þeirra mættust. Sem skyndilegur eldingarbjarmi blossaSi nú upp í meSvitund hans hvaS hann hafSi gert — og hrökk hann til baka eins og hann hefSi veriS stunginn. “GuS minn góSur! Eg—eg ætlaSi ekki aS gera þetta. Getur þú fyrirgefiS mér?” Hún svaraSi ekki og hélt hann því áfram stamandi og örvænt- ingarfullur: “AuSvitaS hatar þú mig eftirleiSis— eg á þaS líka margfaldlega skiliS. Þetta er ófyrir- gefanlegt og verSskulda eg ekki annaS en vera skotinn." Köldum svita sló út um hann allan, er hann hugsaSi út í þaS hve auSvirSilegur hann hlyti aS vera í augum hennar, sem reynst hafSi honum svo vel. Alveg hugstola yfir þessu lagSi hann af staS niSur götuna. “Hvert ert þú aS fara?” kallaSi hún á eftir honum. "Eg veit ekki. Eg get ekki veriS hér lengur.— HvaS get eg sagt mér til málsbótar, frú Cortlandt?” "Er ásetningur þinn aS skilja mig hér eftir ein- mana mitt í þessu—” "Nei, nei. Vitaskuld ekki. Eg er nú viti fjarri, þaS er alt. Vildi nú helzt mola haus minn upp viS einhvern grjótvegginn hérna. Þetta ætti eg líka aS gera. Veit ekki hvers konar djöfulæSi þaS var, sem í mig hljóp, né hvaS þú munt um mig halda eftirleiSis.” "ViS skulum ekki eySa orSum um þetta nú. Reyndu aS jafna þig, og svo aS finna aftur gisti- húsiS." “Já, vitaskuld. Eg verS aS koma þér þangaS og svo fer eg eitthvaS burt.” “Þú mátt ekki skilja viS mig — heyrirSu þaS!" hrópaSi hún skelfd mjög. "Eg get ekki veriS hér ein eitt augnablik.” Hún gekk nær honum eins og til aS krefjast verndar hans. Skap hans mýktist, er hann nú hugsaSi til ein- stæSingsskapar hennar. Eftir alt saman var hún ekki annaS en ung stúlka—óttaslegin og einmana, og ef ekki hefSi veriS fyrir atburSinn rétt á undan, hefSi honum fundist eSlilegast aS leitast viS aS hugga hana. “Eg skal ekki yfirgefa þig — skal vera nærri þér,” stamaSi hóuin. En er þau gengu samhliSa í myrkrinu áleiSis upp í þorpiS, vaknaSi óró hans aftur meS endumýjuS- um krafti. Frú Cortlandt þagSi og þögn hennar var ískyggileg, en hann sá ekki andlit hennar. Hann hélt áfram aS biSja hana um fyrirgefningu, stam- andi og af fremsta megni reynandi aS móSga hana ekki meir. Lengi vel svaraSi hún engu, en sagSi þó á endanum: “Finst þér athæfi þitt í kveld réttlæta þaS, aS vinfengi okkar haldist eftir sem áSur?” “Eg býst ekki viS því,” svaraSi Kirk raunalega. "Eg get ekki trúaS,” hélt hún áfram, “aS þú hafir getaS haldiS mig þá manneskju, aS—" “Nei, nei,” hrópaSi hann í sjálfsávítandi röddu. “Eg var bandvitlaus og—” “Nei,” mælti hún. “ÞaS get eg ekki heyrt þig segja. Ef til vill er sökin líka aS nokkru leyti mín I “Austur í blámóðu fjalla” bök AVaktelia Krlat- Jánuonar, er tll •dlv á akrlfatofn Helaio- krlafla. Koatar $1.75» aeaá póatfrftt. FlaalV efa •krlftV 3. D. B. STBPHANSSON, 72$ Sherbrooke St., Wlnnlpef, ustmfm-wxiasz- $1.75 bókin HEIMSKRINGLA þart að fá fleiri góða kaupendur: Allir sannir íslendingar, sem ant er um að viðhalda ís- lenzku þjóðerni og ísienzkri menning — ættu að kaupa Heimskringlu. megin. , Elg hefSi átt aS vita betur en halda, aS nokkmm manni sé verulega treystandi. — En vin- átta okkar var svo yndisleg og nú hefir þú eySilagt hana.” “ÞaS máttu ekki segja," stmaSi Kirk. “SegSu heldur þú munir fyrirgefa mér einhvern tíma." En í staS þess aS svara honum beint út, hék hún áfram í sama anda — eins og hún vildi særa sjálfsvirSingu hans sem dýpstu sári og mála móSgun hans í hennar garS sem allra svörtustum litum. Þó hann hvaS eftir annaS fullvissaSi hana um þaS, aS hann hefSi aS eins á einhvern óskiljanleg- an hátt mist vald yfir sér allra snöggvast — væri jafn-sannur vinur hennar eftir sem áSur og virSing hans fyrir henni engu minni, þá sýndi hún honum enga miskun. Hinn þunglyndislegi og sárleika mál- rómur hennar var tíu sinnum verri viSureignar en reiSi, og um þaS leyti er þau komu til gistihússins, þar sem þau höfSu snætt kveldverSinn, var hún búin aS sökkva honum ofan í neSsta hyldýpi sjálfs- ásakana og gremju. Ef iSran hans hefSi ekki veriS jafn mikil, þá hefSi hann aS líkindum veitt afstöSu konu þessar- ar sjálfrar ögn betri eftirtekt og séS — aS hún var, þar sem hún gerSi hann ekki meS öllu vonlausan um aS fá fyrirgefningu, aS gera sambandiS á milh þeirra enn traustara og nánara en áSur. En hon- um datt ekki neitt slíkt í hug. Þegar hann barSi aS dyrum á gistihúsinu, kom gömul og hálfsofandi kerling til dyra og starSi á þau. Edith staSnæmdist á þröskuldinum og leit til hans, en þegar hún sá aS hann gerSi sig ekki neitt líklegan aS fylgja henni inn, bauS hún honum góS- ar nætur, gekk inn í húsiS og lokaSi dyrunum á eftir sér. Kirk varS var viS skyndilega löngun aS forSa sér. Lengri dvöl í þessum staS fanst honum óbæri- leg. Einhver óljós eSlishvöt sagSi honum, aS fengi hann komist einhvers staSar afsíSis og hugsaS mál sitt í vanalegu hvers dags ljósi, myndi hugaræising hans minka. En hann gat ekki skiliS þannig viS Edith, eirmana og langt frá heimili sínu. Settist í hann því niSur á dyraþrepiS og sökti sér í bitrar hugsanir. AS þetta væri undursamleg kona, marg endur- tók hann í huga sínum; hafSi líka reynst honum sá vinur í raun, aS glæpsamlegt athæfi var aS hafa móSgaS hana. HafSi ekki herra Cortlandt líka veriS honum góSur? Sú tilhugsun var sár-bitur og kveljandi aS hafa svikiS vináttu og traust þessa manns. Engin hegning var nægilega hörS gegn slíku! ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON, STONE. (Ort fyrir skyldmenni hans.) Þú flutitr í skyndi frá oss heim of freySandi myrka hafiS; og harmur drúpir of húsum' þeim, hvar hafSir þú áSur tafiS; og alt sýnist dapurt guSs í geim og grátblæjum sorgar vafiS. Eg skrnfa ei um þig skjall né hrós, þú skrumari varst ei sjálfur, en ferSaSist áfram eins og Ijós, um orSa- ei hirtir -gjálfur. Og daganna fram aS yzta ós, í öllu varst meira’ en hálfur. Þín sakna vinir, en samt er vel, þótt sagan þín öll sé búin. Þú stríddir meS heiSri heims viS él og heim ert meS sigri snúinn. MeS trúleik þú vanst, og vegljós þitt var vonin á guS, og trúin. Og gott var þér nú aS halda heim, á haustmorgni dauSa-svölum til himinsins, langt frá löndum þeim, hvar lífiS er fult af kvölum. Þú trúlyndra þjóna hlutdeild hlauzt, í herra þíns náSar-sölum. En guSlegrar vizku vísdóms-ráS 088 veitist oft þungt aS skilja, er siglum vér yfir solliS gráS og sólina skýin hylja. Vér erum sem stráiS hrakiS, hrjáS í harSviSri dagsins bylja. Þótt kærleikans vonir kanni hel í kveljandi lífsins hretum, þú hafinn ert yfir öll þau él, sem oss eru þung á metum.— 1 föSursins hendur farSu vel, Vér fylgt þér ei lengur getum. En þökk sé drotni, sem þig oss gaf. Haf þökk fyrir liSnu árin. — Hans grunnlaqsu náSar gæzku-haf mun græSa vor hjartasárin; því þrátt fyrir alt skín elskan hans os ávalt á bak viS tárin. María G. Ámason. i x

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.