Heimskringla - 20.12.1917, Blaðsíða 4

Heimskringla - 20.12.1917, Blaðsíða 4
4. BLAÐSfÐA HEIKSKRINGLA WINNIPEG, 20. DES. 1917 HELMSKRLNGLA IMt) Kesaur 4t fc kttrjun FlmtufceKl. trttefendur og etgendur: THE VIKING PRESS, LTD. VerB blaíaina i Canada og BandaríkJ- unura $2.00 um ári« (fyrlrfram borgati). Sent tll ialands $2.00 (fyrirfram borgaí). Aiiar borganlr sendist rfciSamanní blabs- lns. Póst eöa banka fcvísanlr stíllst ttl The Viking Press, Ltd. O. T. Johnson, ritstjóri S. D. B. Stephanson, ráðsmaSur Skrifstofa: TS» SHBRBROOKB STREBT, WIJtSIPEG. r.O. Uox 3171 Tslslstl Gnrry 411* WINNIPEG, MANITOBA, 20. DES. 1917 Ritstjórar Heimskringlu. Þrátt fyrir alla yfirstandandi örðugleika hefir Heimskringla nú ráðist í að gefa út dá- lítið aukablað með myndum um jólin—það verður jólagjöf hennar til kaupenda sinna. Vonandi virða þeir á betra veg, að jóla- gjöf þessi er ekki stærri eða vandaðri og taka til greina, hve tímar eru nú örðugir yfirleitt í landinu. Það er öðru nær, en blöðin fari varhluta af þeim hörðu tímum, sem stríðið hefir í för með sér — sízt lítil vikublöð, er ekki hafa marga kaupendur. Alt verk og verkefni er nú að miklum mun dýrara en áður var. Sökum þessa hafa mörg ensku blöðin neyðst til þess að hækka áskriftargjöld við kaupendur. Og þetta er réttlætanlegt í alla staði, þar sem öll útgjöld blaðanna eru nú hálfu hærri en áður. En ekki hefir Heimskringla viljað gera kaupendum sínum örðugra fyrir með því að hækka áskriftargjaldið. Hún er því seld sama verði og áður. Og undir kaupendun- um er nú komið, hvort þetta getur haldist eða ekki. Ef kaupendurnir standa vel í skilum og blaðinu bætast við og við nýir kaupendur, er hag þess borgið. Vestur-lslendingar eru svo fámennir, að ekkert ísleznkt blað hér fær borið sig til lengdar, eigi það við óskilvísi að stríða af hálfu margra kaupenda sinna. Og vestur- íslenzku blöðin eru á beinni leið til glötunar, ef Islendingar hætta að kaupa þau og lesa. Þá er fokið í öll skjól fyrir þeim og vestur- íslenzkri blaðamensku allar bjargir bann' aðar. En vonandi láta Vestur-Islendingar þetta aldrei viðgangast. Enda fer að verða dauft um íslenzku þjóðarsálina hér vestra, eftir að íslenzku vikublöðin eru hnigin í valinn. Frá því haustið 1886, að Heimskringla fyrst hóf göngu sína, hefir hún leitast við að vera frjálslynt blað og í orðsins fylsta skilningi blað fólksins. Heimskringla hefir aldrei verið bundin við kreddu-klafa eða reyrð við stall ófrelsis í nokkurri mynd. Skoðanafrelsi, frelsi allra til þess að hugsa og álykta fyrir sig sjálfa, og algert málfrelsi hefir verið stefna Heimskringlu frá fyrstu tíð. Myndir allra ritstjóra hennar frá því fyrst hún var stofnsett eru nú birtar í aukablaðinu þessa viku, og vonandi þykir mörgum af les- endum blaðsins vænt um að eignast þessar myndir. Myndir þessar hljóta að vekja end- urminningar í hugum allra eldri Vestur- Islendinga, endurminningar frá frumbýlings- árunum, þegar vestur-íslenzku blöðin voru kærkomnir gestir í bjálkakofunum fornu eða öðrum fátæklegum heimilum Islendinga á þeim árum. Flestir af fyrverandi ritstjórum Heims- kringlu eru þjóðkunnugir menn og margir þeirra þjóðfrægir. Þessu til sönnunar þarf ekki annað en nefna þá Gest Pálsson og Jón ólafsson. Báðir eru þeir viðurkend stórskáld og báðir ryðja þeir nýjar brautir í heimi andans. Frcunsóknarhugur þeirra beggja og frelsisþrá kom fyllilega í ljós, er þeir hvor um sig fengust við ritstjórn blaðs- ins. Andi Jóns þó víðsýnni og andans sjón hans yfirgripsmeiri. Gestur fór hægra í sak- irnar, hallaði sér aðallega að mannlífinu í kring um sig og leitaðist við að gagnrýna það. En markmið þeirra beggja var þó hið sama — að glæða skilning lesenda sinna og efla andans þroskun þeirra. Og þetta mun einmitt hafa verið tilgangur Frímanns B. Andersonar með stofnun blaðsins. Og þessari fyrstu stefnu Heimskringlu hafa allir ritstjórar hennar reynt að halda. Þeim hefir ekki öllum tekist þetta jafnvel, enda hefir blaðið oft átt við misjöfn kjör að búa, fjárþröng og annað. Eggert Jóhanns- son var lengi ritstjóri blaðsins og öllum mun koma saman um, að á ritstjórnartíð hans hafi Heimskringla verið yfirleitt vel látin og , víða mjög vinsæl. Allir munu minnast þess, hve vel hann þýddi sögurnar, sem þá komu út í blaðinu, og hve; ítarlega og röggsamlega hann ræddi öll stjórnmál. Um aðra ritstjóra blaðsins þýðir ekki að fjölyrða meir að sinni. Þeirra er allra mirist í jólablaðinu. En óhætt mun vera að full- yrða það, að Heimskringla búi að meiri og minni merg frá ritstjórnartíð þeirra flestra. Stefna Heimskringlu verður ætíð sú, að vera skemtandi og fræðandi blað fyrir ís- lenzka alþýðu. Meíð því að flytja sem allra fjölbreyttastar fréttir, mun Heimskringla ætíð reyna að stuðla til þess, að lesendur hennar geti fylgst með öllum viðburðum, bæði í landinu heima fyrir og eins öðrum löndum. Og þau fréttablöð, sem ekki gera þetta að stefnu sinni, verðskulda ekki að kallast fréttablöð. Fróðlegar ritgerðir, þýddar og frum- samdar, mun Heimskringla einnig reyna að flytja sem oftast. Von hennar er, að ritfærir menn hér vestra sendi henni við og við eitt- hvað nytsamt og fróðlegt til birtingar — slíkt verður þakksamlega þegið. Fréttabréf úr bygðum Islendinga eru blaðinu sömuleiðis kærkomnir gestir. Ekkert gerir fréttablöðin fjölbreyttari en að margir skrifi í þau. Þeir menn og konur, sem senda blaðinu fréttabréf og annað til birtingar, ljá því þann stuðning, sem er ómetanlega mikils virði. Heimskringla hefir oft orðið þess vör, að hún á víða marga góða stuðningsmenn — velvilja sinn í garð blaðsins hafa þeir vottað með því að borga það skilvíslega á hverju ári og einnig með því að útvega því sem flesta nýja kaupendur. Slíkur velvilji og slíkt fylgi verður aldrei fullþakkað. Á slíkum stuðningi kaupenda sinna byggir Heimskringla sínar björtustu framtíðar- vonir. 4—■———-—>——----------------------------■+ Drengskapur eða ódrengskapur Kosningarnar eru í nánd. Skuggi hangir yfir herbúðum Lauriers-manna, sem verður svartari og svartari eftir því sem lengra líður. Undirtektir þjóðarinnar eru svo daufar og útlitið yfir höfuð að tala svo í- skyggilegt. Enginn vonargeisli nær því að Iýsa hugskot þeirra manna, sem í allri undir- gefni og hjartans einlægni fylgja nú Sir Wilfrid Laurier að málum og gera hann að átrúnaðargoði sínu. En þegar myrkrið er sem allra svartast og engin glæta sýnileg nokkurs staðar, sér Jón J. Bildfell—íslenzkur fylgjandi hins katólska leiðtoga—að við svo búið má ekki standa. Hann hugsar sér því að gera tilráun að bregða upp ljósi, einhverri ljóstýru, sem lýst geti upp umhverfið. Þessu markmiði sínu hrindir hann í framkvæmd þannig, að hann sest niður og skrifar ritgerð undir fyrirsögn' inni “Drengskapur” og sem hann svo birtir í Lögbergi. Það er æfinlega eitthvað bjart og aðlað- andi við sannan drengskap og eitthvað myrkt og fráhfindandi við hvern ódreng- skap. Þetta veit Jón J. Bildfell, er hann semur greinina ofannefndu og finst honum því mesta snjallræði að koma mönnum í skilning um hinn mikla drengskap Lauriers með því að benda þeim á ódrengskap sumra annara. En ekki verður annað sagt, en hon- Um farist þetta fremur klaufalega. Til dæm- is segir hann skoðanamismun manna nú á dögum orsakast af ódrengskap vissra manna í mannfélaginu. Af því sumir séu annarar skoðunar en hann hvað Sir Wilfrid Laurier snertir, lætur hann vera sönnun þess, að þeir menn séu ódrengir! Eftir þessu að dæma vill hann endurbæta íslenzka máltækið: “sínum augum lítur hver á silfrið”, með því að láta það hljóða þannig: “Sínum augum lítur hver á silfrið, af því víða er pottur brotinn og ódrengskapur mannanna mikill! ” Með slíkum og þvlíkum sláandi rökum hygst Jón Bildfeil að vefja frægðarbjarma um nafn Lauriers og gera hann hjartfólginn íslenzkum borgurum þessa lands. En flest- um er stjórnartíð Sir Wilfrid Lauriers of minnisstæð. til þess þeir láti blekkjast af slíku. En eigi þessi drengskapar-ritgerð Jóns að skoðast varnarræða gegn grein vorri “Af- staða Sir Wilfrids Lauriers”, sem birtist í Heimskringlu 15. nóv. s.l., þá virðist vörn hans fátækleg í meira lagi. Hann getur ekki hrakið ummæli vor um Sir Wilfrid með einu einasta orði — enda var ekki við því að bú- ast, þar sem flest var sannað í greininni of- annefndu með orðum Sir Wilfrids sjálfs. Vér bentum á afskiftaleysi Sir Wifrids viðkomandi liðsöfnun í Quebec og hvernig hann þannig hefði slept gullnu tækifæri til þess að beita áhrifum sínum til góðs fyrir þjóðina. Enginn var líklegri að geta haft á- hrif á Quebecbúa og hvatt þá til þess að reynst trúir fósturjörð sihni og ættjörð sinni. — En nú kemur Jón Bildfeil með al- veg spánnýja úrlausn í þessu máli sem ekki hefir heyrst fyr, og segir þessa afstöðu Sir Wilfrids gagnvart liðsöfnun í Quebec hafa orsakast af því, að Bordenstjórnin hafi verið óviljug að liði væri þar safnað—sökum samninga, er hún á að hafa gert við Bour- asa 1911! En hvernig stóð þá á því, að stjórmn aug- lýsti í Quebecblöðum eftir liði og sendi menn þangað til liðsöfnunar? Og var ekki frönsk herdeild mynduð og send til vígvallar? Og hví uppljóstaði Bourassa ekki þessum samn- ingum við Borden stjórnina, er hann þá barð- ist á móti liðsöfnun hennar? Úrlausn Jóns Bildfells viðkomandi afstöðu Sir Wilfrids gagnvart liðsöfnun í Quebec er lítils virði, ef hann svarar ekki þessum spurningum ítar- lega. Vér heimfærðum orð Sir Wilfrids sjálfs því til sönnunar, að hann hefði verið brezkri stjórn andvígur frá fyrstu tíð—frá því hann barðist á móti Canada-sambandinu (con' federation), tók málstað Louis Riel, upp- reistarmannsins, og alt til þessa dags. -— Við þetta hefir Jón ekki neitt að athuga. Samanburður var gerður á stríðsstjórn Sir Wilfrids, þegar Búastríðið stóð yfir, og stríðssjórn Sir Röbert Bordens, eftir að núverandi styrjöld skall á. Sá fyrnefndi sendi fáeina hermenn og lét brezku stjórnina borga kaup þeirra og allan kostnað; sá síð- arnefndi sendi rúmar fjögur hundruð þús- undir hermanna, með öllum nauðsynlegum útbúnaði og allur kostnaður þeirra borgað- ur. Hvor aðferðin virðist mönnum drengi- Iegri? Hefði núverandi þátttaka Canada í þessu stríði lýðfrjálsra þjóða gegn einveldi og ofríki Þýzkalands, komið að miklum not- um undir stríðsstjórnar fyrirkomulagi Lauri- ers? Fram hjá þessu atriði gengur Jón Bild- fell alveg — það er of smávægilegt til þess að takast til greina. Vér færðum sönnur á það, hve hlægilega skringileg sjóflotastefna liberal leiðtogans hefði verið — er hann kom með þá tillögu, að Canada bygði sinn eigin varnarflota, sem að öllu leyti væri óháður brezka flotanum. —Fleti þessi sem sé átti að samanstanda af 4 smáskipum og 6 tundurbátum. Einn tí- undi hluti þýzka flotans hefði getað lostið hann til agna. En þó virðist Jón Bildfell skoða stefrju þessa heillavænlegá í alla staði og hina heppilegustu fyrir þjóðina. Grein sína endar hann svo með þeim um- mælum, að hann hafi viljað “andmæla ó- sannindum og ódrengskap.” ósannindin svonefndu fær hann þó ekki hrakið. En hvað hinu síðara viðvíkur, þá viðurkennir ritstjóri Heimskringlu það ekki ódrengskap að vera á annari skoðun í stjórn- málum en Jón J. Bildfell. Hinn síðasti hiátur. Hann leit hana fyrst á ljósum kjól; þá logaði af ást hver hugarsmuga. 1 vonunum lýsti sól við sól, hann sá hana’ í anda’ á brúSkaupsstól, og grátbændi sína gæfu’ aS duga. Hann sá hana oft, þá sumarrós., og söm var hún aa, — jafn gySjufögur. Loks blossaSi upp hans bónorSsljós: hann blandaSi lotning, eiSa’ og hrós í orS, svo ljómandi mild, — en mögur. Hún ansaSi hlýtt. Hann svalg þaS svar, þaS silki vafSist um líf og hjarta. Hans gæfa hló og í barmi bar hún brúSkaupsdaginn, en vonirnar flugu' á undan í framtíS bjarta. Nú liSu dagar — svo liSu ár og lífiS mistraSi vonajólin. Hans hlátur fyrtist, — hún feldi tár í forsælunni meS duliS sár. Um geisla prettaSist gleSisólin. Á hjúskapsöraefum hagliS skall af hjartakulda og gremjubyljum. Og engin lifandi von þar vall um vor fyrir handan næsta fjall, né laxaglit niSri’ í lánsins hyljum. Einn morgun bar hún hinn bjarta kjól; hún bauS fram kossa og æskuhlátur. En hann var þögull og hjartaS fól svo hörkufastur á yl og skjól. — Þann aftan sökk hennar æfibátur. En síSan vakir meS sorgum hans hinn síSsti, inndæli brúSarhlátur. Hann k'velst í eldhafi kærleikans, hann kennir beiskasta sannleikans og berst viS örSugar eSlisgátur. Jakob Thorarensen. — OSinn. Syndir Annara. Venjúlegast eí*u lelljtlómar amjög tvískiftir og einhliða. En þess ekki gætt ihverjir hlut eiga að máli, og oftast miðað við þjóðkunna liista- menm. Sanngjarnlega má þó ekki búast við því sama frá littæfðum mönnum og færustu leikurum. Á milli þeirar er djúp, sem þó mætti brúa—með samvinnu. I stað þeiss að sérstakir flokkar taki sig saman í það og það skiftið, æt u þeir beztu úr öllum flokkum að mynda virkilegan leikflokk, sem til dæmis léki 3—4 leiki á vetri. Astæðan fyrir því sem miður fór hjá þeim sem léku “Syndir Annara” á miðvikudags- og fimtudag.skve 1 d- ið var, mun án ©fa hafa verið æf- ingarleysi. o l>oi-geir ritstjóri var leikinn af Árna Sigurðssyni. Lék Ámi vel að vanda, sýndi góðar svipbreytingar, var eðlilegur í hreyfingum og allri framkomu; samt virtist okkur sem honum tækist ekki allskostar vel í fyrsta þætti, en því betur sem á leikinn leið og mjög vel í þriðja þæfcti. DODD’S NÝRNA PILLUR, góðar lyrir allskonar nýrnaveiki. Lækna gigt, bakverk og syknrveiki. Dodd’s Kidney Pills, 5öc. askjan, sex öekj- ur fyrir $2.50, hjá ölhnn lyfsölum eða frá Dodd’s Medleine Oo., Ltd., Toronfco, Ont. lendingar hér vestra komi á stofn sórstökum leikflokk, með samein- uðum kröftum. S. S,—J. G. H. Monnet. Prú Guðrúnu, konu hans, lék frú Magnea Pálsson. Á tveim stöðum sérstaklega virtist hún ekki alger- lega skilja hiutverk sitt. Fyrst þegar frú Berg, amma heninar, seg- ist hafa vitað um fyrri ástamál Þor- geirs. Guðrún er mjög æst, á í iniklu sálarstríði , hefir viðbjóð á gerðum Þorgeirs, og ætti henni án efa að bregða mjög mikið við að heyra að amma sín hefði vitað alt frá upp- hafi; sefast svo aftur við útskýring- ar gömlu konunnar. Hitt skiftið, þegar Þorgeir kemur inn til að kveðja hana; hiin svarar út i hött, eins og á að vera, en svipurinn er tómlegur, þegar ihann á:ti að lýsa djúpu hugarstríði, því þá er Guð- rún að berjast við sínar eigin hugs- anir og fallast á siðferðiskenningar ömmu sinnar. Samt eru þetta smá atriði, borin saman við það sem frú Pálson farn- aðlst undur vel; enda á hún einna mestar þakkir skilið fyrir að gera ieikinn eins aðlaðandi og hugljúf- an sem hann reyndist. Tryggvi Aðalsteinn lék Grím lög- mann, og Skildi hlutverk sitt vel. Sama má segja um Steinþór (G. Paulson), Pétur skrifstofuþjón (M. Magnús) og frú Berg (Miss Helga- son). Þórdís (Miss Hannesson) lék mjög laglega á köfluan. Hin léku lýtalffcið, rieiria R. .íohriison sem ólaf-' ur sffulli; hann minti áhorfend- urna meira á Chariie Chaplin en íslenzkan drykkjumann. Það eitt er víst, að íslendingum vestan hafs, á seinni árum að minsfa kosti, hefir ekki tekist bet- ur að sýna systur sínar og bræðui', 'hugsunarhátt þeirra og lífsskoðan- ir, ástæður og áhugamál, séð í spegli bektu rithöfunda þjóðarinn- a, en f þetta skifti. Hér í landi er mikið.rætt og rit- að á meðal íslendinga um viðhald þjóðernisins, en fáir munu gera sér ljósa grein fyrir því Grettistaki, sem lyft er úr götu, með því að leika há-íslenzk leikrit, t.d. eins og það, sem nú hefir verið leikið. Þvf í raun og veru er aðal hættan ekki utan að, heidur innan frá, í sálum einstaklinganna. Það þarf að glæða þjóðræknistilfinninguna, vekja löngunina til þess sem ís- lenzkt er. Þessi leikur er si>or í rétta átt, ef áfram er haldið, og vonandi að ís- Island hefir löngum átt því láni að fagna, að því væri gaumur gef- inn víðsvegar úti um iheim, og eiga þar talismenn, sem ihaldið ihafa nafni þess á lofti. Einn þeirm manna er hr. P. E. Monnet, frakknéskur öldungur bú- ■settur í K'aupmaninahöfn. Hann þefir unnið að því á efri árum að nema ísléhzka tungu, og kann nú málið svo vel, að hann skiiur það og talar. Þetta erfiða starf hefir hann lagt ,í sölurnar til þess að geta á sem léttastan Ihátt ferðast um landið, en erindi hanis til íslands hefir verið að kynnast landslagi í þeim tilgangi að móta iandið, gera af þvf upphleyptan “uppdrátt”, er sýni fjöll og dali, há- lendi og láglendi, eða með öðrum oi-ðu'm landslagið svo að á verði þuklað. Tiil þess að koma þessu í fram- kvæind hefir hann .hvað eftir ann- að orðið að fara til íslands og ferðast um landið þvert og endi- 'langt, svo að hann mætti ganga úr skugga um að rétt væri með farið og “mótið” yrði ábyggiiegt. Eigi hefir hr. Monnet motið styrks af opinberu fé til þessara rann- sókna og framkvæmda, og þvf ekki getað starfað að þessu áhugamálí sínu nenia í ihjáverkum. Þó er nú svo komið, að hann hefir lokiö móti af landinu af fleiri en einni stærð. En hann hefir eigi til þessa getað gert «ér eftirlíkingamar að verzlunarvöru, sakir þess að hann hefir ekki átt þess kost að koma upp verksiniðju til að framleiða þær, og eigi fengið aðrar verksmíðj- ur til þess að gera það. Þessar landsæftirlíkingar eru gerðar úr oæfurþunnu og laufléttu efni, og njiundu allis ekki verða dýr- ar, ef frainleiddar væru í æði-stór- um stfl. Er ekki minsti efi á því, að Nýjar bœkur. Ljóöabók Hannesar Hafsteins, $4.00. “Sálin vaknar,” skáldsaga eítír Einar Hjörl., -1.50. “Strönd- in”, skálds. eftir Gunn. Gunn- arsson $2.15.—Þessar bækur eru allar f gyltu bandi og hentugar til jólagjala. Fást hjá Hjálmari Gialasyni, 506 Newton ave., Win- nipeg. Sími St. J. 724.—12-14 pd. HVI EKKI AS panta tvær tylftir af flöskum eða lítinn kút af MALTUM eSa MALTUM STOUT til hressingar á hátíSunum? MALTUM STOUT byggir upp og styrkir líkamann, eykur lystina og gefur reglulegan svefn—þaS hjálpar til aS þola kuldann. Fæst í flöskum eSa kútum—KaupiS þaS í matvörubúSum, sætindabúSum, lyfjabúS- um eSa beint frá E. L. Drewry Ltd Winn/peg

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.