Heimskringla - 27.12.1917, Blaðsíða 2

Heimskringla - 27.12.1917, Blaðsíða 2
2. BLAÐSIÐA HEIMSKfttNGLA WINNIPEG, 27. DES. 1917 Afturelding. (Sögubrot.) Sverrir Ólafsson er bóndasonur. Nýlega kominn frá útlöndum eftir 10 ára fjarveru. Hafði hætt námi í Reykjavík, er faöir hans vildi að hann gengi á búnaðarskóla til þess aö búa sig undir að taka við jörð- inni — og farið til útlanda, stund að verkfræðisnám, sérstaklega raf- fræði. — Fær loks heimþrá. Kemur til Reykjavíkur á ný—eftir 10 ár. Dvelur þar vetrarlangt. Trúlofast ungri Reykjavíkur stúlku. — Sólar- lag frá Skólavörðu; Sverrir sér bæ inn lítinn og lágan, gráan og kulda- legan, en landið í sólroða fegurð og kvöldblóma. — Hann skrifar föður sinum : “Eg kem heim”.—Meinbug- ir: Unnusta hans vill ekki fara með honum upp í sveit.—Hann fer einn. — Miðsumar.J “í íslenzku vornætur yndi.” — Síðasti gististaðurinn. Sverrir kom þangað um miðnætti og svaf fram undir hádegi. Þá var liðug dagleið heim til hans. En hann hafði í hyggju að halda áfram um nóttina og koma heim um fótaferð morguninn eftir. Sjá morgunreyk- in heilsa fjallablænum eins og í gamla daga, þegar hann vakti yf- ir túninu og sat uppi á bæjarhóln- um og lék sér að hornum og skelj- um eða las sögur, þangað til reyk- urinn strókaði sig upp úr stromp- inum. — Þá var mamma komin á fætur! Hugsunm hitaði hónum um hjartarætur og fylti brjóst hans með kvíðablöndnum fögnuði og eftirvæntingu. Og heimþráin óx eins og lækur í undirhlíðum. Þegar hann var ferðbúinn og fór út til þess að líta eftir hestm- um sínum, stóð hann bundinn á hlaðinu berbakaður. En hnakk- urinn hans var lagður á ljósgráan hest, grannvaxinn og rennilegan, en þó sýnilega af bezta skeiði, ef nánar var að gáð. Sverrir gekk að hestinum, tók í tauminn og leit framan í hann. Hesturinn hnykti upp höfði, opn- _aði augun og hnyklaði brýrnar. Leiftur dökkra, djúpra augna mætti augum Sverris og vakti löngu þagnað bergmál inst í huga harts. Hvar og hvenær hafði hann séð þessi augu áður! — Eflaust einhvern tíma í æsku. Þegar hann var að reyna að Iesa hugsanir dýra, sérstaklega hesta og hunda, gegn um augun. Og var svo viss um, að fyrir innan þessi augu hlyti a,ð búa sál með næmar til- finningar. Sorg og gleði, hatur og ást, eins og hjá mönnunum. Ódauðleg sál. Að eins á lægra stigi en mannssálin. En svo lík. svo lík, að--------- Hann hafði svo oft séð þetta í æsku. Smalatíkin hans grét af hrygð, þegar hann skammaði hana og hún gat eigi komist í sátt við hann. Hún hló yfir alt andlitið, þegar hann fyrirgaf henni og kjassaði hana. Og hún grét svo sárt, að tárin streymdu úr augun- um, þegar hvolparnir voru teknir frá henni. — Hann hafði jafnvel séð kýr gráta af sorg. Beljur! Og hann gleymdi aldrei hryssunni, sem hló af gleði og móðurást, þeg- ar folaldið hennar, styrbusinn litli tveggja nátta, var að vafra kring um hana á háleggjunum sínum og álpaðist svo inn undir kverkina á henni og nuddaði höfðinu upp við múlinn á móður sinni — þvílíkan ljóma þögullar móðurástar hafði hann aldrei séð/-í neinum augum. — Það brendi sig inn í 12 ára hug hans. ógleymanlega.---------- Þetta flaug alt eins og elding í gegn um huga Sverris í samfeldri mynd, meðan hann stóð og horfð- ist í augu við gráa klárinn. Hvar hafði hann séð hann áður? 1 þeim svifum bar húsráðanda að. “Þér þekkið ef til vill þenna gráa?” sagði hann brosandi. “Já, það held eg nærri því — þó eg komi honum ekki almenni- lega fyrir mig, — en eg er viss1 um, að eg hefi séð hann einhvern tíma—fyrir löngu.” “ójæja, eg býst við því,” sagði bóndi. “Faðir yðar sendi hann hingað í fyrra dag með ferða- mönnum, og lagði svo fyrir, að hann biði yðar hér. Þér munduð ekki þurfa fylgdarmann, ef þér riðuð Grána, hafði hann sagt.” Sverrir vaknaði eins og úr löng- um draumi, þungum svefni og end- urminingarnar streymdu inn á hann eins og hvítur foss. Gráni! Litli Gráni, stóri Gráni, Valur! Það var hann—lifandi kominn. Bráðlifandi! Hvernig gat hann verið svona blindur! Þessi augu voru þó ekki sköpuð nema í einum hesti. Grána. Grána, sem honum var gefinn í af' mælisgjöf, þegar hann var 12 ára. Og folaldið var þá misserisgamalt. —Grána, sem allir strákar höfðu dóðst að við kirkjuna, meðan hann var tryppi og hét að eins litli Gráni eða folsi. Grána, sem hann reið á til kirkju síðasta sunnudag- inn, er hann var heima og reið þá fram úr öllu kirkjufólkinu síðasta sprettinn heim að prestssetrinu.-- Grána, sem hafði fegurst höfuð og háls og fráasta fætur allra hesta í hrepnum og var talinn þriðji bezti hestiir í allri sýslunni og þó tæpra sex vetra þá. Grána, sem hann kvaddi grátandi síðasta sinni, er hann fór suður. Þá hét hann Valur og átti nafnið með réttu bæði að list og lit.---- Hvernig hafði hann getað gleymt honum! Þessi löngu út- legðarár höfðu máð margt og mik- ið úr huga hans af því, sem kært hafði verið. Og sumt var ef til vill alveg gleymt. — “Það var fallega gert af pabba,” sagði hann hægt og eins og við sjálfan sig, og strauk Grána um höfuð og háls, lagði vangann upp að honum og fann ylinn streyma um sig allan. YI bernsku- minninganna úr föðurgarði. “En hvað það var fallega hugs- að af pabba”. Og hugur hans sagði miklu meira. — Það var ekki til þess að senda reiðhest, að hann sendi Grána. Því hann bjóst auðvitað við, að Sverrir hefði að minsta kosti tvo til reiðar. Og á meiru var eigi þörf. — En faðir hans vissi, að með Grána sendi hann syni sínum allar bernskumining- arnar að heiman. Það kærasta, sem hann hafði átt sem barn. Og með þessari sendingu fylgdi það, sem dýrmætast var af öllu. For- eldraástin og föðurumhyggjan, sem alt af var síung. Þótt Gráni eltist.—Já, nú var hann 16 vetra! —En hvað tíminn líður. “Guði sé lof, að eg kem heim, Er nærri því kominn heim aftur. Áður en það var um seinan.” — Gleði og þakklæti fyltu svo huga hans, að honum varð þungt um andardrátt---------- Mitt á milli nóns og miðaftans var hann kominn á stað. Valur lék við tauminn og fæt- ur hans snertu götutroðninginn snögt og títt eins og stiltar stál- fjaðrir. Hann bar höfuðið jafn- hátt og í æsku. Sverrir gat faðm- að fram um hálsinn ef hann laut lítið eitt áfram í söðli. Hann grúfði andlitið niður í faxið og fann fjörkippina og vöðvaspil hestsins með öllum líkamanum. Hvílík nautn! Samspil tveggja lifandi vera. — Það var eitthvað annað heldur en járnbrautir og sporvagnar, bifreiðar og hjólhest- ar! Öll þessi nýtízku farartæki, sem hugvit mannsins hafði fundið upp. Ótakmarkað, dásamlegt hugvit. — En öll skorti tæki þessi það, sem reiðhestunnn hefiY í svo ríkum mæli: líf og fjör. Sam- ræmi við reiðmanninn. — Sam- starf þeirra beggja. — 1 því var fólginn munurinn á hugvitssmíði og sköpun. — Maðurinn verður þó aldrei Guð, hve langt sem andi hans nær og nemur lönd . Og Sverrir brosti með sjálfum sér. Að því, hve mjög hann hafði gleymt lífinu sjálfu alla þá 'daga og vikur, mánuði og ár, er hann hafði sökt sér niður í raffræði. Hvílík nautn það hafði verið hon- um að kafa í hyldýpi hugar síns og setja upp stór reikningsdæmi. Og leysa úr þeim. Og hve oft hann hafði gleymt öllu öðru yfir þessu. Nú varð þetta alt eins og barna leikur í samanburði við þá nautn, sem hann fann á hestbaki. Fagur leikur og skemtilegur. Og nyt- samur mjög. En þó alls eigi þess virði að maður gleymdi sjálfu lífinu hans vegna. Upphafi sínu, tilgangi og takmarki. — Til hvers er það mannirium, þótt hann vilnni allan heiminn, ef hann vanrækir og glatar sál sinni. Samræminu við lífið og náttúr- una — dauða og Iifandi? En hvað það var langt síðan Sverrir hafði orðið var slíkra hugsana. — 1 mörg ár hafði vind ur og vatn, ár og fossar, að eins' verið afls- og auðsuppspretta, er mönnum var lagt í hendur að leysa og hagnýta sér. Þeim mönn- um, er fundið höfðu “Aladdins- lampann” í undirheimum hugvits síns, sem svo margir gefast upp við að kanna. Eða reyna aldrei til þess.— Nú var alt leyst úr álögum. Kvöldvindur í grasi og kjarri. Hlýr og hægur. Hvíslaði og suð aði í þúsund röddum, er allar runnu saman í einn hljóm. Lækj arsuða í hlíðum og fossaniður í fjarska. Alt varð að tónum, er féllust í faðma, runnu saman, fyltu allan geiminn sumarsælu- fögnuði. Bylgjurnar umkringdu hann heitar og laðandi, vöfðust að honum þéttar og fastar, streymdu gegn um hann—eins og hafstrautnur aflvakans — og hann varð sjálfur þáttur í þessum al- heims hljómleik, er fylti allan him- ingeiminn og söng þúsund röddum í hafdjúpu, 'himinvíðu samræmi. —Söng þetta eina og sama orð— síungt og eilíft. Þetta eina orð, sem er svo mörgum ógn og skelf- ing. Hyldýpi angistar og örvænt- ingar. En aftur öðrum dýrlegur töfraheimur. Uppfylling alls þess, sem mannshjartað þráir. — Þetta eina orð, er lykur alt í faðmi sín- um. Lífið.---------- Austanvert á háheiðinni fór Sverrir af baki. Útsýn var farin að opnast niður til sveitarinnar. Sveitarinnar hans. Hann spretti af hestunum, og og tók beizlið út úr þeim báðum, til þess að þeir skyldu njóta hvíld arinnar og lífsins betur. Svo lagðist hann út af í graslaut með| hendur undir höfði sér og horfði beint upp í himininnn. Það hafði verið hreinasta og bezta nautn I hans, þegar hann var smali síð- ustu ári^ fyrir ferminguna, að sökkva sjón sinni í hyldýpi himin- blámans og finna jörðina lykja um sig grasmjúkum móðurörm- um, fjallavindinn kveða vöggu- Ijóð, þangað til bernskuhugurinn sveif vængléttur út í geiminn. Út yfir landamæri svefns og vöku. Og smalinn lá sofandi. Eins og barn í móðurörmum. Nú fann hann til sömu kendar. En þó á alt' annan hátt. Langur' tími lá á milli. Hann var nú full- tíða maður. Með langa og marg- brotna lífsmynd að baki sér. Löngu gleymdar hugsanir gægðust upp í húga hans. Og brostu. Duld öfl leystust úr læðingi. Móð- urjörðin dró hann að sér. Og hann fann hjartaslög hennar gegn um sjálfan sig, og ylurinn af and-| ardrætti hennar læsti sig um hann allan. Hann gat kyst hverja! þúfu og hvern stein. Eins og systkin sín. — Blágresi ilmaði. Lyng og smá- kjarr logaði í sólarroðanum. Fiðrildi svifu, og flugur suðuðu. Hvelt hó heyrðist í fjarska. Svo varð alt kyrt og hljótt. Sumarnótt.----------- Sá, sem aldrei hefir verið einn, veit eigi hvað lífið er. Kyrð ein- verunnar leikur á undirstrengi sál- arinnar. Þá, sem aldrei ná að hljóma í fjölmenninu. Því þar er maður að eins hljómgrunnur hugsana þeirra og tilfinninga, er bærast milli dags og nætur í heimi öllum. Þá er maður að eins liður í þeirri vél, er mannfélag nefnist, og verður að snúast þar eftir þeim hjólum og ásum, er hreyfingu ráða. En í einverunni er manni alt í einu kipt út úr “vélinni” og hring- rás hennar. Maður verður þá sjálfstæð heild. Heimur út af í fyrir sig. Og mann snarsvimar af ógn og undran við að líta niður í hyldýpið hugsana og tilfinninga, er opnar sig í instu duld sálarlífs- íns. Hugfanginn hlýðir maður á hljómleik náttúrunnar, í háfjalla- kyrðinni.—Þar er hátt undir þak og vítt milli veggja.—Heili manns hvílir. Þessi úttaugaða hversdagsvél, sem er orðið svo tamt að reikna með tölum, telja peninga og lesa auglýsingar, að hann jafnvel dreymir um það á nóttunum. — Nú hvílir hann sig. Engin sveifla. Engin hreyfing í taugavef hans. Mannssálin. tekur sjálf við öll- um áhrifum. Beina leið gegn um tilfinninguna. Heili vor er orðinn svo sljór af matstriti og ofmenn- ingu, að hann hefir gersamlega týnt mörgum frumgáfum sínum, sem -villuþjóðirnar og dýrin eiga enn þann dag í dag. Þó eimir stundum eftir af því enn, og kem- ur það oft fram í einverunni. — Samræjnisgáfa vor við náttúr- una er svo vanrækt orðin, að hún kemur mjög sjaldan til greina, svo að vér verðum hennar varir. En þó er maðurinn svo fíngert og óm- næmt hljóðfæri, í nánu samstilli við guðs föður dásamlegu sköpun- ar fegurð, að hann getur runnið saman við hana og orðið eitt með henni. Orðið skjálfandi hljóm- fagur strengur í alheimshöípu þeirri, er fylla á heiminn með hljómi sínum. Veita honum líf og lit. Að eins örsjaldan verðum vér þessarar gáfu varir. Stundum þó. Hefirðu hlustað á hljómleika, þar sem raddir og sérhljómar fleiri tuga hljóðfæra fallast í arma, hver með sínum sérblæ, sínu Iyndi, en stefna þó allir að einu og sama takmarki. Samstarfandi eftir föst- um lögum, er listsnilli tónskálds- ins hefir fjötrað þær með, og þó allar frjálsar sem fjallablær. Það eru orð, sem allir skilja.— Alheimsmál, sem talar til allra, hvort sem þeir eru sérfræðingar eða ekki. Ef heyrn þeirra að eins er næm, og tilfinningar eigi orðn- Gigtveiki Merkilegt heimameöal frá manni er þjáSist. — Hann vill láta aöra krosbera njóta góSs af. Sendu enga penlga, en nafn og Arltun. ar steingervar. Það mál talar til þeirra gegn um tilfinninguna eina. Fer oft og einatt fyrir ofan garð og neðan hjá skynsemi og skiln- ingi, gagnrýni og öllu því, er setur upp gleraugu og horfir gegn um sjónauka. Milli veggjanna undir hárri hvelfingu skelfur hver ögn af lofti í lögbundnum sveiflum hvers ein- staks hljóðfæris. Allar sveiflurn- ar Llandast saman, fléttast og tvinnast, og eru þó sérstakar radd- heiidir, er eyra vort getur lesið sundur og að greint. Og hver hljóðnæm taug í oss skelfur í samræmi við tónlistar- smíðið. Vér finnum áhrifin titra gegn um oss. Vér sitjum gagn- teknir af sæluþrunginni, lotningar- blandinni fjálgleiks-hygð og gleymum alveg þeim heimi, sem vér höfum alið mestan vorn aldur í. Vér erum nýir menn, í æðra heimi. Sorg grætur í hljómi hljóðfær- anna, og vér sitjum með tár í augum og hrygð í hjarta. Fögn- uður hlær og klappar leikandi lófum, og hjartað hoppar í oss af gleði, og hver taug kitlar af kæti. Gleðin brosir eins og barn í draumi, og vér sjáum brros og björt augu um allan salinn. Guð faðir, hvað heimurinn er þá auðugur af fegurð og fögnuði og gleði. Samræmi. Ef vér opn- um að eins skelina okkar ofur lítið og lofum sól og svölum blæ að leika um okkur. Hvers vegna ger- um vér Iíf vort að myrkheimi og skoðum himininn gegn um skjá- glugga, eða móðugleraugu! — Loksins var Sverrir kominn nið- ur í dalinn. 1 heimahagana. Áin rann lygn og breið eftir dalnum miðjum, og vegurinn lá oftast rétt eftir bökkunum. Nema þar sem áin rann í alt of stórum bugðum. Hér var alt saman óbreytt enn. Enginn asi á neinu. Það sýndi vegurinn bezt. Jafn langur og krókóttur. Jafn djúpir troðningar, jafnvel dýpri en áður. Maður rak sumstaðar fæturna í barmana og varð að gæta sín vel að detta ekki af baki. Eftir margra ára þjáningar af gigt befir Mark H. Jackson, Syracuse, N.- Vork, komist a® raun um, hvat5a votSa óvinur mannkynsins gigtin er. Hann vi 11 at5 allir, sem lít5a af gigt, viti á hvern hátt hann læknaT5ist. Lesit5 þat5 sem hann segir: Ný og undraverð uppgötvun. Eftlr tlu ára tllraunir og þungt erfiBi hertr Próf. Ð. Motturas upp götvað meðal, sem er saman blandað seni áburður, og er á- byrgst að lækna hvaða tllfelli sem er af hinum hræðilega sjúk- dómi, sem nefnlst Gigtveiki og geta allir öðlast það. Hvf að borga lækniskostað og ferðakostnað I annað loftslag, úr þvi hægt er að lækna þlg heima. Verð $1.00 flaskaan. Póstgjald og stríðsskattur 16c. Einka umboðsmenn MOTTURAS LiNIMENT CO. P. 0. Box 1424 (Dept. 8) Winnipeg, Man. G. THOMAS Bardal Bl.ek, Sherkr*.ke St^ Wlulpec, M... GJörlr TlO úr, klukkur og allskonor sull og allfur stáss. — Utanbrajar vlögsröum fljótt slnt. úr. JMf, B. Halldorsson •m botd »cii,m3rr; T.U- M.t. MSá Oor Perl. ,t Edm. Stundar etnTðrúungru berklasýkt osr abra lunsnajsúkdáma. Er a5 ftnna á skrifstofu stnnl kt. 11 tn 12 f.m. og kl. 2 til 4 «.m.—Heimlli aS 46 Alloway ave. TH.JOHNSON, Orautkari og Gullstniðvr 8elur giftingaleyfkbréf. * Bárstakt atkrstl v.ttt pSatunum »k vl«sJSr*um útan af landl. *** Mala »t. - Phona M. NH *■ t. (WSSMS *. O. IhrllMM J. J. SWANSON & CO. BámwsmuB m TaUlmi Mata Oor. PsrlM* aad Ssrry. TtisiHf BARKET HOTEL M* ru.i |MS Streer é nátl starksWsua *sstu TtafBss, vlndtar og m*- klynlas |ít. lslsnkur v.ltlnM- ®»J*r 5- Hatldárwion. letttbeia- Ir tnl.adlssum. *. •’CSSSBL, Btsaadl kml Aslersu ». r. GarlnaB GARLAND & ANDERSON MursjwiseAa Pk.a. H.ta íssa nt UtMiti Jtailway Ohaanbcn. Talstul: Matn 6362. Dr.y. G. Snidal TANRUKKNIR. 614 SOMERSET BI.K. Portass Avenue. WINNIPBG Dr. G. J. Gisfason Plyslrlas a.d S.rfrean Athyslt vettt Anjns, Byrna og Kverka BJúkdðmum. Asamt tnnvortls .Júkdúnsum og upp- skurkl. 18 Sonlh 8ré 81. Ora.rt F.rk., !6.B. Dr. J. Stefánsson «i BOTa Bvn.Biwn Hornt Pertns* Are. os Bdmenton St Btundnr elnsSnsu susas, syrna, »•/ »f hverka-sJúkíOma. Br aS kltta trá kl 16 tll 13 f.h. es kt. 3 tll t e.k. Phone: Msin 3§88. Helmtll: 163 OIlvU St. Tals. Q. 3313 “K«r haföi nAra verkl nrm flöjfruðu mrð eldlegrnm hraða um littamötin. Vorit5 1893 fékk eg mjög slæmt gigt- arkast. Eg tÓK út kvalir, sem þeir einir þekkja, sem reynt hafa—í þrjú ár. Eg reyndi marga lækna og margs konar meðul, en þó kvalirnar linuttust var þaö aö eins stundar friöur. Loks fann eg mettal, sem dugt5i og veikin lét alveg undan. Eg hefi gefið þetta meðal mörgum, sem þját5ust eins og eg, og sumum sem voru rúmfastir af gift, og lækning þess heflr veritJ full- komin í öllum tilfellum. Eg vil at5 allir, sem þjást af gigt, á hvat5a stigi sem er, reyni þetta undra- met5al. SendiÖ mér enga peninga, at5 eins fyllit5 inn eyt5umit5ann hér fyrir neðan og eg mun senda met5alit5 ó- keypis til reynslu. Eftir atS hafa reynt bat5 og fullvissast um at5 þetta metSal fæknar algerlega gigt yt5ar, þá sendit5 mér einn dollar,— en munit5, at5 mlg vantar ekki peninga yt5ar, nema þér séut5 algerlega ánægt5ir at5 senda þá. Er þetta ekki sanngjarnt? Hví aö lít5a lengur, þegar lækningin er vttí hendina ókeypls? Bít5it5 ekki—skrifió þegar í dag. FRRK TRIAL COUPOIf Mark H. Jockson, 457D Gurney Bldg., Syracuse, N. T. I accept your offer. Send to: Hin ósýnilegi Mega-Ear Phooe “lætur daufa heyra” Heyrnar tœkt þetta — The Mega - Kar- Phone—veldur engra ðþæginda. Þér flnn- !3 þa« ekkt, því þab er tllbúiB úr mjúku og ltnu efnl. Alllr geta komlb þvf fyrtr 1 hluBtlnni. Þab er ekkl hægt ab sjá þatS i eyranu. Læknar Eymasuðu Mega-Ear-Phone bætlr þegar heyrn- lna ef þetta er brúkatS i statílnn fyrlr ófullkomnar og slæmar Bir Drums. Læknar tafarlaust alla heyrnardeyfu og eyrnasuttu. Hepnast vel I níutíu og fimm ttlfellum af hundratS. Ef þér hafltt ekkt fættst heyrnarlauslr, reyn- ist tækl þetta ébrtgttult. Þetta er ekki Ófullkomits áhald, len læknar ati elns t blll, heldur vtstndaleg uppgötvun, sem atSstoöar náttúruna tll þess atS endurnýja heyrnlna — undtr hvatSa krlngumstætSum sem er, aldur etSa kynfertSi. Vafalaust sú bezta uppgötvun fyrtr heyrnardaufa, sem fundtn heflr verttS. Reynd tll hlttar af rátSsmannl vorum, sem reynt heflr öll þau tœkl, sem seld eru. Þetta er ekkl búltS tll úr málmt •tSa gúmmt. Bækllngur metS myndum og öllum upplýslagum, fnst ókeypls. BttSJltS um *No. 103. VertS á Mega-Ear- Phon«, tollfrttt og burtSargJald borg- atS, er $12.50. Selt elngöngu af ALVIN SALES CO., P.O. B«x 66, Dept. 140, Wlnnlpeg, Man. Vér hðfum fultar Mrgtltr hreln- ustu lyfja og meHala. KemltS Á mefl lyfsetSla ySar hlngatt, vár f gerum meúuttn nákvremlega efttr á ávfaan tnkntelna. Vér atnnmn f ntaasvelta pSntunma og eoljum á glftlngaleyfl. ; f COLCLEUGH <3t CO. t NwtrB I)«m« •% 4bprhro«*ke 9<». ^ Pkon» Garry 3690—2«91 A. S. BAFtOAL selur ltkktntur og annast um út- fartr. Allur útbúnatlur sá beetl. Bnnfremur selur hann allskonar mlnntsvartSa og legstetna. : : 313 8HBRBROOKB ST. Phoae G. 2152 WINI6IPBO ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ UM heimilisréttarlönd í Canada og Norðvesturlandinn. Hver fjölskyldufatSlr, etSa hver karl- matSur sem er 18 ára, sem var brezknr þegn í byrjun strítSsins og heflr verl» þatl sítian et5a sem er þegn BandaþJóS- anna etSa óhátSrar þjóöar, getur tekfV helRilllsrétt á fjórtlung úr sectlon af d- teknu stjðrnarlandl 1 Manltoba, Sae- katchewan eöa Alberta. Umsækjandi vertsur sjálfur atS koma á landskrif- stofu stjórnarinnar etSa undlrskrlfstofu hennar í því hératSi. 1 umbotSi aunari má taka land undlr vlssum skllyrtSum. Skyldur: Sex mánatSa fbútS og ræktun landsins af hverju af þremur árum. 1 vlssum hérutSum getur hver tand- nemt fenglts forkaupsrétt á fjórtl- ungl seotlonar metS fram landl stnu. VertS: $3.00 fyrir hverja ekru. Skyldur: Sox mánatSa ábútS a hverju hlnnu næstu þrtggja ára eftlr hann heflr hlotitS elgnarbréf fyrir heimtlisréttar- landi sínu og auk þess ræktatS 6« ekrur á hlnu selnna landl. Forkaups- réttar bréf getur landneml fengltS um lettS og hann fær helmillsréttarbréfltS, en þó metS vlssum skllyrSum. Landnemt, sem fengtð heflr hetmllle- réttarland, en getur ekkl fengia for- kaupsrétt, (pre-emptton), getur keypt helmlllsréttarland 1 vissum héruSum. Verö: $3.00 ekran. VerSur aö búa á landlnu sex mánuht af hverju af þrem- ur árum, rækta 50 ekrur og byggja húe sem sé $300.00 virtSl. Þetr sem hafa skrlfatS slg fyrtr hetm- lllsréttarlandl, geta unnlts landbúnað- arvlnnu hjá bænduni I Canada árltl 1917 og ttmi sá retknast sem skyldu- tímt á landl þeirra, undir vissum ekil- yríura. Þegar stjðrnarlönd eru auglýst etSa tllkynt á annan kátt, geta hefmkomntr hermenn, sem verltS hafa t herþjónustu i heltSarlega étt erle.idls og fengtt) hafa_________________ lausn, fengltS elns dags forgangsrltt tll at) skrlra slg fyrlr helmlllsrlttar- landl á landskrlfstofu hératSslns (en ekkl á undlrskrtfstofu). Lausnarbréf vertSur hann atS geta sýct skrlfstofu- stjóranum. W. W. CORT, Deputy Minlster of Interlor. Blðtl. sem flytja auglýslnwu þessa I kelinlllsleyai, fá enga borgun tyrlr. V

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.