Heimskringla - 03.01.1918, Page 4
4. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG. 3. JANÚAR, 19IS
HEIMSKRINGLA
(9t»d>a« 188(l>
Kemur ðt & hverjum Flmtudegl.
Ctgefendur og elgendur:
THE VIKING PRESS, LTD.
Verh blatSstns I Canada og BandarikJ-
unum $3.00 um árid (fyrtrfram borgad).
8ent til Islands $2.00 (fyrirfram borgad).
Allar borganir sendist rábsmannl blabs-
in». Póst etia banka ávisanir stilist til
The Viklng Press, Ltd.
O. T. Johnson, ritstjóri
S. D. B. Stephanson, ráíSsmaður
8krifstofa:
m SHERRROOKE STREET., WINNIPBO.
p.o. Bex 3171 Talelml Gsrrj 411*
WINNIPEG, MANITOBA, 3. JAN., 1918
Nafnasöfnan ísl. hermanna.
I síSasta Lögbergi er bent á þörfina fyrir
bví, að nöfnum íslenzkra hermanna sé safn-
að og er gerð fyrir þessu Ijós og ítarleg
grein.
Heimskringla vill taka í sama strenginn
með því að eggja lesendur sína til fram-
kvæmda í þessu máli. Islenzku hermenn-
imir verðskulda það fyllilega, að nöfnum
þeirra sé á lofti haldið af Isiendingum. Is-
lendingar mega ekki láta sér nægja, að nöfn
þessara manna eru í nafnaskrá Canada hers-
ins, þeir verða að safna nöfnum þeirra
sjálfir, eiga þau sjálfir.
Eigulegasta bók, sem Vestur-Islendingar
gætu gefið út að stríðinu loknu, væri nafna-
skrá allra þeirra Islendinga, sem innrituðust
í herinn og myndir og æfiágrip allra þeirra,
sem féllu—lögðu lífið í sölurnar fyrir hinn
göfuga málstað, er bandaþjóðirnar börðust
fyrir. Sú bók ætti að komast inn í bóka-
safn hver einasta vestur-íslenzks heimilis.
Örðugleikamir í sambandi við að safna
nöfnum íslenzku hermannanna eru miklir,
en þó allir yfirstíganlegir, ef nógu sterkur
vilji manna er með í verki. Þetta er undir
íslendingum sjálfum komið, og á þeim hvílir
nú sú skylda, að koma þessu í framkvæmd.
Ef einhverjir taka sig til í hverju einasta
íslenzku bygðarlagi landsins og safna nöfn-
um allra Islendinga þar, sem innritast hafa
í herinn frá byrjun stríðsins og halda nafna-
skrám þessum svo við á meðan stríðið
stendur yfir, þá er máli þessu borgið.
Jóns Sigurðssonar félagið hefir unnið
kappséimlega að nafnasöfnun íslenzku her-
mannanna og á stóra þökk allra Vestur-Is-
lendinga skilið fyrir. Og eins og ritstóri Lög-
bergs bendir á, mun félag þetta fúslega veita
móttöku öllum þeim skýrslum, sem því eru
sendar, og þannig yrði félaginu mögulegt að
fullkomna þá nafnaskrá, sem þegar hefir
verið safnað til. Ef undirtektir Islendinga út
um bygðir verða nú góðar, ætti á þenna hátt
að geta fengist eins fullkomin skrá yfir nöfn
íslenzku hermannanna eins og sanngjarn-
lega er hægt að vænta eftir.
Heimskringla skorar á alla lesendur sína
að Ijá máli þessu sitt bezta fylgi.
Breytingar til hins betra.
Almenn skoðun nú á dögum er, að stríðið
hafi haft í för með sér hryllilegar afleiðingar
um heim ailan. Þessi skoðun hefir líka við
mörg rök að styðjast, svo engan veginn er
hægt að segja hana gripna úr lausu lofti.
Menning margra landa er nú í molum sökum
þessarar hörmulegu styrjaldar og margir tug-
ir ára útheimtast til þess að koma öllu þar í
sama horf og áður var. Belgía verður ekki
bygð upp aftur á einum degi, ekki Rússland
heldur, eða þau lönd önnur, sem harðast eru
nú leikin. Von allra manna er þó, að upp úr
rústum landa þessara rísi eftir stríðið stærri
menning, víðtækari og fullkomnari en áður
var.
Jafnvel þeir hér í landi, sem allra svart-
sýnastir eru, geta ekki neitað, að þannig sé
fegri framtíð í vændum fyrir öll þau lönd,
sem versta útreið hafa fengið í stríði þessu.
Ef bandaþjóðimar bera sigur úr býtum, þá
fær ekki einveldis stjómarfyrirkomulag
stórveldanna lengur að hnekkja vexti og
framgangi smærri landa. Belgía og önnur
smálönd verða þá óhult og tilveruréttur
þeirra vfðurkendur. Lýðfrelsis hugsjónirnar
hafa þá sigrað og hervdd og einveldi er þá
úr sögunni.
Hver mun þá segja, að bandaþjóðimar
hafi fómað lífi og fjörvi einstaklinga sinna
til einskis? Hvaða Islendingur mun þá ekki
gleðjast yfir þátttöku “Vestur-Islendinga” í
hildarleik þessum.
Þroskun og framfarir, sem mögulegar eru
hjá öllum þjóðum undir lýðfrjálsu stjórnar-
fyrirkomulagi, eru með öllu ómögulegar
undir einveldisstjómum. Þetta hefir mann-
kynssagan sýnt og sannað ljósum rökum
frá því fyrsta. Þó mörgu sé nú ábótavant í
lýðfrjálsu löndunum, eru endurbótavonirnar
þar bygðar á föstum grunni—í Iöndum ein-
veldanna er ekki um neina verulega menn-
ingu að ræða.
Einveldin hrinda oft í framkvæmd ýmsum
framförum, sem miða til góðs fyrir þjóðir
þeirra — en kærleikurinn, sem þessu er sam-
fara, er kærleikur þrælakaupmanns, sem el-
ur þræla sína til þess að geta haft þeirra sem
mest not og selt þá sem hæstu verði.
Einveldin leitast við að móta þjóðirnar
eftir eigin geðþótta. Frjálsar þjóðir móta
sig sjálfar og haga menningu sinni allri eftir
því, sem þeirra eigin vilji segir til. Ot af
þessu bregður aldrei, nema þegar blóðug
stríð verða þeim óumflýjanleg.
Einveldin eru örðug viðureignar í stríði,
ofríki þeirra og kúgun koma þeim þá að
góðu haldi. Til þess að standa þeim þá
jafnfætis, verða lýðfrjálsu þjóðimar að grípa
til ýmsra örþrifráða, svo sem herskyldu og
ótal margs annars — því við einveldin verð-
ur að berjast með þeirra eigin vopnum. En
öllum frjálsum þjóðum er treystandi til þess,
að þær leggi þessi vopn til hliðar að fengnum
sigri.
Dr. Frank Crane, heimspekingurinn nafn-
kunni í Bandaríkjunum, segir nýlega full-
komnasta lýðfrelsi birtast, þegar frjálsar
þjóðir geri einvaldan sinn hæfasta mann til
þess að stjórna. Þá séu hendur hans ekki
bundnar að neinu leyti — en reynist hann
ekki vel í stöðu sinni, sé ætíð hægt að víkja
honum frá völdunum og setja annan mann
í stað hans.
En þetta verður ekki sagt um keisarana—
þeir eru fæddir í einveldissessinn og verða
þaðan ekki hraktir. Séu þeir góðir menn og
göfugir, geta þeir komið miklu góðu til Ieið-
ar og stjórn þeirra orðið sú affarasælasta.
En séu þeir illir menn og ógöfugir, á það
gagnstæða sér stað. Drotnunargirni þeirra
og valdafýsn getur þá haft skaðlegustu af-
leiðingar — og sú hefir raunin á orðið með
núverandi Þýzkalandskeisara.
Við slíkt einveldi, það öflugasta einveldi í
heimi, eru nú þær þjóðir, sem unna lýðfrelsi
og mannréttindum, að há þann stórkostleg-
asta hildarleik, sem háður hefir verið frá
fyrstu tímum sögunnar.
Og vonandi fara þær sigrihrósandi af
hólmi.
Canada, sem vér unnum nú heitt sem fóst-
urjörð vorri, fer þá ekki varhluta af æðri
menningu framtíðarinnar. Öld nýrrar þrosk-
unar rís þá upp hjá þjóðum þessa heims og
hjá þeim öllum munu þá margvíslegar endur-
bætur eiga sér stað. Það er ekki sagt í spá-
sagnaranda, heldur í fullri vissu, að eftir
stríðið — ef bandaþjóðirnar vinna — muni
ryðja sér til rúms í öllum löndum meiri fram-
farir og fleiri og fullkomnari endurbætur af
öllu tagi, en heimspekina nú á dögum “get-
ur dreymt um.”
Framtíð Canada er þá alveg undir þjóð-
inni sjálfri komin. Skuggar einveldanna í
Evrópu, sem nú hanga yfir Canada sem öðr-
um Iöndum, verða þá horfnir, þjóð þessa
lands er þá sjálfráð um það, hvort “orður og
titlar og úrelt þing” eiga að fá að festa hér
rætur. Vonandi spornar hún á móti slíku
af ítrustu kröftum. Enda er slíkt hverju lýð-
frjálsu landi ósamboðið.
1 styrjöld þessari er fyrir miklu barist og
sigurlaunin verða líka mikil.
Víða hér í landi kemur nú í ljós megn
óhugur margra gagnvart þátttöku Canada
í stríðinu. Kosningarnar nýafstöðnu sýndu
þó, að þeir menn eru í stórum minni hluta,
sem betur fer.
Mönnum þessum virðist vera afar myrkt
fyrir augum; því svartsýni þeirra keyrir
fram úr öllu hófi. Seint og snemma stagast
þeir á harðkostum þeim, sem þjóðin nú eigi
við að búa og í þeirra augum er Canada nú
engu betur af en Belgía, Frakkland eða Rúss-
land. Þjóð þessa lands er nú föst í klóm
auðfélaga og glæfraseggja, sem leitast við
að sjúga úr henni merg og blóð.
En svartsýni þessara manna hefir við Iítil
rök að styðjast. Ef þeir gætu dvalið fáa
daga í Belgíu eða öðrum Iöndum, sem Þjóð-
verjar hafa fótum troðið, myndu þeir fljótt
sannfærast um það, að Canada er réttnefnd
paradís á jörðu í samanburði við þau lönd.
Skoðanir þeirra yrðu þá alt aðrar en áður,
því þá myndi þeim augljós hættan, sem öll-
um hinum siðaða heimi stafar af hervaldinu
prússneska.
Og þegar öllu er á botninn hvolft, er stórt
spursmál, hvort núverandi kjör Canadaþjóð-
arinnar eru svo mikið verri en fyrir stríðið.
Dýrtíðin er að vísu mikil í Iandinu, en verka-
laun öll eru líka stórum mun hærri en áður
voru. Landbúnaðurinn hefir aldrei verið
unninn af meira kappi en nú og aldrei hafa
bændur þessa lands fengið hærra verð fyrir
afurðir búa sinna. Stríðsskuld Canada er
mikil en upp á móti henni vegur hinn góði
orðstýr, sem Canada hefir getið sér, fyrir
þátttöku sína í stríði þessu — sú bezta aug-
lýsing, sem þetta unga og mikla meginland
nokkurn tíma hefir fengið.
Mannfallið í liði Canadamanna hefir verið
mikið — en það vegur þó að svo komnu ekk-
ert á móti manntjóni því, sem vínsöluhúsin
hafa orsakað þjóð þessa lands. Vínsöluhús-
um öllum hefir nú verið lokað og stjórnin
stigið þau spor, að stofna til algers vínbanns
í Iandinu. Hver vill neita því, að þetta sé
stór breyting til hins betra?
Og ýmsar fleiri breytingar hafa átt sér
stað, sem stuðla til þess að gera andrúms-
loft þjóðarinnar að stórum mun heilnæmara
en áður var. Fasteignaverzlunin, sem áður
gein yfir öllu, hefir nú verið því nær alveg
kollvarpað. Sendisnáðar fasteignasöluhús-
arina, mannfélagsins gagnslausustu menn
áður, eru nú margir komnir í hermannafot og
reynast dugandi drengir.-------
Það er því oft gert alt of mikið úr þröng-
kosti þeim, sem þjóðin eigi við að búa. Og
eitt er víst, að ef Canada hefði Iátið stríðið
afskiftalaust, væru kjör þjóðarinnar nú marg-
falt verri
Þessi eilífi harmsöngur margra yfir kjörum
þjóðarinnar, er því all-þreytandi með köfl-
um. Og svartsýni og glámskygni eru ætíð
samfara. En sem betur fer, mætir nú meiri
hluti þjóðarinnnar öllum stríðsörðugleikum
með stillingu og þolgæði.
»................... - -.............— •*
A reiki og rás.
Síðan Jón J. Bildfell forðum skrifaði
skemtileg og fróðleg bréf frá Alaska og sem
þá voru birt í vestur-íslenzkum blöðum, höf-
um vér skoðað hann skýran mann og vel
ritfæran. Nú er hann tekinn við ritstjórn
Lögbergs og fer að mörgu leyti mjög mynd-
arlega af stað. Stefna blaðsins undir hans
ritstjóm virðist ætla að verða alt önnur, en
verið hefir í seinni tíð—og að stórum mun
betri.
Þegar núverandi ritstjóri Heimskringlu
ungur og óreyndur, var nýtekinn við blaðinu,
fann fyrverandi ritstjóri Lögbergs sig knúð-
an til þess að reyna að tæta blað hans til
agna með ýmsu móti. Þannig vildi hann
votta mönnum sinn mikla kærleika í garð
meðbræðra sinna. — Vér viljum ekki fara að
dæmi hans og ráðumst því ekki á herra Jón
Bildfell á meðan hann er ögn að átta sig í
ritstjórasessinum. Til þess eru vond dæmi,
að varast þau.
Ódrengskapar-aðdróttunum hans í vorn
| garð látum vér því ósvarað að sinni. £nda
má með sanni um þær segja, að þær svari sér
nægilega sjálfar—séu þær ögn brotnar til
mergjar. Síðasta grein hans, stýluð til rit-
stjóra Heimskringlu, er líka svo snildarlega
samin og svo frámunalega efnisrík, að synd-
samlegt athæfi væri að reyna að kasta
skugga á hana! Frá byrjun til enda er
grein þessi þrungin af skáldlegri andagift og
og spánnýrri sálarfræði. Þessu til sönnunar
þarf ekki annað en benda á það, hvað meist-
aralega höfundurinn bregður upp mynd af
ódreng, sem hafi óspilt hjarta! Hingað til
munu flestir hafa skoðað alla “ódrengi” meir
og minna spilta, en nú hefir Jón J. Bildfell
leitt þá til æðri, fegurri og fullkomnari skiln-
ings—og ættu allir að kunna honum stórar
þakkir fyrir.
Eftir að hann er fallinn í valinn við að verja
“Afstöðu Sir Wilfrids Lauriers”, væri heldur
ekki drengilegt að ráðast á hann — flakandi
í sárum! Vér viljum heldur bíða þess, að
sár hans grói og hann komi fram á þenna
hólmgönguvöll að nýju, og munum þá reyna
að vera viðbúnir að mæta honum.
I millitíðinni getum vér ekki annað en
dáðst að því, hvað hreinskilni hans er mikil.
Hann bregður oss um skilningsleysi—og ját-
ar svo í lok greinar sinnar, að mál þetta sé
sér “alveg óskiljanlegt.”
Sanngirni hans verður mönnum líka minn-
isstæð; þegar hann telur það “óráðvand-
lega” að farið, að viðhafa orð Sir Wilfrids
sjálfs því til sönnunar, hver afstaða manns
þessa sé í stjórnmálum Canada. Vafalaust
er það þetta, sem Jón á við, því tæplega
getur það annað verið.
En það er þegar til skáldlegra samlíkinga
kemur, að Jón ber af öllum öðrum, sem ritað
hafa í blöð hér vestra. Oss láðist að geta
þess síðast, hve fagurlega hann í fyrri grein
sinni líkti Canada sem sjóflotaþjóð við gjaf-
vaxta dóttur. Vér minnumst ekki að hafa.
séð á prenti öllu skáldlegri tilþrif en þessi.
Sjáflotar þjóðanna eru notaðir
til sóknar og varnar — þeir eru
nokkurs konar varðhundar þjóð-
anna. Og nú hefir herra Bildfell
skapað gjafvaxta dætrum sama
verksvið—þær eiga að verja
heimili feðra sinna og mæðra gegn
árásum óvina, einlægt að vera á
verðbergi. Þetta er alveg nýr
verkahringur fyrir kvenfólkið og
á Jón J. Bildfell heiðurinn af því
að hafa bent á þetta fyrstur
marma.
Látum vér svo staðar numið að
sinni og árnum honum allra heilia
í nýju stöðunni!
-----o-----
Við austnrghiggann
DODD'S KÝRNA PILLUR, gótSar
íyrlr allskonar nýrnavelki. Lækna
gigt, bakverk og syknrveiki. Dodd’s
Kidruey Pílls, 60e. askjan, sex öskj-
ur fyrlr $2.50, hjá öllum lytsölum
e5a frá Dodd’a Medlclne Oo., Ltd.,
Toronto, Ont.
Eftir síra F. J. Bergmann.
51.
Gunnar Gunnarsson:—
Ströndin.
SkáldiÖ Gunnar Gunnarsson er
einn þeirra íslenzku rithöfunda,
sem leitaS hafa grösugra haglend-
is meS erlendum þjóðum, en þeir
fundu á ættjörÖu sinni.
Hann ritar á dönsku og á heima
í Danmörku. En þótt hann riti á
dönsku, lýsir hann stöðugt Islandi,
íslenzkri náttúru og íslenzku þjóð-
lífi, og kærleikurinn til ættjarðar-
innar kemur fram í öllu, sem hann
hefir skrifað.
Nú um þessar mundir virðist
hann vera sá skáldsagnahöfundur
með Dönum, sem einna mest rit-
ar og beztar viðtökur fær. Bæk-
ur hans virðast hafa mikla út-
breiðslu fengið í Danmörku og
lesendum stöðugt að fjölga. Og
í hinum nágrannalöndunum, Nor-
egi og Svíþjóð, hafa þær aflað
sér nokkurs gengis líka.
Flestar bækur hans hafa verið
þýddar á íslenzku, og sumar afl-
að sér töluverðs álits, eins og t. d.
Gestur eineygði. Ein af síðustu
skáldsögum Gunnars Gunnars-
sonar heitir á dönsku Livets
Strand. Hana hefir Einar Hjör-
leifsson Kvaran þýtt á islenzku og
nefnir Ströndin. Bókin er nú kom-
in hingað vestur og fæst til kaups
hjá Hjálmari Gíslasyni.
Sagan er löng, ekki færri en
35 7 bls. Þýðingin er svo góð,
eins og búast mátti við, að þess
gætir alls ekki, að verið er að
lesa þýðingu. Fremur finst les-
aranum, að hann var að lesa bók,
frumsamda á íslenzku.
Bókin fanst mér fyrirtaks skemti-
leg. Hún var að sönnu ofurlítið
óaðgengileg framan af, svo eg
kveið fyrir. En hún hertók hug-
ann meir og meir, eftir því sem á
leið, og þegar eg hafði lesið þriðj-
ung sögunnar, varð eg að lesa
hina tvo í einni striklotu.
Sagan bregður upp mynd af
lífinu í afskektu kauptúni, ein-
hvers staðar á Islandi, líklega
Austurlandi, því þaðan er höf-
undurinn. Einkum snýst hún um
þrjá menn, sem þar eru fyrir fram-
an og mest láta til sín taka; það
eru presturinn, kaupmaðurinn og
hreppstjórinn.
öllum er þeim lýst af mikilli ná-
kvæmni. Höfundurinn tekur sér
góðan tíma og er aldrei í neinum
flýti. Frá sjónarmiðí þess, sem
bezt er í íslenzkum bókmentum,
er bókin of orðmörg. Orðfæð og
hugsanaþungi í stuttum setning-
um hefir einkent hið bezta í bók-
mentum vorum frá því í fornöld.
Orðgnótt bókarinnar er frem-
ur dönsk en íslenzk, — stíll og
framsetning. Hefði þó verið gott,
að kenna Dönum nokkuð fáorð-
ari stíl, en þeir hafa teimið sér.
Mælgin er óneitanlega lýti á
dönskum bókmentum og fyrir
því ætti þeir lslendingar, sem nú
temja sér að rita á dönsku, að láta
þar stinga í stúf og sýna yfirburð-
ina.
Einmitt í þessu efni bera norsku
skáldsagnahöfundarnir svo mikið
af. Það, sem um fram alt ein-
kendi sögur Björnstjeme Björn-
son og Jónasar Lie, er einmitt
það, hve óvenju sparsamir þeir
eru með orð. Hið sama á sér
stað með leikrit Ibsens. Það sem
I gerir þau einstök í heimsbókment-
unum, er mikill hugsanaþungi og
svo mikil orðfæð, að furðu
gegnir.
Norðmenn tóku sér fornsögur
vorar til fyrirmyndar, og betri
fyrirmyndir getur ekkL Fornsög-
urnar hafa þrýst innsigli sínu á
norskar bókmentir, og hafið þær
til þess vegs og frama sem kunn-
ugt er. Hví skyldi eigi Islend-
ingar taka sér þær til fyrirmynd-
ar, á hvaða tungu, sem þeir rita?
En þetta er nú auka-atriði.
Aðal-atriðið eru mannlýsingar
bókarinnar. Eiginlega snýst sögu-
þráðurinn að langmestu leyti um
prestinn og konu hans. Hrepp-
stjórinn og kaupmaðurinn eru
fremur auka persónur.
Höfundurinn setur sér það ætl-
unarverk, að lýsa prestinum og
örlögum hans. Hann kastar ekki
til þess höndunum, en vandar sem
bezt hann kann, það ber frásögn-
in með sér. Hann gerir sig eng-
an veginn ánægðan með að draga
upp skrípamynd af presti, til að
vekja athygli og viðbjóð, eins og;
títt var fyrir nokkuru, til þess svo
að varpa honum út á sorphaug-
inn.
Skáldið velur aðra leið, miklu /
torveldari og skáldi samboðnari.
Hann lýsir góðum manni, er læt-
ur sér afar-ant um stöðu sína,
skylduræknum eins og bezt má
verða, til þess boðnum og bún-
um, að leggja alt í sölur. Hann
á ágæta konu, sem hann ann hug-
ástum og tekur þátt í köllun
manns síns af alúð og áhuga. Þaií
eiga eina dóttur barna.
Eins gætir .þegar í byrjan um
prestinn. Hann er oftrúarmaður.
Hann er ekki íslenzkur prestur, en
hann er danskur heimatrúboðs-
prestur. Þó eitthvað af heimatrú-
boðsstefnunni dönsku hafi verið
flutt til íslands á síðari árum, ef-
ast eg um, að íslenzkir Iesendur
hafi orðilð varir við marga ísl.
presta, sem hugsa og tala eins og
síra Sturla.
Hafi einhver vilzt svo af leið um
stundarsakir, fyrir skamma dvöl í
Danmörku og áhrif frá trúboðinu
danska, skil eg ekki annað, en líf-
ið á ættjörðinni og samvistir við
þjóðina kenni honum annan brag
og betra lag. Annars verða áhrif
hans á íslenzka alþýðu naumast
langæ.
Oftrúin kemur fram í því, að
síra Sturla hygst að koma krafta-
verkum til leiðar með bæn. Hann
hefir þá tegund djörfungar að
biðja þess, sem fyrir allra aug^im
er ómögulegt. Þessi oftrú ein-
kennir alla framkomu hans, alla
prédikan hans, alla þátttöku hans
í lífinu.
Suma menn gerir hún að hræsn-
urum, Faríseum, ógeðsleg^im of-
látungum í trúarefnum, sem flest-
ir heilbrigðir og réttdæmir menn.
hafa megnan ímugust á. Þá leið-
ina fer skáldið ekki með sögu-
hetjuna. Vitaskuld á presturinn
nokkuð af trúarhroka niðri fyrir,
sem hann brestur sannleiksást til
að kannast við. En það er naum-
ast það til, sem hann vill ek-ki á
sig leggja, til þess að sýna og
sanna einlæ(gni trúar sinnar.
Hann stofnar lífi sínu í hættu
með því um hávetur að synda
með taug úr landi út í skip, sem
strandað hefir, til að bjarga skips-
höfninni, og vekur aðdáan allra,
sem við eru staddir. Það gerir