Heimskringla - 03.01.1918, Side 7
WINNIPEG, 3. JANÚAR, 1918
HEIMSKRINGLA
7. BLAÐSiÐA
EFTIRMÆLl.
Þú útsjón mikla, er engin verSlagsskrá
til aura gulls né silfurdala metur,
um náttarþel, er norðurljósin kljá
þann neistavef, sem á hinn ríki vetur,
meS augna minna orkulitlu sýn
aS útskerinu sný eg vegu kalda,
er mararfang af maureldunum skín
og máni selur bárum gull í falda.
Er norSurljóssins kvikar bylgjublak,
og brúnir fjallsins nemur síS á kveldi,
og sitt hiS mikla báran reisir bak
og byltist um í sínu regin-veldi, —
í bygSina eg mæni þá til þ í n ,
sem þröngbýl er, og geSjast reyndar fáum,
og einnig þegar ljóSar lögin sín
hin ljósmötlaSa gola á firSi bláum.
Eg kem til þín, er kaida byggir sæng
í kallinu, sem hreykir steini bauta.
AS láni tekur sál mín vindsins væng
og verpur sér í milli himinskauta.
ViS héluglugga hróSrar þröstur minn
meS höfSi lyftu reynir tæki fengin;
hann vildi geta vininn ljúfa sinn
til viStals kallaS, þann sem nú er genginn.
Hinn snauSa, er átti auSlegS andans fjár
viS útskeriS, sem norSurhafsins bylgja
þá hvítu tásu lyppar niSrí lár,
og lætur þeirri iSju kvæSi fylgja; —
hinn ríka mann, er átti andans sjón
um ISavölI og kringum brunninn norna,
frá Heljarsókn aS Háva konungs trón,
frá Hellulandi og austur aS glóSum mor(g)na.
1 tungu vorfar silfurnámu seim
þú sóttir þér — á bekk þinn stráSan hálmi;
og um þá gripi hélztu höndum tveim,
er h ú n lét slegna úr sínum rauSa málmi.
Hve Saga hefir sínum vinum lýst
meS silfurlampa: skini úrvalsstjarna,
og þá meS sinni djúpu fræSi fýst
aS finna málsins blóm og orSsins kjarna.
Nú geymir moldin stirSa hagleikshönd,
sem hefSar til og frægSar* var þó borin.
ÞaS sannar jörS, er brumast blómalönd
í bygSinni viS sáluhliS á vorin.
En “Þökk” eg sínum þekki verkum á,
er þínum augum hefir nábjörg unniS
og látiS aftraS löngun, von og þrá,
aS listamenskan g æ t i skeiS sitt runniS
I rjóSrinu, sem ríkan fær og hinn
og rekkju þína geymir undir mosa,
er sunnu Ijúft aS heilsa um hádaginn
og hýrum röSli um náttmálin aS brosa..
1 þröngbýlinu er dýrmæt sólarsýn,
og sælt aS hvíla í náSum aftanbjarma.
ViS aringlóSir aftans leita eg þín
meS augum þeim, er snildarmanninn harma.
Er sölnar strá og sýlar hamraturn
og sækir feigSin þann, sem meS mér gengur,
þá verSur mér á vörum þessi spurn:
hvort veitist þ é r nú stefnufrestur Iengur? —
Á hælum mínum hríS og moldryk hvín,
og hvert mitt spor er fylt af þeirra rokum.
Eg uni því, e f draumur sá ei dvín:
aS deyi eg inn í kvöldroSann aS lokum.
GuSm. FriSjónsson.
— EimreiSin.
LOÐSKINN 1 HIJDIR J ITLL
Ef Þér TUjiS hljáta fljótustu shil á aadvirSi
h»sfca vwrtJ fyrir lóSskinn, húðir, utl
fl. sanárS þetta tfl.
Frank Massin, Brandon, Man.
l)* pt H.
SkrfftC effcir prísum og shipping tags.
BORÐVIÐUR
SASH, ÐOGRS ARD
MOULWNGS.
Við höfum fullkomnar birgSIr af öllum tcgxmdum
VerSakrá verður send hverjum þeim er þesa öskar
THE EMMRE SASH & DOOR CO., LTD.
Henry Ave. East, Winnipeg, Man., Telephone: Main 2611
Yald Mammons.
Það er ’kunnugt, að Þjóðverjar
hafa haldið því fram, að það hafi
ráðið úrslitum um þátttöku Banda-
ríkjanna í ófriðnum, að auð'kýf-
ingarnir þar hafi óttast, að þeir
myndu tapa fé því, sem þeir hefðu
lánað bandamönnum, ef þeir
(bandamenn) yrðu undir í Ófriðn-
um. En< sé svo, þá er hitt ekki
síður víst, að ótti auðmannanna í
Þýzkalandi við að missa fé sitt,
ræður miklu um fram'hald ófrið-
arins.
Jafnaðarantenn vilja láta semja
frið án landvinninga og skaðabóta.
Það voru Rússar, sem fyrstir settu
þá kröfu fram, en síðan hafa
jafnaðaranenn um allan heim tek-
ið undir það. Það eru yfirleitt
mennirnir, sem litlu hafa að tapa.
En í öllum löndum er meiri og
minni mótspyrna á móti þessari
kröfu. Hvar hún er mest, skal ó-
sagt látið. Meiri hluti þýzka
þingsins hefir samþykt yfirlýsingu
um að friðinn beri að semj.a á
þeim grundvelli. Stjómin vill ekki
samsinna því, en þorir ekki að
ganga í berhögg við meiri hlutann.
Ef friður yrði saminn án skaða-
bóta, þá yrði hver þjóð að bera
sinn herkostnað. Ef ríkin rísa
ekki undir skuldabyrðinni, þá
hljóta einstaklingarnir, sem fé
hafa lánað, að tapa. Þýzki her-
kostnaðurinn er allur tekinn að
láni innanlands. Það hefir verið
taiinn einna mestur styrkur Þýzka-
lands. Hinir innlendu skuld-
heinituimenn hafa vafalaust opin
augu fyrir ]>ví, hver 'hætta þeim
er búin af því, ef Þýzkaland fær
engar skaðabætur. Og meðan
nokkur von er um, að Þjóðverjar
geti unnið sigur í ófriðnum, imá
gera ráð fyrir því, að þeir rói öll-
um árum á móti því að friður
verði saminn án skaðabóta.
Þýzka blaðið “Deutsoihe Tages-
zeitug” hefir nýlega gert friðarsam-
þykt þingsins að umræðuefni, og
fer um hana þessum orðum:
“Slíkir friðarsamningar (án land-
vinninga og skaðábóta) myndu
leiða af sér alger ifjárþrot Þýzka-
iands. Fyrir ófriðinn var þjóðan
auður Þýzkalands milli 330 og 390
miljarða marka, og af því hefir
nær helmingi verið eytt til ihen
kostnaðar. Án skaðabóta myndi
ríkið sligast undir skuldahyrðinni
á fyrstu 10 árunum eftir að frið-
ur yrði saminn. Þjóðverjar yrðu
að greiða 12 miljarða marika ár-
lega í vskatt, í stað 3% fyrir ófrið-
inn. Hvenig ætti ríki, sem fján
hagslega er á heijarþröm og
þrátt fyrir afskaplega verðhækk-
un lífsnauðsynja, að geta bætt á
sig slíkri byrði? 6 miljarðar myndi
verða það alla mesta, og það
þó reynast ifull erfitt.
“Hafa jafnaðarmennirnir, sem
eru að skrafa úm frið og um það,
að Þýzkaland ipuni geta uppfylt
skuldbindingar sfnar, hugleitt það,
ihvernig ala eigi önn fyrir sjúkum
og farlama hermönnum og koma
iðnaðj og verzlun í sama horf, án
þess áð. nota friðarsamningana til
þess að tryiggja sér svo miklar
skaðabæLur, að fullnægt verði öll-
uih skuldbindingum, og, enn frem-
ur, til þess að afla hráefna þeirra,
sem nauðsynieg eru til að endur-
reisa iðnað ríkisins og verzlunar-
samband? Þjóðverjar eru ekki svo
blindir, að þeir láti sér nægja fög-
ur orð um frið og góðan vilja í stað
fjár.liagslegra skaðabóta, sem þeir
verða að krefjast fyrir alt sem þeir
hafa iagt í sölurnar.”—Vísir.
Sjómannafundurinn
í Lundúnum.
' Alþjóða sjómannafundur var
haldinn í Lundúnum f ágústmán-
uði og isóttu hann fulltniar frá
Neregi, Svíþjóð, Danmörku, Hol-
landi, ítaiiu, Rússlandi, Belgíu,
Kvenfólkið eftir
ófriðinn.
Ensk kona skrifaði nýlega grein
um það, hver áhriif ófriðurinn hefði
á konur í ófriðarlöndunum og held-
ur (hún því fram, að þær muni
breytast mjög mikið frá því sem
áður var.
“Margir halda, að þær verði al-
veg eins og áður, og það kann vel
að vera, að margar þeirra óski
þess, en þær fá því ekki ráðið.”
Nýlega sá eg unga stúlku skoða
sig í spegli. Hún sá drætti í and-
litit sínu, drætti, sem báru vott um
viijafestu og dræt i, sem báru vott
um þrek. “Eg verð aldrei ungleg
í útliti framar,” sagði hún; “þessir
dræítir sjást aldrei í ungum and-
litum.”
Konurnar vita það ekki sjálfar,
hve .mjög störf þau, sem þær nú
liafa tekið við af karlmönnunum,
breyta þeim, breyta útliti þeiira,
framgangi og lundarfari.
í sveitinni slátra þær alidýr-
unum. Þeim feliur það verk ekki
illa, en hvort sem þeim fcilur það
eða fellur ekki, þá hafa slík störf
áilirif á þær. Annað hvort bæla
þær niður tilfinningar sínar eða
l>ær hafa sljófgast.
Gröngulag kvenna er orðið alt
annað en áður. Maðir gelur ekki
komist hjá því að vonjast á að
taka leragri skref, þegar maður
þaif alt af að flýta sér. Þær eru
að verða ákveðnari í framgöngu.
Munurinn sést t.d. á því, hveimig
þær ryðja sér til rúms í sporvögn-
unnm. Stúikur sem vinna verk
karlmanna komast ekki hjá því
að venjast af kvenlegri blíðu.
Sumar konur vilja ekkei't frem-
ur en þessa breytingu. Þær reyna
á allan hátt að líkjast karlmönn-
um. Þær iáta snoðklippa sig,
þær stika stórum, þær kalla hvor
aðra uppnefnum, þær reykja og
þær blóta. Karlmenn hafa ætfð
viljað að konur væru þannig, að
þeir gætu dáðst að þeim. Þessar
konu gera sitt til þess að þeir
geti það ekki. Þeim nægir það
ekki að vera konur! Þær geta
eklci komist bjá því að taka á sig
karlmannsbrag, þegar þær vinna
verk karlmanna, en þær gætu
varðveitt það bezta af kveneðlinu.
Það eru ekki tárin, sem gera kon-
urnar kvenlegar; það er háttprýði
og biíða.
Menn verða að venjast við konur
nýja tímans. Mönnuiú kemur á
óvart ihvernig þær eru orðnar.
Ung stúlka, sem ihafði mist ást-
kæran bróður sinn á vígvellinum,
bældi niður tilfinningar sínar og
hélt kappsamlega áfram að vinna
verk sitt í bergagnaverksmiðjunni.
Maður nokkur spurði hana blátt
áfram hvernig á þessu stæði. “Það
er ekki af tilfinningaleysi”, sagði
hann, en það var efi í röddinni.
En það var einmitt þrautseigjan,
sem kvenfólkið er að öðlast, sem
þar kom íram.
Það er ekki víst, að karlmönnum
sé neitt um þessa þrautseigju gef-
ið. Þeir vilja miklu fremur hafa
vissa eiginleika fyrir sig. En ófrið-
urinn Ivefir tekið af þeim ráðin.
Konumar verða aldrei eins og
þær voru áður.”—Vísir.
Frakklandi, Canada, Ástralíu, Nýja p t
Sjálandi og Vestur Indium.
| í ensku blaði frá 25. ágúst er það
haft eftir fundarstjóranum, Have-
i lock Wilson, að aðal verkefni fund-
j arins hafi verið að íhuga hina “sví-
I virðilegu” bardaga aðferð kaffbát-
anna.
“Vér sjómenn munuin krefjast
þess,” segir H. W., “að allir kaf-
’bátafforingjar og allir valdhafar,
sem við kafbátahernaðinn eru
riðnir, verði leiddir fyrir alþjóða-
dómstól og rannsókn hafin gegn
þeim um það, hvort þeir hafi eikki
gert sig seka um miorð, og ef nið-
urstaðan verður «ú, að þeir verði
þá dæmdir og þeim hegnt, svo sem
vera ber.
Fundurinn sainþykti meðal ann-
ars, að allir fuptrúarnir skyldu
segja sig úr alþjóða bandalagi því,
sem aðsetur hefir í Berlín og að
mynda nýtt bandalag hlutlausra
sjómanna og bandamanna; í öðru
lagi var samþykt að neita að vera
á skipi með Miðrfkjamönnum, ef
krffbátahernaðinum yrði ekki
breytt. Loks saimþykti fundurinn
að iýsa velþóknan sinni á þeirri á-
kvörðun brezku stjómarinnar, að
neita um vegabréf handa fulltrúum
á Stookholmsfundinn.—Vísir.
L
• •
• •
Ein á báti
Hafiðþérborgað
Heimskringlu ?
Eg hefi fengið af því nóg,
oft með sára lófa,
út á lífsins ólgusjó
ein á báti að róa.
Sjaldan hefir lognblíð lá
létt á þreyttum mundum,
það hefir gefið oftasc á
og yfir gengið stundum.
Eg hefi líka orðið mát
og undan látið sk'-fða.
Enginn veit, hvað einn á bát
á við margt að vtviða.
Þegar eg eygði engin lönd
og ©kkert fann mér skýli,
þá hefir drottins hjálparhöndt
haldið bát á kiii.
Þú sem elskar alla menn
og allra greiðir veginn,
lofaðu mér að lenda senn
við landið 'hinum tmegin.
Fyrir handan feigðarströnd,
fjarri sorg og kviða,
segja þeir enn þá óbygð lönd
úti f geimnum viðp.
Þar mun eitthvert eyðisvið
öndu fyrir mfna.
Það er aldrei vandgert við
vesalinga þína.
Engan heimta eg Edenskóg
eða dýrðarheima,
Lof mér bara að liía í ró
og liðnum tíma gleyma.
Herdís Andrésdóttir.
— Skírnir.
Fyrir höfuðverk—hér er
orsökin og lækningin líka.
Flest fólk þjáist meira og minna af höfni5verk — óregla i
maga, llfur etSa meltingarfœrum er orsökin — allir geta
oröítS læknatSir—ein kona segir: "Chamberlaln’s Tablets
gjöröu mér meira gott en eg gat vonast eftir—llæknutíu
höfutiverkinn—vindþembu—og hrestu upp allan likama
mlnn — og eg er ortiin önnur manneskja.” Ekkert tilfelli
of hart fyrir þessar lltlu rautSu heilsu-uppsprettur. 25 cent.
glasiti. Hjá lyfsölum etSa metS póstl, frá
Chamberlain Medlclne Company, Toronto.
CHAMBERIAINS TABLETS
Heimskringlu
BSaS FÓLKSINS og FRJALSRA skoðana og elsta fréttablað Vestur-lslendinga
----------------^--------------------------------------------------------
Þrjár Sögur!
og einn árgangur af blaðinu fá nýir kaupendur, sem senda
oss fyrirfram eins árs andvirði blaðsins. — Fyr eða síðar
kaupa flestir Islendingar Heismkringlu. — Hví ekki að
bregða við nú og nota bezta tækifærið? — Nú geta nýir
kaupendur valið þrjár af eftirfylgjandi sögum:
“SYLVIA.” “HIN LEYNDARDÓMSFULLU SKJÖV’ “DOLORES.”
“JÖN OG LÁRA.” “ÆTTAREINKENNIÐ.” “HVER VAR HON?”
“LARA.” “LJÓSVÖRÐURINN.” “KYNJAGULL” “BRÓÐUR-
DÓTTIR AMTMANNSINS.”
Sögusafn Heimskringlu
Þessar bækur fást
keyptar á skrifstofu
Heimskringlu, metSan
upplagið hrekkur.
Enginn auka
kostnaður vi?S póst-
gjald, vér borgum
þann kostnatS.
Sylvía $0.30
Bróðurdóttir amtmannsinl 0 30
Dolores 0.30
Hin levndardómsfullu skjöl 0.40
Jón og Lára 0.40
Ættareinkennið 0.30
Lára 0.30
Ljósvörðurinn 0.45
Hver var hún? 0.50
Kynjagull 0.35
Forlagaleikurinn 0.50
Mórauða músin 0.50
Spellvirkjamir 0.50