Heimskringla - 10.01.1918, Page 1
t
• ................... ”
Royal Optical Co.
Elztu Opticians l Winnipeg. Vtð
höfum reynst vinum þlnum vel, —
gefBa okkur tækifæri til að regn-
ast þér vel. Stofnsett 1905.
W. R. I'otoler, Opt.
*.... . -■ ■ A
XXXII. ÁR.
WINNIPEG, MANITOBA, 10. JANOAR 1918
NOMER 16
Ræða Wilsons forseta.
Wilson forseti Bandaríkjanna
Outti ræðu fyrir efri þingstofunni
f Washington á þriðjudaginn þann
S. .þm. og skýrði vel og ítarloga frá
stefnu bandalþjóðanna f strlði
þessu. Kom ræða hans alveg heim
við yfirlýsingu Lloyd George og eru
friðarskilmálar hans aLvog þeir
sörnu, þó orðum sé dálitið ólíkt
hagað. Wilson tók fmm 14 friðar-
kosti, sem bandaþjóðirnar berðust
fyrir, og þar sem friðarkostir þessir
mega heita þeir sömu og í ræðu
hloyd Geoge, sem vér skýrum frá á
bðrum stað í blaðinu, þá bittum
vér þá ekki að sinni. En kaflar úr
þessari ræðu Bandaríkjaforsetans
verða ef til vill birtir í næsta blaði,
því fyllilega verðskuldar hún að
kom fyrir augu íslenzkra lesenda.
Þjóðverjar að (fá að kenna á því,
að Bandaríkin gengu ekki í stríðið
til einskis.
--------o-------
Frá ítalíu.
Styrjöldin
Frá Frakklandi.
Norðanvert á Frakklandi haldast
8töðugir kuldar og snjór mikill er
fallinn þar á jörðu. Þrátt fyrir
vetrarkuldann og fannfergið voru
þó orustur háðar þar imeð tíð-
asta móti f síðustu viku. Þjóð-
verjar hafa dregið að sér feikna
mikinn liðsafla frá austursvæðun-
um og munu hafa í hyggju að
leyna að vinna bug á Frökkum áð-
ur en Bandaríkin fá sent stærri her
á þessar slóðir. Um miðja vikuna
gerðu þeir ali-stórt áhlaup á Breta
ó svæðinu í gsend við Oamibrai; en
®kki er hægt að segja, að þetta á
hlaup þeirra hafi borið mikinn á-
rangur, þvf áður langt lelð mistu
þeir aftur svæði það, sem þeir
náðu. Áhlaup þeirra fyrir austan
Ypres fóru á sömu leið. Nærri Bul-
lecourt gerðu Bretar áhlaup í lok
vikunnar og fengu tekið aftur her-
stöð eina, er Þjóðverjar náðu á sitt
vald í fyrri viku. Á Arras svæðinu
og austanvert við Moselle ána voru
einnig slagir, en ekki virðist þetta
hafa borið mikinn árangur fyrir
hvoruga hliðina. Yið Verdun og
vfðar áttu frakknesku hersveltirn-
ar einnig áhlaupum að mweta og
er þess ekki getið, að Þjóðverjar
hafi farið sigrihrósandi frá þeim
viðskiftum.
Af Canadamönnum er það helzt
að segja, að þeir eru nú komnir á
sínar gömlu stöðvar aftur fyrir
framan borgina Lens. Ein® og skýrt
var frá hér í biaðinu fyrir nokkru
sfðan, voru þcir fluttir þaðan á
annað svæði og voru þeir ekki alls-
kostar ánægðir yfir hrakningi þeiss-
hm. Sterkasta löngun þeirra þá
var að fá að hefna félaga sinna, er
féllu við Lens og stíga spor f þá
átt að taka borg þessa ef mögulogt
væri. Nú er þeim ekki varnað þessa
lengur og verður þess heldur ekki
langt að bíða, að öflug og sterk
^ékn verði hafin á þessu svæði.
Oanadahermennirnir eiga fáa sína
líka hvað harðíengi og hugprýði
snertir.
Herdeildir Bandaríkjanna eru nú
komnar f fremistu skotgrafir fyrir
löngu slðan og nú' er sagt að þær
haff tekið að sér sérstakt svæði.
Stöðugur straumur af hermönnum
er einlægt sendur frá Bandaríkj-
unum, og áður langt lfður fara
Norðanvert á ítalíu hefir gengið
við þetta sama. Hersveitir óvinanna
sækja uppihaldslaust, en komast
ekkert iengra. Síðustu viku voru
orustur einna tfðastar á svæðinu
frá Asiago hásléttunni til Piave
fljótsins og á öllu þessu svæði virð-
ist bandamönnum hafa gengið
að mun betur. Á einu.n stað
fengu brezku hersveitimar brotist
yfir ofannefnt fljót og hrakið óvin-
ina töluvert og orsakað mikið
mannfall í liði þeirra.
Hindenburg hótar að
segja af sér.
Frá Englandi kemur sú frétt, að
brezka þjóðin bíði nú með tölu-
verðri Óþreyju eftir svari Þjóðverja
gegn yfirlýsingu Lioyd George.
Talið er ‘sjálfsagt, að stjómendur
Þýzkalands og samherjar þeirra
muni svara þessu áður langt líður
og um leið neyðast tii þess að
breyta um tón og verða að mun á-
kveðnari en þeir voru í friðartil-
boði sínu á ráðstefnunni í Brest-
Litovsk.
Ef blöðin þýzku eru réttur speg-
ill af ástandinu þar f landi, þá virð-
ast úrslit ofannefndrar ráðstefnu
hafa hleypt þar öllu í bál og brand.
Fréttir úr höfuðborgum þeirra
hlutlausu landa, sem liggja næst
Þýzkalandi, segja aádráttarlaust ríg
mikinn að gera vart við sig á milli
herstjórnendanna þýzku og stríðs-
andstæðinga þar í landi—og bætast
einlægt fleiri og fleiri við hóp
þeirra síðarnefndu. Hefir þotta
jafnvel gengið svo langt, að þeir
Hindenburg og Ludendorf hers-
höfðingjar hafa hótað að segja af
sér, ef skoðanir manna eins og Dr.
Kuohlmanns og Czernin greifa verði
nú látnar sitja í fyrirrúmi. Alt
þetta bendir til þess, að samkomu-
lagið á Þýzkal-andi sé að fara út
um þúfur.
Ekki láta jafnaðarmenn sér þó
nægja afstöðu þeirra Dr. Kuebl
manns og Cziernin greifa, utanrík,
is ráðherranna, og ibregða þeim um
slægð og undirferli. Jafnaðarmenn
Þýzkalands leggja nú alla áherzlu
á einlægni og hreinskilni og segja
varanlegan frið ekki verða bygðan
á öðm. Stjórninni þýzku beri að
komast að því, hver þjóðarviljinn
sé og haga sér svo í öllu samkvæmt
honum.
Og þó hervaldið á Þýzkalandi sé
öfiugt, þá ber stefna jafnaðar-
manna og annara ögn hugsandi
manna sigur úr býtum á endanum.
Eldtjón í Montreal.
Stærsti skautahringurinn í Can-
ada, “The Montreal Arena,” brann
þann 2. þjn. Eldurinn kviknaði
kl. 11.25 f. h. og eítir eina klukku-
stund var skautahringurinn brunn-
inn til ösku. Bál þetta var hið
stórkostlegasta og kviknaði f sex
nærliggjandi húsum, en við elda þá
varð þó ráðið. Skaðinn af eldi þeas-
um er metinn a$ vera um $75,000.
FUNDARBOÐ.
Ársfundur
hluthafa í
The Viking
Press, Limited,yerðurhald-
inn á skrifstofu félagsins,
729 Sherbrooke St.,Winni-
peg, mánudaginn þann 21.
Janúar 1918; kl. 12:30 e.h.
PAUL REYKDAL,
Winnipeg, 9. janúar 1918. SeCtetCiry
Getur verið mögulegt, að brezka
stjórnin hafi með höndum það
vopn, sem er kröftugra en sverðið,
riffillinn, sprengikúlan eða fall-
byssan, og neiti þó að viðhafa vopn
l»otta—jafnvel ekki gegn þeim óvini,
cr mest af öllu þráir að hneppa alt
mannkynið undir þrælsok 'hins
kefsaralega hervalds? Full ástæða
er til að ætla, að spurningu þessari
verði svarað játandi og ielðir þetta
í ijós söguleg sannindi frá liðna
fcímanum viðkomandi núverandi
stríði.
Þetta umrædda vopn er óprentað
handrit af þriðja bindinu af hin-
um svo nefndu “Minnieritum” eftir
Bismarck, hinn járneflda rfkiis-
kanslara Þjóðverja og sem 1 ý.'ka-
land á most allra að þakka vöxt
sinn og víðgang.
Hann lagði grundvöllinn að hinu
þýzka veldi, sem nú er að leitast
við að hremma undir sig allan
hefminn. Eins og öllum er kunn-
ugt, lagði Bismarck sina miklu
hæfileika fram alt sitt líf í þjónustu
Þýzkalands og keisaraæfctarinnar,
en hlaut þó að launum að núver-
andi keisari hrakti hann frá völd-
j um á elliárum með svívirðilegri
, hörku, og jafnvei hótaði honum
þungri hegningu, ef 'iann uppljóst-
aði hinum réttu tildrögrum að
þftssu og reyndi þannig að verja
mál sifct og róttiæta sig fyrir um-
heiminum.
Bismarck var snillingur með
pennann, var bæði fyndinn og bit-
uryrtur, kunni mörg tungumál,
var gæddur undrunarverðri minn-
isgáfu og hafði aflað sér yfirgrips-
mikillar þekkingar viðkomandi al-
lieimsmálum á því þýðingarmikla
fcímabili, að hann var einn af öflug-
ustu stjórnmálamönnum Evrópu.
Alt, sem eftir hann liggur á prenti,
vottar miklar gáfur, vfðan sjón-
deildarhring og yfirgripsmikla
þekkingu. öllum verður því skilj-
anlcgt ihve heimskulegt og fljót>
færnislegt var af núverandi keisara
að sfcofna til óvinátbu við slíkan
mann. Sú mikla ósvífni h ans,
að vísa Bismarck frá fyrir lítilfjör-
legusitu ástáður, æsti hinn hinn
alduihnlgna stjórnmálagarp til
reiði og ásefcti hann sér að hefna
sín með því að ljúka við þriðja
bindið af minnisritum sínum
þannig, að skýra ítarlega frá sam-
bandi sínu við keisarann og halda
engu leyndu.
Minnisrit þetta bregður upp
skýrri mynd af Vil'hjálmi Þýzka-
iandiskeisara — og til þess að byrja
með er sagt' ítarlega frá óhlýðni
hans við foreldra sína. En enn þá
þýðingarmeira þessari óhlýðni
hans við báða foreldra sína, eru
svikráð hans og undirferli í garð
Austurríkis og stjórnmálamanna
þar—sem Bismarck uppljósfcar í
bók þessari og dregur ekki af.
Sagt er, að þessi svikráð séu þess
eðlis, að ef bókin væri gefin út,
myndi keisarinn ekki voga að láta
sjá sig f Vínarborg. Markmið Bis-
inarcks var að gefa bók þessa út
sjálfur, en keisarinn komst á snoðir
um innihald hennar og harðbann-
aði 'honum að láta prenfca hana og
hótaði honum þungri hegningu, ef
hann tæki ekki bann þefcta tii
greina. Var keisarinn óður og
uppvægur yfir þessu, og af því
Bismarck ótfcaðist að tilraun yrði
gerð að ná frá honum handritinu,
kom hann því leynilega til Eng-
lands og er það þar enn, geymt á
Englands bankanum.
Eftir dauða Bismarclcs bannaði
keisarinn sonum hans, Herbert og
Vilhjálmi, að gefa bók þessa út, og
sáu þeir sér ekki annað fært en
hlýðnast þessari skipun hans.
Elnnlg reyndi hann að ná í hand-
ritið, en tilraunir þær mishepnuð-
ust.-----
Skyldleiki máls þessa við núver-
andi stríð er fólginn í þvl, að þessi
sami keisari stýrir nú hervaldsvél-
inni þýzku, sem býður öllu mann-
kyninu byrginn. Bók Bismarcks
myndi á óhrekjanlegan hátt skýra
alheimi frá hvers konar mann
hann hefir að geyma og alhoimur-
inn hefir fulla heimtingu á að fá
að vifca þetta, og þar með eru fcalin
Þýzkaland sjálft og Austurríki.
Margir eru því teknir að leggja fast-
lega að stjórninni brezku, að taka
bók þessa ihertaki án frekari tafar
og gefa hana út, svo öllum þjóðum
gefist kostur á að kynnast inni-
haldi hennar. Aðal ástæðan að|
þctta hefir ekki verið gert, er sögð
að vera sú, að brezka stjórnin hafi
ekkl viljað 'hnekkja þeirn orðrómi
Eniglands banka, að alfc sé óhult,
sem þar er geymt. En siíkt er
barnaskapur. Þjóðvérjar fótum
troða alla samninga og nefna þá
“pappírssnepla”. Sé Við aðra eins
óvini að ytja, má ekki neifct eiga á
ættu. Heimurinn hefir fullan réfct
til þess að fá að heyra sannleikann
uim þenna versta og hættulegasfca ó-
vin mannkynsins í seinni tíð.
(Lausi. þýtt.)
Anna vika í Ottawa.
Þessi vika verður mesta annavika
í höfuðstainum. Sir Kobert Bor-
den er bráðlega væntanlegur úr
ferð sinni til Viigina í Bandaríkj-
unum og við iheimkomu hans hefj-
ast tafarlaust fundahöld sam-
bandsráðuneytisins, sem búkst er
við að verði lialdið uppi í margar
næstkomandi viikur. Fundir þessir
era sefctir til þess að rædd verði
ýms árfðandi mál og vaifalaust
eru nú margar þýðinganniklar
framkvæmdir á næstu grösum.
Stefnur Unionstjórnarinnar verða
myndaðar áhrœrandi helztu málin,
sem nú eru á dagvskrá, svo sem að-
ferðir til að auka fæðu framleiðslu
í landinu, að efla skipasmíð og
annan iðnað og ráða bót á vinnu-
manna eklunnni, som nú gerir vart
við sig svo viða.
Stríðsnefnd ráðuneytisins mætir
á ráðstefnu til þess að ákveða
dag þann, er öll brennivínsgerð
í landinu verður bönnuð. Auka-
nefnd, sem sefct var til þess að
rannsaka ásiand járnbraufcanna í
landinu, er nú einnig tekin til
starfa með lullum krafti.
Járnbrauta stjórnamefndn ken>
ur saman til þess að íhuga mótmæli
M^nitoba stjórnarinnar og ýmsra
félaga í vesturlandinu gegn vænt-
anlegri hækkun flutningsgjalds
með brautunum og farseðiaverðs.
Ilon. T. H. Johnson verður þar við-
staddur og mætir fyrir hönd Mani-
toba stjómarinnar.
Kína og ófriðurinn.
í marzmánuði sleit Kfna stjórn-
málasambandinu við Þýzkaland,
og töldu Kinverjar þá ástæðu til
þess, að Þjóðverjar létu kaifbáta-
hernaðinn ná til hlutlausra skipa,
og það þótti þegar fyrirsjáanlegt,
að Kína mundi segja Þjóðverjum
stríð á hendur. En til þesis að
koma í veg fyrir það, segja ensk
blöð að Þjóðverjar haifi komið af
stað borgarastyrjöldinni í Kína,
sem hafin var í því skyni að koma
einvöldi þar á aftur.
Það gefur að skilja, að banda-
mönnum goti orðið töluvert gagn
að bandalaginu við Kína, sem er
mannflesta ríki iheimsins og íbúar
þass eru nær íjórði hluti íbúa
allrar jarðarinnar. Þó að Kín-
verjar séu ekki mikil hemaðarþjóð,
þá getur mannaflinn komið banda-
mönnum að miklum notum bæði
að baki vígstöðvanna og tll sigl-
Inga.
Frá sjónarmiði Kínverja sjáifra
má ætla að það vegi mest, að því
að eins geta þeir haft áhrif á
friðarsamningana, að þeir hafi
bekið þátt í ófriðnum. En ekki
væri það heillavænlegt fyrlr frið-
inn í fraimtfðinni, eins og'kfnversk-
ur blaðamaður benfci nýlega á, ef
fjórði hluti mannkynsins heíði
hvergi komið nærri triðarsamning-
unum.
Fjárhagslega græða Kínverjar all-
mikið á því að segja Þjóðverjuim
stríð á hendur. T. d. losna þeir við
að greiða Þjóðverjum skaðabætur
þær sem þeir urðu að samþykkja
að greiða þeim eftir Boxampp-
reistina, en það er y* miljón sterl-
ingspunda á ári. Eins fer um
greiðslu allra lána, sem Kfnverjar
hafa fengið hjá Þjóðverjum sfðustu
20 ár til ýmsra framkvæmda. Til
dæmis hafa verið lagðar þar fimm
járnbrautir fyrir þýzkt og enskt fé.
Þjóðverjar bíða þannig talsvert
fjárhagslegt tjón við friðarslitin.
Og verzlun þeirra í framtfðinni
munar um minna en að missa af
7 milj. sterlingspunda viðskiftum,
sem 270 verziunarfélög áttu áður
við Kínverja á ári hverju. En
væntanlega komast þau viðskifti
á aftur þogar fram líða stundir. —
FRIÐARTILRAUNUM SLITIÐ.
__________________________________/
Friðartilraunir Bolsheviki stjórn-
arinnar á Rússlandi hafa allar mis-
hepnast að svo komnu. Ráðsfcefn-
an í Bresfc Litovsk kom saman affcur
4 jan. eins og til stóð, en engir af
rússnesku íulltrúunum voru þar
þá viðstaddir. Erindrekar friðar-
ins fyrir hönd Þjóðverja, Tyrkja o.
fl. gripu því í tómt og er ekki ólík-
legt, að þeir hafi allir fylst réttiátri
gremju í garð Rússanna við þetfca
tækifæri. Áður höfðu fulltrúar
Bolsihiviki stjórnarinnar farið fram
á það, að friðarráðsfcofna þeasi væri
fiufct til Stokkhólms í vSvíþjóð eða
í eitthvert annað hlutlaust land,
en þessu neituðu Þjóðverjar harð-
lega. Ekki er þv' við góðu að bú
ast, þegar þjóðir þessar gefca ekki
einu sinni komið sér saman um
jafn smávægilegt atriði og þetfca.
Þegar þefcta er skrifað, virðist út-
séð um l>að, að Miðveldunum tak-
ist að koma á sérfriði við Rússland
í nálægri framfcíð. Friðarskilimiálar
þeirra eru svo óaðgengllegir í aug-
um Bolsheviki stjórnarinnar, að
hún þverneibar að ganga að iþeim.
Og af því svo er komið, eru Rússar
nú sagðir að vera í undirbúningi
með að halda áfram stríðinu og þó
herraál þeirra séu nú í hörmuleg-
asta ólagi er sfcjórnin vongóð um
að geta kipt þessu í lag áður mjög
langt líður. Heimfamrleyfi á að
veita þeim mönnum, sem ekki vilja
berjast og þannig á að reyna að
koina f veg fyrir hina sífeldu óá-
nægju á meðal hermannanna. Sagt
er að stjórnir baadaþjóðanna séu
reiðubúnar að viðurkenna Bolshe-
viki stjórnina, ef hún reynist stöð-
ug í þeirri stefnu, sem hún er nú
að taka.
Uppreist þýzkra her-
manna.
Sú frétt barst frá Rússlandi 7. þ.
m„ að 25,000 þýzkir hermenn hafi
nýlega gert uppreist gegn fyrirlið-
um sínum á svæðinu fyrir austan
Kovno. Segir írétt þessi orsökina
vera þá, að þessir þýzku hermenn
hafi unað því illa að eiga í vænd-
um að vera sendir til Frakklands
og beri því við, að þetta sé gagn-
stætt samningum þeim, er gerðir
hafi verið við Rússa er um vopna-
hlé var samið. . Er sagt, að þessar
þýzku ‘herdeildir séu reiðubúnar
að verja sig með vopnum, cf þörf
krefur, og geti þetfca því leifct til
mostu vandræða fyrir herstjórnina
þýzku í þessum stað.
-----o------
Tjón af flóðum.
Frá Bellingham, Wash., er oss
skrifað nýlega, að stöðugar rign-
ingar í seinni fcíð hafi orsakað flóð
mikil þar í ríkinu og þefcta þegar
bakað mönnum þar fcöluvert tjón
og óhagræði. Snjóskriður hafa
fallið þar úr fjöllunum yfir járn-
braufcir og akvegi og allar sam-
göngur þannig teptar meir og
minna. Lestir til BeUingham allar á
eftir fcfmanum undanfamndi daga,
og einn daginn komst engin lesfc
þangað. En þó illviðri séu í fjöll-
unum, er svo hlýtt með fram
ströndinni, að nú er þar líkara vori
en vetri. — Bréfritarinn sendi oss
einnig úrklippu úr blaðinu Belling-
ham Herald, iþar sem skýrt er íbar-
Jega frá flóðum þessum og skaða
þeim, sem íylkisbúar hafa beðið.
Aldingagarðar fylkisbúa vfða aL
veg eyðilagðir, brýr hafa laskast og
jámbrautarsamgöngur allar í ólagi.
Virðist útlitið mjög ískyggilegt þar
vestra, ef ósköpum þessum linnir
ekki innan skamms.
------o-------
Stjórnarskifti í Ástralíu.
Eins og skýrt hefir verið frá hér f
blaðinu, var nýlega gengið til al-
mennrar atkvæðagreiðslu í Ástral-
íu um það, hvort herskylda ætfci
að lögleiðast eða ekkl. Urðu þeir
f stórkosfclegum minni hluta, sem
herskylduna studdu og því útséð
um það, að herskyldu verði komið
á í Ástralíu í nálægri frambíð.
Leiddi þefcta til þess, að William
Morris Hughes, sfcjómarfonmaður
í Ástralíu og einn af mikilhæfusfcu
stjórnmálamönnum brezka rfkisins,
varð að segja af sér og sömuleiðis
allir meðlimimir í ráðuneyti hans.
Fyrir kosningarnar skuldbafct
Hughes sig til þoss, ef herskyldu-
lögin yrðu undir, að hann og stjóm
hans skyldi tafarlaust segja af sér.
—Frank G. Tudor, leiðtogi verka-
manna flokksins, stendur nú til að
verða æðsti sfcjórnarráðherra Ástr-
alíu. Hann var áður tollmálaráð-
herra og hefir gegnt mörgum öðr-
um þýðingarmiklum stöðum og
ætíð komið vel fram. En hætt er
við, að honum veiti örðugt að fá
þá menn til að ganga sjálfviljug-
lega í herinn—sem ófáanlegir eru til
þess að fara! Þetta verður hann
þó að geta gert, ef þátttaka Astr-
aliu í stríðinu á ekki að fara f
hundana.
Hin hliðin.
Allir Þjóðverjar eru nú ekki jafn-
blindir. Stöku menn á Þýzkalandi
gefca skoðað atstöðu Þjóðverja í
stríði þessu frá íleiri hliðum en
einni. Eftirfylgjandi kafli er tekinn
úr ræðu eftir Þjóðverjann Mathias
Erzberger, er hann flutti í Uim
25. september síðastliðinn:
“Eftir öll afreksverk Þjóðverja
síðastliðin þrjú ár, er friður þó ekki
fenginn enn þá. Hvers vegna?
Af því stríð þe.ta er ekki eingöngu
Btrfð hermanna, iheldur einnig strfð
fólksins, þar sem þjóðfrnar leggja
fram allan þann kraft er þær eiga
völ á. Hermálum viðkomandi og
á orustuvellinum hafa afrek Þýzka-
lands verið stórkastleg, en á öðrurn
sviðum hljótum vér að viðurkenfia
að vér höfum farið halloka. Það
er satt, að þýzkur iðnaður hefir
framkvæmfc undursamleg krafta-
verk og án hans væri stríðið tapað
fyrir löngu. En hvað er að Segja
um fjárhagsleiga afstöðu þjóðar-
innar? Nýlendur ihennar eru nú
nærri allar fcapaðar. Þýzkalandi er
alveg bolað frá veraldarsjónum.
Útflutningur allrar framleiddrar
vöru á Þýzkalandi teptur og verzl-
unarviðskiftum út f frá að heita má
iokið. Allar biljónirnar, sem Þjóð-
verjar hafa lagt til fcyrirtækja er-
lendis, sömuleiðis tapaðar. Margar
iðnaðarstéfctir þessa lands einnig
alveg eyðilagðar. Og hugsið út í
hina feikilogu fjárhagsbyrði, sem
stríðið hefir í för með sér! Alþjóða-
samband siðmenningarinnar er
einnlg siitið og trúarlíf þjóðanna
hefir ekkert gætt á þessu, sem þó
svo margir halda. Á orustusvæð-
unum ihafa margir, óteljandi marg-
ir, hnigið, og hér heima fyrir sjáum
vér einnig grafir margra, sem
fallið hafa fyrir ýmsum þjáning-
um stríðsins. Framtíð komandi
kynslóða hangir því á veikum
þræði og líður tjón af margvísleg-
um skorti. — Enginn skyldi því um
of hugfanginn af hemaðarlegri hlið
vorri í þessu stríði.”
Merkin frá Mars.
Eru Marsbúar að reyna að kom-
ast í samband víð íbúa jarðar vorr-
ar? Þetta er sú spurning, sem nú
vakir fyrir vísindamönnum og
stjörnufræðingum um allan hetan.
Tímaritið Excelsior, sem gefið er út
í París, svarar nýlega spumingu
þessari játandi.
Árin 1892 og 1901 sýndu stærsfcu
stjörnukíkirar þrjá ljósbletti á
Mans, sem virfcust vera af manna
völdum (artificlal). All-iangt bil vair
á milli ljósstöðva þessara og al-
menn trú vfsindamanna var, að
þetta væru merki, sem Marsbúar
væm að gefa jörðu vorri. — Árið
1916 bar við sá einkennilegi atburð-
ur, að í marga mánuði fengu allar
þráðlausar stöðvar um miðnætti
eitthvert óskiljanlegt skeyti, og af
því skeyti þetta var ekki sent frá
neinni þeirra, var það haldið vera
frá Marsbúum og væm þeir þannig
að royna að komast í sambandi við
íbúa þessarar jarðar.
Ekki fyrir löngu síðan sáust
fimm ljósblettir á Mars, sem hurfu
og birtust á vfxl, alveg eins og
auglýsinga rafljósin í stórborgun-
um. Hvaða þýðingu er hægt að
leggja f þetfca, aðra en þá, að Mars-
búar séu þannig að reyna að fcala
við oss?