Heimskringla - 10.01.1918, Blaðsíða 2
I
I
2. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 10. JANOAR/19I8
Menn og málefni
Eftir síra F. J. Bergmann.
Úlfar og lömb.
Rússar 'hafa undanfarið verið að
leitast við að semja írið við Þjóð-
verja. Þessir jafnaðarmehn, sem
þar eru nú við völdin, gerðu sér í
hugarlund, að |>að væri í lófa lagið
að semja frið við Þjóðverja á sanm-
gjörnunt'og réttlátum igrundvelli.
Það lítur út fyrir, að ]>eir sé þeg-
ar að þeirri niðurstöðu komnir, að
það sé ekki eins mikill hægðarleik-
ur og þeir gerðu sér í hugarlund.
Allar friðarleitanir þeirra virðast
‘hafa strandað á græðgi Þjóðverja,
eins og við mátti búast.
Kröfur Þjóðverja hafa alveg
gengið fram af Bolsevikum og það
virðist aðal- ástæðan til, að samn-
ingstilraunum hefir verið slitið.
En svo er önnur ástæða líka, sem
þeir hafa hlotið að taka til greina.
Þeim er um það kunnugt, að
rússneska þjóðin er að verða þreytt
og óþollnmóð yfir þessari Bolsevík-
stjórn. Sterk alda, sem studd er af
allmiklum herafla, hefir risið gegn
þeim á suður-Rússlandi. Foringi
Kósakkanna þar, Kaledín, virðiist
vera leiðtoginn.
Nærri má geta, að þýzku fyrirlið-
arnir, sem ihafa verið að semja við
þessa Bolsevík-eindreka í bænum
Brest-Litovsk, hafa þózt sitja með
bæði tögl og hagldir í höndum
sér. Rúsisneskir jafnaðarmenn af
almúgastéttum hafa i augum þeirra
verið eins og saklaus lömb. Þjóð-
verjum hefir ekki til hugar komið
að neita sér ura svo ágætt tækifæri
til að beita við þá röklist úlfsins.
Fyrstu fregnir sögðu, að Þjóð-
verjar ætluðu sér að ihaida öllum
iþeim löndum austurundan, sem
þeir hafa hertekið. Þeir gerði heimt-
ing til að hafa yfirráð yfir korm
yrkju allri á Rússlandi um 15 ár.
Sömuleiðis kröfðust þeir þeiss, að
hafa ótakmörkuð hlunnindi á
Rússlandi þýzkri verzlan til handa
eftir stríðið.
Svo fremi Rússland hefði gengið
að þeim kostum, hefði rússnresku
sjálfstæði verið ' fleygt að fótum
Þjóðverja. Það er ekki ólíkiegt, að
þessir Bolsevík-erindrekar hafi
hugisað: Miklir skýjaglópar vorum
við, þegar við létum okkur til hug-
ar ikoroa, að unt væri að sækja
Þjóðverjum gull í greipar með því
að fara auðmýktarleiðina.
Svo mikil börn voru þeir Bolse-
vík^rindrekar, að þeir báðu Þjóð-
verja ieyfis um, að mega dreifa
uppreistarbæklingum út um
Þýzkaland, og sfðan frá Þýzkalandi
um England og Frakkland. Þessu
evöruðu Þjóðverjar af spaklegu viti
evo, að þeir skyldi af mestu ánægju
senda þess konar bæklinga til Eng-
Jands og Frakklandis. En á Þýzka-
landi gæti það ekki komið til nokk-
urra mála, að -slíkt athæfi ætti sér
etað.
Rússar settu upp sem annað skil-
yrði þess að vopnahléð héidist, að
Þjóðverjar flytti ekki herlíð fiá
austur herstöðvunum til vestur-
iherstöðvanna. Vitaskuld hafa
Þjóðverjar verið að því um langan
tíma, síðan er þeir sáu í hvert horf
málum Rússa var komið. En nú
ætluðu Boisevík-sinnar að sýna, að
þeir gæti verið slungnir líka.
En Þjóðverjar gáfu aftur enn
slungriari andsvör og sögðu, að þeir
hkyldu ekki flytja nema eina og
eina herdeild í einu. Hvað þeir
áttu við með Iþví, virðist Bolsevfk
um að hafa verið ihulin ráðgáta,
eins og reyndar ekki er furða
Rússar viidu, að alt stæði við
það sama og fyrir sitríðið. En Þjóð-
verjar svöruðu með að framsetja
gffurlegar kröfur um landaafsal og
verzlunanhlunnindi.
Erindrekar Rússa sneru aftur til
Pétursborgar að óloknum erindum.
tJt af því og yfirgangi Þjóðverja
sýnist borgarlýðurinn að hafa
orðið óður og uppvægur. Sögðu
fregnir þá, að Lenín heifði iátið
skipa véiabysLsum í stræti Péturs-
borgar, af ótba um uppreist. í
Moskva hefir þegar verið barist á
strætum.
Eftirtektarverðast er, að Lenín-
stjórnin hefir gert yfirlýsingu um,
að þing til 'Stjórnarskrár samninga
haifi þegar komið saman og sitji á
rök.stóhim. Það er þing, sem á að
ráða fram úr um ókomin örlög
Rússlands. Það er augljóst, að þing
þetta hefir verið samankallað sam-
kvæmt fyrirskipunum Lenín. Fyrir
því geta þar ekki verið fulltrúar
rússneskrar þjóðar, heldur að elns
fulltrúar Lenín.
Einungis nokkur Jvluti erindrek-
anna hefir aótt á þetta þing. Frá
Pétursborg fréttist, að Lenfn-
stjómin ráði öllu um það, hverfr
skuli eiga þar sæti. Sömu fregnir
eegja jafnvel, að svo sé um hnút-
ana búið, að fleiri erindrekar fylgi
þar Bolsevík-flokkinum að málum,
en öllum ílokkum öðrum til saan-
ans. Fremur lélegur lýðveldls-
bragur virðist vera á þessu.
Fleiri og fleiri fregnir hafa borist
um uppreist gegn yfirráðum þess-
arar Lenín-stjórnar með herafla
heilmikinn að baki. Kaledín foringi
virðist hafa suður-RússIand að all-
mikiu leyti á valdi sér, með Kós-
akka her svo sterkan, að herafli
Bol'sevíka hefir orðið að lúba í
lægra haldi.
Samband milli Kósakka undir for-
yistu Kaledín, lög'hlýðnu hersveit-
anna undir forystu Korniloff og
]>ess hluta þjóðarinnar, »em lætur
sér ant um Jög og reglu undir for-
ystu Miljúkoff, virðist vera sterk-
asta sambandið, er myndast gæti á
Rússlandi, eins og nú er ástatt, og
líklegast t.il að láta verða ofurlíti!
iskýjaröfum á stjómmálahimni
Rú»sa.
Kaledfn foringi.
Á Rússlandi er ihann alkunnur
maður. Síðan er stríðið hófst, hof-
ir hann haft forystu á hendi yfir
áttunda herliði Rússa. Gagnvart
Þjóðverjum kom hann þá fram á
saima Ihátt eins og hann kemur nú
fram gagnvart Bolsevíkum.
Hann þykir nokkuð seinn í snún
ingum. Hann tekur sér næga tíð
til að reikna út fyrirætlanir sínar,
og hugsa upp öll nauðsynleg tæki
til að framkvæma þær. Þegar hann
loks lætur höggið ríða, sér hann
oftast svo um, að það ríði að fullu.
Kaledfn foringja hefir verið lí'kt
við brynreið (tank). Hann er rúss-
neska brynreiðin, segja hinir her-
foringjarnir um hann. Hreyfingar
hans eru hægfara, en hann kemst á
endanum þangað sem hann ætlar
sér.
Það er álitið, að Kaledín muni fá
fylgi allra þeirra flokka rússneska
lýðvaldsins, er láta sér ant um lög
og reglu. Sá .flokkur jafnaðarmanna
sem heimtar fasta stjórnskipan,
hefir þegar léð ihonum fylgi sitt eft-
ir því, sem fregnir segja. Það eru
jafnve.1 líkur til, að hann fái fylgi
allra þelrra jafnaðarmannaflokka,
som eru Bolsevfkum andstæðir.
Sagt er að íimrn ráðherrar úr
ráðuneyti Kerenski hafi þegar snú-
ist í lið með Kaledín, undir for
ystu gætinis jafnaðarmannis, að
nafni Prokopovitzch. Og líkur eru
til, að hann hafi fylgi miklu fleiri
leiðtoga þjóðarinnar.
Allir þykjast sannfærðir um, að
Kaledfn sé alls enginn óvinur
stjórnarbyltingarinnar. Það sem
hann ætlar sér, er alls ekki í því
fólgið, að koma einvaldinu á lagg-
irnar aftur, eftir því sem þeir Rúss-
ar þykjast vita, sem bezt ætti að
vera færir um að dæma.
Bolsevík-flokkurinn.
Um hann er fremur illa talað,
bæði á Rússlandi og utan Rúss
lands. Þó halda sumir því fram,
að völd hans «é alls ekki að ganga
til þurðar, heldur vari það vax-
andi. Það sé isökum þess, að þeir
hafi beitt hinni m'estu harðýðgi.
En það sé einmitt sú krafa, sem
miklll hluti rússneskrar þjóðar geri
til hverrar istjórnar, er að völdum
situr. Stjórnarathæfi ]>eirra myndi
þykja hin mesta óhæfa í Vestur-
löndum. En ausban Suez-skurðar-
ins þykir það atæfi eiga einna
bezt vlð.
Til þæs að gera sér grein þess,
hvemig ]>eir iiafa beitt völdum
sínum, má taka til dæmis, að síð-
ustu þrjár vikur hafa verið teknir
upp úr fljótum og skipaskurðum,
sem llggja til Pétursborgar, 7,000
nakin lík. Er það alkunna, að fólk
þetfa hefir aJls ekki drekt sér sjálft,
heldur hefir pví verið drekt af
öðrum.
Er það ætlan manna, að flestu
þessu fólki hafi verið drekt til að
ræna það klæðnaði þess. Einn
klæðnaður er nú um þeasar mund-
ir ekki til fals nema fyrir hncifa-
fylli af bréfpeningum. Kvenlíkin
höfðu langflest verið hárskelt, sök-
um þess, að kvenhár má selja við
háu verði.
Flestuim blöðum sem Bolsevíkum
liafa verið andvfg, er nú búið að
koma fyrir kattálmof. Eitt þeirra
hét Dagurinn og kom út í Pétuns-
borg. Lenínstjórnin gerði það upp-
tækt. En skömmu sfðar tók það
aftur út að koma og hét þá Nóttin.
1 fyrstu ritstjórnargrein þess með
því nýja nafni, var svo að orði
komist:
“Það var vor í stjórnarbylting-
unni daginn sem hún frelsaði oss
undan hataðri áþján. Það Jeit út
fyrir, að dagar Rasputin, og Proto-
popoff og Plehve, væri liðnir undir
lok. Rússland var komið í hóp lýð-
veldanna. Það var fagnaðardagur.
En hann var fljótur að líða. Rökk-
urhúmið féll yfir hægt og smám-
saman. Við gátum ekki trúað því.
Við fullvissuðum sjálfa okkur og
aðra um, að sólin væri að eins falin
skýjum, og að þau myndi bráðlcga
dreifast og aftur verða bjart.
“En tíminn leið. Myrkrið varð
svarbara, og nú vitum við að nóttin
lykur um oss, — sú nótt, sem Aust-
urálfumaðurinn kannast svo vel
við.”
Jafnvel menn eins og Maxim
Gorky, sem er einn hinua gætnari
gerbreytingamanna, er orðinn nokk-
uð þreyttur á hávaðanum og segir
í blaði sínu:
“I>að er nauðsynlegt þegar í stað
að koma á fót stjórn, er hefir fylgi
sem ailra flestra flokka þjóðar-
innar. Einungis slík stjórn, er
kann að sameina alla krafta lýð-
valdsins, verður viðurkend af
borgaralýð og upplýstum mbnnum.
Og um leið viðurkend af stjórnum
Samhierjaþjóðanna og óvina land-
anna.
“Einungis slfkri stjóm verður
unt að komia stjórnar- og fjármála-
tækjum landsins í það horf, að
verkfær verði. Líkurnar til þess, að
flokkarnir fái komið sér saman af
sjálfsdáðum verða minni og minni.
Fyrir því virðist nú einungis eitt
vera eftir, og það er að þrýsta þeim
til samkomulags.”
Hættartf s«m af BoLservíkum staf-
ar, sýnist mörgum glöggskygnum
Rússum að vera Mkust krabba-
meini. Ef það er eigi skorið nógu
snemima, hlýtur það að vaxa, unz
það nær til ihelztu líffæranna og
sviftir sjúklinginn lifi. Hættan er
nú komin nálægt líffærum lýðveld-
islns nýja. Það verður að gera
holdskurðinn þegar. Og Kaledín
foríngi er maðurinn, s>em virðisit
vera því vaxinn. Til þess fær hann
hjálp yfingnæfandi meirihluta rúss-
raeska lýðvaldsins, þvf það hatar
harðstjórn Lenín engu síður en
]>að 'hataði harðstjórn Nikuláss
Rómanoff.
Lenín.
Á byltingatimum eins og þeim,
sem verið hafa á Rússiandi, koma
fram úr þjóðardjúpinu áður öld-
ungis óþektir menn, og komast í
hæsbp stöður. Einn þeirra manna
er óneitanlega Lenín, og eru menn
forvitnir um að fá einhverjar upp-
lýsingar um hann. Hverjum ment-
uðum manni þykir ávalt mikils um
það vert, að fá að þekkja þá menn,
sem fyrir frarnan eru hjá þjóðun-
um, nokkuð til hlítar.
Hið eiginlega mafn hans er Vladi-
mir Iljik Uljanov. Hann er fæddur
af göfugum ættunn á Rúmlandi
fyrir 47 árum. Honum urðu snemma
ljósar þær ógnanir, sem byJtinga-
mentt hafa dregið yfir sig. Árið
1887 var eitt hinna myrkustu éra
afturhaldstlmabiJsins mikla í nýrri
tfð í sögu Rússlands.
Þá var eldri bróðir Vladimirs
tekinn fastur f Harkov fyrir að
hafa verið við riðinn morð Alexand-
ers III. Vladimir var enn þá 17 ára
gamall drengur. þegar bróðir hans
varð að láta líf sitt í gáiganum.
Um leið og Vladimir Iljik komst
til háskólans, tók hann af alhug að
afla sér þekkingar á kenningum
jafnaðarmanna. Þetta vakti þegar
grun stjórnarinnar og ekki löngu
eftir 1890 var hann scndur f útlegð
til Síberíu. tJtlegðartiminn var
samt ekki langur og fáeinum árum
sfðar ihvarf ihann aftur til Rúss-
lands ‘il þeiss að vinna og stunda
nám sitt.
Fyrsta bókin hans var um Jand-
eignamálið. Nefndist hann þá
Iljin, til þess að torkenna sig, og
var þek'tur með því nafni fyrst eftir
útlegðina. í bók þessarri fram setti
hann kenningar jafnaðarmanna
um réttinn til landeigna á Rúss-
'andi. Kom hann fram með þá
kröfu, að allar landeignir yrði
stjórnareign. Skyldi stjórnin svo
leigja bændum eftir þörfum þeirra.
Samt vann hann ekki frægð sfna
með kenningum sínum. Árið 1900
yfirgaf hann Rússland og fór til
Sviss. Gekk hann þar í bandalag
með manni, sem Plehanov heitir.
Nú' eru skoðanir þeirra orðnar í
eins mikilli fjarlægð og heimskaut-
in. Þeir unnu heilmikið saman og
eáfu út blað, sem nefndist Iskra—
Neistinn.
Plehanov þessi var ákafur rúss-
neskur jafnaðarmaður. Settist
hann að f bænum Lausanne í Sviss
og leitaðist við að gera kennin.gar
jafnaðarmanna eins kunnar og
honurn var unt. Tókst honum á
árunum milli 1880 til 1890 að safna
um sig ihópi aif áhugasömum fylgi-
liðum. Var markmið þeirra það,
að heiirrafæra kenningar jafniaðar-
rúanna f vesturhluta Norðurálfu
upp á ástæður þær, sem almennar
eru á Rússlandi.
Nú gekk VJadimir Iljik undir
réttu nafni og nefndiist Lenín eins
ognú. Honum og Plohanov kom lengi
vel saman og virtust mennirnir hafa
mikið sairaeiginlegt. En á jafnaðar-
rnanna þingi, sem haldið var f
StokkhóJmi 1903, kom heilmikill
meingarmunur fram á milli þeirra.
Einmltt á þessu þingi klofnuðu
rússnesku jafnaðarmennirnir sund-
ur í Bolsevík- og Mensevík - flolcka. I
Hinir fyrnefndu eru þeir, sem voru
í meiri hluta á þinginu. Hinir síð-
arnofndu eru minni hlutinn.
AÖferðin, soin meirihluta-iflokk-
urlnn heimtaði að höfð skyldi
vera, var sú sama sem Lenín
hefir stöðugt fylgt fram eindregið
síðan. Kjarni þessiarrar aðferðar
felst í þessarri setningu: Stofnan á
að vem gerbylting, án nokkurrar
málaimiðlunar við borgaraflokk-
ana.
Hvoiki 1905 né 1917 hefir Lenin
m'eð nokkuru 'móti látið hrekja sig
frá þeissarri isíofnu, hvað 'sem á hef-
ir gengið. Hann hefir látið ihanp
vera lögmál allrar breytni sinnar.
Ekki var liann forseti hamingju-
'hoifnia þjóðþingsiras 1905. En hann
var stærsta þrýstingaraflið á bak
við. í októbermánuði sama ár hóf
hann útgáfu fyrsta jafnaðarmanna
dagblaðs á Rússlandi f félagi við
Maxim Gorki. Þjóðþingið varð að
engu og stjórnarbyKingin sömu-
leiðis. En hvorttveggja varð or9Ök
þess, að imálamiðlan komst á milli
einvaldsin.s og miðstétbanna. Á-
rangurinn varð fyrsba dúman.
Leraín ihélt þó ótrauður stefnu
sinni og taldi fylgtemönnum símum
trú um, að þeir skyldi koma hvergi
nærri kosningunum. í fyrstu dúrrt-
unni voru iheldur engir jafnaðar-
menm. Hún var háð í maf 1906.
Þessi gerbreytingastefna Lénfns
varð til þess, að fjöldl fylgismanna
hans skarst úr leik. Álitu þeir, að
það hefði verið mikil misgrip, að
vilja alls ekki sinna dúmunni að
neinu leyti. Árið 1907 gekk það svo
langt, að Lenfn lét sér skiljaist, að
hann myndi ekki í bili meiru fá til
leiðar komið á RússJandi.
Um vorið það ár fór hann frá
Rússlandi, og átti heliraa erlendis,
einkum í Parísarborg, en stundum
lfka f Sviss eða Póllandi. Frá Pól-
landi var hioraum innan handar að
sanda í sambandi við byltinga-
menn á Rússlandi.
Þegar er stríðið skall 1914, vár
Lenín staddur suður í Karpata-
fjöllum. Var hann fyrst tekinn þar
fastur sem rússneskur þegn. En1
seinna slapp hann úr fangelsinu!
'fyrir málaleitanir jafnaðarmanna-
leiðtogans Viktor Adler f Austur-
ríki.
Þá fór hánn til Genf og tók að
gefa út jafnaðarmanna blað, er
nefndist Social Demokrat. í því var
þeirri stefnu haldið fram, að nauð
synlegt væri, að Rússland yrði
undir í stríði þessu.
Áður stjómarbyltimgin komst á,
var Lenín fremiur lítið þektur mað-
ur uban Rússlands. 1 vesturthluta
Norðurálfu varð hann fyrst kunnur
af orðróm þeim, sem gekk af ferða-
lagi hans gegn um Þýzkaland og
alla leið tll Rússlands.
Hvað var eðlilegra en það, að
þossi ókunni maður frá Zimmer-
wald, sem prédikaði hafði nauðsyn
þess, að ættjörð hans yrði undir f
stríðinu, yrði brennirraerktur f
Vesturlöndum álfunnar sem þýzk-
ur lerindreki, einkum þar sem hann
hafði alls ekki látið sitja við orð-
in ein.
Jafnvel þó það kunni satt að
vera, að hann hafi bekið við ])ýzku
fé, þá hefir hann ]>ó aldrei varið
því Þjóðverjum í vil. Meran, seiri
honurn eru líkir, ^ru ekki mcð
samvizkubit út af smámunum. Þeir
hafna engu, sem þeim virðist lík-
iegt til að hjálpa þeim áleiðis að
markmiðinu sem þeir hafa sett
sér.
Alt, 'Sem fróðlegt væri að vita f
sambandi við Lenín, verður að lík-
indum aldrei kunnugt meðan »ú
kyraslóð, ‘sem nú er uppi, liíir. Hann
er maður með stálsleginn vilja. Það
má kalla hann ofsaferaginn fylgis-
mann ihinna nýju trúarbragða
jafnaðarmanna, sem hann ihefir
sjólfur skapað.
Áhugamál hans eru að mörgu
fögúr og göíug. Hann vill aukp
velferð hirana þjáðu og fátæku af
alefli. En leiðin, sem ihonum virð-
tet heppilegust til þess, er ekki sább-
ar- og samningaleiðin, 'heldur of-
beldisJeiðin.
Ofsafenginn áhugi hans kælist
ekki af neinni gáfu tll að sjá, hvað
skringilegt er. En það er einmitt
sú gáfan, sem leiðir svo marga
meran inn í miðlunarleiðina. Lenín
hefir engan snert af þessarri
skringigáfu. Haran kærir sig alls
ekkert um það, ®em heimurinn
kann um hann að hugisa. Hann
treður hugmyndir ailra þeirra, sem
ihonum eru andvígir, beint ofan í
skarnið.
Þogar hann er að fá eigin áhuga-
málum sínum framgengt, lætur
hann til þeess ekkert ógert. Þótt
himininn hrynji niður á höfuð
honum, kærir hann sig kollóbtan
og heldur hiklaust eyðingarstarfi
sínu áfram, unz hann sér sér fært
að reisa upp nýtt skipulag á rúst-
um ihins gamla.
Eyðing gamla skipulagsins á
Rússlandi, er að eins fyrsta sporið.
Henni á að fylgja sundrung manra-
félagsskipulagsins í öllum löndum,
á Þýzkaladi ekki síðul: en annars
sbaðar.
Lenín hefir flutt nýtt fagnaðar-
erindi ofbeJdfeiras. Þeir sem halda
því fram, að umbætur á meinum
þessarrar kyraslóðar íáist að eins
með því að viðhafa margbreytiieg-
ar aðferðir eftir ástæðum, verða að
koma til móts við Lenín með líkum
vopnum.
Það er mjög vafasamt, ihvort Le-
nín gerir sér í hugarlund, að hann
berl fullkominn sigur úr býtum.
Vel rná vera, að hann íinni að þeir
dagar, er hann hefir borið .hærra
hlut frá borði, sé þegar taldir. En
hann vill sá því fræi, er öðrum sé
unt að 'fá uppskeru af.
Hann hefir örlög bróður síras á
val-t í huga. En áður hann deyr, er
honum ant um að skilja Rússlandi
eiftir þá arfleifð, sem hún aldrei
síðar fær Josað sig við. Áður aftur-
haldsaldan, sem hann er 'hræddur
um að sé að rísa, brotnar yfir hann,
hefir hann einsett sér að láta bænd
ur ná ejgnarhaldi á landinu, og
setja auðmagni Rússlands svo
miklar hömlur, að það neyðtet til
að gefa verkaimönnum þau réttindi,
sem engin stjórn í ókominni tíð
fær aftur svift þá.
Vinum lýðvaldsins f vesUirhluta
Norðurálfu er gjarnt til að virða
halastjörnu fyriribrigðið, Lenín, með
allmikium geig; þeir hafa fl'estir
fremur litla trú á þvf, að eyðingar-
verk 'hans fái því til leiðar koinið,
sem hann ætlast til.
Lenín er sá miaður byltingarinn-
ar rússneisku, isem mesta trú beíir
á ókorona tímanum og mest lifir í
honum. Surnar hliðar nútíðarlífs-
Ins láta hann aldrei f friði. Hann
gleymir öllu öðru, man einungis
(Framhald á 3. bls.).
Lœknadi
kvids/it
VH5 a$ lyfta kistu fyrir nokkrum
árum kviíslitnatJl eg hœttulega, o g
sögtSu læknarnir, aö eina batavon min
vœri aö fara undir uppskurö,—um-
búöir hjáípuöu mór ekki. Loks fann
eg nokkuö, sem fljótlega gaf algjör-
an bata. Mörg ár eru liöin og eg hefi
ekkl oröiö var viö neitt kvitislit, þrátt
fyrir haröa vinnu sem trésmiöur. Eg
fór undir engan uppskurö, tapaöi eng-
um tíma eg haföi enga fyrirhöfn. Eg
hefi ekkert til aö selja, en er reiöubú-
inn aö gefa allar upplýslngar vitivíkj-
andl því, hvernig þér getiö læknast af
kviösliti án uppskurðar, ef þér að
eins skrifið mér, Eugene M. Pullen,
Carpenter, 816D Marcellus Ave., Man-
asquan, N. J. Skerðu úr þessa auglýs-
ing og sýndu hana þeim sem þjást af
kviðsliti—þú ef til vill bjargar lífi
með því,—eða kemur að minsta kost I
veg fyrir hættu og kostnað, sem hlýzt
af uppskurði.
Ný og undraverð
uppgötvun.
Eftir tfu ára tilraunir og þungt
erfiði hefir Próf. D. Motturas upp
götvað meðal, sem er saman
blandað sem áburður, og er á-
byrgat að lækna hvaða tilfelli
sem er af hinum hræðilega sjúk-
dómi, sem nefnfet
Gigtveiki
og geta allir öðlast það.
Hví að borga lækniskostað og
ferðakostnað í annað loftslag, úr
því hægt er að lækna þig heima.
VerS $1-00 flaskaan.
Póstgjald og stríðsskattur 15c.
Eiraka umboðsmenn
MOTTURAS LINIMENT CO.
P. 0. Box 1424
(Dept. 8) Winnipeg, Man.
G. THOMAS
Bardal Block, Sherbrooke St.,
Wlnnlpeg, Man.
GJörir við úr, klukkur og allskonar
gull og silfur stáss. — Utanbæjar
viðgerðum fljótt sint.
Dr. M. B. Haf/dorsson
401 BOTD BUILDING
Tal«. Hnln 30S8. Cor Port. Jt Edm.
Stundar elnvörtJungu berklasýkl
og aöra lungrnajsúkdóma. Er aö
finna á skrifstofu sinnl kl. 11 tll 12
f.m. og kl. 2 til 4 e.m.—Helmlli aS
46 Alloway ave.
TH. JOHNSON,
Úrmakari og GuHsmiðer
Selur giftingaleyfiebréf.
Bérstakt athygli veltt pöntunum
og vlögjoröum útan af landl.
S48 Main St. ■ Phons M. 6608
I. t. Iwtmn
H. O. Hlnrlksson
J. J. SWANSON & CO.
rASTBIOXASALAB OS
Talslmt Mala SM7
Oor. Portag. aad Garry, Wlnnlo.g
MARKET HOTEL
140 Prtar mm 9tml
& ndtl markaölnum
B.stu vlaföng, vlndlar og •«-
hlynlng góö. íslenkur veltinga-
tnaöur N. Halldðrsson, íelöb.ln-
Ir lslendlngum.
r. O’CONNKl* Blgandt Wtmal.rg
Arnt Anderson E. P. Garland
GARLAND& ANDERSON
Laern«BmGAB.
Phon. Maln 1H1
M1 Stectrl* Railway Cbamb.ra
Talsfml: Maln 5802.
Dr. J. G. Snidal
TANNLÆKNIR.
614 SOMEBSET BLK.
Portage Avenue. WINNIPBQ
Dr. G. J. Gis/ason
PhyBldaa and jSNrzeon
Athygli veitt Augna, Eyrna og
Kverka Sjúkdómura. Asamt
lnnvortls ejúkdómum og upp-
skurtli.
18 South ftrd St.v Orand rorts, N.D.
Dr. J. Stefánsson
401 BOTD BUILDING
Hornt Portage Av.. og Edmonton 8t.
Stundar elngöngu augna, eyrna,
n.f og kverka-sjúkdðma. Er aö hitta
ft-á kl. 10 tll 12 f.h. og kl. 2 tll S e.h.
Phone: Main 3088.
Helmlll: 108 Ollvta St. Tals. O. 2218
Vér höfum fullar blrgölr hr.ln-
ustu lyfja og meöala. Komlö
meö lyfseöla yöar blngaö. vér
gerum meöulln nákvaeml.ga eftlr
ávísan læknislns. Vér stnnum
utansveita pöntunum og seljum
gtftlngaleyfí. : : : t
COLCLEUGH & CO.
Notre Damc «fr SheVhrooke Sta.
Phona Garry 2690—2691
Hin ósýnilegi
Mega-Ear Phone
“lætur daufa heyra”
Heyrnar tœkl þetta
— The Mega - Ear-
Phone—veldur engra
óþæglnda. Þér flnn-
iö þaö ekkl, þvt þaö
er tilbúiö úr mjúku
og linu efni. Alllr
feta komiö því fyrir
hlustinni. Þaö er
ekkl hægt aö sjá
þaö 1 eyranu.
Læknar Eymasúðu
Mega-Ear-Phone bætlr þegar heyrn-
lna ef þetta er brúkaö I staölnn fyrlr
ófullkomnar og slæmar Ear Drums.
Læknar tafarlaust alla heyrnardeyfu
og eyrnasuöu. Hepnast vel t níutíu og
flmm tllfellum af hundraö. Ef þér
hafiö ekki fæöst heyrnarlausir, reyn-
ist tækl þetta óbrlgöult. Þetta er ekki
ófullkomiö áhald, sem læknar aö eins
i bili, heldur vislndaleg uppgötvun,
sem aöstoöar náttúruna tll þess aö
endurnýja heyrnina — undir hvaöa
krlngumstæöum sem er, aldur eöa
kynferöi.
Vafalaust sú bezta uppgötvun fyrir
heyrnardaufa, sem fundin hefir. veriö.
Reynd til hlítar af ráösmanni vorum,
sem reynt hefir öll þau tæki, sem seld
eru. Þetta er ekki búiö til úr málml.
eöa gúmmi. Bæklingur meö myndum
og öllum upplýsingum, fæst ókeypis.
Biöjiö um No. 108. Verö á Mega-Ear-
Phone, tollfrítt og buröargjald borg-
aö, er $12.60. Selt eingöngu af ALVIN
SALBS CO„ P.O. Box öð, Dept. 140,
Winnlpeg, Man.
A. S. BARDAL
selur likkistur og annas' um út-
f&rlr. Allur útbúnaöur sá bestl.
Ennfremur selur hann allskonar
mlnnlsvaröa og legstelna. : :
818 8HEKBBOOKE ST.
Phone G. 2152 WINNIPBG
ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ UM
heimilisréttarlönd í Canada
og Norðvesturlandinu.
Hver fjölskyldufaöir, eöa hver karl-
maöur sem er 18 ára, sem var brezkur
þegn i byrjun striösins og hefir vert«
þaö siöan, eöa sem er þegn Bandaþjóö-
anna eöa óháörar þjóöar, getur teklV
helmilisrétt á fjóröung úr sectlon af ó-
teknu stjórnarlandi í Manttoba, Sas-
katchewan eöa Alberta. Umsækjandt
veröur sjálfur aö koma á landskrif-
stofu stjórnarlnnar eöa undlrskrlfstofu
hennar i þvi héraöl. 1 umboöl annara
má taka l&nd undir vissum skllyröum.
Skyldur: Sex mánaöa íbúö og ræktun
l&ndsins af hverju af þremur árum.
1 vissum héruöum getur hver land-
neml fengiö forkaupsrétt á fjórtl-
ungi sectlonar meö fram landl sínu.
Verö: 83.00 fyrlr hverja ekru. Skyldur:
Sox mánaöa ábúö a hverjú hinnn
næstu þriggja ára eftir hann hefir
hlotiö eignarbréf fyrir helmllisréttar-
landl sinu og auk þess ræktaö 8G
ekrur á hinu seinna landi. Forkaups-
réttar bréf getur landneml fengiö um
leiö og hann fær helmllisréttarbréflö,
en þó meö vlssum skllyröum.
Landneml, sem fenglö hefir hetmilis-
réttarland, en getur ekki fenglö for-
kaupsrétt, (pre-emptlon), getur keypt
helmlllsrétt&rland 1 vlssum héruöum.
Verö: $3.00 ekran. Veröur aö búa á
landinu sex máhuöl af hverju af þrem-
ur árum, rækta 60 ekrur og byggja húe
sem sé $300.00 viröl.
Þeir sem hafa skrlfaö slg fyrir helm-
llisréttarlandl, geta unnlö landbúnaö-
arvinnu hjá bændum I Canada ártH
1917 og tlml sá relkn&st sem skyldn-
timl á landt þeirra, undlr vlssum skll-
yríum.
Þegar stjórnarlftnd eru auglýst eöa
tllkynt \ annan kátt, geta helmkomntr
hermenn, sem vertö hafa I herþjónustu
erleidis og fengtö hafa helöarlega
lausn, fenglö eins dags forgangsrétt
tll aö skrlfa sig fyrlr helmlllsréttar-
landl á landskrlfstofu héraösins (en
ekki á undlrskrifstofu). Lausnarbréf
veröur hann aö geta sýct skrlfstofu-
stjóranum.
W. W. CORY,
Deputy Minlster of Interior.
Blöö, sem flytja auglýslniru þessa 1
helmlUsleysl, fá enga horgun fvrlr.