Heimskringla - 07.02.1918, Síða 1

Heimskringla - 07.02.1918, Síða 1
Mr. Merchant: 1F YOU have anything to sell to the Icelandic speaking element in this Western Country, you can addresr this entire field more effectively and economically through the adver- iising pages of the weekly Heims- kringla than in any other way. Has gone into the Icelandic homes of West- ern Canada for 32 years. T/i/s Space For Sale How About It? How would your Ad. look here? For terms and other information Phone G. 41 10. The Viking Press, Ltd. This Space For Sale XXXII. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA, 7. FEBROAR 1918 NOMER 20 Friðíinnur Kristjánsson. Fæddur 1893—Fallinn 1917 Getið í henskýr.skim undir natninu F. Jóhannson, soriur Kri-stjáns Jdhannssonar og konu hans Mikka- línu Friðtinnsdóttur á ísafirði. Sklrnarnaín hans: Friðfinnur Kjærnested, eftir móðurafa sínum. Fór til vfg'vallarins frá Oanada surnarið 1915, særðist jóladaginn 1916, en var orðinn heill heilsu og kominn til vígvallar aftur 3. febrúar (1917); var hann í orustu að binda um -sár á þýzkum hermanni, er kiila ihitti liann, svo hann var Jregar örendur. Yar um 24 ára gamall og hafði dvalið um 6 ár vestan hafs. Friöfinnur Kristjánsson. 1893—1917 ♦ Hann ungur að heiman úr föðurgarði fór. í faðmi síns kjörlands hann þráði að verða stór. Og þegar að landið hans varnar þurfti við Til vígmála að ganga hann lét ei hafa bið. I orustu stóð hann með æsku-hreina brá Og óvin í nauðum þar særðan leit hemn á: Hann batt um það sárið, er sverðahríðin kvað. Ó, segðu mér: Á mannlífið nokkuð fegra en það? Við miskunnarverkið hann sjálfur bana beið. Það bjartri sæmdi hetju á vígfara leið. Þess aldir skulu minnast um eyjar og höf, Þó ættjörð fjær hann hvíli í frakkneskri gröf. Jón Kjærnested. Styrjöldin Frá vestur-vígstöðvum. Enn er lftið um stórorustur á vfgvöllum Frakklands og .Belgfu. Ekki or þó ihægt að segja, að þetta stafi af aðgerðaleysi, þvf vafa- laust á stórkostlegur undirbún- ingur sér -stað á báðar hliðar. Begar minst varir verður að lík- indum öflug sókn hafin á aðra hvora hliðina og það á stórum svæðum. Að Þjóðverjar eru enn vongóðir um að geta sigrað leynir sér ekki; en þrátt fyrir hinn mikla mannafla, sem þeir hafa aflað sér að austan, er sagt að bandamenn muni þeim þó mannfieiri enn sesrn komið er á flesitum svæðum á Frakklandi. Yar þotta fullyrt í íréttunum í lok síðustu viku og er vonandi sannleikur. Mannfall varð með minsta móti f iiði Breta vikuna sem leið, að eins rúmar sex þúsundir manna. 1 byrjun vikunnar áttu sér stað smá- elagir fyrir norðan Ilavrineourt og voru það Bretar, sem þar só.ttu. Tóku þeir þar nokkra ifanga af liði óvinanna og hröktu þá tölu- vert aftur á bak á einum stað. Eyrir norðaustan; Langemarck gerðu Þjóðverjat- allstórt áhlaup en ekki virðist þetta hafa borið mikinn árangur fyrir þá. Ré*t eft- ir miðja viltuna gerðu Bretar á- hlaup á einum stað nálægt Cam- brai og tóku þar fáeina fanga Víðar voru háðir smáslagir; en þetta voru helztu áhlaupin síð- ustu viku. Á mánudaginn í þessari viku ■sóttu Bretar ifram fyrir sunnan Fleaurbax (fyrir suðvestan Armen- tieres) og brutust þar í gegn um íremstu skotgrafir óvinanna, or- sökuðu töluvert mannfall í liði þeirra og tóku marga fanga. Er þetta isá stærsti sigur, sem þeir hafa unnið í iseinni tíð. Á laugardaginn var hófu Þjóð- verjar stórkostlega skotliríð gegn svæðum þelm í Lorraine, er Banda- rfkja herdeiidirnar ihaida. En Ban- darfkjamenn svöruðu á sama 'hátt og komu stórbyssur þeirra nú að góðu gagni. Yið þetta tækifæri sýndu þeir líka svo ekki var um að villast, að þeir kunni lag á stór- þyssunum—þó ekki hafi þeir verið Sengi f stríðinu—, því að viðureign- um þessum loknum voru fremstu varnarvirki óvinanná víða sundur- tætt oig niður brotin og skotgrafir þeirra hér og þar mannlausar. Á þriðjudaginn fluttu blöðin þá merkilegu og þýðinganmiklu frétt, að nýlega hefði Hindemburg her- foringi leyft 30 ritostjórum helztu blaðanna á Þýzkalandi að hafa tal af sér og við þetta tækifæri á hann að hafa hlýtot á orð þeirra með mestu þolinmæði, þó við og við léti hann brúnir síga. Aðaliega hneigð- ist umræðuefnið að ástandinu hetma fyrir, og létu rifcsfjórarnir þá skoðan sína í ljós, að eftir að næsti maímánuður væri um garð genginn yrði engin matvæli til á Þýzka- landi. “Svar mitt við þessu er,” mælti Hindemburg með svip þess manns, sem veit ihvað hann er að segja, “að 1. apríl næstkomandi verð eg búinn að taka Farís." Það er lítill vandi að tala digur- mannlega, meiri vandi að fram- kvæma—Hindenburg mun sannfær- ast um það áður en lýkur, að borg- in París er ekki svo auðsótt. ------o------- ftalir vinna marga sigra. Frá því var skýrt í síðasta blaði, er hersveitir ítala brutust upp hæð- irnar fyrir austan Asiago skarðið og unnu þar stóran sigur. Tóku þær þá hæðirnar Ool del Passo og Ool Dedheli og um 1500 fanga. Næsta dag héldu þeir svo sigurvinningum sínum áfram með þvf að taka alveg á sitt vald Val Bella fjallið og um 1000 famga af óvinunum og sömuleið- is margar stórar byssur og miklar birgðar af skotfærum og matvöru. Austurríkismönnum þóttu farir sín- ar ekki sléttar og tóku hér og þar að gera áhlaup mörg og stór á móti. Eengu þeir þó litlu til leiðar komið gegn hinni öflugu sókn ftala og urðu úrslitin þau að lokum, að þeir urðu að hörfa lengra undan.— í lok vikunnar voru ífcalir komnir alia leið að Telago dalsmynninu og höfðu þá fcekið í alt um 6,000 fanga. Þessir miklu sigurvinningar ftala munu koima fle.stuin á óvart. Svo voru ófarir þeirra miklar ekki alls fyrir löngu fyrir Þjóðverjum og Auisturríkismönnum, að fáir munu hafa haldið, að þeir gætu orðið ó- vinunum yfirsterkari á svo stóru svæði eftir jafnlítinn undirbúning. Ekki er þess getið, að hersveitir Breta eða Frakka hafi átt þátt í þessum síðustu orustum þeirra, en þó má ve.1 vera að svo hafi verið. ----------------o------- Frá Rússum. Frá því var nýlega sagt, að utan- ríkisráðherra Þjóðverja og aörir full- trúar þýzkir á ráðstefnunni í Breist- Litovsk væru komnir til Berlín- ár aftur, og virðlst þetta benda til þoss að ráðstefnu þessari sé nú lok- ið. Ef svo er, hefir hún að líkindum ekki borið mikinn árangur, því full- trúar Bolsheviki stjórnarinnar myndu tæplega fást til að þegja, ef heppilegir friðarsamningar hefðu verið gerðir. Haldið er, að aðal til- efni til sundrungar á ráðstefnunni hafi verið afstaða Ukrainiu, hins nýja lýðveldis á Itússlandi. Af ástandinu heima fyrir hjá Rússum er ekki neitt nýtt að segja. BoMieviki stjórnin er þar enn við völdin og virðist verða öflugri eftir því sem lengna líður. Uppreistir töluverðar eiga sér stað hér og þar í landinu, en liersveitum stjórnarinn- ar virðist mögulegt að bæla þær niður í flestum tilfellum. Sunnan- vert á Rússlandi bættust nýlega ný- ir menn í hóp uppreistarmanna Og voru þetfca Tartarar og menn af tyrkneskum ættum, sem aðsetur hafa í Cremeu og í Kákasushéruðum Rússlands. Eru þetta niðjar Tart- ara þeirra, 'sem brutust yfir Asíu á Miðöldunum og ógnuðu al'lri Ev- rópu. Hafa þeir þegar tekið nokkra staði á sitt vald og markmið þeirra er sagt að vera það, að ná sem fyrst yfirráðum yfir Sebastopol, sjóliðs- istöðvum Rússa við Svartalrafið. ----------------o------- Stór lántaka samþykt. Fylki'sstjórnin ihér í Manitoba er í fjárþröng, á því leikur ekki minsti vafi. Hvert tiilþrifið rekur annað fyrir henni og einlægt ræður sama markmiðið að málum, að hægt verði að safna meira fé. Af góðum og gildum ástæðum mun fáum þeim koma þetta undarlega fyrir sjónir, sem nokkuð þekkja til hér í Manitöba. Á þeim tímum sem nú eru, verða stjórnimar engu síður en einstaklingar að viðhafa vit og gætni i aillri fjársýslu, verða að tak- marka öll útgjöld eftir því sem þeim er frek-ast unt og 'sneiða hjá öllum óþarfa kostnaði. Þær stjóin- ir, sem ekki gera þetta, lenda allar i fjárþröng fyr eða síðar og verða á endanum alveg gjaldþrota, ef ekki fæst bót við þeissu i tíma, annað hvort með því að ný lán séu tekin eða nýir auikasika*ttar lagðir á þjóðina. Þetta er eðlileg afleiðing af orsök. Á þriðjudaginn í síðustu viku samlbykAi fylkisþingið nýja lántöku, sem nemur $1,000,000. Þetta gífur- iega lán samþykkja stjórnarsinnar viðstöðulaust og 'það þó þeir 'hljóti að hafa á meðvitund sinni, að fylk- isreikningarnir hafi enn ekki verið birtir. — En eins og að ofan er sagt, er afstaða manna þossarra mjög eðlileg; 'þeir vita, að nú er svo kom- ið fyrir fylkisstjóminni, að hún er stödd í verstu fjáþröng og verður úr þessu að ráða með einhverjum b"ögðum. P. A. Talbot, þingmaður frá La Verandrye, kom með þá breytingar- tiliögu, að dregið væri að taka lán þetta unz fyikisreikningamir væm blrtlr og allar nauðsynlegar upplýs ingar gefnar. En mótmæli hans komu að engu haldi. ------O------- Neyðarúrræíi sökum kolaskorts. Sambandsstjómin hefir nýlega skipað svo fyrir, að dagana 9., 10. og 11. fob. næstkomandi sé öilum verk- stæðum lokað í Ontario og Quebec fylkjum, frá Port William að vestan til Riveire De Loup að austan. Fyr- irskipan þessi nær ekki til Vestur- fylkjanna og ekki til austur-strand- fylkjanna. Er þetta gert samkvæmt tillögu 0. A. Magrath koiastjóra og tilgangur með þessu er, að draga úr kolaskortinum í landinu. Einnig er svo fyrir skipað í þessari nýju reglu- gjörð, að á hverjum mánudegi eftir 18. fobr. n.k. verði öll hreyfimynda- og önnur leikhús, danssalir, billiard stofur og allir aðrir opinberir sam- komustaðir, að vera lokaðir og varð- ar sekt sé á móti þessu brotið. Aðal skemtun gestanna hér í bænum meðal fslendinga verð- ur miðvikudags og fimtudagskveld- in, 13.—14. febr. Þessi kveld verður sýndur í Goodfcennplarahúsinu hinn alþekti sjónleikur eftir sjónieika- skáldið fræga Hinrik Ibsen, “Stoðir samfélagsins.” Leikur þessi er talinn j ettt af aðalverkum skálldsins fræga, og hefir átt af-ar miklum vinsældum að fagna í öllum hinum enskumæl- andi heimi. Leikurinn hefir verið þýddur á flestöll tungumál Norður- álfunnar og hvarvetna verið jafn- vel tekið. Helztu leikarar meðal Islendinga hér í bænum hafa verið sameinaðir til þess að sýna leik þenna og iná því búast við góðri skemtun. Leik- tjöld verða öll ný og máluð af hra. Friðrikl Sveinssyni. Milli þátta verð- ur skemt með hljóðfæraslætti. — Leikurinn er f fjórum þáttum og fer fram í smábæ á vesturströnd Nor- egs. Leikendur eru 19 að tölu, og því mikil tilbreytni og margar myndir féiagslífsins dregnar fram. Efni leiksins er, hvort ráða skuli i samfélaginu andi sannleikans, og menn byggja gjörðir sínar á þeim grundvelli, eða að ráða skuli andi flærðar, undirferlis og ósanninda. Dregur höfundurinn meistaralega frain afleiðingar hvortveggja með samtölunum. Hið sanna og rétta sigrar. Leikurinn endar á orðun- um: “Andi frelsis og sannleika— þetta eru Stoðir samfélagsins.” Engir Islendingar gestkomandi eða þeir, sem í bænum búa, ættu að missa af þessari sk-emtun. VerkföU á Þýzkalandi. Síðustu viku var sagt frá verkföli- um á Þýzkalandi. Um 700,000 verka- menn átfu að hafa lagt niður vinnu í borginni Berlfn og í öðrum borg- um á Þýzkalandi áttu verkföll einn- ið að eiga sér stað og það í stórum stíl. Var gert mikið úr þessu ura tfma f blöðunum hér, svo tók það að 'hjaðna niður. AJ þeim óljósu fréttum að dæma, sem frá Þýzka- landi berast, hefir stjórnin þar tek- ið f taumana með því móti að setja borgina Benlín undir herrétt og um leið skipa verkamönnum með harðri hendi að taka tafarlaust M1 starfa affcur. Segja síðustu frétt- ir, að þetta hafi reynst fullnægj- andi til þess að binda enda á þess- ar uppreisfir ver.kafólksins og sé verbföllunum þar með lokið.— Eng- inn þarf þess vegna að gera sér von- ir um væntanlega stjórnarbyltingu á Þýzkalandi. ------o------- Rannsókn lokið. Rannsóknar nefnd stjórnarinnar, sem »eft var til að rannsaka tildrög að Halifax slysinu 6. des., hefir af- lokið starfi sínu. Komst nefnd þessi 'að þeirri niðurstöðu, að kæruleysi þeirra Lamodec skipstjóra á skot- færa skipinu “Mont Blanc”, og Frank MacKay, hafnsögumanns, hofði verið orsök sprengingarinnar og ekkert annað. Færðu nefndar- menn góð og gild rök fyrir þessari ályktian slnni, og leiddi þetta brátt til þess að ofannefndir menn vora hneptir í varðhald. Sannist á þá, að hafa með ófyrirgefanlegu kæru- leysi orsakað þetta stórkostlega slys, ]>að stærsta slys, sem komið hefir ifyrir í sögu þessia lands, þá bíður þeirra að sjáMsögðu æfilöng fangaíhússvist -------o----— Ráðstefna bandaþjóðanna á Frakklandi. R.iíðstefna sameiginlegs hermála- ráðs bandaþjóðanna var nýlega haldin í bænum Versailles á Frakk- landi. Stóð ráðstefna þessi yfir í fjóra daga og sátu ihana fulltrúar úr ölilum löndum bandamanna. Þeir Lloyd George stjórnarformaður og Milner lávarður mættu fyrir hönd Bretlands, og fyrir hönd Ital- íu nættu iháttstandandi hermála- menn, sem óþarfi er að riafngreina. A. H. Frazer, einn af erindrekum Bandaríkjanna í Paríis, mætti sem fulltxúi Bandaríkja stjórnar. Er þetta þriðja ráðstefnan af þessu tagi, sem bandaþjóðirnar halda. Aðallega vora rædd hernaðarmál á ráðstefnunni. Eftir langar um- ræður kom fulltrúunum saman um þe.ð, að ekkert það væri í ræðum þeirra Hertllngs greifa, ríkiskanzl- ara Þjóðverja, og Czernin greifa ut- anríkis ráðherra Ausfcurríkis, sem benti til þess, að stefna Miðveld- anna væri bráður friður. Andinn mæti heita sá sami og áður og vilji þessara þjóða væri auðsjáanlega sá, að vinna friðinn með vopnum. Og þar sem afstaða óvinanna væri þannig, væri fylsta nauðsyn til þess fyrir bandaþjóðirnar, að ihálda á- fram að leggja fram alla sína kraft-a í þarfir stríðsins og mættu ekki lina á eitt augnablnk unz sigur væri fenginn. -------o------- VerS lögákveÖna hveitimjölsins ákveðið. Hveiti myllunum f Canada hefir verið skipað að búa að eins til eina tegund af hveitimjöli í stað margra tegunda eins og áður var. Þetta lög- ákveðna hveitimjöl verður ekki eins hvítt og beztu mjöltegundir vora áður, en sagt ein® gotto í alla staði. Vistastjórinn hefir nú ákveðið verð þess, og er það ögn ódýrara en hveitimjöl var áður; en munurinn þó tæpuega eins mikill og vænta hefði mátt. Ábatinn líklega ekki fólginn í öðru en þvf, að minni hætta er á að verð þetta hækki. Verðið á 100 punda hveitimjölssekk verður $5.25, 49 punda sekk $2.61 og 24 punda sekk í kring um $1.36. Þetta er verðið í búðum, en eftir að búið er að flytja hveitimjölið heim til fólks í borgunum, skilst oss að 10 centum sé bætt við ofangreint verð á hverjum hveitimjölssekk. -----------------o------- Fjárhagsskýrslur Manitoba lagÓar fyrir þingið. Fjárhagsskýrslur Manitoba fylkis fyrir sfðasta ár hafa nú verið iagðar fyrir þingið. Bar þessi markverði atburður við á mánudaginn var og hélt Brown fylkis féhirðir langa og skörulega ræðu við þetta tækifæri. Virti'st hann vera þeirrar skoðunar, að fjárlhagur fylkisins væri eftir öll- um vonum, þegar yfirstandandi örðugu tfmiar vreru teknir til greina. Rúmsins vegna er oss ómögulegt að birta ítarlegan útdrátt úr ræðu hans, en helztu atriðin eem komu í ljós f skýrslu hans voru sem fylgir: Manitoba fylki má til að auka ára tekjur sínar ura eina miljón dollara, og ætlar að koma þessu í fram- kvæmd með því að setja skatt sem nemur einu “miill” (one mill) á allar skattskvldar eignir í fylkinu. Sömuleiðis verður skattur settour á allar skemtanir fólksins \ og öll ó- notuð lönd, sem hæfileg eru til land- búnaðar. 30. nóv. 1913 hafði féhirðir fylkisins $962,000 til góða í árstekju reikningi sínum; toveimur árum síðar—nú— sýna þessir sömu reikningar skuld, sem nemur $109,000. Fyrir fjárhagsárið, sem endaði 30. nóv. 1917, sýndu skýrslurnar tekju- halla, sem nam $184.175. Samanlagð- ir eru tekjuhallar þeir, sem árs- skýrslurnar hafa sýnt f þrjú undan- gengin ár, upphæð, sem nemui $532,271. Norrisstjórnin hefir á tveimur og hálfu ári aukið fylkisskuldina um fimm miljónir dollara. Eignir að frádregnum skuldum eru taldar $34,000,000. Landbúnaðar framleiðsla í Mani- toba fyrir árið 1917 var $308,000,000,— oig var $88,000,000 meiri en árið 1916. Þjóðræknisskattinn (patriotic tax á að færa niður, ur 2 milLs í IVa miMs og íheimilar stjórnin sér rétt til þess að innheimta skatt þenna f næstu sex ár. --------o------- Spánverjar heimta skaðabætur. Hingað til hafa Spánverjar held- ur hallast á sveif Miðveldanna f stríðinu, að minsta kosti allar æðri stéttir landsins. Þessi afstaða þeirra hefir oft komið svo skýrt í ljós, að ekki var um að villast. Blöðin þar í landi hafa ekki farið f launkofa með þetta og er ekki laust við að möngum í löndum bandaþjóðanna hafi virzt hlutleysi Spánar all- í'Skyggilegt mleð köflum. Nýlega hindraði stjómin þar flutning á vöram, sem pantaðar höfðu verið þar í iandi og sendast áttu til her- deilda Bandarfkjanna á Frakklandi. Vora vörur þessar borgaðar fullu verði og var því þetta tilfæki spön'sku 'vStjórnarinnar mjög gran- samt. Var haldið um hríð að Banda- ríkin myndu gjalda lfku líkt með því að hertaka sum af farþega- skipum Spánverja, sem lægju við hafnir þeirra. En ekki virðfet neitt þó hafa úr þessu orðið. Síðustu viku tóku þær fréttir að berast frá Spáni, að þjóðin þar væri orðin Þjóðverjum afarreið sök- um kafbáta hernaðar þeirra. 1 iok síðasta inánaðar söktu þýzkir kaf- bátar stóra farþegaskipi, eftir að skipverjar höfðu iátið greipar sópa um '])að og stoiið þar öllu, sem þeir gátu 'hönd á fest.—Þanmg launuðu þeir þýzku hinn mikla góðviidar- hug Spánverjanna. Leiddi l>etta til þoss, að skömmu á eftir kallaði Spánarkonungur ráðuneyti sitt eam- an og var þá afráðið að andmæla harðlega þesisum aðföram Þjóð- verja. Var þýzkri stjórn eent skeyti þess efnls, að skip þetta yrði að gjaldast fullum skaðabótum innan 48 klukkustunda eða sairibandi við Þýzkaland yrði slitið. Þegar þetta er iskrifað, hefir ekki frézt hverju Þjóðverjar hafi svarað . ÚR bæ og bygð «.____________________________i T. E. Thorsteinsson bankastjórj hefir beðið os® að geta þess, að ný- lega hafi hann meðtekið $5 gjöf 1 Rauðakross sjóðinn frá Sigurgrími Gíslasyni, 640 Agnes str., Winnipag. Bergthor Thordarson, bæjarstjóri að Gimli, kom til borgarinnar á þriðjudaginn. Kom hann með dótt- ur sína til lækninga og flutti hana hér á sjúkrahús og er hún þar und- ir urnsjón Dr. Brandssonar. Jón Janusson, bóndi frá Foam Lake, og Kristján Gabríelsson, frá Leslie, Sask., era á ferð bænua. Kristján er á leiðinni til Roehestoer, Minn., til þess að leita sér lækninga á frægri stofnun þar. Þeir vörðuat báðir markverðra fr^tfea. Blaðið Glenboro Gazette segir lát Steiina Snydal, sem nýlega lagði af stað til Califomia í þeirri von að dvöl f öðra loífcslagi myndi verða honum til heilsubótar. Hann komist ekki lengra en til E1 Paao, því þa sló honum niðuT svo að flytja varð hann á sjúkrahús og andaðist hann þar eftir fáar klukkustundir. Hann hafði þjáðet af berklasjúkdómi í síðastllðin tvö ár. Líkið verður flutt til Baldur og jarðað þar. Hinn látni var efni- legur og velgefinn piltur og var á sjöunda árinu yfir tvítugt. FUNDIR verða haldnir á eftirfylgjandi stöðum: Churchbridge ...... llþ.m. Wynyard ........... 12. þ.m. Leslie ............ 13. þ.m. Lieut. Walter Lindal, sem nú dvel- ur í heimahögum og fer aftur til Frakklands í enda mánaðarins, heldur aðal ræðuna. Ásamt hon- um talar Dr. B. J. Brandson eða Hon. Thos. H. Johnson. Mrs. S. K. Hall og Paul Bardal skemta með söng. Aðgangur ókeypts, en sam- skot verða tekin fyrir 223. her- deildina.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.