Heimskringla - 07.02.1918, Qupperneq 4
4. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 7. FEBRÚAR 1918-
á.
HEIMSKRINGLA
(Stofnnfl 1SS6>
Kemur út i hverjum Fimtudegl.
frtRefendur og eigendur:
THE VIKING PRESS, LTD.
VerS blatislns i Canada og BandaríKJ-
unum $2.00 um Ari® (fyrtrfram bor*ab).
Sent tll lslands $2.00 (fyrlrfram borgab).
Allar borganir sendist rábsmanni blabs-
lns. Póst eSa banka ávísanir stillst tll
The Vlklng Press, Ltd.
O. T. Johnson, ritstjóri
S. D. B. Stephanson, ráSsmaSur
Skrlfstofa:
T3* SHERBROOKB STREET., WINNIPEG.
P.O, Box 31T1 Talelasi Garry 411«
»——— I .111.1 ssn. ■■ .1
WINNIPEG, MANITOBA, 7. FEB. 1918
Friðarhorfur.
Víst mun óhætt að fullyrða, að aldrei
síðan stríðið byrjaði hafi horfur um bráðan
frið verið dauflegra en nú. Herafl Þjóðverja
virðist jafn-öflugt og áður og keisarinn þýzki
þar af leiðandi jafn-voldugur og hann nokk-
urn tíma hefir verið. Þrátt fyrir stórkost-
legt manntap hefir þeim þýzku hingað til
hepnast að fylla í skörðin og viðhalda her-
sveitum sínum á öllum svæðum. Og nú þeg-
ar Rússar eru alveg úr sögunni sem stríðs-
þjóð bandamanna megin, gefur að skilja, að
áframhald stríðsins verði Þjóðverjum að
miklum un auðveldara en áður. Sigurvonir
þeirra hljóta að glæðast við hvern sigur-
vinning og sjálfstraust þeirra að aukast. Nú
sjá þeir sér fært að tvöfalda herafla sinn á
vestur-svæðunum, og á meðan hermál
þeirra eru í svo góðu gengi, er ekki nokkur
minsta ástæða til að halda, að stefna þeirra
sé bráður friður. Að minsta kosti ekki
þeirra manna á Þýzkalandi, sem á bak við
hermálin standa.
Margt bendir þó til þess, að afstaða
þýzkrar alþýðu gegnt stríðinu sé önnur nú
en áður. Ef nokkuð er að marka fréttir
þær, sem þaðan hafa borist, virðist tiltrú
hennar í garð yfirboðara sinna hafa að stór-
um mun þverrað frá því, sem áður var.
Hörmungar stríðsins hafa lagst þyngst á
verkamanna stéttirnar og því full líkindi til
þess, að þeim sé farið að þykja nóg komið
og séu teknar að þrá friðinn af alhug. En
stéttir þessar, hvort sem um bændastéttir er
að ræða eða verkamanna stéttir, megna sín
lítið á Þýzkalandi. Hervaldið ræður þar
lögum og lofum undir stjórn hins einvalda
keisara, og mun ekki reynast um megn að
bæla niður uppreistir alþýðunnar.
Síðustu viku var sagt frá verkföllum mikl-
um á Þýzkalandi og var gert mikið veður úr
þessu um tíma. Sjö hundruð þúsund manna
höfðu átt að hafa gert verkfall í Berlín og
einnig var sagt, að verkföll í stórum stíl
hefðu átt sér stað í öðrum borgum landsins.
En ekki leið á löngu að á því fór að bera, að
fréttir þessar voru annað hvort eitthvað orð-
um auknar eða þýðing þessa ekki eins stór-
vægileg og haldið var í fyrstu. Fréttirnar
snerust þá á þá leið, að leggja áherzlu á, að
yfirvöldunum þýzku myndi ekki reynast of-
urefli að bæla þessar uppreistir fólksins nið-
ur. Þessu til staðfestingar kom svo fréttin
í lok vikunnar, að stjórnin væri búin að
setja borgina Berlín undir herrétt og um leið
að skipa verkamönnum öllum að taka tafar-
laust til starfa aftur í byrjun þessarar viku,
eða mæta þungri hegningu að öðrum kosti.
Þegar svo er komið, eru lítil líkindi til
annars en verkföllunum í Berlín sé Iokið.
Alþýðan Þýzka er frekar ósjálfstæð, margra
alda kúgun einveldisins hefir dregið úr henni
dug og gert hana undirgefna og eftirláta.
Umkringdur af hermönnum og lögreglu mun
verkalýður Berlínar og annara borga Þýzka-
lands sjá hag sínum bezt borgið með því, að
taka til starfa aftur og hætta allri mót-
spymu.
Ekki er þó með öllu ómögulegt, að þetta
kunni að fara á annan veg. Við öllu má bú-
ast á jafn viðburðaríkum tímum og nú eru.
Skeð getur, ef til vill, að verkalýðurinn
þýzki þrjóskist á móti hervaldinu og lög-
reglunni og þverneiti að vinna, unz kröfum
þeim er fullnægt, sem hann fer fríun á. Ef
svo ólíklega færi að þetta gæti fyrir komið,
þá er alt komið undir afstöðu þýzku her-
mannanna. Fari þeir að dæmi rússnesku
hermannanna, er stjórnarbyltingin átti sér
stað á Rússlandi, og neiti að snúast andvígir
meðbræðmm sínum, þá er öllu borgið.
Sambandsráð verkmanna og hermanna gerði
stjórnarbyltinguna á Rússlandi mögulega. og
þessi sama samvinna væri það eina, sem or-
sakað gæti stjórnarbyltingu á Þýzkalandi.
—En þegar þetta er skrifað, em ekki nokk-
ur merki þess sýnileg, að þetta muni geta
iátið sig gera hjá þýzkri þjóð.
Hervaldið heldur þar um stjórnvölinn.
En þó ástandið á Þýzkalandi sé nú þannig
og herinn þýzki öflugri en áður, er engin á-
stæða fyrir bandaþjóðirnar að örvænta.
Herafli Breta er að stórum mun meiri en áð-
ur; hermennirnir betur æfðir og herbúnað-
ur allur nú betri en nokkurn tíma áður.
Frakkar eiga enn stóran her og harðsnúinn
—hermennirnir frakknesku eiga fáa sína
líka. Bandaríkin eru komin í staðinn fyrir
Rússland. Kafbátahernaðurinn þýzki er nú
viðráðanlegri en áður. Zeppelinarnir stóru
eru úr sögunni að því er virðist. Sjófloti
Þjóðverja kemur þeim að sáralitlum notum
og vogar lítt á sér að bæra. Sem dæmi þess
hve Þjóðverjar megna sín lítils á sjónum,
má geta þess hve fáum herflu,tningsskipum
þeim hefir tekist að sökkva.—Það em helzt
varnarlaus kaupskip, sem þeir ráða við og
sem þeir sökkva líka óspart.
Bandaþjóðirnar bíða því átekta og kvíða
engu. Þó alt bendi til þess, að síðustu at-
rennur þessa stríðs verði stórkostlegri og
ægilegri en allar undangengnar atrennur, þá
eru þjóðir þessar samt vongóðar um að þeim
auðnist að vinna sigur stríðinu. Vafalaust
er þetta rétt hugsun og heppileg stefna, úr
því út í þenna hörmulega hildarleik er
komið. y
Og fullvíst er, að ekki verður friður sam-
inn fyr en stríðinu er lokið.
Tæplega kemur svo út blað eða tímarit
hér í landi um þessar mundir, að ekki birtist
einhver ritgerð um hinn væntanlega al-
heimsfrið og samband þjóðanna eftir stríð-
ið. Margar af ritgerðum þessum eru góðar,
lýsa miklum áhuga fyrir þátttöku þjóðarinn-
ar í stríðinu og eru þrungnar af sannri þjóð-
rækni frá fyrsta orði til þess síðasta.
Ekki verður þetta þó sagt um ritgerðir
þessar allar. Sumar þeirra bera þess aug-
Ijós merki, að höfundar þeirra hafi aldrei
verið við stjórnmál riðnir — og séu því
gæddir jafn-víðtækri þekkingu á stjórnmál-
um þessa heims og maðurinn í tunglinu.
Með mesta spekingssvip útskýra þeir þó öll
helztu vandamál þjóðanna fyrir fáfróðum
almúganum og klæða hugsanir sínar í svo
fagran búning, að án efa leiðast margir til
að halda þá vera þaulæfða stjórnmálagarpa,
sem bæði tali af víðtækri reynslu og yfir-
gnæfandi stjórnmála-þekkingu.
Eftirtektaverðast af öllu við ritgerðir
þessara manna er, hve Iítið þeir minnast á
stríðið. Stríðið sjálft virðist einungis vera
auka-atriði í hugum þeirra — þeir eru svo
önnitm kafnir að ræða afleiðingar þess!
Hinn væntanlegi alheims-friður er þeirra
aðal-umhugsunarefni og þreytast þeir aldrei
á að gefa ráð mörg og góð við komandi
stofnsetningu alheims sambarids, sem stuðl-
að geti til þess að afstýra blóðugum stríðum
í framtíðinni.
En hver þjóðhollur borgari þessa lands
hlýtur fyr eða síðar að fá ímugust á slíku
friðar-glamri. Öllum hugsandi mönnum er
skiljanlegt, að hinn væntanlegi friður verði
algerlega undir úrslitum stríðsins kominn.
Til lítils hefir þjóð þessa lands sent rúmar
fjögur hundruð þúsundir sinna hraustustu
sona til vígvallar, ef einu gildir hvor hliðin
vinnur. Engum manni, sem nokkuð hugsar,
getur dulist, að í stríði þessu sé verið að
/ berjast fyrir tveimur gagnólíkum friðarhug-
sjónum. Friður Þjóðverja er friður varðað-
ur af einvaldsstjórn og hervaldi; friður
bandaþjóðanna er grundvallaður á lýð-
frelsi og viðleitni þjóðanna til samkomulags
bræðralags.
Engum manni er Iáandi þó hann þrái frið;
en þeir friðarpostular, sem semja sláandi
klausur um hinn væntanlega alheims frið, án
þess að minnast með einu orði á þátttöku
Canada í stríðinu og án þess að láta sér um
munn fara eitt einasta hvatningsorð til þjóð-
arinnar — þeir menn eru að bregðast skyldu
sinni. Björtustu friðarvonir bandaþjóðanna
hljóta að hvíla á sigurvonum þeirra í stríð-
inu. Ef einveldið þýzka sigrar, sem stríði
þessu steypti yfir heiminn, þá er öll von úti
um varanlegan alheims frið.
Núverandi stjórn Rússlands var um tíma
vongóð um að geta samið viðunanlegan frið
við Þjóðverja. Friðar-ráðstefnan í Brest-
Litovsk hefir þó borið sáralítinn árangur, og
svo mikið er víst, að leiði hún til friðar verð-
ur það þýzkur en ekki rússneskur friður.
Sannar þetta ljóslega, að ábyggileg friðar-
ráðstefna verður ekki haldin fyr en Þjóð-
verjar hafa farið halloka í stríðinu, eða hafa
beðið algeran ósigur. Þá en fyr ekki er
hægt að semja frið við þá menn, sem þrá
að drotna yfir öllum heimi.
En þegar ráðstefna þessi verður haldin—
hve nær sem það verður,—mæta á henni
vitrustu stjórnmálamenn þjóðanna. Þá
verða fyrstu sporin stigin í áttina til þess að
koma á alheims friði. En vitanlega verða
þetta að eins fyrstu sporin og framtíðinni
falið aðal-verkið.
Við öðru er ekki að búast, eins og skipu-
lagi öllu er nú háttað hjá þjóðunum. Á
meðan önnur eins sundrung ríkir heima fyrir
hjá öllum þjóðum og nú á sér stað, eru litlar
líkur til þess að þær fái fetað hröðum skref-
um í áttina til alheims-friðar. Hver þjóð-
heild skift í ótal stéttir og flokka, sem eiga
í sífeldri baráttu. Hver höndin vinnur upp
á móti annari. Kirkjan, sem ætti að vera
æðsta stofnun þjóðanna, er skift í óteljandi
parta, sem aldrei kemur saman.—Ef kirkj-
an kristna hefði í orðsins fylsta skilningi
verið kirkja guðs á jörðinni, þá hefði hún
verið búin að, stofna til þessa alþjóða frið-
arsambands fyrir löngu, sem gert hefði blóð-
ugar styrjaldir með öllu ómögulegar. En
þessu var ekki að fagna.
Þegar önnur eins sundrung og barátta rík-
ir heima fyrir hjá hverri þjóð, er sízt að
undra þó samkomulag landa á milli hafi
stundum verið bágborið.
Aðal-verkefni hverrar þjóðar er í henn-
ar eigin Iandi heima fyrir. Til þess að var-
anlegur alheims friður geti komist á, verða
þjóðirnar af kappi að stuðla að allri þrosk-
un þegna sinna, að útrýma hatri þeirra og
sundrung og glæða bróðurkærleika þeirra
og samhug.
Á þessu grundvallast hinn varanlegi al-
heims-friður.
Joseph Caillaux.
Sorglegt dæmi þess, hve mjög sumir ein-
j staklingar geta spilst af auðnum er Joseph
Caillaux, fyrverandi forseti hins frakkneska
' lýðveldis. Hann er nú í varðhaldi, kærður
um landráð. Mál hans hefir ekki verið rann-
sakað að fullu enn þá, en allar líkur benda
til þess, að hann muni verða íundinn sekur.
Skyldi svo ólíklega fara, að honum hepnist
að hreinsa sig af ákærum þessum, þýðir það
I fall núverandi Frakklands forseta. En að
svo kömnu er enginn vottur þess sjáemlegur,
að slíkt geti komið fyrir.
Joseph Caillaux hefir kynt sig þannig í
landi sínu allan sinn stjórnmálaferil, að fjöld-
inn þar er auðtrúa á sviksemi frá hans hálfu
í garð frakkneskrar þjóðar. Frá fyrstu tíð
hefir hann verið óvinveittur Englandi og
Bandaríkjunum, en hollvinur Þýzkalands.
Enda hefir Þýzkaland verið aðal-auðsupp-
spretta hans og auðinn metur maður þessi
meir en alt annað. Hann er vellauðugur og
hefir grætt einna mest á verzlunarsambandi
því, sem hann í fjölda mörg ár hefir verið í
við auðmenn á Þýzkalandi.
Hann hefir komið þannig fram, að ekki er
neitt að undra, þó á honum hvíli mörg tor-
trygnisaugu. Öllum kemur saman um, að
hann sé skýrleiksmaður mesti og svo slung-
I inn í öllum viðskiftum, að þetta hefir verið
t haft að orði um alla Evrópu. Ef um pen-
' ingahagsmál er að ræða, gætir lítillar sóma-
tilfinningar hjá honum og hefir hann oft
kært sig kollóttan, þó hann bryti í bága við
lög landsins að einhverju leyti. ÖIl fyrri
lagabrot hans, sem oft og tíðum hefði ekki
; verið hægt að sanna á hann—þó þetta væri
á allra vitorði—öll þau brot verða þó smá-
vægileg í samanburði við brot það, sem
hann er nú í varðhaldi fyrir. Enda bíður
hans að líkindum dauðahegning, ef þetta
sannast á hann.
Joseph Caillaux var fæddur árið 1863
og er sonur háttstandandi stjórnmálamanns,
sem um eitt skeið var fjármálaráðherra
hinnar frakknesku lýðveldisstjórnar. Líktist
hann föður sínum í mörgu og reyndist honum
fremri í öllu er að fjársýslu Iaut. Snemma
gaf hann sig við stjórnmálum og árið 1899
var hann gerður að fjármálaráðherra — og
þar með settur í sama sæti og faðir hans
hafði haft. Þremur árum seinna Iagði hann
stöðu þessa niður og gaf sig eftir það að
ýmsu öðru þangað til 1906, að hann var
gerður að fjármálaráðherra aftur. Clemen-
ceau, núverandi forseti Frakklands var þá
forseti og voru þeir Caillaux og hann samhuga
í mörgu og gekk því samvinnan oft vel. —
En þegar um sanna þegnhollustu til Frakk-
lands var að ræða, voru menn þessir þó eins
ólíkir og dagur og nótt.
Um þessar mundir og nokkur ár eftir þetta
var Caillaux alment viðurkendur sem einn af
öflugustu stjórnmálamönnum á frakkneska
þinginu. Árið 1911 var hann fenginn til að
mynda nýtt stjórnarráðuieyti og falin æðsta
stjórn. Tók hann við völdum á hættulegu
tímabili og féll á hans herðar að leysa úr
mörgum og fkSknum vandamáium og um tíma
virtist honura farast þetta vel úr hendi.
Brátt tók þó sá grunur margra
að vakna, að alt væri ekki með
feldu við stjórnarathafnir hans.
Voru þær sakir á hann bornar, að
hann notaði mest stöðu sína ti
hagsmuna fyrir sjálfan sig og hefði
þannig borið stórgróða úr býtum
hvað eftir annað. Þá var honum
einnig borið það á brýn, að hann
væri þýzksinnaður mjög og drægi
meir taum Þjóðverja en sinnar
eigin þjóðar. Leiddi þetta til svo
sterkrar mótspyrnu gegn honum,
að hann neyddist til að segja af sér
forsetastöðunni, eftir að hafa ver-
ið við völdin í tæpt ár. Svo lag-
lega fékk hann þó búið um hnút-
ana, að áður mjög langt leið og
orðrómurinn ofannefndi var tekinn
að hjaðna, var hann gerður að
fjármálaráðherra í annað sinn, og
hélt hann þeirri stöðu þangað ti
1914. Kom þá fyrir sá atburður,
sem gerði óumflýjanlegt að hann
misti stöðuna og þrýsti svo að
honum, að eina úrræði hans var
að bjóða sig í herþjónustu. Var
hann þá gerður að gjaldkera við
eina herdeildina um hríð, því fjár-
sýsla virðist það starf, sem for-
sjónin hafði útvalið honum sem
heppilegasta lífsstarf hans.
Lesendurnir munu minnast at-
burðar þess, sem að ofan er getið
og sem svo miklar afleiðingar
hafði fyrir Caillaux. Þetta var
þegar kona hans, 10. marz 1914,
fór til skrifstofu ritstjórans að
blaðinu “Figaro” og skaut hann
til bana fyrir að hafa birt í blaðinu
meiðyrði um mann hennar. — En
ritstjóri þessi hafði gengið ötullega
fram í því, að uppljósta ýmsum
fjárglæfrasvikum Caillaux og hafði
margsinnis bent á í hve hættulega
nánu sambandi hann stæði við
þýzka fjármálamenn.
Um morð þetta varð víðrætt um
allan heim. Maddama Caillaux var
hnept í varðhald og skömmu síðar
svo hafin rannsókn í máli hennar.
Svo örugglega fengu málafærslu-
menn hennar varið hana, að á end-
anum var hún sýknuð af morði
þessu og eftir það látin laus.
Maður hennar var ekki lengi
gjaldkeri við herinn. Áður Iangt
leið móðgaði hann brezka fyrir-
liða og sömuleiðis eigin yfirmenn
sína í París, og fyrir óhlýðni þessa
var honum hegnt með tveggja
.vikna varðhaldi. Eftir þetta fékk
hann lausn frá herþjónustu og fór
hann þá til Suður Ameríku. Þar á
hann á ýmsum stöðum, sérstaklega
þó í Argentina, að hafa verið rið-
inn við samsæri með Þjóðverjum,
og hafa verið færðar góðar sann-
anir fyrir þessu af njósnurum í
tveimur heimsálfum. Á meðan
hann var í Argentínu, var því þar
alment trúað, að hann myndi í ein-
hverjum leynilegum erindagerðum
fyrir stjórn sína. Stjórn Banda-
ríkjanna hefir þó leitt í ljós sann-
anir fyrir því, að í þessari ferð var
hann að reyna að koma á leynileg-
um friði á milli Frakklands og
Þýzkalands.
Nokkru síðar fór hann til Frakk-
Iands aftur og eftir að hann hafði
dvalið í heimahögum um tíma,
Iagði hann upp ásamt konu sinni
í ferð til Ítalíu. Á meðan hann
var í ferð þeirri var það, að blað-
ið London Times birti lesendum
sínum þær óvæntu fréttir, að eng-
inn annar en Joseph Caillaux, fyr-
verandi forseti Frakklands, væri
nú frumkvöðull að ýmsum sam-
særum, með því markmiði að
koma á friði milli Frakklands og
Þýzkalands. Samsæri þau, er blað
þetta skýrði frá, áttu sér flest stað
á meðal þýzksinnaðs heldra fólks
á Ítalíu. Hve víðtækar þessar frið-
arhreyfingar voru kemur ekki í
ljós fyr en rannsókninni í máli
Caillaux er lokið.
Þrátt fyrir grein þessa í blaðinu
Lonton Times, fékk Caillaux að
dvelja óáreittur á Frakklandi um
tíma. Sem aðrir vellauðugir menn
hefir hann víða fylgi á yfirborð-
inu og það á meðal manna, sem
eru alt annað en velunnarar hans.
Vann hann þannig í kyrþey og virt-
ist vald hans vera að aukast aftur
með hverjum degi. Áhrifum hans
er kent um hrun Painleve ráðu-
neytisins síðast liðið vor. |
DODD’S NTRNA PILLtTR, góSar
fyrlr &Ilako*ar nýrnaveikL Lækna
gigt, bakverk og syknrveiki. DodcTs
Kidniey Pflls, 60c. askjan, sex Öskj-
ur fyrir $2.50, hjá öllum lyfsölran
e&a frá Dodd’s Medlcine Oo., Ltd.,
Toronto, Ont.
En svo snerist núverandi forseti
Frakklands gegn honum opinber-
lega og bar á hann kærur þungar
og margar. Leiddi þetta til þess,
að rannsókn var hafin í máli hans
og hann svo settur í varðhald áður
langt leið. Nú bíður hann dóms
síns og horfur hans eru þær í-
skyggilegustu.
-----o----
Ferðalýsing.
Eftir H. E. Magnússon,
(Framh. frá 2. ,bls.)
sér bá ánægju, að skrifa eittihvað
á íslenzku á eina eða tvær blað-
síður. Detta væri safn af endur-
minninguim frá vinuim, sem liaiui
hefði kynst hér á sjúkrahúsinu,
síðan stríðið byrjaði, og væri sér
stór ánægja í að líta yfir bað, l>eg-
ar beir væru farnir. Eftir að eg
haíði fylt eina biaðsíðu í bókinni
með íslenzku, ikvaddi hann mig
sem góðkunningi. Eftir það vitj-
aði hann mfn annan bvem dag,
meðan eg dvaldi þarna.
Ei-nn daginn var annar frakk-
neski maðurinn tekinn og fluttur
á vitfiringahæfi; hann hafði fengið
“sh-ell sfiock” af verstu tegund.
Eftir fimm vikpa tfma vorumt
við Canadamennirnir tveir fluttir
á canadiskt >sjúkratiús í Epsonm, og
að viku liðinni vorum vjð sendir
þaðan til “Canadian Special Hos-
pltal” við Buxton. t>ar var eg f
fimm vikur. Viðurgjörningur þar
var allur lakari en í Neweastle, en
þó í alia staði viðunanlegur.
Detta er mín eigin reynsla af
sjúkrahússlífinu á Englandi og
varð eg ekki fyrir neinum sérstök-
um hlunnindum, heldur var farið
jafnt með alla þá sjúiklinga, sem
eg var samtíða.
Af lifnaðarhéttum og meðferð &
hermönnum í Iherbúðum (camps)
á Frakklandi og Englandi hafa
farið misjafnar sögur, og em oft
gildar ástæður fyrir því. I»að er
aðallega undir yfiitmönnum (offic-
ers) komið, hvaða kjörum menn
eiga að sæta meðan þeir ©ru við
æfingar. Canada herinn hefir étt
og á enn marga ágætis yfirmenn,
sannkölluð mikiinienni og hetjur,
en þó um ieið hjarta góð ljúfmenni,
þótt margir af þeim hugprúðustu
liggi nú undir isvörðum Frakk-
lands. Þeir hafa verið efskaðir og
virtir af öllum þeim. sem þeir
höfðu einlhver kyinni af og áttu yf-
ir að ráða. En svo á Canadaber-
inn nokkra forinigja, isem eru hafc-
aðir af öllum og eru ekki stöðum
sfnum vaxnir að neinu leyti, ef
ranusókn væri gerð á starfi þeirra.
Deir eru stór byrði á þjóðinni og í
mörgum tilfelluim ihafa þessir
menn ráðið yifir aðhlynningu og
æfingum herdeildanna áður en
þær voru sondar til vígvallar. En
þar sem þeissir menn ráða lögum
og lofum, líður ihinum undirgefnu
ilia. Þar sem herdeildir hafa lið-
ið ihungur í herbúðunum, kerour
til af því að þessir menn eru óráð-
vandir. Eg hefi vitað um þetta og
kymst því sjálfur. Eg hetfi verið f
herhúðum, þar sem við hefðuim
ekki getað afborið æfingárnar, ef
við hefðum ekkí haft peninga tif
að kaupa okkur mat, þar til við
gerðum uppreisn og hótuðum öllu
illu; kom þá fram, að nóg var tii
og fengum við eftir iþað um langam N
tíma bezta fæði. Þeir sem áttu að
sjá um vistaforða herdieldarinnar,
voru þjófar, og hefðu áfct að rek-
ast fá stöðum sínum, að minsta
kosti þegar uppvíst varð um þá.—
Svo hefl eg verið í mörgum herhúð-
um, þar sem öllum leið vel og yfir-
drifs mikið á borð borið, sem auð-
vitað stafaði af því, að umisjónar-
mennirnir stóðu heiðarilega í stöðu
sinni. .Stjórnin í Canada leggur
, afnan hlut til ailra hermann®
sinna eftir stöðu þeirra í hemum,
og getur ölluim liðið vel til klæðis
og fæðis, ef rétt væri á haldið.
Sökin liggur því hjá einstökum
mönnum, þegar út af ber.
Eg hefi orðið var við það hjá
alimörgurn, sean eg hefi talað við