Heimskringla - 28.02.1918, Blaðsíða 1
XXXII. AR.
WINNIPEG, MANITOBA, 28. FEBROAR 1918
NOMER 23
i
Þessi hermaður ver sínum 3. afmælisdegi á vígvöllum Frakklands
]>ann 8. næsta mánaðar, j>á 23 ára gamall. Hann biður blaðið að
geta |>ess, að áritan hans sé: Pte. E. G. Baldwinson, No. 2, 153341,
T Corps, Ammunition Park, B. E. F., France.
Styrjöldin
Frá Rússum.
Bolshevíki ílokkurinn, er á svo
emkennilegan hátt brauzt til vaida
á Bússlandi, virðist nú loksins vera
& heljar bröminni og bess verði
ekki iengi að bíða, að stjórn hans
verði kollvarpað. Þjóðverjar sækja
nú inn í landið á 400 mílna svæði,
alla leið frá Riga til Lutsk og síð-
wstu viku tóku beir hverja borgina
af annari og er ekki að sjá, að Rúss-
ar hafi að svo komnu reynt til að
veita beim minsta viðnám. Líklega
ekiki treyst sér til bess. Hefir Bol-
sheviki stjórnin tjáð sig fúsa að
ganga að friðarskilmáium beim, er
Hjóðverjar buðu á Brest-Litovsk ráð-
stefnunni; en brátt fyrir betta
halda beir býzku bó sókn sinni á-
fram og lina hvergi á. Spá sumir að
b«ir muni hafa í hyggju að hertaka
borgina Petrograd og svo undir
eins ofe- beir geti að koma keisaran-
um bar til valda aftur. Miá geta
nærri, að Bolshevikistjórnin sé bá
úr sögunni—og ekki ótrúlegt, að
hellztu meðlimir hennar verði send-
ir til Siberfu.
í byrjun bessarar viku tóku Þjóð-
verjar borgina Reval, sem er höfuð-
borg Esthoniu og vafalaust hafa
beir bá bózt vel veiða. Er betta
haifnarborg við finska flóann, um
230 mílur vestur af Petrograd, og á
undan stríðinu var betta verzlunar-
stöð altmikla. Sömuleiðis hafa b«ir
bízku tokið á sitt vald borgina
Plskov og er borg sú höfuðstaður
samnefnds ríkis og um 160 mílur
snðveetur af höfuðstað Rússlands.
Seinustu frétti segja Rússa tekna
að veita viðnám á öllum svæðum
og hafi b«im hepnast að ná aftur á
sitt vaid borginni Pskov.
-------o-------
Frá Frakklandi.
Um miðja vikuna gei'ðu Frakkar
áhlaup á 11 mílna svæði, i Lorraine
og nærri Seille ánni. Eftir harðan
slag á báðar hliðar fengu beir hrak-
ið óvinina aftur á bak á öllu bessu
svæði og tekið af b«im fremstu
skotgrafir beirra. Eftir áhlaup betta
urðu Frakkar bess vfeari, að jÞjóð-
verjar muni barna hugsa á undan-
hald á stóru svæði — og ef tiil vill
alla leið til borgarinnar Metz. Hörfi
heir svo langt aftur á bak, losast öll
hin svo nefnda Woevre slétta und-
an yfirráðum beirra og væri betta
Frökkum hinn mesti hagnaður.
Víðar hafa Frakkar átt í orustum
í seinni tið. Á Champagne svæðinu
er stöðugt verið að berjast, en eng-
ar stórorustur hafa bar ]ió verið
háðar. Að svo komnu fara Frakkar
hvergi halloka og heldur ]>okast á-
frarn.
Fyrir suðvestan Cambrai gerðu
beir býzku öflugt áhlaup gegn Bret-
um, sem beir höfðu lengi verið að
undirbúa. Hófst bama ail-snörp
orusta og sóttu Þjóðverjar af mesta
kappi. Áður langt leið fór Bretum
bó að ganga betur og lyktaði viður-
eignin bannig, að Þjóðverjar urðu
undan að hörfa við töluvert mann-
tall.
Víðar áttu Bretar áhlaupum að
mæta. Á svæðum Belgíu voru á-
hlaup Pjóðverja bó einna tíðust
siðustu viku. En hvergi fengu beir
bó brotist gegn um varnargarð
bandamanna og flestum viðureign-
um virðist hafa lokið bannig, að
beir hafi orðið undan að
boka. Á Yser svæðinu og víðar
voru bað Brptar, sem sóttu, og segja
fréttinar beilri víða hafa hepnast að
gera töluveðan usla í liði óvinanna.
Hvernig sem fcr um hina miklu
sókn Þjóðverja, or beir hafa verið
að auglýsa svo lengi.bá hafa beir
ekki komist hænufet í áttina til
sigurs eins og nú horfir.
-------o-------
Frá Manitoba-þinginu.
Á fimtudaginn bann 21. b m. hélt
P. A. Talbot langa og sköraloga
ræðu á binginu og andmælti harð-
lega beirri gífurlegu eyðslusemi, er
fylkisstjórnin hér gerir sig seka í.
Sýndi hainn fram á með skýrum rök-
um, að aðfinslur hans hefðu enn
ekki verið hraktar, end.a hefðu ]>ær
við bað að styðjast, sem væri ó-
hrekjandi—sannleikann. 1 lok ræðu
ihans lýsti formaður stjórnarand-
stæðinga bvl yfir, að á meðan á fjár-
málabraski stjómarinnar stæði,
myndi menn hans ekki sitja á
bingi. Allar beirra tilraunir að
andmæila hinni feikiiegu eyðslusemi
stjórnarinnar, bæði nú og fyrri,
hefðu ekki borið minsta árangur,
bví ætíð hefði hún verið ófáanleg
að taka nokkar bendingar til greina
frá beirra hlið.—1Tóku sumir af með-
limum Norris-stjórnarinnar að ó-
kyrrast undir ræðu bessari Og að
henni iokinni gengu conservatívar
af binginu.
Enginn rétthugsandi maður láir
beim bó beir vildu síður vera við-
staddir á meðan verið er að stíga
fyrstu sporin f áttina að hneppa
Manitoba fylki í bá hlekki, sem ]>að
ef til vill kemst aldrei úr. Eyðslu-
semi Norrisstjórnarinnar á öðrum
eins tímum og nú era getur haft
stórh.ættulegar afleiðingar og beir,
sem skoða alt með nákvæmni og
eftirtekt, ganga ekki í blindni um
botta.
Um 'heigulshátt verður conserva-
tive bingmönnunum hér eigi bragð-
ið. Þó beir séu fáir, hafa beir bar-
ist á móti fyrirhyggjuleysi stjórnar-
innar af ítrustu kröftum og fyllilega
sýnt, að beir séu dugandi drengir.
-------o-------
Skipstrand eystra.
Líknarskipið “Florizel”, sem var á
leið frá St. John til Halifax og New
York, strandaði við kletta nálægt
Race höfða ]>ann 24. b.m., og beg'ar
betta er skrifað er haldið að um 90
manns ihafi farist í skipstrandi
bessu, en eitthvað 50 verið bjavgað.
Rak skipið upp að klottunum í
stórviðri; farbegunum sumum og
skipverjum var komið í báta, er
voru að velkjast, unz skip, sem send
höfðu verið til hjálpar, komu til
sögunnar og fengu bjargað fólki
]>essu.
-------o-------
Bretar taka Jericho.
Síðan hersveitir Breta í Palestínu
tóku borgina Jerúsalem, hafa bœr
verið í stöðugu áframhaldi í norður
og austurátt. Af fréttunum að dæma
koma Tyrkir litilu viðnámi við og
I hrekjast einlægt undan. Skömmu
ef .ir miðja sfðustu viku tóku Bret-
ar borgina Jerie.ho, sem er um 14
míiur norðaustur af Jerúsalem, og
bó borg bessi sé ekki stór, er hún
bannig sett, að Aúð að ná henni á
sitt vald standa Bretar stórum
betur að v4gi en áður. Færast beir
bvf nær og nær takmarki sínu, að
freisa “landið heiga” undan yfirráð-
um Tyrkjans.
-------o-------
Áríðandi upplýsingar
Viövíkjandi herskyldulögunum.
I>ar sem margir fiskimenn norður
í Nýja IsJandi hafa fengið undan-
bágu frá herskyldu til 15. marz
1918, bá flytur Heimskringla nú
eftirfylgjandi greinar úr iherskyldu-
löguhum til upplýsingar fyrir bá,
er ætia sér að biðja um undanbágu
eftir l>að að sá tími er iiðinn.
48. gr. af herbjónustu roglugjörð-
inni hljóðar'bannig:
.Samkvæmt lagagrein (F) í auka-
grein 2, í 11. grein herskyldulag-
anna, bá getur sá maður, er tak-
markaða undanbágu hefir fengið
og slíkt skfrteini hefir, tilkynt skrá-
setjara (Registrar) beim, sem skír-
teinið afhenti, að undanbágutími
bessi sé liðinn og er bá skylda ]>e»s
skrásetjara að skýra undanbágu-
dómstól beim, sem skírteinið gaf,
bréflega frá bessu og eins hermála-
yfirvöldunum, og eftir betta verð-
ur um mái betta fjallað af ofan-
greindum undan'bágu dómstól.
Lagagrein (F) í aukagrein 2, í 11.
grein herskyldulaganna, og sem
hér hefir verið á minst, hljóðar sem
fylgir:
“Það er skylda hvers manns, sem
„takmarkaða undanbágu hefir fertg-
ið, að senda tilkynningu um betta
innan briggja daga eftir að skil-
málum skírteinis hans er lokið og
undanbágutími hans er iiðinn, til
skrásetjara bess fylkis, sem hann
lengst af á heima í; og hver, sem
vanrækir betta, án gildrar áptæðu,
gerist sekur um lagabrot og eftir
að mál hans hefir verið rannsakað
og dæmt, liggur við bossu fjársekt,
sem nemur tvö hundrað og fimtíu
dollurum.”
Þessar reglur taka bað skýrt
fram, að boir, sem hafa í hyggju að
biðja um frekari undanbágu cftir
bann tíma, sem tiltekinn er á skír-
teinum beirra, verða að vera búnir
að koma beirri beiðni til skrásetj-
ara áður en sá tími er liðinn, sem
undanþágan er veitt fyrir. Þeir,
sem ekki ætla sér að biðja um frek-
ari undanbágu, verða einnig að
tilkynna þetta á sama hátt innan
briggja daga eftir að' undanbágan
er liðin úr gengi, eða að öðruní
kosti eru beir brotlegir við lögin.
Eyðublöð, sem fiskimenn fylla x’it
um leið og beir biðja um undan-
bágu, fást á öllum pósthúsum. Þar
er einnig hægt að fá allar nauðsyn-
legustu upplýsingar.
-------o—------
Fellibyljir og flóí.
Stórkostlegir fellibyljir geisuðu
um austur Canada á briöjudaginn
og orsökuðu eignatjón, sem nemur
mörgum búsundum dollara. Hús
fuku um koll hér og bar og margt
a'f fólki varð fyrir meiðslum, en ekki
er baldið að neini-r hafi beðið bana.
Samkyms fellibyljir fóru um austur-
strönd Bandaríkjanna og í bænum
Wilmington, Dela., er sagt að stórt
verkstæði hafi fokið um og þar
með orsakað $75,000 eignatjón. —
Regn mikið féll f Ontario í byrjun
þessarar viku og af þessu leiddi, að
“Don” og “Humber” ámar flæddu
yfir bakka sfna. Rennur fyrnefnd á
í gegn um Toronto bæ og varð flóð
þar svo mikið, að smábýli mörg fóru
á flot. Þegar þetta er skrifað hafa
greinilegar- fréttir ekki borist af
þessu, en vafalaust munu flóð þessi
orsaka mikið tjón.
-------o------
Merk ráðstefna.
Hon. T. H. Johnson iiéit ræðu á
þinginu hér á mánudagskvöldið og
skýrði frá ráðstefnu beirri, er hann
sat á f Ottawa síðustu viku. Sátu
ráðstefnu þessa fulltrúar frá öllu.m
fylkjum landsins. Aðal markmið
með þessu mun vera að s'ofnað sé
til samvinnu á miili fylkjanna og
að hvetja til þess að stígin séu öli
si>or til þess að ofla alla framleiðslu
landsing.
Ræða Johnsons var hin fróðleg-
asta og skýrði hann frá þvf helzta,
sem gerðist á ráðstefnnni. Kvað
hann a.lvarlegan skort hveitikorns
nú eiga sér stað í öllm löndum
bandaþjóðanna, er orsakist af hin-
um mikla mannafla, er tekinn hafi
verið frá landbúnaðinum f herinn.
Hailæri kvað hann því vofa næsta
haust yfir brezka veldinu og lönd-
um banda]>jóðanna, ef ekki verða
l>etta ár framleidd 250,000,000 fleiri
busha^af hveitikorni en árið 1917.
Síðan 1913 hefir veraldar framleiðsia
liveitikorns stöðugt verið að minka
sökum stríðsins. Margir tugir þús-
unda manna eru nú í herþjónustu,
sem annars hefðu stundað land-
búnaðinn. Ræðumaður skýrði einn-
ig frá drengja-ihemum, “Soldiers of
the Soil”, sem nú er verið að mynda
og sömuleiðis sagði hann frá því,
að sarabandsstjórnin myndi veita
þeim heimkomnu hermönnum fjár-
styrk, sem setjast vil ja að á landinu.
Þetta voru belztu atriðin í ræðu
Johnsons og var gerður að henni
hinn bezti rómur.
-------o------
Ur Islands blöðum.
Haffsinn rak inn að Norður-
landi í stóiviðrinu á sunnudaginn.
Er 'hann kominn inn á Isafjarðar-
djúp, Húnaflóa, Siglufjörð og
Eyjafjörð og eitthvert hrafl inn á
Axarfjörð. Helfir feinm frosið sam-
gengið hefir verið þvert yfir það.
23. jan.—Afli er sagður mjög góð-
ur í Vestmannaeyjum.
Nú um áramótin var prentsmiðj-
an “Rún”, ásamt ihinu nýja stein-
húsi við Ingótfsstræti, seld eigend-
um “Félagsprentsmiðjunnar” og
ætla þeir síðar að slá prent-
smiðjunum saman í “Rúnar”hús-
inu. Þar hefir til þessa verið eina
setjaravélin, sem notuð hefir ver-
ið á þessu landi. En nýju eigend-
urnir bæta þar nú bráðlega við
amnari, svo að þarna rís upp stór
prentsmiðja.
Úr bréfi frá Skagafirði í des,—Tfð-
in hefir verið hörð, undanfarna
viku kom enginn dagur hríðarlaus
og suma daga var hríðin svo hörð
að ilt var að fara milli húsa. Haust-
ið var afar stirt, hríðar og illveður
öðru hvora, mikið hey úti um göng-
ur, mest af því mun hafa náðst, en
með slæmri verkun, nema ihjá þeim
sem settu í súrhey. Sú heyverkun-
araðferð þektist lftið hér í sýslu fyr
en í sumar. Undanfarin ár mun
hún að eins hafa verið notuð af 4
bændurn, en í sumar byrjuðu all-
margir á súrheysgerð og mun Tím-
inn hafa átt góðan þátt í því. Má
telja víst, að þessi iheyverkunarað-
ferð éfiist svo að ein slík tóft verði
Þótt fönn sé óvanalega mikil f
firðinum, þá er víst allgóð jörð
fyrir hross. Stóðhross eru meira
slegin heldur en vanalega og er það
því óálitlegra sem hrossum hefir
verið fjölgað talsvert. Þó hefir
hrossum verið lógað með mesta
móti, þ. e. gömlum hestum og léleg-
um tryppum og folöldum. En því
miður mun það ekki hafa verið svo
mikið né alment sem skyldi. — 1
-----------------------------------------------------
Tveir íslenzkir hermenn frá Foam Lake.
______________________________________________ j
Myndin hér að ofan er af tveimur
bræðrum, sonurn Stefáns bónda
Ólafssonar við Foam Lake, Sask.
Gengu þeir báðir f herinn í sama
sinn og innrituðust f Yorkton, Sask.,
í 68. herdeildina. Það var í septem
bermánuði 1915. En nú fyrir nokkru
hefir frézt, að annar er særður og
hefir verið á s)>ítala á Englandi um
alllangan tíma og hefir mist vinstra
handlegginn, en að hinn er fallinn.
Er það foðurnum, sem cr ekkju-
maður og kominn á efri ár, hið
mesta sorgarefni. Sárið er mikið og
ekarðið stórt, sem höggvið er í ásb
vinaiiópinn hans, enda hefir hann
tregað sonarmissirinn hverja stund
síðan honum bárust sorgarfregnirn-
ar í haust.
Sá bræðranna, sem ‘særður er,
heitir Gfeli og -’r sýndur stand-
andi á myndinni; en hinn hét
Magnús Janus. Er Gfeli fæddur 29.
des. 1896, við Poam Lake og er yngri.
Vonast faðirinn til þess, að fá hann
heim aftur einhvern tíma á þessu
komanda vori, komi ekkert óvænt
fyrir.
Magnús Jauus «41. var fæddur ár-
'ið 1893 við Foam Lake, og var meðal
hinna fyrstu barna felenzkra, er þar
fæddust. Eldri bróðir hans var
fyrsta sveinbarn felenzkt, er fædd-
ist þar í bygðinni; heitir hann
Hannes fSigurgeir og er kvongaður
Kristínu dóttur Torfa Jónssonar og
búsettur þar í bygð. önnur syst
kin Magnúsar heit. era tveir bræð-
ur: Haraldur og JuLíus, og systur
tvær: Mrs. Ingunn Larson og Þór-
dfe, gift Jóni kaupm. Veum í Foam
Lake bæ.
Foreldrar Magnúsar heitins vora
Stefán bóndi Ólafeson, eins og áður
er sagt; er hann ættaður úr Skeiða-
hreppi í Árnessýslu; og Guðrún
Hinriksdóttir, nú löngu látin, ætt-
uð af Seltjarnarnesi, systir Magnús-
ar bónda Hinrikssonar við Ohurch-
bricjge í Þingvallabygð. Árið 1892
fluttu þau hjón ásamt fjórum öðr-
um búendum frá Þingvallabygð til
þeirra stöðva, sem síðan hefir nefnst
Foarn Lake bygð, og voru það
fyrstu tildrög bygðarinnar. Voru
liðin fiá þvf landnámi 25 ár síðast-
liðið vor.
Magnús heitinn var hinn gerfileg-
asti piltur og velgefinn í öllu. Hann
tveim hreppum sýslunnar munu
vera til kornforðabúr og heyforða-
búr í einum, sem ungmennafélag
sveitarinnar hefir stofnað.
Nýlega brann baðstofa á Bjarna-
stöðum í Blönduhlíð, er þetta ann-
ar bærinn í Akrahreppi á þessu ári.
Ætti það að vera hreppsmönnum
bæði þar og annarsstaðar næg á-
minning til að koma á brunabóta-
félögum í hreppum, en þó ínuri'aff
eins einn hreppur hér hafa komið
þvi nytsemdar verki í framkvæmd.
—Tíminn.
17. jauúar andaðist á ^Jíureyri
Snorri kaupm. Jónsson, einn af
i
var fríður í sjón og hinn myndarleg-
asii. Um nokkurn tíma eftir að yf-
ir um koin, var ihann ineð herdeild-
inni, er hann innritaðist við, en svo
var hann færður í hina alkunnu
TPrirrress- Patricia herdeild, og með
henni var hann er hann féll. Virð-
ist sem hersveit þessi hafi öðrum
fremur staðið þar sem mannhættan
var mest, því oft hefir hún sem næst
verið stráfeld, svo tæi>ast helir
nokkur uppi staðið, er úti voru ár
hlaupin. Tvívegis síðastliðið sumar
var Magnús einn af þeim fáu, er
aftur komu, eftir að áhlaup voru
gerð, og sendi hann þá heim ýmsa
smágripi til minja um bardagana.
1 eitt skiftið var ]>að meðal annars
inikill og forkunnar fagur tígilkníf-
ra'; í annað skifti deildarmerkið af
húfunni sinni, er skotið hafði verið
í tvent. Meðal liðsmanna sinna gat
hann sér hreystiorð og vel ræmdur
og vinsæll var hann meðal allra, er
hann þektu.
Morguninn 30. okt. síðastl. byrjaði
ein með mannskæðari orustum, er
hersveit þessi hefir tekið þátt í.
Sótti hún þá fram úr skotvirkjum,
móti óvina liernum. Um hvað
gerðist þann dag voru fáir til frá-
sagnar um kvöldið. En í þetta
sinn kom Magnús eigi aftur. Var
hans léitað meðal særðra og fall-
inna á vígveílinum, en fanst eigi
og hefir eigi til hans sipurst síðan.
Sprengingar voru ægilegar um
daginn og við þær týndust rnargir,
þó enginn fái greinilega sagt hvað
gerðist eða fyrir kom.
Á unga aldri hefir hann þannig
lífið látið, eins og svo margir fleiyi,
er eigi eiga afturkvæmt, en byggja
lága sali á landi sorgarinnar fyrir
handan hafið. En við góðan orð-
stír enti liann æfina, landnema-
sonurinn vastan úr öræfunum, og
þann sigur vann, að hata ekki
brugðist neimim”. Minningin um
það verður og mætust hjá föðum-
um og systkinunum, er á eftir hon-
um horfa—yfir hafið breiða, er að-
skiilur meginlönd þessarar jarðar,
—Ihafið breiða, er aðskilur Mf og
dauða,—og þegar þau nefna nafn-
ið hans, bróðursins og sonarins,
“Er drýgði fram til dauða
dáð á Frakka láði.”
R. P.
merkustu borgurum þar í bænux.
Hafði legið sjúkur frá því fyrir jól
og talið, að hann muni hafa dáið
úr krabbameini.
Aðfaranótt 21. jan. andaðist hér í
bænum Gunnar Björnsson skósmið-
ur, faðir Péturs Þ. J. Gunnarssonar
kaupmanns, Steindórs prentsmiðju-
stjóra og þeirra systkina.
■hllllMK,-
Nýlega er dáinn á Einarsstöðuui
í Kaldaðarhverfi í Árnessýslu hús-
frú Jakobína Björnsdóttir, ekkja
Einars Ingimundarsonar umboðs-
inanns í Kaldaðarnesi, 83 ára gömul.
fædd H>. apríl 1834.