Heimskringla - 21.03.1918, Blaðsíða 1

Heimskringla - 21.03.1918, Blaðsíða 1
Þú forTSast ekkl at5 brosa, ef tennur $>fnar eru i gútJu lagl.—Ttl þess atJ svo sgett verltS, er nautSsynlegt atS láta »keba tennurnar reglulega. SjátSu DR. JKFFHHT, °*Hinn Kietnu tannlæknl'* Cor. Logan Ave. og Main St. Hinir Beztu—Sendið Oss Pantanir 12 þuml............$:t.2.*» 13 ok 14 l>uml.......$3.AT» 15 oft ltí 1»«■ iii I.$3.95 SenditJ eftir vorri nýju Verflskrá.—Vér seljum allskonar verkfæri og vélparta THE JOHN F. McGEE CO. 79 Henry Ave., WINNIPEQ XXXU. AR. WINNIPEG, MANITOBA, 21. MARZ 1918 NOMER 26 Styrjöldin Frá Frakklandi. Alt g«ngur við saina á hersvæðum Prakklands. Sókn Þjóðverja, sem þeir hafa auglýst svo mjög, er enn «kki hyrjuð. Við og við er Hinden- burg gamli hó að 'hóta bandamönn- um hörðu, ef þeir haldi áfram að skella skolléyrum við öllum friðar- tilboðum hervaldsins býzka og að blinda augu sín fyrir þeim sann- leik, að Þjóðverjar séu þegar búnir að vinna striðið! í lok siðustu viku lýsti hann yfir þvi, að stjórn hans væri viljug að fórna 300,000 mönnum á vostursvæðunum hve nær sem væri, ef bandamenn væru fáanlegir að taka friði — þýzkum friði. Ekki mun þó yfiirlýsing þessi hafa slegið miklum ótta yfir her- búðir bandamanna og munu þeir fylgja stefnu sinni óhikað eftir sem áöur, þrátt fyrir allar slfkar hótanir. >egar tekið er til greina, að Þjóð- verjar hafa allareiðu fórnað 500,000 hermönnum við tilraunir að taka borgina Verdun, sem allar hafa mishepnast, þá verður þessi siðasta hótun þeirra ekki oins stórvægileg. Enda eru nú margir farnir að halda, að þessi margauglýsta sókn þeirra eé ekki annað en látalæti og á- ssetningur þeirra sé að láta banda- menn sækja. Eru engar líkur til að þoÍT gangi að því gruflandi, hve vel þeir síðarnefndu standa nú að vígi, og því öðru nær en þeir séu öruggir i því trausti að. geta brotið her- garð þeta-ra, þrátt fyrir sinn mikla herafla og stórkostlega útbúnað. Engar stórorustur áttu sér stað í siðustu viku, að eins smáslagir hér og þar. Nærri Lens ruddust Can- adamenn fram a einu svæðinu um miðja vikuna og fengu hrakið óvin- ina þar lítið eitt og tekið nokkra fanga af liði þeirra. All-stórt á- hlaup gerðu þeir þýzku á Prakka, á svæðinu fyrir norðan Aisne, en ekki rcyndist þeim þetta neinn gróði. Frakkar voru vel viðbúnir og hröktu þá brátt af höndum sé. Á Verdun svæðinu og víðar voru einn- ig háðar orustur og f flestum þeirra voru það þeir þýzku, sem sóttu y- til einskis. Lofthernaður virðist nú eflast með hverjum degi á báðar hliðar. Flugmenn Þjóðverja hafa þó sýni- lega orðið að lúta í lægra haldi í seinni tíð og hve slíkan hernað sneirtir, virðast yfirburðir banda- manna nú einlægt koma betur og botur 1 ijós. Skutu þeir nýiega nið- ur 59 flugvélar óvinanna, á að eins þremur dögum. Iðulogar árásir eru nú gorðar á borgir á Þýzkalandi og oft við góðan árangur. Frá Rússum. Á þingi miklu, sem haldið var í M-oseow síðustu viku, samþyktu Rússar formlega friðai’samninga Miðveidanna. Voru 453 atkvæði mcð þeasari samþykt ön að eins 30 móti. M. Ryazonov, einn af meðlimum Boisheviki stjórnarinnar, gerðist þá avo óánægður, að hann sagði sig iueð öliu úr Bolsheviki flokknum. Samkvæmt friðarsamning’’m þess- um verða Rús^ar að afsala sér öllu tilkalli til Póllands, Livoniu, Esth- oniu og Ukrainiu. í Litlu Asíu eru Rilssar einnig neyddir til að láta Tyrkjum eftir þau héruð, sem þeir CRússar) hafa haldið af Armenfu og era þetta aðallega þrjú ihéruð—Bal- cum, Kars og Erivan,— — 1 fám orð- um sagt verða Róssar að gefa upp alt það land f Evrópu, sem þeir hafa hertekíð í stríðinu og meira til, verða að kalla her sinn heim það bráðasta og afvopna skip sín. Einn- Ig nieyðast Rússar að skrifa undir nýja verzlunarsamninga, sem eru bindandi þangað til 1925, og er þannig frá samningumunum geng- ið, að allur hagnaður af þeim verð- ur Þjóðverja megin. Þjóðverjar hafa nú tekið á sitt vald borgina Odessa, sem er hafnar- borg við Svartahafið. Er þetta verzlunarstöð mikil og við að ná borg þessari opnast Þjóðverjum ný leið frá Rússiandi til Persíu — og jafnvel til Indlands. Bætir þetta þeim að nokkru skaða þann, er þeir urðu fyrlr, er Bretar ónýttu fyrir þehn Berlin-Bagdad brautina. Hollenzk skip tekin Brezka stjórnin og sömuleiðis stjórn Bandaríkjanna hafa afráðið að taka undir sig öll hollenzk skip, er liggja við liafnir Englands og Bandaríkjanna. Hefir stjórn Hol- lands verið tilkynt þetta, en ekki cr svar fengið, þegar þetía er skrifað. Haldið er þó, að Hollehdingar muni ganga að þessu án nokkurra vafn- inga, þar sem þcir geta nú ekki vænst eftir nægiiegum hveitibirgð- um frá Þýzkalandi eða öðrum vör- um. Þá kröfu munu þeir að eins leggja bandamönnum, að skip þessi notist ekki til hernaðar og fyrir þau skip, seim sökt verði, sé bætt að fuliu að stríðinu loknu. Að þettn verði skilmálar Hollendinga, er haft eftir útanríkisráðherra þeirra og virðast þeir sanngjamir í alla staði. ----Skip Noregsmanna hafa þegar verið þannig tekin af bandamönn- um með samiþykki Noregsmanna sjálfra og heíir þetta gefist mjög vel. ------o------- Róstur á Irlandi Hinn svo nefndi "Sinn Fein” flokk- ur gerist all-róstusamur í seinni tíð f mörgum pörtum írlands. í borg- inni Belfast gerðu meðlimir þessa flokks nýlega uppreisn gegn lög- reglunni. Vildu þeir fá að halda fund í sal einum, sem er samkomu- salur Nationalista flokksins, og þeg- ar þetta fékst ekki, vopnuðu þeir sig með bareflum og öliu, sem þeir gátu ihönd á fest, og bjuggu sig til að haida fund þenna undir berum himni. Lögreglan kom til sögunnar og sló þá tafarlaust í harðan bar- (Jaga, sem stóð yfir í rúmar fjórar kiukkustundir. Uppreistarseggir þessir vou þó yfirbugaðir að lokum og forsprakkarnir hneptir í T"arð- hald. Slíkar róstur hafa átt sér stað vfðar á írlandi og virðist útlit ]>ar í landi nú vera alt annað en glæsilegt. John Dillon, sem nú er leiðtogi Nationalista flokksins, flutti nýlega ræðu í borginni Inniskillen á ír- landi og var hann í ræðu þeirri all- þungorður í garð brezkra stjórri- máiamanna. Kom í ljós í þessari ræðu hans, að hann er öflugur heiméstjórnarmaður, en vill koma þessu í framkvæmd með sátt og samkomuJagi en ekki uppreistum og gauragangi. “Sinn Fein” flokk- urinn mun því ekki draga að veita honum alla mótspyrnu, því meðlim- ir þess flokks, þótt oft sé samkomu- iag þeira bágborið, íara flestir fram á algert sjálfstæði írlands og að mynduð sé þar lýðveldisstjórn. Heimastjórn er þeim ekki nóg—þeir virðast vilja slíta öllu samlbandi við rfkið brezka og ofbeldið er þeirra aðai vopn. Alt bendir til þoss, að afar-hættulegt tímabii sé nú ef til vill að renna upp í sögu Irlands. --------o------- Ba\lfy fær fangavist Á hinu nýafstaðna ársþingi bind- indismanna í Ontario, sem haldið var í Toronto og sem skýrt hefir verið frá í blaðinu áður, hélt maður að nafni Capt. George T. Bailey 1 ræðu, sem vakti mikla eftirtekt af á- stæðum, sem nú skal greina. Ræðu- maður þessi var fyrirliði í hemum og hafði dvalið eitthvað erlendis. þó ekki sé þess getið, að hann hafi verið lengi í skotgröfunum á Frakk- landi. Lagðl hann í þessari ræðu sinni út af því, hve hörmulega mik- ill drykkjuskapur ætti sér stað á meðal hermannanna. Þessu til sönnunar skýrði hann frá því, að sfðustu jól hefðu 90 af hverjum hundrað Canada hermanna á Frakk- iandi verið meira og minna undir áhrlfum víns og sumir dauða- druknir. Með mælsku mikilli gorðl hann alt það veður úr þessu, sem hann gat til þess að hafa sem mest áhrif á áheyrendurna. — Frétt þessi flaug svo út um alt landið og eine og vanalega á sér stað með slíkar flugufréttir, mun hún hafa orsakað töluverðan óhug hjá mörgum í garð herstjórnarinnar brezku — fyrir að ieyfa hermönnum sínum annað eins framferði. Einmitt með slíkum fréttaburði er blásið einna mest að óánægjunni í landinu, helzt á með- al útlendinganna, og fyrir löngu er kominn tími til, að reynt sé að hnekkja slíku með einhverju móti. Næst skýrðu blöðin frá því, að Bailey þessi hefði verið tckinn fasþ ur fyrir kærur þessar gegn her- mönnunum, en verið slept lausum aftur gegn ábyrgðarfé. Mál hans kom svo fyrir 13. þ.m. og eftir að mörg vitni höfðu verið leidd fram á báðar hliðar úrskurðaði dómarinn liann sekan fyrir að hafa borið lognar kærur á hermenn þjóðar- innar og dæmdi hann í þriggja niáhaða tukthússvist. Vörn þessa manns, sem svo ai\-ar- iegar sakir hafði borið á Canada hcrmennina, reyndist bágborin mjö K\mðst hann ekki hafa verið sjónarvottur að þessum drykkju- skap hermannanna sjálfur, en kvaðst hafa haft þetta eftir fyrir- liða einum, sém verið hefði á Frakk- landi um jóiin — en ekki mundi hann nafn hans með vissu! önnur vörn hans var svipuð. Margir heinikomnir liermenn báru vltni í þessu máli, og kom þeim öll-i um saroan um, að drykkjuskapur| væri ekki leyfður f herbúðunum. j Skamtur sá af rommi, sem iier- nvennirnir fengju við og við, væri ekki stór og nægði ekki til þeas að gera nokkurn mann ölvaðan. Her- lögin væru ströng hve þetta snerti og hverjum þeim hennanni, sem gerði sig sekan um brot á móti þeim, væri hegnt stranglega. t -------o------ Fréttabréfskafli (Bréf þetta fékk séra F. J. Berg- mann nýloga frá Aðalsteini Krist- jánssyni, og hefir góðfúslega leyft oss að birta það í biaðinu. Vér birtum biófið þó ekki alt, heldur að eins ]>ann kafla þess, sem fjallar um skemdirnar á ‘‘Gullfossi’’ Ritst.) 279 Cumberland St„ Brookiyn, N. Y„ 14. mar. 1918. Iláttvirti vinur! Hingað til New York kom eg frá íslandi 81. f.in. með “Gullfossi.” ’ ' Þegar eg sá þess getið í Lögbergi, að Gullfoss hefði orðið ifyrir skemd- um á leiðinni hingað, kom mér til hugar að ske kynni að einhver hefði gaman af, að frá atvikum væri skýrt nokkuru nákvæmar. Sumir Vestur-lslendingar hafa ihugsað um skip Eimskipafélagsins, sérstaklega Gullfoss, eins og ihugsað var um töfraskipið Eliiðe Hver “veit það sem enginn segir”? Hver veit nema frain komi einhverjir töfrar í sam- bandi við Gullfoss,—ef til vill öll skip Eimskipafélagsirts. Gulifoss lagði út frá Reykjavík 31. janúar s.l„ kl. 3 e.h„ beina leið til hafs. Hafði verið þíðviðri sunnan- lands nokkra undanfarna daga, eft- ir hinar dæmafáu grimdarhörkur, sem gengið höfðu uppihaldslaust frá því 5. janúar og þar til síðustu daga mánaðarins. Með landsfman- um bárust þær fregnir, að jafnvel þá daga, sem frostlaust var í Rvík, var 10 til 12 stiga frost á Vostfjörð- um og Norðurlandi. — Hafísinn þar ein hella alt í kring eins langt og augað oygði—að sagt var. Guilfoss hrepti uppihaldslausa storana fyrstu átta sólarhringana. svo naumast var hægt að vera úti á þilfari nokkra stund. Gekk þó alt slysalaust þar til 6. febrúar. Útdr. úr dagbók fyrsta stýrim.: “6. feb.—Kl. 4 e.h. var komið ofsa- rok á norðvestan með þreifandi byi. Var þá skipinu lagt upp á móti sjó og vlndi með hægri ferð og helt steinolíu í sjóinn á kulborða til að lægja sjóinn. Kl. 7.30 kom stór brotsjór yfir skipið framan til á hús- ið (borðsalinn á 1. farrými) um stjórnborða og mölvaði klæðning- una utan með á efra (promenade) þilfarinu, og bekkina og kompás- inn þar. Enn fremur braut sjórinn upp stóru hieðslubómuna um stjórnborða og reif og sleit upp um- búnaö af stórlostinnl. Einnig beygði sjórinn mikið inn húsið um stjórnborðá og mölvaði þrjá glugga á þvf; einnig hafði tekið út lokið af kolakössunum um stjórnborða. Enn fremur hafði sjórinn beygt inn og mölvað kinnunginn á stjórnborða og skemt vara stjórnvölinn aftur á. —Skipið var sett undan sjó og vindi meðan verið var að þétta stórlúg- una og laga til það sem hægt var á Þilfarinu. Þegar brotsjórinn kom yfir skipið fékk það mikinn halla, því farmurinn hafði færst til í því. Um stjórnb. fylti II. og III. botn- “tank” og var dælt úr þeim til að rétta skipið.” Þegar gluggarnir brotnuðu kom ailmikill sjór inn í fyrsta farrými bæði uppi og niðri, en sem betur fór var skjótlega haigt að ganga svo frá þessu, að ekki sakaði. Allir virt- ust taka því sem verða vildi, með ró og stillingu, konur jafnt sem karlar. —Farþegar voru 17 með skipinu. ---------------o------- Sambandsþingið kemur saman Sambandsþingið kom saman 18. þ. m. eins og til stóð og var formlega sett kl. 3 þann dag af landstjóran- um, hertoganum af Devonshire. All- ir þingmennirnir, bæði cldri og yngri, voru viðstaddir og f sætum sínum. Áður um daginn hafði E. N. Rliodes, þingmaður frá Cumber- land, verið kosinn þingforseti — var iiann tilnefndur af Sir Robert Bor- den, en Sir Wilfrid Laurier studdi. Enginn var tilnefndur á móti og j var Rhodes þvf kosinn í einu hljóði.J Hefir hann gegnt stöðu þessari áð- ur og látið sér vel farast. Hásætisræðan var ekki löng, en efnismikil og þótti mikið til hennar ^ koma. Landstjórinn dróg til að byrja með athygli þingmanna að alvarieik yfirstandandi tíðar, er hin ægilega veraldar barátfa stæði enn yfir, og kvað þar af leiðandi mikla ábyrgð og skyldu nú hvíla á lierð- um þeirra. Styrjöldin hefði nú stað- ið yfir í nærri fjögur ár og enn væru endalok hepnar ihulin óvissu. Nú riði því engu síður á áræði og stofnufeistu hér lieima fyrir, on á vígvöilunum, þar hinir liugprúðu samlandar vorir væru að berjast. Canada herinn liéldi enn orðstír sín- um óskortum og hefði aukið að mikl- um mun á frægð sína síðan síðasta sam'bandsþing hér stóð yfir. Þrátt fyrir meiri drátt, en búist hefði verið við í sambandi við iiðs- afla þann, er kallaður hefði verið fram með herskldulögunum, þá 'nefðl samt með þessu fengist töiu- verður líðstyrkur til viðhalds Can- ada hernum og yrði fyrirkoinulagi þessu haldið við í framtíðinni. Til þess að þeim tilgangi núver- andi stjórnar verði náð, að láta civil service lögin ná til allrar stjórn arþjónustu og þar með afnema all- an sérstakan veitingarétt í sam- bandi við úthlutun á slíkum stöð- um, væri ný löggjöf nauðsynleg. — Margt annað tók landstjórinn til í- hugunar og skýrði svo í íáum orð- um frá helztu lagaframvörpum, sem lögð verða fyrir þingið, og eru þau sem fylgir: Um réttindi kvenna; konum sé veittur atkvæðisréttur og ráðstafan- ir gerðar til þess að þeim veitist full þegnréttindi. Um aukna skatta, sem leggjast á gróða og tekjur einstaklinga og auðfélaga. Um að komið sé fyrir óhæfilegan gróða vissra iðnjaðarstofnana í land- inu. Um eflingu allrar fæðu fram- ieiðslu landeinis. Um eflingu skipagerðar og alls þar að lútandi. Um að Civil Service lögin séu lát- in ná til allrar stjórnarþjónustu. Um öflugar ráðstafanir viðkom- andi innflutningi og byggingu landsins. Um að ráðstafanir séu gerðar við- komandi heimikomnum hermönn- um; góð umsjón höfð með þeim og þeim veitt kensla í ýmsum iðnaðar- greinum. Um ráðstafanir viðkomandi járn- brautunum i landinu. ------o------- Samkomurnar í Sask. Þjóðræknissamkomur þær, er haldnar vora nýlega hjá Saskato.he- wan íslendingum, af Hon. T. H. Johnson og Lt. W. Lindal, liepnuð- ust ágætlega. Aðsókn var mikil á öllum stöðum og sýndi þétta ljós- lega að fólk yfirleitt sé farið að skiija nauðsyn þess að þannig sé komið saman með því markmiði að sameina kraftana á þessum yfir- standandi alvörutímum. Með þvf að stofnað sé til samhugs og sam- vinnu verður hag þjóðarinnar bezt borgið—þannig verða stigin helztu sporin til eflingar framleiðslunni og til styrktar 1 rmönnunum, sem á vígvöilunum berjast. Mikill áhugi kom í ljós á þessum samkomum öllum. Sýndu fslend- ingar við þessi tækifæri, að þeir séu engir eftirbátar annara landsborg- ara hér, hve brennandi áhuga snert- ír fyrir málum þessa lands. Engu síður cn aðrir landsmenn eru þeir stoltir af'SÍnum hugprúðu hermönn- um, sem svo góðan orðstír hafa get- ið sér á orustuvöliunum. Enginn þarf því að óttast, að þjóðhollir ís- lenzkir borgarar þessa lands dragi sig í hlé þegar stigin eru spor til styrktar þeim hraustu drengjum, sem nú þerjast í skotgröfunum. Á samkomum þessum voru sam- skot tekin til arðs fyrir hjálpar- nofnd 223. herdeildarinnar og komu inn eftirfyigjándi upphæðir: Churehbridge......$ 74.25 Leslie............ 100.90 Wynyard........... 93.55 í alt .. .. $268.70 Hópurinn, sem vestur fór í sam- bandi við þessar samkomur, hlaut allsstaðar beztu viðtökur og gest- risni. -------o------- Bankar sameinast. Sá sögulegi atburður skeði hér í Canada síðustu viku, að Royal bankinn keypti Northem Crown bankann með rá og reiðaogihverfur þvf þossi sfðast nefndi banki alvegl úr sögunni og renriur inn í þann fyrnefnda. Eigendur þessa banka tapa þó engu, því þeir fá hluti sína borgaða fullu verði. Umskifti þessi gem það að verk- um, að Royal bankinn verður nú annar stærsti bankinn f Canada. Við kaup þessi aukast eignir hans að mikium mun og verða nú upp á $348,396,309. Hafa eigendur hans keypt tvo banka síðan árið 1914, Quöbec bankann og Northern Orown bankann. Banka fyrlrkomulaginu í Canada hefir jafnan verið við brugðið sem góðu og stefnan nú virðist vera: færri bankar. Fyrir 30 áram síðan voru hér 41 löggiltir bankar, fyrir 9 árum sfðan 29, en nú ern þeir komnir ofan í 20. Ekkert óleyfilegt á sér stað í sambandi við þessa fækkun bankanna, því landslögin á- kveða þeim rétt til þess að iselja eignir sínar nær som þeim sýnist svo við liorfa. Leyfi fjármálaráð- herra sambandsstjórnarinnar verð- ur ]>ó að fá áður saia sú getur geng- ið í gegn. Mörgum af fyrvemndi útibúum Nor. Crown bankans verður nú að sjálfsögðu lokað.—íslendingum til leiðarvfsis viljum vér þó geta þess, að útibúi hans á horni William og Sherbrooke stræta verður haldið opnu með sama fyrirkomulagi og áður og verður T. E. Thorsteinsson þar áfram ráðsmaður. -------o------- Eftirmaður Redmonds Við fráfall hins mikla þjóðskör- ungs á írlandi John Redmonds, var missir þjóðveldismanna þar, eða Nationalista fiokksins, öllu tilfinn- anlegastur, að oiga á bak að sjá svo ötulum og öflugum leiðtoga. Tölu- verðum vanda bundið mun hafa verið að veija eftirmann hans, enda er ®ú jafnan þrautin þyngst, er mik- ilmenni þjóðanna falla í valinn. Sá maður, sem valinn hefir verið og er nú leiðtogi Nationalista á Irlandi, heitir John Dillon og er haldið hann muni í flestum málum fylgja svipaðri stofnu og fyrirrennari hans. Hann var einn af helztu samveTka- mönnum Redmonds og fylgdi hon- um eindregið. John Dillon er fæddur árið 1851 hefir, að heita má, stöðugt ftngist við stjómmál síðan hann var 29 ára gamall. Hann útskrifaðist af háskólanum í Dublin og las svo iæknisfræði. Bkki leið þó á löngu áður hann hvarf frá læknisfræðinni og tók þá að gefa sig allan við stjórnmáium. Þó ekki sé hann neinn afburða mælskugarpur, hofir oft þótt kveða töluvert mikið að honum á þingi. Eftir að stríðið hafði staðið yfir rúmt ár og stjórn- in brezka ákvað að safna miljón manna aukaliði, andmælti hann þessu harðlega og var um tíma ófá- anlegur að samþykkja að þetta væri réttilega að farið. Hann var í fyrstu andvígur lierskyldu, en lét þó til- leiðast á endanum að verða við óskum John Redmonds og sam- Jiykkja að herskyldulögin gengju í gildi. Oftar hefir hann risið önd- verður stjórninni í ýmsum málum, sérstaklega málum viðkomandi lr- landi. Hann er öflugur heima- stjórnarmaður og ann þjóð sinni af alhug. Þó hann sé hniginn á efri aldur, er liann hinn ernasti og hressasti og má enn mikils af hon- um vænta. -------o------- Drengjaherinn Liðsöfnun í drengjaherinn—Soldi- ers of the Soil—byrjaði hér í Winni- peg á mánudaginn í þessari viku. Um tuttugu drengir innrituðust strax fyrsta daginn, og sökum þess hve góðar undirtektir fyrirtæki þetta hefir fengið, er haldið að drengjaherinn hér verði orðinn hinn álitlegasti að stærðinni til áð- ur langt líður. Engir eru skyldaðir til þeiss að ganga í her þenna, heldur bjóða allir sig fram sjálfviljuglega. Eins og skýrt var frá í siðasta blaði eru teknir f hann drengir frá 15 til 19 ára og innritast þeir til 3—4 mán- aða í einu. Á þeim tíma skuldbinda þeir sig til þess að stunda eingöngu landbúnaðarvinnu. Markmlðið með þessú er að efla framleiðslu lands- ins og bæta úr hinni væntanlegu vinnumanna eklu, þegar sáningar og uppskera vinnan byrjar. Dreng- irnir fá gott kaup og verður farið vel með þá að öllu leyti. Þó þeir gangi ekki til víga, fá þeir engu að síður medalíur og heiðursmerki fyrir dugnað og hreystiloga framgöngu. Drengjahers deildir er nú verið að mynda í hverjum bæ í öllum fylkj- um landsins. Af undlrtektum þjóð- arinnar að dæma virðist fyrirtæki þetta ætla að hepnast eftir öllum vonum. Þetta er stórt spor í sam- vinnuáttina og allir þeir, sem bera velferð lands og þjóðar fyrir brjósti, ættu að styðja fyrirtæki þetta af dug og dáð. -------o------- Arsfundir íslendingadagsins. Ársfundur íslendingadagsins var haldinn i Good Templara húsinu á þriðjudagskveldið var. Fundur- inn var fremur fámennur, eins og stundum áður, og er ]>að illa farið, að menn skuli svo skeytingarlausir um afdrif þessarar einu þjóðliátíð- ar, sem haldin er með íslendingum hér í bæ, að þeir nenni ekki að eyða einni kvöldstund til að sækja þenna árlega aðalfund. Kosning nýrra nefndarmanna fór fram á fundinum. Nefndina skipa tólf manns auk ritstjóra islenzku blaðanna, og hefir sú tilihögun átt sér stað nokkur siðustu árin, að sex menn eru kosnir árlega til tveggja ára, sex ganga úr. Þesssir hlutu kosningu: Dr. B. J. Brandson Miss Steina J. Stefánsson B. L. Baldwinson S. D. B. Stephanson Björgvin Stephanson Dr. M. Halldórsson. — Þeir sem kosnir voru f fyrra til tveggja ára, og sitja því þetta ár, eru:— Árni Ander»on Hannes Pétursson E. P. Johnison Arngrímur Johnson Thordur Johnson Fred Swanson. —Nefnd sú er kosin var á ársfundi 1917 til þess að safna fundargjörða- bókum og öðrum skjölum og skil- ríkjum ísiendingadagsinis frá byrj- un, hafði ekki iokið starfa sínum og var endurkosin til sama starfa. Kvað nefndin annmarka nokkm á þeirri söfnun vegna þess, að nú fyndust ekki fundarbækur eldri en frá 1901, og jafnvel ekki allar trá þeim tírna, en það væri bót í máli, að sögu dagsin® mætti nokkum veginn rekja úr blöðunum íslenzku. Umræður urðu langar um þetta mál, og virtust menn tæplega á eitt sáttir með ýerkefni nefndarinnar. Nefnd þessa skipa þeir O. S. Thor- geirsson, Rögnv. Pétursson og B. L. Baldwinson. Reikningar dagsins fyrir árið sem leið vora lesnir upp og útbýtt með- al fundarmanna. Sýndu þeir, að tekjur dagsins höfðu gjört betur en mæta útgjöldum, og að sjóðurinn er að mun stærri en í fyrra. Uppástunga kom fram um það að breyta deginum frá 2. ágúst til 17. júní. Litlar undirtektir fékk ]>etta mál og eftir stuttar umræður var tillagan feld og slegið föstu með 2. ágúst þetta árið. Heiðursforseti íslendingadagsins var kosinn Vilhjálmur Stefánsson. Yfirskoðunarmenn fyrir þetta ár eru þeir Ásm. Jóhannsson og J. J. Swanson. S. D. B. S.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.