Heimskringla - 28.03.1918, Blaðsíða 2

Heimskringla - 28.03.1918, Blaðsíða 2
2. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. MARZ 1918 --------------------------- BRÉF ÚR BYGÐUM ISLENDINGA. L--------------------------- . .......—.. Spanish Fork, Utah, 12. marz 1918. Herra ritstjóri! 1 dag er regn, fyrsta regnið á þessu vori. Snjó þann, er féll í vetur, tók upp af öllu láglendi um síðastliðin mánaðamót. Siðan hafa verið bæri- leg veður, og alt útlit fyrir að vorið sé byrjað. Hefir vetur þessi verið hér um slóðir hinn allra bezti. Hér í þessu bygðariagi mátulega mikill 6njór, næstum í tvo mánuði, en frost lítil. Jörðin kom-því marþíð undan snjónum, þegar hann leysti, og gátu bændur þá undir eins farið að plægja akra sína og búa þá und- ir vorsáning, sem byrjar nú upp úr næstu helgi, haldist bliðviðrið, serai allir vona að Verði, ef eftir vanda lætur. Heilsufar hefir yfirleitt verið í bezta lagi. Skepnuhöld eru góð, og alt yfirleitt mjög hagstætt. Stórtíð- indi hafa engin átt sér stað, og engir nafnbendir iátist, hvorki meðal landa vora né annara. Þannig megum vér því segj'a, að þessi blessaði vetur hafi verið einn sá bezti, sem menn hafa lifað hér svo árum skiftir. Margt og mikið er það nú orðið, sem menn hafa haft sér til skemtun- ar og dægrasfyttingar á þessum vetri, þó fæst af þvi verði hér upp- talið. En eitt með því merkilegasta hafa samt verið ferðalög fólks til suður Caiiforníu, landsins, þar sem sólin skín á hverjum degi og blóm- in anga alt árið í kring;’ landsins, þar sem altlrei sést snjór og sjaldan verður vart við frost; iandsins, sern ýmsir halda að fljóti í mjólk og hunangi. En það er nú máske draumur, því séð hefi eg og talað við menn, sem hafa alt aðra skoð- un; menn, sem halda því fram, að Utah sé enn þá betra land, bæði'að landgæðum, tíðarfari og almennri vellíðan yfir höfuð, og trúi eg því vel. Við höfum hér ætíð í rninsta lagi þrjú hundruð sólskins og hlý- inda daga á hverju ári. Uppskera bregst aldrei; og'þá mætti nú held- ur ekki gleyma þessu inndæla, sval- andi og endurnærandi fjallalofti, sem alt lífgar og gefur nýtt fjör og mátt, sem Utah ein er svo auðug af. En það er samt eiginlega ekki tíðar- farið, fegurð náttúrunnar eða lista- verk manna, sem hafa dregið fólk þangað á þessum vetri, heldur hið nafnfræga “Oamp Kearney”, þar sem “Uncle Sam” hefir haft 1 vetur og hefir enn nálægt 45,000 hermanna, eitthvað fimtán mílur frá borginni San Diego. — Það kvað vera mikil og merkiieg sjón að sjá það; þar eru nú nokkur hundruð af Útah-ríkis ungu og beztu sonum við heræfing- ar, og það er það, sem dregið hefir svo marga Jiangað suður. Foreldr- ar að sjá syni sína, máske í síðasta sinni, og bræður og systur bræður sfna, auk ails vina og kunningja fjöldans, sem of Jangt yrði hér upp að telja. Svo ]>egar þangað er kom- ið, gleyma menn heldur ekki að sjá og skoða alt. sem fagurt er og sögu- ríkt, iistaverk og margt fleira. Ekki dettur mér í hug að fara að nafngreina alla, sem suður hafa far- ið úr þessum bæ, enda myndu ísl. lesendur lítið við þá kannast, en það finst mér þó tiIhlýðiJegt, að geta þass, að landar vorir hafa ekki verið neinir eftirbátar í þessu frekar en öðru, sem gagnlégt er og nauð- synlegt. Snemma í febrúar fóru þangað suður sér til skemtunar þeir herr- ar: Guðmundur Þorsteinsson, Jóns- sonar læknis úr Vestmannaeyjum, og Eggert ólafsson, tengdasonur hr. Markúsar Vigfússonar, forseta hins ísl. lestrarfélags hér í umdæminu. Þeir eru nú komnir aftur glaðir í anda og vel ánægðir yfir öllu, sem fyrir þá bar á leiðinni. Hinir aðrir hafa haft sér það til dægrastyttingar, að lesa Almanak ■O. S. Th. fyrir árið 1918, sem er að vanda margbreytt og fróðlegt, og svo höfum vér líka fyrir skemstu notið þeirrar ánægju að fá að sjá og lesa þetta nýja blað, sem sumir kalla “Styrjöld”, af þvf þeir skilja vfst ekki upp á það bezta mieiuing- una í vísuorðunum: “Nóttlaus von aldar veröld, þar sem víðsýnið skín” — og þvf síður “Voröld.” —En mér þykir nafnið fallegt, og óska því blaðinu til heilia og langra lífdaga. Landi vor Þorbjörn Magnússon, sem um síðastliðin fjögur ár hefir dvalið á ýmsum stöðum norður í Oanada, mest í Nýja fslandi, gerði osis þá ánægju að lofa oss að sjá framan í sig hinn 6. fyrri mánaðar. Hann dvelur nú í Salt Lake City um stund; iét hann ihií bezta af öllu, sem fyrir augun bar og hann kyntist þar nyrðra. En ka’t mun honum hafa fundist þar, ekki síður en á gamla landinu. Jæja, herra ritstjóri! Eg held eg sé nú búinn að rugla nóg í þetta sinn og slæ eg því botninn í. l>ú átt að hafa þetta til páskalesturs. Þinn E. H. Johnson. Sinciair, 8. íebr. 1918. Herra ritstjóri:— Það er nú auðvitað orðið all-langt á eftir tímanum, að fara nú fyrst að minnast á síðastl. 2. ágúst. En ef til vill er hér sem oftar: “betra seint en aldrei.” Það voru ýms atvi^, sem leiddu að því að eg afréð að sækja þessa hátíð fslendi'nga í Winnipeg. Eg hafði einu sinni áður sótt þann dag þar hjá þeim, og þótt það væri fyrir 25 árum síðan þá bar eg alt af endurminningar þess 1 huga mér. Hafði eg borið hlýjan hug allan þenna tíma til hátfðarinnar, að vísu gleymt mörgu, en haldið sumu. — Ýmsar sögur og fréttir virtust benda til þess, að dagurinn væri fremur að færa sig úr hinum rétta og sanna íslenzka búningi og margt fleira; en “sjón er sögu ríkari”, og vissulega reyndist mér það svo. En það stóð illa á að fara þessa ferð: heyskapur var ekki búinn og svo var hveitisláttur í nánd; og að fara burt írá þessu öllu, var alls ekki neinn búmarlnshnykkur, þó það slarkaðist. — 2. ágúst er rnjög illa valinn*tíini fyrir okkur bænd- urna til að geta sótt þenna dag og þurfa að ferðast mörg hundruð mílur. Við tókum sæti í brúna klárnum (Auto.), og bar okkur allskjótt aust- ur slétturnar. Klárinn reyndist á- ræðinn, en þar sem vegurinn var ekki vel sléttur, hristi hann okkur öll stundum all-óþyrmilcga, og meinti það, að við yrðum að fara dálítið hægra, “og það dugði.” Sólarhitinn var sterkur, en þó gola, . sem hreyfði akrana báðum megin við veginn, og þótt stangirn- ar væru víða stuttar, þá samt var alt í fylsta blóma, þótt dálítið sitt með hverju móti væri. Þegar komið var austur nálægt Souris og í nánd við Brandon hæð- inar, var vegurinn hinn bezti og alla leið til hinnar gömlu og góðu Argyle-bygðar. Þar'höfðum við dá- litla dvöl og héldum ]>aðan áleiðis til Winnipeg. En þegar við áttum eftir 40 mílur, skall á okkur helli- rigning samfara dálitlu hagli. Við þetta minkaði skriðið á okkur, þvf nú var komin leðja og vatnið stóð í tjörnum. 1 staðinn fyrir að komast til Winnipeg kl. 6 að kveldi, þá var klukkan orðin liðloga 9, ]>egar við skriðum út úr hinni jeirkendu leðju og sluppum heilu og höldnu á hin uppljómuðu sement-stræti Winnipeg-borgar. Margur leit þó á okkur hornauga. ]>ví nú var Brúnn ófrýnilegur á að líta, og eiginlega líktist engu öðru en reglulegri leir- hrúgu. Næsta morgun gerðu vatnsslöng- urnar hans Vilia Olson hann Brún okkar að nýjum, ásjálegum fáki, og við höfðum mikla skemtun af að flytja marga ættingja og Vini út í garðinn 2. ágúst. Morgun þessi var freiTnur skuggalegur og þegar við komum í garðinn fyrstu ferðina, var fátt þar fyrir. Eg tók þó eftir nokkrum þar, sem báru þess merki að þeir væru í forstöðu-nefndinni. Eg starði á þessa menn, því þeir störðu á veðrið og upp í loftið, og rétt í þessu fór dálítið að rigna. En íslenzki fáninn gaf þessu cngan gaum: stoltur af sögu sinni og þjóð blakti hann frí og frjáls, og kveið ekki neinu; mér virtist hann ekki geta eða kunna að lí'ta niður. Nú fór að birta til, óg fleiri og PURITY FLOUR (GOVERNMENT STANDARD) Þetta er ekki “Stríðs-Hveitimjöl” Að eins “Stríðs-tíma-Hveitimjöl” Canada. Brúkið það í alla bökun. poRiiy FLOUR "MORE BPEAO AND BETTER BREAD” ■ 144- fleiri fóru að koma, fyrst í hópum og síðan í fylkingum. Var þá strax byrjað með því að kalia börnin í hópa til að reyna sig á hlaupum og var byrjað á 6 ára aldri og svo í liðum þar fyrir ofan. Nú mátti sjá mörg mannvænleg andlit, full af gleði og spryklandi af fjöri, og gengu þessi hlaup alk lengi, þar til gamlir menn og konur tóku til íótanna líka. Svo rak hvað annað: íþróttir af ýmsu tagi, sem unun var á að horfa. Strax við byrj- un kapphlaups barnanna var við- höfð sérstök nákvæmni og um- hyggja. — Knattleikurinn á mi'lll ungmeyja frá Winnipeg og Lundar var ágæt skemtun; þær léku allar svo jafn-vel að lítið mátti á milli sjá og algerlega laust við alla misklið, sem þó á sér oft stað í knattleik. — En íslenzku glímurnar urðu mér að dálitlum vonbrigðum; eg átti von á meiru þar, því hér glímdu bara tveir mena, og það var alt og sumt; þeir glimdu samt vel og lengi, og hefðu þeir verið fleiri, þá hefði þetta vissuíega verið gam- an. Eg vildi mega mælast til, að næsta 2. ágúst væri höfð myndar- leg bændaglíma að gömluin og góð>- um sið, ekki færri en 10 á hvora hlið; þetta myndi 'hleypa glímu- skjálfta og berserksgangi í hið ís- lenzka blóð ykkar. Það lá við að þetta ætti sér stað, þegar aflraun á kaðli fór fram á milli Winnipeg og utanbæjarmanna. Þar var sterklega togað á báðar hliðar; þar voru ber- serkir, og eintómir berserkir, en þó svo jafnir og prúðraiannlegt lið, að hvergi getur betra. Þetta tog stóð yfir all-lengi, þvi' hvorugur mátti betur, unz önnur hliðin þokaðist nokkra þumlunga og það var allur gróðinn. Eg er nú kominn töluvert á undan dagskránni, því ræðurnar byrjuðu löngu fyr en þetta fór fram, og eins og blöðin eru búin frá að segja, þá var þar hver ræðan annari betri. En á þessar ræður gátu ekki allir fengið gott næði til að hlusta, því hér og þar var verið/ að keppa við ýmsar íþróttir og fylgdi þvi sean eðlilegt var töluvcrður hávaði. Þó bar ekki mikið á þessu fyr en á leið, en þá líka heyrðist varla neitt að gagni. Enda er Ímð hyggja mín, iað flestar ræðurnar hafi verið mikiLs til of langar, þótt hvert orð í þeim væri skínandi gull. Það má alls ekki bviast við, að mörg hundruð af kornungum æskulýð geti setið graf- kyrr 1 marga klukkutfma undir slíkum Jónsbókar-lestrum, hversu góðir sem þeir eru í alla staði, sem þessir líka voru. Öllu má ofbjóða. Þessi æskulýður er þarna kominn til að skemta sér og til að skemta öðrum; enda gerði hann það með aðdáun og í fylsta máta. Það er æskunni óeðlilegt að vera hreyfing- arlaus eðia með öllu hávaöalaus svo langan tfma. Þá er að minnast á uppboðið með nokkrum orðum; það var gert um nokkur pör af hermannasokkum og var Ijr. Brandson uppboðsmaður; tókst þetta mjög vel og fóru sokk- arnir á geypiverði, sem búast mátti við á þessurn stað; en eg sá seinna allan sokka-bunkann, sem Íslenzkar konur höfðu prjónað, og öll þessi j sokkapör voru í fylsta máta vel vönduð að öllum frágangi, sérstak- lega hlý og sterkleg, og þeir her- rnenn sem svo hepnir voru að fá að njóta þeirra, og sem ef til vill hafa bjargað lífi einihverra, ]>á hafa þau pörin, sem ekki voru seld, orðið enn þá þyngri á metaskálinni, og það að mun. Barnasýningin var unaðsleg, enda var þar viðhöfð hin mesta og bezta nákvæmni. Og hafi það ekki verið himnesk englasveit þá voru það jarðneskir englar, sem þarna gat að lfta; og aldrei gleymi eg ]>eim yndis- lega hópi, er sýndi svo vel hvað móður-umhyggjan kemst langt. Margt lrefi eg nú hlaupið yfir, surmi gleymt en sumu slept af &■ settu ráði. — Það síðasta um kvökl- ið var dansinn. Það var aðallega vals, sem verðlaun voru gefin fyrir, og tóku þátt í honum fjöldi manns. Það var allTengi dansað áður dóm- ur var feldur um listina. Eg skrif- aði hjá mér það sem eg áleit vera beztu pörin, og það hitti svo skríti- lega á, að einmitt þau fengu verð- launin. Eg hefi ]>ví ástæðu að á- líta sjálfan mig all-hæfan dans- dómara. Já, þessúm degi var þó sannarlega vel varið. Eg hitti þar fólk, serai var mér samferða frá íslandi fyrir 28 ár- umj hafði eg aldrei séð það síðan fyr en þarna; og þarna rakst eg líka á uppalningsbróður minn, sem eg aldrei hafði séð síðan fermingar- daginn hans, og var eg búinn að frétta úr bréfi frá íslandi, að liann hefði drnknað af fiskiskipi við Eyjafjörð. En þarna kom hann þráðbeinn og snarJifandi og heils- aði mér með nafni; þekti eg hann líka óðara. Það er því ekki að eins bæði fróð- legt og skemitilegt að sækja hátíð íslendinga í Winnipeg, heldur er það sem æfintýri er enginn sannur fslendingur má missa af um langan tíina. Hér er um sanna íslendinga að íæða og ekki að eins það, heldur sanna Canadamonn líka; og ekki get eg séð neitt því til fyrirstöðu að þeir geti verið þetta hvorttveggja í senn. Þetta kom ósjálfrátt í huga mér, þegar hornaflokkurinn þeirra lék íslenzku lögin fögru og inndælu og þar á meðal lO'fgjörð þeirra Matthfasar og Sveinbjörns: “Ó guð vors Lands!” o.s.frv. Eg skil nú við 2. ágúst 1917 ineð mörgum og góðum og hlýjum end- urininningum í 'huga og ineð sönnu þakklæti. Nefndin, sem fyrir hátíð- inni stóð, var með afbrigðum í alla staði og sérstaklega alúðleg og nær- gætin við gestina og barnahópinn, sem hún hafði yfir að sjá meðan kapphlaup og leikir stóðu yfir. Eg óska þeim börnum ölium gæfu og gengis, er í garðinum voru þenna dag. Það var þó sannarlega falleg- ur hópur. Svo fór eg raú fljótlega að hugsia til heimferðar oftir glaða og góða stund. Við beltum nú í hann Brún öliu sem h'ann þoldi af þessu gasó- líni og hertum töluvert upp skeif- urnar hans, þvf í Winnipeg voru nú 3 eða 4, sem þóttust eiga heimt- ing á að slást í förina vestur. Það voru því ekki færri að tölunni en sjö manns, sem settust upp á Brún og fylgdi þar með hrúga af töskum, sem alliar voru meira en troðfullar. En hvað um það, garmurinn skreið á stað og það möglunariaust; og liann skeiðaði vestur slétturnar þíður eins og biærinn, og það var uin sóLalagið á sunnudagskvöld að Brúnn stnazaði við dyrnar heima eftir heillar viku ferð, sem hann taidi 960 mílur; og aldrei bilaði hið ailra minsta nokkur hlutur á allri leiðinni; þetta þótti sumum ó- trúlegt, en satt er það samt. En—byggakurinn rétt við húsið stóð hvítur til uppskeru og hengdu stráin höfuð sín eins og bau segðu: “Þú ættir þó sannarlega að skainin- ast þín fyrir að vera burtu heila viku, rétt þegar mest er að gera.”— Og eg fann að þetta var liverju orði sannara. Og áður langt leið var eg tekinn til starfa og koininn ímínar góðu “overalls.” A. Johnson. að bregða ætti upp myndinni f að- aldráttum fyrir íslenzkum biað- lesenduin. II. Rocam-Bolo. Landráðamaður Eftir síra F. J. Bergmann. Frá Frakklandi. Ekki er mönnum meiri forvitni á að heyra frá neinu landanna, er við stríðið eru riðin, en Frakkiandi. Fyrir 1870 voru augu allra manna á Frakklandi og höfðu verið um langan tíima. Frakkar voru þá öndvegisiþjóð Norðurálfu. Þeir voru viðurkepdir að standa í fyrstu röð fylkinga m'enningarinnar. En svo var Frakk- iand lostið kinnhestinum eftir- minnilega 1870. Síðan ihefir no'kkurn skugga borið yfir og sólskinið frakkneska naumast verið jafn- bjart. En síðan stríðið hófst, sem nú stendur yflr, er eins og sólin frakk- neska hafi fengið birtu sína aftur. Nú horfa allir til Frakklands. Það er aftur orðið heilagt land í fegurri merkingu en áður. Listfengi og feg- urðarvit ]>jóðarinnar gerði áður garðinn frægan. Nú er það stöðuglyndi og við- náonsþrótttur þjóðarinnar í píslum og hörinunguni, og frábær fórnar- fúsleikur, sem gerir bjart í landi. Margvfslegar eru píslirnar og í ó- tal inyndum. Þær eru ekki einung-j is í því fólgnar, að Tiáloga liver vopn- fær inaður, sem til er í, landinu, j verður að standa í skotgröfunum. í Heldur eru þær einnig fóignar í glæpsamiegri prettvísi, sem nokkur Jandsins eigin harna gerast sek um. j Það er sárast, þvf þjóðarheiður-' inn hefir ávalt af Frökkum verið; settur öllu ofar. Að ryðblettir falli! á ]>ann fagra skjöld, vekur ávalt mikia gremju. En á þessuin tí.mum, er líf liggur við, tekur það út yfir j alt, að til skuli vera menn af frakk- nesku bergi brotnir, er selja vildi ó- j vinúnuin iff þjóöarinnar. Mörg siík mál hefir þjóðin haft; með höndum nú um þetta leyti og liefir sumra þeirra verið minst áður. En þeir sem vilja kynna sér lund þjóðanna og gera sér sem glegsta grein sáiarlífs þeirra, þurfa að kynn- ast fleirum en göfugmennum og snillingum. Enginn þekkir neina; þjóð til hlítar neana sá, sem líka virðir fyrir sér svip glæpamanna hennar. Sökum þess er það sjálfsagt, að lærður Norðmaður einn, búsettur íj Parísarborg, hefir gefið nákvæmia j lýsingu af réttarhaldi yfir einum þessum landráðainanni. Sú lýsing er rituð í síðastliðnum febrúamián- j uði, og er svo snjöll, að mér finst, Hann var svo heppinn þessi Norð- maður, að fá aðgönguleyfi að rétt- arsialnuin til að lilýða á réttarhald- ið, sem fram átti að fara, yfir manni þeim, sem Bolo nefnist, og sakaður hefir verið um landráð. Hans ihefir áður verið getið. Kéttarsalurinn var ekki stærri en það, að svo sem tvö hundruð til- heyrendur komust þar fyrir. Deginum áður réttarhaldið hófst, bauðst 'miljónamæringur einn til að skifta við einhvern á aðgöngumiða, sem gilti um heilt ár og hann hafði borgað fyrir fram, fyrir 100 kveld, að hljómJistarhöll borgarinnar, — og öðrum að réttarhaldinu. Hann laugaði svona mikið til að sjá Bolo og virða hann fyrir sér. En fekk ekki. Svona var rifist um þá skemtan nú um strfðstímann. Ekki var það ómaksins vert, að lýsa réttarhaldinu öllu, sem líka hefðl orðið liangt mál. Mest var urai vert, að iýsa manriinum, eins og liann kom fyrir í réttarsalnum. Sá sem sat nokkurar seilingar að eins, frá Bolo, fekk gott tækifæri til að virða ihann fyrir sér. Þegar þangað var koinið, mun fá- um hafa fundist, að þeir vildi frem- ur'eiga þess kost að fá að sitja 100 kveld í hljóinleikahöilinni, en einn dag í réttarsalnum. Svona var for- vitnin mikil. Svona var sú sýning áhrifamikil, sem hér átti fram að fara. Hér var tilefnf bæði til alvöru- gefni og hláturs. . Alvara og hlátur gengu hlið við hlið. Þarna situr maður, sem veit að líf liaris er 1 mikilli hættu. Verð- ur þess vart? Eins lítið og unt er að liugsa sér. Hann virðist leika við hvern sinn Hann virðist leika við hvern Frammi fyrir áheyrendum ber hann sig eins trúður. Framan í kvemfólk- ið eins og ástamaður og hetja. Þeg- ar hann svarar þeim, sem inálið Hin þunga Byrgði. Hin stóru tíðindi þessara tíma, sem vér nú lifum á, koma við hverju heimili. Byrðar jaær, sem vér verðum að bera, útheimta það, að vér lítum óvanalega vel eftir heilsu vorri, því án góðrar heilsu getum vér tæplega risið und- ir þeim. Triner’s American Elixir of Bitter Wine er á þessum dögum það meðalið, sem mjög mikil þörf er á. Harðlífi, meltingarleysi, skerpuleysi og öll önnur veikindi, sem stafa frá maga óreglu, munu fljótlega hverfa við brúkun Trin- er’s Elixir. Þetta meðal hreinsar magann, hjálpar meltingunni, eyk- ur lystina og styrkir allan líkama þeirra er nota það. Kostar $1.50 og fæst í lyfjabúðum. Triner’s Liniment á ekki sinn líka við gigt, bakverk, sárum aflvöðvum, togn- un, mari, bólgu o.s.frv. Kostar 70t cts. Joséph Triner Company, Manufacturing Chemists, 1333— 1343 S Ashland Ave., Chicago, III. I Triners meðul fást öll hjá Alvin Sales Co., Dept. 15, P.O. Box 56 Winnipeg, Man. Gigtveiki Yér læknum öll tilelli, þar sem liðirnir er rfkki allareiðu eydd- ir; með vorum sameinuðu að- ferðum. Taugaveiklun. Vér höfum verið sérlega hepn- ir að lækna ýmsa taugaveikl- un; mörg tilfelli voru álitin vonlaus, sem oss hepnaðist að bæta og þar með bæta mörg- um árum við æfi þeirra serai þjáðust af gigtinni. Gylliniæð. Vér ábyrgjumst að lækna t!l fullnustu öll tilfellil af GyUini- æð, án hníf* eða svæfingar. Vér bjóðum öllum gestum, sem til bæjarins koma, að heimsækja MINERAL SPRINGS SANITARIUM WIJÍNIPEO ,MAN. Ef þú getur ekki komið, þá skrifa eftir myndabæklingi og öllum upplýsingum t” G. THOMAS Bnrdal BI#ck, Shcrbrook® St^ Whmlpeg, Man. Gjörlr vlT5 ör, klukkur og allskonar gull og sllfur stáss. — Utanbœjar viögerbum fljótt sint. .........- 4 Dr. M.B. Halldorsson\ 401 BOTD BUILBING Tnl». Mntn 3088. ear Port. <fc Bta. j Stundar elnvörSungu berklasýki | og aöra Iungnajsúkdöma. Er aö I finna á skrifstofu slnni kl. 11 til 12 I kh 2 til 4 ojn.—Helmllt aO I 46 AJloway ave. ------------ • TH. JOHNSON, Crmakari og Gullsmiður Selur giftingaleyfisbróf. Sérstakt athygli veltt pöntunum og viögjóröum útan af landl. 248 Main St. . Phone M. 6606 J. J. Swanaon H. O. Hlnrlknon J. J. SWANSON & CO. rASTBIDNASALAIt 08 pentaKn mlSInr. Talsiml Maln 26Í7 Cor. Portage and Garry, Wlnnlpeg MARKET HOTEL 14« Prlnr fmu Street 4 nótt markaSlnum Beatu vlnföng. vlndlar og a«- hlynlng góS. Islenkur veitlfiga- matSur N. Halldórsson, leltlbeln- Ir Islendlngum. v 1*. O'CONNEL, Elgandl WluHlpeg Arnl Anderson B. p. Garland GARLAND & ANDERSON L6GFHÆÐINGAK. Phone Main 1661 iðl Xleetrie Railw&y Chr.mbers. Talsíml: Maln 6302. Dr. J. G. Snidal TANNLÆKNTR. 614 SOMERSET BLK. Portage Avenue. WINNIPEG Dr. G. J. GisJason PhyniciiB and Sutjccob Athygli veitt Augna, Eyrna og Kverka SJúkdómum. Auamt innvortis sjúkdómum og upp- flkuröi. 18 South 3rd St., Grnnd ForL'n, N.D. Dr. J. Stefánsson 401 BOYD BVILDING Hórnl Portage Av«. og Edmonton St. Stundar eingöngu augna, eyrna, nef og kverka-sjúkdóma. Er a® hltta frá kl. 10 tll 12 f.h. og kl. 2 tll 6 e.h. Phone: Main 3088. Helmlll: 106 Ollvla St. Tals. G. 2216 Vér höfum fullar blrglSlr hreln- ustu lyfja og meöala. KomltS meö lyfseöla ySar hlngatS, vér gerum metSulin nákvœmlega eftlr ávisan læknislns. Vér sfcnnum utansvelta pöntunum og seljum giftingaleyfi. : : : : COLCLEUGH & CO. Noírc l)amf Jt Shcrhrookc St*. Phone Garry 26^0—2691 A. S. BARDAL selur líkklstur og annast. um út- farlr. Allur útbúnatSur sá besti. Ennfremur selur hann allsko^iar minnlsvartSa og legstelna. : : 813 SHERBROOKE ST. Phone G. 2152 WINNIPEG ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ UMS heimilisréttarlönd í Canada og Norðvesturlandinn. Hver fjölskyldufaölr, etSa hver karl- maöur sem er 18 ára, sem var brezkúv þegn i byrjun strlbsins og hefir verlO þaJS sítSan, et5a sem er þegn BandaþjótS- anna etSa óháörar þjótSar, getur tekiW heimillsrétt á fjórtSung úr sectlon af d- teknu stjórnarlandi 1 Manitoba, Sas- katchewan etSa Alberta. Umsækjandl vertSur sjálfur atS koma á landskrif- stofu stjórnarinnar etSa undlrskrlfstofu hennar í því hératst. 1 umbot51 annars má taka land undlr víssum skllyrtSum, Skyldur: Sex mánatSa íbútS og ræktun landsins af hverju af þremur árum. 1 vissum hérutSum getur hver land- neml fenglt5 forkaupsrétt á fjðrtS- ungi sectionar metS fram landi sinu. VertS: $3.00 fyrh- hverja ekru. Skyldur: Sex mánatSa ábútS a hverju htnna næstu þriggja ára eftlr hann heftr hlotitS eignarbréf fyrir heimilisréttar- landi sínu og auk þess ræktatS 50 ekrur á hinu selnna landl. Forkaups- réttar bréf getur landnemi fengitj um leitS og hann fær heimilisréttarbréfitS, en þó metS vissum skilyröum. Landnemi, sem fenglJS hefir heimiiísl! réttarland, en getur ekki fengltS for- kaupsrétt, (pre-emption), getur kéypl heimilisréttarland 1 vissum hérutSum. VertS: $3.00 ekran. VertS«r atS búa & landinu sex mánuöi af hverju af þrera- ur árum, rækta 60 ekrur og byggja hús sem sé $300.00 virtSi. Þeir sem hafa skrifati sig fyrir heim- ilisréttarlandi, geta unnltS landbúnaö- arvinnu hjá bændum i Canada árlt) 1917 og tími sá relknast sem skyidu- tími á landi þeirra, undir vtssum skil- yrt5um. Þegar stjórnarlðnd eru auglýst etSa tilkynt ú annan hátt, geta helmkomnir hermenn, sem veritl hafa I herþjónustu erlendis og fengitS hafa heitsarlega lausn, fengitS elns dags forgangsrétt tfl atl skrifa sig fyrir helmllisréttar- landi á landskrifstofu hératSstns (an ekki á undirskrifstofu). Lausnarhréf vertiur hann atS geta sýnt skrifstofu- stjóranum. W. W. CORY. Deputy Minlster of Interior. Blöti, sem flytja auglýsinvu þessa I helmllisleysl, 1^5, enga borgun fyrir.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.