Heimskringla - 28.03.1918, Blaðsíða 4

Heimskringla - 28.03.1918, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. MARZ 191® HEIMSKRINGLA (StofBBV 188«) Ktmur ðt & hvorjum Flmtudegl. Dtgefendur og eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. Ver® blaDstns 1 Canada og BandaríkJ- unum $2.00 um áriti (fyrirfram borgaD). 8ent tll Islands $2.00 (fyrirfram borgati). Allar borganir sendlst rátismanni blatSs- ins. Póst etSa banka ávisanir stílist tll The Vlking Press, Ltd. O. T. Johnson, ritstjóri S. D. B. Stephanson, ráSsmaður Skrifstofa: 1» IHERBHOOKB STREET., WINiflPEO. P.O. Boz 3171 TalalBil Garry 411« WINNIPEG, MANITOBA, 28. MARZ 1918 Titlunura frestað Lífsánægja einstaklingannna er margbrot- in, auðmannanna engu síður en annara. Á meðan menn eru fátækir, þrá þeir flestir auð- inn og skoða hann fullkomið ánægju-skilyrði. Allir, eða langflestir, vilja verða ríkir. Þrá eftir auð og allri þeirri ánægju, sem honum er samfara, er orðin svo rótgróin mannlegu eðli, að hún verður ekki upprætt í fljótum hasti — og verður aldrei upprætt, á meðan skipulagi í heiminum er háttað eins og nú. Skipulagið verður fyrst að breytast. Til þess að ungbörnin leiki sér ekki að voða, verður að taka voðann frá þeim; til þess að uppræta auðgræðgina úr fari mannanna, verður að taka auðinn burtu. Þetta er eina ráðið og að því verði framfylgt á ef til vill ekki eins langt í land og margir halda. Þó einstaklingarnir þrái svo mjög auðinn, er öðru nær en alfullkomin lífsánægja sé honum ætíð samfara. Mikið vill meira, og eftir að auðmaðurinn hefir komist yfir eina miljón, vill hann brátt ná í aðra! Þá fer hann að þrá að verða einn af voldugustu miljóna- mæringum landsins. Til þess að koma mark- miði því í framkvæmd, hefir hann úti allar klær — klær auðsins. Engin regla er þó til án undantekningar og gildir þetta því ekki um alla .Stöku menn gera sig ánægða með viðunanlega mikinn auð, setjast í helgan stein og eyða því sem eftir er æfinnar í föst- um og bænahaldi — en þeir menn eru fáir, afar fáir Ekki láta auðmennirnir sér heldur nægja auðinn eingöngu, flestir þeirra sækjast einnig eftir margvíslegum metorðum. Fái þeir ekki þær óskir sínar uppfyltar, eru þeir óánægð- astir allra manna. Haggar þetta þeirri kenn- ingu algerlega, að auðurinn sé fullnægjandi ánægju-skilyrði, og sem dæmi upp á að þetta sé satt, má tilnefna auðmennina hér í Canada. Lengst af hefir það einkent auðmannastétt- ina hér í landi, hve sólgin hún hefir verið eftir titlum og nafnbótum. Margir af auð- mönnum þessa lands hafa sózt svo mjög eftir heiðri þeim, sem þessu er samfara, að þetta hefir byrgt fyrir alt annað í lífi þeirra. Til þess að hljóta þessa blessuðu titla hafa þeir verið viljugir að leggja mikið í sölurnar og fórna meira að segja stórum hluta auðs síns — en þessa hefir ekki verið krafist. Titlum og nafnbótum hefir rignt hér yfir árlega, sem konungurinn hefir veitt á afmælisdegi sínum og við önnur tækifæri, og hafa margir auð- mennirnir hér í Canada og stjórnmálagarp- arnir þá orðið hýrari á brún eftir en áður. Ekki hefir þetta þó átt miklum vinsældum að fagna á meðal alþýðunnar, sem ekki var við að búast. Og þetta hefir engum breytingum tekið. Auðkýfingar þessa lands halda enn áfram að sækjast eftir upphefð þeirri, sem samfara er titlunum. Samkvæmt nýlega gerðum fyr- isskipunum brezkrar stjórnar, virðist heldur ekki eiga langt í land, að vonir sumra þeirra nái að rætast. Hafa áreiðanlegar fréttir bor- ist þess efnis, að í vændum sé að 350 titlum og heiðurs nafnbótum verði útbýtt hér í Can- ada og þegar búið að ákveða, hverjir fyrir þessu Iáni eigi að verða. Einhver óskiljanleg- ur dráttur hefir þó átt sér stað með að birta nöfn þessara manna og hafa ýmsaV getgátur verið að því leiddar, hvað valda myndi þess- ari einkennilegu töf. Nýlega kemur svo upp úr kafinu, að drátt- ur þessi sé samkvæmt tilmælum sambands- stjórnarinnar. Af einhverjum orsökum á sambandsstjórnin að hafa farið þess á leit við brezku stjórnina, að “heiðurs” nafnalisti þessi sé ekki birtur að svo stöddu . Hvað stjórninni gengur til með að vilja fá þessu frestað er öllum hulið. Góðar og gildar á- stæður liggja þó vafalaust hér til grundvallar og vonandi leiðir þetta til þess, að nafnalista þessum verði algerlega stungið undir stól. Titla- og nafnbóta veitingar eru gagnstæðar þjóðar hugsun þessa lands og ættu því ekki að líðast. Núverandi sambandsstjórn, bandalags- stjórn beggja flokkanna, stendur betur að vígi en nokkur stjórn hér áður hefir staðið til þess að stíga spor í þá átt að afnema ýmsar af kreddum liðna tímans — þar með titla- og nafnbóta kredduna. Slíkt ætti að skoðast “ó*Iandi og óferjandi” á öllum tímum, ekki þó sízt á stríðstímum. Allir þjóðhollir þegnar þessa lands leggja nú fram fylstu krafta í stríðsþarfir. Skerfur þeirra fátæku er hlutfallslega engu minni, en skerfur þeirra ríku—og í mörgum tilfellum margfalt meiri. Að farið sé að titla auð- menn þessa lands og sýna þeim sérstakan heiður nær því ekki nokkurri átt og er óhugs- andi að stjórnin láti slíkt viðgangast. Tilgangur stjórnarinnar með þessum fresti er vonandi sá, að koma í veg fyrir að titlar þessir verði veittir — eða að minsta kosti að fækka þeim að miklum mun. *---------------------------------—I. Bænafundir á Þýska- landi Um leið og Þjóðverjar hófu sóknina miklu, sem nú stendur yfir á Frakklandi, lét erkibisk- upinn í Munich á Þýzkalandi þau boð út ganga til allra presta í biskupsdæmi sínu, að sérstakir bænafundir skyldu tafarlaust hald- ast í öllum kirkjum, og guð þar beðinn um sigur í þessari síðustu atlögu Þjóðverja á vestursvæðunum — vafalaust úrslita atlögu stríðsins. ana. — Hver er nú afstaða kirkjunnar gagn- vart dauðadóminum ? Sú, að hún virðist sam- þykkja hegningariög þessi og finna sig þar af leiðandi lítt knúða til þess að koma í veg fyr- ir að dauðadóminum sé framfylgt. Þessi af- staða kirkjunnar er öllum augljós og verður ekki á móti þessu borið. Presturinn kemur í klefa glæpamannsins, sem dæmdur er til lífláts, og leitast við að hugga hrelda sál hans. Með framkomu sinni vottar hann, að hann sé þrunginn af kærleika í garð þessa ólánssama meðbróður síns og finni til með kjörum hans. Hann fylgir hon- um til aftökustaðarins og skilur ekki við hann fyr en alt er um garð gengið.—Þetta eru af- skifti prestsins af glæpamanninum dauða- dæmda—en að hann sýni á sér óánægju- merki yfir þessari hryllilegu athöfn, heyrist aldrei getið. Þetta orsakast af því, að prestarnir eru löghlýðnir menn og setja sig því ekki upp á móti lögum landsins, munu margir segja. En séu lög landsins að einhverju leyti ófullkomin og óréttlát, virðist þó standa næst prestunum að benda á slíkt og leiða þjóðirnar og stjórn- irnar til æðri, fullkomnari og betri skilnings. Að kirkjurnar samþykkja dauðadóminn, er sorglegur vottur vanþroskunar mannkyns- ins. —------------------------■—t Yerkamenn óánægðir Við þessa skipun biskupsins hafa kirkju klukkurnar að sjálfsögðu tekið að hringja og kallað fólkið saman, sem svo hefir farið á hnén í innilegri og heitri bæn til guðs um sig- ur í stríðinu — sigur fyrir keisarann þýzka og hervaldið prússneska, sigur fyrir herfylk- ingarnar, sem fótum tróðu saklausa Belgíu og frömdu þar ægilegustu spellvirki og ódáða- j verk, sigur fyrir þann járnhnefa einveldis og ' harðstjórnar, sem nú ógnar heimi öllum og leitast við að sundra til agna hverji lýðfrjálsa þjóð. Þetta er í fáum orðum sagt efni bæn- arinnar, sem stígur til himna á Þýzkalandi við þetta tækifæri — og ólíklegt er, að þjóðin þýzka sé í minsta vafa um að hún verði bæn- heyrð. Flestir í löndum bandaþjóðanna munu skoða þetta sem sorglega sönnun þess, hve blind og leiðitöm þjóðin þýzka sé enn þá. Aðrir munu fara lengra í sakirnar og skoða þetta sem sönnun þess, hve kirkjan á Þýzka- landi sé ófullkomin og stutt á leið komin. Hér er hin svo nefnda kirkja guðs á jörðinni orðin eingöngu verkfæri í höndum þess ægilegasta hervalds, sem heimurinn hefir séð. Hér er kirkjan ekki að verja málstað lýðfrelsis og mannréttinda, heldur málstað einveldisins, hervalds og harðstjórnar. Hvar er nú hin mikla þroskun Þjóðverja, er svo mikið hefir verið látið af ? munu marg- ir að sjálfsögðu spyrja. Hvar er nú þeirra j mikla guðsspeki — hvað hafa nýguðfræð- j ingar þeirra verið að gera? Reynslan sann- j ar með ótvíræðum rökum, að ekki hafi þeir verið að efla veldi kirkju sinnar—hvar koma þá ávextirnir af starfi þeirra í Ijós? Eða hafa þeir venð svo grafnir ofan í þrætumálin um ! fornan bókstaf, að þeir hafi með öllu gleymt Iífinu í kring um sig? Þessar og þvílíkar spurningar munu vakna í hugum margra og er öðru nær en þeim verði auðveldlega svarað. Ekkert er ósamræmanlegra kenningu Krists en hryllileg, blóðug stríð. Stríð, sem þjóð- irnar neyðast til að taka þátt í og þar barist er fyrir einhverjum góðum og göfugum mál- stað, eru þó réttlætanleg, — en stríð þau, sem hrint er af stokkum af eigingjörnum keis- arastólum með því markmiði að hremma undir sig þjóðir þær, sem minni máttar eru, verða aldrei til eilífðar réttlætt. Afstaða kirkjunnar á Þýzkalandi er því hin hörmulegasta um þessar mundir. Kirkjur annara landa verða einnig áð játa ýmsa ófullkomnun og vanþroskun, þó í fæst- um löndum sé slíkt á jafn feikilega háu stigi og á Þýzkalandi. Ef kirkjurnar hefðu skilið betur hlutverk sitt, en átt hefir sér stað með þær, þá væru stríðin ger ómöguleg fyrir löngu. Ef kirkjurnar hefði tekið saman höndum um heim allan með því markmiði að útrýma hernaðar andanum og færa þjóðirnar á æðri þroskunarsvið, þá hefði alt betur far- ið. Ef prestarnir hefðu í liðinni tíð meir prédikað á móti hernaði og hernaðar undir- búningi og leitast við að glæða æðri þroskun á meðal safnaða sinna, þá hefðu þeir verið leiðtogar fólksms í orðsins fylsta skilningi. Þá væri mannkynið nú lengra á leið komið og kirkjan kraftmeiri, sannari, fullkomnari. Dauðadómurinn er Ijóst dæmi þess, hve kirkjan megnar sín lítils hér í landi og víðar. Engum rétthugsandi manni, dylst að dauða- dómurinn er eins ósamboðinn kristinni menn- ingu og framast má verða. “Þú skalt ekki mann deyða”, stendur þar og boðorð þetta á engu síður við þjóðheildirnar en einstakling- Ail-mikla óánægju á meðal verkamanna hér í Manitoba hefir það tiltæki fylkisstjórn- arinnar vakið, að skipa tveimur nýjum með- limum í stjórnarnefnd þá, sem hma svonefndu “slysa-ábyrgð” fylkisins hefir með höndum. Hvorugur þessara nýju manna er tiiheyrandi félagsskap þeirra og eiga verkamenn því eng- an fulltrúa í stjórnarnefnd þessari. Verka- mannablaðið “Voice”, sem gefið er út hér í Winnipeg, fjallar nýlega um mál þetta í svo- hljóðandi orðum: “Tæplega verður það nefnt annað en heimska af Manitoba stjórninni að skipa stjórnarnefndina tveimur nýjum meðlimum. Fyrsta árið, sem lög þessi voru í gildi, var stjórnarnefnd þessi skipuð að eins einum manni. Átti þetta sér ekki stað í neinni ann- ari stjórnarnefnd fylkisins og var stefna þessi tekin þrátt fyrir öflug mótmæli þeirra, sem töluðu fyrir hönd verkamanna. Reynslan hefir sýnt slíka eins manns stjórn veika og ó- fullkomna, og úr þessu hefir nú verið bætt með því aftur að sérkenna þetta þá stjórn- arnefnd þessa fylkis, þar sem verkamenn eigi engan fulltrúa. Iðnaðarfélagaráðið hér í Winnipeg (Trades and Labor Council) lýsir þessu réttilega með þeirri staðhæfingu, “að þegar tekið sé til í- hugunar í hve nánu sambandi verkamenn standi við slysaábyrgðarlögin, þá sé þetta til- tæki stjórnarinnar óréttlátt mjög.” Það er óréttlátt, ekki eingöngu >,sökum þess, að fram hjá verkamönnum er gengið, heldur líka af því, hve mikil áherzla er lögð á hlunnindi slysaábyrgðar félaganna við skipun þessara nýju manna í umrædda stjórnarnefnd. Hver, sem kemst að þeirri eðlilegu niður- stöðu, að aðal-tilgangurinn með þessari slysa- ábyrgð sé að bæta kjör lemstraðra verka- j manna, hefir hraparlega vilt fyrir sér. Hlunn- j indi læknastéttarinnar, slysaábyrgðarfélag- [ anna, verkveitendanna og stjórnarnefndar- innar sjálfrar eru í flestum tilfellum látin sitja í fyrirrúmi fyrir hlunnindum verkamannanna —verkamaðurinn og hlunnindi hans virðast oftast skifta minstu. Það eru slysaábyrgðar- félögin, sem mestan hagnaðinn bera úr být- um. Slysaábyrgðarlögin hér hafa reynst fé- lögum þessum sú mesta blessun og auðsupp- spretta, sem unt var að uppfinna — og ekki má gleyma, að þetta er bæði á kostnað verk- veitendanna, í mynd áþyrgðargjalda, og verkamanha í mynd takmarkaðrar skaða- bótar (restricted compensation). Verkamenn þessa fylkis hafa frá fyrstu tíð beðið um stjórnar-slysaábyrgð, því með því eina móti borgaðist fé það, sem lagt er til skaðabóta, þannig tii hlutaðeigenda, að það gengi ekki í sig að miklum mun. Prívat slysa- ábyrgðarfélög aftur á móti, taka 60 pr. cent af fé þessu í tilkostnað og gróða. En stjórn- ina brast kjark að þrjóskast á móti vilja þeirra og. hlunnindum og gerði því slysaá- byrgðarlögin þannig úr garði, að þau urðu slíkum félögum réttnefnd gullnáma. Verka- mennirnir, sem allan hagnaðinn af þessu áttu að hafa, urðu út undan. Reynslan þetta ár hefir fyllilega leitt Ijós, að verkamenn hafi haft á réttu að standa í þessu máli og að sigur þeirra manna, sem á bak við slysaábyrgðar félögin standa, hafi verið fylkinu afar kostbær. Og tiltæki stjórn- arinnar í þetta sinn, er hún skipar þessum nýju mönnum í umrædda stjórnarnefnd, virð- ist votta þá ákvörðun hennar, að sitja fast á lokinu—svo of mikið af sannleikanum komi ekki í Ijós. I í þessu tilfelli hafa bæði verk- veitendur og verkamenn orðið fyr- ir halla og verið fram hjá þeim gengið. Fyrverandi samvinna beggja þessara stétta viðkomandi slysaábyrgðarlögum fylkisins ætti að örva þær til samkyns samvinnu nú, svo hægt verði að kippa þesSu í lag áður en það er of seint.” ' Þeir, sem halda að allar gerðir Norrisstjórnarinnar miði að hlunn- indum fyrir bændur og verkalýð, hljóta að breyta um skoðun, lesi þeir með athygli þessi ummæli helzta verkamanna blaðsins hér í Winnipeg. ------o------ Við Austurgluggann. Eftir síra F. J. Bergmann. 59. Græna borðið. Það er haft eftir Sir Charles Dilke, að ihann hafi átt að segja árið 1879— í hvaða sambandi skal eg láta ósagt —þessi eftirminnilegu orð: “Þeir tala um Norðurálfu! Hvað er Norðurálfa?.......Fáoinir guð- lausir gamlir herramonn með heið- ursmerki, er saman eru komnir kring um kringlótt, grænt borð.” Þegar er hugurinn hvarflar fram á leið til þess tíma, er friður verður saminn, hlýtur sú spurning ósjálf- rábt upp að renna: Hverir skyldi þá sitja í kring um græna borðið? örlög Norðurálfu verða undir því komin. Og ekki einungis Norður- álfu, heldur líka Vesturálfu og allra þeirra heimshluta, þar sem Norður- áifumenn iiafa tekið isér bóifestu. Þeir sem ])á sitjia kring um græna borðið, fá það afannikla lilutverk af hendi að inrna, að kveða á um ör- lög þess hluta •mannkymsins, sem lengst er á leið kominn. Þeir ráða l>ví að alhniklu leyti, hverja stefnu menning heimsins tekur uin langt fikeið inn í ókoinna tínmnn. Hverir skyldi þeir verða? Skyldi það verða fáeinir guðlausir gamiir lierramenn með heiðursmerki, eins og Sir Charles Dilke komst að orði? Eða skyldi ]>að verða eimhverir vandaðir menn, sem til þess finna, að ö;í heill og velferð verður þá undir því komin að niðurstaðan verði réttlát? Engin misklíð, sem upp kamur, er útkljáð fyrr en hún er réttlátlega til lykta leidd. Þá fyrst hverfur hún úr sögu, til Jvess að stinga eigi höfði upp aftur. Saga Norðurálfu er iað því leyti «em hún snýst um ianda- mæri og viðskifti milli þjóða, saga hnefaréttar og ranglætis glæplund- aðra manna. Oss virðast þeir menn oft smá- vaxnir, sym uppi eru með oss. Hug- urinn hvarflar endalaust aftur í tímann. Hvað skyldi þessi eða hinn af mikilmennum liðinna tíma liafa iátið sér að ráði verða? En fyrir það verðum vér litlu nær. Sagan kennir oss, að þeir sem í lík- um vanda liafa staddir verið fyr á tímum, hafa verið líkt leiknir af samtímismönnum sínum og þeir, er nú standa fyrir framan eins og önd- vegishöldar þjóðanna. Hugsum um annan eins mann og Lincoln. Meðan hann var uppi, voru þeir margir, jafnvel f Norðurríkjun- um, sem risið hefði upp öndverðir gegn því, að honum væri eignuð vernd og endurfæðing hins ame- ríska lýðfrelsis. Hann var misskilinn og lítið gert úr honum og ails konar örðugleikar lagðir á leið hans af lítilmennum þeirrar tíðar, sem verða vildu mikl- ir með því að gerast þrándar í götu á leið lians að göfugu mlarkmiiði. Þessi smámenni og örðugleikarnir, sem þeir létu hann eiga við að etja, cru nú eins og umgjörð um nafnið iians. Þeir hafa orðið að leggja til guilblaðjð, sem nafnið hans er prentað með í sögunni. Og meira en það. Þeir kenna oss að taka mál af mönnum og málefn- um vorra dága, einkum þeim, sem leitast við. að glepja mönnum sýn og vefja ihéðnum að höfði þjóðanna í þeim stórbrotnari efnum, sem nú eru uppi á teningi. Yér hugsum um aðra eins menn og Lloyd George á Englandi og Wilson forseta. Hve þeir mega sæta ifkri meðferð og Linooln. Hve reynt er að hiaða likum örðugleikum á leið þeirra eins og hans! Englendingurinn A. F. White, sem situr í parlamentinu enska, ritar f eitt helzta tímaritið, sem út kemur f London, á þessa leið: “Ef eg vildi draga upp mynd af fullkomnum sigri og samkvæmum hugsjóninni, myndi eg taka til fyrir- myndar Lincoins stefnu í borgara- strfðinu ameríska, því sigur Norð- urríkjanna, var sigur á orustuveili, dýru verði keyptur.... 1 huga mín- um er Abraham Lineoln sigurvegari samkvæmt hugsjóninni.” DODD'S NÝBNA PILLUR, góða» fyrir allskonar nýrnaveiki. Lækna gigt, bakverk og sykurveiki. Dodd’a Kidntey Pills, 50c. askjan, sex öskj- ur fyrir $2.50, hjá öilum lyísöluasr eða frá Dodd’s Medicine Co., Ltd. Toronto, Ont. í hverju meginatriði var hanifc fastur fyrir eins og klettur, en full- ur samúðar gagnvart mönnum. í fari hans var sáttgirnin eins ákveð- in og íastheldnin í meginmáli. Frelsisástin var sterkasta hvötin. Yið græna borðið þyrfti að sitjat menn með Lincolns hugiarfari- Menn, sem jafn-ant iéti sér um vel- ferð allra hlutaðeigenda og hann- lét sér um velferð þjóðar sinnar. Menn með hansréttlætishugogsátt- girniþrá. Menn, sem léti sér vera> jafn-einlæglega ant um lýðfrel'sið og hag smælingjanna. Af þeim mönnum, sem uppi eru Samherja megin, eru þeir Lloyd George og Wilson forseti honum lík- astir. Allra manna, sem nú eru uppi í hópi þeirra, er berjast gegn ráni og gripdeildum f viðskiftum þjóðanna, virðast þeir nú sjálfsagð- astir. I borðræðum skáldsins Coleridge stendur: “Þegar'er eg heyrði, að Buona- parte liefði lýst yfir því, að hags- munir smáríkjanna hljóti ávalt að lúta hagsmunum hinna stóru, sagði eg: Þökkum guði! Hann hefir þrýst innsigli sínu á dóm örlaga sinna. Frá þessari stundu orkar hrun lians eigi nokkurs tvímælis.” Þvi verður eigi neitað að útlit er er óvenju dapurt í lofti nú sem stendur, er Þjóðverjar hafa lagt aðra eins stórþjóð og Bússa öldung is fliata og virðast hafa alt ráð iienn- ar f hendi sér. Það hefir aldrei sýnst lengra til græna borðsins en ein- mitt nú. Samt sem áður má eigi setjast þar fyrr en trygging er fyrir því fengin, uð tilveruréttur, frelsi og sjálfstæðl smáríkjanna verði iátinn óskoraður. í borgarastríði Bandaríkjanna var ])að mannfrelsi og tilveruréttur aumingja Svertingjanna, sem u» var barist. Nú oru það hin smærri ríki og l)jóðerni, sem standa í þeirna sporum. Og það er f rauninni enn meira mál en þetta, sem um er barist. Á lýðvaldið að lúta fyrir einvaldinu?' A öllu, sem verið hefir á innsiglingu í siðmenningar baráttu þjóðanna, síðan á dögum siðbótarinnar, nú að verða sökt? Á nú miannfélags skipu- lag miðaldanna að útrýma og koiua fyrir kattarnef öllum lýðvaldshug- sjónum og lýðvalds skipulagi nýju sögunnar? Er það liugsandi? Er það í mál takandi, að slfkt geti átt sér stað?" En það er alt undir því komið, hvernig samningarnir verða, er sezt verður Við græna borðið. Hugsunarháttur þelrra og lífs- regiur mega ekki vera hinar sömu og Friðriks mikla, Prússakonungs. Þeim hefir verið saifnað saman úr ritverkum hans, prentuðum eftir lát lians, sem eigi fyila færri en ellefu bindi, og eru á þessa leið: “Éf nokkuð er á því að græða, er- um við ráðvandir menn. Ef prett- vísin er nauðsynleg, skulum við vera svikarar. “Sérhver tekur, þegar hann eér sér fært. Menn hafa'rangt fyrir sér einungie, þegar þeir neyðast til að skila aftur. “Enga ráðgjafa f innanrfkismál- um, heldur skrifara. Enga ráðgjafa í utanríkismálum, heldur spæjara. “Bandalag v'ð aðmr þjóðir skyldí mynda til að sá iit illindum. “Eg kem styrjöldum af stað. með nágrönnum mínum og framlongi þær. “Eg lofa ávalt hjálp, en sendf aldrei. “Það er einungis einn maður í konungsríkinu, og það er eg sjálfur. “Ef unt er, verður að kveikja öf- und með velduin Norðurálfu hvers til annars, til þess að fá tækifæri til að beita brögðum, þegar tækifæri býðst. “Sé konungur skyldur til að leggja sjálfan sig í sölur fyrir velferð þegna sinna, er hann enn meir skyldur til að fórna samningsskuld- bindingum, þegar er framhald þeirra yrði landinu óhagræði. Er

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.