Heimskringla - 02.05.1918, Blaðsíða 7

Heimskringla - 02.05.1918, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 2. MAI 1918 HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSIÐA Maximilian Harden um Lloyd George Eins og getið hefir verið ura hér í blaðinu, var útgáfa blaðsins “Die Zunkunft” sem M. Hard'en stjórn- ar, bönnuð í sumiar og ritstjórinn kallaður í berinn; en 1. des. f. á. fékk blaðið aftur leyfi til að koma út. 1 2. 'bl. sem út kom eftir 1. des., ieysir Harden s»vo frá skjóðunni, að ekki er útlit fyrir að ráðningin hafi mjög ibreytt hugarfari hans. Fyrri hluti greinarinnar endar á því, að Harden ,krefst friðar, sem þjóðirnar en ekki stjórnmáiamennirnir semji. Friðar án skaðabáta. Friðar, som tryggi réttindi alilra þjóða til að ráða sjálfar framtíð isinni. Friðar, sem tryggi vináttu Norðurálfu-þjóð- anna án hervarnar, einvaidsherra, höfðingjavalds og leyniiegra ríkja- sainininga. Nœsti hluti greinarinnar 'heitir: “Morgunroði.” Hann byrjar á hinni margumræddu svartsýnu ræðu enska forsætisráðherrans Lloyd- George, sem hann hélt í sainsæt- inu hjá franska hermálaráðherran- um. Mónn muna, að það var í þess- ari ræðu, sem Lloyd George réðst svo ákaft á bandamenn vegna skorts á samvinnu ihingað til. Út- drátturinn úr ræðunni fyllir 10 síð- ur, en það eru skýringar Hardens, sem eru eftirtektaverðastar. Harden skrifar á þessa leið: “Aldrei fyr hafa slík orð komið yfir varir nokkurs ríkisstjórnara, jafnvel í svartasta myrkri styrjalda- tímanna. Aldrei fyr hefir sannleik- urinn verið sagður svo grimdarlega vægðarlaust. Hann rak sjálfstraust landa sinna á flótta, liræddi banda- þjóðimar og kom Ameríku til að spyrja sjáifa sig. hvort vit væri í að voga sér út í styrjöldina með slík- um bandamönnum, en iskyldumeð- vitundin sigraði allan efa. Með samningum og leyniiegum umleit- unum næst engin samvinna, heldur eingöngu fyrir hróp, som getur vak- ið almenning af svefni. Þetta hefir L. G. vogað og átti hann þó á hættu að missa bæði vald og lýðhylli með orðum isínum. Þessi gáfaði Eng- Lendinigur hefir séð það eins og Ridheli'eu, að heiil ríkisins var und- ir þvf komin, að brjóta á bak aftur áhrif hirðsnákanna og háaðalsins. Nú Ihefir þessi enski Maximalisti tal- að til bandaþjóðanna með þrum- andi röddu, er allir hljóta að heyra, og það i eriendu landi. Enginn ann- ar hefði vogað slíkt. Hann hefir ver- ið foringi óvina Þýzkaiands síðan 1914, var áður ofstækisfuilur friðar- vtour og isá bezti vinur, sem þýzka þjóðin átti á Engiandi, sem annars hefir verið mjög ilt að lynda við, sér- staklega fyrir aðgerðir Lansdowne Lávarðar, sem Htofnaði samlrandið milli Frakka, Rússa og Englend- inga, og sem nú, þó seint sé, heldur að tími sé kominn til þess að koma á aftur Ihagkvæmu ríkjafyrirkomu- iagi og taka ]>á þýzkan vilja til greina. Það er ekki hyggilegt, að gera of lítið úr ihonum, sem er höf- undur að þjóðlánunum og heriðn- aðinum, honum, sem isamkvæmt vitnisburði Frenoh hersihöfðingja tókst að koma upp og búa út milj- ónaher fyrii-varaiftið og nema þar með burt ræturnar að Landvamar- hugmynd ]>eira Spinoza, Danton og Sehraohonst, um að fastur her væri nauðsynlegur. Það er óþarfi fyrir oss að segja fyndni um hann, eins og nú virðist vera tízka i Landi voru. Hvernig svo siem istríðið endar, get- um vér sagt um þenna óvin vonn það aama og Antoníus segir yfir líki Brútusar: “öfundin hefir ekki náðt; ið gerðum hans.” Þvf næst talar Harden um tilboð IJoyd Geonge, er hann gerði iblaða- mannakónginum, Northcliffe lá- varði, um að takast á ihendur að verða loftihcrmála ráðherra, og segir það verið hafa viturlegt bragð til að losna við árásir blaða hans. For- sætiisnáðherna, iheldur hann áfram, sem trúir á hjálpræðisknaft hins fullkomna sannleika, vex mjög i augum þeirra manna, sem sjálfir þekkja slfkt eigi í sinu eigin landi. Hann er ekki alveg laus við að hræsna fyrir lýðnum, en ættum vér slikan mann, þá myndi ihagur borg- ananna hækka, en verða hljóðara um háaðalinn. Harden gefur eininig útdnátt úr stefnuskrárræðu Clemenceau. Vér skulum hér að eins taka upp eítir- fylgandi orð, sem sýna ágætlega hve hvassorður Harden getur verið: “Sjöundi rík iskamslari nn befir haldið þvi frain, að Clemeneeau hafi neitað allri tillhliðrun í ritskoðun- inni og verið fljótur að kasta blaða- mannshamnum, er hann var orðinn forsætisráðherra. í andstyiggilegri og falskri ræðu hefir kanzlarinn kallað Clemenceau “alræðismann”, sem hefði myndað gerræðisráðu- neyti, án þess að hafa þingið með í ráðum. En af 14 ráðherrum eru 12 þingmenn og fulltrúar sérstakra flokka. Jafnaðarmenn neituðu að vera með í myndun istjórnarinnar, en það var ekki fyr en forsetar beggja dcilda þingsiris höfðu heitið stuðningi, að Clemeneoau tók aðsér ráðherratignina. Á fyrsta fundi þingsins lýsti ihann því yfir og sam- stórnendur hans, að hann myndi lúta vilja þingsinis í einu og öllu. — En sjöundi ríkiiskanzlari Þýzka- landis, Hertling greifi, hóf stefnu- skrárræðu sína á þessa leið: “Hans hátign, keisarinn, hefir sýnt mér það traust, að fela mér þetta em- bætti.”—Vísir. ------o------- Hörmungar Finna Það er sennilegt, að á dögum Bob rikoffs, hins alræmda böðuls Finna, hafi finska þjóðin ekki getað hugs- að isér, að nein stjórn mundi geta leitt slíkar hörmungar yfir landið sem keisarastjórnin rúissneska. Þó hafa þeii’ dagar verið sæludagar samanbornir við þá liörmuRgatíma, sem yfir landið liafa gengið slðan l>að “fékk frelsið.” í danska blaðlnu “Politiken” er skýrt frá þessum hörmungatíma Finnlands á Jiessa leið: Frelsisdagur Finnlands rann upp 18, miarz 1917 Harðstjórunum gömlu var hrundið frá vöidum í Rúss- landi og inenn þeir, sem kolluðu sig vinl Finnlands, tóku við sijórninni. Gleðin sem það vakti á Finnlandi, varð þó ekki langvinn, ])ví menn þessir efndu okki loforð sín en brugðu.st Ftnnum þegar á átti að herða. Og saga Finnlands síðasta árið mun vekja urndrun og skelf- ingu heimsins yfir því sem fram hefir farið í einu af menningarlönd- um heimsins. Það sem hér fer á eftir er skrifað af nákunnugum inanni, er ®egir frá því sem hann hefir sjálfur séð. Þegar stjórnarbyltingin ihófst á Rússlandi, voru 200 þúsiind rússv neskir hermienn á víð og dreif um alt Finnland. Þessir hermenn hafa alt af verið Finnum þyrnar í aug- um, en •eftir að stjórnarbyltingiin hófst, iheraginn ihvarf og herdeild- irnar leystust upp, urðu þeir hin versta landplága, og eru þeir valdir að öllum þeirn hörmungum, er sfð- an bafa dunið yfir landið. óöldin ihófst með því, að her- mennirniir gerðu uppreist gegn yf iiimönnum isínum, eltu þá um götui borganna og drápu þá, stungu þá með bysisustyngjunium eða rotuðu með byssuskeftunum um hábjartan daginn. Engum var hlilft. Aldraðir bershöíðingjar voru drep'nir í ná- vist fjölskyldu sinnar. Blóðið rann bókistaflega í iækjuin um göturnar. Manndrápararnir gengu í hópum um götur og torg og báru lík hinna rnyrtu á byssustingjunum sem sig- uirmcrki. Hræjunum var síðan varp- að í djúpa kjallara — og ]>ar gátu skyldmenni hinna inyrtu síðan leit- að að þeiin í blóðugri kös af manna búkum. Þegar gengið liaði verið af öllum liðsforingjum dauðum og við sjálft lá, að morðingjarnir réðust ihver á annan, mynduðu þeir “hermanna- og verkamanna-ráð” að dæmi Rússa og tók það ráð f sínar hendur aila æðstu vstjórn Finmlands, herstjórn og borgaralega stjórn. Miaður, sem unnið liafði í sykurverksmiðju, cn á sínum tíma var dæmdur í fangelsi, var gerður að forscta, en nítján PENINGAR GBTA ZIEI KKT T BETRA HVESTIXJÖL EN PURITY FLOUR (GOVERNMENT STANDARD) “Striða-Tim ” Hveiti Oanede Ábyrgst gott hvitt h'veitimjdl tll allrar brúkunar. PURITV FCOUR vetra gamall sjómaður varð vara- forseiti. Nú byrjaði ráðið að "stjórna”. Stjórnin settiist að í ketearahöllimni, en hafðist ekki síður við á veitinga- stöðum, sem það orð lá á, að hcfðu góðar víntcigundir á boðstólum. Skríllinn damsaði og drakk nótt og dag. Laun liermannann'a hrukku ekki fyriir útgjöldunum, en þeir veittu sér iaunaviðbót, scm 25-fald- aði kaupið. En ]>að hrökk samt ekki til, og ]iá byrjuðu rán og inn- biot, san síðan voru daglegir ATið- burðir. Það bætti ekki ástandið, að glæpamenn, sem slept liafði ver- ið úr fangelsunum, voiu gerðir að lögregluþjónum. Ivoks tóku hinir róttækustu “jafn- aðarmenn” Finna höndum saman við iþenna rússneska hermanna- skríl, gcrðu bandalag við Masiinal ista á Rússlandi og varð ávöxtur- inn af því hin illræmda “rauða her- sveit” og óöld sú, sem verið hafði i landinu, var hreinn barnaleikur hjá því, sem nú tók við. Markmiðið var, að kæfa alia mótspyrnu og gera öllum siðuðum mönnum ólift i landinu. Fyrst var öllum búðum lokað: sfðan öll saingöngutæki stöðvuð: ]>á var öllum morðingjum og ræningjum hleypt út úr hegning- arhúsunum. Nú var ekki verið að drepa herforingja í hefndarskyni; það var ráðiist á hvern sem var; nú voru inenn drepnir til fjár eða bara morðingjunum til dægrasityttingar og mönnum var misþyrmt, alt án þess nokfcur skifti sér af því. Rauða hensvcitin fór í ránsferðir uin borg- irnar og út á landsbygðinia og tók fjármuni manna og matvælaforða með vaidi. Glæpamennirnir réðu lögum og lofum í landinu og hin voðalegasta hungursneyð, sem sög- ur fara af á síðari öldum, svarf að alþýðunni. Allir hinir betri mcnn höfðu ver- ið ‘sem lamaðir af þessum ófögnuði, en loks risu þeir upp, tóku höndum saman og mynduðu hina ‘hvítu hersveit,” sein síðustu mánuðina hefir átt í höggi við þá rauðu. En enn er ekki óöldinni lokið, þó að svo virtist um það leyti, sem lýst var yfir sjálfstæði Finntends og leit- að viðurkenningar annara ríkja. Síðustu isimfregnir isegja, að “rauða hei'sveitin” ihafi enn yfirhöndina í Heisingfors. Og svo er isagt í síðustu erlcndum blöðum, sem hingað hafa borist, að á dánarskýrslum sé al- gengasta dauðameinið ta-lið—sult- ur.—Vísir. o + - - - - ... ———f Umboðsmenn Heimskringlu —-—-—■■ 1 Canada: Árborg og Framnes: Guðm. Magnússon .. .. Tr&mnes Magnús Tait______Antler Páll Anderson _Cypress Rivei Sigtryggur Sigvaldason ____ Baldur Lárus F. Beck____________Beckville Hjálmar O. I/optsson.... Bredenbury Bifröst og Gcyielr: Eirfkur Bárðarson..........Bifröst Thorst. J. Gfslason________Brown Jónas J. Hunfjörd_____Burnt Lake Oskar Olson ........ Churchbridge Guðm. Jónsson...........Dog Creek J. T. Friðriksson __________ Dafoe O. O. Johannson, Elfros, Sask John Janusson B. Thordarson _ Foam Lake _... Gimli G. J. Oleson Glenboro Geyai: F. Finnbogason.. .. Jóhann K. Johneon .... Hecla Jón Jóhannsson . Holar, Sask. F. Finnbognscm Hnausa Husawick: Sig. Sigurðeon W pg. Beacb Andrés J. J. Skagfeld Hove S. ThorwaldsOTi, Riverton, Man. Árni Jónsson ..__________ Isatold Jónas J. Húnfjörð.......Innisfail Jónas Samson............ Kristnes J. T. Friðriksson ______ Kand&har ó. Thorleifsson ...... Langruth Bjarní Thordareon, LeSlie Óskar Olson ............ Lögberg P. Bjarnason ......... Lillesve Guðm. Guðmundsson .„_.....Lundai Pétur Bjarnason .......Markland E. Guðmundason_________Mary Hlll Jolm S. Laxdal_____________Mozart Jónas J. Húnfjörð_____Markervllle Paul Kernested____________Narrows Gunnlaugur Helgason___________Nes Andrés J. Skagfeld____Oak Polnt St. O. Eiríksson.......Oak View Pétur Bjarnason _____________Ott® Jónas J. Húnfjörí.......Red Deer Ingim. Erlendsson ..... Reykjavlk Gunnl. Sölvason......„....Selkirk Skálholt: G. J. Oleson..............Glenbor® Paul Kernested___________Siglnnes Hallur Hallsson _______ Silver Bay A. Johnson _____________ Slnclalr Andrés J. Skagfeld .. .. Stony HQI Halldór Egllson .... Swan RJver Snorri Jónsson __________Tant&Uon Jón Sigurðsson_________ _____Vidlr Valgerður Josephson 1466 Argyle PHace South Vaneouver, B. C. Pétur Bjarnason__________Vesttold August Johnson, Winnipegosis ólafur Thorleifsson Wild Oak Sig. Sigurðsson.Winnlpeg Beaeh Paul Bjarnason...........Wynyard I Bandaríkjnnom: Jóhann Jóhannsson___________Akra Tliorgils Ásmundsson_____Blaln® Sigurður Johnson ...... B&ntry Jóhann Jóhannsson _____ Cavalier S. M. Breiðfjörð_______Edinburff S. M. Breiðfjörð-....... Garðar Elís Austmann___________GraXten Arni Magnússon.......... HallMn Jóhann Jóhannsson_______ Heasei G. A. Dalmann __________ Ivanhæ Gunnar Kristjánsson______Mflton Col. Panl Johnson_______Mountain G. A. Dalmann___________Minae*ta G. Karvelsson------ Pt Roberto Einar H. Johnson___Spanfsh fnk Jón Jónsson, bóksali______Svold Sigurður Johnson__________Upbam HAFIÐ ÞÉR BORGAÐ HEIMSKRINGLU ? Skoðið litla miðann á blaðinu yðar — hann segir til. AFARMIKIÐ ER KOMÍÐ DRENGJA REYNDU að hugsa þér sjálfan þig í forugum, köldum skotgröfum, eftir marga viðburða- ríka daga í dauðans hættu og taugaveikl- andi hávaða. Grenjandi kúlnahríðin dryn- ur í sífellu og fer ekki í manngreinarálit hvern hún hittir. Þú hefir orðið fyrir skoti! En þrátt fyrir kveljandi sársaukann ertu samt fær um að komast hálparlaust til baka langa þreytandi leið að næsta sjúkraskýli. Þreyttur, yfirkominn og hryggur í huga kvelst þú af kvíða yfir því sem bíður þín, þegar til sáralæknisins kemur. Og þá eru líka svo margir aðrir “gangandi særðir menn” og þú mátt til að bíða bíða! — og þá— Kemur glaðlegur Y.M.C.A. maður til þín, — þessi trúi bróðir hermannanna, og hann talar til þín hug- hreystandi orðum. Og rétt við sjúkraskýlið hefir fólkið, sem heima situr, hjálpað honum til að koma upp veitinga-skála. Hann réttir þér svo smákökur og súkkulaði eða kaffi. “í þúsundum af tilfellum,” skrifar einn herforing- inn, “varð þessi fyrsti bolli af heitu, hressandi kaffi til þess að hrífa hermennina úr hættu dauðans eða vitfirringar.” Hin stórkostlega hálpsemi Y.M.C.A. við her- mennma fær hvarvetna hrós. Ekki er að undra þótt Þjóðverjar reyni alt sem þeir geta til að eyðileggja öll Y.M.C.A. veitinga og hjúkrunar skýli. Y.AX.C.A. Red Tr e Fund $2,250,000, May 7, 8, 9 Canada Vf&de Aj>j>eal Y.M.C.A. er allsstaðar. Þú mætir fyrst hinum hjálpfúsa og karlmannlega Y.M.C.A. starfsmanni í herbúðunum, svo á lestinni og á skipinu, í herbúðun- um á Englandi og Frakklandi, alveg upp að fremstu skotgröfunum. Oft hættir hann lífi sínu til þess að hlynna að þér í skotgröfunum. Hann hefir áunnið sér verðugt lof frá hermálamönnum, stjórnfræðing- um og konungunum sjálfum. Átt þú hjartkæran son í stríðinu? Þú getur ekki verið með honum “fyrir handan” til þess að verja hann tálsnörum og freistingum herbúðanna og borg- anna. Þú ert fjærri þá hann þarfnast þín allra mest. Böglasendingar þínar eru tiltölulega strjálar. En fyrir guðlega náð er Y.M.C.A. “fyrir handan”, fer þangað sem þú getur ekki farið, gjörir það sem þú þráir að gjöra—gjörir það fyrir þig og hann. Vilt þú hjálpa? Þetta stórkostlega hjálparfé- lag þarf að minsta kosti $2,250,000 frá Canada um árið 1918. Vegna drengsins þíns þá vertu ÖRLÁTUR ! ! Cheer Up, and Thank God for the Y.M.C.A.! STUTT YFIRLIT YFIR STARF Y. M. C. A. FYRIR HER- MENNINA: Deildir í 20 skógarhöggsmanna herbúöum, stofnsettar í fyrra. 121 hermanna skrifstofu stjórar á Frakklandi og 900 hálparmenn. 300,000 sendibréf á dag skrifu'ð í TM.C.A. skýlum. Herfylkingum lögð til líkams- æfinga áhöld (sem eykur siðferð- isþrek þeirra.) Skemtanir, biblíu klassar, sam- söngvar, kvöldbænir og persónu- legir málfundir, öllu stórnað af Y.M.C.A. starfsmönnum. Y.M.C.A. Red Triangle klúbbar í Toronto, St. John, Montreal og öðrum borgum fyrir afturkomna hermenn og nýinnritaða, Y.M.C.A. þjónustan nær frá Van- couver til skotgrafanna og svo til baka aftur til sjúklinganna í spítölunum og þar til menn eru komnir úr hernum. Y.M.C.A. starfsmenn eru á hverri hermanna lest. Milli 400 og 500 miljón sendibréf og bréfaspjöld skrifuð og send frá Y.M.C.A. tjöldum, skýlum og moidargryfjum síðan stríðið byr- jaði. Sérstök umönnun með hermönn- um í canadiskum spítölum við herbúðirnar. Sífeldum skemtun- um og ræðuhöldum haldið uppi, og útbýtt tímaritum, aldinum, súkkulaði, gum, bókum og tó- baki. National Council, Young Men’s Christian Association Headquarters: 120 Bay Street, Toronto JOHN W. ROSS (Montreal) G. A. WARBURTON (Toronto) National Chairman of Red Triangle Fund Campaign. National Director of Red Triangle Fund Campaign. » so

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.