Heimskringla - 02.05.1918, Blaðsíða 3

Heimskringla - 02.05.1918, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 2. MAI 1918 HEIMSKRINGLA 3. BLAÐSIÐA ÁLITLEGT MANNSEFNI. (Frnmh. írá 2. bls. merki í ytra útliti. Hann er dökk- hærður, fríður sýnum og að sjá eterklega bygður. Engir eða fáir jafnaldrar ihans eru honum jafn- snjallir á reiðhjóli. Var konungi og drotningu oft vel iskemt, er hann var að þcytast á reiðhjóii .sínu fram og aftur á bak við Buckingham höllina. Hann er kátur og spaugsamur, þó tæplega geti hann kalliasit annar eins ærslabelgur og John, yngri bróðir han.s. Eru margar all-spaugi- legar sögur sagðar frá skólaárum þeirra bræðra. Endfet Albert prinz aldur og heilsa, á hann vafalaust eftir að láta mikið til sín taka í inálum þjóðar sinnar. ► -----o------- Höfundur Njálu Inni í wkiáia Ormis er var eitt sinn tiginn gestur — gulli málið skfru stkar----- skráði af Njáli sögu þar. Varð að flýja fé g völd, frændaríki ofsóttur. TJrðu skýjuð — skúraköld — skugguð því og döpur kvöid. Heldur fárra vina var varð um iskarðað gengi. Ýrðu um blárra brodda far beiskur sárrar nauðleitar. Hrjáður skjól og hylli*f-ann að -höfuöbóii glæstu. Friðar isól upp fögur rann um fræðastólinn geislum brann. Ýinsan nýjan fróðleik fá fýsti í lýstum ranni. Ljósin hlýju ileiftra’ um brá, iýfta iskýja drögum frá. Brýtur spjail á 1)0kfell -hönd í blað, við istaðar niemur þar brandur gall við bl'árri rönd Brjánis að falli’ og sigri í hönd. lléðan runnin aldia er, æðum íræði'straumia, á letragrunni er lyftir sér, lýðum kunn og geymist hér. Ár iþrjátíu tjáð og sex töldust öld þrettáindu, í geislia itýgjium guðdómlegs grein er ný á stofni vex. Frá J.B.A. skóla. Nú er nemendum á Jóns Bjarna- sonar skóla óðum að fæfcka. Margir fóru heim fyrir páska, svo eru nokkrir nýfarnir eða i þann veginn að fara. betta fólk fer al't út á land tiil þess að hjálpa þar við akuryrkj- una. Nem'endurnir í 9. og 10. bekk fengu sérstök próf fiá mentamála- d-eildinni fyrir páska, en þeir í 11. bekk fá að ifara m-eð því Skilyrði að konnararnir gefi þeim m'eðmœli, en til þess þurfa þeir -að istanda sig vel í þeim prófnm, sem 'skólin setti um póskaleytið. Þó er ekki svo að skilja að neinum sé haldið frá að fara þeg- aj- honum sýnist, en án þessara ráð- stafana fá ekki nemendur að hætta við nú og samt byrja í næsta beikk á koinanda vetri.— Piáskaprófin eru nú nýafstaðin, því kennararnir breyttu svo til að ihafa þau á eftir páskunum, en vanalegt er að hafa þau fyrir páska, og var meiningin sú, að nemendur læsi upp í .fríinu. Þessi ráðstöfun var þó alt annað en vinsæl meðal skólafólksins; fanist þi'í það toafa annað að gera en að vera að losa um páskana. Enda var um jólin í vetur lagt strangt bann við þvf að isnerta bók í fríinu, og munu flestir hafa haldið það boð- orð einnig um páskana af einskærri trygð við það “gamla og góða.” Af- leiðingin var sú, að enginn var und- ir oruvstuna búinn, þegar á hólininn kom, og ellefti bekkur, er ber ægis- hjálm ytfir hlna að andlegu atgjörvi, ráðríki og öðrum dygðum, fékk sinn próftíma framliengdan um eina viku svo meiri tími væri til að búa sig undir. Svo stóðu flestir sig vel og ætla isumir þeirra út í vorvinnu. Hver og einn, sem fer nú af skól- anum, ber með sér tolýjar tilfinning- ar til istofnunarinnar. Enginn ís- lenzkur unglingur getur eytt heil- um vetri á Jóns Bjarnasomar skóla og ekki verið ímeiri og betri maður þegar hann fer en þegar hann kom. Að tilgreina alt, er ifólkið hefir grætt á skólaverunni, er ekki meðfæri þess er þetta riitar; það er heldur ekki áformið: það nægir að einis að segja, að hið falenzka og kristilega andrúm'sloft, sem í skólanum ríkir, hefir skilið eftir eitthvað í hjörtuiú þeirra, sem gerir þau meiri menn og j konur og sérstaklega betri íslend- inga. Það er þetta, sem J.B.A. hefir fraan yfir alla aðra skóla í Manitoba og hann stendur þeim ölilum fylli- lega jafnfætfa í kenslunni, svo langt sem hún nær. Þegar svo er tekið til- lit til þess, að margt af þessu skóla- fólki hefði alls ekki hlotið æðri mentun, hofði ekki Jóns Bjarnason- ar skóli verið til, þá getur hver miaður -séð, ihve óimetanlegt gagn skólinn hefir gert þeim. Fyrir alt þetta eru iiernendurnir inni’lega þakklátir öllum þeim, sem hafa hjálpað til að <gera skólann það sem hann hefir verið í vetur; hver og eimn er þakklátur hjónum þeim sem hafa umsjón með -skóla- húsinu og er stunda verk sitt með henni mestu alúð og nærgætni; hver og einn er 'þakklátur skólasyist- kinum sínum , sem hafa hjálpað til að gera fjörugt og andríkt félagsMf í skólanum, og konnurunum, sem hafa sýnt þeim inn í heim göfgra menta, og síðast en ekki sfzt iskóla- stjóra, sem hefir borið föðuriiega umtoyggju fyrir öllum, og sem hefir lagt sig allan fram með að göfga anda allra. Það var vel viðeigdndi, að 'hann skyldi iialda fyrfrlestur um íslenzka æsku í það nrund, er marg- ir voru að fara af skólanum, svo það mætti vera einis og hið síðasta orð haiiis til þeina. *Sá hluti íslenzkrar æsku, sem er á Jóns Bjarnasonar skóla, hlustaði á þenna fyrirlestur, swm blés eldmóði í hvert ungt brjóst. Það skal því engan furða, þótt memendurnir séu hryggir að yfir- gefa skóla sinn. Þótt þeir láti nú í veðri vaka að þeir séu fegnir að iii'ega hætta við skólanám í svipinn og geta kastað frá sér skruddunum, þá ínun þó hugurinn leita aftur til Jóns Bjarnasonar skóla, og þangað munu flestir úr 9. og 10. bekk leita að mieiri mentun; en eins og sikólan- um er nú háttað, verða þeir nem- endur, sem nú eru í 11. bekk, að leita isér mientunar annars staðar hér eftir. Þietta kom þeirn til að 'búa út bænarskrá þess efnfa, að skóiinn væri aukinn isvo að þeir gæti haldið áfram námi við liann að minsta kosti einn vetur enn. Það sýnir hvert álit námsfólkið sjálft, sem notið hefir alís þess er sikólinn hefir að bjóða, hefir á hon- um. Þetta er íólk úr hinum ýmisu bygðum fslendinga og tilheyrandi öllum trúaiþragðaflokikum nreðal íslendinga vestan hafs. Það hefir að nokkru leyti lært að vinna sam- an og skilja tovert annað, og það vill ifá að læra það enn.'betur. Það er vonandi, að því verði gjört það mögulegt, enda er ósæmileg.t af ís- leindingum, að þeir kasti börnuiu íínum, er þeir hafa strítt fyrir, á náð- aranna annara, þegar þau eru rétt að verða að mönnum. og afsiali sér þar með starfi þeirra sem manna. > Nemandi. ------O----- ISLANDSJ-RETTIR (“Vfeir” 28.—30. Mar.) Sfmskeyti frá Hjalteyri 27. mars.— í gær gerði hér voðaveður af norð- austri imeð sjgangi oghríð. Rak þá aftur inn fsinn, sem kominn var á útrek, og fylti inn að samifrosna ísn- um, sem nú er út á Hörgárgrunn. Á leiðinni braut fsinn bryggjur Hhorsteinssonis hér utan á eyrinni alveg, sömuleiðte biTggjur Ásgeirs Pétunssonar og Samiúelsons innan á eyrinni- og skemdi fleiri. Kvieldúlfs- bryggjan er þó óskemd. Tjónið, sem af þessu er orðið, er afarmikið. Lagarfoss liggur enn á Sauðár- króki og getur ekkert laðhafst. Og Sterling er á Reyðarfirði. Ef veður hægir, er von um, að ísinn greiðist svo í sundur, að Sterling komist hingað. í inorgun var 17 stigra frost á Grímsstöðum, suðaustan vindur: 13 st. á Akureyrl, sunnanvindur: 12 st. á Seyðisfirði og 5,8 og norðatvvind- ur; 9,6 á fsafirði og 10.2 í Reykjavfk og logn. Skákþing islendinga hefst á ann- an 1 páskum. Er það Taflfélag Rvík- ur, sem til þess .boðar, og viðbúið að það verði eiina félagið, sem þátt tekur í því. 1 því félagi eru nú um 40 manns og margir ágætir taflmenn auk tveggja sigurvegaranna frá fyrri þingum, Péturs Zophoniassonar og Eggerts Guðmundssonar.—Er búist við því að þriðji skákkonungurinn bætfat við á þessu þingi, og þykjast þeir sem kunnugir eru vita hver það muni verða. “Rán” kom inn f gær af ffakiveið- um, drekkhlaðin. Hún ihefir verið á ísfiski, en nú er vafasaint, hvort hætt verður á það, að láta skipið fara til Englands anieð aflann, vegna þess að köl eru þar ófáanleg handa botnvörpungunum. Á þingmiálafundi á Blönduósi í gær samþyktu Húnvetningar að skora á þingið að krefjast fánans nú þegar eða skilnaðar við Dani að öðrum kosti. Lagarfoss liggur nú á Sauðáikróki og er afgreiðslu hans þar lokið. En í gær, þegar norðanveðrið skall á, voru 20 venkamenn úr landi í skip- inu og svo snögglega hvesti, að ekki var hægt að koma iþeim í land. “Ýmir” annar Hafnarfjarðar botn- TOrpungurinn, kom inn í gær, full- ur iaf fiski.og með ein 80—90 lifrar- föt. Páskahretið er byrjað. í gær- morgun var suniian’vindur og blíð- viðri um land alt, en síðari hluta dagsins gerði skyndilega norðan- stórhríð uin alt Norðuriland. Isinn hafði verið farinn að reka út af Eyjafirði, en hefir nú vafalaust rek- ið inn aftur. — Hér syðra snerist vindstaðan til norðurs og tók að frysta með kvöldinu. í mcfngun var 4,4 st. frost í Vestimannaeyjum, 9,4 st. í Reykjavík, 10,3 »t. á ísafirði, 13 st. á Akureyri, 16 st. á Grímsstöðum, og 13.9 st. á Seyðfafirði. Alwtaðar norðan og norðvestan átt, nema í Vestmanneyjum austan. í Færeyj- um var Jogn, 6.2 st. hiti og loftvog talsvert miklu lægri en hér á landi. “Samverjinn” hættia' nú að útbýta máltíðum á laugardaginn, en held- ur áfram að gefa fátækum sjúkling- um mjólk. Brezka herskipið fór héðan aftur 25. marz og með þvf sendinefndin og Þórður Flygenriug, sem verður ritari nefndarinnar. Cable ræðie- maður fór einnig með skipinu. Lagarfoss á ekki að fara til Ame- riku, iheldur til Noregs með kjöt, ef leyfi fæst hjá Bandaríkjastjórninni. En skipið er skuldbundið henni til að fara aftur vestur, og leyfið ófeng- ið enn. Gærurnar og síldina, -sem hér er, á Gullfoss að flytja vestur í næstu fei'ð. Pétur M. Bjarnason, Björn J. Blöndal skipstjóri o. 11. hafa nýlega keypt’ segiskútu vestan af Arnar- fii'ðl, um 30 smálestir að stærð, fyrir um 7 þús. kr. Skipið heitir María og kom að vestan núna um helgina. Það er úr eik og á að setja í það gangvél. Rafmagnsstöð til lýsingar hefir verið komið upp í Kleppsspítalanu- um. Vélar til stöðvarinnar voru fengnar fiá Atneríku. Stöðin kostar uppkomin um 15 þús. kr. Flutningsgjald milli landa er orð- ið alveg gffurlegt, t.d. var flutnings- gjald fyrir einn barnavagn núna með síðustu skipum 85 krónur. Á mörgum vörum er flutningsgjaldið alt að því fjórfalt verð \"örunnar. • “Fjalla Eyvindur” Jóhanns Sigur- jónssonar er kominn út í nýrri skrautútgáfu danskri með mörgum myndum (úr kvikmynd, seim gerð var eltir leiknum). Upplagið af þessari nýju útgáfu er að sögn 10,- 000 — en ekkert eintak hefir l>ó koinist hingað á bókamarkaðinn enn. Vestmanneyingar reru á skírdag og fengu hlaðafla bæði í net og á línur; höfðu þeir allir tvShlaðið, er netin höfðu, en það eru 30 bátar eða helmingur vélbátaflota þeirra eyja- búa. Eftir sejirustu fréttum liggur Lag- arfoss nú við Hjalteyri og er verið að íltyja í hann kjöt og gærur á sleðum eftir ísnum á firðinum, frá Akureyri. Eru 200 sleðar í þeim flutningum. Það er nú afráðið og til þess fengið samþykki Bandarfkj- anna, að Lagarfoss fari til Noregs með kjötið. INMITT NÚ er bezti tími að gerast kaupandi að Heims- kringlu. Frestið því ekki til morguns, sem þér getið gert í dag. Slíkt er happadrýgst. BrúkaS reiShjól óskast til kaups eSa til leigu í sumar. FinniS S. A. Johnson í prentsmiSju Heims- kringlu. M. S. ------•------- Til Canada Rauðakross* félagsins. iSafnað af V. Freeman, Hove P.O.: —V. Freeman $5, P. Paulson $5, S. Eyjóllfslsn $10, J. K. Vigfúsison $5, Jonas Sigurdson $2, Mrts. B. Sigurd- eon $1, Joe Sigurdson $1, Wm. Is> bfater $1, S. Skúliaison $5, Hildur Paulson $1, Guðm. PaUlson $1, Mrs. P. Paiulson $1, A. J. Skagfeld $5, V. Thordiarson $5, Guðni Paulson $2, Jón Guðmundisosn $5, J. H. Johmson $5, F. J. Friiðfinisson $2, G. Arnason $2, Bjarni Goodman $1, B. Helgason $1, B. Sigurdson $5, Stanl'ey Skagfold $1, Erman’s Ohartrand $1, Joe Chart- rand $1, Mrs. E. Chartrand 50c, Gas- poid Chartrand $1, Joe Ohartrand $1, Mns. B. Ohartrand 50c, Leifur Joihnison $2, Steini Skagfeld $2, J. R. Wilks $1.50.—Samtate......$82.50 Arður af isomkomu að isafold P.O., Man................. 20.00 Jón J. Hoffman, Hectola.... 5.00 $107.50 T E. Thorsteinsson. Létt að ráða fram úr Ef þú þjáist af maga veiklun, meltingarleysi, harðlífi, uppþembu og höfuðverk, svefnleysi, tauga- slekkju o.s.frv. og veizt hvað bezt hentar við því, þá muntu brúka á- byggilegt meðal og bíða ekki þar til veikin er orðin alvarleg. En á- byggilegasta meðalið er Triner’s American Elixir of Bitter Wine. Það hreinsar magann og þarmana, hjálpar meltingunni, eykur lystina og styrkir allan líkamann. Fæst í lyfjabúðum og kostar $1.50. — Fyrir kvef og hósta, sem mikið er af á þessum tín^a ársins ættuð þér að brúka Triner s Coug:h Sedative. Kostar 70 cent. Við gigt og flug- gigt er Triner’s Liniment óviðjafn- anlegt; kostar 70 cents. Jospeh Triner Company, 1333—1343 S. Ashland Ave., Chicago, 111. I Trinerg meðul fást ÖU kjá Alyin Sales Co, Dept. 15, P.O. Bex 66 * Winnipeg, Man. Engra manna land/ / Eg sveifla mér með vorsins vindum þeim, er vitja mín með kraft hins nýja og unga, um vetrar spor í héluþöktum heim á heljarslóð í myrkrið kalda og þunga; þá vegi sjálfur vil eg nánar skoða, sem vorið hefir komu sína að boða. Sem maðkað hold á bleikri beinagrind með berum og með djúpum augna-iholum og tanngarð beran, tungulaus og blind, og tennur eftir heiftar-bit í molum,------ þar ríkir hatrið eitt á tóftum auðum í andrúmslofti af mannabúkuin dauðum. Þess landamerki eru enginn sær og ekki 'heldur tindar hvítra fanna; en gaddavír og gryfju-raðir tvær þar girðir, markar—landið engra manna; en yfir grúfir himinn heiftar-dökkur, þar heftir geislann sprengikúlna mökkur. Þar svíður hálfrar aldar voða und, er erfðu börn við feðra nái kalda frá '71 — og síðan hverja stund varð sverðið draumur menningar og valda, bví sigur-bros frá ygldum Bismarcks brúnum það brendi mikla þjóð með -hefndar rúnum.*1 Hin þýzka frægð um feðra banaslóð við fagra Rín, — var keypt með dýru verði og Dauschland uber alles — sigur-ljóð,*** varð eldheit hvöt til leiks með blóðgu sverði: það skugga sló á Bretlands víða veldi og vakir nú í haturs-logans eldi. Sem ernir tveir, með beittar kreftar klær í kjöti að beinum—fyltir heiftar móði—, er geta ekki aftur losað þæ'r unz aflið þverr, með þeirra hjarta-blóði, svo barist er, með böls og heiftar kenning, unz blóði drekkist 20 alda menning. Þó kemur vorið þar með yl og ást og andar lífsins gjöf um nakin rjóður, en alt þess sigurafl og vald þar brást, því eitrað gas-loft myrðir sérhvern gróður. Því kúlna-hríð og bláir byssu-munnar þar brenna lögmál guðs og náttúrunnar. Hvað gæti bælt ’inn heita hildar-leik? eg hrópa, — þó eg geti minna öllum—; eg vona þó að rödd mín veil og veik hún veki samhug—jafnvel steina í fjöllum, því þar finn eg þó líf í litlum mosa, sem leyfir sér mót vorsins sól að brosa! Pálmi. *) Svæðið milli stoobgrafanna er alment kallað hér: “No men’s land.” **) Hér er ábt við f.ransk-þýzka sitríð- ið 1871, er Eratotoar mistu Elisass-Lorraine. ***) Þýzkur þjóðsöngur: “Þýztoaland er öilum voldugra.” ;Vi KAUPIÐ Heimskringlu Blað FÓLKSINS og FRJALSRA skoðana og elsta fréttablað Vestur-tskndmga Þrjár Sögur! og einn árgangur af blaðinu fá nýir kaupenckir, sem senda oss fyrirfram eins árs andvirði blaðsins. — Fyr eða síðar kaupa flestir Islendingar Heismkringlu. — Hví ekki að bregða við nú og nota bezta tækifærið? — Nú geta nýir kaupendur valið þrjár af eftirfylgjandi sögum: •'SYLVIA.” “HIN LEYNDARDÓMSFULLU SKJÖL.” “DOLORES.” “JÓN OG LARA.” “ÆTTAREINKENNIÐ.” “HVER VAR HON?” “LARA......LJÓSVÖRDURINN.” “KYNJAGULL” “BRÓÐUR- DÓTTIR AMTMANNSINS.” Sögusafn Heimskringlu Þessar baekur fást keyptar á skrifstofa Heanskringla, meSan upplagið hrekkur. Enginn auka kosánaður við póst- gjotd. vér borgum þann kostnað. Sylvía ............................. $0.30 Bróðurdóttir amtmannsins ............ 0.30 Dolores ....—....................... 0.30 Hin leyndardómsfullu skjöl........... 0.40 Jón og Lára ....................... 0.40 Ættareinkennið.....................t 0.30 Ljósvörðurinn...................... 0.45 Hver var hún? ....................... 0.50 Kynjagull ........................... 0.35 Mórauða músin ....................... 0.50 Spellvirkjamir ...................... 0.50

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.